Mörk: Engin!
BESTU LEIKMENN LIVERPOOL
Það er að æra óstöðugan að ætla að finna góða frammistöðu hér í dag. Allt liðið á sama báti, spræk byrjun en svo einfaldlega dó frammistaðan á 25.mínútu og þar er enginn undanskilinn. Lucas skástur og Stewart átti góða spretti en annað einfaldlega dapurt. Karius gerði engin mistök enda fékk hann ekkert að gera.
VONDUR DAGUR
Fyrst og fremst vondur dagur fyrir alla þá leikmenn sem eru að gera tilkall til aðalliðs Liverpool FC. Það kom enginn þeirra vel út úr þessum degi. Moreno skapar ekkert með hlaupum sínum og lendir í vandræðum varnarlega gegn D-deildarliði. Joe Gomez er ekki tilbúinn ennþá, auðvitað stressaður og allt það eftir langa bið en mistækur í sendingum og staðsetningarnar erfiðar, Stewart reddaði honum algerlega í lok leiks. Stewart sjálfur var kannski sá sem var næst því að sýna eitthvað en hann á það til að ætla sér erfiða hluti ansi mikið og oft og virkar linur á mig þegar hann er að lenda í slag inni á miðsvæðinu. Woodburn er svakalegt efni – en átti að nýta sín tækifæri betur í upphafi leiks og í síðari datt hann alveg út úr leiknum. Ejaria týndist alveg eftir kortér. Ojo eftir klukkutíma.
Svekktastur er ég með Emre Can og Origi. Can verður að stýra svona leikjum þegar miðjan fær svæðið til að vinna í. Það gerði hann alls ekki, var alltof mikið að klappa boltanum og taka rangar ákvarðanir reglulega. Svo er ég bara áfram þessi leiðinlegi með Origi. Hann þarf svo klárlega að verða betri í fótbolta þessi strákur. Hann er klárari en það er bara alls ekki nóg. Hann bara sást aldrei í teignum í leik þar sem við vorum svo þurfi fyrir framherja. Það er að mínu mati alger krafa að framherji liðs í 2.sæti í Úrvalsdeild sýni gæði í leik gegn liði í D-deild. Þetta var eins vond frammistaða hjá senter og ég hef séð hjá klúbbnum!
UMRÆÐAN EFTIR LEIK
Breidd liðsins, sérstaklega sóknarlega, hlýtur að vera einn punkturinn. Í 97 mínútna fótboltaleik fengum við ekki eitt opið færi eða komumst í gegnum vörn mótherjanna. Það er ÖMURLEGT Í ALLA STAÐI og vakti upp sárar minningar frá Burnley leiknum í haust. Við erum í fínum málum finnst manni þegar Mané, Firmino og Coutinho eru þar en satt að segja þá virðist annað ekki líklegt til árangurs og þessi leikur hlýtur að ýta undir það að verslað verði í janúar einhver sá leikmaður sem er líklegur til að aðstoða betur en þeir sem fengu sénsinn í dag.
Hvaða vit er í algerri hvíld byrjunarliðs er annar punktur sem félagið hlýtur að ræða eftir daginn. Enn einn ganginn er um annan leik að ræða, þessi kallar á langt ferðalag og eyðileggur hreina æfingaviku milli leikja við United og Swansea. Það eru verri örlög heldur en að láta t.d. Wijnaldum, Sturridge og Klavan spila svona leiki með unglingunum að mínu mati. Við tökum endalaust og alltaf þessa kosti að hvíla heilt lið og ég er alveg sannfærður um það að næsti svona möguleiki verður nýttur á annan hátt af Klopp. Þessi úrslit vildi ENGINN í félaginu og eins og tempóið í þessum leik var tel ég enga áhættu hafa verið að spila sterkara liði til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu!¨
NÆSTU VERKEFNI
Næst förum við til Southampton í fyrri leik undanúrslita Deildarbikarsins á miðvikudaginn og síðan er risaleikur á Old Trafford um næstu helgi. Stór vika framundan!!!
