Liverpool – Sunderland 2-0 (leik lokið)

89 min – 2-0, Milner úr víti eftir frábæran sprett frá Mané!

75 min – 1-0 Origiiiiiiiii!! Frábært mark, snéri hann inn af vítateigshorninu!

45 min – verið frekar dapurt. Sunderland er að spila 10-0-0 og við of staðir að mínu mati. Slæmu fréttir hálfleiksins eru auðvitað að Coutinho var borinn útaf, gæti verið frá í langan tíma. Nú reynir á að aðrir stígi upp og skapi eitthvað.

Þetta er byrjað, koma svo! Ekkert slys! YNWA

Byrjunarliðið er komið!

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Can

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Ejaria, Klavan, Lucas, Woodburn, Moreno, Origi

Sturridge og Lallana frá vegna meiðsla, sama lið og hóf leikinn gegn Southampton, koma svo – 3 stig takk!


52 Comments

  1. Woodburn á bekknum. Mikið dj****** væri gaman að sjá hann koma eitthvað við sögu.

  2. Skyndilega finnst mér breiddin ekki vera rosalega mikil hjá okkar mönnum en ætli það sé ekki vegna þess að ég þekki ekki nóg til þessara kjúlla sem eru á bekknum. Reyndar finnst mér Ejara rosalega góður og skil ekki hvernig Arsenal lét hann fara. Einnig veit ég að þessi Woodburn er rosa efni en spyr mig hvort hann hafi gæðin til að fylla upp í það sem þremenningarnir frammi, Coutniho, Firmino, Mane, hafa fram að bjóða. Það sem kemur á móti er að við höfum Origi og hann er væntanlega fyrsti valkostur í framherjalínuna.

    Svo er allt í einu hálf undarlegt að það er ekki allir þræðir rauðgljóandi af reiði yfir því að Sturridge sé meiddur. Það hefði allt farið á annan endan fyrir aðeins meira en hálfu ári síðan ef það hefði gerst. jafnvel þó hann hefði ekki spilað vegna þess að hann er með flensu.

  3. Hvenær koma upplýsingar fyrir næstu kop.is ferð? Las ég ekki rétt um síðustu helgi að það ætti að koma inn í dag?
    Annars held ég að Liverpool eigi eftir að skora snemma og bæta svo 2-3 mörkum við þegar Sunderland fara að sækja meira.
    Væri gaman að sjá Woodburn koma inná í seinni hálfleik og setja mark.

  4. Ekkert að ganga hjá okkar mönnum? Kop.is útsendararnir verða að setja í 5. gír og syngja mörkin inn!!!

  5. Þetta er allavega ekki sami þungarokks fótbolti so far hjá okkar mönnum sem við erum farin að venjast. sæmilegur hraði en ekki þessi bjrálaði hraði sem við vorum að sjá áður…því miður.

  6. Arfa arfa slakt.
    MeistaraEfni. Nei.

    Nú er coutinho frá og Mané í jan.
    Nú ríður á FSG (10m í plús í síðasta glugga) að kaupa í jan svo við endum ekki í 5-7

  7. Það er ekki nóg fyrir Klopp að þjálfa Liverpool liðið, núna er hann byrjaður að þjálfa áhorfendur líka 🙂 Skammar áhorfendur fyrir að kvarta og öskrar fram stuðning af pöllunum. Gekk upp, en skilar það 3 stigum?

  8. Yeeeeeessss! Nkl það sem þurfti. Nú þarf Gollum að fara láta Sunderland sækja.

  9. 3 stig og clean sheet er hægt að biðja um meira ? ALDREI AÐ EFAST ! YNWA !!!

  10. Ef það er einhver leikur sem staðfestir að við erum komnir til þess að vera í toppbáráttunni þá er það þessi. Það vinnast ekki allir leikir stórt og stundum verðum við að berjast fyrir sigrum og það sem skilur stórliðin að hinum er oft þetta eina mark sem gerir útslagið. Það tókst okkur í þetta skipti, þó Coutinho hafi verið meiddur og við höfum engan Sturridge eða Lallana til að skipta inn á.

    Menn leiksins að mínu mati er, VÖRNIN og síðast en ekki síðst Karius ásamt Origi sem gerði útslagið með því að skora mark úr hálfgerðu hálffæri.

