Liverpool 2-2 Sunderland

Anda inn, anda út

Að sjálfsögðu tókst þessu blessaða Liverpool liði að valda manni vonbrigðum enn einu sinni. Liðið hefur undirtökin gegn slöku liði Sunderland allan leikinn, hanga á boltanum allan leikinn og ná að skora tvö mörk þegar líður á leikinn og gjörsamlega ekkert sem ætti að benda til þess að Liverpool gerði eitthvað annað en að hirða öll þrjú stigin. Hvað gerist? Jú, að sjálfsögðu endar þetta í 2-2. Tvö fucking tvö!

Förum létt yfir þennan leik. Jurgen Klopp var ekki á hliðarlínunni í dag vegna veikinda og sáu aðstoðarmenn hans um að stýra liðinu. Ekkert að því, þeir þekkja hvern annan út og inn og líklega ekki hægt að pirrast eitthvað á því. Joe Allen byrjaði í dag og fékk verðskuldaðan séns í byrjunarliðinu og Daniel Sturridge var á bekknum. Fínt, fyrir utan veikindi Klopp, þá var þetta farið að líta bara ágætlega út fyrr í dag.

Leikurinn byrjaði og ef þið hafið lesið leikskýrslur eða horft á leiki undanfarið þá vitiði nákvæmlega hvernig þetta var. Liverpool var með boltann nær allan tíman, unnu boltann snemma og klúðruðu sendingum, hlaupum og þess háttar trekk í trekk. Liðið er að mestu fullt af miðjumönnum svo það er nú kannski ekki skrýtið að liðið hélt boltanum mest allan leikinn en skapaði ekki mikið af almennilegum færum eða skotum. Same shit, different day.

Firmino, eini “sóknarmaðurinn” í liðinu, átti einhver tvö eða þrjú hættuleg skot fyrir utan teig í leiknum. Moreno komst tvisvar í góða stöðu en hann átti skot sem markvörður Sunderland varði og góða fyrirgjöf en enginn leikmaður Liverpool var mættur í teiginn til að mæta henni. Surpise, surprise. Staðan var 0-0 í hálfleik, Liverpool með alla stjórnina en hafði ekkert upp úr krafsinu. Já, nema auðvitað tvær tognanir aftan í læri. Dejan Lovren gekk út af vellinum fyrir tíundu mínútu leiksins vegna meiðsla og Allen rétt áður en flautað var til leikhlés. Frábært, alveg fucking frábært! Loksins þegar Liverpool er að fá lykilmenn aftur úr meiðslum þá þurfa aðrir að meiðast aftur. Same shit, different day.

Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik þar til að Roberto Firmino tók málin í sínar hendur. James Milner átti frábæra fyrirgjöf af vinstri vængnum sem Firmino mætti á fjærstönginni og stangaði boltann í netið. Loksins skorar Liverpool mark og vel gert hjá þeim báðum. Eftir það varð Liverpool liðið aðeins beinskeyttara og á 70.mínútu pressaði Firmino varnarmann Sunderland og vann af honum boltann, keyrði inn á teiginn og renndi boltanum á Lallana sem potaði honum í autt markið. Frábært mark og mjög Luis Suarez-lega gert hjá Firmino.

Liverpool var áfram með undirtökin og í stöðunni 2-0 þá bara gat maður ekki annað en reiknað með að liðið sæi þetta út enda gat þetta Sunderland lið ekkert í leiknum. Á 77.mínútu byrjaði fólk að streyma út af vellinum í mótmælunarskyni vegna hækkunar á miðaverði á Anfield og er það frábært hjá þeim og var þetta held ég bara vel framkvæmd mótmæli hjá þeim. Þau virðast hafa vitað hvað væri í vændum því fimm mínútum síðar átti Adam Johnson laust skot úr aukaspyrnu út við stöng en “Mr.Nasty” í marki Liverpool náði ekki að verja. Ágætis spyrna frá Johnson en come one Mignolet, þessi átti ekki að rúlla yfir marklínuna!

Jæja, 2-1 ekki ideal staða en nei, það bara gat ekki verið að Sunderland næðu öðru marki – sem þeir að sjálfsögðu gerðu þegar lélegur varnarleikur Liverpool – og þá sérstaklega Sakho sem gerði allt vitlaust þegar hann dekkaði Defoe – varð til þess að Defoe snéri sér við í teig Liverpool og skoraði. 2-2. Tvö mörk skoruð og tvö mörk fengin á sig. Gætuð þið giskað á hve mörg skot Sunderland áttu í leiknum?!

Þessi brandari er alveg hættur að vera fyndinn. Tvö fucking skot á markið og tvö mörk! Sumt er að sjálfsögðu ekki hægt að kenna markverðinum um en come on Mignolet, í guðs lifandi bænum farðu að verja einhver skot. Af síðustu nítján skotum sem hann hefur fengið á sig í deildinni hafa komið tólf mörk. TÓLF mörk, NÍTJÁN skot! Það er 63% skipta sem andstæðingurinn nær skoti á markið þá skorar hann. Held að meira að segja tvö eða þrjú af þessum skotum sem klikkuðu komu í leiknum gegn Leicester. Ég veit ekki af hverju Danny Ward var kallaður aftur til baka úr láni ef hann fær ekki tækifæri úr þessu þá hefði alveg verið hægt að skilja hann eftir í Skotlandi. Hann getur allavega ekki verið mikið verri, er það nokkuð?

Já, já ákveðnir leikmenn sem eru meiddir munu koma til með að hafa áhrif á spilamennskuna og uppskeru liðsins. Coutinho, Origi, Sturridge og félagar munu augljóslega bæta sóknarleikinn en það er hreinlega ekki nóg. Aðalliðsmennirnir hafa verið að bregðast nýjum stjóra sínum líkt og þeir brugðust þeim sem áður var. Þetta lið á að gera svo mikið, mikið, mikið mun betur og er langt frá því að vera eitthvað illa mannað en það vantar sárlega upp á gæði á ákveðnum sviðum og það virðist erfitt að ætla að ná fram einhverju meiru úr þessum hópi.