Í LOKIN
Ég skil fullkomlega að pirringur minn pirri marga, sérstaklega þá sem ekki horfðu á þessar 97 mínútur í dag. Biðst velvirðingar á því – auðvitað er þetta ekki lykilkeppnin eða stóri dómurinn. Ég er bara ekki með neina þolinmæði fyrir því að Liverpool FC sé ekki að sýna af sér þann stórklúbbskarakter sem í okkur býr. Það er því miður að verða alltof algengt að alls konar spámenn komi á Anfield og telji sig eiga möguleika á úrslitum…og í alltof mörgum tilvikum hafa þeir rétt fyrir sér.
Þessu verður bara að breyta, ef að ungu leikmennirnir eru ekki tilbúnir þá er bara að bregðast við því takk!!!
Anda inn anda ùt Maggi, þetta er enginn heimsendir, léleg framistaða og allt það. En við fàum einn aukaleik til að horfa à okkar àstkæra lið. Kveðja ùr dýrabùðinni ?
Lið sem ætlar sér að verða í meistardeild á næsta ári verður að geta tekið smá leikjaálag og fyrir utan þegar liðið er skipað 90% af kjúklingum þá eykst álagið á aðalmennina lítið sem ekkert.
Hvenær á að gefa unguleikmönum tækifæri ef heimaleikur gegn Plymouth er ekki valkostur? Auðvita átti Klopp að gefa þessum leikmönum leikinn enda búnir að vera að standa sig mjög vel í deildarbikarnum gegn liði eins og Tottenham.
Málið er samt að ég held að flestir af þessum ungum gaurum hafa aldrei lent í liði sem pakkar með 11 leikmenn áður og hafa því aldrei lent í þessum aðstæðum áður flestir. Gegn Derby, Tottenham og Leeds þá reyndu andstæðingarnir að sækja smá(gegn Burton þá vorum við að spila okkar sterkasta og ekki mikið af kjúklingum) og þá fengu okkar menn pláss.
Ég held að það eru nákvæmlega svona leikir sem þessir leikmenn þurfa þar ef þeir ætla sér að verða Liverpool leikmenn þá þurfa þeir að venjast því að andstæðingar pakki í vörn.
Já við hefðum átt að klára þetta en ég held að þessi aukaleikur sem verður skipaður kjúklingum aftur hafi engin áhrif á leikinn gegn Southampton eða Man utd þar sem allt aðrir leikmenn spila.
Koma svona Liverpool. Leikmenn liðsins voru ekki góður í dag, stuðningsmenn liðsins í dag voru ekki góðir í dag á pöllunum(að styðja ungu strákana, þetta var eins og jarðaför) en liverpool er enþá í FAcup og ég hef trú á því að við klárum þá í síðari viðureign reynsluni ríkari.
Auðvitað er enginn heimsendir en svona frammistaða hjá úrvalsdeildarliði sem er í titilbaráttu er bara ekki boðleg. Ekki gleyma því að við vorum að spila gegn D-deildarliði!
Er ekki sammála skýrsluhöfundi með að Klopp hafi gert of margar breytingar á byrjunarliðinu. Auðvitað eiga leikmenn sem er í 25 – 30 manna hópi í aðalliði Liverpool að geta unnið lið í D-deildinn á Anfield! Hitt er svo annað mál og efni í aðra umræðu um hvort við séum með nægilegan sterkan hóp.
Að mínu mati sýndi þessi leikur svart á hvítu að það skortir meiri gæði í hópinn. Tel nauðsynlegt að versla 2 – 3 leikmenn í janúar. Höfum ekki efni á öðru ef við ætlum að vera áfram í titilbaráttu út tímabilið.
Það má ekki gleyma því að Plymouth voru frábærir í leiknum…sofandi risi þar á ferð.
Hef held ég aldrei nokkurntíman séð líð pakka svona svakalega og Plymouth gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir reyndu ekki einu sinni að fara yfir miðju.
En menn læra af þessu og flott að láta ungu mennina hlaupa svoldið.
En hvenær verður þessi aukaleikur eiginlega spilaður, ekki mikið pláss þar sem næsta umferð í bikarnum er helgina 28-29 janúar. Við eigum tvo leiki í undanúrslitum deildarbikarsins einnig í janúar.
