Liverpool – Stoke 4-1 (leik lokið)

Frábær endurkoma hjá Liverpool í dag. Öll pressan var á liðinu eftir úrslit gærdagsins og liðið lenti undir 0-1 í leiknum. Við höfum öll séð þetta áður, ansi mörg Liverpool liðin í gegnum tíðina sem hefðu fallið á prófinu en ekki þetta lið. 4-1 sigur staðreynd og risa leikur næsta laugardag þegar við mætum City.

70 min – 4-1, Sturridge! Ekki búinn að vera lengi inná þegar hann þefaði þessa sendingu Shawcross uppi og skoraði sitt fyrsta (!!) úrvalsdeildarmark á þessari leiktíð. Þori ég? Jú jú, þetta hlýtur að vera game over!

60 min – 3-1, Imbula sjálfsmark. Frábær sókn, Henderson stakk boltanum á bakvið G.Johnson á Mané sem sendi fastann bolta fyrir á Origi, Imbula komst fyrir en sendi boltann í eigið mark (Origi hefði væntanlega skorað hvort sem er fyrir opnu marki).

43 min – 2-1, Liverpool. Firmino! Ætla ekki að segja að hann hafi bætt fyrir eitthvað, enda tvö algjörlega óskyld atvik að ræða, en frábært mark, vinstrifótarskot stöngin, stöngin inn og okkar menn komnir yfir!

34 min – 1-1, Liverpool. Lallana! Svolítið gegn gangi leiksins, við verið meira með boltann en Stoke mikið líklegri og virðast meira up for it í kvöld. Breytist vonandi við þetta.

12 min – 0-1 Stoke, Walters með skalla, skrítin staðsetning á Mignolet og enn skrítnari vörn.

Jæja, þá styttist í þetta! Heldur betur pressa á okkar mönnum eftir úrslit gærdagsins, öll liðin í toppbaráttunni unnu sína leiki og 9 stig núna í Chelsea sem við ætlum að minnka í 6 stig í kvöld.

Liðið er óbreytt frá því gegn Everton. Firmino heldur sæti sínu þrátt fyrir fréttir gærdagsins og Sturridge er enn á bekknum, átti alveg eins von á því að hann kæmi inn í stað Origi.

Mignolet

Clyne – Klavan – Lovren – Milner

Wijnaldum – Henderson – Lallana

Mané – Origi – Firmino

Bekkur: Karius, Sturridge, Moreno, Lucas, Can, Ejaria, Woodburn

Annars er það helsta að frétta að Firmino þarf að mæta fyrir dómara sama dag og við spilum gegn Chelsea (31 janúar) og Lucas virðist vera á leið til Inter (á láni) í janúar, verður eftirsjá af honum, þó hann hafi ekki spilað mikið undanfarið.



75 Comments

  1. Nú er ekkert annað í stöðunni fyrir Firmino enn að eiga stjörnuleik 2-3 mörk kallinn minn og þér er fyrirgefið,KOMASVOOO.

  2. Pressa á Firmino klárlegaa…. Er ekki eitthver með alveg frábært streymi fyrir leikinn til að deila með okkur ? YNWA!!!

  3. Firminho hélt örugglega að þetta hefði bara verið djús, eins og Toure.

    Vinnum þetta!!!

  4. blabseal er langbestur…engir vírusar, engin að reyna selja mér eitthvað

  5. Ha, eftirsjá í Lucasi,ég segi nei og treysti Klop til að kaupa betri mann sem hentar í okkar leikkerfi.

  6. Mane og Clyne að gefa þessa fyrirgjöf og Mignolet ekki að covera hornið sitt.

  7. kjánalegasta markið sem LFC hefur fengið á sig í vetur….Staðsetningin á Mignolet er alveg útúr kortinu svo ekki sé nú minnst á varnarleikinn.