Liverpool er komið í úrslitaleikinn í Deildarbikarnum og allt það en því miður þá hefur Klopp ekki haft þau áhrif sem maður vonaðist eftir því að maður myndi sjá eftir að hann tók við. Er ekki að skjóta á hann á nokkurn hátt en maður bjóst við meiru. Hann hefur mátt gera töluvert betur í ákveðnum aðstæðum finnst manni og eins og segir þá eru leikmenn að bregðast honum. Þetta er erfitt lið að vinna með og leikjaálagið, meiðslin og skortur á sjálfstrausti hjálpar ekkert til. Ég skrifaði um það um daginn að það væri kannski kominn tími á að hann færi að senda skilaboð til ákveðina leikmanna og færi að kippa einum og einum úr liðinu og verðskulda þá sem hafa spilað fínt og sýnt hungur þegar þeir fá tækifæri. Lucas, Milner, Henderson, Can, Sakho, Mignolet, Moreno, Ibe og fleiri hafa valdið miklum vonbrigðum undanfarið og virðast ekki hafa hjartað eða gæðin til að gera betur.

Ég var ekki á þeim buxunum að það þyrfti að gera einhverjar svakalegar breytingar á liðinu í sumar og það þyrfti meira að bæta við en að trimma niður. Aftur á móti hafa síðustu leikir og frammistöður sýnt að það eru eflaust nokkuð margir þarna sem hafa ekki það sem þarf til að hjálpa liðinu upp úr þessari lægð. Ég neita að trúa öðru en að Klopp sé farinn að brýna öxi sína og sé tilbúinn að sveifla henni í sumar.

Anskotinn hafi það, þetta er ekki boðlegt hjá leikmönnum Liverpool. Við erum að sjá verr mönnuð lið en Liverpool í mikið betri málum í deildinni og það svíður. Það vantar gjörsamlega allt sjálfstraust, aga og samheldni í þetta lið. Maður reiknaði nú með að sigrar seint í leikjum ættu nú að gefa liðinu einhvern meðbyr en nei svo er ekki. Klopp á mikið verk fyrir höndum og þetta er hreinlega ekki boðlegt frá hans mönnum. Það fer að koma að því að fólk streymir út af Anfield og verður það ekki til þess að mótmæla miðaverði.

Það þýðir ekki að hækka miðaverð á völlinn, tala um hvað allt er í blóma fjárhagslega, stækka völlinn og hafa svona á boðstólnum. Liverpool Football Club, Ian Ayre, Klopp, leikmenn, kaupnefnd og allir hinir, takið ykkur á og rífið ykkur upp. Þetta er alveg ömurlegt!

Ég er smá pollýana og glas mitt er oftar hálf fullt en hálf tómt en hamingjan hjálpi mér þessu nenni ég ekki.

Endum þetta á jákvæðum nótum svo við endum ekki í algjöru rugli hérna. Coutinho, Origi og Sturridge gætu tekið þátt í leiknum gegn West Ham í miðri viku. Við skulum hugga okkur við það.

84 Comments

  1. hverjum á maður að kenna um, það var greinieg umskipti á 77′ min og er það réttlátri kröfu stuðmingsmanna að kenna eða stjórn klúbbsinns…

  2. Verður gaman að sjá hvernig elskendur Sakho ætla að halda áfram að verja hann. Hann gerir mistök sem kosta mörk í hverjum einasta leik, leik eftir leik eftir leik. Get ekki beðið eftir Skrtel

  3. Sælir félagar

    Það mundi mér þykja merkilegt ef einhver mælir því í mót að þetta lið sé samansafn af vesölum liðleskjum. Ef svo er þá bið ég þann hinn sama að bíða meðan ég æli. Síðan má sá hinn sami vel lifa í blekkingu sinni. Manni verður flökurt af því að horfa upp á þetta samansafn af vesalingum.

    Nú bíður maður með óþreyju eftir því einu að þessari leiktíð ljúki og stórhreinsanir fram fram. Því ekkert annað er hægt að gera það er vonlaust að gera kjúklingasúpu úr kjúklingaskít eins og maðurinn sagði.

    Það er ekkert hægt annað en losa sig við nánast alla þá leikmenn sem þarna léku í dag. Það er ef til vill hægt að hafa Firmino í liði framtíðar en ég sé ekki ástæðu til að halda uppá aðra af þessum vesölu miðlungs leikmönnum ef þeir þá ná þeim mælikvarða.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Algjör óþarfi hjá vörninni að yfirgefa leikinn á 77.mínútu líka…

  5. hahaha ! ekki annað hægt en að hlægja af þessu, engin ástæða til að vera fúll erum löngu komnir úr baráttunni í deildinni, 2 shots on target 2 mörk núna hlýtur að vera kominn tími á ward

  6. Liverpool FC er með afleitt knattspyrnulið, það er niðurdrepandi. Því miður þykir manni allt of vænt um það til að geta sleppt öllum leikjunum fram á næsta vetur.

  7. Trúi því ekki að það sé neitt að botnlanganum á Kloop. Honum líður bara eins í maganum og okkur hinum.

  8. Algjört drasl þetta lið. Klopp hlýtur að hreinsa til í sumar og það verður ny

  9. Ég bara get ekki meira af þessum Símon, ég bara heimta að markmaðurinn sem kallaður var úr láni verði settur í markið í nokkra leiki, það virkaði ágætlega til að Símon fengi smá sjálfstraust síðast.

    Mun aldrei kenna honum um markið sem Vardy skoraði á hann en þetta á hver meðalmarkmaður að verja!! Orðið óþolandi að það sé ALLTAF eftir hvern einasta leik talað um klúður hjá þessum svokallaða markmanni okkar sem leiða til marks andstæðinganna.

    En hey pollýanna segir að það sé jákvætt að við fengum ekki á okkur mark eftir hornspyrnu!

  10. Erum bara ótrúlega óheppnir. Ömurlegur dómari og ömurlegt Sunderland lið. Við spiluðum leiftrandi sóknarbolta, 73% possession og vorum algerlega frábærir. Sakho og Mignolet tvímælalaust menn leiksins, perfect 10. Þetta er allt að koma og við munum vinna restina af leikjunum og hin liðin tapa öllum.

