Liverpool fékk tækifæri til að eigna sér eitt toppsætið fyrir landsleikjahléð sem er í þann mund að hefjast og að sjálfsögðu nýtti liðið sér það og gerði það nú heldur betur með stæl. Liðið heldur áfram að spila frábærlega og slátraði liði Watford í dag.
1-0 27.mín Mane
2-0 30.mín Coutinho
3-0 43.mín Can
4-0 57.mín Firmino
5-0 60.mín Mane
5-1 75.mín Janmaat
6-1 90.mín Wijnaldum
Klopp stillti upp nokkuð hefðbundnu liði og eina stóra breytingin var að Lucas kom inn í liðið fyrir veikan Lovren en Can hélt stöðu sinni á miðjunni.
Karius
Clyne – Lucas – Matip – Milner
Lallana – Henderson – Can
Mane – Firmino – Coutinho
Bekkur: Mignolet, Klavan, Moreno, Ejaria, Origi, Sturridge
Bestu menn Liverpool
Maður gæti nú alveg auðveldlega nefnt alla leikmenn liðsins hér en ef ég ætti að skera niður listann aðeins þá fannst mér Firmino, Coutinho, Mane og Lallana alveg hreint frábærir í dag – eins og flest alla aðra daga. Þeir voru frábærir í hápressunni, þrír þeirra skoruðu og Lallana lagði upp tvö mörk. Can og Henderson voru sömuleiðis frábærir á miðjunni og Karius átti góðan leik í markinu.
Coutinho er náttúrulega einn besti leikmaður deildarinnar í ár og sýndi það af hverju með bæði marki og tveimur stoðsendingum hér í dag. Hefði hæglega getað skorað að minnsta kosti eitt í viðbót, Mane átti frábæran leik með tveimur mörkum og Lallana lagði upp tvö. Firmino sýnir enn og aftur af hverju hann er fyrsti framherji hjá Liverpool og var frábær. Vinnusemin, tengingin á miðju og sókn hjá honum er hreint frábær, mark og tvær stoðsendingar frá honum. Þessir fjórir hafa verið alveg sturlað góðir í vetur.
In 14 games this season
Lallana: 3 goals, 5 asissts
Mané: 5 goals, 2 assists
Firmino: 6 goals, 4 assists
Coutinho: 6 goals, 6 assists.— Micha (@KalashnikLove) November 6, 2016
Vondur dagur
Þá vandast málið. Liverpool hélt ekki hreinu en varðist engu að síður mjög vel, Karius varði frábærlega þegar Watford ógnaði aðeins undir leik loksins. Vondur dagur? Við hefðum átt að skora meira en sex mörk!
Sturridge átti tvo skot í tréverkið. Firmino og Coutinho hefðu getað gert betur í allavega tvö skipti og Lucas klúðraði í tveimur föstum leikatriðum. Við hefðum átt að skora fleiri, töluvert fleiri.
Hvað þýða úrslitin?
Liverpool er í toppsætinu og vel að því komnir. Ellefu leikir búnir og nóg eftir en það er ekkert annað sem að gefur annað til kynna en að Liverpool eigi að vera í þessari titilbaráttunni í ár. Besta lið deildarinnar fyrstu 11 umferðirnar, annað er ekki til umræðu.
Klopp er og verður alltaf Klopp og reynir að halda okkur á jörðinni:
Klopp: "If there is someone who thinks after 11 matches one point ahead is a big sign for the season ahead then I cannot help this person."
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) November 6, 2016
Dómgæslan
Var held ég bara nokkuð fín. Stóð ekkert atvik upp úr, flæðið í leiknum var fínt og eflaust allir sáttir með dómarann í dag.
Umræðupunktar
Liverpool er eitt allra besta og skemmtilegasta lið deildarinnar í ár og eru vel líklegir að berjast um titilinn. Að sjálfsögðu eru spurningarmerki í liðinu en það er það líka hjá öllum hinum liðunum. Nær Liverpool að halda þetta út?
Sóknarleikur liðsins er alveg sturlað góður. 30 mörk í 11 leikjum hingað til og liðið búið að skora mest í deildinni. Markaskorunin er afar jöfn á milli þeirra Lallana, Milner, Firmino, Coutinho og Mane og ber helst að nefna að Sturridge er ekki enn kominn á blað í deildinni.
