Middlesbrough – Liverpool 0-3 (leik lokið)

0-3 sigur í nokkuð góðum leik. Skýrsla á leiðinni

68 min – 0-3. Lallana með annað mark sitt, þrjú stig ættu að vera orðin örugg… já eða, svona næstum.

60 min – 0-2. Origi, algjörlega frábær sókn!

28 min – 0-1! Lallana með skalla eftir frábæra sendingu frá Clyne.

Byrjunarliðið er klárt og Klopp tók stóra stóra stóra ákvörðun. Mignolet kemur inn í stað Karius. Ég hef sjálfur verið á því að Karius eigi enn eftir að sýna okkur 90 góðar mínútur (samfleytt) en ég er samt ekki búinn að gleyma Mignolet neitt, menn ættu að fara varlega í að fagna innkomu hans. Hvað um það.

Það er svo ekki að spyrja að því, nú er það Matip sem er ekki leikfær…..

Svona er þetta í kvöld

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Lallana

Mané – Origi – Firmino

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Stewart, Alexander-Arnold, Woodburn, Ejaria.

Að vanda, takið þátt í umræðunni á #kopis



61 Comments

  1. Hvað er að Matip núna ? Vorum við virkilega að fá enn eina meiðslahrúguna til okkar?

  2. Og hópurinn og byrjunarliðið fer versnandi.
    Ekki einn alvöru leikmaður á bekknum.
    Það er eins gott að það komi alvöru leikmenn inn snemma í jan.
    Og Klopp tekur sinn mann úr markinu og virðist hafa misst traustið á honum. Hver veit, kannski kemur Mignolet okkur á óvart og ver kannski skot í leiknum.

    Algjörlega nauðsynlegt að fá 3 stig úr þessum leik.

  3. Joel Matip travelled with the #LFC squad but has been ruled out due to a foot/ankle issue

  4. Verum ekki að rífa þetta lið í okkurfyrirfram. Vinnum þetta 1-3 Firmino með tvö

  5. Það meikar fullkomnlega sens að fá Mignolet inn. Hann hafði spilað vel í bikarleikjum og oft haldið okkur inn í leikjum með markvörslum sem voru ekkert sjálfsagðar að markverðir taki á sama tíma og Karius hefur gert sig sekan um fullmikið af mistökum.

  6. Helvitis helviti med Matip, tolfrædi okkar manna med og àn matip er fàrànleg. Eg sem var farin ad hafa bara mikla trù a okkar monnum fyrir kvoldiden su trù minnkadi um 95% vid ad sja Matip dottin ùt…

    En ja Mignole i markid er eg anægdur med en kemur gridarlega a ovart eftir ad Klopp drulladi yfir Neville systurnar fyrir ad gagnryna hann. Nu er bara spurning hvort Karius se bara ad fa hvild einn leik eda hvort Mignolet se ad fa tækifæri nuna til ad halda stodunni. Mer fannst Mignolet i upphafi leiktidar og i bikarleikjunum undanfarid hafa verid ad spila einn sinn besta bolta i Liverpool treyjunni sidan hann kom og nù er bara ad vona ad Mignolet standi sig i kvold og ekki væri verra ef hann myndi vinna leikinn fyrir okkur bara. Madur er ordin òþolandi þreyttur à þessum endalausu markmanns vandrædum.

    En stadan er bara tannig ad okkar menn verda ad vinna leikinn i kvold og eg auglysi serstaklega eftir þvì ad Firmino mæti aftur ùr frìinu sem hann er buin ad vera ì nuna i sìdustu leikjum

  7. Mér finnst byrjunarliðið okkar sterkt en þetta er eiginlega hálfgert kjúklingabú á bekknum. Mér finnst hópurinn vera orðinn rosalega þunnur allt í einu með fjarveru Coutinho og Sturridge og Matip.

  8. Boro fær ekki mikið af mörkum á sig. Bara Tottenham, southampton og Chelsea sem hafa fengið færri á mörk á sig. Þetta verður örugglega erfitt í kvöld!

  9. Erfiður kafli hjá okkar mönnum þessa dagana. Hann klárast ekki í kvöld. Fáum jafntefli frá Riverside.

    Upprisan hefst svo gegn Neverton og City!

    YNWA!

  10. Góður rússneskur acestream linkur: acestream://0a0e2d8b2eb886b83c48449a89962c36cdb83dd2

  11. Þessi er finn m. enskri lýsingu,
    acestream://7620d03720fcf51fe4c34fc16081e53b70056371

  12. Okkar menn byrja tetta alls ekki nògu vel, ekkert hugmyndaflug i gangi i sòknarleiknum og Boro menn fa bara ad stilla upp i hverri sokn okkar

  13. Held að Mignolet hafi einmitt þurft á einhverjum verri heldur en hann. Núna líður honum eins og Buffon og verður leikmaður mánaðarins…easy

  14. Shit hvad okkar menn hafa verid slakir ja allan leikinn en ennþà slakari eftir ad vid skorudum. Lýtur ut eins og okkar menn hadi spilad heilan leik i hàdeginu i dag lika

  15. Sælir félagar

    Í þessum leik sést gjörla hvað Origi er takmarkaður leikmaður, lítið flæði í kringum hann, og hefur ekki einu sinni snerpu og hraða. Firmino hefur ekki sést frekar en öðrum leikjum þar sem framlínunni er stillt svona upp. Ég vil breytingar og fá einhvern spilara af bekknum í staða Origi.