    Tel þetta lið alveg tilbúið í meistaradeildabolta á næsta ári. Þurfum ekki að gera neinar breytiingar á mannskapnum. Er samt pínu leiður yfir því að klúbburinn skyldi ekki gera a.m.k. 10 ára samning við Mignolet. Þvílíkur markmaður! Framtíðin er svo sannarlega björt.

  11. Mér finnst það nokkuð sterkt hjá Liverpool að tapa ekki leiknum ámóti sunderland á heimavelli.

  12. Shit, shit, shit. Maður hlær bara af þessu liði að verða. Maður skammast sín í dag fyrir þetta lið.

  13. Klopp hlýtur að hreinsa til í þessum hóp, en hver vill kaupa þessa menn. Algjört andleysi í hópnum. Hvað er eiginlega í gangi?

  14. tveir þriðju úr kop og svona helmingurinn af vellinum fóru á 77′ min, þetta sýnir að klubburinn er ekkert án stuðningsmanna, ég skrifa þetta allfarið á stjórn klúbbsinns, það getur ekki verið augjósara.

  15. Mignolet hlítur að fá núna 5 ára framlengingu á samning aftur. Sá besti í heimi

  16. Ógeðsleg frammistaða.

    Þvílík linkind í þessum leikmönnum og almennt getuleysi.

    Mignolet verður ekki varinn, frekar en erkisauðsháttur Moreno að búa til þessa aukaspyrnu…nú eða hlægilega dapur varnarleikur Sakho í lokin.

    Þessir menn eru til skammar fyrir skyrtuna, svo einfalt sem það er. Ég reyni eins og ég get að halda einhverjum dampi í hjartanu en það er eiginlega ekki hægt. Ég skil ekki það að Emre Can spili alla leiki allan leikinn, ég næ ekki hvers vegna Flanno er ekki búinn að slá út Moreno. Nú þarf Mignolet út.

    En fyrst þarf maður sennilega að bara átt sig á því hvort maður nennir þessu lengur.

    Ég ítreka það enn að ég held að nær enginn þessara leikmanna verði fastir leikmenn hjá klúbbnum eftir einhver ár.

    Sam f***ing Allardyce kom með fallið lið Sunderland og kom til baka eftir að vera 0-2 undir. Það verður bara ekki lélegra og verra en það.

    Ég er algerlega brjálaður og hef ALDREI verið eins nálægt því að “tanka” seasoni eins og núna. Þessi 10 mínútna kafli í lokin fær mann virkilega til að efast um sína eigin skynsemi að standa í þessu bulli tvisvar í viku…það er ekki einu sinni skemmtilegur fótbolti í þessu liði en samt vonar maður og vonar…og vonar meir.

    Til skammar. Algerlega til skammar og ég bendi á alla þá leikmenn sem voru inná síðustu tíu mínúturnar. Þeir eiga að skammast sín og gefa launin fyrir þessa viku…

    Það eina jákvæða voru skilaboðin frá Anfield í dag. Í hvaða raunveruleika lifa eigendur sem hafa eytt hundruðum milljóna í meðalleikmenn frá meðalliðum víðsvegar að sem ætla að bjóða uppá dýrustu miða í enska boltanum.

    Hversu bilaður þarf maður að vera til að borga 77 pund til að horfa á svona lið spila fótbolta?!?!?!?!?

  17. Sami grautur í sömu skál. Sama uppstiling, sömu mennirnir, AF HVERJU BÚAST MENN VIÐ ANNARI NIÐURSTÖÐU??? Þetta er nkl. sama fokkið og undir Rodgers og hann fer að hita á rassinum því hann notar sömu aumingjana og Rodgers gerði sem allir vissu að væru ekki nógu góðir. BRJÁLAÐUR Á ÞESSARI NIÐURLÆGINGU ENDALAUST

  18. Já liðið heldur áfram að standa sig illa á þessari leiktíð í deildinni.
    Þetta var lélegur leikur en eftir að liðið komst í 2-0 þá lærði maður ekki af reynsluni og hélt að leikurinn væri komin. Einfaldlega af því að það voru bara 20 mín eftir og andstæðingarnar ekkert búnir að ógna marki liverpool í 70.mín.
    Mignolet er einfaldlega lélegur markvörður og hann var ekki að sanna það í fyrsta skipti í dag þegar hann ákvað á sitt einsdæmi að gera leikinn spennandi á 82.mín.
    Liðið er samt á heimavelli og er að vinna og aðeins 8.mín eftir gegn liði sem getur varla skorað og varist en það var eins og allt fór í panick.
    Sumir leikmenn héldu áfram að Pressa á meðan að aðrir duttu niður og það varð allt í einu stór svæði á vellinum sem lélegt Sunderland lið fékk að spila boltanum.
    Sakho sem er líklega einn ofmetnasti varnamaður liverpool sýndi en og aftur léleg varnartilþrif þegar Defoe skoraði.Þetta tröll er einfaldlega bara kettlingur þegar kemur á einn á einn baráttu og átti aldrei að leyfa Defoe að komast á skotfótinn sinn( barnarlegur varnarleikur).

    Liverpool liðið virðist vanta alvöru leiðtoga þessa dagana. Henderson er ekki sá maður þótt að hann reynir en hann hefur verið með lélegri mönnum núna í langan tíma. Menn vilja kenna meiðslunum um en þá á hann einfaldlega ekki að vera að spila svona mikið.
    Miðvarðakrísan heldur áfram.
    Það vantar sóknarmann í þetta lið eða kannski var einn eða jafnvel tveir á bekknum og munu láta meira af sér kveða á næstuni.

    4. sætið var langsótt en þótt að það sé nóg eftir að mótinu þá er það farið í ár. Einfaldlega af því að liðið spilar eins og jójó stundum mjög vel og stundum illa en eini stöðuleikinn sem liðið hefur er að liðið er með lélegan markvörð, eru lélegir í föstum leikatriðum og fá reglulega á sig mörk þegar andstæðingarnir loksins snerta boltan.

