Svo fór um sjóferð þá. Okkar menn mættu til Basel í kvöld og máttu þola 3-1 ósigur gegn Evrópudeildarsérfræðingunum frá Sevilla.
Jürgen Klopp stillti upp þessu liði í kvöld:
Mignolet
Clyne – Lovren – Touré – Moreno
Lallana – Milner – Can – Coutinho
Firmino – Sturridge
Bekkur: Ward, Skrtel, Henderson, Lucas, Allen (inn f. Lallana), Origi (inn f. Firmino), Benteke (inn f. Touré).
Gangur leiksins
Ég ætla að hafa þennan hluta eins stuttan og ég get af því að ég nenni honum ekki í kvöld. Sevilla byrjuðu miklu betur og maður var feginn að þeir voru ekki komnir yfir eftir kortér þegar leikurinn jafnaðist aðeins út. Daniel Sturridge skoraði geggjað mark á 35. mínútu með utanfótarsnuddu og Liverpool endaði hálfleikinn talsvert ofan á og virtust nálægt því að ná öðru marki en það tókst ekki og staðan í hálfleik var 1-0.
Helst var það umdeilt í fyrri hálfleik að okkar menn töldu sig í þrígang eiga að fá vítaspyrnu fyrir hendi andstæðings. Dómari leiksins, Jonas hinn sænski, dæmdi ekki á neitt þeirra sem var vægast sagt slappt því þetta voru allt réttilega vítaspyrnur, sérstaklega atriði 1 og 3. Það breytir því þó ekki að Liverpool var yfir í hálfleik.
Því miður lauk þar með þátttöku okkar manna. Sevilla voru búnir að jafna eftir 20 sekúndur (grínlaust) í þeim seinni. Tóku miðjuna, boltinn út á vinstri, skipt yfir á hægri þar sem Alberto Moreno var til varnar, lét klobba sig og Kevin Gameiro skoraði eftir auðvelda fyrirgjöf. 1-1 og okkar menn gjörsamlega rotaðir.
Meistararnir komust svo yfir á 64. mínútu þegar þeir léku auðveldlega upp völlinn, miðjan okkar galopin og Gameiro lagði boltann á fyrirliðann Coke sem skoraði með fallegu langskoti, óverjandi fyrir Mignolet. Coke innsiglaði sigurinn svo á 70. mínútu þegar tveir Liverpool-menn (Can og Milner sýndist mér) gaufuðu með boltann á miðjunni og gáfu hann óvart inn fyrir á Coke sem var rangstæður en eins og allir vita gildir það ekki þegar andstæðingur gefur. Hann skoraði, leikurinn var búinn. Lokatölur 3-1 og Spánverjarnir fögnuðu því frábæra afreki að vinna þessa keppni þrjú ár í röð.
Emery vs Klopp
Byrjum á fílnum í herberginu. Unai Emery vann stórsigur í taktískri baráttu við Jürgen Klopp hér í kvöld. Hans lið var greinilega vel undirbúið í byrjun leiks og svaraði hápressu Liverpool vel, virtist halda bolta betur og vera minna stressað. Þegar leið á hálfleikinn náðu okkar menn meira inn í leikinn og sérstaklega voru Lallana og Firmino iðnir að vinna með boltann fram og aftur í sókninni, á meðan sóknarlína Sevilla ógnaði ekkert.
Emery svaraði því mjög skýrt í hálfleik því strax eftir hlé var brotið á sérstaklega Lallana í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann, auk þess sem Gameiro fór að taka hlaup inn fyrir varnarlínu okkar í hvert sinn sem Sevilla kom upp með boltann og allt í einu var vörn okkar galopin og í miklum vandræðum með að missa hann ekki oft inn fyrir.
Og það verður að segjast eins og er að Jürgen Klopp hafði engin svör. Hann beið of lengi með skiptingarnar og breytti engu fyrr en liðið var lent undir á 64. mínútu og þá fannst mér hann velja rangar skiptingar þegar hann tók fyrst Firmino og svo Lallana, sem höfðu verið langt um skárri heldur en Coutinho og Milner í kvöld. Miðja Sevilla stjórnaði vellinum alveg eftir hlé en hann setti Henderson og Lucas ekki inná til að hjálpa vonlausum Can og horfnum Milner/Coutinho og beið of lengi með að setja Allen loksins inná.
Þetta var bara ekki góð frammistaða hjá Klopp í kvöld, því miður. Stjórinn okkar er frábær og ég hef fulla trú á honum en ég sá erfiða tölfræði í kvöld á Twitter; þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð sem Klopp tapar með Liverpool eða Dortmund.
Klopp verður að gera betur næst.
Þetta lið
Við höfum haldið í vonina í allan vetur, leyft stemningunni að byggjast upp fyrir þessari keppni sem oftast hefur verið afskrifuð eða nánast talin fyrir mikilvægari keppnum, af því að við vonuðumst eftir að okkar menn gætu afrekað hið nánast ómögulega. Að vinna Evrópubikar, panta sér sæti í Meistaradeild Evrópu næsta haust og komast á blóðbragðið sem öll lið sem vinna reglulega titla hafa ávallt á tungunni.
Þessi von varð að rústum einum í kvöld. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi eini leikur breytir ekki miklu um stóradóm leikmanna nú þegar við siglum inn í stórt sumar og fyrsta alvöru leikmannaglugga Klopp. Ef liðið hefði unnið í kvöld var það ekki sönnun þess að það væri fullkomið og þyrfti litlar breytingar, og fyrst þetta tapaðist þá verðum við að forðast að henda sjónvarpsskjánum í gólfið og heimta brunaútsölu á línuna.
Að því sögðu, þá var þetta algjör skita. Þetta er annar úrslitaleikur liðsins á fjórum mánuðum og í báðum þeim leikjum eru allt of margir leikmenn sem einfaldlega mæta ekki til leiks. Bæði á Wembley og hér í kvöld er okkar mest skapandi leikmaður, Phil Coutinho, gjörsamlega ekki með. Í báðum leikjum gefur Albi Moreno mark með vægast sagt skammarlegri varnarvinnu. Í bæði skiptin er miðjan ekki með eins og hún leggur sig og varafyrirliðinn meðal efstu manna á Missing Persons-lista Scotland Yard.
Við vonuðum að þetta kvöld yrði byrjunin á einhverju sem myndi stigmagnast upp í frábæra deild og Meistaradeild næsta vetur. Þess í stað var þetta mjög líklega síðasta hrösun liðs sem hefur marga góða eiginleika, er um margt efnilegt en einfaldlega of gallað til að geta verið krafið um velgengni í núverandi mynd.
Einn stærsti gallinn í þessu liði er hugarfarið. Í kvöld þurftum við leikmenn sem gætu staðið upp og skrifað nafn sitt í þykkar og glæsilegar sögubækur félagsins. Ég myndi segja að Daniel Sturridge og Kolo Touré hafi svarað því kalli. Aðrir fá á bilinu 5,5 og niður í algjöra falleinkunn. Jafnvel maður eins og Lallana sem var mjög góður í fyrri hálfleik á að skammast sín fyrir þann seinni. Um lakari kollega hans ætla ég að segja sem minnst.
Það er sennilega það sem er erfiðast að kyngja. Í kvöld var engin barátta, ekki einu sinni pirringur yfir því að það gengi illa. Dómarinn snuðaði menn að þeirra eigin mati um þrjár vítaspyrnur í fyrri hálfleik en samt var enginn að hópast að honum og þrýsta á hann í seinni hálfleik. Menn voru ekki einu sinni að fremja pirringsbrot eftir að ljóst var í hvað stefndi og menn stóðu frammi fyrir eigin máttleysi.
Það var bara ekki neitt. Sturridge kom okkur yfir með frábæru langskoti og svo bara gáfust menn upp við fyrsta mótlæti. Og á hliðarlínunni stóð stjórinn og hafði sýnilega ekki næga trú á bekknum sínum til að bregðast við því.
Framtíðin
Það er komið sumarfrí! Ég veit ekki með ykkur en ég þarf frí frá þessu Liverpool-liði. Án djóks. Liðið jafnaði eigið met í leikjafjölda í vetur og það skilaði nákvæmlega engu. Meira að segja glæst ævintýri gegn United, Dortmund og Villareal eru að engu orðin af því að liðið drullaði á sig í úrslitaleiknum.
Þannig að ég ætla að ljúka þessu svona: takk fyrir veturinn Brendan Rodgers, takk fyrir veturinn strákar. Þið reynduð en þið voruð bara ekki nógu góðir. Takk fyrir viðreisnina Jürgen, leitt að hún gekk ekki upp að lokum.
Sjáumst aftur í lok júlí, og þangað til vona ég að Jürgen Klopp og félagaskiptanefndin fræga skili þeirri vinnu sem þörf er á. Þeirra tími er kominn.
YNWA
wow hvað Moreno er slappur! bless little Albert
Ef menn spila eins og aumingjar þá eiga þeir ekkert betra skilið því miður….
