Fyrir ári síðan hefði ég alls ekki verið sáttur við þessar fréttir. Eins og staðan í dag er þetta líklega mjög gott verð fyrir Ibe en mögulega er félagið að selja hann of fljótt. Hann er ennþá bara 20 ára. Vonandi er a.m.k. einhverskonar buy-back ákvæði í þessum samningi.
#LFC have accepted a £15m bid for Jordon Ibe https://t.co/bfRk5kjRDn pic.twitter.com/EZ9WWKgKab
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) July 7, 2016
Hvað um það vonandi gengur Ibe sem allra best hjá Bournemouth fari hann þangað. Það held ég að sé mun nær hans level heldur en Liverpool eins og staðan er í dag.
Vel gert!
Þessi leikmaður hefur ekki mikið annað en ofmetið þjóðerni. Eitt mark í 41 deildarleikjum.
grunnurinn hjá þessum strák er pottþétt til staðar, ekkert af þessu svosem, það er líka gott fyrir ibe að fá alvöruspiltíma og undir svona flottum stjóra einsog eddie howe er.
hann lætur drenginn fá hár á bringuna
Frábært verð fyrir alveg hæfileikalausan leikmann.
Sammála um að vonandi sé buy-back klásúla þarna. Þessi strákur er bara 20 ára. Aðeins að slaka á ummælum að hann sé hæfileikalaus og ofmetinn. Hann er efnilegur, ekki spurning. Ég hefði helst viljað sjá hann lánaðann innan EPL. Þar myndi hann fá meiri spilatíma og öðlast reynslu. Auk þess myndi hann kannski gera öðrum liðum lífið leitt Liverpool til framdráttar.
Ef einhver hefði sagt mér fyrir 2 árum að Sterling og Ibe væru báðir ekki leikmenn LFC sumarið 2016 hefði ég spurt viðkomandi hvað hann væri að reykja.
Verður að setja inn forkaupsrétt og prósentur af áframsölu, verði hann seldur. Nú bíð ég bara eftir að sjá “staðfest” á að benteke sé seldur. þá erum við að fá 45 millj punda í kassann sem við ættum að geta notað í gæðaleikmann, ekki bara bland í poka.
Aðvörun, ekki lesa nema þið viljið smá tuð frá mér………
Ég kíki á kop.is á hverjum degi og þetta er frábær síða fyrir stuðningsmenn Liverpool.
Takk kærlega fyrir mig síðuhaldarar og aldrei hætta!
Ég vil sjá minna tuð og svekkelsis “comment” frá stuðningsmönnum.
Já, ég vil trúa því að þið séum stuðningsmenn.
Nokkrir hérna minna mig á Arsenal “stuðningsmenn”
Enginn ánægja með það sem vel er gert.
Tuðað yfir smáatriðum og ekkert tillit tekið til stóru myndarinnar.
Hafið þið tekið eftir því að KLOOP er komin til að stýra skútunni ?
Þið sem eruð að heimta stór kaup….. KLOPP er stærstu kaup Liverpool í áraraðir.
Hann mun leiða okkur til fyrirheitna landsins.
Ég trúi.
Hafið þið tekið eftir því að leikmannahópurinn er of stór fyrir næsta tímabil ?
Vissuð þið að helmingur af öllum keyptum “stórum nöfnum” floppar?
Ég upplifði Hodgson tíman og eftir það urðu væntingar mína hógværari og gleði mín meiri þegar vel er gert.
Það heitir reynsla. Sumir ykkar munu hrauna yfir mig og kalla það að sætta sig við meðalmennsku.
Við ykkur segi ég…… það er fullt af öðrum klúbbum sem þið getið “stutt” Adios.
Baráttukveðja, Sveinbjörn.
Flott verd og eg er alveg til i tennan díl. Erum ad fa inn fullt af sedlum fyrir leikmannasolur med þessum díl, Benteke sölunni sem er ad fara eiga ser stad og fleiri sölum. Núna vill madur samt fara styrkja byrjunarlidid meira, hofum keypt Mane og Matip og kannski Karius i byrjunarlidid en eg vil meira þar, eg vil allavega 2 risakaup i byrjunarlidid i vidbót. Klopp hefur engu eytt i sumar ef Benteke borgar Mane og hann hlytur ad hafa samid um þad tegar hann kom ad fa slatta af peningum i sumar plús sölur svo þad hlytur ad vera toluvert svigrúm til stadar til þess ad styrkja lidid mun meira en þegar hefur verid gert.
hæ hæ
Ég er nokkuð sáttur við að sjá þennan dreng seldan á 15 kúlur. Er alveg efni en mér fannst eins og sjálfstraustið færi þegar mótherjar voru búnir að læra á hreyfingarnar hans og hann hafði ekki upp á neitt nýtt að bjóða. Hljóp alltaf eins og allir löngu búnir að lesa hann og kunnu að mæta honum.