    FRÁBÆRT:

    YNWA

    Mig langar líka hrósa Moyes. þetta er leiðinlegur fótbolti sem hann lætur lið sitt spila en hann stillti liðinu rosalega vel upp, það spilaði agaðan varnarleik og þökk sé Karius náðu þeir ekki að næla sér í óverðskuldaðan sigur úr þeim færum sem þeir fengu.

    Fyrst Man Und parkar rútunni fyrir framan markið okkar, þá hlítur Moyes að gera það líka með miklu verra lið.

  11. Tvær rútur mættur á Anfield í dag.
    Sunderland pakkaði í vörn, svipað og flest liðin gera orðið á móti LFC.
    Á 65. min kom vendipunkturinn, áhorfendur að sofna, leikmenn að verða hægir, en JURGEN KLOPP stóð upp og hreinlega trompaðist! Öskraði á áhorfendur og leikmenn að koma sér aftur á stað ??
    En einn 80% possession leikurinn.
    Þetta var Klopp sigur?
    YNWA

  12. Það var laglegt.
    3 stig og clean sheet.
    Flottur sigur en óttast með Coutinho

  13. Sæl og blessuð.

    Þetta var borðleggjandi. Hefðum getað spilað til miðnættis með þetta byrjunarliðið án þess að skora. Endalaust klapp, og snúningar og dútl og að láta sparka sig niður. Þurfti alvöru greddu inn i þetta og Origi-nalinn kom með hana. Þeir hefðu átt að setja hann miklu fyrr inn á á móti Soton.

    I totally rest my case..!

    Er annars sammála um að vörnin hafi verið kýrskýr og Matip eru bestu kaupin í ár.

  14. Einn sætasti sigur tímabilisins, engin spurning. Frábær seigla og þolinmæðisvinna að brjóta þetta lið. Vörnin hjá okkur og markvörðurinn menn leiksins.

    Þetta er það sem koma skal hjá þeim liðum sem heimsækja Anfield. Það munu ÖLL liðin, nema kannski City, park the bus í vítateingum. Við verðum að búa okkur undir það. Þrjú gríðarlega mikilvæg stig í dag og toppsætið er okkar, allavega næstu tvo tímanna! 🙂

  15. Þetta var of dýrmætur sigur gegn lélegu Sunderland-liði,

  16. Henderon frábær
    Var svakalega sáttur er hann var keyptur en síðustu tvö tímabil fór eg að efast mikið um hann og eftir síðastatímabil viltu eg að hann yrði seldur.
    En hann er svo gjörsamlega buinn að troða aldargömlum og vel notuðum ullarsokk uppí mig og vitiði ég er svo sáttur með það. Frábær leikmaður

    Ynwa

  17. Lið sem leggja þetta upp eins og Sunderland gerðu í þessum leik eiga skilið að tapa öllum leikjum. Tony Pulis hefði verið stolltur af þessum leik.

  18. ekkert update af Coutinho?
    Hef bullandi áhyggjur af desember og janúar, Coutinho frá í des og jafnvel jan líka og Mané í Afríku bullinu (LFC á að krefja hann um að sleppa því bulli)
    Liverpool þarf að versla í jan.

    Við erum í bullandi séns á topp 4 og baráttu um efsta sætið EN það verður að bregðast við áföllum. Fínn sigur í dag en ansi tæpt og liðin eiga eftir að pakka svona gegn okkur trekk í trekk….

    Er á meðan er, FSG þurfa að taka upp veskið og negla ein góð kaup í janúar.

  19. Sá lekin með kop.is magnað, yndislegt, svakalegt, æææææðislegttttttt. Þrjú stig í húsi. Málið dautt

  20. Frábær sigur sem sýnir styrk liðsins og vilja. Krossa fingur fyrir Coutinho!

  21. couto sagan segir ad hann eigi ad vera obrotin spurning med lidbond. svo lika komid fra ut timabilid svo mer synist bara sogur vera i gangi med hann. En mikid var ljuft ad sja skotid hja origi inni og ad lidid er ekki ad fa a sig mork i svona leikjum allt sem adur var.

  22. Liðið sýndi alvöru karakter í þessum leik. Þetta var ekta leikur sem LFC hafa tapað eða gert jafntefli síðustu tímabil en þó að þetta hafi ekkert litið allt of vel út á tímabili þá kláruðu þeir leikinn og náðu í 3 stig. Vörnin var frábær þegar eitthvað reyndi á hana og Karius lítur betur út með hverjum leiknum. Alvöru styrkleika merki að klára svona leiki þar sem liðið er með boltann nánast allan leikinn, sjáið bara utd sem er búið að vera yfirburða lið í síðustu 3 heimaleikjum en aðeins náð í 3 stig. Þetta mun telja þegar upp er staðið.