Wijnaldum og Emre Can eru nú báðir búnir að brjóta ísinn í markaskorun af miðjunni í síðustu tveimur leikjum og er það alveg frábært fyrir þá báða og Liverpool. Þeir eru gífurlega flottir í þessum hlutverkum sínum og Henderson heldur áfram að dominera sem djúpur miðjumaður. Hversu góð er þessi miðjublanda hjá Liverpool?!
Förum nú og gefum Coutinho alvöru samning og reynum að tryggja okkur hann eins lengi og við getum. Þessi leikmaður er alveg sturlaður, sjö mörk fyrir utan teig frá byrjun síðustu leiktíðar. Getum við ekki farið að fá einhvern flýtitakka fyrir þetta á lyklaborðið? Einar, Kristján getið þið kippt þessu í liðinn? 🙂
Lovren er búinn að missa af þremur heimaleikjum á leiktíðinni: Hull, Leicester og Watford. 5-1, 4-1 og 6-1. Hvað gerist næst þegar hann missir af heimaleik?
Maggi, var bara ekki gaman á Anfield í dag?!
Næsta verkefni
Southampton eftir landsleikjahlé er næst á dagskrá hjá okkar mönnum. Þeir hafa aðeins verið að ná sér á strik eftir slaka byrjun í vetur en krafan er að sjálfsögðu að ná í enn einn sigurinn í vetur. Verst er að Coutinho, Firmino og Mane koma allir seint til baka úr sínum verkefnum með landsliðinu og eru kannski spurningarmerki hvort þeir geti byrjað þann leik en við sjáum til.
Við eigum toppsætið skuldlaust næstu tvær vikurnar og verðum að ganga úr skugga um að það verði okkar í 27 umferðir til viðbótar!
Frrrrrrrrráááábært!
Og þegar við skorum sex kvikindi er mér nákvæmlega sama þó við séum ekki mrð “hreint blað”!!!
Sælir félagar
Dásamlegt lið, frábær leikur, mögnuð mörk, geggjuð stemming og eintóm gleði. Að skora 6 mörk gegn liði sem hefur haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum er magnað. Þetta hefði getað orðið 10 – 0 þess vegna. Færin voru óteljandi og sköpunarkrafturinn í þessu liuði er magnaður. Takk fyrir mig.
Það er nú þannig
YNWA
Djöfull er gaman að þessu.
Þetta var fótbolti af bestu gerð, við erum komnir með 30 mörk í deildinni og engin sóknarmaður kominn á blað.
Frábært að komast á toppinn og vonandi verðum við þar í lokin.
Nú fór ég allt í einu að velta því fyrir mér hvenær Liverpool var síðast á toppnum ?
Ert með ? inni í tagginu þínu sem er að bolda allt á síðunni 🙂
reynum þetta 🙂
sturridge er super sub
Takk herra Klopp
Liverpool liðið er einfaldlega skemmtilegasta liðið í dag það er ekki nokkur spurning.
Muna bara allir að halda sér á jörðinni en njóta þess samt í botn að sjá okkar ástkæra lið spila svona skemmtilega.
Þetta er svo sterk liðsheild að það er erfit að taka einhverja út eftir svona leik. Það eru nefnilega allir að hjálpast að við að láta hvern annan lýta vel út og ætli maður útnefndi ekki bara Klopp sem mann leiksins fyrir að búa til svona umgjörð í kringum liðið.
Næsti leikur gríðarlega erfiður
Southampton úti er virkilega erfit verkefni. Þeir eru duglegir að stríða bestu liðunum í deildinni og þar eru við sko í dag. Síðast var það Mane sem var lykilinn að sigri Southamton gegn okkur og vona ég að hann verður aftur maður leiksins 😉
YNWA
p.s maður er samt alltaf svo drullu stressaður fyrir þessum landsleikjarhléum útaf meiðslum en okkar menn hafa verið duglegir að koma tilbaka meiddir en ég vona að sú verður ekki rauninn núna.
Hólí mólì Melaskóli!!
Jahjerna sveijmér þà sjàlfum. Ég vissi að við mundum rústa þeim í klessu en ekki grunti mig að Liverpool mundi skora 6 mörk og allt Liverpool mörk nema eitt Wattford markið sem var ekki glæsilegt frá okkar hàlvu og staðann þá 6-1 á meðan Mancester UDT voru hallarislegir og gátu bara 3 mörk og Morinjo ábiggilega að reina að tyggja nærbuxurnar sínar núna, vonandi.
