Liverpool 1 Wolves 2 [skýrsla]

0-1 Stearman 1. mín.
0-2 Weimann 41. mín.
1-2 Origi 86. mín.

Leikurinn

Úff, þvílík vika. Fyrir átta dögum var ég í skoðunarferð á Anfield með 70-manna hóp í Kop.is hópferðinni. Það var mikil bjartsýni yfir hópnum, sólin skein og það hvarflaði varla að mönnum að leikurinn daginn eftir myndi tapast. Nú, átta dögum síðar, hefur Liverpool tapað þremur heimaleikjum í röð, og það á einni viku!

Látið engan segja ykkur neitt annað. Þetta er krísa, sú fyrsta í starfi Jürgen Klopp sem stjóri Liverpool. Ef okkur finnst þrír tapleikir á Anfield ekki tilefni til að stökkva upp á nef okkur, hvenær þá? Félag sem kallar sig risaklúbb og þykist (ætíð) stefna á toppinn á einfaldlega ekki að láta bjóða sér slík úrslit.

Hafi töpin gegn Swansea og Southampton verið léleg, og frammistöðurnar eftir því, þá tók steininn úr hér í dag. Í marki Úlfanna, sem eru í 18. sæti næst efstu deildar, var varavaramarkvörðurinn Harry Burgoyne. Hann er tvítugur og hefur leikið tvo leiki fyrir Úlfana en fékk kallið vegna leikbanns og meiðsla annarra markvarða.

Hann þurfti ekki að verja skot fyrr en á 60. mínútu. Alls voru þetta þrjú skot sem hann varði á síðasta hálftímanum, allt laus og vonlaus langskot frá Coutinho, Sturridge og Origi. Hann hirti svo eina tuðru úr marknetinu í lokin en þá var einfaldlega orðið of seint hjá Liverpool að ætla að setja þennan nýliða undir einhverja pressu.

Þetta var ekki lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Klopp, heldur sú langlélegasta.

Í stað þess að tala um einstaka góða og slæma leikmenn þá ætla ég bara að fella þá alla undir sama hatt. Þetta var ekki boðlegt Liverpool FC, á heimavelli í bikar gegn neðrideildarliði, né undir hvaða öðrum kringumstæðum. Ég vona að þeir sofi allir illa í nótt.

Janúar

Þrjú töp í röð á Anfield. Einn sigur í átta leikjum í janúar, og enginn í fjórum heimaleikjum. Hvað er annars að ske hjá liðinu? Hvers vegna hefur spilamennskan frá því fyrstu fjóra mánuði tímabilsins gufað upp? Af hverju hefur liðið ekkert sýnt síðan það vann City á gamlárskvöld í deildinni?

Er það þreyta? Liðið hefur verið að spila tvo leiki á viku nánast sleitulaust síðan snemma í desember. Klopp keyrði jafnvel á aðalliðsleikmönnunum í deildarbikarnum í haust og það er alveg möguleiki á að þessir 12-15 sem hann treystir helst á séu orðnir þreyttir eftir alla sprettina síðustu vikur og mánuði. En þá spyr maður, hvers vegna að halda því fram að leikmannahópurinn sé nógu sterkur og ofspila svo helstu leikmönnunum svona mikið?

Er það skortur á breidd? Ef svo er þá ætti yfirstjórnin og Klopp líka að skammast sín. Hverjir ákváðu að Ragnar Klavan og Lucas Leiva væru gott kóver í miðverðina? Hverjir ákváðu að það væri nóg að hafa Milner í bakverði og svo bara unglinga til vara? Hverjum fannst í lagi að utan fjögurra helstu á miðjunni væru bara Kevin Stewart og (aftur) Lucas Leiva? Hverjir vissu að Mané myndi hverfa frá í janúar en skildu okkur samt eftir með bara hann, Coutinho og framherja til að spila á vængjunum?

Nánast eina staðan sem við erum vel mannaðir í er framherjastaðan, og mörkin hafa samt sem áður þornað upp af því að okkar heitasti (og fjölhæfasti) framherji hefur þurft að spila úti á kanti þar sem ekkert annað kóver er að finna þar. Origi og Sturridge hafa líka þurft að spila á vængjunum á köflum, sem og okkar besti miðjumaður í vetur, Adam Lallana.

Það er einfaldlega mjög svekkjandi að sjá Klopp segjast vera ánægðan með hópinn og spila svo 12-15 mönnum of mikið og hinum lítið sem ekkert. Og það er enn meira svekkjandi að vera í seilingarfjarlægð við Wembley og toppsæti deildarinnar snemma í janúar og hafa samt ekki metnað í að sækja einn þeirra sem Klopp vildi og fór annað, af því að menn tímdu ekki að hækka tilboðið aðeins.

Framhaldið

Staðan er eins og hún er. Báðir bikararnir farnir. Ég hef minni áhyggjur af leiknum í dag, ég sagði þegar liðið kláraði Plymouth að ég vildi að strákarnir fengju Wolves-leikinn líka. Það er tapið gegn Southampton, og Swansea þar áður, sem setti aukna pressu á Klopp og liðið fyrir daginn í dag. Í stuttu máli, ef liðið hefði klárað sig inn á Wembley fyrir þremur dögum hefði öllum verið skítsama þótt varaliðið hefði tapað gegn Úlfunum í dag, þegar aðeins þrír dagar eru í annan risaleik.

En svo fór sem fór. Bikararnir eru farnir og nú á Liverpool einungis 16 deildarleiki eftir fram á vorið. Sá næsti er á þriðjudagskvöld þegar topplið Chelsea kemur í heimsókn, síðan eru aðeins þrír leikir í febrúar og aðrir þrír í mars. Sex í apríl og þrír aftur í maí.

Liverpool FC er félag sem þykist vera meðal þeirra stærstu í heiminum. Eitt af stórliðum enskrar knattspyrnu, lið sem stefnir á að vera reglulega í Evrópukeppnum og að berjast um bikarana og deildina heima fyrir. Og samt eru stuðningsmenn þarna úti sem reyna að segja ykkur að Liverpool FC sé betur statt í dag að geta einbeitt sér að deildinni, af því að leikmannahópurinn ræður ekki við 3-4 bikarleiki í viðbót fram á vorið.

Eitthvað passar ekki hérna. Ég gæfi allavega mikið fyrir ef liðið væri á leiðinni á Wembley, um leið og það keppir um efstu sætin í deildinni. Þess í stað eru fram undan langar vikur þar sem alvöru stórliðin spila í Evrópu og bikarkeppnum á meðan Liverpool fær tíu daga milli deildarleikja til að æfa og undirbúa.

Sorrý, Jürgen, en hvort sem það er skortur á breidd eða þreyta þá á liðið þitt að endast lengur en fram í janúar. Sérstaklega þegar það er ekki í Evrópu líka. Ef menn reyna að afsaka sig með leikjaálagi, breidd eða fjarveru Mané eftir þessa viku þá fer trú mín á verkefninu að beygja norður og niður.

Chelsea á þriðjudag. Síðasti séns að stimpla sig inn í titilbaráttuna. Annars er verkefnið að tryggja sér topp fjóra svo að Excel-skjölin líti vel út í vor og við getum fengið Real Madrid aftur í heimsókn í haust. Það er líka eina verkefnið næstu fjóra mánuðina. Koma svo!

YNWA

79 Comments

  1. Veit ekki hvað mér finnst um þetta allt saman úff maður er bara orðlaus þetta eru ekki einu sinni góð lið sem eru að vinna okkur.Hvað er það ?

    1
  2. Þessi hörmulega frammistaða minnir á eftirfarandi fimmaurabrandara:

    Q: What is the difference between Liverpool and a cup of tea?
    A: The tea stays in the cup longer!

    1
  3. Við erum allavegan lausir við allar aðrar keppnir út tímabilið, það spáðu flestir hér á kop.is liverpool í 5-6 sæti á tímabilinu, ég fer mjög sáttur í sumarið ef við náum top 4 og held að vera lausir við þessa gúmmíbikara geri það bara auðveldara.

    Treystum á klopp!
    YNWA

  4. Sammála Birgi hér fyrir ofan.

    Ég nenni ekki að pirra mig (mikið) á úrslitum leikja Liverpool þar sem vilji Klopp var greinilega sá að gefa ungu mönnunum tækifæri.
    Sumir þeirra nýttu það nokkuð vel, en augljóslega geta þeir ekki allir blómstrað.

