Podcast – “Tjallinn ætlar bara að keyra vinstra megin þar til þessi pláneta er búin”

Bretar eru svo þrjóskir að þeir ætla bara að keyra vinstra megin þar til þessi pláneta er búin, það þarf eitthvað mikið til svo að þeir breyti leiktímanum á þessum árstíma sem er einmitt einstakur í fótbolta á þessu leveli. Sveinn Waage setti þetta í samhengi í podcast þætti kvöldins.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Sveinn Waage.

MP3: Þáttur 134

29 Comments

  1. Já asnalegur leiktími og okkar menn óheppnir þar en við skulum ekkert gleyma tví að þessir menn gera ekkert annað en að spila fótbolta og Adam Lallana sannaði tað þegar hann hljóp 12.88 km gegn City og svo 13.2 gegn Sunderland. Lallana hljóp langmest þessa helgi og var með tvær hæðstu tölurnar. Einnig er eg nokkuð viss um að ef Liverpool hefði unnið í gær þa væri eg sjalfur asamt öðrum púllurum ekki mikið að kvarta yfir leiktímanum . Við tökum bara þetta stig og höldum áfram, þetta stig var engin heimsendir að mínu mati. En allavega þá hlakka ég til að hlusta á podcastið 🙂

  2. 100% hlusta á þetta í vinnunni í fyrramálið, keep UP the good work strákar??

  3. #1

    a) Sérstakt þegar fólk fullyrðir um líf annarra: “skulum ekkert gleyma tví að þessir menn gera ekkert annað en að spila fótbolta ”

    b) “Einnig er eg nokkuð viss um að ef Liverpool hefði unnið í gær þa væri eg sjalfur asamt öðrum púllurum ekki mikið að kvarta yfir leiktímanum . ”

    menn voru farnir að kvarta undan leiktímanum löngu áður en kom að leiknum. Sjálfsagt hefðu menn samt sagt annað eftir leik ef úrslitin hefðu verið jákvæðari.

  4. Flott að vanda.

    Leiktíminn og álagið er mikið. Sammála.

    Hinsvegar skortir okkur breidd. Það er staðreynd. Góð breidd er akkúrat það sem hjálpar á svona tíma.

    Er LFC ekkert að fara að versla í jan? Hafa menn eitthvað bitastætt slúður ? Persónulega þá er ég að vonast eftir einhverju. Nú t.d þegar talað er um að Matip gæti fengið bann fyrir að mæta ekki á Afríku mótið. Það yrði hræðilegt.

  5. Hef verið meira en sáttur við Wijnaldum til þessa en mer fannst hann virka hrikalega þreyttur gegn Sunderland. Mér fannst fyrra vítið honum að kenna. Það var mín tilfinning live. Fannst Klopp gera rangt að treysta á óbreytt lið. Hann hefði getað veðjað á sterkan bekk gegn þessu botnliði. Annars engin uppgjöf, ef við endum fyrir ofan Man Utd þá er þetta frábært timabil.

  6. það er eitthvað svo hrikalega rangt við að fagna mörkum spörsara, en það er svo ganan að sjá chelsea undir í leik til tilbreitinga.

  7. Það er eitt sem ég skil ekki hja þessum hávitum hjá FA, ef þeir villja svona marga leiki yfir hátíðina, af hverju ekki að spila bikar leikina þá frekar en um næstu helgi. sjáfsagt vegna þess að þá væru stóru nöfnin hvíld og þess vegna færri peningar í kassan hjá þeim en þetta er allveg svakalega svínslegt.

  8. S.s eftir þessi skelfilegu Sunderland úrslit þá.
    Náði Man City að nálgast okkur um 2 stig(eftir að við fjarlægðust þá um 3 fyrir nokkrum dögum).
    Náði Man utd að nálgast okkur um 2 stig(og eru þá 5 stig fyrir aftan okkur).
    Tottenham virðist ætla að nálgast okkur um 2 stig.

    en
    Við nálgumst toppinn um 1 stig (erum núna 5 stigum frá toppnum í staðinn fyrir 6).
    Arsenal nálgaðist okkur ekkert.