Næst þegar Liverpool ætlar að spila þá ætla ég að lofa að þeir rústa líka næstu gaurum mjög mikið, kanski 7 núll og þá vill ég að Sturidse hætti að smella honum í trévirkið og skori alvöru mark og líka Firminó sem mér finst núna aðal uppálds gaurinn minn og Lalana og Can.
Elska að vera Liverpool aðdándamaður og vildi að Klopp væri frændi minn en ekki bara Skúli frændi sem má líka tyggja nærbuxunar hjá Morinjo sem eru pottþétt ógeðslega þröngar og hallarislegar með Mancester myndinni beint fyrir aftan rassinn.
Áfram Liverpool! Áfram kopp.is Áfram firmino og allir hinir alveg bráðum meistaranir í Liverpool!
Svoleðis er nú þannig
YNWA
(Hvað er samt það?)
Fyrsta athugasemd mín í kommentakerfi síðunnar eftir margra ára lestur. Frábær leikur, frábær byrjun á þessu tímabili! Klop er að umbylta þessu liði okkar og hver veit hvert þetta mun skila okkur í lok tímabils.
Mér finnst hins vegar slappt hversu fá komment eru við leikskýrslurnar í kjölfar frábærra leikja eins og við urðum vitni að í dag samanborið við tapleiki. Þess vegna ákvað ég að bæta við kommenti í dag.
Takk fyrir mig Liverpool. Og takk fyrir mig strákar að baki kop.is. Þið eigið engu minni heiður skilið fyrir ykkar framlag en leikmenninir inni á vellinum.
það er nú þannig!
Topp leikur hjá topp liðinu.
Þvílíka gleðin sem það er að horfa á Liverpool.
Megi það vara sem lengst!
Þetta er eitt mest scary setning sem ég hef lesið: “Verst er að Coutinho, Firmino og Mane koma allir seint til baka úr sínum verkefnum með landsliðinu og eru kannski spurningarmerki hvort þeir geti byrjað þann leik” SHIT!
Sæl og blessuð.
Þeir runnu ljúflega niður, sokkarnir. Karíusinn sýndi á sér allt aðrar hliðar þó maður sé ekki sultuslakur ennþá með hann. En þetta var stórbrotið, engin frekari orð um það. Engin leið að spá fyrir um hvernig þetta mun þróast. Chelsea eru ógnvekjandi. Alkalískemmdir í burðarvirki hinna stóru liðanna, það fer ekki á milli mála!
Það stefnir í einvígi á milli Klopp og Conte, nokkuð sem maður hefði ekki séð fyrir sér fyrir nokkrum vikum.
Frábært, algerlega frábært. Algerlega geðveik skemmtun að fylgjast með þessu liði, vá!
Rosalega ánægður samt með hvað Klopp er jarðbundinnn og vonandi tekst honum að halda leikmönnum niðri á jörðinni, þó það sé rosalega erfitt.
Framhaldið? Ljóst að ballið er rétt að byrja og við erum ekki enn búnir að vinna neitt, en maður lifandi hvað það er gaman að fylgjast með liðinu og ég ætla bara að njóta þess áfram. Muna bara, einn leikur í einu!
Snilld! Svo verð ég að viðurkenna að mér fannst Matip og Milner líka eiga stórkostlegan leik. Þótt Matip virðist ekki kjötaður er hann að eiga mjög vel við buffin í deildinni, eins og hann Deeney.
Gat ekki beðið um betri leik til að upplifa Anfield í fyrsta skipti á ævinni. Þvílík sýning!
Fengum stórkostleg sæti, þökk sé Steina, og dag sem ég mun aldrei gleyma.
Takk fyrir mig!
Maður var nett óöruggur fyrir þennan leik enda er það nú þannig að þegar liðið er komið á “run” upp á þetta marga leiki, þá finnst manni eins og það hljóti að koma að skellinum.
Hann kom svo sannarlega ekki í dag. Nema fyrir Watford auðvitað.
Síðan er bara að njóta þess að liðið skuli vera á toppnum næstu 2 vikur, og vonandi lengur. Sagan segir okkur að það gerist sjaldan að lið nái toppsætinu í nóvember og haldi því út leiktíðina. Hver veit, kannski verður þetta undantekningin? Maður er nú samt ekki að reikna með því. Alveg ljóst að það eru nokkur lið þarna sem eru stórhættuleg. Í augnablikinu myndi maður segja að Chelsea séu hættulegustu andstæðingarnir, og munu sjálfsagt njóta þess að vera lausir við Evrópuboltann, rétt eins og okkar menn. Arsenal, City og Spurs eru nú alveg klárlega ekkert búin að gefast upp strax. Samt áhugavert að í lok september þá var maður eiginlega viss um að City myndi bara stinga af, en það hefur heldur betur breyst.