    Við erum að koma á það stig að maður fer að vona að liðið nái ekki Evrópusæti fyrir næsta ár og taki eitt alvöru tímabil í deildinni.

    Jæja það góða er samt að það er stutt í næsta leik og hægt að gleyma þessum vonandi fljót en þetta Sunderland liðið er líklega lélegasta liðið sem mun koma á Anfield í vetur svo að það sé á hreinu og ekki náðust 3 stig í dag svo að maður er ekki sáttur.

  19. Ég get ekki að því gert en ég hef því miður enga trú á mignolet. Hann átti að taka aukaspyrnuna. Nú held ég að hann hefði gott af því að setjast á bekakainn ásamt amörgum fleiri sem eru ekki af þvi caliberi að geta kallast Liverpoolleikmenn. Nú er bara að leyfa kjúklingunum og Firmino að klára veturinn .

  20. Stórmerkilegur leikur……..slappar fyrstu 45, vorum samt mikið með boltann en lítið að gerast, ekker nýtt í þeim málum hjá okkur. Seinni hálfleikur kraftmeiri og betri, skilaði tveim mörkum og sigur virtist í höfn. Brjáluð stemning en þá yfirgefa stuðningsmenn svæðið og altt hrundi í orðsins fyllstu merkingu. Hvaða þátt brotthvarf stuðningmanna á í þessum hörmungum skal ég ekki dæma um en einkennilegt að fara í svona aðgerðir þegar liðið þitt þarf sem mest á þér að halda. Ég ætla ekki að afgreiða leikmenn okkar sem aumingja og ræfla þó svo að ég sé eins og margir aðrir mjög ósáttur með þeirra framlag. Finnst samt merkilegt að ef eitthvað er þá er lið lélegra eftir þjálfaraskiptin….en það er víst eitthvað sem ekki má minnast á.
    YNWA

  21. Og með jafn mörg stig og Everton nema munar aðeins 16 mörkun. SEXTÁN. UNBELEVEBLE S**T

  22. Sælir félagar

    Eitt af því sem mér fannst eftirtektarvert við þennan leik var að maður hefur ekki séð eins mrga krossa í Liverpool leik í vetur eins og í þessum.. Þarna var lagvaxnasta frmlína kiðsins á ferð enda unnu þeir ekki einn einasta skallabolta í þessum fyrirgjöfum. Það er merkilegt að Benteke skuli ekki vera inná í því uppleggi.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  23. Er einhver spekingurnn hér búinn að reikna út hvað við þurfum lágmark mörg stig til að halda okkur upp í deildinni?

  24. hvað hafa markmanns fíflið og sakho gefið mörg mörk uppá síðkastið. !!!! djöfulsins getuleysi og andleysi. Vantar leiðtoga í þetta lið, Hendo og fleiri burt!!! liðið fullt að prímadonnum sem taka bara á móti launaumslaginu. Það verður alherjar hreinsun í sumar, verður að gerast. ..

  25. Tímabilið er löngu búið . Þetta kemur ekki á óvart meðað við úrslit síðustu leikja. En liðið er ekki betra en þetta lendum í 7 til 10 sæti eftir 38 umferðir.

  26. Á lfc tv er verið að ræða leikinn einsog alltaf, og það er ekki orðiði minnst á 77 min, þau láta einsog það gerðist ekki, og eru að reyna að greina hvað gerðist án þess að minnast a aðalatriðið, það er einsog þau séu að tala um rokkhljómsveit án þess að viðurkenna tilvist rafmagnsgítara. og það er klárlega verið að ræða þetta svona að ásettur ráði, allir í stúdioinu vita vel hvað gerðist en minnast ekki orði á það.

    maður mætti halda að skipun hafi verið gefin að ofan…

  27. Miðlungs lið, miðlungs eigendur, engin furða að Klopp hafi fengið botnlangabólgu. Ég heimta þennan ömurlega markvörð út úr liðinu. Klassa markmenn bjarga liðum, en þessi kostar okkur leiki hvað eftir annað, og þessi vörn, úff , svona spilamennska er ekki einu sinni 20 £ virði , aumkunarverð frammistaða og í fyrsta skipti í mörg mörg ár hætti ég að horfa þegar sunderland jöfnuðu , þvílíkt drasl !

  28. #27 sigkarl. Firmino skoraði eftir fyrirgjöf… En guð minn almáttugur hvað þetta er mikið þrot.

  29. Á ´84 mínútu voru leikmenn Liverpool búnir að senda boltan 620 sinnum á milli sín, Sunderland 200 sinnum. Sendingarnákvæmni upp á 85 prósent, Sunderland með 66 prósent. Þetta er búið að vera svona meira og minna í allan vetur og er að skila akkúrat engu, ef eitthvað er, er þessi þráhyggja að hanga á boltanum, klappa honum og skila honum helst þangað sem engin hætta er á ferðum að koma liðinu í koll. Meðalmennskan á vellinum í dag og á þessari leiktíð er að gera hörðustu púlurum erfitt með að halda merki klúbbsins á lofti með stolti. Innkaupastefnan þar sem unglingum og meðalmennsku er hampað öðru fremur er að keyra liðið þangað sem það hefur ekki verið áður. “Walk on with hope in your heart, AND you´ll never walk alone”…þeir leikmenn sem voru á vellinum í dag, eiga enga von í hjarta, eru baráttulausir og viljalausir, þeir geta mín vegna gengið einir.

  30. fara að spila eins og efsta liðið. 4-4-2 og fullt rör. alltaf best. og fara hætta þessu með 6 miðju menn sem hlaupa bara í hringi. ,,æji æ höfum ekki mannskap í það….djö..drasl…

  31. Og að kenna hinum og þessum um að tapa niður 2-0 forystu á heimavelli gegn enn verra liði en Liverpool þegar 10 mínútur voru eftir er bara fásinna!

