Burnley – Liverpool 2-0 (leik lokið)

Leik lokið, 2-0 tap staðreynd. Sagði í byrjun leiks að tap hjá Liverpool væri klassískt Liverpool lið, það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Þetta verður langur vetur. Uppgjör kemur inn síðar.

64 mín – Origi inn í stað Sturridge, sem hefur átt betri daga. Það sem af er síðari hálfleik er copy/paste af þeim fyrri. Slakt.

Hálfleikur

36 mín – 2-0, Gray. Sturridge tapar boltanum illa, Burnley hleypur upp miðjuna (engar Liverpool ekki með slíka), vinna 50/50 einvígi við Klavan, boltinn á Gray sem sólar Henderson og skorar. Virkilega fyrirsjáanleg og döpur frammistaða.

2 mín – versta mögulega byrjun, 1-0 fyrir heimamenn. Vokes fékk allt of mikinn tíma til að snúa sér rétt fyrir utan teig og skoraði með góðu skoti. Þetta Liverpool lið maður…..

13:00, byrjunarliðið er klárt
Mane er frá vegna meiðsla og Sturridge kemur inn í hans stað, Moreno mun ekki trenda á twitter í dag því hann tekur sér sæti á bekknum og Milner verður í vinstri bakverði.

Svona lítur þetta út:

Mignolet

Clyne – Lovren – Klavan – Milner

Lallana – Henderson – Winjaldum
Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Manninger, Can, Origi, Matip, Moreno, Stewart, Grujic

.
Burnley tekur á móti Liverpool kl 14 í leik sem áttu upphaflega að fara fram á Anfield, en sökum framkvæmda fer leikurinn því fram á Turf Moor. Það væri ekkert klassískara en töpuð stig í dag, það hefur verið vaninn í gegnum tíðina hjá þessu Liverpool liði að í kjölfar leikja og úrslita eins og gegn Arsenal höfum við ekki náð að fylgja því eftir. Ég vona samt, og trúi því og treysti, að nú séum við að sjá fram á nýja tíma og við fylgjum þessari byrjun eftir með góðum leik í dag!

Eins og um síðustu helgi þá munum við uppfærum þennan þráð með helstu atriðum á meðan leik stendur. Umræðan verður að sjálfstöðu í ummælakerfinu en að auki ætlum við að hafa twitter viðbót í forgrunni í þessari færslu með leitarskilyrðinu #kopis, hvetjum ykkur til að nota það þegar við á. Þeir sem ekki eru á twitter geta þannig einnig fylgst með #kopis umræðunni á twitter í þessum glugga.


126 Comments

  1. Statement hjá Klopp eftir að hafa backað Moreno upp opinberlega en setja síðan Milner í vinstri bak. Hann hlýtur að vera sniffa uppi leikmann sem passar í þessa stöðu.

    Annars er frábært að sjá Sturridge vera mætann aftur til leiks.

  2. Afhverju í andskotanum er Can ekki að byrja? Hver af þessum miðjumönnum á að gefa defensive cover?

  3. Vá hvað Manchester liðin verða sterk í vetur, scary stuff eiginlega. Nýju mennirnir í United eru strax langbestu menn liðsins og drífa það áfram og þetta er allt annað united lið og klárlega sterkar líkur á að þeir taki dolluna þetta tímabilið. En svo sá ég city núna og úff hvað þeir eru svaklegir líka. þarna eru þjálfararnir í báðum liðum að gera gæfumuninn, kaupa inn gríðarlega skynsamlega og peningar eru bara ekki issue! Algjör svindllið í þessari deild eiginlega. Hugsa að chelsea komi svo strax þarna á eftir og við verðum því bara mögulega í baráttunni um fjórða sætið. Er ekki að sjá að fyrstu þrjú sé nokkur spurning. En allt getur auðvitað gerst…sbr. Leicester í fyrra.

