Hópferð á Anfield!

Sala er nú í fullum gangi í hópferð Kop.is og Úrval Útsýnar á leik Liverpool og Sunderland helgina 25. – 28. nóvember!

Nú fer hver að verða síðastur til að tryggja sér sæti í þessa bráðefnilegu hópferð sem stefnir í að taka skrefið úr því að vera efnileg, yfir í það að vera bara í toppklassa. Það eru ekki mörg sæti eftir og heldur ekki margir dagar þar til lokað verður fyrir skráningar. Hver vill ekki sjá hina stórglæsilegu nýju Main Stand stúku?

Nú getum við tilkynnt að þeir Einar Matthías og Sigursteinn verða fararstjórar í þessari ferð. Verður enginn svikinn af helgi í Liverpool með þessum snillingum.

Verð er kr. 129.900 á mann í tvíbýli, verð fyrir stakan er kr. 154.900, verð á mann í þriggja manna herbergi er kr. 123.900. Staðfestingargjald er kr. 40.000 á mann.

Bókanir í ferðina fara fram á vef Úrval Útsýnar. Endilega skellið ykkur með!


    Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá yfir helgina og í kringum leikinn en ferðalöngum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Fólk getur kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari skemmtilegu borg, annað en að sjá frábæra knattspyrnu og óstöðvandi heimalið á Anfield.

    Innifalið í ferðinni er meðal annars:

    • Íslensk fararstjórn.
    • Flug til Birmingham með Icelandair föstudaginn 25. nóvember að morgni.
    • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 2 klst. löng) eftir hádegi á föstudegi. Komið verður síðdegis til Liverpool-borgar.
    • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
    • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool við komuna á föstudegi
    • Kráarkvöld á enskum pöbb í hjarta borgarinnar. Bjór og veitingar í boði Úrval Útsýnar.
    • Skoðunarferð á Anfield – þessu má enginn missa af eftir breytingar á vellinum! (ekki innifalið í verði, bókað sérstaklega)
    • Aðgöngumiði á leikinn gegn Sunderland á Anfield, laugardaginn 26. nóvember.
    • Rúta til Birmingham og flug heim þaðan á mánudeginum. Lent heima í Keflavík síðdegis á mánudegi.

    Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið. Fyrir þá sem vilja klára jólainnkaupin í leiðinni má benda á að þessa helgi er Black Friday í Englandi með tilheyrandi útsölum.


Bókunarvefur Úrvals Útsýnar er opinn!

Ef þið óskið frekari upplýsinga hafið þið samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn í síma 585-4102 eða á siggigunn@uu.is.

Sjáumst í Liverpool!

3 Comments

  1. Èg hef komid oft à Anfield en aldrei verid jafn spenntur og fyrir þessari ferd af tvennum àstædum, jù mìn fyrsta kop.is ferd og svo ad sjà breytingarnar à Anfield. Verdur àn efa bædi stòrkostleg upplifun 🙂 ..

    Endilega kommentid hèrna þeir sem eru ad fara ì þessa ferd 🙂

  2. Er ekki einhversstadar hægt ad sja lög og texta yfir söngva sem sungnir eru a anfield þessa dagana.. þarf madur ekki ad fara hita upp og læra þetta utan af eda ætlar Steini ad kenna okkur þetta bara ì fluginu a leid ùt og í rùtunni à leid til Liverpool borgar ?

  3. Fyrsta ferðin mín á Anfield, hef verið stuðningsmaður frá því sjónvarpið sendi út í svarthvítu!

    Gríðarlega spenntur.
    YNWA

    p.s. Viðar, við stofnum bara karlakór í ferðinni!

    Kveðja, Sveinbjörn.

Klopp 1s árs

Opinn þráður – Henderson fyrirliði Englands