    Núna verður fullur fókus á deildina, og ég persónulega fagna því.

    Y.N.W.A.

  5. Ég sagði í byrjun tímabils að þetta lið væri ekki nógu gott þar sem það var ekki keypt nóg af gæðum í sumar og fannst mér vanta alla vega 2 til 3 leikmenn svo við gætum gert harða atlögu að topp 4. Ég sagðist hafa mikla trú á Klopp en teldi hann ekki galdramann. Ég þurfti heldur betur að éta þetta ofan í mig fram í desember en nún sýnist mér einmitt það vera að koma í ljós að það er bara als ekki næginleg breidd í liðinu.

  6. Ég ætla bara að taka pollíönu á þetta enda er ekki eins og það hafi þurft að opna nýja silfurnámur til að bræða í bikara síðasta áratuginn.
    Klopp er líklega búinn að átta sig á leikjaálaginu á Englandi og er í miðju uppbyggingarferli. Hópurinn er eins þunnur og hann verður, og það er verið að ýta ungu strákunum inn í hópinn og byrjunarliðið. Ég er búinn að halda með Liverpool í 25 ár og er því ekkert svakalega stressaður yfir stöðunni þótt ég voni auðvitað að við náum í topp4.
    Ég viðurkenni þó að ég er ekki laus við pirring, en með Klopp á hliðarlínunni lít ég sæmilega bjartsýnn til framtíðarinnar.

  7. enn og aftur,,öll lið eru búinn að fatta þetta, liggja í vörn og sækja hratt. Þetta er að drepa okkur og versta er að Klopparinn er ekki að fatta þetta. Bakka með bakverðina ( of mikið pláss að skapast fyrir aftan þá.) og kaupa mann með viti á miðjuna, Kaupa síðan 2 strikera núna!!!! við erum hættir að fá færi,,common…

  8. sælir strákar,mig langar til þess að þakka kærlega fyrir mig síðustu helgi, frábær ferð í allastaði allavega fyrir mig og mína, þrátt fyrir að maður hafi nú kannski misst jarðsamband á einhverjum hluta 🙂 en nóg um það,orðið er rétt! KRÍSA !nú verður bara klopparinn að fara versla einhver gæði! þetta er ekkert þýska sko það þarf viðurkend gæði! og okkar nærsti maður verður að vera miðvörðurinn! þó við þurfum að spredda 70mills fyrir hann þá verður það bara að vera svoleiðis . mér er samt minnistætt þegar þið í podcastinu fyrir leiktíð voruð endalaust að tala um hvað hópurinn væri stór það við værum ekki að spila í neinu nema deild og bikar! hópurinn sem við höfum til umráða núna er svo langt frá því að geta spilað á móti liðum sem eru í deild undir okkur,þó við séum með 4,5, aðalleikmenn með þessum kjúllum, mér finnst alltaf við þurfa að losa okkur við leikmenn sem eru eldri en 24 og geta eitthvað en eru ekki að spila hverja helgi,ekki þurfa city og chelsea og fleirri að gera það,nú er að opna veskið og versla þetta helvítis rugl gengur ekki lengur! mér finnst miðverðirnir okkar ekkert alslæmir en þeir eru ekki að valda þessu.höfum ekki haft alvöru mann síðan frænda okkar sami hyypia.það er mitt álit að það þarf að kaupa klár gæði sem eingin vafaatriði eru á og borga fyrir það ég veit að það er ekki klopp stíllin en þetta er enska deildin! maður bara trúir varla þessari tölfræði sem þessir blessaðir utd félagar manns eru stanslaust að stimpla mann með.þetta nátturulega bara gengur ekki lengur ég er brjálaður!! þvílík holling á þessu liði!!!!!

  9. Ég skil ekki að menn séu að reyna að réttlæta það að það hafi bara verið fínt að detta úr FACup því að núna hugsum við bara um deildinna.
    Áttum okkur á því að í febrúar á Liverpool 3 leiki og í mars á Liverpool 3 leiki. Að henda inn einum bikarleik á milli Spurs og Leicester leiknum(16 dagar á milli) hefði bara verið skemmtileg.

    Það sem vantar greinilega hjá liverpool núna er fyrst og fremst sjálfstraust. Í byrjun tímabilsins þegar við áttum fínt start þá keyrði liðið áfram og menn gátu varla gert misstök. Í dag eru menn hikandi, hræddir við að senda framávið og það hratt stopa og horfa í kringum sig í staðinn fyrir að halda áfram að keyra á þetta.

    Já lið eru farinn að pakka gegn okkur og því fækkar færunum en það er ekki bara af því að lið eru með 11 manna varnarmúr heldur líka af því að við erum ekki að nota kraft og áræðni til að ráðast á pakkan.

    Í sambandi við leikinn í dag þá var fátt jákvætt. Ég tel þó að Ben Woodburn eigi eftir að verða mjög sterkur leikmaður hjá okkur og er hann mikið efni. Mér fannst líka liðið virka aðeins betra þegar Klopp breytti um kerfi í hálfleik. Við fórum í 3 manna varnarlínu þar sem Ben og Moreno fóru í wing back stöðurnar og Raggi, Gomez og Lucas duttu niður í vörnina. Þetta fannst mér allavega lýta betur út en í þeim fyrri.

    Í sambandi við það slæma.
    Lucas – var vonandi að spila sinn síðasta leik í Liverpool búning. Hann er virkilega hægur, ekki skapandi, vinslan er ekki til staðar og sendingar ekki uppá það besta og velti maður fyrir sér að hann sé bara þarna til að bjóða Firminho/Coutinho heim í mat.

    Gomez – Hérna einfaldlega klikkar Klopp. Gomez er einfaldlega ekki nærri því tilbúinn eftir meiðslin og er virkilega þungur og klaufskur. Menn voru að skjóta mikið á Klavan sem átti ekki merkilegan leik en miða við framistöðu Gomez þá fannst mér Klavan líta út eins og P.Maldini uppá sitt besta.

    Origi – Nennir hann þessu ekki lengur? Maður veltur þessu fyrir sér. Hann er framherji sem er ekkert að ógna og virkar ekkert hættulegur eins og staðan er í dag. Ég vona að þetta mark sem hann skoraði komi honum í gang en hann verður 100% á bekknum í næsta leik.

    Næsti leikur okkar er gegn Chelsea og núna er voða vinsælt að spá okkur sigri af því að við erum að vinna stóruleikina og drulla á okkur á móti lélegu liðunum.
    Ég ætla bara að vera 100% ósamála og á ekki von á öðru en að við munum leggja okkur fram en þetta verður ljót tap. Liðið okkar með ekkert sjálfstraust og þvílíkapressu á sér að vinna leikinn á móti Chelsea liði sem virkar lang besta liðið á Englandi í dag.

    Við förum í Chelsea leikinn með Coutinho langt í frá kominn í gang, Matip langt í frá kominn í gang = miðvarðaparið okkar heldur áfram að vera í tómu tjóni. Clyne mjög tæpan, Lallana að jafna sig eftir smá meiðsli.
    Chelsea munu vera mjög þéttir(samt ekki 11 manna pakka) og einfaldlega bíða eftir að við gefum færi á okkur þar sem þeir eru með menn til að refsa.

    Ég veit að eftir storminn mun sólin koma aftur upp en djöfull þarf Klopp að fara að kaupa sér regnhlíf og læra að spila undir þessum aðdstæðum.

    P.s þeir sem eru að gagnrína Klopp fyrir að keyra liðið alveg niður með þessari pressu. Þurfa að muna að Dortmund liðið hans spilaði alltaf svona og það á fullu í Evrópukeppni(og já ég veit af vetrafríinu í þýskalandi) en við fáum okkar vetrafrí á næstu tveimur mánuðum þar.

  10. 1 sigur í síðustu 8 leikjum óhætt að segja að það sé Groundhog day á Anfield 🙁

  11. Það er mikið til í þessu hjá Sigurði Einari #9. Það er akkúrat ekkert jákvætt við að falla út úr bikarnum. Og núna eru engar afsakanir eftir í pokahorninu, þ.a. það er eins gott að menn fari að ná í viðunandi úrslit (þ.e. sigra) héðan í frá.