En semsagt, góður og skemmtilegur leikur okkar manna. Long may it coutinho.
Geggjað lið, unun að horfa á þetta þegar sóknarþunginn er hvað mestur. Markafjöldinn eftir 11 myndi þýða 103.6 mörk á heilu tímabili (30/11*38) og það án þess að strikerarnir hafi skorað eitt einasta mark. Í dag tefldi Klopp fram tveimur varnarmönnum, átta miðjumönnum og markverði. Ótrúlegt. 🙂
MOTD hefst kl. 22:30 á http://www.filmon.tv/tv/bbc-one
Klopp, ég elska þig drengur maður!
Af því að það gengur náttúrulega ekki að umræðurnar hér séu tóm hamingja og jákvæðni, þá langar mig til að setja út á eitt (sem ég sé reyndar alls ekki bara hér, heldur út um allt): það er þegar það er fullyrt að “liðið hefði auðveldlega geta skorað X mörk til viðbótar”.
Ef það hefði verið svona auðvelt fyrir þá, af hverju gerðu þeir það ekki? Það þó maður eigi skot í stöng þýðir ekki að maður hefði allt eins getað sett hann í markið, en hefði bara ákveðið að setja hann í stöng í þetta skiptið. Bara upp á djókið.
Það má kannski færa rök fyrir því að með smá heppni hefði verið hægt að skora fleiri, eða með örlítið meiri vinnusemi, eða eitthvað í þá áttina.
Var á Anfield í dag, þvílíkur sigur, þvílík stemning, þvílíkt lið! Eitt verð ég að nefna eftir þennan leik, því maður horfir alltaf öðruvísi á leikinn á vellinum en í sjónvarpinu. Sóknarmennirnir fá (eðlilega) alla athyglina eftir svona slátrun eins og í dag, enda frábær leikur hjá þeim öllum, en Joel Matip er að mínu mati að verða einn besti miðvörður í þessari deild og okkar besti miðvörður í langan, langan tíma. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær við förum að ná að halda reglulega hreinu og guð hjálpi mótherjum okkar þá!
Stórkostleg spilamennska og úrslitin segja allt! Erum ekki einir á toppnum útaf heppni eða tilviljun. Uppskeran í maí ræðst af næsta leik og síðan þeim næsta og svo þeim næsta. Einn (sigur)leik í einu og allt verður mögulegt. Danny (manjubani) Murphy slefar yfir spilamennskunni í MOTD ásamt Shearer, skiljanlega. Er annað hægt? Njótum þess og höfum fulla trú! Ég trúi og ég fokking elska Klopp og hans fingraför á liðinu mínu!
Svakalega flott úrslit! Hlakka mikið til að horfa á leikinn á morgun 🙂
Þessir strákar virðast bara vera óstöðvandi.
Það eina sem er óheppilegt við það hvernig liðið er að spila þessa dagana, og vonandi sem legst, er hvað fótboltaleikir sem Liverpool er ekki að spila verða leiðinlegir, maður verður bara of góðu vanur. þetta er svo fallegur og skemmtilegur bolti sem er verið að spila að allir aðrir leikir verða hund leðinlegir,
Hversu sáttur er Maggi.?
Einhver annar ofboðslega spenntur að mæta í vinnuna á morgun og “spjalla” við aðra boltaáhugamenn?
Fyrir þá sem misstu af MOTD eða vilja horfa á þessa veislu aftur:
http://www.fullmatchesandshows.com/2016/11/06/bbc-match-of-the-day-2-week-11-full-show-2/
Þvílík upplifun að sjá fyrsta leikinn á Anfield og verða vitni að slíkri flugeldasýningu!!
Þetta verður langt tímabil.
Vonandi endar það töluvert betur en 13/14..#nojinx
Þessi leikur ì dag var bara sýning, bara eins og stjörnuleikurinn i NBA. Lidid er bara a annarri plànetu sòknarlega, hvad ætli okkar menn hafi tekid margar heppnadar hælsendingar í dag ? Àbyggilega 15 stk eda eitthvad. Èg spàdi herna innà þessari sìdu í gær 5-1 og bara fannst þad alls ekkert ólìkleg ùrslit og var nu ansi nælægt því bara.
