Þá er komið að stóru stundinni. Um helgina hefst loksins enska Úrvalsdeildin aftur með tilheyrandi pompi og prakt og okkar menn mæta til leiks á sunnudag þegar liðið sækir lærisveina Arsene Wenger heim.
Jurgen Klopp og aðstoðarmenn hans hafa unnið hörðum höndum að því að gera liðið og leikmenn þess tilbúna fyrir alvöruna og hefur general prufan í sumar gengið ágætlega þó eitthvað hafi verið um herki og vandræði á köflum. Þannig gengur það bara fyrir sig og menn vonandi læra af mistökunum.
Þegar styttist í frumsýningu hins nýja Liverpool-lið, fyrsta “alvöru” lið Klopp frá því hann tók við, þá hafa því miður óþarfa meiðsl dúkkað upp og nokkrir leikmenn dottið út. Það má því jafnvel segja að nokkrir aðalleikarar hafa dottið út skömmu fyrir frumsýninguna og mun því mikið mæða á aukaleikurunum, hve vel þekkja þeir hlutverk sitt og eru þeir hreinlega jafn góðir og hinir?
Við fáum að sjá það á sunnudaginn!
Það er nú ekki bara eins og okkar mönnum vanti sína stærstu pósta því það mun líklega vanta töluvert í Arsenal liðið og eru þeir þá sérstaklega í miklum vandræðum í miðvarðarstöðunum. Koscielny, líklega þeirra besti miðvörður, er aðeins nýkominn til baka úr sumarfríi og er líklega alls ekki klár í að byrja leikinn (a.m.k. ekki í topp formi), Gabriel meiddist í síðasta æfingaleik þeirra og Mertesacker er að glíma við langtímameiðsl. Það mun því líklega vera hlutverk Chambers, sem er ekki miðvörður að upplagi, og þá líklegast Holding eða Bielik, sem báðir eru mjög ungir og fremur óreyndir, til að mynda miðvarðarpar í þessum leik – nema Wenger hendi Koscielny í þetta strax eða færi bakvörðinn Monreal í miðvörðin.
Ekki nóg með að Arsenal eigi í meiðslavandræðum í vörninni þá mun þeim einnig vanta Mesut Özil og Giroud sem einnig komu seint til baka úr sumarfríi og eru líklega ekki klárir í leikinn. Þá er líka Danny Welbeck meiddur – ekki að það eigi að koma einhverjum á óvart. Alexis Sanchez kom til baka meiddur eftir Suður-Ameríkukeppnina en ætti líklega að byrja í þessum leik.
Það eru enn töluverð gæði í þessu liði Arsenal þó nokkra pósta vanti og geta þeir vel valdið okkar mönnum skaða ef þessi leikur verður ekki tekinn af fullri alvöru. Theo Walcott, Cazorla, Bellerin, Ramsey, Cech, Oxlade-Chamberlain og Iwobi munu líklega spila í þessum leik og eru þetta allt mjög flottir leikmenn. Þeir Xhaka og Coquelin ættu nú að geta skýlt þessari vörn þeirra eitthvað, það er ekki spurning.
Gott á Arsenal, þeir eru í vandræðum með hópinn hjá sér og menn meidda. Mikið er nú gott að allir hjá okkar mönnum eru heilir!
Æ já, alveg rétt…
Sem stendur er slatti af aðalliðsmönnum hjá Liverpool meiddir. Karius er handleggsbrotinn og verður ekki með í einhvern tíma sem og líklega Gomez, Lucas og Sakho. Þá eru Milner, Sturridge og Grujic allir taldir tæpir fyrir leikinn – þeir eru þó að því virðist allir byrjaðir að æfa en eru öllu rólegri á æfingum og eru touch-and-go fyrir leikinn.
Hugsanlega allt eitthvað sem við ættum að geta leyst og samt stillt upp mjög sterku liði að mínu mati – maður hefur ekki enn vanist þeirri tilhugsun að það virðist í alvöru vera hin ágætasta breidd í þessu liði!