    Að því sögðu þá erum við Liverpool og að sigra sterkt lið í síðustu umferð hefur alltaf þýtt tap eða jafntefli á móti “lakari” mótherja í næsta leik. Verður gaman ef Klopp nær að breyta þessu liði í lið með sigurhefð sem kemst á skrið í sigurleiki

  4. Er Klopp ekki bara að kæla Moreno , get ekki séð að þetta sé eitthvað óvænt. Væntanlega skellir hann Moreno inn á í seinni ef markið næst ekki. Bara góð taktík.

  5. Ef það er einhver huggun, þá minnir mig að Moreno hafi komið mjög sterkur til baka eftir að hafa byrjað á bekknum, eftir að hann varð undir í samkeppni við Joe Gomez. Og talandi um Joe Gomez, þá eigum við hann inni en hann getur leyst Moreno af, þegar hann kemur aftur úr meiðslum.

  6. Verd ad vidurkenna tad ad eg er sirka 10 sinnum spenntari fyrir leiknum ad sja Sturridge byrja. Vonandi halda okkar menn syningu i dag og skora nokkur mork.

    Vardandi Danny Ings ta skilst mer ad Klopp hafi sett hann i varalidid til tess ad fa einhverjar minutur tar sem hann telur ad hann hafi nu tegar of marga framherja og ekkert plàss sè fyrir Ings a næstunni.

  7. Er einhver annar að lenda í vandræðum með ntc.mx stream síðuna? Og er einhver með góðann link ?

  8. magnadur andskoti madur ma ekki kveikja a streem til ad horfa a lidid an thess ad fa mark i andlitid.

  9. Kveikti á leiknum og hann nýbyrjaður, Fékk Burnley að byrja með 1 mark í forskot?

  10. wtf? vá. hvað í veröldinni gerðist? var flautað á, áður en migno var kominn inná?

  11. Ég veit ekki hvernig ég get klínt þessu á hann en ég ætla að kenna Moreno um markið.

  12. 60 fps acestream, gríðarlega smooth og flott: acestream://15a09a821ee8e717c3468613bac9713bf616a09d

  13. Þetta mark þýðir í raun að Liverpool verður að byrja þennan leik strax, ekki bara í seinni hálfleik eftir hálfleiksræðu Klopp. Ef við skorum tvö í fyrri hálfleik þá hefur þetta bara haft jákvæð áhrif á leikinn …eða þannig

  14. Sturridge er búinn að missa allan hraðann. Hvernig náði hann ekki þessum bolta frá Coutinho?

  15. var einmitt að hugsa það #24. pínu owen flassbakk þarna… (e. meiðsli)

  16. Núna VANTAR Mané og hraðan hans. Origi inn fyrir Sturridge í hálfleik vonandi. Origi er tilbúinn og klár, Sturridge þarf lengri tíma sem hægt er að gefa honum í leikjum sem við erum að vinna….æji ég er kannski tala úr rassgatinu á mér…vil bara vinna þennan helv. leik, þoli ekki svona djöfuls tap stöðu

  17. djöfull er rosalega mikið að hjá þessu liði…

    hvurn djöfulinn er sturridge að gera þarna inni, coutinho kominn með syndromið sitt aftur og lalli litli með all niðrum sig. það er gjörsamlega allt liðið að drulla á sig

  18. hmm….. væri ekki ráð að kaupa dm ? og kannski varnarþjálfara? jeminn hvað miðverðirnir voru hræðilegir þarna?
    dæs.
    jæja, vonandi skora burnley ekki mikið fleiri. og við kannski setjum nokkur í seinni hálfleik.

  19. Svarið er klárlega að setja fleiri miðjumenn í vörnina hjá okkur

  20. þetta er pinu vandræðalegt eitthvað vantar einhvern neista i þetta annars ma firminio fara að byrja leikinn koma svo

  21. Jæja, setja eitt mark fyrir hálfleik. Ég bið ekki um meira. Ætti ekki að vera svo erfitt.

  22. Vantar alvöru nagla á miðjuna hjá okkur. CAN eini almennilegi miðjumaðurinn.

  23. Það kemur svo mikið uppúr Milner þegar hann fær boltan og stoppar 😀

  24. Skil ekki þessa ást hjá Klopp á firmino sem fremsta manni sama hvað hver segir firmino er ekki framherji, getur ekki haldið bolta ?