  12. Alveg glatað tap og ljóst að við ætlum ekki að byrja þetta ár vel. Trúi því ekki að þeir ætla ekki að kaupa neitt í ár.

    Held að Tom Huddlestone vær frábær kaup og svo væri eg til í að skipta ut sturridge fyrir Defoe(besti strikerinn í deildinni). Svo er ég ekkert að hata það að þeir eru báðir breskir.

    YNWA
    Svenni

  13. Hvernig væri að bæta aðeins við breiddina með kaupum í janúarglugganum? Tímabilið hvort eð er farið í vaskinn og því vel við hæfi að reyna að gera tilbúið sem fyrst fyrir næsta tímabil.
    Í stað þess að umbylta öllu í sumar og taka svo haustið í að aðlagast.

  14. Svo eigum við Sakho og Markoviz en Klopp telur ekki þörf á þeim því við erum með svo flottan hóp af snillingum.

    Ég er nokkuð viss um að Sakho væri að gera töluvert betri hluti en Ragnar Klavan og Joe Gomez.

    Markovic gæti ekki verið verri kostur en þessir ofurþreyttu leikmenn sem gera ekkert annað en að tapa leik eftir leik.

  15. Það er langt síðan ég hafði þessar tilfinningar eins og ég hafði í dag eða síðan Hodgson var með liðið var að vinna og sá þess vegna aðeins seinni hálfleik og þá sé ég að liðið er 2-0 undir í hálfleik og í stað þess að vera brjalaður þá hló ég að þessu.
    Ekki misskilja finnst alls ekki að það eigi að reka Klopp en ástæðan að ég hló og finnst þetta minna á Hodgson er að það er sama uppá teningnum leik eftir leik og ekkert gengur það verður að breyta til þegar illa gengur en ekki hjakka i sama draslinu leik eftir leik.

  16. Það er nú varla hægt að halda því fram að þeir sem tóku þátt í þessum leik væru þreyttir eftir mikið leikjaálag?
    Staðreyndin er bara að það vantar svo mikil gæði í þetta lið, á flestum stöðum og það hefur legið fyrir löngu áður en Klopp tók við. Það þarf umtalsverðar breytingar á mannskap til að gera þetta lið að einhverju sem hægt er að gera þessar köfur til. Því miður er það ekki hægt á einu bretti og því þarf að gera það í áföngum.
    Að mínu mati eru væntingarnar og kröfurnar allt of miklar. Þetta lið, eins og það er mannað, er ekki í meistaradeildar klassa og að mínu mati er undravert hvað Klopp er búinn að ná miklu út úr þessum leikmönnum. Þetta lið, óbreytt, hefur ekkert að gera í meistaradeildina. Þetta lið var aldrei að fara að vinna deildina, það lá alveg ljóst fyrir á ágúst en af því að þeir spiluðu svona vel fram að áramótum þá voru menn farnir að öskra á titil. Það er vissulega krísa sem menn verða að laga, ,en þó fyrst og fremst með þvi að menn drullist til að stíga upp og fara að spila eins og menn en ekki eins og stráklingar. Við erum ekkert eina liðið í heiminum til að lenda í krísu.

  17. Poolarar eru með mesta geðsveiflurof sem finnst á jörðinni. Óþolandi að lesa sum commentin hérna. Erum við með svona handónýtt lið þegar Matip Coutinho og Mané koma að alvöru aftur í liðið? Ættum nú að geta spilað á okkar sterkasta 11 manna starting það sem eftir lifir tímabilsins.

  18. við munum allaf tapa á móti liðum sem spila 6-3-1-0. þessu þarf Klop að breyta strax og hann getur það ekki með núverandi hóp.

    annars. ætla ekki allir að styðja Camarun í kvöld???

  19. LFC mjög slakir í dag !
    Klopp að varð að gefa ungum tækifæri, of margir gátu ekkert.
    Röng ákvörðun hjá Klopp, JÁ.
    10 leikir í janúar er bara alltof margir leikir fyrir hóp með svona mikið af B-d deildar leikmönnum.

  20. Þrír leikir á viku Já það vandar breidd en er það klopp eða vantar ekki bara aðeins grimd þegar menn eru að versla inn fá það sem menn vilja fá, seigji ekki að það þurfi 10 Rán dýra menn en við verðum að eiga aðeins sterkari bekk úr að velja og eiga líka pláss fyrir þá ungu leikmenn sem eru efnilegir svo þeir sjái að það er ljós á ganginum. En ég er samt góður en myndi bara vilja að menn myndu ákveða að fara af stað í þessa tvo bikara með unga leik menn og vara menn sem sitja mest á bekknum ef það lið er ekki nógu got Já þá vantár breidd. Sé samt ekki lausn að fá bara Kína menn tíl að kaupa okkur og stýra veit ekki eru mörg lið sem eru undir Kínverjum sem eru góð???

  21. ef við getum ekki notað Sakho og Markoviz en í staðin eru við að nota menn eins og Lucas, Sturra og orra. Þá er eitthvað í andsk,,,,,að..

  22. Jæja.

    Ákvað að berja mig í gegnum seinni hálfleikinn af þessari andstyggðarhörmung til að hugsa málið eftir vonlausan fyrri hálfleik.

    Skánaði ekkert.

    Jurgen Klopp virðist hafa vanmetið það gríðarlega – nei bara ofboðslega – þann styrk sem gestalið hafa nú skyndilega fundið á Anfield. Plymouth, Swansea, Soton og nú Wolves. 1 jafntefli og 3 töp. Þessi liðsuppstilling var hreinlega galin. Conor Randall á ekki að fá að vera uppi í stúku í þessu liði og ef verið er að spila Joe Gomez í liðið þá hvers vegna í ósköpunum er hann settur með slakasta miðverðinum við hlið sér og Randall hinu megin.

    Enda átti liðið í 18.sæti Championship sigurinn skilinn. Þriðja tapið okkar í röð. Aldrei í sögu Liverpool FC höfum við tapað fjórum leikjum í röð. Jurgen þarf að hafa sig virkilega við til að setja ekki nýtt met á þriðjudaginn.

    Ég eygi eilitla von. Í stað bulls um völlinn á laugardaginn síðasta og vindinn og dómarann á miðvikudaginn viðurkenndi hann mistök sín með liðsvalinu og setning hans um að hann hafi lært mikið um ákveðna leikmenn í dag bara hlýtur að þýða það að það verður a.m.k. gerð tilraun til að kaupa gæði í þetta lið okkar fyrir mánaðamót.

    Því það sem hefur gerst í þessari viku er bara einföld upprifjun frá tíma Hodgson – Dalglish og Rodgers. Ég elska Klopp en ég er virkilega svekktur að sjá hans upplegg í þessum leikjum og annað hvort ofmat hans á stöðu sinni liðsins eða vanmat á því að mótherjarnir hafa fundið hann út. Breytingin á leikkerfinu í hálfleik bendir þó til þess að hann sjái að hann hefur ekki lengur lið í 4 – 1 – 2 – 2 – 1 Gegenpressing.

    Lið stilla upp 4-4-1-1 með stutt á milli varnarlína, bjóða okkur að spila út á vængi þar sem þau vita að krossar inn í box eru lítið vandamál þegar að leikmenn eins og Origi og Sturridge eru þar.

    Twitter logar af reiðum Púlurum. Vá hvað ég skil fólk ef það hættir að kaupa sig inn á bikarleiki á Anfield. Það er ótrúleg staðreynd að við höfum ekki getu í það að vinna lið á heimavelli í þessari keppni og bjóðum alls konar smáliðum upp á partý við Walton Breck Road.

    Töpum ekki í ár en nú 3 töp á sjö dögum. SKAMMARLEGT!!!! ÖMURLEGT!!!! ÓAFSAKANLEGT!!!

    Veruleikafirrtur (deluded) kom frá nokkrum þegar liðsuppstillingin kom í ljós. Enn á ný raðað leikmönnum saman sem aldrei hafa spilað saman, án alvöru framherja uppi á topp, án öflugs varnarmiðjumanns og engin vídd.