á sama tíma eru chelsea að valta yfir peterboro með b liðinu sínu , það er engin afsökun fyrir þessu í dag drengir er svo hjartanlega sammála Magga og það er alveg í lagi að vera fúll yfir svona spilamennsku kanski voru of margir aðaleikmenn hvíldir en það er ekki hægt að afsaka þetta á móti liði í 4.dju deild.
Enn og aftur náum við ekki að brjóta svona “kína múr lið” á bak aftur. Því þarf að breyta sem fyrst. Það sést líka að breiddin er ekki sterk hjá okkur og guttarnir ekki tilbúnir í byrjunarlið hjá LFC. Eina jákvæða er að við erum enn með í FA cup.
Krakkar à mòti fullorðnum mönnum og mönnum sem lögðu allt i leikinn. Eg held að Klopp hafi valið rétt lið. Auðvelt að pirra sig eftir à en þessir strakar àttu að vinna leikinn. Ekki mà gleymaþvi að leikmenn eins og Ojo og Gomez hafa verið meiddir lengi og gott fyrir þà að fa svona leik.
Við eigum að làta þessa gutta spila hinn leikinn lika. Nota sterkari menn a miðvikudag og sunnudag.
Eg er allavega rolegur yfir þessu. Einu sem eg er svekktur með eru Can og Origi. Svo kom mer ekkert a ovart hversu lelegur Moreno var.
Nuna koma svo alvoru leikir . Dæmum liðið eftir þà.
Sé ekki betur en að Chelsea hafi bara verið með nokkuð öflugan hóp í sínum leik. Terry fékk reyndar rautt spjald. Held þetta sé bara þokkaleg niðurstaða gefa þessum ungu leikmönnum annað tækifæri og sjá hvort þeir hafi eitthvað lært. Væntanlega sækir Plymouth meira á sínum heimavelli svo sá leikur verður opnari.
,,Svo lengist lærið sem lífið”, sagði Flosi heitinn.
Ég missi ekki mínútu svefn yfir þessu. Kjúllarnir okkar fengu að sprikla um, töpuðu ekki og fá annan leik. Lang verst var að tapa þessum 90 mínútum úr lífinu.
Reyndar stendur upp úr að það eru enn fábjánar í boltanum sem toga í eyrun og í hárin undir höndum andstæðinganna. Sonny Bradley er einn af þessum vitleysingum.
Bíddu, voruð þið ekki að kalla eftir róteringu? Þetta lið hefði borið afhroð gegn Sunderland, þá hefði Klopp væntanlega fengið drulluna yfir sig fyrir það. Það er vandlifað í þessum heimi.
Já það er svo sannarlega vandlifað hjá skýrsluhöfundum Kop.is. Síðast var kallað eftir róteringum en nú mátti vart breytingu gera.
Mér finnst nú þetta full mikið svartagaulsras Maggi, ég vona nú að þetta hafi bara verið létt þynnka að skrifa. Mest megnis ungir pungar að spila gegn 10 manna vegg, eitthvað sem þeir eru algjörlega óvanir að gera. Jafntefli eftir 24 skottilraunir. Það er nú margt mun verra en það, sama hver andstæðingurinn er.
Það er mikilvægt að gleyma ekki hversu langt Liverpool sem klúbbur er kominn á rúmu ári með Klopp, það er algjör óþarfi að leita uppi neikvæðni og tuð þar sem það tæplega þarf að finna. Klárum þetta úti og guttarnir fá góða reynslu út úr því.
Meira að segja skúringastaffið á anfield hefði átt að vinna þennan leik
Fæ sting í magann þegar ég sé menn hérna “réttlæta” og “verja” 0-0 jafntefli gegn D deildar liði. Það er greinilegt að tímarnir eru breyttir, ef Liverpool titlar sig sem eitt af stóru liðunum væru svona úrslit Aldrei ásættanleg eða reynt að “afsaka” þau með einum eða öðrum hætti.