    Já það var þreytta í gangi og liðið náði sér ekki alveg á strik en áttu enga síður að ná 3 stigum en það er ekkert gefins í þessari deild og það tókst ekki.
    20 leikir búnir.
    Liverpool í 2.sæti 5 stigum frá toppnum og 3 stigum frá 5.sæti( en ég held að markmiðið var að ná meistaradeildarsæti í ár).
    Það er nóg eftir af þessu móti og allt getur gerst.
    Liverpool á heimaleiki gegn.
    Chelsea, Tottenham, Arsenal, Everton
    Liverpool á útileiki gegn.
    Man utd og Man City

    Svo má ekki gleyma að liðið er að fara í FACup(vonandi ævintýri) og er í undanúrslitum í deildarbikar.
    Ég hef trú á Klopp og strákunum okkar og að tímabilið 2016/17 verður gott þegar horft verður tilbaka og jafnvel mun bikarskápurinn okkar fá nýjan meðlim í hóppinn 🙂

  9. Tottenham voru að spila fáranlega vel á móti chelsea og unnu það þýðir að titil barátta er enn í gangi þetta var gott fyrir deildina

  10. VIð færumst nær toppnum eftir góð úrslit í kvöld! Svekkjandi að hafa ekki tekið Sunderland.. þá værum við 3 stigum frá toppnum. Þetta minnkar hins vegar ennfrekar í næstu um ferð þegar Chelsea fer á erfiðan útivöll á móti meisturum Leiceister en við tökum þrjú létt stig á móti litla liðinu í manchester 😀 Bring it on!

  11. Ég var nú að vonast til að leikur Spurst og Chelsea færi jafntefli en þetta var klárlega næstbesti kosturinn. Þessi úrslit staðfesta það að þessi deild er galopin. Við getum unnið hana en við gætum líka endað í 6. sæti og þetta er klárlega 6 liða einvígi.

    Vona svo sannarlega að Klopp spili EINGÖNGU kjúklingum á móti Newport um næstu helgi. Síðan neyðist hann til að spila nokkrum lykilmönnum, þó ekki öllum, í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Southampoton.

    Svo er LEIKURINN þann 15. nk. á Old Trafford. Vonandi verðum við búnir að fá sem flesta lykilmenn úr meiðslum og helst 1 – 2 nýja leikmenn í byrjunarliði eða á bekknum. Sá leikur má alls ekki tapast!

  12. Þó að maður vilji aldrei að hinir sem eru í top baráttu vinni þá hefði jafntefli milli Tottenham og Chelsea aldrei verið betri kostur þar sem það hefði núllað út okkar stig þessa umferðina.

    Chelsea þurfti að tapa þannig þetta voru bestu úrslitin og nú er komin pressa á þá sem var ekki til staðar þar sem þeir héldu þeir væru orðnir ósnertanlegir og líklegast önnur lið voru farinn að halda það líka.

    Þurfum klárlega góð úrslit þann 15 þar sem munurinn á 2-5 sætinu er bara munur á einum tap leik.

  13. Hlýtur að vera hægt að skipta á Sakho og einhverjum kantara eins og Ronaldo og Bale. Það vilja allir koma til Liverpool.

  14. Þið hérna sem eruð límdir inní allt tengt LFC
    Hvaða leikmenn eru orðaðir við okkur í janúar ?
    Neita hreinlega að trúa öðru en eitthvað gerist.
    Óneitanlega erfiður gluggi samt en money talks, FSG voru í plús í sumar svo eitthvað ætti að vera til……

  15. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að það þarf að styrkja hópinn og auka breiddina.

    Ég geri mér grein fyrir því að það er aðeins 5. janúar og glugginn opinn út mánuðinn – en hvað eru Klopp og hans menn að hangsa? Það er ekki eins og deildin (og bikarkeppnir) sé í fríi á meðan!

    Haugur af leikjum í janúar og mikil fjarvera lykilmanna. Það vantar menn í gær!

  16. Takk fyrir mig! Skemmtilegt hlaðvarp og gaman að fá orðheppna gesti í varpið endrum og eins.

    Sigur spurs á chelskí var mikil blessun fyrir sálartetrið mitt og okkar lið. Nuna eru bara fimm stig í þá og 54 stig í boði. Þeir sem voru búnir að dæma chelskí sigurvegara voru á villigötum. Þeir munu tapa stigum þegar eldmoðurinn dettur niður og meiðslin byrja. Eitt sem sló mig i leik gærkvöldsins og það var arfaslök vinnsla courtois i mörkunum tveimur. Alltof passi ur og hann leit illa ut. Það eru fleiri markmenn en okkar að lita illa ut annað slagið… Just sayin.