Sælir félagar
Frammistaða Liverpool leikmanna í seinni hálfleik verður þeim sem léku til ævarandi skammar. Eftir að meirihluti liðsins var í fríi og í sérstökum undirbúningi fyrir leikinn þá voru þeir seinni í alla bolta, lölluðu um völlinn eins og hauslaus hæsn og gátu ekki blautann skít. Mér væri sama þó hver einasti þeirra að markaskoraranum meðtöldum yrðu seldir og ég sæi þá aldrei í Liverpoolbúningi aftur.
Þetta eru einhver mestu vonbrigði sem ég man eftir í mörg herrans ár. Enginn leikmaður virtist nenna þessu meðan spánverjarnir hlupu sig dauða til að vinna þennan leik. Enda uppskáru þeir sigur sem þeir áttu fyllilega skilinn. Viðbjóður að verða vitni að annarri eins eymd og svívirðu.
Það er nú þannig
Liðið mætti bara ekki til leiks í seinni hálfleik og því fór sem fór.
Þessi dómar fær svo algera falleinkunn!!!
Velkomnir á jörðina félagar.
Lið sem endar í 8 sæti í Premier League. Árið sem Leicester vinnur.
Áttum séns á að fara bakdyramegin en vorum yfirspilaðir enda með ótrúlega marga farþega í þessu liði. Algjöra farþega.
Nú er fróðlegt að sjá hvort eigendur styðji við bakið á Klopp og fjárfesti i spilurum og losi sig við ruslið
Var coutinho inná?!!
Þ?ISVAR sinnum hendi á Sevilla inni i teig i fyrri hálfleik…. eitthvað hefði þessi leikur spilast öðruvísi ef það hefði verið dæmt á þó ekki hefði verið nema eitt þeirra!!
Þvílík skita!!! Skömm af þessu.
Ef ég sé einhvern af þessum leikmönnum röfla um að hann vilji skipta um lið til að spila í meistaradeildinni þá mun ég skalla viðkomandi
Klopp verður að taka fulla abyrgð a þessu tapi. Þvílíkt seinn aö bregðast við. Atti að skipta strax eftir 50 min til að róa leikinn og stoppa rönn Sevilla.
Einnig mikil vonbrigði að horfa a Coutinho i þessum leik. Hann gat ekki neitt og var svakalega slakur i kvöld.
En svona er þetta bara og menn verða bara að taka þessu. Flott nuna hja LFC að gefa deildina upp a batinn og komast ekki i Evrópudeildina a næstu leiktíð.
Ja eg er drullu sár pirraður og full, finnst þetta algjörlega ömurlegt.
Selja þennan helvítis Lucas, miðjan heldur ekkert þegar hann er inná 😉
djöf þarf að hreinsa til í þessu Liverpool liði….
Jahérna. En svona gerist víst þegar menn mæta ekki í seinni hálfleikinn.
Nb. þá er ég EKKI að skrifa tapið á dómarann með kommentinu hér að ofan.. Leikmenn gafu þetta frá sér alveg sjálfir. En, kommon.. ÞRJÚ hendi hvaða rugl er það!!
Ókei, ég verð að taka út smá reiði hérna. Veit að leikmennirnir voru hræðilegir í seinni hálfleik… EN það er bara einum manni að þakka að þeir voru inni í fokking leiknum þá.
Helvítis dómararæfillinn, sorry, en mér fannst þetta ekkert smá fishy frammistaða hjá honum. Allar ákvarðanir féllu með Spánverjunum. ALLAR. Þrjár vítaspyrnur sem við áttum að fá og þeir fengu heldur betur að komast upp með leikaraskapinn í þokkabót. Er brjálaður út í þennan mann.
Frammistaða liðsins var einnig glötuð. Moreno á ekki skilið að vera byrjunarliðsmaður á næsta tímabili. Eini maðurinn sem stóð í lappirnar þegar á reyndi var Kolo Toure, sem er lýsandi fyrir hugarástandið í sumum leikmönnum liðsins. Ég vona bara að Klopp fái tíma til að byggja upp þetta lið því núna munu án vafa hrææturnar mæta á svæðið og hakka hann í sig og hefja mikla gagnrýni þrátt fyrir að hafa tekið okkur í 2 úrslit á 7 mánuðum.
Gefum Klopp tíma. Hann er okkar síðasta von. Ég geng svo langt að fullyrða það.
Eins sanngjarnt og hægt er að hafa það. Markið okkar var einstaklingsframtak og Sturridge líklega eini leikmaðurinn sem gerði eitthvað eftirminnilegt.
Að öðru leiti er óþarfi að leita að sökudólgi, allt liðið var ömurlegt. Ég væri reyndar til í að vita hvað Sakho segir eftir svona leik þar sem við hefðum haft virkileg not fyrir einn besta varnarmann okkar.
Dómarinn skeit á sig.!!! og Daniel úff þó hann hafi skorað þá gerði hann of afdrifarík mistök hann var bara lélegur fyrir utan markið og moreno átti ekki góðan dag og átti ekki að lengja leikinn töluvert meira eftir allar þessar tafir hjá Sevilla 2 gul spjöld fyrir tafir ég er bara orðlaus ef við hefðum fengið þessar vítaspyrnur hefði leikurinn ekki spillast svona úff get ekki meir
Sammála Oddi.
Ground control. Niður á jörðina. Back to the basic.
Afraksturinn er algerlega reality check.
Það vantar helling í þetta lið og Klopp veit það.
Megi hann hafa sem bestan undirbúning og kaup sem skipta máli og móta alvöru lið fyrir haustið. Nenni ekki þessum strumpum lengur. Menn sem týnast í stórleikjum eru börn.
YNWA
Moreno er fokking aumingi, eins gott að hann spili ekki einn leik í viðbót í þessari treyju. Coutinho hverfur líka í stórum leikjum. Þetta tímabil var djöfulsins drasl eins og flest undanfarin tímabil hafa verið. Frábært hjá Klopp líka að bregðast ekki við fyrr en við lendum 2-1 undir, þetta mark lá alltaf í loftinu. Fokking aumingjar í dag allir með tölu, nenntu ekki að hlaupa og það sást enginn vilji til að vinna þennan leik. Þetta er orðið svo fokking þreytt. Þetta Dortmund comeback var einskis virði núna. Aumingjar
Þarna þekkir maður Luserpool. Ömurlegir frá fremsta manni til markmanns.
Þrjú víti sem við áttum að fá, hörmulegur dómari, frábær fyrri hálfleikur, ömurlegur seinni. Átti ekki að gerast í kvöld.
Jæja ferðin var skemmtileg þó að þetta hefði mátt enda betur. Sorglegt samt að skuli ekki vera hægt að finna betri dómara í svona leik. Það er hægt að skilja að eitthvað fari fram hjá mönnum en 3 í sama hálfleiknum er bara fáranlegt. Leiðinlegt að tapa á ákvörðunum dómara.
Þvílík skita!!! Skömm af þessu.
Það þýðir lítið fyrir þessa leikmenn að röfla um að þeir vilji skipta um lið til að spila í meistaradeildinni. Andsk…
Algjör skita hjá öllum,Klopp meðtöldum.Höfum ekkert með að heyra í Sakho hann brást öllummeð þessu framferði sínu bæði leikmönnum og áhagendum.
Kvintettinn frá sænska blindrafélaginu átti fyrri hálfleik + moment of brilliance frá Sturridge. Sevilla átti þann síðari.
Held að það sé varla hægt að súmmera leikinn betur upp en þetta…
Hvaða djöfulsins gagn er í því að fara í tvo úrslitaleiki ef við töpum þeim báðum?? Chokea alltaf þessir aumingjar
Þoldu ekki pressuna…:( áfram liverpool kemur á næsta ári….:)
Ætli Barca sé ekki að bjóða 90mills í kútinn? Þessi drengur er ofmetin og svo vilja menn selja Sturridge sem er einni WC leikmaðurinn okkar, Dísus kræst…. Lallana 25 milljón pund bara að minna á það Grezmann fór á 20. Ef United vinnur svo FA bikarinn þá gjörsamlega tapa ég vitglórunni.
djöfull sem Klopparinn á eftir að hreinsa út,,, brassarnir og Lallana ??? fyrstir út, Moreno svo og fl ogfl. Vantar meiri tudda og kjöt til að standa þetta. Hreinsun oleoleeo,,koma svo…..útsalan má hefjast.
Þetta voru þvílík vonbrigði.
Leikurinn byrjaði þannig að Sevilla byrjuðu betur og okkar menn duglegir að brjóta af sér. Svo unnu við okkur inní leikinn og komstu yfir með frábæru marki. Í stöðuni 1-0 hefðum við átt að fá vítaspyrnu og skora annað mark en 1-0 í hálfleik og við mun meira ógnandi.