  23. #33 Afríku bullinu? Ég held nú að men sem eru þaðan sé almennt mjög spenntir og jákvæðir fyrir þessari keppni. Þetta er keppni sem leikmenn, allavega almennt, vilja vinna. Bara nákvæmlega eins og við evrópumenn höfum áhuga á euro.

    En annars, sterkt að ná sigri í þessum leik. Þetta lítur enn mjög vel út.

  24. Já Afríku bull keppninni sem er inní miðju SEASON. Keppnin sjálf á rétt á sér, timasetningin ekki

  25. Frábært að vinna þennan leik, mjög mikilvæg 3 stig. Loksins loksins vinnum við leik og höldum hreinu, það er mjög kærkomið.

    Sá leikinn ekki, en ég er búinn að horfa á highlights og okkar menn litu alls ekki illa út þrátt fyrir að hafa ekki skorað, en ómæ ómæ hvað Origi er ógeðslega hættulegur – þar erum við með spennandi leikmann sem fær sennilega nokkra leiki núna fyrst Coutinho er meiddur. Ég ætla ekki að örvænta strax, þó svo að Coutinho hafi verið frábær þá hefur liðið sýnt það á þessu tímabili að það er ekki að vinna leiki á einstaklingsframtökum heldur á liðsheild. Liðsheildin hverfur ekki þó að einn leikmaður dettur út.

    Næsta leik takk.

  26. Já Afríku bull keppninni sem er inní miðju SEASON. Keppnin sjálf á rétt á sér, timasetningin ekki

    Þetta er ekki SAEASON í Afríku þar sem keppnin er haldinn rétt eins og Euro er ekki haldin á veturna í Evrópu. Fyrir þessa leikmenn er þetta keppni sem þeir vilja vera með í rétt eins og það er stórmál fyrir evrópska leikmenn að taka þátt í Euro.

  27. Frábær sigur og að sjálfsögðu fyllilega sanngjarn. Nú er bara að halda sjó í næstu leikjum og ekkert kaupa, kaupa kjaftæði. Þetta lið er að virka frábærlega þó einhver teikn séu á lofti um erfiðari tíma framundan vegna þess að Couthino dettur út. Vissulega mikill skaði en aðrir leikmenn verða þá að sýna sig enn meir og minna betur á sig með öflugri frammistöðu.
    Þið sem eruð að tala niður Afríkukeppninina í guðs almáttugs bænum hættið því strax. Þetta er álfukeppni þeirra sem þaðan eru og á rétt á sér á sama hvaða tíma hún er. Enda á ekki allt í heiminum að snúast í kringum frekjudallana í Norður Evrópu. Það verður bara að hafa það þó Mané missi úr leiki í janúar vegna þess. Ég grenja ekki ekki og væli út af því.

  28. Ég er sammála þvi sem menn eru að segja varðandi það að vera ekki að spá of mikið í því hverjir eru að detta út o.s.frv. Liverpool er með nóg af góðum mönnum sem koma inn og klára dæmið. Ég nefndi í upphafi tímabils að ég teldi Crujic vera kaup ársins og nú er færi fyrir Klopp að koma honum inn í miðjuspilið og nota meira Origi og Sturrige frammi þegar það þarf að brjóta upp svona varnir eins og Sunderland var með í dag því það er klárt að við verðum að haf menn sem geta halaupið bakvið varnirnar þegar þær liggja djúft og það gera framherjar eins og O og S. Takk fyrir góða dag LFC.

  29. Tippaði á 60 mínútu 20 dollurum á jafntefli….það dugði til sigurs.

  30. Fyrst og fremst 3 stig. Héldum hreinu.
    Ekki halds því fram að við verðum alltaf 3-0 yfir í hálfleik og vinnum alla heimaleiki 6-1.

    Mjög jákvætt og það besta við þennan leik fyrir utan þessi 2 mörk er að við höldum hreinu 2 leiki í röð . Fyrir fótboltalið er það gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfstraustið. Karius þarf sérstaklega á þessu að halda sem ungur markaður að spila í erfiðustu deild heims.

