Upplestur / Hópferð

Gleðilegan mánudag.

Fyrst, smá frá mér persónulega. Eins og lesendur síðunnar vita gaf ég í haust út mína fyrstu skáldsögu, Nýja Breiðholt, og er eins og allir aðrir rithöfundar landsins sveittur við að kynna bókina fyrir jólin. Eitt af því sem höfundar gera helst á þessum árstíma er að taka þátt í menningarviðburðum, þar á meðal á vinnustöðum eða öðrum samkomum.

Ef einhver ykkar lesenda er að leita að skemmtilegum upplestri, bókaspjalli eða öðru slíku fyrir vinnustað, jólagleði, Lions-klúbba eða hvaðeina þá getið þið haft samband við mig hjá kristjanatli@gmail.com. Ég er skemmtilegur, lofa, og get jafnvel reddað öðrum (og frægari) rithöfundum, ljóðskáldum etc. með sé þess óskað.

Allavega, hafið mig í huga ef ykkur vantar menningu. Ég kosta ekkert og tek allt að mér nema barnaafmæli, þetta er ekki þess konar skáldsaga. 🙂


Svo vildi ég bara minna á það sem Maggi kom inná í leikdagbókinni sl. laugardag. Við hefjum sölu á næstu hópferð á komandi dögum, þannig að bíðið með að opna sparibaukinn í nokkra daga. Við erum að tala um Liverpool – Swansea í lok janúar, Gylfi Sig í heimsókn á Anfield. Sú ferð verður öll hin besta eins og venjulega hjá okkur og þökk sé pundinu verður hún á mjög góðu verði. Síðast þegar við fórum á hópferð gegn Swansea endaði leikurinn 4-3 fyrir tæpum þremur árum, kannski verður boðið upp á svipaða veislu í þetta skiptið.

Stay tuned. SSteinn og Einar Matthías eru að fara með hóp út um næstu helgi, búið er að loka í þá ferð, og við verðum búnir að opna fyrir skráningu í næstu ferð áður en Liverpool stígur inn á Anfield næstkomandi laugardag.

YNWA

12 Comments

  1. Ég greip með mér eintak af bókinni í flugstöðinni á leiðinni til Liverpool um daginn.

    Ég mæli með því að ferðalangar geri slíkt hið sama.

    Ferðin styttist og bókin er skemmtileg aflestrar!

  2. Bókin er fín og vonandi koma fleiri, er búinn að lesa en á eftir að kaupa hana sem ég geri örugglega. Þá er það helgin er að fara á leikjatvennu með Gaman(saman) ferðum og einhverja sér maður sjálfsagt í flugstöðinni og ef til vill á leiknum á laugardaginn en efast um að ég sjái einhverja á leiknum á sunnudeginum en maður hlýtur að lifa það af.
    Varðandi síðasta leik og af því að Klopp les alltaf síðuna þá vil ég benda honum á að láta reyna á þessa tvo góðu sóknarmenn sína ca frá 60 mín en við fáum aldrei að vita hvort það hefði breytt einhverju en liðið var að skapa tækifæri þannig að það hefði átt að skila sér í betri úrslitum. Btw á síðustu árum hefðum alltaf tapað svona leik eitt eða tvo núll.

  3. Sá Van Dijk spila fyrir Celtic gegn KR fyrir nokkrum árum, hann át Gary Martin á sprettinum og tæknilega séð lék hann sér að honum… Gary var eins og 12 ára stelpa í höndunum á honum, skil ekki ennþá hvers vegna hann er ekki kominn lengra…

  4. Mig langar frekar í þennan 13 ára Hannibal sem er verið að orða við okkur. Sá hann spila á Shellmotinu og hann virkaði nógu stór til að passa í takkaskò nr.35

  5. Sælir félagar, hvenær er von á uppl. um þessa ferð?
    Er að leyta að jólagjöf frá mér til mín 😉

    Svo óska ég ykkur góðrar skemtunar um helgina, hef sjálfur farið í ferð með ykkur og boy o boy,,, þvílík veisla, áfram Liverpool

  6. Mjög líklegast einhver að skrifa pistil sem er ansi langur 17ár hjá Liverpool tekur líklegast smá tíma að setja niður á blað.

  7. Það er búið að vera ótrúlega rólegt hérna inni en fyrir mitt leyti er ég að farast úr spenningi þó ég fari með Gaman saman ferðum í mitt fyrsta sinn á Anfield. Hitti vonandi á einhverja í flugstöðinni og í kringum leikinn.

Southampton 0 – Liverpool 0

Gerrard hættur