Nú var þetta spurning um að sjá hvernig gestirnir mundu spila marki undir en skyndisóknir eru þeira leikur og var maður að hugsa til þess að þeir myndu færa sig framar sem gæfi okkur tækifæri til þess að skapa eitthvað í síðarihálfleik.
VENDIPUNKTURINN
Kom eftir 20 sek í síðari hálfleik. Okkar menn enþá í klefanum og hugsa um hvað það verður gaman að fagna í leikslok þegar Sevilla menn bruna fram og skora þar sem Moreno gefur þeim færi. Fyrst með ömurlegum skalla og svo eftir að hafa hikkað og láta klopa sig.
Staðan er 1-1 en sál og hjarta Liverpool liðsins virtist brostið og gengu Sevilla menn á lagið fengu og unnu öruggan 1-3 sigur gegn andlausum og hugmyndarsnauðum liverpool mönnum.
Það er auðvita hægt að hugsa sér HVAÐ EF ? við hefðum fengið réttilega víti í fyrirhálfleik og HVAÐ EF? við hefðum mætt til leiks í síðarihálfleik allavega fyrstu 20 sek.
En Hvað ef er ekki skráð í sögubækurnar heldur úrslit og Sevilla menn voru bara betri og áttu þetta skilið. Liðið féll einfaldlega á prófinu.
Mignolet 5 – varði einu sinni mjög vel en var pínu fastur á línuni í leiknum og djöfull hefði verið gaman ef hann hefði tekið einn af þessum boltum sem fóru í markið(kannski var þetta síðasti leikur hans í liverpool búning).
Moreno -1 – þvílík drulla hjá þessum leikmanni, missa boltan, missa menn framhjá sér og bjróta af sér. Við þurfum nýjan vinstri bakvörð það er nokkuð ljóst.
Lovren/Kolo 6 – ég eiginlega vorkenni þeim félögum. Þeir björguðu stundum vel en hafa verið þéttari.
Clyne 6 – ekki góður leikur en samt einn af skári leikmönum liverpool í dag.
Millner 4 – gerði lítið af viti í dag. Hljóp og barðist en liverpool tapaði miðjubaráttuni í dag og hann og félagi hans náðu ekki að vernda vörnina okkar.
Can 2- er engin millivegur með þennan strák. Annað hvort er hann bestur eða verstur. Tapar boltum, missir menn framhjá sér og náðu sér engan vegin á strik.
Coutinho 3 – það er verið að lýsa á eftir þessum strák en hann sást ekkert.
Lallana 5 – barátta og dugnaður. Vann boltan nokkrum sinnum og skapaði færi fyrir Sturridge í fyrirhálfleik. Fannst skrítið að taka hann af velli ef ég á að vera hreinskilinn en hefur samt leikið betur í vetur.
Firminho 3 – skelfilegur leikur og átti að taka hann fyrr af velli.
Sturridge 6- stórkostlegt mark en náði sér engan vegin á strik í síðari hálfleik.
Varamenn 5- breyttu leiknum ekkert.
Klopp 4 – Einfaldlega féll á prófinu í dag. Liðið hans var ekki tilbúið í síðarihálfleik og var ekki nógu fljótur að bregðast við þegar Sevilla tók öll völd á vellinum í stöðuni 1-1.
Helvítis fucking fuck – Engin Evrópubikar og ekkert meistaradeildarsæti.
= Tap í úrslitaleik á ferilskrána, minni penningar og jafnvel erfiðara að ná í stærri leikmenn(alveg sama hvað Klopp segjir þá er það staðreynd).
Næsta ár verður leikjaálag ekki vandamál. Við þurfum að minka breyddina og fá þá meiri gæði inn. Það er bara deildinn, FA Cup og deildarbikar og síðast þegar það gerðist þá vorum við nálagt því að vinna deildina.
YNWA – en þessi rússibanaferð endaði niðri og maður óglat en vonandi fer þessi rússibanni hratt upp á næsta tímabili.
Sæl öll.
Sevilla eru, miðað við þennan leik, taktískir snillingar. Þeir lásu Liverpool algjörlega í fyrri hálfleik og stilltu sig af í þeim seinni og slátruðu okkur. Liverpool átti ekki færi í seinni hálfleik og voru aldrei líklegir. Þótt að þessi úrslit séu drullu svekkjandi að þá er þetta að mínu mati raunveruleikinn. Það hefði verið ótrúlega sætt að vinna þennan leik en það vantar einfaldlega gæði í liðið til þess að snúa leik sem þessum við. Þeir leikmenn okkar sem eiga að bera uppi sóknarleikinn frá miðjunni eru einfaldlega ekki nægilega stöðugir til þess að það sé hægt að stóla á þá. Mjög auðveldlega dekkaðir út úr leiknum í dag og það var enginn sem steig upp til að bakka þá upp. Ég er svo algjörlega búinn að gefast upp á Moreno sem bakverði.
Hefði átt að skipta Moreno út strax í hálfleik bara til að hafa jafnt í liðunum.
Hann var besti maður Sevilla.
Ég þori að veðja aleigunni að Lallana og Moreno verða ekki Liverpool leikmenn á næsta tímabili.
Nokkrir fleiri sem munu fara. Benteke er gefið. Kolo auðvitað. Skrtel fer. Lucas fer. Tveir til þrír detta í að verða squad players.
5 topp players inn.
Þolinmæðin er á þrotum. Koma svo.
YNWA
Mig langar ekki að að skrifa neitt…
en ég get ekki orða bundis yfir tólf mönnum sem tóku þá í leiknum sem gátu einfaldlega ekki neitt, og verstur af þeim var dómarinn.
annars var fyrri hálfleikurinn ágætur en það var bara eitt lið og lélegur dómari á vellinum í seinni. ég var alltaf að vona að þeir kæmust til baka en liðið var bara algjörlega andlaust.
Erum aldrei að fara að fá einhverja heimsklassa leikmenn núna, getum gleymt því.
Vá hvað þetta var dapurt, fyrri hálfleikur eins góður hjá okkar mönnum og sá seinni var vondur.
Má flauta til leiks eftir hlé þegar bara annað liðið er mætt til leiks?
Svo er þessi Sænski dómari nú kapítuli útaf fyrir sig, flott að sjá Klopp láta hann heyra það eftir leik.
Engin Evrópa á næsta tímabili, það eina jákvæða við það er að það minnkar til muna leikja álagið sem ætti að skila sér í betri keyrslu í deildinni.
Nú verður gaman að sjá Klopp standa við stóru orðin, að Meistaradeildin sem ekki möst til að laða að góða leikmenn.
Djöfulsins svekkelsi.
Y.N.W.A.
Hef trú a klopp. Henderson hefði att að koma inna i hálfleik, loka sjoppunni, 433 skyndisóknir. Djöfull hlakka eg til næsta season ef þetta er smjörþefurinn. Klopp með alvöru menn og enga evropudeild, það verður geðveikt. Hlakka til að sjá hann Allavega vinna alla þessa aula i ensku deildinni. Einar verður ánægður með enga evropudeild a næsta season. Future is bright, hata spænsk lið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Margt verra en að tapa þessum leik, hugsum um fólkið okkar og Þá sem minna meiga sin. Liverpool er a góðu skriði. Verum jákvæð.
Það var einn leikmaður Liverpool sem sýndi áhuga á að vinna þennan leik og það var hinn 35 ára gamli Toure, restin var ömurleg.
Hvernig gat Klopp haft Coutinho inná í 90 mín.
Djöfull var þetta svekkjandi, gjörsamlega ömurlegt að klára þetta ekki.
Hættið að tala um dómarann – hann var ömurlegur en samt engar augljósar vítaspyrnur í þessu þó einhverjir dómarar hefðu dæmt 2 – 3.
Þetta er hálfleikur nr. 2 síðustu mánuðina sem við höfum ekki mætt til leiks í – þá er ég ekki að tala um varliðsleikina undanfarið. Southampton leikurinn og núna Sevilla. Þetta eru 2 hálfleikar þar sem við höfum ekki haldið haus með okkar sterkasta hóp og hlutirnir hrundu.
Hef fulla trú á að Klopp plástri þetta í sumar. Liðið er búið að vera meira og minna gott eftir áramót – einhverjar hreinsanir framundan og 3-4 öflugir keyptir sem munu plástra sárin.
Hættum þessu væli og ROCK ON. Næsta tímabil verður skemmtilegt :).
Við skulum halda okkur á jörðinni. Við toppuðum á móti Dortmund með lélegan hóp sem er staðreynd. Okkur vantar FYRIRLIÐA það er staðreynd, okkur vantar gæða leikmenn og okkur vantar nýja uppbyggingu. Uppbyggingin er að hefjast og við skulum hafa trú á Klopp og Liverpool. Er einhver með annan manager í huga fyrir næstu ár? Nei hélt ekki. Anda inn og anda út. Verðum bestir eftir 2 ár og ég trúi því og ef ekki að þá verðum við örugglega meistarar áður en ég drepst. Life goes on. YNWA!