Tek undir me? þeim sem taladi um ad bjòda Coutinho nýjan samning, var einmitt ad hugsa þad màl ì dag, skella à hann 5 àra samning med 180 – 200 kall a viku og bara gera þad STRAX TAKK. Annars veit einhver hvad hann à mikid eftir af sìnum samning ?
Annars er alls ekkert leidinlegt ad vera ad fara til Liverpool borgar eftir 3 vikur og ef Southamton leikurinn tapast ekki þa verda okkar menn ad öllum lìkindum à toppnum þa helgi og èg get fullyrt þad ad borgin skoppar af gledi þegar stadan í deildinni er þannig.
Annars langar mèr ad òska eftir einu hèrna. Èg er ad fara einn til Liverpool med þessum kop.is hòpi og vantar far til Keflavikur à föstudagsmorgninum, èg à heima à völlunum ì Hafnarfirdi og er því alveg í leidinni ef einhver tekur mig med. Bìd samt 5 þus kall i bensìn fyrir ad taka mig med þessa adra leid bara, èg hef far heim frà Keflavìk. Eg er alveg eldhress lofa þvì. Ef einhver vill taka mig med þa bara sendid mer pòst à viddiskjoldal@hotmail.com eda finnid mig à facebook undir nafninu Viðar skjòldal 🙂
Top of the league!!!!!
https://streamable.com/2wgu
YNWA
Getum við plís innleitt reglu á síðunni að hver sem ræðir um meistaramöguleika verður bannaður frá síðunni. Hef ekki áhuga á jinxi hérna. Vona að LFC innleiði þessa reglu einnig hjá sér varðandi leikmenn sína og starfslið 🙂 – Við höfum séð hvað gerist í næsta leik þegar einhver gjammar um möguleika á titlinum.
Eins og staðan er núna væri ég í skýjunum með að lenda í top 3 og fara beint í meistaradeild á næsta ári. Svona spilamennska heillar stórstjörnunrnar og aldrei að vita nema næsti Sanchez og næsti Hazard velji Liverpool umfram Chelsea og Arsenal.
PS: Ég elska Klopp og Kop.
Ég trúi….Herr Klopp
Ég trúi líka Herr Klopp.
Klopp: “If there is someone who thinks after 11 matches one point ahead is a big sign for the season ahead then I cannot help this person.”
þessi maður er nátturlega tær snilld það er ekkert hægt að svara þessu betur !
Eru eh hér skíthræddir eins og ég að helvítin á spáni ræni Coutinho frá okkur ? er eitthver séns að við náum að halda honum ég get ekki hugsað það til ef hann færi þetta er meira en lykilmaður í liði LFC þessa stundina það verður ekkert tekið af hinum en Coutinho við vitum öll hversu ógeðslega mikilvægur hann er þessu léttleikandi liði okkar.
Eg trui lika Herra Klopp. Frabær leikur
þetta ár er besta fótbolta ár okkar íslendinga í áratugi fyrir og Stuðningmenn Liverpool. Ef Ísland mundi spila á móti Liverpool þá mundi sá leikur vera 50/50 HÚH!!! YNWA!!!
Langar að bæta við að við settum “met” í leiknum. Flest skot “on target” síðan byrjað var að fylgjast með þeirri stat, 17 kvikindi!
http://metro.co.uk/2016/11/06/dominant-liverpool-break-premier-league-record-after-hammering-watford-6239520/
Sælir félagar
Vegna orða Daníels#22 þá vil ég segja þetta. Þegar ég, amk, tala uma að liðið hefði hæglega getað skorað einhver mörk í viðbót er það ekki gagnrýni á þá sem ekki klára færin sín. Þetta er einfaldlega ábending um það að liðið er að búa til stöður og tækifæri til að skora fleiri mörk en gert var í tilfallandi leik.
Auðvitað er það svekkjandi að menn skori ekki úr upplögðum færum en á það má benda í því sambandi að Marko van Basten, sem hafði bestu tölfræði í færanýtingu á sínum tíma, skoraði “aðeins” úr þriðja hverju færi. Veit ekki um tölfræði manna eins og Suarez og Messi en fróðlegt væri að sjá hana.
Við sáum markamaskínu eins og Suarez klúðra mörgum færum en skora þar að auki úr ótrúlegustu aðstæðum. Þannig að þegar talað er um að lið hefði getað skorað 1,2,3,4,5 fleiri mörk þá er ég að tala um þau tækifæri sem liðið býr til. Það segir ansi mikið um sköpunarhæfni liða hve mörg tækifæri þau skapa. Skot á markið eins og menn eru að tala um hjá MU eru ekki mælikvarði í samanburði við sköpuð marktækifæri að mínu viti.