  16. Mér er alveg samau um spilamennskuna akkúrat núna. Dirty 0-1 sigur bara vel þeginn.

  17. Hvernig er það með Sturridge, er hann meira tognaður á heila en kálfa?

  18. Get ekki sagt að þetta hafi verið okkar besti hálfleikur til þessa en við náðum þó að skora mark. Það þurfa ekki allir leikir að sigrast með 6 mörkum og ef við höldum þetta út þá er það vel.

    Mér finnst vörnin vera búinn að vera góð. Ragnar Klavan og Lovren hafa varla stigið feilspor og bakverðinir gert það sem þeir þurftu að gera. Milner á í erfiðleikum með hraðan hjá Traore á vængnum hjá Andstæðingnum en hann hefur leyst það ágætlega með því að brjóta á honum í stað þess að koma honum inn á hættusvæði.

    Mignolet er búinn að vera frábær í markinu þegar það þurfti á honum að halda. Mér finnst hann betri á milli stangana en Karius og ef hann spilar alla leiki með þessum hætti, þá er hann búinn að bæta sig þónokkuð og er búinn að hirða af Karius byrjunarliðssætið. Ég segi það reyndar með þeim fyrirvara að Mignolet hefur verið ansi gjarn að gera einhver ótrúleg mistök á milli ótrúlegra góðra markvarsla og ætla að sleppa því að hrósa honum of mikið þangað til að flautað verður að leikslokum.

    Mér finnst miðjan hafa verið fín en aldrei þessu vant þá er það sóknarleikurinn sem er búinn að vera hálfbitlaus. Kannski er það vegna þess að Middlebough hefur legið aftarlega og það er erfitt að brjóta slíkt lið aftur. Annars vonast ég eftir ferskari síðari hálfleik.

  19. Sammála mer Origi. Firmino lítur illa út þegar origi kemur ekki með nein hlaup

  20. Þetta byrjar á blússandi sókn, klárt mál að Klopp hefur tekið vel á raddböndunum í hálfleik 🙂

  21. úff…það er bara blastandi þungarokksbolti þessar fyrstu 9 mínútur….!!! en ekkert mark ennþá en vá hvað það hefur munað litlu

  22. Maður er einhvern veginn ekkert stressaður að Boro er að fara jafna leikinn…7 9 13

  23. í boði Skysports:
    56: PENALTY SHOUT! Liverpool are absolutely dominating here. Firmino centres the ball back to Mane on the penalty spot, he shoots high for goal and it hits Chambers elbows, but no penalty! To be fair to Boro, Chambers was only a yard or two away from Mane when he shot, so a penalty would have been harsh.

  24. Alvöru framherji. Sést ekki lungan úr leiknum en skorar samt. Vel gert Origi.
    Mane þyrfti samt að skipta um skó. Búin að renna alloft

  25. origi með ömurlega stoðsendingu þarna líka vill bekkja hann eftir þetta 😀

  26. Snilldarákvörðun hjá Klopp að bekkja Karius og drepa niður umræðuna um hann og leyfa mönnum að einbeita sér að leiknum. Frábær seinni hálfleikur hjá LFC. Onwards and upwards!!

  27. Algjörlega frábær leikur hjá okkar mönnum og lægir öldurnar sem við höfum verið að fara í gegnum í Desember.
    Er bara mjög sáttur við alla og flott innkoma hja Migno bara solid.
    Lallana/Origi menn leiksins.

  28. Frábær seinni hálfleikur. middlesbrough bauð hættunni heim með því að senda bakverðina framar og því sköpuðust svæði fyrir aftan þá sem Liverpool nýtti sér óspart. Raunar fannst mér það útspil fáranlegt hjá þeim því þeir vissu það mætavel að þeir eru að spila á móti hættulegasta sóknarliði deildarinnar en vissulega skiljanlegt vegna þess að Boro varð að taka áhættur til að jafna leikinn.

    Mér fanns Mignolet svara gagnrínni mætavel og í þau skipti sem reyndi á hann í fyrri hálfleik þá varði hann mjög vel. Ég er efins um að Karius hefði gert betur og núna fær hann tækifæri til þess að bæta sig á æfingarsvæðinu og svarar vonandi kallinu með svipuðum brag og Mignolet gerði í þessum leik.

    Einn leikmaður Middlesbrough vakti athygli mína en það var Adama Traore. Það var eini leikmaðurinn sem skapaðist virkileg hætta í kringum er hann var með boltann. Mér finnst eins og hann sé tilvalin leikmaður fyrir Liverpool. Hann er leiftursnöggur og virkilega góður með boltann, naut að burðum og erfitt að stöðva hann, enda voru oft þrír leikmenn komnir í kringum hann oft þegar hann var með boltann. Mér finnst eins og hann gæti passað vel inn í leikstíl Liverpool.

    Gott að þessi “skildusigur” sé kominn í hús og við séum því ennþá á lygnum sjó í toppbaráttunni með hin stórliðin í kringum okkur.

  29. Vá svakalega mikill munur í seinni hálfleik þegar Firmino er fluttur í framherjastöðuna og Origi á kantinn. Allir að hjálpa hvor öðrum og ef einn missir boltann er næsti mættur.
    Flott að geta sett kjúklingana inná í lokinn. Vonandi að Origi sé ekki meiddur :/
    Alveg í skýjunum 😀

Kop.is Podcast #131

Middlesbrough – Liverpool 0-3 (Skýrsla)