  17. Þið kaupóðu menn.
    Aððððeins að kippa ykkur niður á jörðina.

    Klopp hefur ekkert breyst frá því hann var þjálfari í Þýskalandi.
    Síðasti gluggi staðfestir það.
    Hann kaupir góða fótboltamenn með hæfileika. S.s. Mané, Matip, Klavan.
    Nettó var glugginn í plús og ekki keyptar neinar stjórstjörnur.

    Hef trú á að þetta verði næstu kaup.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-klopp-cian-harries-transfer-12407585

    Það er munur á því hvað mann langar í og hvað níska, þýska stálið gerir gerir…….

  18. Það er alltaf jákvætt að fá unga efnilega stráka í akademíuna. En það vantar menn í aðalliðið – og fyrir mér þarf varla að ræða þá staðreynd.

    Það vantar hafsent og það vantar sóknarmann – að lágmarki. Og þetta vantar núna.

    Þrjóska kemur öllum um koll einhvern tímann, líka bestu og mestu snillingunum eins og Klopp.

    Við erum með einstakt tækifæri á að gera alvöru atlögu að titlinum, þar sem engin evrópukeppni er að trufla okkur. Og ég vill sjá ALLT ALLT ALLT gert til þess að styðja á bak við þá atlögu.

    Ég trúi ekki að menn vilji hugsa: “Ef við hefðum nú bara ekki verið svona nískir…”, þegar ef við lendum í 2.-4. sæti, að stórum hluta til vegna þess að einhverjir af Coutinho, Sturridge, Matip, Henderson og Mané eru alltaf fjarverandi. Það kallast að spara aurinn en henda krónunni.

    Upp með veskið núna og styðja við bakið á þessari titilsókn!

  19. Las að Klopp hefði fengið 40 mil punda til kaupa sem er bara ágætis peningur , en já Klopp er ekkert bara fara kaupa eitthvern þetta er útpælt hjá Klopparanum er alveg sammála okkur vantar menn í gær en allir sem hafa fylgst með Klopp í gegn um tíðina vita að hann kaupir einungis menn sem hann hefur not fyrir ekki eitthver panic kaup.

  20. Þessu gjörsamlega ótengt: þó starrar séu nú ekki algengasti fuglinn á Íslandi, þá eiga þeir það til að hópast saman. Ef þið sjáið slíkt skulið muna að starrager rímar við Carragher.

  21. Mjög ólíklegt að við kaupum í aðalliðið í janúar. Engir feitir bitar orðaðir við okkur og janúar markaðurinn er almennt erfiður. Ég vona bara að hinir í topp6 brenni sínum sjóðum í einhverja vitleysu.

  22. Feitir bitar fyrirfram er einmitt ekki það sem Klopp kaupir sbr Matip og Klavan. Bíð spenntur eftir næstu kaupum.

  23. Hér má sjá að Liverpool hefur gengið allra liða best að taka stig af toppliðunum eða 11 stig.
    Við höfum svo verið ansi duglegir í að tapa stigum á móti minni liðum eða 12 stig.
    Þannig að hvert einasta stig sem við höfum náð í á móti topp sex hefur verið núllað út og gott betur. Verðum aldrei meistarar fyrr en það tekst að laga þetta sem hefur verið að plaga okkur í allt of mörg ár.
    http://www.mbl.is/sport/enski/2017/01/05/bestir_gegn_topplidunum/

  24. Ég tel líklegast að það verður ekki einn einasti kjaftur keyptur í þessum glugga, nema mögulega einhver í unglingastarfið. Við eigum Matip, Coutinho og Mane inni og svo er Gomez að koma til baka og það verður enginn keyptur fyrir þá.

    Svo eru kjúklingarnir engir aukvissar, T:d er Alexsander Arnold þrusugóður og sýndi í bikarleiknum sem hann fékk að hann getur svo sannarlega leyst bakvarðastöðuna af hendi ef Milner eða Clyne myndu meiðast. Svo er Ejaria og Grjuik mjög líklegir.

    hugmynd Klopps virðist vera sú að hafa aðalhópinn ekkert of breiðann en þrusu sterkann og ólánuðu kjúklingarnir sem hann skilur eftir eiga að þróast hægt og bítandi að ná upp í gæði aðalliðshópsins. Mér finnst sú hugmynd virðingarverð og geti vel gengið upp. *

    Ég stið Klopp heilshugar og hans hugmyndir.