Núna er pre-season að byrja á morgun með leik við Tranmere Rovers klukkan 18:00.
Hafið þið Kop.is liðar spáði í hvort þið munið fylgja eftir þeim leikjum með færslum fyrir okkur til að tjá okkur um þessa leiki?
Ibe var því miður nokkur vonbrigði í vetur undir Klopp og því kemur þetta ekki á óvart. Miðað við sóknarlínu okkar og kantara þá var kannski ekki líklegt að Ibe kæmist mikið að í vetur, sérstaklega þar sem leikirnir verða nú færri en áður. En fyrst og fremst hlýtur þetta að snúast um það að Klopp metur aðra leikmenn meira en Ibe.
#6
Í fyrsta lagi er engin að drulla yfir Liverpool, eða kaup eða eitt né neitt hér. Allra síst að tuða. Það eitt að segja að einhver sé að tuða til að draga úr máli hans ætti ekki að vera skilgreing tuðs. Þetta er ekki ósvipað óöryggi og þeir sem fara með skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og fylgja því svo eftir með “og allir sem eru á öðrum skoðunum eru fífl!” sem gerir þá sjálfa vanalega að fíflum.
Það er bara verið að segja að 15m fyrir Ibe sé stórgott verð enda einstaklega takmarkaður leikmaður. Í hverju er hann góður? Að vera með hökutopp? Í raun er verið að hrósa söludeildinni ef eitthvað er.
Viltu að fólk hafi aðrar skoðanir en það hefur? Svolítið fasistalegt er það ekki?
Átt þú einhvern meiri rétt að styðja liðið en við hin því þú sættir þig við stöðu þess í dag? Það er engin dygð að sætta sig við 26 ára eyðimerkur.
Það er vissulega ákveðinn póll að vera alltaf glaður og ánægður með allt í lífinu. Það er bara ekki fyrir mig. Ekki drepast úr réttlætiskennd.
Mjög góð sala vissulega er hann efnilegur en 15 millur fyrir leikmann sem hefur ekkert sannað sig er mjög góður peningur. Fyrir utan að við eigum fullt af leikmönnum í hans stöðu eins og Mane, Coutinho, Lallana og síðan leikmenn eins og Ojo og Markovic
Eina sem ég er að velta fyrir mér hvort þessi sala kalli ekki fram kaup á öðrum leikmanni. Finnst hann fara fremur dýrt og í raun er hann að sanna það að viðskitpalega séð er FSG að standa sig ágætlega. Bæði hann og sterling hafa farið fyrir væna upphæð.
Nú er spurning hvað verður um Benteke og hvort það eru önnur stór kaup í burðarliðnum.
#10
Sæll Jón Steinn,
þú virðist aðeins misskilja mig.
Þín skoðun er jafnrétthá minni.
Ég vil meiri jákvæðni og minna tuð.
Tek sem dæmi tvær fullyrðingar.
Þú ræður hvora þér finnst eiga betur við tuð liðið.
“Frábært verð fyrir alveg hæfileikalausan leikmann.”
eða
“15 millur!!! Shit hvað við höfum gert góð kaup í Mané!”
Baráttukveðja, Sveinbjörn.
bunch af money,mjög goð sala.
Sveinbjörn þu ert samt að setja þig a hærri stall en aðrir. Menn mega alveg segja að hann er hæfileikalaus ef þeim finnst það. Ibe er langt fra þvi að vera galla laus og 15 milljonir fyrir 20 ara leikmann er stórgott verð.
Stundum er erfitt að vera jákvæður þó mer finnst flestir vera mjög jákvæðir herna þott þeir kalli eftir kaupum á stórstjörnu.
Astæða fyrir þvi að folk kallar eftir stórstjörnu er að við eru Liverpool. Við eigum að hafa leikmann eins og Suarez, Gerrard, Torres og fleiri i þeim dúr. Engin i núverandi leikmannahópi kemst i þennan hop. Við eigum að heimta það að kaupa stort nafn sem selur fullt af treyju. Það að heimta það gerir okkur ekki að verri stuðningsmönnum en þig.