  32. Þetta er án efa langlélegasta sunderland lið sem hefur komið á Anfeild, það segir okkur margt um liverpool 🙁

  33. 4. sætið er ekkert farið! Andskotans vitleysa og svartsýni er þetta. Það eru bara 10 stig í Arsenal og 39 stig í pottinum! Með þessa frábæru vörn og geggjaða markmann eru okkar allir vegir færir!

  34. Er ekki hægt að gera samning við Þýskaland þeir eru að fara taka á móti allt að 800.000 flóttamönnum í ár, geta þeir ekki líka tekið á móti þessum pappakössum sem skipa leikmannahópinn okkar í leiðinni.

  35. tad sem pirrar mig mest er ad tetta pirrar mig ekki neitt…
    menn setja nyjar haedir i getuleysi i vikuhverri.

    simon hvad ertu ad gera?
    sakho finnst ter vera i lagi ad leyfa monnum ad snua med boltann inn i teig?

    svo tessi midja! hun er jagn ognandi og vorn sunderland… vid verdum ad fa alvoru mann i ta stodu

    firmino faer hrosid hann gerir eitthvad ur tessu litla sem hann faer fra tessum monnum fyrir aftan hann

  36. Sælir félagar

    Dassinn 35# Það er rétt að Firmino skoraði eftir fyrirgjöf.. Það hinsvegar breytir engu um athugasemd mína.

    Það er nú þannig

    YNWA

  37. Skrítin ákvörðun að stilla ekki upp varnarvegg í fyrra markinu.

    Hef ekki meira um þennan leik að segja.

  38. Tek undir með #43:

    Það sorglega er að maður er orðinn dofinn fyrir þessum aulagangi. Liverpool hefur átt ævintýralega slaka leiki í vetur inni á milli einstakra stjörnuleikja en þessar lokamínútur í dag hljóta að vera botninn á öllu. Mætti halda að Sakho væri með snertifælni.

  39. Við skulum bara ná okkur niður. Frábærir tímar framundan en vörnin er ekki upp á marga fiska en það hefur hún svo sem ekki verið frá tíð Carraghers og Hyppia. Svo það eru ekki neinar nýjar fréttir með vörnina eða varnarvinnuna í liðinu. Bíð spenntur eftir næstu leikjum því núna held ég að eitthvað stórkostlegt sé að koma.

  40. Vonbrigði að setja þetta í jafntefli.
    En verum jákvæðir, Klopp sér hverjir eru að skila því sem þeir eiga að geta. Bara spurning hvenær hann klippir af dauðu greinarnar.

    Langt síðan ég gaf upp vonina um meistaradeildarsæti. Eina leiðin til að bjarga þessari leiktíð er að vinna bikardollu og horfa bjarsýnn á framtíðina.

    Ég trúi að næsta leiktíð verði mögnuð.

    Áfram Liverpool.

  41. Mignolet has cost Liverpool 15 points this season. We would be joint 2nd with 15 more points than we have.

  42. Sammála þér Sveinbjörn. Það er nefnilega enn hægt að gera þetta að sæmilegu tímabili. Þrír bikarar eru enn í boði sem ætti að leggja höfuðáherslu á. Síðan höfum við gleymt meiðslalistanum sem hefur verið sá langlengsti hjá liðunum í deildinni.

  43. þegar liðið sigraði og yfirspilaði Chelski og Man City um daginn, þa hélt eg i alvörunni að loksins væri allt a uppleið. En veit núna að þessi umræddu leikir voru eingöngis mínir draumórar því lið sem gjörsamlega slátrar umræddu liðum geta ekki gengið i gegnum þessa skitagöngu sem liðið i heild sinni er með drulluna upp a bak i hverjum einasta leik.

  44. Fyrir nkl 5 árum síðan spilaði Torres gegn okkur í fyrsta skipti sem leikmaður Chelsea. Við vorum í 6.sæti en allt sem skipti málið var að tapa ekki fyrir Torres. Carra, Gerrard og Agger sáu til þess að liðið lagði sig allt 100% fram og uppskáru sigur. Meireles skoraði eina mark leiksins, hann var leikmaður Liverpool. 5 ár.

  45. Punglaus síðasta skipting hjá okkur, hefði viljað sjá Sturridge inn og þar með þrýsta Sunderland aftar á völlinn.

  46. Markmenn í handbolta eru oft með betri vörsluprósentu en Mignolet hefur verið með að undanförnu. Annars bara herfileg frammistaða og aumingjaskapur að missa þetta niður í jafntefli. Þessu tímabili er að takast að verða meiri vonbrigði en það síðasta var og þurfti nú ansi mikið til. Ég átti von á meiru eftir að Klopp tók við, hann er búinn að eiga í erfiðleikum. “Klopp effect” tekur greinilega lengri tíma að ná fram og það verður að segja honum til varnar að daganir á æfingasvæðinu geta ekki verið margir á meðan leikjaálagið er eins og það er.

  47. Jæja!

    ég er alveg sammála því með að liverpool liðið mitt er í raun löngu hætt að koma á óvart. Það má segja liðinu til málsbóta að óheppnin hefur sannarlega elt liðið. Í þessum leik meiddust þrír leikmenn – þrír og það áður en fyrri hálfleik var lokið. Meirihluti áhorfenda fóru síðan af velli í mótmælaskyni vegna hækkandi miðaverðs og þegar ég hélt að liðið myndi nú loksins vinna – ég ætla ekki að tala um framlag hvers og eins leikmanns.
    Hvað gerist? Við vitum að áhorfendur eru 12 leikmaðurinn. Það að svona margir fóru hafði greinilega truflandi áhrif á gang leiksins. En svo er það að hinu að ná ekki að þjappa sér saman og halda þessum þremur stigum. Sem betur fer töpuðum við ekki leiknum. Það var auðséð á andliti Liverpoolmanna hvað þeir voru svekktir. en eins og ég hef nefnt heima mér finnst vanta grimmd og greddu í liðið. Það er ekki nóg að geta sparkað bolta ef það er ekki nógu mikill vilji í liðinu til þess að vinna leikinn. Það er ekki nóg að hafa verið ráðandi aðilinn í leiknum allan tíman og glútra síðan tækifærinu niður í jafntefli. Þetta finnst mér hafa verið gangur liðsins í vetur. Ég er reyndar orðin þannig þenkjandi að þegar Liverpool keppir: plís ekki vera ráðandi aðilinn í leiknum- því þá er viðbúið að þeir tapa honum eða missa niður í jafntefli. Þegar liðið hefur mætt grimmt til leiks þá hafa þeir unnið. Ég held að við ættum splæsa saman og senda góðan íþróttasálfæðing til þeirra og láta hann messa yfir þeim.
    kv Firmino