Liverpool FC hefur ekki breiddina til þess að stilla upp B liði sem ætti auðveldlega að fara í gegn um svona lið. Allar afsakanir um að þeir hafi verið 11 í vörn eru aumar og í raun ótrúlega sorglegar.
Ef Klopp og FSG sjá það ekki núna að hópinn verður að styrkja endar þetta tímabil sem lofaði svo vél með ósköpum.
Það sem er hryggilegra er að ákveðinn hópur LFC stuðningsmanna myndu hoppa hæð sína ef 5 sætið myndi nást og tala um framför.
Eru þetta ekki sömu guttarnir og slógu út Tottenham og fleiri lið í deildarbikarnum?. Þeim tókst ekki ætlunarverkið í dag en þeir fá aðra tilraun. Það er ansi erfitt að bera saman varalið Liverpool og varalið Chelsea. Varalið Liverpool inniheldur leikmenn á unglingavinnu taxta, með örfá leiki með félagsliði og það yngsta í sögu félagsins. Varalið Chelsea inniheldur hins vegar núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn, leikmenn með launatékka uppá hundruð þúsunda á viku og hafa jafnvel leikið mörg hundruð leiki fyrir félagslið. Ekki alveg sambærilegt.
Alveg sammála að maður hefði viljað sleppa við aukaleikinn en maður verður bara að horfa jákvæðum augum á þann leik þar sem kjúklingarnir fá tækifæri til þess að bæta upp mistök sín og verða sterkari leikmenn fyrir vikið.
Það var bara eitt lið á vellinum sem reyndi að vinna leikinn og það voru kjúklingarnir hans Klopp sem fá þá annað tækifæri.
Og eins og var sagt hér að ofan þá er ekki hægt að bera þetta lið við varalið chelsea.
Það var gaman að sjá þessa stráka spreyta sig.
Ég verð að segja að ég skil pirringinn í Magga vel, en ég hef líka ákveðna samúð með Klopp. Gleymum því ekki að á vellinum í dag voru ekki eintómir kjúklingar, Lucas, Moreno, Can og Origi verða náttúrlega að gjöra svo vel að dauðskammast sín fyrir frammistöðuna. Það að ná ekki að klára Plymouth með þá fjóra inni á vellinum+Stewart og fleiri spræka hlýtur að hafa valdið Klopp geysilegum vonbrigðum. En það er rétt hjá Magga að það er sæmilega langt í næsta leik þótt janúar verði þéttur þannig að það hefði alveg verið hægt að fórna fleiri alvoru minnum í þennan leik. Það er vandlifað í þessu helvíti, en örvæntið eigi, við vinnum þrefalt í ár. Þið lásuð það fyrst hér. YNWA
Eina sem vantaði upp á þennnan leik var einhvern til að brjóta ísinn. Varnarlega og Miðjulega stóð liðið sig vel og sóknarlega að mörgu leiti allt í lagi. Þetta var yngsta lið Liverpool að spila og greinilegt að margir þarna þurfa örlítið í viðbót til þess að brjóta ísinn.
Liverpool var að mæta liði sem lá aftarlega og það er alltaf erfitt að mæta slíku liði.
Þessi Oddi er enn að bulla sömu þvæluna. Hann fær í magann og kvartar yfir metnaðarleysi vegna þess að klúbburinn velur sér að að byggja frekar upp lið í stað þess að kaupa það tilbúið. Jafnvel þó svo að það er sýnt að FSG getur það ekki, vegna þess að það hefur ekki fjárhagslega burði til þess að keppa við Chelsea, Man City, Man Und.
Jafnvel þó svo að klúbburinn er í öðru sæti í deildinni, þá fullyrðir hann að þetta tímabil mun enda með ósköpum, ef það verður ekki einhver rándýr leikmaður keyptur í janúar glugganu.
Ef svona snillingur eins og hann væri við stjórnina, þá hefðu menn eins og Matip og Klavan ekki verið keyptir, því þeir hefðu verið of ódýrir, heldur menn eins og Kompany á 40 milljónum punda, jafnvel þó svo að hann myndi líklega gera sama gagnið.