Klopp hefur nú verið frekar slakur við að greina frá því hvernig hann hyggst leggja upp lið sitt fyrir þennan leik og segist ekki vera búinn að ákveða og svona en ef maður les í nokkur kommenta hans og æfingaleiki sumarsins held ég að við getum alveg bókað nokkur sæti í liðinu.
Um daginn gaf hann til kynna að lengd undirbúningstímabils hjá leikmönnum, hve vel og mikið þeir hafa æft og spilað saman kæmi væntanlega til með að ráða miklu um liðsvalið. Mignolet spilar fyrst Karius er meiddur, Clyne er sjálfgefinn í hægri bakvörðinn og Moreno líklega í vinstri nema Milner verði klár – sem ég samt efa.
Matip og Lovren byrjuðu sumarið saman í vörninni en meiðsli Matip og koma Klavan hefur þýtt að Lovren og Klavan hafa byrjað flesta leikina saman undanfarið svo líklega byrja þeir. Can er rosalega mikilvægur hlekkur og verður líklega í byrjunarliðinu og það er alveg 150% að Firmino, Coutinho og Mane byrja leikinn enda búnir að spila og æfa saman frá fyrsta degi í sumar. Það er því hugsanlega einhver miðjuhlutverk og hugsanlega framherjastaða sem gætu verið óljósari en ég held samt ekki.
Origi gæti svo sem byrjað inn á en ég er ekki viss um það og reikna með Firmino fremstum. Í Barcelona byrjuðu Wijnaldum og Lallana inni á miðjunni saman og gæti ég vel trúað að það verði síðustu tveir menn í byrjunarliðið. Henderson og Origi gætu vel dottið inn í staðinn en ég held ekki.
Svona held ég að þetta muni líta út:
Mignolet
Clyne – Lovren – Matip – Moreno
Lallana – Can – Wijnaldum
Mane – Firmino – Coutinho
Líst bara mjög vel á þetta lið – og yrði nú ekkert ósáttari við ef Origi kæmi inn. Þetta lið býður upp á mikinn hraða, mikla tækni og töluverða ógn á markið. Can kæmi líklega þá til með að “sitja” á meðan Wijnaldum og Lallana reyna að koma miðju Arsenal á hreyfingu, opna plássið og keyra á þetta. Takist þetta upplegg og Wijnaldum og Lallana komast framhjá Coquelin og Xhaka þá væri komnir margir leikmenn við vítateig Arsenal. Óreynd varnarlína þeirra gæti átt í miklum vandræðum með hraðan, kraftinn og hreyfanleikann í þessu sóknaruppleggi liðsins – svo ekki sé talað um kraftinn í seinni bylgjunni sem myndi þá fylgja Wijnaldum og Lallana.
Mikið svakalega er ég orðinn spenntur fyrir þessu. Það verður afar gaman að sjá þetta Liverpool-lið aftur í alvöru action-i og við fáum strax stórleikja prógram – liðið var nokkuð öflugt í þeim viðureignum undir stjórn Klopp í fyrra og verður vonandi ekki breyting þar á.
Við heimsækjum nokkuð vængbrotið lið Arsenal sem vantar lykilmenn á báðum endum vallarins. Einhver meiðsl hjá okkur líka en fjandinn hafi það, ef við náum ekki að vinna þá núna þá náum við því líklega aldrei. Ekkert kjaftæði, ég er drullu spenntur og alveg virkilega bjartsýnnn – ekki að það komi á óvart að glas mitt sé fremur hálf fullt en hálf tómt!
Byrjum tímabilið á flugeldasýningu á Emirates þegar við rassskellum Arsenal og fljúgum af stað inn í nýja leiktíð. Hvernig hljómar það? Þetta er okkar ár, ekki satt?
Setjum inn smá pepp myndband hérna í lokinn til að koma blóðinu almennilega í gang!