  8. Að sjá til Lovren í þessu marki. Þetta er varla meðal varnarmaður þessi skauli

  9. Slakt. Firmino þunnur, Migno í bulli, Lovren nefbrotinn og Allen klobbaði þrjá í röð. Stórir frammi og negla á þá, virkar alltaf á móti Liverpool á Anfield. Nú er að girða sig!!!

  10. Sama sagan ár eftir ár besti leikmaður liverpool á bekknum og við verðlaunum firminho byrjunarliðsæti fyrir lélegt form og að keyra fullur

  11. Mer bara lýst ekkert á þetta hjá LFC fyrstu 30 mín. Sturridge verður að fá að spila hjá okkur.

  12. Djöfull er Lalli klókur. Frábært hlaup en að vísu ögn heppinn að fá boltann aftur. Frábært slútt úr þröngu færi samt.

  13. Geggjad ad vera bunir ad snùa þessum leik vid en hvernig er tad er Firmino ad fara missa af leiknum gegn city af þvi hann à ad mæta fyrir dòmara sama dag eda hvad ??

  14. Tvö í viðbót frá Firmino…getur ekki verið minni maður en Hazard 🙂

  15. Aldrei vafi með Firmino. Smá rauðvínsdreitill hefur fín áhrif á drenginn 🙂

  16. getiði leiðrétt mig ef mér skjátlast en er skylda að mæta í réttarsal og hvað gerist ef hann myndi ekki mæta ?

  17. … alltaf gott að spila þunnur, spurjið bara Tony Adams. Þeir girtu sig, komaso klára þetta Stoke drasl!

  18. #38 Hann er ekki að fara að mæta í réttarsal fyrr en 31 jan og missir því af leiknum gegn Chelski ef hann þarf að mæta.

  19. #34
    Firmino á að mæta fyrir dóm 31. Janúar þannig að hann ætti að ná City leiknum. Reyndar er það sama dag og við spilum gegn Chelsea á Anfield vonum að hann nái þeim leik.

  20. leikurinn er 17.30 gegn Man. City,þannig að hann hlýtur að eiga að mæta fyrri part dags fyrir dómara. Hann ætti þannig að ná leiknum.

  21. “Mané is scoring all around us
    Kopites singing having fun
    It´s the season of love and understanding
    Merry christmas Everton”
    #snjókornfallalagið

    Þetta var Anfield að syngja áðan

  22. Þvílík forréttindinni að hafa Rolls Royce að nafni Daniel Sturridge á bekknum til að skipta inn á til að klára leikina endanlega fyrir okkur 🙂

  23. Studge er ekki ekki lengi að þessu og er loksins kominn með fyrsta deildarmarkið sitt á þessu tímabili.

  24. #51 satt er það vildi samt óska þess að hann myndi erfa markaskorun hans líka en það er kanski verið að biðja um of mikið .

  25. Sölvi #46
    Hann á að mæta fyrir dóm 31. janúar en leikurinn við City er 31. desember

  26. Tveggja ára afastrákur segir Lallana og Mané og fagnar þegar Liverpool skorar!

  27. Sælir félagar

    Frábær frammistaða fyrir utan markið hjá Stoke. Origi tengdi vel í þessum leik og var mjög fínn, Wijnaldum var alveg magnaður og svo sóknin eins og venjulega frábær.

    Það er nú reyndar orðið þannig að engir stuðningsmenn eru eins góðu vanir sóknarelega eins og stuðningsmenn Liverpool.

    Við höldum Chelsea við efnið og sýnum þeim að það er vissara að misstíga sig ekki oft. Fórum aftur upp fyrir M. City og sitjum sem fastast í öðru sætinu. Það get ég alveg sætt mig við.

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. Góður sigur.
    Hlakka til að sjá okkur gegn alvöru topp liði á gamlársdag – janúar gluggi svo framundan.

  29. Ég var nú eiginlega ekkert hræddur um að þeir töpuðu leiknum þótt þeir fengju á sig eitt mark í byrjun leiks. Mér fannst sumir stuðningsmenn liðsins hálfpartinn fara á taugum og drulluðu yfir þessa fínu leikmenn sem við höfum, sem er svo gaman að horfa á.