    Það sem ég er reiðastur yfir að þetta er svo mikill Groundhog day. Á næstu 16 vikum spilum við 16 leiki. Helgarpásur fram undan og einn leikur í viku. Við gerðum okkar stórar vonir hér um áramót um að eitthvað væri að breytast.

    Nú er bara staðreyndin einfaldlega sú að ef að ekki fer eitthvað að gerast þá verður þetta gríðarlegasta vonbrigðatímabil í sögunni. Allavega í mínum huga.

    Og svo það sé sagt vona ég að ég sjái Randall og Moreno aldrei aftur í treyjunni. Lucas verði lítið notaður, Origi enn minna og við lánum Ejaria og Gomez. Sturridge mætti selja ef við kaupum senter. Ég vildi að við gætum losað okkur við Klavan en það getum við ekki með Matip tæpan í skrokknum.

    Þessir 6 – 8 leikmenn eru ekki á þeim stað í dag að geta nýst okkur almennilega við það að gera gott úr þessu leiktímabili.

    Síðast en ekki síst þá vona ég að þessar frammistöður undanfarið og neikvæð reiðibylgjan sem smellur nú á Klopp verði til þess að hann átti sig á því að hann getur ekki reiknað með fríu spili fram á vor.

    Það fékk hann í fyrra og þátttaka í 2 úrslitaleikjum hjálpaði honum mikið. Hann þarf að standa sig betur þessa síðustu 16 leiki.

    MIKLU BETUR!¨

    In Klopp I trust samt…hann mun læra…plís…..

  23. Eini sénsinn fyrir okkur að sá stóri komi er að fá eigendur sem langar til þess.
    Fyrir 1990 er lpool var besta lið bretlandseyja voru þeir að kaupa bestu bitana með hæsta launakostnaði enda var liðið þá að vinna eitthvað á hverju ári .
    Svo kom uppgjof eða peningurinn búin hjá þáverandi eigendum og ekkert hefur gengið síðan , nálægt því 2 en eftir á að hyggja vorum við slatta frá því . Við höfum horft á eftir ótrúlegum kaupum og sölum útaf því að klúbburinn tímir ekki eða sér gróða í sölu .
    Þangað til við fáum eiganda sem langar í þann stóra jafn mikið og okkur að þá er best að lifa ekki í voninni heldur fljóta bara með .

  24. Það sem pirrar mig mest er hversu hugmyndasnautt liðið er. Öll liðin á móti okkur bakka mjög djúft og þessir hálaunuðu snillingar fá enga betri hugmynd en að dólast með boltann fram og til baka beint fyrir framan vörnina! Berja hausnum í steininn hvað eftir annað. Er enginn með betri taktík? Var ekki búið að sjá þetta fyrir og plana eitthvað til að brjóta þetta upp?
    Það alveg öskrár á að reyna að nýta breiddina en ALLTAF þegar kantararnir/bakverðirnir fengu boltann þá var hann sendur aftur á Coutinho sem tekur einn mann á, kemst framhjá honum og sendir boltann til baka. ARG!

  25. Maður er að reynaa að melta þetta ástand….Maður hefur það á tilfinningunni að stjórinn og stjórnin hafi ætlað að komast í gegn um þetta tímabil á sem ódýrastan máta. .Hann er topp stjóri..enginn vafi en?…Við virðumst vera með leikmannahóp sem getur að því virðist bara getað spilað eina taktík…Við eigum engan alvöru spyrnumann sem skilar hornum og aukaspyrnum ALLTAF á hættusvæðin…Eigum engan framherja sem vinnur flest skallaeinvígi….Þetta er svo FLATT og FYRIRSJÁANLEGT.!..

    Allir benda á Mané…..Held að hann myndi engu breyta. Málið er að liðin eru búin að uppgötva hvernig á að kæfa Liverpool…OG…Það er ekkert plan B….Er það eðlilegt að Plymouth komi á Anfield og haldi hreinu? Ok við notuðum kjúllana en…..Af hverju þurfum við að nota kjúllana?…Af því að besta byrjunarliðið þolir ekki að spila 3 leiki á viku vegna álags?…..Og við erum ekki einu sinni í Evrópukeppni. Þetta er bull..Raunveruleikinn er bara sá að okkur vantar MEIRI GÆÐI…..Og það kostar…

    Nei þetta er ekkert venjulegt hrap. Klopp virðist ekki ætla að kaupa neitt í janúar. Og af hverju ekki?….Af því að það virðast ekki neinir leikmenn í heiminum vera á lausu sem passa í kerfið hans…Og þá spyr ég:…Er þetta gott kerfi?…Er þetta ekki svipað og maður myndi kaupa sér flottan bíl, en eini gallinn er að það fást hvergi varahlutir í hann….

    Shit ég held að það valdi auka álagi á heilbrigðiskerfið að halda með Liverpool 🙂

  26. Ekki veit ég hvað þið hafið verið að búast við þegar Klopp er að senda fullt lið af krökkum + 2-3 sem eiga eitthvað að geta. Chelsea spilar sínu besta liði og þeir spila í næstu viku við okkur á sama tíma. Engin afsökun um að þeir hafi stærri hóp osfrv. Þá þarf að fara og kaupa leikmenn til að stækka hópinn!! Þessi pattstaða þar er mjöööög ófagmannleg og bendir meira til þess að Klopp sjái EKKI um leikmannakaupin rétt eins og hjá Dortmund. Ef svo er þá getum við farið að pakka saman.

    Dortmund hefur verið að éta upp flesta bestu ungu leikmennina í dag frá sl sumri og byggja upp skemmtilegt lið. Hvað gerum við? Jú, við afsökum okkur um að markaðurinn sé uppblásinn í dag og ekki hægt að kaupa leikmenn á sanngjörnu verði í janúar. Einmitt. Þetta er nkl sama með sumargluggann þannig að þessir FSG gaurar eru bara að strá ryki í augun á okkur á meðan þeir trukka pening út úr klúbbnum.

    Leikurinn í dag kom mér EKKERT á óvart enda eru Wolves ok Championship lið á meðan Plymouth í neðstu deild og gjá á getu þar á milli. Ég hef ekki oft verið fúll út í Klopp þar sem hann oft á tíðum er að segja það sama og ég vil heyra, en î dag er hann ekki ofarlega hjá mér. Þetta tap er hans álíka mikið og leikmanna.

    Ég vænti EKKI sigurs gegn Chelsea því þegar búið er að sparka út úr þér sjálfstraustinu eins og undanfsrið tekur það tíma að koma aftur. Sorry.

  27. Og svo einn punktur, halda menn að Kúturinn hugsi sig tvisvar um ef það kemur símtal frá Spáni þeg svona áberandi metnaðarleysi er í gangi þ´hann sé nýbúinn að skrifa undir framlengingu á samningi?

  28. Mörg góð comment hèr. 3 atriði sem blasa við:
    1) þunnur leikmannahópur og talsverður skortur á gæðum.
    2) Sjálfstraustið í molum
    3) Skiptir engu máli hvaða 11 leikmenn okkar byrja á vellinum. ÖLL liðin eru búin að lesa okkar leik og Klopp er ekki búinn að finna leið til að leysa það. Þá komum við reyndar einnig aftur að 1), þ.e. skorti á gæðum til að brjóta upp svona varnir

  29. Arsenal vinna Southampton 0-5

    Við gátum ekki sett eitt á það auma lið á 180 mín

    Hér inni kepptust sumir við að lofa Southamton liðið.

    Eina sem dugar eru nýjir eigendur. FSG eru sultur.

  30. Er að horfa með krosslagða fingur á Senegal vs Cameroon og ég ætla bara vona að Mané sé á heimleið enn það er enn 0-0 því miður !! Djöfull saknar maður hanns úff.