  25. Guð minn góður! Fullt af mistökum en byrjaði sýndist mér á að Sturridge hafði ekki áhuga á að láta finna fyrir sér! Lúxusleikmaður sem ég hef ekki lengur áhuga á að hafa lengur! Selja hann, kaupa vinstri bakvörð og nota minn mann Ings!

    Þar höfum við mann sem er markheppinn og nennir þessu!

    Ekki það að mestmegnis af liðinu hefði getað stoppað þessa sókn, en effortið hans fannst mér verst!

  26. Sama vesenid àr eftir àr, hofum engar lausnir sòknarlega gegn lidum sem liggja til baka. Erum med boltann 78 % i fyrri halfleik en ekkert ad fretta. Gersamlega omurlegt. Firmino buin ad vera algerlega tyndur bædi gegn Arsenal og nu gegn Burnley. Fleiri leikmenn hja okkur lelegir i dag og þar fer Sturridge fremstur i flokki.
    Klopp hlytur ad lata leikmenn ærlega heyra rad nuna i hlèinu. Verdum ad taka 3 stig i dag og nu er bara ad vona ad okkar menn mæti jafn hressir til leiks og i seinni hàlfleik gegn Arsenal.

  27. Ekki vildi ég vera leikmaður LFC í hálfleik, og hitta KLOPP í klefanum. ÞÝSK HÁRÞURRKA ! !

  28. Það er nú tími til kominn að menn opni augun fyrir því hvaða miðlungs leikmaður JH er búimm að halda þessu fram hér í tvö ár.

  29. Hvað er Sturridge að gera .
    Er hann miðjumaður.
    Hvar er þessi hapressa og kraftur sem a að vera i þessu Liverpool liði.
    Þetta er svo máttlaust áhugalaust og fyrirsjáanlegt .
    En vonandi sjáum við sömu byrjun a seinni halfleik og gegn Arsenal.
    Þetta getur bara ekki versnað.
    Bara please Klopp Origi inn fyrir Sturridge og Can inn fyrir Henderson

  30. Vandamálið með fótbolta er að svona leikskipulag eins og Burnley spilar virkar. Við vorum sátt þegar íslenska landsliðið spilaði svona á EM, en hötum þegar lið gera þetta á móti Liverpool. Stundum væri ég til í að það væri dregið eitt stig frá liðum sem eru með minna possession en 27,5%, eða með boltann x-lengi samanlagt á eigin vallarhelmingi.

  31. Búnir að hafa heilt sumar að binda vörnina saman, en verra núna en í fyrra ef eitthvað er!!

  32. Spurning um að gefa þessu svona 10 nín í seinni og ef þetta er ekkert að lagast að drífa sig bara í sund með krakkana og njóta dagsins.

  33. Við komum allavega út í plús í glugganum! Það var nú fyrir öllu.

  34. Það er fjarri því fagnaðar efni að sjá bakverði Liverpool gera mjög áþekk mistök sem kosta okkur annað hvort dauðafæri,víti eða mark. Í þetta skipti sendi Clyne mjög ónákvæma sendingu sem var étin upp af framherja og í kjölfarið var boltinn sendur áfram á fremsta mann Burnley og mark varð niðurstaðan.
    Það er annað sem er verulega pirrandi er hvað mikið af grunnhlutum eru að klikka. T.d einfaldar sendingar og að missa boltann strax.

    Annað markið var mjög skrautlegt, Sturridge miissir boltan og Burnley kemst í sókn, Ragnar tapar tæklingu gegn manni sem sendir boltann á framherja og síðan fer framherjinn fram hjá tveimur mörkum áður en hann skorar. Verr og miður þá er þetta talandi sönnun fyrir því að vörnin er orðin gatasigti eina ferðina enn og við erum komnir í vissa klemmu. T:d var Benteke einmitt keyptur til að að spila á móti vörnum sem liggja svona aftarlega og ég verð að viðurkenna að þessi leikur minnti mig herfilega mikið á klemmuna sem Rodgers var í. Heilt lið fyrir aftan boltan sem beið þangað til að Liverpool gerði mistök og þá var okkar mönnum refsað úr því varð mark.
    Það hefði mátt halda að Einar hafi verið að skrifa gagnrínina um vörnina um þennan leik en ekki þann síðasta, því þessi leikur nánar staðfestir allt sem hann var að segja.