  25. Upphitun kemur inn í kvöld.

    Annað, tók saman byrjunarlið Liverpool skipað leikmönnum sem keyptir hafa verið í janúarglugganum á þessari öld.

    Janúar glugginn er erfiður en eins og sést alls ekki vonlaus neitt. Þarna eru okkar bestu menn undanfarin ár.
    Arbeloa kom frá miðlungsliði á Spáni á skít á kanil og tók Leo Messi úr umferð í sínum fyrsta leik. Hann fór svo og varð byrjunarliðsmaður hjá Real Mardríd og besta Spænska landsliði sögunnar.
    Skrtel og Agger komu báðir frá liðum sem ætti vel að vera hægt að kaupa frá í janúarglugganum og voru í um áratug hjá klúbbnum. Nákvæmlega leikmannakaup í anda Klopp.
    Macsherano kom við sérstakar aðstæður en klúbburinn gerði mjög vel að stökkva á tækifærið. Það eru alltaf til góðir leikmenn hjá öðrum liðum sem eru fáanlegir af einni ástæðu eða annarri. Everton er t.a.m. líklega að kaupa Schneiderlin í janúar og jafnvel Depay líka. Það hefðu verið töluverðar fréttir fyrir ári síðan.
    Coutinho virkar í dag eins og þjófnaður um hábjartan dag.
    Sturridge var ofaukið hjá Chelsea, eiga lið eins og Barca, Real, PSG o.s.frv. einhverja svona afgangs? (Robben, Sneijder, Sanhcez (o.fl. eru t.a.m. leikmenn sem var ofaukið hjá þessum liðum).
    Andy Carroll gekk ekki upp en Liverpool borgaði það sem þurfti í því tilfelli, okkur væri skítsama hefðu Carroll kaupin gegnið upp.
    Suarez eins og Macsherano kom svo við óvenjulegar aðstæður og félagið gerði vel að stökkva á tækifærið. Hann er samt leikmaður sem félagið var búið að miða á frá sumrinu áður. Suarez er líklega bestir leikmaður sem keyptur hefur verið í janúarglugganum, þá er ég að meina á heimsvísu, ekki bara hjá Liverpool.

    Carroll kaupin voru kláruð mjög hratt en félagið fór ekkert bara að hugsa um hann eftir að það varð ljóst að Torres fór. Hann var búinn að vera undir smásjánni og maður gerir þá kröfu á þann her manna sem vinnur hjá félaginu að til séu listar yfir leikmenn sem hægt er að hjóla í þegar tækifæri gefst.

    Núna er Liverpool með stjóra sem er frægur fyrir það að kaupa óþekkta/óslípaða leikmenn sem hafa ekki ennþá toppað á sínum ferli og kosta í samræmi við það. Ef við hefðum virkilega viljað Matip og Klavan t.a.m. í fyrra hefði líklega verið hægt að klára það. Jafnvel Mané og Wijnaldum líka. Það er enginn að segja mér að ekki sé hægt að kaupa leikmenn frá liðum á Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og jafnvel Englandi frá liðum sem eru ekki í titilbaráttu eða fallbaráttu.

    Núna þegar liðið er í bullandi séns í deildinni en leikmannahópurinn á allra tæpasta vaði með lykilmenn frá í lengri tíma er ég að vona að stokkið verði á leikmenn sem styrkja liðið strax í stað þess að taka sénsinn og bíða. Síðasti deildarleikur finnst mér augljóst dæmi um töpuð stig vegna meiðsla lykilmanna og þ.a.l. of lítils leikmannahóps.

    Ég hef enga trú á að það verði bætt við leikmanni í þessum glugga og treysti auðvitað stjóranum. Óttast samt að það komi í bakið á okkur ef ekkert verður bætt við hópinn núna, rétt eins og það hjálpaði okkur EKKERT á lokasprettinum í fyrra.

Sunderland 2 Liverpool 2 [skýrsla]

Bikarleikur gegn Plymouth