  31. Ef við skoðum leikmanakaup Klopp í sumar þá eru þau mjög solid.
    Komnir
    Mane – 30m eina sem hann þurfti að borga mikið fyrir(ef 30m eru mikið í dag)
    Winjaldum – 23m hefur verið ágætur það sem af er(mun skári kostur en Can á miðjuni)
    Matip – frír
    Karius – 4,7 m bíðum og sjáum en kostar ekki mikið.
    Klavan 4,2 m ódýr og var bara hugsaður sem backup.
    Manninger -frír er þarna bara til að njóta lífsins

    Farnir
    Rusl = Enrique, Toure, Rossiter, Teixera, Balotelli, Sinclar(gæti orðið fín).
    Canos – 4,5 m fín sala
    Skrtel – 5,5 m fín sala hans tími var bara búinn
    Ibe -15,5 m frábær sala hefur verið lélegur í ár
    J.Allen – 13 m hefði verið gott að halda honum en hann vildi meiri spilatíma.
    B.Smith – 6 m kom mér pínu á óvart en líklega ekki nógu góður.
    L.Alberto – 6 m var aldrei að fara að komast í liðið
    Ilori – 3,75m var aldrei að fara að komast í liðið.

    s.s Mane, Winjaldum og Matip hafa verið það sem stendur uppúr í kaupum og kannski fyrir utan J.Allen þá er engin sem við seldum sem maður sér eftir.

    Maður er s.s að vona eftir að Klopp haldi áfram að sjá hvaða leikmenn eru að virka og hverjir ekki og vera duglegur að losa sig við ruslið(það er enþá nokkrir hjá Liverpool) og haldi áfram að kaupa mjög góða(Mane og Matip) eða nothæfa (Winjaldum) leikmenn sem gera liðið okkar sterkara.

  32. Jæja. Mane er þá á leiðinni heim eftir að hafa klúðrað síðasta vitinu.

  33. Manè klúðrar fimmtu vítaspyrnu Senegal og Camerun vinnur.
    Mané uppí flugvél með de samme og klár í Chelsea leikinn.

    YNWA

  34. Mane að tryggja það að hann komist í leikinn í vikunni, væntanlega byrjar hann ekki eftir framlengingu en samt, hanns hefur verið saknað!!!

  35. Mane verður ekki andlega klár í leikinn á þriðjudaginn. Kall greyið

  36. Enn og aftur, Jesús!
    Öllu faglegu bulli slepptu þá segji ég það sama og eftir síðustu skitu bara hroki hjá okkar stjóra og hans liði. Spáiði bara í öllum sem hafa eitt fullt af peningum til að fylgjast með þessu, ferðast um langan veg…
    Jesús minn almáttugur, ég er svo sammála Sigkarli að þetta er hópur algerra drullusokka með hausinn upp í óæðri endanum. Ég er eins og Sigkarl búinn að fylgja liðinu yfir 40 ár og í seinni tíð er þetta alltaf eins, þetta hefur bara ekkert breyst sami aumingja gangurinn einn ganginn enn með stjórann í Broddi fylkingar. Herr Klopp skal skila árangri, ná í rétta leikmenn og sýna mér og þér þá virðingu að stilla upp sínu bezta liði hverju sinni.

    Ég þoli ekki að tapa, vill sigur alltaf, alltaf, alltaf og ég vona að herr Klopp og þið hin setið þá kröfu alltaf.
    Ungviðið á að þróa með þeim reyndu punktur og basta….

    Með vinsemd og virðingu, Gunni

  37. Bikarkeppnin eru óútreiknanlegar! Liverpool mundi vinna Wovles î 99 af 100 leikjum.

    Liverpool er gott lið. Spyrjum að leikslokum í vor með deildina.

  38. Klopp er auðvitað ekki fullkominn stjóri þó að hann virðist stundum halda það sjálfur miðað við það hvað hann hendir lélegum mannskap inn á gegn ,, litlu liðunum “, sem svo svara hrokanum með því að gera einhæft og auðlesanlegt leikkerfi Klopp hlægilegt.

  39. Ófyirgefanlegt enn eina ferðina. Það er hægt að afsaka þetta tap með því að Liverpool er bara ekki með nógu góða leikmenn og aumingja drengirnir, þessir ungu, sem sumir hafa bundið miklar vonir við, eru enn að dröslast með bleyjuna kajftfulla af skít. Ég hélt að við,(Klopp) værum búnir að sjá nóg til þeirra í vetur til að vita að þeir eru vonlausir. Ef eitthvað væri í þá spunnið væru þeir í liðinu, mun oftar en í einhverjum bikarleikjum. Menn tala um að það vanti Mané, Matip og Coutino,(sem þó loks sást aðeins í dag og fyrir helgi), en ef þeir koma og ekkert gengur, hvað þá? Sumir töluðu um að allt myndi ganga betur þegar Sturridge kæmi úr meiðslum, hann er kominn, og hvað??? Það vantar miklu betri leikmenn í liðið, það er málið og það er ekki nóg að vera með einn mann í hverri stöðu, eins og best sýndi sig með markmennina. En, Klopp hefur sagt að ekkert verði keypt núna í janúar og þá vitum við hvað bíður okkar og liðsins okkar.

  40. Mane : Jæja strákar hvenær er svo deildarbikarúrslitaleikurinn.
    Henderson: Við duttum út
    Mane: Djöfulsins aumingjaskapur jæja við erum þá við toppinn á deildinni.
    Lovren: Neibb við töpuðum fyrir Swansea um daginn.
    Mane: Þarf ég að gera allt í þessu liði, jæja verum bara jákvæðir við tökum þá bara FACup
    Lucas: Það ævintýri er búið en hey hvernig gekk í Afríkukeppninni okkur veitir ekki af smá sjálfstrausti

    Liverpool í dag 😉 en hey við komum alltaf tilbaka
    YNWA

  41. Gary Lineker er á réttu spori í tvíti sínu “Don’t get Klopp playing his reserves with no European football. Shows a lack of knowledge of the depth in English football and respect.”

    Málið er að Klopp er klárlega að setja öll eggin í ,,ensku-deildar skálina” og trúði kannski að hann kæmist upp með að spila þessu liði sem hóf leikinn. En eruð þið að grínast? Þetta var ekki lið til að vinna bardaga við blóðþyrsta úlfa…en að sama skapi höfum við lært mikið um hópinn okkar og ég er viss um að Klopp er meðvitaður um styrkleika og veikleika okkar liðs og hvaða einstaklingar eru hæfir og færir um að vinna eftir framtíðarplani hans.. Nú verður hinsvegar keyrt á deildina og bestu fréttirnar eru að Mane hafi líka klúðrað sínum málum í dag…svei mér þá ef hann er ekki bara skælbrosandi núna að setja ofan í ferðatösku.

    Ég er ekki að réttlæta neitt. Þetta er engan veginn boðleg frammistaða en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fyrirgef ég þennan svæsna niðurgang ef við tökum Chelsea á þriðjudag. Já, ég trúi ennþá….

  42. Klopp 4ever. Mér er sama þótt við föllum. Ég vill ekki hafa neinn í brúnni ef það er ekki Klopp!
    In klopp we trust!

  43. Skítt með bikarkeppnirnar….klára deildina í topp 4 er aðalatriðið.

  44. Liverpool in 2017:
    8 games
    1 win, 3 draws, 4 losses

    The 1 win: Plymouth Argyle

  45. Já þetta er ansi skondið, í öllum leikjum á móti þessum svokölluðu litlu liðum, sem pakka í vörn þá gerir Liv sömu mistökin að reyna að spila eða sóla poltanum inn í markið í stað þess að skjóta td, fyrir utan teig eins og Coutinho gerði hér áður fyrr. Held að Liv verði og þurfi að fara að æfa langskot og að hitta á rammann. Þetta gera hin liðin við þá sem pakka í vörn en Liv breitir engu, er meira með boltan en skora ekki. Bara skil ekki þessa þrjósku.

  46. Sælir félagar

    Hvað hefur þetta lið unnið mörg skallaeinvígi í vítateig andstæðinganna í vetur í föstum leikatriðum. Þau eru teljandi á fingrum annarar handar. Þetta getuleysi í loftinu skapar bæði mikla hættu í vítateig okkar liðs og að sama skapi enga í vítateig andstæðinganna.

    Þetta er hluti af getuleysi liðsins og einhæfum sóknarbolta. Þess vegna gerir liðið ekkert annað en dúlla sér fyrir framan miðja vörnina því það er enginn í liðinu sem getur skallað boltann. Horn og aukaspyrnur skipta engu máli. Bæði vegna þessa áðurgreind vandamáls og svo hitt að það er enginn alvöru spyrnumaður (a la Gylfi Sig) í þessu liði.