Gó?a vi? þetta er a? nù kemst ég í fótbolta bæ?i à mi?vikudögum og fimmtudögum.
Sæl öll,
Langar lítið að tala um leikinn. Það er alltaf ömurlegt að tapa úrslitaleik og öll sáum við skituna sem liðið bauð upp á í seinni hálfleik – og kostaði okkur sigurinn.
Eins mikið og ég dýrka Klopp, þá verð ég að viðurkenna að ég hef smá áhyggjur af þessum silfurverðlauna-álögum sem eru á honum. Búinn að tapa fimm úrslitaleikjum í röð núna. Ok, maður á ekki að vera hjátrúarfullur, en samt…
En jæja, ógeðslegu tímabili lokið og engin Evrópa á næsta tímabili og þá eru ENGAR AFSAKANIR fyrir slöku gengi í deildinni.
Næst á dagskrá: Hreinsa út, byggja upp.
YNWA
Hundsvekjandi tap staðreynd. Ég ætla ekki að hengja haus þó tímabilið hafi verið að mörgu leiti slakt. Það voru fullt af ljósum punktum inn á milli sem ég ætla að vona að verði mun oftar á þessu fræga næsta tímabili. Ég geri það sem Klopp bað um og það er að ég trúi að hann eigi eftir að rífa þetta lið upp. Eins finnst mér nú mjög broslegt hvað allir eru að tala um að við getum ekki fengið góða leikmenn af því að við erum ekki í Meistaradeild. Ef menn hafa fylgst eitthvað með Klopp þá hefur hann nú oftast mótað liðin sín af mönnum sem ekki margir þekktu áður en þeir komu inn í liðið hjá honum. Held að það verði ekki miklar breytingar á því hjá honum. Ég ætla allavegna að vera bjartsýnn þó þetta hafi verið að mörgu leiti mjög svekkjandi tímabil. You never walk alone
Mikið er ég orðinn þreyttur á því að þurfa alltaf að fara í Football Manager til þess að sjá Liverpool FC vinna titla.
En.. walk on through the storm.. og allt það.
Það er með ólíkindum hvað menn eru fljótir upp þegar vel gengur og svo þegar illa gengur þá eiga bara allir leikmenn að fara. Við verðum að kunna að tapa, ég veit það er gríðarlega svekkjandi að tapa en mér finnst fáránlegt að lesa niðrandi comment frá mönnum sem commenta, eftir sigurleiki, að við séum bestir eða þess háttar. YNWA.
Stevie G hefði ALDREI leyft leikmönnum að hlaupa þarna um með hangandi haus! Okkur skortir svo leiðtoga.
Ef Moreno hélt að Klopp langaði að drepa sig eftir Villareal leikinn að þá efast ég um að við sjáum Moreno aftur……..
Bömmer.
Það er afsaplega auðvelt að vera brjálaður og svekktur eftir þennan leik en hann endurspeglaði bara veturinn í heild sinni, þessi óstöðuleiki endalaust, annað hvort erum við finir eða getum ekki neitt og það er ákeðið afrek að það geti gerst í einum og sama leiknum. Hvað veldur veit ég ekki en svona er þetta búið að vera.
Hef sagt það áður bæði hér og annars staðar að það vantar gæði í þetta lið,mikil meira að segja, og undir öllu eðlilegu ættum við ekkert að vera að komast í úrslitaleiki en gerðum það þó. Vonandi læra menn af þessu og mæta betur stemmdir í úrslitaleiki í framtíðinni en það er nokkuð ljóst að allt of margir voru númeri of litlir á þetta stóra svið í kvöld.
Áfram Liverpool, nú kemur Klopp með sína menn inn í liðið og áður en við vitum af, það tekur samt tíma, verðum við komnir þar sem við eigum að vera.
Það segir töluvert þegar besti maður okkar í þessum leik var Toure
Takk fyrir veturinn Kop.is. ætla núna taka allt liverpool tengt út af mínum Ipnonum, Ipad og Mac tölvu. Kem sterkur inn í August með alla linka uppi aftur.
YNWA
Nú er bara màl til komið að sturta í sig þunglyndislyfjunum og byrja aftur að trúa à að það birti til. Ég er hættur að horfa à fótbolta … Þessi leikur eyðilagði heilann í mér
Ég ætla ekki að kalla leikmenn aumingja og blóta þeim. En það er skammt milli feigs og ófeigs. Þar sem þessi leikur tapaðist, þá er þetta tímabil í raun og veru bara rusl. Ætli Klopp þurfi ekki bara að “byggja upp nýtt lið”. Eins og Rodgers ætlaði að gera, eins og Dalglish ætlaði að gera, eins og Hodgson ætlaði (sennilega ekki) að gera. Ég græt inni í mér við tilhugsunina að þurfa að þurfa enn eina ferðina að gefa stjóranum 2-3 ár eftir því að eitthvað fari að gerast. En að því sögðu, þá er ljóst að leikmennirnir okkar eru ekki nógu góðir. Svo það munu sjást tár á hvarmi mínum.
Ljósi punkturinn á þessu tímabili eru umsjónarmenn Kop.is. Það er nú bara þannig og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir einkar góða frammistöðu á tímabilinu.
Alveg róleg/ír með að skíta yfir lið sem sló út Man Utd, Dortmund, og Villareal…
Þjálfarinn sem byrjaði þetta tímabil var rekinn snemma leiks. Leikmenn sem hann hafði keypt voru ekki að standa sig á nokkurn hátt, andinn yfir liðinu hreint út sagt hræðilegur. Hann var ekki með svar við því að missa einn allra besta framherja heims (hvað er hann btw búinn að skora mörg mörk fyrir bæjara?) svo tóku olíu furstarnir okkar vonar stjörnu (sem hefur reyndar ekki verið að standa sig).
Svona var staðan þegar hr. Klopp tók við.
Á þeim tíma hefur hann kveikt í leikmönnum eins og Lovren, Lallana, Friminio, Shako, og allt unlingaliðið okkar.
Allir sem einhvern áhuga hafa á fótbolta sjá að eitthvað er að gerast hjá LFC. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hr. Klopp komi með instant success á sinni fyrstu leiktíð. En hann hefur, að ég held, sýnt okkur smjörþefinn af framtíðinni.
Ég á nokkra Man Utd vini sem hreinlega öfunda okkur að því að hafa hann í brúnni ( líka Arsenal menn sem héldu að hann væri þeirra næsti stjóri )
Oftast sl. ár hefur farið í taugarnar á mér hversu LFC menn hafa alltaf verið, að mínu mati, of bjartsýnir. En sl. 1.5 ár hefur þetta snúist í andhverfu sína.
Hættið að tala neikvætt um hitt og þetta. Sjáið þið ekki að það er eitthvað mikið er að gerast í okkar klúbbi? Spólið aftur um ca. 2 ár og verið jákvæð!
Klopp mun koma okkur í marga úrslita leiki og mun vinna!!!
YNWA
Tek 100% undir leikskýrslu Kristjáns Atla.
Því miður tapaði Klopp þessu einvígi fyrst og síðast að mínu mati. Sterkasta hlið Sevilla er miðjan hjá þeim og við vorum allann leikinn undirmannaðir þar, hvað þá úr því að Henderson spilaði ekki með í þessum leik. Staðan var góð eftir fyrri hálfleik, þá strax hafði ég á orði að nú yrði Klopp að vera undirbúin undir taktískar breytingar andstæðinganna og bregðast strax við. Hann gat auðvitað lítið gert við þessu jöfnunarmarki eftir 20 sekúndur en að bíða með breytingar fram á 65.mínútu var bara fyrirsjáanlega allt of seint og loksins þegar han skipti vorum við bara ennþá verr undirmannaðir á miðjunni. Fáránlegt, því miður. Ekki misskilja mig ég vill engan annan stjóra hafa hjá Liverpool en var ekki hrifinn af þessu í kvöld og þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur.
Varnarmistök leikmanna Liverpool í vetur hljóta að vera nálgast met, Moreno var afleitur í fyrsta marki Sevilla sem kom þeim inn í leikinn en heilt yfir allt tímabilið hafa svo margir af okkar leikmönnum gert slæm varnarmistök að það er með ólíkindum. Hvernig það vart.a.m. lagt upp með að fara inn í mót með ekkert cover fyrir bakverðina skil ég ekki.
Eftir mjög langt sextíuogþriggja leikja tímabil með nákvæmlega ekkert til að sýna fyrir það held ég að það sé fínt að fá frí frá Liverpool leikjum í bili og úr því við náum ekki í Meistaradeildina fagna ég því að sleppa við þessa 6-15 aukaleiki á næsta tímabili. Svo lengi sem það verði til þess að liðið stórbæti árangur sinn í deldinni, það er auðvitað ekkert sjálfgefið. Það er fjölmargt sem hægt er að taka frá endaspretti þessa tímabils sem gefur von um að þetta lið eigi mjög mikið inni. Á móti er augljóst að töluvert þarf að laga.