úfff. afhverju fæ ég gæsahúð þegar ég sé svona myndbönd ? ? ?
Spennan er óbærileg.
Búinn að setja á Lengjuna enda ágætur stuðull á sigur okkar manna. Hef mikla trú á því enda virðist half dauft yfir Arsenal þessa dagana. Hef samt trú að eftir tapið á sunnudag rífi Wenger upp veskið og komi með einhver 50m kaup. Hann mun ekki sætta sig á mánudaginn að vera með 0 stig og -4 í markatölu eftir fyrstu umferðina.
Persónulega vil ég sjá Origi byrja inná enda tel ég hann vera þennan 20 marka mann sem okkur hefur sárlega vantað. En kæmi mér ekkert á óvart byrji hann á bekk.
Ætla að vera ótrúlega djarfur og spá 1-5 sigri. Já tek ofur bjartsýnina á þetta (en verð ekkert hissa ef mínir menn löðrungi mig niður á jörðina enda man ég ekki í fljótu bragði eftir sigri á Emirates) og mörkin koma þrjú frá Origi, eitt frá Coutinho og þá mun Klavan skalla eitt úr horni.
Hver skorar fyrir Arsenal ? Sanchez.
United tapa svo gegn Bournemouth 1-0 og fær Zlatan rautt spjald á 74 mínútu.
Já er kominn á fjórða öl…… 🙂
Væri mega mikið til í að sjá hann origi bara byrja þennan leik en no worries couthinho á eftir að klára þetta eazy game.
eigum við ekki bara að lata sturridge fara? ef einhverjir fávitar vilja borga 30-50 mills fyrir gaur sem er alltaf reglulega meiddur,sem virðist vera viðvarandi,er þá ekki fínt að losna við gaurinn? good riddance segi eg. eg bara nenni þessum aula ekki lengur.
Húff nýtt season er að byrja og eins og staðan er núna. FSG er búinn eyða sirka 15.5m pundum í nettóeyðslu til styrkja Liverpool fyrir leiktíðina.
Sama tíma voru erkióvinir okkar að kaupa einn fyrir 100m plús. FSG að standi sig í glugganum eins og venjulega.
Vonandi sé ég eitt stórt nafn detta inn áður glugginn lokast.
Annars nóg með þetta raus og núna þurfum við vonast eftir góðum leik gegn Arsenal því hálfkák mun enda með tapi. Spurning hvernig Klopp stillir upp liðinu. Við sáum okkar menn rústa Barca 4-0 með 4-1-4-1 aðferðinni enn skíta á sig gegn Mainz með 4-3-3 hmm. Svo ég veit ekki hvorra aðferð er hentugri gegn Arsenal. Ég er smeykur enn spái sigri okkar manna og Lallana með sigurmarkið.
YNWA
Ég er c.a 95% viss um að Lovren og Ragnar verða saman í miðverðinum á móti Arsenal.
Þeir hafa verið að ná vel saman og Matip er ekki alveg komin í stand.
Annars vona ég að þetta sé byrjunarliðið hér að ofan. Ég vona að við dettum ekki í Can, Winjaldum og Henderson miðju heldum leyfum Lallana að vera þarna eða Coutinho. fyrir aftan fremstu þrjá.
Held samt að í vetur þá munum við sjá Origi eða Sturridge byrja uppá topp með Firminho á bekknum.
Mane mun klára Arsenal. Þeir munu ekki ráða við hann, þetta verða kosin bestu kaupin á þessu tímabili !!!
Mjög góð upphitun, takk fyrir.
Og þvílíka videoið 😉
Væri gaman að fá á “hedder” á allar upphitanir. Td.
Laugardagur 13. Ágúst
Emirates kl 14:00
Arsenal-Liverpool
Kannski siðustu viðureignir?