Það væri stranglega bannað að byggja upp lið eins og Dortmund gerði á sínum tíma og það væri stranglega bannað að hafa mann við stjórnina eins og Klopp, en eins og hann virðist ekki vita, þá er Klopp 100 % fylgjandi stefnu Liverpoool. Hann vill frekar beita klókindum á leikmannamarkaðinum enda þekktur fyrir slíkt í gegnum tíðina.
Það má líka nefna einn punkt. Englendingar eru grátandi ár eftir ár að það eru engir upprennandi Englendingar að koma upp og nefna að þeir fá engin tækifæri til að sanna sig. Hvernig væri að breyta annarri bikarkeppninni bara í U-23 mót? Þá væri enginn hávaði yfir að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig. Er ekki England eina liðið annars sem er með 2 bikarkeppnir í gangi. Myndi kannski verða til þess að þeir gætu eitthvað á stórmótum.
Ég hefði getað verið við hliðina á Magga þegar hann skrifaði þessa skýslu, því ég er svo sammála hverju orði í henni. Það mætti bæta inn á hana hvenær Liverpool ætlar að eiga leikmann sem kann að taka föst leikatriði. Maður getur ælt þegar þessar spyrnur koma inn í teigin.
Vissulega eru þessir strákar mjög ungir og í framtíðinni hugsanlega í aðalliðinu. En eins og skrifað hér að ofan hefur enginn þeirra möguleika né getu til að vera þar núna. Það sem vantaði mest á mínu mati var þetta ,,total awareness,,. Þeir vissu ekki hvar andstæðingurinn var, snéru þegar þeir áttu ekki að gera það og sendu til baka þegar þeir voru alveg opnir.
Ég er svo sammála með Can og Origi. Báðir mjög vondir sérstaklega Origi. Hann kann ekki að pressa og staðsetningar hans eru mjög vondar. Ég sé hann ekki í þessu Liverpool liði á næsta ári. Ég horfði allavega á þessar græðilegu 97mín í dag og varð fyrir vonbrigðum.
þarf einfaldlega að borga þessum mönnum hærri laun !
#20 Þetta er skelfileg hugmynd. Ekki viljum við að Englendingar fari að geta eitthvað á stórmótum 🙂
Styrmir Gunn #5:
,,Hef held ég aldrei nokkurntíman séð líð pakka svona svakalega og Plymouth gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir reyndu ekki einu sinni að fara yfir miðju.”
Manjú og fleiri hafa stillt leikjunum sínum svona upp á Anfield að undanförnu. Að ætlast til þess að b-liðið okkar með kjúklingum geti brotið svona múra á bak aftur er, að mínu mati amk, eins og að skjóta á snjótittlinga með fallbyssu.
Eru menn að sjá FA-bikarinn í fyrsta skiptið kannski… Ég skil vel að sumir séu svekktir að hafa ekki slegið Plymouth út í gær en þetta er langt frá því að vera Ragnarök. Fínt fyrir b-liðið okkar að fá fleiri leiki og vonandi verða þeir enn fleiri í framhaldinu, það er jú besta leiðin fyrir ungu strákarnir að læra, spila alvöru leiki.
Breiddin er auðsjáanlega ekki nægileg og ef Klopp finnur einhverja sem hann vill í janúar, þá koma þeir, annars ekki. Hann kaupir ekki bara til að kaupa og ég treysti honum 110% til að fara í gegnum transfer-markaðinn.
Svo hjálpar nú ekki beint til að við erum nánast alltaf með 6-9 leikmenn meidda, það er eitthvað sem er óþolandi en trúlega er það fylgifiskur þessa leikkerfis. Núna eru Hendo, Matip, Milner og Grujic allir tæpir fyrir manjú-leikinn og geta ekki verið með á móti Southampton það munar um minna. Vonandi fáum við 2-3 leikmenn í janúar til að styrkja hópinn okkar!
Iilori farinn til reading og við höldum áfram í plús. Ég fer að kaupa hlutabréf í klúbbnum ef við kaupum engann inn
Það skiptir máli að þeir sem spila leikinn, séu vanir að spila saman sem lið. Það voru okkar menn ekki að gera í dag. Menn skildu ekki hlaupin og allir vildu sýna eitthvað sem ekki tókst.