    Liverpool er líklega eina liðið í efri hluta deildarinnar sem hefur engann alvöru spyrnumann eins og Gerrard var á sínum tíma. Þetta er gífurlegur veiklieki í sókn liðsins og lið gefa bæði horn og aukaspyrnur á móti Liverpool, óhrædd, því þessi leikatriði skapa enga hættu. Annað hefur komið fram hér að ofan og það er ekki allt fögur lesning um liðið okkar en flest bæði satt og rétt því miður.

    Sakho krísan er svo líka mjög sékennileg ekki síst í ljósi þess hvað vörnin hefur verið brothætt og hefur lekið miklu af mörkum. Sakho er ljósárum betri varnarmaður en Klavan, betri en Lovren og þúsund sinnum betri en Lucas. Samt er hroki og þvergirðingur stjórans svo mikill að hann getur ekki brotið odd af oflæti sínu og notað hann. Ég er viss um að eftir þá frystingu sem Sakho hefur verið í munu ekki verða agavandamál með hann framar.

    Það er nú þannig

    YNWA
    YNWA

  47. Eru menn alveg að missa sig?

    Síðan hvenær var League Cup og FA Cup aðal keppnin ?

    Ég styð 100% að setja kjuklinga í þessa leiki og er feginn að við erum dottnir úr.

    Það eru bara 2 bikarar sem ég hef áhuga á. Deild og meistaradeild.!!!

  48. Ég held að það sé bara öllum hollt að stíga aðeins til baka og draga andann djúpt nokkrum sinnum, áður en þeir láta allt flakka í gegnum lyklaborðið.

    Hér eru fæstir sem gagnrýna Klopp á málefnalegan máta. Mönnum er tíðrætt um hroka hans gagnvart keppninni, gagnvart andstæðingnum og nú síðast, gagnvart Sakho. Hér eru mínir fimmaurar:

    1 – Það fellst enginn hroki í því að stilla upp ungum leikmönnum í þessari keppni. Við skulum hafa eitt á hreinu, það fæðist enginn sem heimsklassaleikmaður. Og það verður heldur enginn heimsklassaleikmaður á því einu að æfa fótbolta á æfingasvæðinu. Menn þurfa að spila alvöru leiki gegn alvöru liðum og taka út öll þau mistök sem nauðsynleg eru.

    Sumir hér og annars staðar hafa tekið Randall af lífi eftir þennan leik. Það mun sannanlega gera honum gott til lengri tíma litið, eða hitt þó heldur. Þetta er akkúrat það sem ungir leikmenn þurfa á að halda, spila leiki sem “skipta ekki máli”, þ.e. minna máli en deildin, og fá þessa reynslu. Þess vegna styð ég heilshugar að leyfa ungu leikmönnunum að spila í bikarnum. Þeir töpuðu, það er miður og eflaust hefur Klopp séð mætavel í þessum leikjum hverjir eru líklegir til þess að taka skrefið í aðalliðið og hverjir ekki. Þetta er samt enginn heimsendir.

    2 – Í þessum leikjum hefur það verið svo augljóslega áberandi hvað liðið þarf. Það þarf alvöru leiðtoga. Já, ég er að hugsa um Gerrard. Það sem við hefðum getað nýtt hann í þessum leikjum í janúar – einhver sem stígur upp og rífur liðið áfram.

    Nú hefur Klopp stillt upp ungum leikmönnum í bland við eldri, og fyrir mér segja þessi úrslit síðustu vikuna meira um þessa aðalliðsleikmenn heldur en unglingana. Firmino, Coutinho, Lucas, Origi, Sturridge – við deilum ekki um að Firmino, Cout og Sturridge eru í heimsklassa á góðum degi. En enginn þeirra er leiðtogi, enginn þeirra tekur liðið á herðar sér og rífur það áfram þegar það þarf mest á því að halda.

    Þessu þarf að breyta, strax í sumar. Helst síðasta sumar.

    3 – Framkoman við Sakho, ég beini þessu sérstaklega til SigKarls #57, er enginn hroki. Sakho gerðist sekur um agavandamál og braut grundvallarreglur liðsins. Á hverjum einasta vinnustað þurfa að vera reglur um hvernig menn koma fram og viðurlög við því þegar þeir brjóta slíkar reglur. Það skiptir engu máli hversu góður starfsmaður þú ert, því ef þú getur ekki farið eftir því sem yfirmaðurinn þinn segir, þá tapar þú þeirri baráttu alltaf. Það er yfirmaðurinn sem ræður, hann ber ábyrgðina á vinnustaðnum og hann fær borgað í samræmi við það.

    Þetta er ekkert persónulegt gagnvart Sakho, að öðru leyti en hann þarf bara að bíta í það súra að það er ekki hann sem ræður. Hliðstætt dæmi er t.d. afstaða Ferguson gagnvart Beckham, Keane, Nistelrooy og Stam. Allt heimsklassaleikmenn hjá Utd, en þar var bara einn sem réð og það var sá sem fékk borgað fyrir að ráða. Engin hroki, ekkert persónulegt, menn þurfa bara að eiga skap saman. Ef ekki, þá ræður þjálfarinn. Alltaf.

    Það hefur líka verið augljóst frá því í ágúst að ferill Sakho er á enda hjá LFC.

    4 – Það er augljóslega krísa hjá okkar mönnum. Það er samt alltaf á svona stundum sem kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Annaðhvort taka menn þetta á kassann og halda áfram, eða þeir lyppast niður og gefast upp. Leikurinn gegn Chelsea gæti ekki komið á betri tíma. Best væri ef hann væri bara í dag. Ég efast ekki um að allir leikmenn liðsins, Klopp og hans teymi og allir aðrir, munu mæta dýrvitlausir í þann leik, því þeir gera sér væntanlega allir grein fyrir því að þeir hafa allt að sanna.

    Ég er hins vegar sammála því að nú reynir á að Klopp sýni af hverju hann er af mörgum talinn einn sá besti í þessum bransa. Öll lið eru búin að lesa í þennan leikstíl hans, nú þarf hann að sýna að hann á fleiri trix uppi í erminni. Það þarf líka að gerast strax á þriðjudaginn!

    Homer

  49. HómerJ
    Þetta er málefnalegasti pistill hérna inni í langan tíma.

  50. #58
    FA cup er elsta og virtasta bikarkeppni heims.
    það er ekki eins og við höfum verið að raða niður bikurum undanfarin ár, þannig að það þarf enginn að segja mer að þér sé sama að við séum dottnir út. sérstaklega i ljósi þess að það eru mörg ár þangað til við eigum séns a að vinna deild eða hvað þá meistaradeild.
    maður hélt i byrjun að við værum bunir að taka nokkur skref fram á við eins og alltaf, en endar alltaf með að maður er sleginn niður á jörðina.
    persónulega sé eg enga breytingu frá brendan rodgers, við vorum oft góðir sóknarlega hja honum, en eini munurinn er að mér fannst við mun betri varnarlega hja rodgers

  51. Ég er alveg sáttur við þetta lið enn ekki spilamennskuna í leiknum. Klopp þarf að finna lausnir á því að spila gegn liðum sem pakka í vörn. “A” liðið er búið að lenda í sömu vandamálunum undanfarið. Eina liðið sem hefur þorað að spila sóknabolta gegn okkur tapaði þeim leik.

  52. Klopp að missa ahugan þvi Bayern M. heillar hann eftir að hafa verið orðaður við þá!!

  53. Við Púllarar megum ekki gleyma því að þegar Klopp tók við liðinu sagði hann að það tæki um 4 ár að koma okkur á rétta braut. Við verðum að muna það og vera ekki svona óþolinmóðir. Við getum ekki fengið betri mann í brúnna. Sýnum Klopp skilning og leyfum honum að gera þetta á sinn hátt. Ef það tekst ekki þá getum við farið að væla. Áfram Liverepool.

  54. Sælir félagar

    Ég get tekið undir mesta af því sem Hómer #59 segir . þó okkur greini á um einhver atriði þá ógildir það ekki orð hins. Hvcað Sakho málið varðar þá held ég að Klopp sé algerlega búinn að koma því til skila hver er stjórin, hver ræður og hvað menn fá fyrir óhlýðni. Að nota góðan leikmann eins og Sakho óneitanlega er hlýtur að vera spurning um skynsemi. Klopp er búinn að koma skilaboðunum vel til skila þannig að Sakho fengi þar með einn séns og þar með væru ákveðnir hlutir leystir og allir klárir á hver staðan væri.