Frammistaða Liverpool í bæði Europa League og deildarbikar var heilt yfir mjög góð í vetur, að sjálfsögðu, en þetta kostaði líka gríðarlega orku og athygli frá liðinu. Liverpool er að enda tímabilið í 8.sæti með skitin 60 stig í deildinni. Af 38 leikjum tapaði Liverpool stigum í 22 leikjum. Það er einfaldlega hræðilegt og ekki þess virði að mínu mati þó auðvitað sé gott að vera vitur eftir á úr því liðið komst þó alla leið í úrslit þetta árið.
Það vantaði sjö stig upp á Meistaradeildarsæti í vetur, hvað töpuðust mörg stig í vetur í kjölfar deildarbikars eða Evrópudeildar? Hvað kostaði þetta 25 aukaleikjaálag af meiðslum? Hafði álag+meiðslalisti t.a.m. áhrif er liðið missti þrisvar niður tveggja marka forystu á heimavelli eftir áramót?
Það var gjörsamlega allt undir í kvöld og þar sem sá leikur tapaðist er ekki hægt annað en að velta þessu fyrir sér, hef reyndar talað á þessum nótum frá því það varð ljóst í fyrra að Liverpool færi í Europa League og haldið því áfram í vetur.
Að því sögðu held ég að þetta unga lið Jurgen Klopp komi til með að græða helling á þessu tímabili í Evrópu á komandi árum og eins er ég ekki á því að nú þurfi að gera einhverja gríðarlega byltingu á leikmannahópnum. Af þeim sem byjuðu í dag myndi ég ætla að allir verði í 18 manna hópi í fyrsta deildarleik á næsta tímabili fyrir utan Kolo Toure.
Það er búið að bæta við alvöru miðverði (Matip)sem gerir tilkall til þess að fara beint í byrjunarliðið. Lovren hefur spilað sig inn í liðið undir stjórn Klopp og verður þar vonadi áfram. Megrun Sakho gerir það að verkum að líklega þarf að kaupa einn til viðbótar við Gomes (og Wisdom?)
Toure, Caulker, Skrtel og Ilori fara væntanlega allir í sumar. Þetta væri vissulega bylting á miðvarðahópnum en kaupin á Matip voru ljós fyrir löngu og þessum hópi má alveg breyta. Mögulega verður Lucas áfram eitt tímabil í viðbót sem þá möguleiki í miðverði ekki síður en á miðjunni.
Á miðjuna vantar einhvern sem getur stjórnað leiknum og haldið bolta. Liverpool hefur saknað Alonso týpu frá því hann fór en í tilviki Klopp er ég að meina Sahin eða Gundogan tegdundar af leikmanni. Allen er ekki þessi leikmaður og ég veit ekki nóg um Grujic, efa að hann sé að hugsa hann í svo stórt hlutverk strax. Ferilsskrá Klopp segir að maður eigi ekki að efast um hann á markaðnum en ég var að vonast eftir meira traustvekjandi nöfnum en Grujic og Zielinski á miðjuna. Að því sögðu voru Sahin og Gundogan óþekkt nöfn þegar Klopp fór að þjálfa þá.
Eins og staðan er núna færi ég nokkuð sáttur inn í næsta tímabil með Sturridge, Origi, Benteke og Ings. Liverpool getur vonandi ekki verið eins óheppið með meiðsli þessara leikmanna og á þessu tímabili, sérstaklega ekki í miklu minna leikjaálagi. Benteke er líklegastur af þessum til að fara og fyrir hann væri t.a.m. Götze þessi heimsklassa stórbæting sem við erum að óska eftir ár eftir ár.
Götze flokkast líklega meira sem Firmino, Coutinho og Lallana tegund af leikmanni en hann myndi stórbæta hópinn hvar sem hann kæmi inn í hann. Coutinho hefur stigið upp að mínu mati á þessu tímabili og vann auðvitað öll verðlaunin á lokahófinu. Hann hvarf engu að síður hroðalega illa í kvöld og hann er að hverfa í allt of mörgum leikjum ennþá hjá Liverpol. Firmino er núna búinn með sitt fyrsta tímabil og gæti hæglega orðið einn af okkar bestu mönnum á næsta ári, jafnvel sem sóknarmaður. Lallana er svo einn af uppáhaldsleikmönnum Klopp.
Markovic, Ibe, Ojo og Canos spila í þeim stöðum sem Klopp horfir líklega fyrst til sóknarlega. Allir hafa potential í að springa út og allir eru þeir á mjög góðum aldri. Það verður fróðlegt að sjá hvort lopp treysti á þá næsta vetur eða kaupi þarna. Milner hefur einnig verið að spila gríðarlegga marga leiki á kantinum og verður þar væntanlega eitthvað áfram á næsta ári.
Liverpool fer svo varla aftur inn í mót án þess að hafa neitt plan b í bakvarðastöðunum. Eftir leikinn í kvöld er næsta víst að Moreno fær a.m.k. samkeppni næsta vetur.
Fáar en afgerandi breytingar í sumar mikið frekar en byltingu.
Við gerum tímabilið betur upp næstu daga.
Vonbrigðin í kvöld eru vægast sagt gríðarleg.
Þetta er flott afrek hjá klopp, hann tók við slökum hóp á miðju tímabili og kom þeim í tvo úrslitarleiki.
Geri aðrir betur….
YNWA !!!
Bægone!
Næsta tímabil takk. Þurfum að kaupa alvöru vinstri bakvörð, a.m.k. einn heimsklassa miðjumann og einn almennilegan stræker. Það er bara þannig. Coutinho besti leikmaður LFC á þessu tímabili?? Er ekki alveg sannfærður. Skrýtið.
Can, Lallana, Coutinho og Firminio vilja örugglega gleyma þessum leik.
Það er alltaf næsta síson. Aumingja Klopp samt, tapa 5 úrslitaleikjum í röð, er það ekki eitthvað heimsmet?
Anyway, In Klopp we trust, engin spurning.
Sjáumst í ágúst. Gleðilegt sumar og áfram Ísland!
Ég hélt í alvöru að ekkert toppaði vonbrigði mín með getuleysi LFC liðs Rodgers á Wembley í fyrra.
En þessi seinni hálfleikur í Basel var sennilega bara mesta wake up call í sögu félagsins, ég má bara alveg vera dramadrottning eftir svona frammistöðu. Auðvitað verður Klopp að svara fyrir margt.
En það að fá á sig mark eftir 15 sekúndur í seinni hálfleik á þann hátt sem varð þarna var ekki hans vandi heldur til marks um þá linkind sem hefur gosið upp í mörgum leikjum vetrarins og hefur orðið okkur að falli. Að sjálfsögðu verður hann að svara spurningum sem nú þegar er svarað. Hvers vegna í ósköpunum styrkti hann ekki handónýtt miðjusvæðið eftir 55 mínútur. Hvers vegna í fjandanum var Lallana ekki fyrstur útaf…eða Coutinho. Í hvaða veruleika setur hann frekar Allen inná en Henderson. Hvernig stendur á því að þessi mikil mótivator var þarna að tapa sínum fimmta úrslitaleik í röð…og í raun fyrir utan síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik þá vorum við bara ekki með.
Ég viðurkenni mikinn pirring að hann hafi veifað í stúkuna að láta heyra í sér og síðan quote-a það í viðtali að honum hafi áhorfendur hafa gefist snemma upp. Það var vegna frammistöðu rauðliðanna elsku Jurgen minn. Ekkert í þessum seinni hálfleik sýndi okkur að þar væri eitthvað til að byggja á.
Þessi vetur er sá lélegasti sem ég man eftir í mínum ferli að halda með LFC. Einungis það að ég hef trú á framtíð Klopp er jákvætt í dag. Það eru stór göt í liðinu okkar. Margræddur markvörður ekki sá eini þar. Í dag þarf a.m.k. nýjan vinstri bakvörð, alvöru stabílan box-to-box miðjumann og annan heimsklassa sóknarmann eða sóknartýpu með Sturridge. Ég þarf ekkert endilega nöfn en ég vill fá leikmenn sem ég treysti meira en einn leik í einu.
Við höfum öll séð hæfileika Lallana, Firmino, Coutinho, Emre Can, Henderson og erum enn að reyna að hafa trú á Moreno, Markovic og Danny Ward. Staðreyndin er einfaldlega sú að við vorum að jafna lélegasta deildarárangurinn síðan ég veit ekki hvað og þegar 8.sætið var síðast niðurstaðan unnum við einn bikar og a.m.k. helmingur okkar vildi losna við Dalglish sem væri alveg ómögulegur kostur. Það sumar ákvað félagið á einhvern ótrúlegan hátt að styrkja leikmannahópinn ekki neitt af viti.