Held að Kloppó hafi gert bara of margar breytingar, hann hefði átt að fara með meiri “hryggsúlu” inn í leikinn í liðinu sínu, og spinna utaná það ungu strákanna. Það var í raun enginn byrjunarliðsmaður í liðinu, sem hefur marga leiki nema kannski Can í þessu liði.
Annað sem sást þó líka er að það er lengra í breiddina en ella, ég var að vona að það væri styttra í það að kjúllarnir yrðu almennilegir hanar en það er greinilega lengra í þetta. Kannski verða þeir betri með betri leikmönnum í kringum sig … kannski ekki. Er alveg sammála um að Moreno og Origi voru einhverneginn týndir og mér fannst í raun afskaplega lítið koma út úr öllum þessum hornspyrnum hjá liðinu.
Plymoth gerði það sem maður reiknaði með, spilaði kerfið 9-0-1 AR sem innri línan varðist á 5 mönnum á markteig og ytri línan varðist á 4 mönnum á vítateig.
En jæja maður fær þá annan leik 18, fer svo sjálfur að sjá leikinn 21 sem er gríðarlegt tilhlökkunarefni.
Byrjunarliðið í þessum leik sagði sig nánast sjálf fyrir leik, eina sem ég hafði út á byrjunarliðið að setja þegar ég sá það var að Can var inná og það var pottþétt fyrirfram ákveðið að hann myndi bara spila 60 mín.
Ógeðslega pirrandi að vinna ekki (eða tapa) því leikjaálgið í janúar er alveg nóg fyrir. Það fer tími og orka í þennan aukaleik sem hefði frekar mátt fara í undirbúning fyrir næsta deildarleik, það eru afskaplega stórir leikir í deildinni framundan.
En byrjunarliðið verður örugglega á svipuðum nótum í seinni leiknum, réttilega.
Kvörtum ekki yfir leikjaálaginu!
Það var allan tímann vitað fyrir þetta tímabil að liðið myndi bara taka þátt í deildarkeppninni og í bikarkeppnunum tveimur. Engin Evrópudeild eða Meistaradeild að þvælast fyrir, ef svo má segja.
Klopp og félagar skáru niður í hópnum með hliðsjón af þessu litla leikjaálagi sem fyrirsjáanlegt var (og er). Menn hérna á kop.is voru á þessum sama vagni, um nauðsyn þess að fækka í leikmannahópnum. Það er ekki hægt að bæði kvarta yfir leikjaálagi á sama tíma og menn kalla eftir fækkun í leikmannahópnum. You can’t have it both ways, eins og sagt er.
Besta við þetta jafntefli er að nú fá unglingarnir annað tækifæri til að spila fyrir aðalliðið. Enginn leikmaður fæðist í heimsklassa, þeir þurfa allir að spila til þess að þróa hæfileika sína. Vafalaust lærðu þeir allir mikið á þessum leik.
Versta við þetta jafntefli var þó án vafa að enginn þessara þriggja aðalliðs-leikmanna (Lucas, Can og Origi) stóðu upp og tóku leikinn í sínar hendur, sem Klopp ætlaðist væntanlega til. Að mínu viti var þetta góð blanda af ungum leikmönnum og reyndari, en þeir síðarnefndu sýndu bara að þeir eru annaðhvort ekki nógu góðir eða eiga margt eftir ólært.
Ég er algjörlega sammála pistlahöfundi með Origi. Hæfileikaríkur patti en hann þarf að gera svo miklu, miklu meira til þess að ég gúdderi að hann sé á undan Sturridge í goggunarröðinni.
Annars fagna ég því bara að LFC fái að spila annan leik. Ég set ánægju mína af því að horfa á liðið mitt ofar heldur en einhverju ímynduðu álagi á unga leikmenn sem þrá ekkert heitar en að spila sem ofast.
Homer
http://www.fotbolti.net/news/09-01-2017/coutinho-snyr-aftur-i-lid-liverpool-a-midvikudaginn
Hérna eru frábærar fréttir, Coutinho, Milner og Henderson verða klárir í næsta leik og Matip er byrjaður að æfa aftur.