    Með svona spilamennsku verður Liverpool ekki ofar en í fyrra og er ekki að sýna einar einustu framfarir frá því að Rodgers var með liðið. Sem betur fer er liðið ekki komið í takt við sjálfan sig og eins og það sýndi gegn Arsenal, þá býr mikið í liðinu og það á að getað leyst þetta mál. Ég trúi því að okkar lið eigi mikið inni og það geti orðið bæði sterkt varnarlega og sóknarlega um leið og það kemst í almennilegt form. Þessi leikur minnir meira á þunna mánudagsæfingu frekar en blóðheitan laugadagsleik í enska boltanum

  35. Jæja, ekki ætla ég að segja Klopp hvað hann á að gera í þessari stöðu.
    Verð bara að treysta á hann og liðið sem hann valdi og þær breytingar sem hann gerir á taktík eða mannskap og vona að þeir keyri þetta í gang og vinni 2:3

    ps Helvítis Moreno og það er alltaf næsta tímabil…

  36. Liverpool er í vondum málum að vera með rosa réttfættan miðjumann í vinstri bakverði líka. Hann verður eiginlega alltaf að gefa til baka eða hliðar, því hann þarf að koma boltanum á hægri fótinn, og þá tapast tími.

  37. hey fattiði þetta ekki….Burnley er þessa tímabil Leicester….Jói Berg að koma inn á

  38. Magnað að þetta byrjunarlið sé óbreytt eftir 60 mín. Verandi að spila svona slæman Klopp bolta, og 2-0 undir!

  39. Watford með mark yfir á móti Chelsea = þórðargleði er það eina sem við fáum núna.
    Svo er bara vona að Leicester nái að halda jöfnu á móti Arsenal, Tottenham tapi, og ég vinni í Lottóinu…

  40. Gersamlega omurlegt ad horda a tetta. tad tarf ad styrkja lidid mun meira, erum i plus i tessum glugga sem er faranlegt fyrir lid sem endadi sidasta timabil i 8 sæti og a medan eyda stóru lidin gridarlegum upphædum i ad styrkja sin lid. Synist okkar menn ætla ad keppa i ár um 6 – 9 sætid..

  41. Hvernig getur lið mætt á Emirates og valtað(sóknarlega) yfir Arsenal og mætt svo biku seinna á Tuef fokking Moore og látið gera geín af sér? Óskiljanlegt!

  42. Burnley fans að taka víkingaklappið (illa) eftir að Jói kom inn á 🙂 Höfundaréttur?

  43. Fengu við þennan Ragnar Kveljan á útsölu eða hvað. Ekki von á góðu í vetur ef þetta verða hafsentar í vetur.

  44. Lucas á að spila DM og hvar er can akkuru er henderson inn á fyrir can ??
    Hver er að stjórna þessu rugli.

  45. ég er á Moreno vagninum. ef hann væri inná væri staðan allt önnur okkur í hag.

  46. Þessi leikur segir söguna enn eina ferðina.

    Of margir leikmenn sem ekki eru nógu góðir í liðinu, of enginn stöðugur match winner.
    Alger fokking hörmung

  47. Það er rosalega erfitt að lenda undir á móti svona liði. Þeir eru nánast eins og Íslenska landsliðið að verjast. Gefa hvergi glufu og beita síðan stórhættulegum skyndisóknum.