    Það er ef til vill vitlaust að nota hugtakið hroki um þetta mál og framferði Klopp í því. mér finnst samt að hann setji ekkert niður þó hann gefi góðum leikmanni möguleika á að bæta ráð sitt því skilaboðin eru alveg klár. Einn séns og ekkert framyfir það. Sakho ætti þar með möguleika á að koma ferlinum í gang aftur og svo mætti selja hann eftir tímabilið. Ég get fallist á að nota ekki orðið hroki en þá verða ég að nota skort á skynsemi í staðinn.

    Ég vil taka það fram eins og fleiri gera að ég er algerlega á KLopp vagninum og vil hafa hann í mörg ár í viðbót. Ég hefi mikla trú á mannininum og framtíð liðsins með honum. En það þýðir ekki að hann sé yfir alla gagnrýni hafinn.

    Ég tel að sá pistill sem ég skrifaði og endaði á ummælum um Sakho málið sé málefnaleg nálgun á þrjá veikleika liðsins sem þarf að bæta úr. Það er veikleikar sóknarinnar í loftinu og reyndar varnarinnar líka, vöntun á manni með spyrnutaækni í Gylfa klassa og helst í Gerrard klassa og svo vörnin sem innkoma Sakho gæti bætt. Ég hefði líka getað rætt um janæuar og sumarkaup og ýmislegt fleira en það hafa aðrir gert svo ég læt þetta nægja að sinni og þakka Hómer málefnalega umræðu.

    Það er nú þannig

    YNWA

  55. Sakho er fyrir mér ekki merkilegur varnamaður. Hann er svona meira show á vellinum. Hver elskar ekki þegar hann hleypur og tæklar af krafti eða ýtir mönnum frá sér.
    Það sem menn sem fylgjast vel með fótbolta sjá að:
    hann er skelfilegur á boltanum í liði sem vill halda bolta
    hann selur sig trekk í trekk í þessum tæklingum sínum og er oft á rassgatinu þegar liðið þarf á honum á halda. Alan Hansen einn af bestu miðvörðum í sögu Liverpool var þekktur fyrir staðsetningar og að koma af vellinum með hreinan búning enda eru bestu varnamenn heims þeir sem standa í fæturnar sem mest.
    Hann er stundum alveg út á þekkju með staðsetningar, hann er viltur miðvörður sem er duglegur að hlaupa úr stöðu.

    Miðverðir þurfa stöðuleika og Sakho er andstæðan við það. Jú hann á einn og einn góðan leik og áhorfendur elska tæklingar en hann lætur oft samherja sína í vandræði með ótímabærum tæklingum og að vera ekki í sinni stöðu.

    Fyrir utan að ef hann var að brjóta agareglur félagsins þá má hann bara fara annað að leita sér að vinnu. Hann er ekki Íslenskur pólitíkus sem fær að hanga í sinni vinnu fram í rauðan dauðan þrátt fyrir brot heldur er hann fótboltamaður hjá liverpool og það sem meira er ekki það góður í þokkabót.

    Ég er viss um að Matip, Lovren, Gomez verður gogunaröðinn en Klavan er hugsaður sem backup og Gomez sem framtíðarmiðvörður í liðinu en hann leit virkilega vel út áður en hann meiddist illa(svo að Matip/Gomez gæti verið okkar par eftir 1-2 ár).

  56. Það er einfaldlega þannig að skoðanir eru skiptar á mönnum og málefnum Sig. Einar#66. Meðan Sakho var að spila fyrir Liverpool var hann með hæstu sendingaprósentuna í liðinu og þó hann virkaði klunnalegur á boltanum tapaði hann afar sjaldan bolta en gerði það samt stundum á vondum stöðum. Það hendir alla en er þó bæði satt og rétt. En yfir leitt skilaði hann boltanum á samherja út úr vörninni.

    Það er nú þannig

  57. Sigur á þriðjudag þá verður allt í blóma og menn fara aftur að tala um titilvonir.

    Tap á þriðjudag þá er þetta versti kafli í sögu Liverpool og menn munu kalla eftir stjóraskiptum.

    Get ekki beðið eftir þriðjudeginum, þetta verður svakalegt!

    Áfram Liverpool!!

  58. SigKarl#67
    Áttum okkur á því að sendingarprósenta segjir lítið sem ekkert um sendingargetu. Því að heppnuð sending til baka á markvörð fær sama vægi og stungusending í gegnum vörnina.
    Maður notar augun og þar var hann skelfilegur að senda boltan, sendingarnar oft bakvið menn eða alltof lausar alveg sama hvort að leikmaðurinn náði tök á boltanum eða ekki þá stöðvuðu þær flæðið. Fyrir utan að mótaka hans er mjög léleg.
    Hann styrkur er líkamlegur en tæknilega er hann einfaldlega lélegur á þessu mælikvarðar ef við gefum okkur að liverpool sé ágæt fótboltalið sem gerir kröfu um evrópusæti.
    Fyrir utan að hann var snillingur að tapa boltanum á röngum stað og var hann þá að reyna einhverja kúnstir með boltan sem hann réði ekki við en þær auðvita eru ekki skráðar sem sendingar.
    Þegar ég fór til Liverpool um daginn og talaði við enska stuðningsmenn liðsins þá voru þeir(reyndar bara 6 sem ég spjallaði við) allir samála um að Sakho ætti að fara og það strax og að engin væri stærri en klúbburinn og þar er maður samála. Reglur ganga yfir alla og ef þær eru brotnar þá eru viðurlög og þá sérstaklega fyrir síabrotamenn ef sögunar eru sannar.

    Aðeins samt um þá sem eru að skjóta á Klopp.
    Dortmund enduðu í 6 og 5.sæti hjá honum áður en þeir fóru á fullt og unnu deildinna tvö ár í röð. Svo að þetta tekur allt sinn tíma og hef ég bullandi trú á Klopp.

  59. Er þessi Sakho umræða ekki orðin góð ?

    Allavega þá er rykið aðeins búið að setjast hjá mér og ég er búinn að vera að pæla í þessu eins og aðrir, sennilega alltof mikið miðað við áhrif á geðheilsu en hvað um það.

    Mér kemur nákvæmlega ekkert á óvart að nánast sama lið og Brendan Rodgers var með sem stjóri skuli vera svona rosalega brothætt því hver man ekki eftir því að þegar það fór örlítið að blása á móti þá drógu allir leikmenn sig inní skelina og létu bara valta yfir sig. Það vantar sárlega karakter í þetta lið og þegar lið pakka í vörn, spila aðeins fast á LFC og láta finna fyrir sér þá bakka menn bara og segja já takk í stað þess að setja kassann út og láta finna fyrir sér á móti.

    Það þarf að berja einhvern fjanda í þessa leikmenn þannig að þeir átti sig á því að ef menn ætla sér eitthvað í þessum bolta þá þurfi þeir að berjast fyrir því með kjafti og klóm. Ég vona innilega að Klopp sé að koma þessu í hausinn á mönnum en þetta er svosem ekki hegðun sem menn læra einhversstaðar, annaðhvort eru menn klárir í baráttuna þegar á móti blæs eða ekki.

    Á þriðjudaginn sjáum við hvað þetta lið hefur að geyma. Ef leikurinn tapast þá er ljóst að mínu mati að leikmennirnir eru bara búnir að gefast upp sem er auðvitað sorglegt því það er ennþá janúar.

    Ef leikurinn vinnst þá þarf ekkert að taka það fram að annað hljóð verður komið í okkar menn en því miður þá held ég að það sé ennþá of djúpt á því að menn nái að rífa sig upp gegn Chelsea liði sem er ótrúlega vel smurð vél og þar mæta menn með sjálfstraustið í botni.

    En sigur verður auðvitað kærkominn og það hlýtur að fara að styttast í að við sjáum sigurleik hjá þessu ágæta liði. En auðvitað er það svo 100% týpískt að ef góð úrslit nást gegn Chelsea þá bíða Hull úti í næsta leik og hver kannast ekki við Liverpool lið sem mætir á útivöll hjá liði í fallbaráttu og skíttapar ?