Mikið vona ég að klúbburinn hafi lært af þessari lexíu þá og skynji þau djúpu vonbrigði sem við höfum öll upplifað reglulega í vetur og kvöld. Staðreyndin er sú að á síðustu 7 árum höfum við einu sinni verið í topp fjórum og unnið einn bikar, deildarbikarinn. Tapað nokkrum úrslitaleikjum.
Menn syngja reglulega “Við erum Liverpool” og það veit sá sem allt að við erum félagið alrauða sem við elskum. En þetta gengur ekki svona lengur. Öll mín þolinmæði fyrir þessum æfingum félagsins er þrotin. Fótboltaáhugi minn erlendis þessi síðustu misserin hefur stöðugt meira snúið bara að LFC en vá hvað sá dvínar þegar reglulega liðið mitt gerir upp á bak og í treyjuna klæða sig leikmenn sem eiga ekkert erindi í hana.
Ég vona virkilega að það að við munum ekki spila marga leiki næsta vetur skili einhverju betra en þessum vetri, sem var þessi leikur í hnotskurn. Leit bara vel út á einhverjum tímapunkti út af gæðum en svo fullkomlega hryggjarlaus frammistaða sem var félaginu til háborinnar skammar og vá hvað þynnkan verður stór hjá mörgum góðum mönnum í fyrramálið.
Í kvöld er ég meira sorgmæddur en reiður…enn einn draumurinn dó hröðum dauðdaga!
Til hamingju Sevilla! Þeir eru vel að þessu komnir, og aðdáunarvert að vinna þennan titil í þriðja árið í röð.
Hvað Liverpool varðar, þá var þetta bara ömurlegt í alla staði. Aðrir eru búnir að segja allt sem segja þarf um þennan leik, og því óþarfi fyrir mig að eyða mörgum orðum í hann.
Það er kannski ekki tímabært að gera upp tímabilið strax, enda flest okkar ennþá í sárum eftir kvöldið. Það bíður betri tíma. Mig langar samt að benda á eitt – leikmannakaupin fyrir tímabilið:
Benteke – 32.5 milljónir punda
Firmino – 29 milljónir punda
Clyne – 12,5 milljónir punda
Þetta voru stóru kaupin síðasta sumar. Clyne hefur verið fastamaður í liðinu, sennilega spilað flesta leiki allra á þessu tímabili og staðið sig heilt yfir vel.
En fyrir hinar 50 milljónirnar eða svo, þá er niðurstaðan 8. sæti í deild, þjálfaraskipti og tvo töp í úrslitaleikjum. Þetta er bara hreint og klárt ömurlegt. Ég held reyndar að Firmino eigi eftir að verða afburðaleikmaður, en á þessu tímabili hefur hann lítið sýnt sem réttlætir þennan verðmiða.
Árangur síðustu ára sýnir einfaldlega að Liverpool er miðlungslið. Það á ekkert erindi í toppbaráttuna, hvorki í deild né í Evrópu.
Og líklegt er að Liverpool sé einfaldlega fast á þeim stað þangað til að eitthvað risastórt gerist. Nýr þjálfari var bara plástur á risameinsemd hjá klúbbnum. Það þarf miklu meira til svo að liðið komist aftur í einhverja toppbaráttu. Ég held raunar að það þurfi nýja eigendur, en látum það liggja milli hluta að svo komnu máli. Horfum frekar á leikmannahópinn, þar sem ég held að þurfi algjöra uppstokkun í sumar. Ég skil enga leikmenn undan í þeim efnum, sama hvað þeir heita.
Þetta sumar verður mjög mikilvægt. Verulega mikilvægt.
Þetta tímabil má svo bara fara til helvítis.
Homer
lítum á björtu hliðarnar..
erum ekki í þessari skítakeppni á næstu leiktíð.
Sultuslakur….
Næsta tímabil verður svakalegt.
Nokkrir nýjir fínstilltir inn í byrjunarliðið yfir undirbúningstímabilið.
Nóg hvíld, alltaf vika á milli leikja… ( smá snökt ).
ATH. það verða engir “TOP TOP players” keyptir svo hættið að væla
og látið ykkur dreyma… I believe in Klopp.
En þetta síson…. So long and thanks for all the fish…….
Sæl og blessuð.
Af öllu sem mögulega gat hent í þessum leik þá datt mér aldrei í hug að leikmenn myndu ekki gefa allt sem þeir áttu í þennan leik, vitandi að framundan er langt og tíðindalítið sumar. Ég hefði ekki veðjað öllu á sigur en ég hefði öruggur sett aura í að þeir myndu henda sér í alla bolta, fórna limum og líkamspörtum á ögurstundum, skriðtækla eins og enginn sé morgundagurinn og ekki heldur gærdagurinn, ýta, hnoðast, tuddast, snýta blóði og hori og að leik loknum væru líffæri gjörsamlega marineruð í mjólkursýrum.
En þetta … úff.
Þetta er sambærilegt því að fara í partý áður en maður fer á árshátíð. Maður er aðalmaðurinn, reitir af sér brandarana og er hrókur alls fagnaðar.. fer svo á ballið, drepst á dansgólfinu og pissar í buxurnar.
Nú er ekkert annað að gera en að fara heim og fá sér treo, skella sér í heitt bað og gera betur á næstu árahátíð.
Takk fyrir partýið.
YNWA
Bara einn punktur sem ég vil kannski koma inn á. Eru menn í alvöru sannfærðir um að allir neðangreindir miðjumenn verði leikmenn Liverpool á næsta tímabili?:
Lallana, Allen, Firminio, Coutinho
Ég er ekki alveg jafn sannfærður. Þurfum miklu meira stál og grimmd á miðjuna sem kom mjög svo greinilega í ljós í kvöld. Kæmi því ekki á óvart að tveir af þessum leikmönnum yrðu seldir í sumar. Allen mun pottþétt fara, spurning hver fer með honum.
Jæja svona fór um sjóferð þá. Nú keppast menn við að drulla yfir mann og annan og telja það líklegt til árangurs 🙂 Það sem mér finnst standa upp úr er arfaslakur dómari og hans meðreiðarsveinar, hópur af leikmönnum sem greinilega var ekki undirbúin fyrir þennan leik og ráðalaus þjálfari sem á sínum stutta tíma er búin að tapa tveim úrslitaleikjum. Auðvitað áttum við að fá víti og leikurinn hefði eflaust þróast á annan hátt ef svo hefði verið en hvað sem því líður þá geta leikmenn og stjórinn fyrst og fremst kennt um eigin getuleysi. Sorry, en ég er hreinlega með óbragð í munninum eftir þessa hörmung.
YNWA
Algjörlega sammála því sem kemur fram hjá Magga í kommenti 58 og einnig að mestu leyti sammála Homer í kommenti 59.
Og svo fínasta samlíking hjá Rúnari í kommenti 63.
Einnig ömurlegt að hugsa og til þess að okkar bestu menn síðustu mánaða og jafnvel tímabilsins, þeir Can, Lallana, Coutinho og Firmino, hafi skitið svo heiftarlega á sig í þessum risaleik. Það segir mér bara eitt: Þeir hafa ennþá allt að sanna.
Þessi leikur situr virkilega illa í manni núna morguninn eftir og óbragðið í munninum er sterkt.
Mjög svekkjandi tap og algjör óþarfi að tapa þessu svona niður!
Klopp sagði eftir leikinn að við verðum bara sterkari eftir þetta og ég treysti honum. Ég veit að við verðum sterkari. Hann er ennþá með hópinn hans Brendans, bara ítreka það. Það verða breytingar í sumar og þær eru nú þegar byrjaðar Matip og Grujic koma ásamt fleirum. Vonandi kemur Götze, það yrði frábær styrking á liðinu okkar. Allt tekur þetta tíma og auðvitað er svekkjandi að tapa tveimur úrslitaleikjum. Ég hefði samt aldrei þorað að vera svo bjartsýnn að ætla honum Klopp þegar hann kom að fara með okkur í tvo úrslitaleiki með þennan hóp og þennan marathonmeiðslalista sem hefur háð okkur 70% af tímabilinu. Ímyndið ykkur hvað Ings hefði smellpassað inn í hugmyndafræði Klopps.
Núna er það EM og íslenski fáninn er klár hérna í Noregi, svo verður það Liverpool eftir það.
Það eru bjartir tímar framundan og ég hreinlega nenni ekki að leggjast í þunglyndi yfir þessu tapi.
Nýr dagur, ný sjónarmið.
síðast þegar enginn evrópubolti var fyrir okkur borum við í bullandi baráttu um titilinn!!!
YNWA
Ég ætla meðvitað að hætta mér hér út á hálan ís og segja (eftir að hafa melt þessi úrslit í hálfan sólarhring) og segja að þetta tap sé það besta sem gat komið fyrir Liverpool í stöðunni sem við erum núna.