    Eftir áramót varð Origi allt í einu okkar bestí maður og meiðsli hans gegn Everton gerði okkur öll brjáluð. Þessi gaur er frábær og þetta gæti verið hans tækifæri núna til þess að sanna fyrir öllum hversu góður hann er. Ég hef mikla trú á honum . Coutinho er okkar besti leikmaður þetta tímabilið og nú verðum við að biðja til guðs um að hann nái sér af þessum meiðslum sem fyrst.

    Flæðið í spilinu síðustu 2 leiki hefur verið slakara en í öðrum leikjum. Ástæðan er Lallana. Hann verður klár fyrir næsta deildarleik.

    Við megum heldur ekki gleyma því að við eigum ennþá inni besta sluttara deildarinnar. Á einhverjum tímapunkti mun hann sanna mikilvægi sitt á vellinum. Þetta er langt mót og ég hræðist nkl ekkert það að missa Mane í janúar.

    Kannski héldu allir að Moyes væri vitlaus og þeim yrði stútað. Hann er fínasti stjóri og drengur góður eins og öll hans fjölskylda. Þekki það persónulega.

    Ekki fékk hann að kaupa menn eins og Di Maria eða Zlatan og Pogba. En miðað við stöðu United í dag eða í fyrra vs leikmenn sem LVG og The Boring one fengu að kaupa sé ég ekki mikinn mun á þessum stjorum. Plús það að Moyes tók við starfinu af manni sem við þekkjum öll og sennilega ekki hægt að taka við erfiðara hlutverki sem stjóri.

    Plan Sunderland var bara það sama og hjá United nema það að Karius fékk að vera með í leiknum.

    Vendipunktur leiksins var þegar Klopp reif alla í gírinn. Það eru ekki til þau lýsingarorð sem lýsa manninum. Kannski bara the Normal one því hann er bara eins og við hérna. Gerir allt fyrir það að sjá sitt lið skora og vinna leiki.

    Í fyrra komumst við í 2-0 gegn þessu liði . Leikurinn endaði 2-2. Áhorfendur fóru af vellinum þegar 70+ voru búnar af leiknum og Mignolet lét sig hverfa í leiðinni.

    Liðið er að breytast og ég hlakka til að sjá enn meiri framfarir. Best að vera ekki með yfirlýsingar en Matip. Vaaaaaaaa maður.

    Að lokum aðeins að nudda í þeim sem voru að bölva Hendo. I told u so.

    YNWA

  31. Ferguson verður að halda áfram að segja að ákveðnir aðilar í Liverpool eru ekki nógu góðir. Eins og þegar hann sagði að Gerrard væri t.d. ekki heimsklassa leikmaður. Ekki nóg með það þá ákvað hann líka að efast um hæfileika Jordan Henderson, sem er í dag top 3. besti miðjumaður deildarinnar og í þokkabót fyrirliði enska landsliðsins þar sem Rooney er ekki ekki með þetta lengur og verður líklega ekki í landsliðinu innan 1-2 mánuða.

    Vonum að hann rakki niður Origi næst. Ætli hann verði þá ekki orðinn besti framhjerinn í deildinni eftir 2-3 ár.

  32. Góðan dag. Ég var á leiknum í gær og verð ég að segja að þó svo að þetta hafi álengi vel litið út fyrir að verða markalaust jafntefli að þá virkuðum við alltaf líklegir að skora. Við fengum sæti í nýju stúkunni og verð að segja að þetta eru flottustu sæti sem ég hef fengið á Anfield í þau þrjú skipti sem ég hef komist á leik. Útsýnið yfir allan völlinn er geggjað. Í raun bara sama útsýni og maður hefur þegar maður situr heima í stofu nema miklu betra.
    Þaðan sem ég horfði á leikinn fannst mér hafsentaparið okkar hrikalega öflugt. Lovren át fullt af háum boltum sem komu í áttina að vörninni okkar og Matip er aldrei líklegur til að tapa návígi eða 1 á 1.
    Unaðlegt að fylgjast með vinnslunni á sóknarlínunni okkar og gaman að fylgjast með fyrir leik þegar sóknarmennirnir ( þ.e. miðja + sókn) var að hlaupa í gegnum færslur á skyndisóknum. Klopp var ekki mikið að fylgjast með Liverpool liðinu hita upp heldur stóð hann lengi vel í miðjuhringnum og fylgdist með liði Sunderland hita upp.
    Góður sigur í húsi og maður getur haldið heim á þriðjudaginn með bros á vör… YNWA

Kop.is tekur á móti Sunderland á Anfield!

Liverpool – Sunderland 2-0 (skýrsla)