Nei bara pæling að gera gott betra. Líka ef þú værir að leita af gömlum upphitunum, eða skýrslum
Veit að þessi samlíking er þreytt en tilfinningin er nàkvæmlega sú sama og þegar ég var barn à Þorlàksmessukvöld. Svo kemur bara í ljós à sunnudaginn hvort ég fékk harða eða mjúka pakkann.
Leiðinlegt er að Sturridge sé kallaður auli fyrir það eitt að vera meiðslagjarn. Hann hefur sýnt allt annað en aulaskap í leik sínum fyrir Liverpool. Auli er sá sem kastar fram svona hnjóðsyrðum og allir sem læka við slíkar færslur. Hlakka mikið til leiksins á morgun með eða án Sturridge. Áfram Liverpool!
Sammála #8. Svo eru 3 þumlar við færsluna, WTF!
Vil sjá Origi byrja. Alveg klárt að hann er með potential að gera stòrkostlega hluti. Can is the man. Hendo á eftir að vaxa aftur ì áliti eftir erfiða tìma. Lallana kemur sterkur ì central mid position. Coutinho og Firmino munu dansa salsa. Moreno mun verjast eins og mofo. Ragnar boðar endalok heims með rökum varnarmanns. Lovren tæklar Walcott ùt af emirates. Clyne is gonna shine. Mane mun mölva möskva netsins. Drop mic…man ekki eftir 4ja bjór.
hvað er lengi hægt að hafa starfsmann ,sem er ótt og títt veikur,án þess að reka hann?
það er bara nákvæmlega staðan með Sturridge. Auli eða ekki auli? að þá er morgunljóst að hann hefur ekkert malt í sér og er frá við minnsta hnjask. Hver nennir að reikna með slikum manni áfram? Hann er sjálfsagt einn af 5 launahæstu hjá okkur. Er ekki timi fyrir reality check hér fyrir suma og ekki síst hann sjálfan?
Þetta er sannarlega flott lið sem er sett þarna upp.
Bekkurinn yrði trúlega sá sterkasti sem hefur verið í fjölda ára.
Origi – Sturridge – Henderson- Matip – Milner – Grujic – Manninger
Breiddin í liðinu er mjög flott, en segjum að þetta yrði liðið, hver yrði fyrirliði á vellinum sem Hendo og Milner báða á bekknum ?
Er kominn tími á Emre Can að leiða liðið áfram eða mun Henderson koma inn fyrir Lallana eða Wijnaldum
Ég er persónulega nokkrum númerum of peppaður fyrir þessum leik. Verð pottþétt niðurbrotinn með allt annað en stórsigur á Emirates-leikvanginum. Þessi Barcelona leikur eyðilagði alla raunhæfa nálgun á fyrsta leik 🙁
Takk fyrir flotta upphitun!
Byrjunarliðið ætti að vera svona að mínu mati:
————————–Mignolet——————–
Clyne —– Lovren ——— Klavan —–Moreno
—————Can————Wijnaldum———–
Mané —————- Coutinho ———Firmino
—————–Origi———————————-
Sækja hratt á Arsenal-liðið með 2 góða box2box miðjumenn sem geta báðir komið með fáránlegar sendingar inn fyrir vörnina. Með þetta byrjunarlið er Lovren sennilega fyrirliði, jafnvel Clyne. Þessi aulaumræða um Sturridge er með þeim aulalegri.
Náum í 3 stig í fyrsta leik, við verðum þá að skora allaveganna 2 mörk því ég hef takmarkaða trú á að liðið haldi hreinu.
Spái 2-3 í stórkostlegum leik.
er Ings einhvað meiddur?
ég hef mikla trú á honum, ég held að hann muni gefa vel í vetur
Menn verða að hætta að reikna með Sturridge sem byrjunarliðsmanni. Hann er einhvers konar ofur varamaður; frábær þegar hann er leikfær, meiddur þegar hann er meiddur. Alls ekki selja hann!
Ok ég er að missa mig af spenningi!!! Ég bara get ekki beðið, mìnòtu ì viðbòt!! Deildinn er farinn að stað og ég er bara 29 àra lìtill òþolimòður stràkpjakkur sem getur ekki setið kyrr !