  30. Yndislegur jólasigur 🙂

    Enn hvernig er James Milner eiginlega búinn að spila þessa bakvarðastöðu í vetur? Er yfirleitt einhver betri í þessari stöðu í dag? Maður spyr sig.

  31. Steven Gerrard var maður leiksins í dag. Nei afsakið Henderson ætlaði ég nú að segja. Erfitt að þekkja muninn á þeim

  32. Mignolet var góður í að taka fyrirgjafir í dag, og svo var einhver búinn að nefna vörsluna frá Allen. Hann var lék líka stórslysalaust fram að því að Karíus tók af honum stöðuna, og hefur verið góður í deildarbikarnum. Okkar frambærilegasti markmaður nú um stundir. Ég vil hafa hann áfram í markinu. Vil nefna eitt varðandi Karíus og samanburð við DeGea þegar hann var að byrja. Menn eru að benda á að DeGea hafi líka gert mistök fyrst. En munurinn er sá að DeGea var í bland við mistökin oft með snilldar takta. Slíkir taktar hafa ekki sést mikið hjá Karíus. Raunar mjög sjaldan. Þess vegna hefur mér þótt sá samanburður vondur og óréttmætur. Karíus hefur oftast litið út sem markmaður sem á lítið erindi í úrvalsdeild þegar hann hefur leikið með Liverpool, og hefur sennilega verið slakastur markmanna í úrvalsdeildinni. Það var alltaf að sleppa til framan af, vegna þess að Liverpool hafði það mikla yfirburði í mörgum þeim leikjum sem hann spilaði, að það varla reyndi á hann. Ég skrifaði einhvern tímann að ég skildi ekki af hverju liðin sem mættu Liverpool pökkuðu í vörn, hví ekki að sækja á veikleika Liverpool, sem var Karíus í markinu. Það kom í ljós í viðtali eftir Bourmouth leikinn að það var einmitt taktík Bourmouth… og hún virkaði.

  33. Einn punktur sem verður að taka úr þessum leik er að þegar Stoke voru sem mest í hápressunni þá gekk okkur heldur illa. City mun gera það nákvæmlega sama og líklega betur ef eitthvað er svo þetta þarf að leysa. Við megum ekki byrja svona gegn þeim.

  34. Frábært að sjá þessa niðurstöðu eftir leikinn , veit einhver hvar ég get séð mörkin úr leiknum ?

  35. Ásmundur: kíktu t.d. inn á /r/soccer eða /r/LiverpoolFC inni á reddit.

  36. 65 Hvað meinaru að það erfitt að þekkja munin á gerrard og henderson.Það er enginn konungur Gerrard það er bara þannig og hvað þá henderson.

  37. Hendo mætti fara að stunda skotæfingar… hann á að vísu eitt og eitt mark, en allt of mikið sem er bara eitthvað út í blámóðuna þeas í skotum. Svo fannst mér þessar stuttu sendingar 5 til 15 m sendingar vera að klikka of oft… eitthvað sem maður á þessu kaliber ætti ekki að klikka á. En hann var eins og andskotinn á miðjunni hjá okkur og var heilt yfir frábær eins og þetta season er búið að vera hjá honum.
    Mané var eitthvað pirripú, gekk lítið upp hjá honum en skilar sínu alltaf…. finnst hann bara fljótur að verða pirraður en hann er samt alltaf með fyrstu mönnum á blað í starting Xl…
    Lovren átti markið, samt ekki skuldlaust, Clyne og Mané minnir mig með slaka varnarvinnu Lovren lendir vel á eftir Walters og game over í því einvígi. Mignolet átti ekki breik í boltann, fastur skalli á nær og reyndi eins og hann gat, aldrei skrifað á Migs… annars flott að fá Studge inná og mark eftir 40 sek.
    Restin af liðinu frábær, ofan taldir líka, dont get me wrong sko… YNWA BOYZ

Stoke mætir á Anfield

Podcast – Jólastemming á Anfield