  48. Nú veit ég að þetta gæti verið óvinsæl skoðun en hvað kom fyrir fyrirliða liðsins? Hann varla hittir sendingum lengur á leikmenn er ragur og bara mjög lélegur og það er ekki bara þessi leikur. Það eru undanfarnir leikir. Oftast fyrsti maður útaf, þetta er maður sem spilaði 90mín+ alla leiki hjá Rodgers og Kenny. Maðurinn sem var frábær við hlið Gerrard. Ég held að framtíð Henderson sé í mikilli hættu hjá félaginu. Maðurinn er ekki þessi mikli leiðtogi sem allir tala um og virðist ekki valda þessu stóra hlutverki sem ætlast er til af honum sem fyrirliðið Liverpool. Ég held að ef frammistaða hans batni ekki í næstu leikjum verður hann seldur í sumar. En mikið vona ég að hann skori í næsta leik og tryggir okkur áfram gegn West Ham því mér hefur alltaf líkað vel við Henderson

  49. Moreno má passa sig að verða ekki eins og Sktrel…
    …gefa óþarfa aukaspyrnur á vondum stað og vondum tíma.

  50. Ég sá einu sinni einhvern vitleysing éta ælu úr vini sínum í sjónvarpinu…. þetta var meiri viðbjóður en það!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  51. Strákar. Neikvæðin er alveg skelfileg hjá ykkur mörgum. Ef þetta er heilt yfir hjá Liverpool aðdáendum, sem ég trúi ekki, þá er ekki skrýtið að illa gangi. Stór hluti af árangri liða ræðst af hvernig aðdáendurnir haga sér og hugsa. Verið nú jákvæðir og uppbyggilegir.

  52. tek undir örn.
    Èg er samt hreinlega bara ad vona ad tetta skrifist a ad hann se bara ekki ordinn alveg 100% eftir meidslinn

  53. Klúbburinn er eins og leiðinlegur maki sem er góð(ur) í rúminu! ÓÞOLANDI

  54. Ég hefði viljað sjá allt liðið ganga af velli!!!!!!!!!!!!!!!

  55. Þessi leikur var með ólíkindum en kannski ætti maður að vera hættur að láta Lpool koma sér á óvart. Í fyrravor hætti ég að fylgjast með þegar Lpool tapaði í undanúrslitunum í bikarnum enda hugsaði ég með mér þá að því tímabili væri lokið eins og komsíðar í ljós.

    Núna í vetur hefur maður leyft sér að vona að liðið færi að hrökkva í gang og þá sérstaklega ef einhvern tímann verður hægt að spila þeim örfáu leikmönnum sem vita hvar markið er.

    Í dag fannst mér Sunderland ekki eiga breik lengi vel en allt í einu ákváðu okkar menn að fara í pásu. Hvað var með þennann varnavegg sem Mignolet stillti upp? Á að vera hægt að setja boltann svona framhjá vegg í nærhornið? Framhaldið var síðan í þekktum stíl og ekki margt um það að segja.

  56. Kristaltært dæmi um stjóraskipti.

    Stundum kemur sú staða upp þegar skipt er um stjóra að ekkert gerist eða breytist….. þá var það ekki stjórinn eða þá að sá rétti er ekki kominn heldur leikmennirnir.

    Stundum kemur upp sú staða að allt breytist til hins betra og þá var það stjórinn…..

    Stundum breytast hlutirnir algerlega og þá var það stjórinn……

    Stundum breytast hlutirnir í smá stund en versna svo aftur og þá eru það leikmennirnir……

    Frá mínu sjónarhorni eru það samt alltaf leikmennirnir sem eiga að fá þessar andskotans skammir og þetta andskotans niðurtal því þegar á völlinn er komið getur þessi blessaði stjóri nánast ekkert gert.

    Corky úr my so called life hefði getað haldið þessu í 2-0 í versta falli 2-1 hefði hann verið inná eða á lífi fir that matter.

  57. Nr 25
    ; Hvaða þátt brotthvarf stuðningmanna á í þessum hörmungum skal ég ekki dæma um en einkennilegt að fara í svona aðgerðir þegar liðið þitt þarf sem mest á þér að halda;
    Um gera að hafa sýnar skoðanar en erfitt að kenna TÓLFTA MANNINUM sem þarf að borga sig á leikinn meðan flest allir aðrir inná vellinum fá borgað fyrir að vera þarna.
    Þegar þjálfari tekur við liði þegar tímabil er byrjað og kannski ekki með sama þjálfunaraðferðir er erfitt að búa til kjúklingasúpu eða salat. Klopp er búinn að gera salat og súpu á móti city og chelsea en er líka búinn að búa til kjúklingaræpu í öðrum leikjum. En ég ætlaði taka þetta tímabil sem aðlögun og bikara verða sem bónusAR. Draumurinn er sá (sem 1 koppverji dreymdi) að við vinnum Evrópubikarinn(og fleiri bikara) og man jag endi í 5 sæti.
    Ég mundi frekar vilja að Herra Klopp myndi taka cirka 4 menn í sumar og festa eitthvað í janúarglugganum.
    Klopp bjó ekki Dortmund á hverjum degi, það tók smá tíma og aðra leikmenn en eigum við ekki að gefa honum árið. Svona fyrir jarðaför hjá Klopp .-)

  58. Ég byrjaði að horfa á 80. mínútu. Þessar 14 mínútur slökktu á einhverju.
    Geri frekar ráð fyrir að tékka á bikarnum á þriðjudaginn með þá von að Sturridge reimi á sig skóna en verð líklega frekar upptekinn í næstu deildarleikjum.