Óstöðugleikinn, sem hefur hrjáð okkur svo mikið í vetur, kristallaðist í frammistöðunni í seinni hálfleik í gær. Ef við ætlum að vera heimsklassa lið sem keppir á hæsta leveli þá þarf meiri stöðugleika. Liðið má ekki standa og falla með því að einhver einn eða tveir detti út vegna meiðsla og þá hrynji allt spilið hjá okkur.
Tapið í gær var öflugt wake-up call – þetta var ekki hamar heldur sleggja í höfuðið. Ég leyfi mér að vitna í orð Jamie Carragher strax eftir leikinn:
“Jurgen, transfer committee, anyone sign a fucking left back.”
Það er verk fyrir höndum, nú þurfa menn að bretta upp ermar!
YNWA!
Nr. 69
Nei, bara nei. Það að missa að Meistaradeildarsæti er ekki það besta sem gat komið fyrir Liverpool. Dauðadrukkin Pollýanna nær ekki einu sinni að sannfæra sig um það, því miður.
#70 – Við fengum Meistaradeildarsæti eftir ævintýrið 2013-2014 – ekki gerði það nú neitt sérstaklega gott fyrir okkur og skilaði ekki þeim mannskap í hópinn sem menn töldu að yrði uppskeran. Við þurftum wake-up call og nú er það komið!
Þá er maður aðeins búinn að ná að anda. Ég vil ræða hér um manninn sem ég elska. Jurgen Klopp.
Mér finnst hann bera mesta ábyrgð á þessu tapi. Ég ætla að útskýra af hverju mér finnst það. Einn helsti kostur Jurgen Klopp er hve öflugur hann er í að mótivera menn fyrir leiki. Hann hrýfur alla með sér, allir elska hann. Hann segir leikmanni að hoppa og leikmaðurinn svarar, hversu hátt. Hann er öflugur á hliðarlínunni og gerir oft djarfar skiptingar, sem hefur sýnt sig ítrekað í vetur að virkar.
Núna fannst mér hann hins vegar missa marks. Í úrslitaleik með ungt og óreynt lið, sem greinilega er mjög taugaóstyrkt, þarftu ekki mann sem rífst og skammast, hoppar og hleypur og gargar á hliðarlínunni. Þú þarft mann sem getur sýnt yfirvegun, getur séð leikinn ofanfrá og tekið eftir taktískum atriðum. Unai Emery gerði þetta í gær á meðan Klopp hoppaði og skoppaði á hliðarlínunni. Skiptingar Klopp voru allt of seinar og ómarkvissar þegar þær komu. Ég gargaði á sjónvarpið á 50.-55. mínútu að við yrðum að ná stjórn á miðjunni, vörnin yrði að fá cover. Með öðrum orðum, ég bað um skiptinguna sem Benitez gerði í Istanbul þegar hann skipti Hamann inná. Til að geta sótt, verðuru að vera með stjórn á miðsvæðinu. Annars gerist ekkert. Í staðin tók hann út Firmino og Lallana, sem eru sennilega okkar sterkustu varnarmenn í sóknarlínunni. Við áttum aldrei séns. Klopp tapaði á taktík.
Klopp er maðurinn fyrir Liverpool, ég efast ekki um það. En hann verður að bæta þetta hjá sér. Í stærstu leikjunum þarftu ekki að hafa einhvern hoppandi trúð á hliðarlínunni. Þar á heilinn að vera, maðurinn sem með yfirvegun róar leikmenn og er með stjórn á aðstæðum. Klopp hafði það einfaldlega ekki í gær.
Var síðasta tímabil þá ekki einnig það besta sem gat komið fyrir Liverpool?
Þvílíkt wake-up call sem það var.
Jæja þá hefur rykið aðeins sest og ég er ekki enná að skilja að þrír dómarar, aðaldómari, línuvörður og endavallavörður gátu ekki séð þó væri ekki nema eina hendi af þessum þremur. 4 ef við bætum við línuverðinum hinum meginn.
Leikurinn tapaðist samt ekki á þessum atriðum. Liðsheildin er ekki nógu góð. Þegar lykil leikmenn ná sér ekki á strik og veiki hlekkurinn í keðjunni klikkar þá gerist þetta.
Ég ætla að nefna nokkra leikmenn sem eiga ekkert erendi ef á að byggja upp samkeppnishæft lið næsta vetur. Sumir þeirra hafa nú þegar spilað sinn síðasta leik:
Martin Skrtel. Hans tími er einfaldlega búinn og hann hefur ekki sömu gæði og áður
Lucas. (sömu rök og Skrtel)
Toure. Takk fyrir allt Toure. Flottur karekter en kominn yfir hæðina. Hann mun fara.
Moreno. Einfaldlega of veikur varnarlega. Ef Klopp ætlar að halda honum þarf hann annað hlutverk sem felur í sér bekkjasetu eða nýtt hlutverk á kantinum.
Benteke. Fínn leikmaður en virðist ekki henta spilamennsku Lfc og Klopp treystir honum ekki fyrir að hella í kaffibolla handa sér.
Simon Mignolet. Þarf ekki ræða það nánar.
Hér eru svo leikmenn sem dansa á línunni og þurfa að girða í brók ef þeir vilja vera:
Joe Allen. Hefur reyndar komið sterkur inn á síðara hluta tímabilsins en er hann nógu góður til að vera leikmaður Liverpool? Eru ekki einhverjir betri í þessari stöðu úti í hinum stóra heimi?
Jordon Ibe. Síðasta árið sem Sterling lék með okkur fannst mér Ibe betri en síðan gerðist eitthvað. Þarf að fara að sýna meira.
Jon Flanagan. Nú taka allir andköf. Nei ekki Flanno hann er með Liverpool hjarta. Samt sem áður hefur Flanno glímt við mikil meiðsli síðustu ár og þarf líka að sanna sig og leggja hart á sig til teljast verðugur. Þar er bara þannig. Harður heimur.
James Milner. Er Milner að fara að bæta sig eitthvað meira? Ég efast um það en held samt að hann verði áfram. Hann kom frítt og er ágætis squad maður.
Þessir leikmenn eru á láni og mega allir hverfa á braut nema Markovic. Ég vil sjá hann fá tækifæri aftur:
Luis Alberto – Deportivo La Coruna
Lloyd Jones – Blackpool
Jordan Williams – Swindon Town
Andre Wisdom – Norwich City
Lawrence Vigouroux – Swindon Town
Mario Balotelli – AC Milan
Lazar Markovic – Fenerbahce
Samed Yesil – FC Luzern
Taiwo Awoniyi – FSV Frankfurt
Marko Grujic – Red Star Belgrade
Allan – Sint-Truidense
Maggi (#58) segir:
Þetta. Þetta. Þúsund sinnum þetta!
Ef ég fengi fund með FSG á morgun og þeir spyrðu mig álits um hvað er verkefni framtíðarinnar, þá myndi ég segja nákvæmlega þetta. Hvað sem öðrum keppnum líður (einn bikar, þrír aðrir úrslitaleikir síðan þeir eignuðust félagið) þá horfa menn á 6., 7., 5., 2., 7. og 8. sæti eða hvað það er á þeirra sex maímánuðum sem eigendur og segja að það er bara alls ekki nógu gott.
Og við erum að tala um sex maímánuði núna síðan FSG eignuðust félagið. Hvernig verður sá sjöundi, eftir ár? Hvað sem þeir hafa verið að gera á leikmannamarkaðnum, þá er það ekki að virka. Það er ekki að skila samkeppnishæfu liði í ensku Úrvalsdeildina. Þeir verða að skoða þessi mál og gera það sem þarf í sumar.
#69 Þessi úrslit gætu haft töluverð áhrif á það hvort menn eins og Götze ákveði ekki bara að fara eitthvað annað. Nú verður erfiðara að leikmenn til að koma, hvort sem það eru heimsklassa leikmenn eða ungir og efnilegir strákar.
Nú mun reyna enn meira en áður á hvert aðdráttarafl JK er í raun og veru.
Bara það að vera í Meistaradeildinni hefur mikið aðdráttarafl fyrir leikmenn.
Þetta geta aldrei talist góð úrslit á einn eða neinn hátt.
Ég er ekki viss um að 2 töp í úrslitaleikjum var það sem aðdáendur Liverpool þurftu á að halda. Báðar þessar keppnir eiga það sameiginlegt að 2. sæti er versta sætið. Halló svartsýni.
Staðan á hópnum er það slæm að það eitt að þurfa ekki Evrópubreidd gefur okkur mikið frelsi til að hreinsa ruslið sem í honum er. Það er ca. það eina jákvæða í kringum þetta lið sem mér dettur í hug þessa stundina.
Tanka þessar bikarkeppnir strax næsta season með því að nota u-21 liðið og spila á 14-18 mönnum í deild og rótera ekkert.
Við ættum að halda Clyne, Lovren, Milner, Can, Firmino, Coutinho, Sturridge og Origi. Svo má e.t.v. halda mönnum eins og Flanagan, Gomez og Ings til að spila lítil hlutverk. Hinir mega (og ættu að) fara.