Við vinnum þennan leik með mörkum frà mane firmino og origi! 0-3 og og 15 stig eftir 5 leiki ?
Takk kop.is fyrir ykkar framlag til ìslenskra stuðningsmanna.. Algjör forréttindi að hafa þessa sìðu!! Hlakka til að lesa hana ì allan vetur ?
Draumaúrslit fyrir Liverpool í leik Crystal Palace og WBA. Nú verður Pardew að kaupa Benteke til að bæta markaskorunina. Greiða uppsett verð takk fyrir… 🙂
Sælir , Getur einnhver hérna bent mér á hvar ég get keypt miða á leiki í vetur ?
Aron #17
https://anfieldmidar.wordpress.com/
https://www.filmon.com/tv/bbc-one
Ekki missa af þessu! Gary Lineker á brókinni
Sturridge er besti markaskorari í núverandi liði mv. spilaðar mínútur per mark. Að henda þannig leikmanni út er ekki rétt ákvörðun. Mjög spenntur fyrir nýju tímabili en spái að sveiflurnar í árangri verði miklar. Rústum Arsenal en töpum næsta leik….. tár…
Ein tæknileg spurning. Er ekki venjan í upphafi hvers keppnistímabils að það sé gefið formlega út hverjir séu fyrirliði og varafyrirliði komandi tímabil? (Hef ekki rekist á slíkar tilkynningar fyrir tímabilið.)
einhverntíman hefði maður tekið undir pirring á sturridge… held það hafi verið þegar lampert var næsti maður í liðið.
en nú grætur maður síður meiðsli þar sem ég hef jafnmikla trú á Origi okkar manni.
úff hvað maður er spenntur, og ég á að fara að sofa núna ?!?! what
Ég vona að allir verði heilir svo þjálfarinn geti valið að hans mati sitt sterkasta lið. Þá ætti ekki að vera hægt að kenna neinu um ef illa fer, en ég hef fulla trú á verkefninu. Áfram Liverpool !
Er thetta ykkar ar ?
Thvi ekki…Ranieri og hans menn ættu ad hafa gefid øllum von um ad arangur er ekki bara i beinu hlutfalli vid peninga.
Margt kom a ovart i gær og spannan fyrir leikum dagsins er mikil. Audvitad er fafntefli liklegustu urslitin hja ykkur i dag en eg tel ad ef madura bara ad vedja a sigur tha held eg ad LFC taki thetta. United er stort spurningarmerki en eg tel ad their nai ad leggja Bournem. i dag… En eins og thid vitid tha tekur thetta 10 leiki ad fa einhverja mynd a hverjir eru sterkastir thetta timabilid…Good luck…
Einhver orðrómur á twitter að tala um að Emre Can sé smávægilega meiddur og muni ekki taka þátt í leiknum í dag. Ömurlegt að missa hann út en þá kemur trúlega Henderson inn í staðinn.
Coutinho——Firmino——Mane
Wijnaldum–Henderson–Lallana
Moreno–Clavan–Lovren–Clyne
——————Mignolet
Þetta er samt hörkulið með sterka miðju og sterka sókn.
Bring it
Er einhver hérna sem getur bent mér á góðan sportbar til að horfa á leikinn á Playa de Palma á Mallorca?
Dunkur, það er munur á að færa málefnaleg rök fyrir því að vilja losna við ákveðna leikmenn vegna meiðslasög þeirra og nenna þeim ekki meir og kalla þá aula, sérstaklega í ljósi þess að við erum stuðningsmenn með einkunnarorðin YNWA.
Fyrir mér er þetta einfalt, og hefur ekker með reality check að gera. Ég held með liverpool og stend við bakið á þeim leikmönnum sem spila fyrir liðið, auðvitað getur maður orðið pirraður á frammistöðu, líkamlegu ástandi, andlegu ástandi osfrv.