Kop.is Podcast #131

Hér er þáttur númer 131 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: SSteinn, Kristján Atli, Einar Örn og Maggi.

Umræður í dag snertu á leiknum gegn West Ham og hiksti liðsins undanfarið. Karius var mikið í umræðunni bæði fyrir og eftir leik sem og þessum þætti. Prógrammið út þessa viku er ansi þétt og tveir mjög mikilvægir leikir gegn Boro og Everton, skoðuðum það aðeins undir restina.

MP3: Þáttur 131

13 Comments

  1. Verður gott að smella heyrnartólum á hausinn á sér þegar maður leggst uppá rúm á eftir og heyra hvað þið snillingarnir hafið um málin að segja 🙂

  2. Hjó eftir því að Maggi segist ekki muna eftir vörslu hjá markmanni LFC sem reddar okkur sigri. Ég er sammála því að það er virkilega erfitt að muna eftir því en í fyrsta leik tímabilsins ver Mignolet víti frá Walcott í stöðunni 0-0 og Liverpool vinnur leikinn með einu marki. Sennilega er þetta í eina skiptið í ágætlega langan tíma þar sem markvörður bjargar sigri ?

  3. Sælir félagar

    Ég nenni ekki þessari markmannsumræðu. Klopp hefur trú á sínum manni og þannig er það bara. Hitt er annað að ég væri til í að Moreno kæmi á vinstri kantinn og Firmino yrði fremstur og Origi færi á bekkinn. Spurning hvort ekki næðist meira flæði í leik liðsins með því. Nýtingin á Firmino í vængstöðunni er ekki nógu góð.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Frábært pod-cast að vanda og svei mér þá ef ég er ekki farinn að hlakka til leiksins í kvöld eftir að hafa verið í vondu skapi síðan á sunnudag! 🙂

    Nokkrir punktar:

    – Frábært hjá Klopp að vera okkar markmann og ekki minnkaði hann í áliti hjá okkur með því að senda Neville systrum smá pillu. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að markmaður okkar er ekki búinn að standa sig vel og hafa til Liverpool-Echo pennarnir gagnrýnt hann nokkuð harkalega. Ljóst er að mikil pressa er á honum og hann hefur ekki efni á mikið fleiri slæmum leikjum.

    – Sammála Magga með að það sé ekki nægilega að koma mikið frá bakvörðum okkar sóknarlega og Clyne hefur verið að fara hræðilega með færin sín. Sjáið t.d. mörkin hjá Everton í gærkveldi. Hornpyrnur og fyrirgjafir frá kantinum þarf að bæta. Þessir háu blöðruboltar sem sáust í leiknum á móti West Ham voru gersamlega óþolandi.

    – Chelsea hafa verið drulluheppnir og eru langt frá því ósigrandi. Þeir áttu t.d. aldrei að vinna leikinn á móti City og lentu í tómum vandræðum á móti WBA. Þessi heppni þeirra mun ekki vara út tímabilið. En maður lifandi hvað ég vildi hafa Hazard og Costa í okkar liði eins og leikmannahópuriinn okkar er um þessar mundir.

  5. #4 Sigkarl
    Já endilega henda Origi á bekkinn af því að hann er bara búinn að skora 4 mörk í 4 leikjum.
    Ég spái því að Origi verði með í kvöld og skori allavega 2 mörk.
    #teamorigi

  6. Held að það sé ástæða fyrir því að Moreno sé ekki búinn að spila meira, kant eða bakvörð. Held að drengurinn sé ekkert langt frá því að vera hauslaus og fyrst hann er það í varnartilburðum þá er hann það örugglega í staðsetningum, tímasetningum á hlaupum og öðru sem þarf að vera góður í þegar kemur að því að pressa hátt uppi.

    => Origi áfram frammi!

  7. Liverpool er á vondum stað ef menn eru farnir að kalla eftir því að Moreno komi inn í liðið. Þetta er maður sem á ekkert erindi í þetta lið.

  8. Nù segja enskir midlar ad Karius verdi a bekknum i kvold. Eg er gladur med tad en mjog skrytid ef Klopp tekur þà àkvordun eftir strìdid vid Neville brædur en tar fannst manni a Klopp ad hann myndi standa med Karius sama a hverju gengi

  9. Sælir félagar

    Látið ekki svona þó maður velti upp einhverjum hugmyndum sem maður á ekki einu sinni sjálfur. Þessi hugmynd kom upp í podkastinu og þegar ekkert er að ganga eins og í WH leiknum þá er full ástæða til að gera eitthvað, prófa eitthvað. Moreno er að vísu með dvergvaxið höfuð en hann hefur, hraða, góðan vinstri fót og getur flengt boltanum bæði fyrir markið og í markið.

    Þó Origi hafi gert þessi 4 mörk í 4 leikjum er hann samt ansi takmarkaður leikmaður og mjög lítið flæði í kringum hann. Með því að færa Firmino í stöðu Origi og Moreno í stöðu Firmino úti á kantinum gæti hugsanlega flæðið í spili liðsins breyst til hins betra. Þetta er ekki eins galin hugmynd og virðist í fyrstu því veikleikar Moreno eru fyrst og fremst varnarlegir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. 1-1

    Middlesbrough eru varnarlega sterkir og halda jöfnu. Okkar menn eru “shaky” þessa daga
    En bjartsýnis spá myndi segja 0-2 sigur en peningurinn færi á jafntefli.

  11. Mignolet; Clyne, Lovren, Klavan, Milner; Henderson; Mané, Lallana, Wijnaldum, Firmino; Origi

Middlesbrough á Riverside Stadium

Middlesbrough – Liverpool 0-3 (leik lokið)