  48. Jæja eina leiðin til þess að þessi dagur (og næsta vika) verði ekki algjör hörmung er að LFC skori þrjú mörk á þeim 15 mínútum sem eftir eru…..ekki að fara að gerast, Burnley. En hey, við erum með 85% possession, mikið hefði Rodgers orðið glaður með það

  49. sko Moreno að koma inn á að redda þessu…kannski skorar hann bara þriðja markið hjá Burnley 🙂

  50. Af hverju gera þjàlfarar ekki breytingar ì svona stöðu.?????????

  51. Eins lélegur og Moreno hefur verið þá er ekki hægt að hafa Milner þarna á vinstri kantinum að gefa fyrir. Snýr 2-3 og endar á að gefa með hægri og drepa alla hreyfingu sem var inní teignum.

  52. Djöfuls fáviti er maður alltaf að vera heltekinn af þessari fótboltavitleysu, endalaus vonbrigði og rugl ár eftir ár

  53. Þurfum nýja eigendur.

    Pogba og Zlatan. Hvað hafa þeir gert fyrir miðlungslið ? Allt

  54. Það gat ekki verið að liðið myndi vinna 2 leiki í röð. Sama skita og hjá maraþon hlauparanum í Rio. Augljós munur að það sé enginn Mané.

  55. Væri líka til að sjá 1 venjulegt horn. Það kemur aldrei neitt útúr því að taka það stutt

  56. Það þarf mann inná vellinum sem að sýnir leiðtoga hæfileika og rífur liðið í gang. Correctið mig ef þið viljið en það er ekki JH!!!!!!

  57. Klár mistök að byrja með Milner og Sturridge inn á. Milner getur ekker og býður ekki upp á neitt sóknarlega. Sturridge gerir ekkert annað en að jogga um völlinn og spila stutt. Skammarleg frammistaða hjá liðinu í heild sinni.

  58. Munurinn á Liverpool og Chelsea. Bæði lið lenda undir á móti minna liði, eiga slæman leik en Chelsea hefur karaktera til að snú því við en ekki Liverpool

  59. Skipti yfir á Chelsea vs Watford .. og hvað sé ég … mann eins og Kante að brjóta upp mögulega skyndisókn – einmitt í hnotskurn hvað LFC vantar!

  60. Winjaldum 20 mill + ?? Svona töp verða þess valdandi að ekkert skeður í deildinni í vetur 6-10 sæti.

  61. Það er oft skilgreint sem geðveiki að gera alltaf það sama og þrjóskast til að halda að niðurstaðan verði ekki sú sama. Það hefur lengi verið vitað að okkur vanti vinstri bakvörð og slátrara á miðjuna. En neiii, við skulum kaupa fleiri sókndjarfa miðjumenn og þá fer þetta nú að ganga… New manager, same old shit.

  62. Það má nota fancy orð og frasa eins og Gegenpressen og Heavy Metal Football. En kjúklingaskítur er og verður kjúklingaskítur. Þetta lið er of karakterslaust. Sama drullan og í fyrra.

  63. Alltaf erfitt að mæta nyliðum i byrjun timabils . Eru eins og beljur að vori.
    Hlaupa exndalaust berjast fyrir hverjum bolta.
    Öll lið hefðu lent i vandræðum með Burnley i dag.

    En djöfull er þetta hundfúlt .

  64. ADNSKOTINNNNN!!!!!

    Maður þarf bara að fara að fygjast með annari íþrótt, hvernig ætil Liverpool se annars í kriket. eða kanski handbolta….

  65. Það verður Evrópudeildarsæti í besta falli. Bara augljóst strax þetta season. Man liðin verða bæði þarna á toppum svo er Það tottenham sem er allavegna stöðuga vörn og framherja. Arsenal Chelsea osvfl. Ég ætla að spá því að Klopp sjái þetta mid season og keyri á mika mús bikarinn….. Vííííí

  66. Það er best að segja sem minnst um frammistöðu leikmanna og Klopp í dag. Motivering hvað?????

  67. Þetta upplegg hjá stjóra Burnley virkaði uppá tíu í dag og Klopp hafði ekki hugmynd hvernig ætti að leysa það. Nú er alveg pottþétt að aðrir stjórar í deildinni eigi eftir að nota eins leikaðferð gegn Liverpool því Klopp hafði engin svör.