    Enn einu sinni horfir maður til sumarsins í febrúar. Þetta fer að verða gott og eins gott að Klopp og eigendur rífi sig upp á rasshárunum með vorinu.

    Það verður samt einhver dolla í vor.
    YNWA

  59. Síðustu leikir hafa verið mjög lærdómsríkir að ég tel fyrir Klopp. Ég tel augljóst að ansi margir leikmenn eru að spila sitt síðasta tímabil fyrir Liverpool þ.e. ef markmiðið er að komast í Meistaradeildina tímabilið 2017-18.

    Enginn er fullkominn og allir gera mistök og meira að segja Klopp (bara áður en menn fara að skrifa með hástöfum, þá dýra ég Klopp og tilbið). Ég tel að fyrstu mistökin hans í sínu starfi hjá Liverpool voru að gefa Mignolet nýjan 5 ára samning. Persónulega tel ég að það hefði átt að bíða með slíka undirskrift þangað til eftir tímabilið og það hefði þá átt að vera gulrót fyrir Mignolet að standa sig til loka tímabilsins. Í staðinn var honum gefinn 5 ára samningur án þess að hafa gert nokkuð til þess að eiga skilið. Hvaða skilaboð er verið að senda öðrum leikmönnum? Áframhaldandi samningur er ekki frammistöðutengdur.

    Nú er Mingolet að klára sitt þriðja tímabil hjá Liverpool og því miður sér maður engar framfarir á milli ára. Hann kom tiltölulega ungur (talið í markmannsárum) til liðsins og er núna búinn að vera markvörður nr. 1 síðustu þrjú tímabil. Á þessum tímapunkti vill maður hafa séð markvörð sinn vaxa og dafna sbr. De Gea, Hart og Schmeicel. Hann ætti að vera farinn að vinna inn stig fyrir liðið. Farinn að verja einn og einn bolta umfram það sem maður ætlast til. Því miður er staðan í dag að við erum með markvörð sem er ekki betri en þegar hann kom fyrir þremur árum síðan, hann er ekki að vinna nein stig fyrir liðið, heldur þvert á móti er að hann kosta liðið stig. Vörnin er óörugg og hefur verið það frá því að hann kom til liðsins. Ekki gleyma því að hann var veikasti hlekkur liðsins þegar liðið endaði í öðru sæti. Það er ekki tilviljun að Liverpool er búið að fá á sig flest mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni úr föstum leikatriðum. Þar spilar stórt hlutverk óöruggi leikmanna gagnvart markverði sínum og að Mignolet er mjög slakur í úthlaupum.

    Ef Liverpool ætlar að taka skef fram á við á næsta tímabili verður að skipta um markvörð. Ég tel að Liverpool hafi sýnt alveg nægjanlega þolinmæði gagnvart Mignolet. Viðkomandi er búinn að spila núna næstum þrjú tímabil án þess að sýna nokkrar framfarir. Hann er og hefur alltaf verið einn veikasti hlekkur liðsins.

    Þá blasir við að Klopp þarf að breyta til í vörninni. Menn hafa verið að benda á að Sakho sé meða frábært sendingarhlutfall. Þetta er tölfræði sem skiptir ekki höfuðmáli fyrir leikmann í þeirri stöðu sem hann er í og segir nákvæmlega ekkert um varnarhæfileika hans. Í þeirri stöðu sem hann spilar skiptir leikskilningur, staðsetningar og fótbolta IQ miklu máli. Þar vantar því miður töluvert uppá hjá honum. Hann er oft illa staðsettur, hann les leikinn illa og hann tekur mikið af röngum ákvörðunum. Hversu oft höfum við séð hann í eltingaleik á eftir sóknarmönnum andstæðinganna eftir að hafa verið illa staðsettur, out of position eða of langt frá þeim sóknarmanni sem hann á að valda.

    Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er Skrtel með sínum kostum og göllum okkar sterkasti varnarmaður. Það sem vantar í vörnina er leiðtogi. Stjórnandi!. Því miður hefur enginn alvöru stjórnandi verið í vörninni eftir að Hyypia hætti.

    Með nýjum markverði og öflugum stjórnanda í miðvörðin myndi ég telja að hægt væri að ná stöðugleika í aftöstu varnarlínuna. Öflugur stjórnandi í vörninni gæti tekið spilamennsku bakvarðanna á hærra plan. Ég hef trú á að Moreno gæti verið betri ef hann hefði einhvern við hliðina á sér til þess að stjórna sér.

    Hvað miðjuna varðar þá er klárt að Lucas er að spila sitt síðasta tímabil. Ég tel hins vegar að liðið þurfi að fjárfesta í öflugum varnarmiðjumanni. Can eða Allen eru ekki að ná að skila þessari stöðu. Vissulega var Allen búinn að eiga góða leiki undanfarið en nú man maður af hverju maður getur ekki ætlast til þess að sé reglulegur byrjunarliðsmaður. Hann hefur einfaldlega ekki skrokkinn í það enda hann og Sturridge komnir með 2 fyrir 1 hjá sjúkraþjálfaranum. Það kæmi mér ekki óvart að Klopp fjárfesti í tveimur miðjumönnum í sumar, einum varnarmiðjumanni og einum sóknardjarfari.

    Hvað kantstöðurnar varðar þá má segja að liðið hafi einn natural kantmann í hópnum. Það blasir við að það þarf að fylla í þessar stöður. Liðið var betur sett með Kewell kjarklausa og Dirk Kuyt á köntunum fyrir c.a. 10 árum síðan en í dag. Það myndi styrkja liðið mikið af fá, þó ekki væri nema einn öflugan leikmann öðru hvoru megin. Það er að segja öflugan leikmann sem býr yfir element of surprise.

    Hvað sóknina varðar þá geri ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Benteke verði lánaður eða seldur í sumar. Eftir eru þá Origi, Sturridge og Ings. Já og Balotelli kemur tilbaka :). Það segir bara sjálft að þarna þarf að fjárfesta næsta sumar og selja.

    Jákvæði punkturinn við allt saman er að við erum með langflottasta stjórann og ég leyfi mér að hlakka til sumarsins og næsta tímabils undir hans stjórn.