Það er á við tvo janúarglugga að fá fjóra leikmenn úr meiðslum, þrjá lykilmenn aftur inn í byrjunarlið og þann fjórða að koma sér í stand fyrir komandi átök.
Serstaklega ánægjulegt að sjá að Coutinho muni líklega spila næsta leik. Þá gæti byrjunarliðið verið nokkurn veginn svona, með einhverjum undantekningum.
Coutinho – Sturridge- Firmino
Wijnaldum- Henderson – Lallana
Milner- Klavan- Lovren – Clyne
Karius
Og breiddin í varamannabekknum meiri en við höfum þurft að sætta okkur við undanfarið.
Mignolet – Can – Origi – Lukas – Eraja – Gomez – Moreno-
🙂
Sælir félagar
Ég er sammála Magga í skýrslu hans. Eins og einhver bendir á hér fyrir ofan þá er það ekki boðlegt að lið eins og Liverpool vill vera og er að það geti ekki klárað svona leiki þó með varaliði sé. Þó þetta sé ágæt æfing fyrir ungu strákana þá verða menn eins og Origi og Can að leiða þá til sigurs í svona leikjum. Ég hefi líka bent á það áður sem Maggi nefnir að Origi er ekkert voðalega góðir í fótbolta.
Það tela einhverjir sig umkomna þess að gera athugasemdir við að Maggi taki djúpt í árinni. (hörður #13). Ég skil það ekki. Geta menn ekki einfaldlega verið því ósammála sem Maggi segir án þess að fara að gera athugasemdir við hann eða ástand hans. Hann hefir fullan rétt á skoðun sinni alveg eins og þeir sem eru honum ósammála hafa rétt á sinni.
aÞað er nú þannig
YNWA
Gaman að menn séu að afskrifa Origi þegar hann skoraði 4 mörk í 4 leikjum í nóvember og desember. Hann var auðvitað arfaslakur í þessum leik samt. Verstar þóttu mér þó hornspyrnur Moreno sem voru ömurlegar. Að öðru leyti er ég sammála þeim sem finnst þetta helst hafi átt að vera Can, Moreno og Origi sem feiluðu á því að bera ungu strákana á sínum öxlum. Þeir eru nú allir tiltölulega ungir og eru kannski ekki nógu öflugir til þess. Þetta er samt ekki flókið, menn feiluðu á of miklu boltaklappi og tóku ekki hlaup í svæði eins og aðalliðið gerir svo gjarnan og sem komst aðeins í gang með Lallana og Firmino.
Annars er ég nú sjálfur í svo góðum gír, með Stöð 2 Sport og svona núna, þannig að ég pirra mig lítið á því að hafa ekki unnið leikinn. Það segir okkur þó að breiddin er alls ekki mikil þegar meiðsli lykilmanna eru eins og þau eru. Við erum með þetta 15-16 leikmenn sem geta spilað sómasamlegan fótbolta. Svona leikir hjálpa okkur þá vonandi við að fjölga þessum leikmönnum.
Já og svo vil ég minna á að það er frekar tilgangslaust að bíða eftir því að fá þessa 4 leikmenn úr meiðslum því einhverjir aðrir detta nær örugglega í meiðsli í staðinn. Ætli það sé ekki kominn tími á Milner og Clyne núna? Og þá verður heldur betur hægt að pirra sig yfir Moreno…
Brynjar Jóh#29
Hélt að það væri þegjandi samkomulag okkar Liverpool-manna að fara ekki inn á fotboltanet og 433 síðurnar, hef ekki gert það í mörg ár sjálfur.
Annars verðum við að klára Plymouth því Úlfarnir bíða okkar á Anfield og það verður spennandi viðureign!
http://www.thisisanfield.com/2017/01/liverpool-plymouth-face-wolves-fa-cup-fourth-round/
Sjö ára sonur minn skilur ekki þennan pirring. Hann sagði, Liverpool er enn með í bikarkeppninni. Og í öðru sæti í deildinni. Svo má líka nefna að Liverpool er í undanúrslitum í deildarbikarnum.