  68. Liverpool veldur manni ekki neinum vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Maður veit alltaf að hverju maður gengur. Baraátta og vilji gegn stóru liðunum og skita gegn þeim minni.
    Lífið gæti ekki verið betra.

  69. Eru menn enn á því að við eigum að byggja liðið utan um Sturridge?

    Daniel Sturridge game by numbers v Burnley:

    0 shots on target
    0 chances created
    0 aerial duels
    0 take-ons
    0 crosses

  70. #103 Það er ekki til neitt sem heitir old fashion stríðsmaður lengur,hann væri kominn með rautt á 20 mín.þar sem menn sem aldrei hafað spilað leikinn eru með flautuna og skilja þar með ekki leikinn á neinn hátt.

    Það er nú bara ekkert flóknara en það.

  71. Annars var þetta bara ómöguleg uppstilling hjá Klopp. Annar hver maður út úr stöðu. Henderson er ekki holding mid, Milner er ekki leftbakk, Sturridge er ekki Mané. Fjandans klúður bara.

  72. Óheppnir að lenda undir snemma á móti svona liði okkur vantar bakvörð og alvöru sóknarmann er ekki hægt að fylla liðið bara af sóknarsinnuðum miðjumönnum.
    Og það virkar ekki að spila með 10 frammi og enga vörn…….

  73. Og svo er ég alvarlega að hugsa um að breyta notendanafninu mínu 🙁

  74. Sko, þeir fundu ekki leið í gegnum vörn Burnley, lélegastur af öllum lélegum var Sturridge .
    Klopp verður að fynna lausn á þessu, sem hann mun gera, treystum Klopp

  75. Þetta var slakt í dag. Ég verð að viðurkenna að þegar ég sá hvað þeir vörðust aftarlega og hvað mikið pláss okkar menn höfðu fyrir utan vítateig þá var ég viss um að við myndum taka þetta þrátt fyrir markið í byrjun(sem var auðvita það eina sem maður bað um að myndi ekki gerast).

    Mér fannst eins og Henderson/Winjaldum miðjan okkar var gjörsamlega gagsnlaus í þessum leik. Þetta eru leikmenn sem skapa ekkert og þurftu varla að verjast í leiknum. Svo að það hefði jafnvel strax í hálfleik að setja Origi inná og láta Lallana detta bara á miðsvæðið.

    En það þýðir ekki að væla yfir þessu lengur. Lélegur liverpool leikur er óþalandi en ekkert sem á að koma manni á óvart. Næsti leikur verður virkilega erfiður gegn sterku Tottenham liði á útivelli en þá er ég viss um að menn mæta til leiks hver svo sem úrslitinn verða.

  76. Það er bar auljóst nuna, hefur verið vitað mál í nokkur ár en núna agjörglega staðfest, Liverpool getur einfaldlega ekki skorað á móti átta manna vörn, þetta ætti að vera öðrum stjórum ljóst og við meigum reikna með að þessi úrslit verði nokuð algeng þetta tímabil nema ef enhver standi upp í liðinu eða enhver suarez týpa verði keypt.

  77. það eru stafsetningarvillur hér fyrir ofan en eg er lesblindur og hef þess vegna afsökun

  78. Það sáu allir að vörn þessa liðs var gjörsamlega vanhæf. Hvað gerum við svo? Eyðum heilum 4m í varnarmenn. Fyrstu 2 leikir líða og í þeim fáum við á okkur 5 mörk.

    Hefur einhver trú á þessu, svona í alvöru talað?

    Kaupið fkn varnarmenn og varnartengilið og ekki koma út úr þessum glugga í fkn plús andskotinn hafi það!

    … og burt með FSG.