Klopp er ekki messias endurfæddur og mun gera mistök það ma gagnrýna og vera neikvæður.
Ekki slá þig upp sem einhver siðarpostula sem ákveður að eg se minni stuðningsmaður en þu vegna þess að eg er ekki með sömu skoðun.
#6, skoðun manna þarf ekki að vera tuð, menn hafa rétt á sínum skoðunum, hvort þér finnist þær síðan vera “tuð” eða ekki er annað mál.
Ég skil alveg að menn vilji “stór kaup” eða eitthvað nafn. Hvað er scum að gera t.d. núna, ekki eru þeir í CL. En þeir eru að kaupa Ibra, mikitarian, og svo að ræða við Juve um að kaupa Pogba á 100 millur ! ! ! ! ! ! Við kaupum síðan Mane.
Já Ibe að fara, mín skoðun er einfaldlega að þetta séu mistök. Hef í raun ekkert fyrir mér í þeim málum annað en tilfinningu. Hann átti mjög slakt tímabil en held að það búi mikið í þessum strák.
Höddi B nr. 16.
Það er því miður orðið þannig að LFC á ekkert að vera að horfa á Man Utd. Eigendur Utd hafa fyrir löngu sýnt að þeir ætla liðinu að vera það besta á Englandi, punktur og basta. Hvort sem þeir skíta á sig eða ekki, þá er það stefnan að vera bestir.
Staðan hjá LFC er bara því miður allt önnur, hvernig okkur svo sem kann að líka það.
Það gengur fjöllum hærra að Liverpool hefur samið við einhvern Grízmann fyrir EM en það megi ekki tilkynna það fyrr en eftir EM. Hver er Grízmann?
Þetta var leikmannaglugginn sumarið 2013.
Kolo Toure – Free Transfer – Man City
Iago Aspas – £7m – Celta Vigo
Luis Alberto – £6.8m – Sevilla
Simon Mignolet – £9m – Sunderland
Aly Cissokho – Season Loan – Valencia
Mamadou Sakho – £15m – PSG
Tiago Ilori – £7m – Sporting Lisbon
Victor Moses – Loan – Chelsea.
Það muna allir eftir hvernig það tímabilið 2013/2014 var. Núna erum við með ein besta stjóran í heiminum! Ef hann vill ekki kaupa í þetta lið og treystir sér í næsta tímabil án þess að gera miklar breytingar, þá ætla ég að gera það sama.
Hann hefur sagt að enska reglan er að kaupa leikmenn í stað þess að þjálfa þá sem liðið hefur og gera þá betri. Hann sagði einnig ef hann sér leikmann sem bætir liðið eða sér veikleika í liðinu þá ætlar hann að kaupa leikmann í þá stöðu en kaupa bara til að kaupa ætlar hann ekki að gera.
Við erum ekki samkeppnishæfir um slík gæði lengur. Því miður. Meðan erkióvinurinn raðar gæðum inn á færibandi.
Ef við viljum bera okkur saman við Manure sem mér finnst óþarfi þá hafa nú stóru kaupin þar floppað undanfarið (Shweinsteiger, di Maria, Mata, Depay). Þá má efsast um að Mikki og Zlatan muni slá í gegn. Vonandi halda þau bara áfram að brenna peninga þarna niðurfrá.
Ibe var því miður hype.
Ég sannfærðist um það þegar fór að blása á móti hjá kappanum í vetur.
Hann tók því eins og sumir aðrir overrated Englendingar með því að hengja haus í stað þess að berjast og hamast. Veistekkihverégvar syndrome.
Við viljum menn með alvöru attitude . Sjáið hvað Ings hefur verið að gera til að koma til baka. Hann ælir örugglega eftir hverja session.
Flottar kúlur og ég treysti Klopp til að berja saman hóp af warriors.
Nennum engum prímadonnum nema Studge auðvitað.
YNWA
Vantar ekki enn vinstri bakvörð?..ef byrjunarliðið er svona
Coutinho Firmino Sturridge Mane (Origi, Lallana
Can Henderson (Milner Grjulic)
Moreno Matip Lovren Clyne ( Sakho, Flanno
Karius
@ 15. Snorri
Hvar hefur Zlatan ekki slegið í gegn? Voru menn svo ekki sjóðandi heitir fyrir Armenanum þegar hann var orðaður við okkur? United eru að kaupa sig inn í toppbaráttuna aftur. Því miður. Eins ömurlegt og það hljómar.