  60. Sælir. Ég verð að segja að mér finnst Sakho er OFMETNASTI LEIKMAÐUR SÖGUNNAR! í fótbolta. Hann er ömurlegur varnamaður samt spilar hann vörn. Ótrúlegt einhver sé að borga honum milljónir fyrir að spila fótbolta. Sér þetta enginn nema ég!!! Ég bý í Hveragerði og ég myndi ekki vilja sjá hann í Hamri (fótboltaliðinu frá Hveró). Það eru mun betri menn í liðinu í Hveró, sneggri og geta spilað bolta!!!!!!!!!

  61. Nú þegar maður er buinn að anda aðeins er vert að skoða tvö atriði.
    Fyrst er það fyrra markið, það má deila um hvort Migno hefði átt að verja skotið en… Mér er spurn, hvernig í ósköpunum er hægt að skora í nærhornið án þess að skjóta yfir vegginn? Tók ekki eftir hvort veggurinn riðlaðist eða Migno stillti honum upp til að verja hornfáfann svo ég skil það eftir hér.
    Hitt er Ian Yare eða hvernig maður skrifar þetta blessaða nafn. Þessi maður er efni í heilan pistil. Hann fer regulega í sendiferðir þegar stendur til að versla inn leikmenn en kemur iðulega tómhentur heim !
    Svo kemur hann fram núna með skot á stuðningsmenn, talar um að fólkið þurfti að horfast í augu við veruleikann og þessir 77 punda miðar séu einungis 200 sæti á 6 leikjum yfir tímabil svo þetta sé minna en hálft prósent sæta sem fólk er að æsa sig yfir.
    Þá spyr ég, ef þetta er svona lágt hlutfall af hverju í ósköpunum er klúbburinn að hækka verðið þar sem svona fá sæti geta nú varla breytt það miklu fyrir bókhaldið.
    Eins talar hann um að það kostar að byggja nýja stúku, en er það ekki einmitt það sem byggingin snýst um? Fleiri sæti til að selja svo líklega ætti stúkan að borga sig upp !!!

  62. Ég var með firmino sem captain í fantasy svo ég er sáttur en hey við getum enþá unnið bikar það er allavegna eitthvað 🙂

  63. 19 skot og 12 mörk……. ég bara get ekki meir……
    markmann núna í gær…eða fyrr…

  64. ÉG Held að best væri að selja þá alla til Kína:) gætum fengið fínt verð fyrir þá þar 🙂

  65. Þetta var til skammar og já, þeir ættu að gefa launin sín til stuðningsmanna.

    Það eina góða við þetta er að Klopp sér betur og betur með hverjum leiknum og deginum hvað hann vill gera fyrir næsta tímabil. Þetta er gjörsamlega óþolandi en það má svo sem segja að þetta getuleysi ofurlaunaðra leikmanna er ekkert endilega bundið við okkar klúbb. Sjáið MC, chelskí, mu, arsanal og fleiri klúbba sem valda stuðningsmönnum sínum vonbrigðum þessar vikurnar.

    Þetta er því miður eins og pólitíkin á Íslandi. Þarfnast kerfisbreytingar enda segir það sig sjálft þegar 19 ára gutti skrifar undir milljónasamning að þá er hvatinn fljótur að fara þegar engu máli skiptir hvort hann standi sig vel eða illa, sé meiddur eða spilar frábærlega.

    Ég fékk algjört ógeð þegar ég sá leikmenn okkar djamma og dansa Kolo-dansinn í Dubai, tveimur dögum eftir 6-1 tapið á móti fokking stoke!!!

    Ég vona… Ég ölluheldur trúi á að Klopp nái að hrista saman hungrað lið sem vill ná árangri fyrir okkur, ef það er einhver sem getur það þá er það hann!

    Góðan helvítis sunnudag!

  66. Hvernig væri að taka umræðu um af hverju þetta er markmanninum að kenna í stað þess að segja þetta er markmanninum að kenna án þess að segja af hverju.

    Hvernig spilar Liverpool undir Klopp? Þeir pressa út um allan völl sem þýðir að þegar lið sigra pressuna þá komast þeir gegn fáliðuðum varnarmönnum og markmanni.

    Tölfræðin um fá skot mörg mörk segir mér að pressan er að virka vel en þegar hún klikkar þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir vörn og markmann.

    Tek umræðuna um mark úr aukaspyrnum seinna en tókuð þið eftir því í gær þegar Defoe skoraði þá var varnarmaðurnn einn á móti honum og Lucas var of seinn að koma í hjálpina.

    Þarnar kemur í ljós að Lucas virkar vel þegar tveir varnarsinnaðir miðjumenn leggja til baka og styðja þannig við miðverðina en er lélegur vegna þess hve hægur hann er. Ef að við hefðum haft Marcherano þarna í gær þá hefði leikurinn farið 2-1 vegna þess að hann hefði komið varnarmönnum til aðstöðar og Defoe hefði ekki getað snúið sér.

    Varðandi mörk úr aukaspyrnum þá er það á ábyrgð markmannsþjálfara að það sé í lagi. T.d. var markmannsþjálfari hjá Ajax sem hjálpaði Van Der Saar að fá ekki mark á sig í mörg ár úr aukaspyrnu.
    Lélegt uppstilling á vegg leðir til að markmaðurinn á erfitt með að verja. Í stað þess að segja vel gert hjá MIgnolet að vera nálægt því að verja við erfiðar aðstæður þá er farið á Twitter og drullað yfir. Way to go ef maður ætlar að byggja hann upp.

    Ég skil gremju ykkar í garð Liverpool, sjálfur er ég brjálaður en það þarf að rökstyðja betur af hverju þetta er einum eða öðrum leikmanni að kenna.

  67. Sko, .. ef Chelsea vinnur United á eftir, verða þeir 3 stigum á eftir okkur!

    Við yrðum aumum þremur stigum á undan aðhlátursefni vetrarins.. just saying!

Liðið gegn Sunderland – Sturridge á bekknum!!

West Ham úti í FA Cup