  79. Maður hræðist mest að Klopp og félagar séu ekki með réttu hugmyndirnar fyrir deildina. Með þekkingu þeirra á hápressu ættu þeir að vera manna bestir í að leysa hana. En þvert á móti virðist liðið ekki ráða við að þeim sé mætt ofarlega. Jafnvel þó það sé bara á tveimur til þremur mönnum. Í fyrstu tveimur leikjunum hafa mótherjarnir fengið mörk úr því að hápressa okkur.
    Við vorum svo ekki með neinar lausnir og breyttum engu fyrr en Origi og Grujic komu inná. Þá fórum við skyndilega að taka stuttar hornspyrnur.

  80. Fáum við bara svona punkta í anda fótbolta.net eða á ítarleg umfjöllun eftir að detta í hús ?

  81. hvað ætli að við þurfum marga þjálfara til að fatta að það vantar djúpan miðjumann sem kann sína stöðu !! þetta svæði er alltaf að leka. Kannski Can, en hann er pínu villtur en það má laga. En hvar er þessi harði metal sem var lofað ? bjóst við að Klopparinn gerði strax breytingar í hálfleik en nei fyrsta kom eftir 60 + mín. Of seinn að bregðast við sem verður honum kannski að falli ””!!!!

  82. Það vantar ekki spekingana hérna. Ef þu lendir undir gegn svona liði þa getur þetta reynst erfitt og það var raunin. Burnley verður að fá hrós fyrir sitt. Þeir skoruðu ur sinum færum og það virðist nokkuð ljóst að lið þurfa enn og aftur bara 2-4 færi gegn Liverpool til þess að skora mörk. Hvað myndi gerast ef lið fengi 15 færi gegn okkur? Sennilega myndu þeir skora 8 mörk.

    Það sem eg er svekktur með i dag eru viðbrögð Klopp. Hann breytir seint og illa. Sturridge fyrir Origi. Milner fyrir Moreno. Af hverju ekki að henda 2 strikerum inna. Setja fleiri i teiginn. Bara spegla þa með 4-4-2. Þó að Liverpool væri 80% með boltann vorum við aldrei líklegir því það voru svo margir menn fyrir aftan boltann og aldrei neinir inni teig sem voru líklegir.

    Þetta tap verður að skrifast a Klopp. Eflaust hefði þetta allt gengið upp ef menn hefðu ekki gefið þessi mörk en þa þarf að bregðast við og það strax.

    Það gerðist ekki og þó að leikurinn hefði verið 600 mín þa hefðum við aldrei skorað.
    Það vantaði alls ekki djúpan miðjumann og eg skil ekki þær pælingar. Liverpool vann boltann strax aftur. Vandamálið i dag var allt annað. Eg skil ekki þa sem setja út a Henderson. Hversu oft elti hann menn uppi og var að hjálpa varnarmönnunum að vinna boltann. Allan helv leikinn. Svo er mjög auðvelt að kenna Ragnari um því hann er nýr leikmaður. Hann var mun skárri en Lovren. Ekki bjargar Mignolet okkur með einhverri svaka vörslu frekar en áður fyrr. Eg er ekki samt að kenna honum um mörkin. En mikið er hann samt svifaseinn. Minnir a Peter Shilton þegar hann var fertugur að spila.

    Vörn vinnur mót. Svo einfalt er það. Ef Liverpool ætlar að gefa mörk áfram þa verður þetta sama sagan og síðustu ar. Tap gegn liðum sem sitja aftur en refsa okkur enn einn og einn 4-3 5-4 eða 5-0 sigrar sem telja ekkert að lokum.

    Við skulum samt ekki dæma liðið alveg strax. Þessi dagur var hræðilegur og vonandi er langt i svona leik aftur.

    YNWA

  83. #120: ekki að ég nenni að fara í einhverjar rökræður, þá vann Liverpool boltann bara ekkert alltaf aftur, eins og t.d. Í seinna markinu. Djúpur.miðjumaður með sæmilegt positional sense hefði stoppað eða tafið þá sókn ofar á vellinum. Þetta er að gerast allt of oft.

  84. Það vona ég innilega að Hull verði meistarar þetta tímabilið. Þessi pissukeppni er að fara með boltann til fjandans.

Burnley á morgun

Burnley – Liverpool 2-0