…og í guðanna bænum kaupum alvöru varnartengilið. Hamann í Istanbul, einhver? Skil ekkert í þessum Grujic (og hugsanlega Zielinski) kaupum.
Fói #74
Er að mörgu leyti með svipaðar hugmyndir um hverjir líklega fara og hvaða lánsmenn hugsanlega koma ekki aftur (lesist Balotelli). Ég hnaut samt um allavega tvö nöfn á lánsmannalistanum sem þú taldir upp, Allan og Gujic, þetta eru ungir efnilegir menn sem aldrei hafa spilað fyrir Liverpool. Er ekki betra að leyfa þeim að spila fyrir klúbbinn áður en þeir verða afskrifaðir á núll einni? og BTW Grujic var keyptur í janúar.
Er annars drullusvekktur með leikinn í gær, þetta var katastrofa sem var blanda af lélegri frammistöðu, dómaragetuleysi og misreiknaðri taktík.
Maður reynir að finna eitthvað jákvætt eftir þessi afhroð í gær…
Það sem kemur upp í huga minn er tvennt:
Vegna minna leikjaálags er hægt að minnka hópinn og þar af leiðandi losna við leikmenn sem eiga ekki heima í okkar liði án þess að þurfa að fá sama fjölda á móti, m.ö. getum keypt færri og, vonandi, betri leikmenn og boðið þeim betri kjör
Mufc andskotar geta ekkert böggað mann eftir þennan leik, þar sem við slógum þá auðveldlega út
Svo auðvitað að: “At the end of the strom there is a golden sky…”
#76 – Þetta er eins og með þá sem halda að þeir hafi þetta á hreinu en átta sig síðan ekki á því fyrr en þeir hröpuðu alveg á botninn hvað þeir lifðu í mikilli blekkingu. Við hröpuðum á botninn í gær, plain and simple.
Ég er ekki að segja að ég sé ánægður með þessi úrslit, langt í frá, það hefði verið yndislegt ef við hefðum haft karakterinn og getuna til að klára þetta. Því miður kom það svo bersýnilega í ljós í seinni hálfleiknum hversu langt við erum frá því að geta skilað af okkur consistent frammistöðu.
Menn töluðu um það hversu gott það hefði verið að við náðum í Meistaradeildina eftir 2. sætið 2014, það skilaði sér ekki í neinum ofurstjörnum nema einhver haldi því fram að Balotelli hafi verið the golden ticket í þeim efnum.
Ef menn vilja keppa í Meistaradeildinni þá er nóg af liðum í Evrópu sem bjóða upp á þann möguleika. En ekkert þeirra hefur það sterka element sem við erum með; Herr Jürgen Klopp, eini maðurinn sem gæti púllað James Bond og Ernst Stavrous Blofeld án þess svo mikið sem að missa andann.
Við þurftum sterkt wake-up call, það kom því miður í formi þessa ósigurs í gær.
#74
Viltu sjá mann hverfa á braut sem var keyptur í janúar til að koma inn fyrir næsta tímabil og hefur ekki einu sinni spilað fyrir félagið?
Og hvers vegna viltu sjá Allan og Awoniy fara? Þeir hafa ekki spilað einn aðalliðsleik fyrir félagið og eru báðir fæddir 1997 og þú hefur sennilega aldrei séð þá spila. Ekki eins og þeir séu heldur á einhverjum risalaunum.
Þeir sem gagnrýndu listan minn í sambandi við lánsmenn LFC í færslu nr 74# hafa mikið til síns máls og ég viðurkenni að ég kannski afskrifaði of marga af þeim lista sem gætu átt séns í liðinu á komandi árum. Sá bara nafn Balotelli og var þá fjótur að afskrifa allann listann. Ég biðst forláts 🙂
Ég vill grát biðja ykkur um að setja eitthvað annað á forsíðuna þetta er of niðurdrepandi :/
T.d Top 3 leiki liverpool á tímabilinu, það góða sem Klopp hefur gert, rifja upp deildarbikarinn 2012(síðasti titil), veðurfréttir frá svalbarða eða bara hvað sem er svo að maður þarf ekki að horfa á þetta með reiði, tárum og brostið hjarta.
Er ekki Director of Football eitthvað sem menn þurfa að líta til? Virkar gríðarlega vel hjá liðum eins og Dortmund, Villarreal og Athletico svo dæmi séu tekin. Það veit klúbbnum ákveðna hugsjón og allir fylgja einn stefnu.
Er einhver möguleiki á að síðuhaldarar hendi í nýja grein? Þarf alls ekki að vera merkileg, bara eitthvað til að koma þessari fyrirsögn (þessu tímabili) frá.
Held að það sé bara nokkuð til í því sem #69 segir, að þetta geti verið það besta sem hafi getað komið fyrir Liverpool.
Ok, kannski ekki það besta, en samt ekki jafnslæmt og mönnum finnst í dag. Þetta fer bara eftir því hversu langt við viljum taka þessa hugsun.
Gefum okkur að LFC hefði unnið þennan leik og verið í Meistaradeild á næstu leiktíð. Klopp myndi þá væntanlega ná í tvo eða þrjá gæðaleikmenn (t.d. Götze sem færi beint í fyrstu 11), en engar drastískar breytingar ættu sér stað. Því, eftir allt, þá vann þessi hópur titil.
Á næstu leiktíð værum við þá að horfa upp á meira og minna sömu leikmenn og hafa valdið vonbrigðum og koksað hressilega á mikilvægum tímapunktum á þessari leiktíð. Væri næsta leiktíð eitthvað betri?
Nei, eflaust ekki. Einn, tveir eða þrír gæðaleikmenn myndu vera plástur á sárið, en það sem veldur sárinu er djúpstæðara en svo að það verði lagað með einhverjum kaupum. Nú þarf bara að fara í allsherjarendurskoðun. Leikmannahópurinn er ekki nógu góður. Það eru c.a. 3 leikmenn sem ættu að halda sætinu sínu í liðinu eftir þessa leiktíð. C.a 10 leikmenn sem ættu að öllu óbreyttu að vera seldir. Restin er ágætt uppfyllingarefni í leikmannahópinn sem slíkan.
Maður býst svo sem ekki við neinni byltingu á leikmannahópnum í sumar, en ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef það verða ekki komnir 4-6 nýjir byrjunarliðsmenn fyrir næsta tímabil. Ég bara neita því að eigendurnir og Klopp (og hans liðsmenn) ætli að fara inn í næsta tímabil með alla þessa miðlungsskussa í byrjunarliðinu.
Þetta er bara doom-to-fail, frá upphafi til enda.
Ef ég ætti að ráðleggja Klopp eitthvað núna, þá væri það að fara “all in” á Götze. Selja honum að hann verði aðalsprautan í sóknarleik liðsins og hann muni uppskera toppbaráttu og meistaradeildarsæti að launum.
Það þurfa allir sem tengjast LFC á einhvern hátt á svona góðum fréttum að halda eftir enn eitt fokking vonbrigðatímabilið.
Homer
Hvenær er næsti leikur?
Já þessi leikur sýnir svo ekki er um að villast að það þarf að hreinsa til í herbúðum Liverpool. Ég spái því t.d. að menn eins og Jordan Rossiter, Jose Enrique og Daniel Trickett-Smith hafi allir leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Ég vill sjá Klopp fá Daglish með sér í aðstoðar teymi. Sá maður kann að vinna úrslitaleiki ! !
Annars voru fyrri og seinni hálfleikur eins og svart og hvítt. Við spiluðum bara 45 mín, og áttum að vera allavega 3-0 yfir í hálfleik.
#74 Foi er ekki allt í lagi að fá nýja leikmanninn frá Rauðu Stjörnunni, áður en við seljum hann aftur ? Má hann ekki fá tækifæri hjá okkur ?
Ég hlakka bara til sumarsins og að fá Götze og fleiri til okkar !
Daníel #88
Sennilega þarf ekki mikla spádómsgáfu varðandi þessa þrjá? Liverpool leysti Enrique nýlega undan samningi. Rossiter skrifaði svo undir samning við Rangers þar sem að Liverpool endurnýjaði ekki samninginn við hann. Trickett Smith er farinn til Sacramento.
#86
Heldur þú virkilega að loforð um toppbaráttu og meistaradeildaræti dugi til þess að fá Mario Götze, maður sem að er í Bayern Munchen, sem vinna nánast alla titla sem þeir spila um,
held að hann hafi nú aðeins meiri metnað en það…
#91
Persónulega held ég að metnaður allra heimsklassaleikmanna sé, umfram allt annað, að spila reglulega og fá að vera í aðalhlutverki liðsins.
Þannig, já, ég held að Klopp geti vel sannfært sinn gamla samherja um að koma ef það er rétt lagt upp. Erfitt, já, en alls ekki ómögulegt. Annað eins hefur nú gerst.
Og ef það dugar ekki, þá þarf bara að láta peningana tala!
Homer