Örstutt innlegg ætlað þeim sem fara með okkur til Liverpool í næstu viku!!!
Í gær sendum við út dagskrá ferðarinnar – ef að einhverjum barst hún ekki, endilega sendið okkur póst á Kopis2016@gmail.com og hún kemur til baka um hæl.
Annars eru helstu fréttir af klúbbnum þær að í gær seldum við Tiago Ilori til Reading fyrir 3,75 milljónir plús bónusa út frá hans frammistöðu og liðs þeirra. Nú ber svo við að tilkynnt hefur verið m.a. í Liverpool Echo að við græðum á þessari sölu þar sem að kaupupphæðin okkar mun hafa verið fyrst og síðast háð hans frammistöðu, nokkuð sem ég taldi alltaf afar líklegt. Ilori var augljóslega ekki nógu góður fyrir félagið og því eðlilegt að af þessari sölu hafi nú orðið.
Ef að við sláum út Plymouth koma Úlfarnir á Anfield í 32ja liða úrslitum bikarsins í lok þessa mánaðar, Jón Daði og félagar!
FIFA valdi söng Liverpool og Dortmund á “You’ll never walk alone” sem “Aðdáendaviðburð ársins 2016” – nokkuð sem að við gleðjumst yfir, jafnvel þó að það hafi slegið út víkingaklappið okkar Íslendinga, alltaf gott að fá jákvæðar fréttir.
Fleiri jákvæðar fréttir bárust svo í gær þegar ljóst varð að Phil Coutinho mun verða í hóp gegn Southampton annað kvöld og því einnig líklegur til að geta leikið með á Old Trafford um helgina. Frábærar fréttir það!
Annars er podcast væntanlegt í kvöld elskurnar!
Væri mjög gaman að fá JDB á Anfield, einu sem ég þekki sem spilað hafa á Anfield eru meðlimir í stjórn Liverpool klúbbsins! JDB er mjög góður en það viðurkennist að hann er enginn Bragi Brynjars.
Það þyrfti að vera Like takki… myndi læka allt sem þið gerðuð!!
Ég verð að viðurkenna það að ég er að verða frekar spenntur fyrir þessari ferð og ég tel það nokkuð ljóst að hún klikki ekki frekar en fyrri daginn