Það er nú þannig
YNWA
Það eina sem við þurfum að gera til að vinna titilinn þetta tímabil er að vinna alla leiki héðan í frá. Þetta er algjörlega í okkar höndum.
Sturluð staðreynd
Styrmir: það er svosem líka staðan í upphafi leiktíðar…. en jú, eftir því sem nær dregur lokum leiktíðar, þá skiptir þetta alltaf meira og meira máli.
2.36 stig i leik x 38 = 89 stig. grunar nú samt að 78-83 stig dugi.
Daníel #40
Þetta var nú skrifað í miklum kaldhæðnistón.
Var annars að horfa á MOTD þar sem þeir spekingar voru að tala um vörnina okkar sem virðist ekki geta haldið hreinu. Sögðu að það kæmu fleiri leikir eins og Burnley og MU þar sem sóknin yrði í vandræðum og þá yrði að geta treyst á vörnina til að halda hreinu og ná stigi.
Gæti ekki verið meira sammála. Þó það hafi verið yndislegt að sjá þennan leik á móti Watford að þá fór það frekar mikið í pirrurnar á mér að fá þetta mark á okkur. Þetta er það sem ég er hræddastur við á þessu tímabili. Að þetta eigi eftir að koma í bakið á okkur þegar upp er staðið.
Hræddur? Loksins þegar liðið spilar svona leik eftir leik held ég að við stuðningsmenn ættum að leyfa okkur að “setjast og njóta ferðarinnar” það ætla ég að gera 🙂
Þetta er svo dásamleg grein:
“They could be tidier when they tire yet Watford today deserve credit. They never let themselves be bent by reality. They kept working. Liverpool were just better. Yet they do concede when they shouldn’t. Could be more ruthless when on top. Think about that. Contemplate it. Could be more ruthless.
More ruthless! Astonishing, that would be a suggested improvement, that would be on your whiteboard. More ruthless. Imagine the carnage.”
“I met a young man today called Cillian. It was his second game watching the Reds in the flesh. I wanted to grab him and hold him and tell him, it isn’t always like this you know. It can’t always be like this. And yet this season it might just be.”
http://www.theanfieldwrap.com/2016/11/liverpool-6-watford-1-match-review/
Liðið lék svona leik eftir leik 2013/2014 og hvað gerðist þá. Þetta kallast að vera raunsær.
Eitt það jákvæðasta sem mér fannst í gær var hvað Sturridge var jákvæður og reyndi allt sitt til lað skora. Á góðum degi hefði hann náð þrennu. Stundum hefur hann verið með hangandi haus, en ekki í gær. Ef hann heldur þessu viðhorfi áfram þá á hann eftir að hrökkva í gírinn.
Nú er bara að vona að liðið geti haldið dampi fram í janúar og alveg klárt að menn verða tilbúnir að koma til Liverpool þegar þeir sjá hvað Klopp er að búa til.
já,stuðningsmenn verða gráðugir, vilja skora fleiri mörk og halda hreinu.
Sjálfur vonast ég til þess að hinn fullkomni leikur þar sem við nýtum öll dauðafærin ásamt því að halda hreinu, komi ekki fyrr en lengra er liðið á tímabilið.
Þetta er löng ferð og lið hafa oft brennt sig á að toppa of snemma.
En á meðan liðið hefur þetta hugarfar og vinnur hart að því að bæta sig milli leikja þá er ég sáttur svo lengi sem við náum að landa sigrum.
Nú þegar liðið hefur náð toppstætinu eykst pressan og andlega álagið. Fá lið hafa náð að halda toppsætinu frá byrjun nóvember til loka tímabils.
Liverpool eru ekki þeir einu sem geta sagt að þetta sé í okkar höndum. Chelsea, City og Arsenal geta líka sagt að þeir vinni deildina, ef þeir vinna alla leiki sem eftir eru.
Kærar þakkir ágætu síðuhaldarar fyrir frábært starf 🙂 Sjaldan verið eins gaman að styðja sitt félag!
#47
Ekki rétt, Liverpool eru einir á toppnum núna með flest stig.
Þetta var svo góður leikur að ég splæsti like á línuna. 48 kvikindi. Verði ykkur að góðu 🙂