  60. það er eitt gott við svona niðursveiflu eins og gengur yfir liðið núna.
    Þá koma flestir gömlu góðu pennarnir eins og t.d Hómer hérna inn og þá lifnar yfir síðunni.
    Mér hefur fundist í haust og fram að áramótum eins og Kop.is væri að breitast í ferðaskrifstofu og öllum brögðum virðist mér að sé beitt til að fá túrista með á Anfield og árangurinn var orðinn slíkur að manni skilst að það hafi verið töluð meiri íslenska á pöbonum en enska um síustu helgi í Liverpool.
    Ég segi þetta nú bara af því að það er nákvæmlega þessi túrismi sem er að drepa stemninguna á enskum fótbolaleikvöngum og túristarnir eru líka að hleypa upp miðaverðinu svo svakalega að venjulegir bretar eru flestir hættir að fara á völlinn.
    En að liðinu,það hefur nú gengið illa áður og reyndar oftast síðasta áratuginn og því finnst mér vællinn hérna vera skot langt yfir markið. Hélt einhver í alvöru að liðið myndi vinna þrennuna í vetur? Klopp er með 6 ára samning og hefur sagt allann tímann að þetta væri langhlaup og að hann vildi byggja upp lið og ekki kaupa stjörnuleikmenn og það tók tíma hjá Dortmund en þar tókst honum samt að vinna titilinn tvisvar svo mér finnst að maðurinn eigi alveg inni að honum sé synd smá þolinmæði.
    Alla vega þetta er bara fótbolti og lið sem ekki hafa unnið til verðlauna í mörg ár tapa stundum og liðið hans Rodgers sem Klopp hefur nú erft gerði það oft .
    Svo öndum bara djúpt og slökum aðeins á þó að þessar bikarkeppnir séu farnar til fjandans þetta árið.
    Nú byrjar fjörið vonandi aftur og á þriðjudagskvöldið verðum við að horfa á okkar sterkasta lið,já sennilega sama lið og vann á Stanford Bridge í haust og það í flóðljósum með heimamenn í meirihluta í stúkunni og hvers vegna ættum við ekki að eiga góðann séns .
    Ég ætla alla vega að setja hundrað kall eða tvo á Liverpool sigur.

  61. er það ekki rétt munað hjá mér að Conte byrjaði ílla hjá Chelsea. hann fór svo að breyta kerfinu hjá sér. en við höldum okkar og engar breytingar. verður alveg sama hver verður keyptur, kerfið er ekki að virka.

  62. Algerlega sammála HómerJ eftir að hafa náð andanum aftur og lesið hanns góða pistil.
    Hroki var kannski ekki það sem ég átti við og biðst ég velvirðingar á því. En að því sögðu þá verða menn að meta vinnu sína betur en meistari Klopp hefur gert síðasta mánuð, JÁ síðasta mánuð.
    Ef að það er í lagi að gera allar þessar breytingar í þessum leikjum með þeim brotlendingum sem þeim fylgja þá fine en það er ekki minn koppur af te því miður.

    Kokkur sem brennir steikina mína þrisvar í röð þarf að hugsa sinn gang og það alvarlega. Þú fyllir ekki eldhúsið af nemum og gefur öllum þeim lærðu frí og vonar að þeir læri að elda upp á sitt einsdæmi, síðan klórar þú þér í skallanum yfir því að allt fór í fokk en allir eiga bara að vera happy.
    Ég var með Svaba sem yfirmann í mörg ár, fínn kall en átti það virkilega til að vera of þrjóskur og það kom oft út sem hroki.
    Enn og aftur hroki er ekki málið með meistara Klopp og er hann auðvitað minn maður og auðvitað stend ég bak við hann eftir að hafa náð andanum enn einn ganginn….

    Með vinsemd og virðingu
    Gunni

  63. Sæl öll.

    Jæja nú er aðeins farið að fenna yfir vonbrigði laugardagsins, en samt koma tár í augun og kökkur í hálsinn þegar maður hugsar um liðið sitt. Ég vorkenni kjúklingunum okkar sem voru settir í próf og ansi margir þeirra féllu, þeir réðu ekki við álagið og það vantaði einhvern leiðtoga í hópinn.
    Ég sá að sumir og margir voru farnir að segja Klopp out og eins og ég var á móti ráðningu hans í upphafi þá er ég algjörlega Kloppari í dag. Hann breytti öllu í kringum liðið okkar og þó svo að það gefi á bátinn þá gefumst við ekki upp.
    Það tók Klopp2-3 tímabil að gera Dortmund að meisturum og það mun taka hann meira en 1 tímabil að gera okkar lið að sínu. Hann er enn að velja hverja hann vill með sér og það er verið að gera langtímasamninga við þá sem hann vill. Af hverju haldið þið að Can sé ekki búin að fá þann samning sem hann vill…gæti það verið að Klopp sjái hann ekki sem framtíðarleikmann og vilji því ekki borga honum ofurlaun Lallana,Couthino þeir fá nýja og góða samninga því þeir eru inni í hans plönum.
    Ef við blöndum svo heppni inni í þetta þá unnum við Man.Utd. þeir fengu rangstöðumark sem aldrei átti að standa (1 af 8 svoleiðis) Wolves skoruðu 1.mark sitt úr rangstöðu ef það hefði ekki verið látið standa þá hefðum við alla vega gert jafntefli eða jafnvel unnið. En við getum víst ekki látið sem þetta hafði ekki gerst. Þó svo að ónefndur stjóri sjái bara þau mörk sem hann vill sjá en við ætlum nú ekki að það plan.
    Nú verðum við stuðningsmennirnir að sýna liðinu að þeir gangi aldrei einir við yfirgefum þá ekki eftir slæmt gegni …ekki frekar en við hendum börnunum okkar út ef þau falla á prófi og haga sem illa.
    Á þriðjudaginn sendum við okkar bestu baráttuhugsanir og jafntefli myndi vera eins og sigur fyrir vængbrotið lið okkar.
    Svona til gamans þá fór ég í veikindaleyfi í annari vinnunni minni 31.12.2016 sama dag og Liverpool vann Man.City síðan hafa þeir ekki verið svipur hjá sjón…er kannski einhver tenging á milli( mig hefur lengi grunað það …..djók) en ég er ekki á leið í vinnu alveg strax þannig að við skulum vona að það berist ekki með liðið okkar…

    Kæru félagar

    ÉG TRÚI
    Þangað til næst

  64. Sæl og blessuð.

    Það vantar bara viskukorn eftir Lúllan hérna í blálokin áður en upphitun hefst fyrir Hazard og félaga.

    ,,Count your blessings”, segir kaninn og það er hellingur til í þeim orðum. Líttu yfir gengi þitt og velferð og reyndu að átta þig á því hversu stór þáttur árangurs þíns er, ,,blessings” – það er, heppni. Vandinn við heppnina er sá að hún getur fyrirvaralaust og án nokkurra skýringa yfirgefið mann og skilið hann eftir kviknakinn með hreðjarnar einar í lúkunum. Þá reynir á hversu þykkur skrápurinn er.

    Í vetur hefur gæfan brosað við okkur. Nú hefur hún kvatt í bili. Hin fróma Sigríður rekur nokkur rangstöðumörk sem við fengum á móti okkur og fleira mætti nefna. Sat sjálfur í stúkunni á leiknum gegn Southampton og þar voru nokkur andartök sem maður hélt að boltinn kynni að rata yfir línuna, en allt kom fyrir ekki. Lið sem liggur í vörn reiðir sig á gæfuna, að takist að varna markskotum, vinna boltann og setja allt í uppnám hjá andstæðingum.

    Vendipunkturinn í þessu ógæfuspili síðustu vikurnar, er sú ákvörðun að taka Mané út af í leiknum gegn Bournmouth og setja hinn langþráða Lallana inn í staðinn. Höfðum saknað hans með verkjum og þetta virtist vera eðlileg skipting. Í framhaldinu fór allt á versta veg og það sem maður hélt vera unnið spil, glutraðist niður. Það var upptaktur á því sem koma skyldi. Mané virðist vera hryggjarstykkið í liðinu, hvort sem okkur líkar það betur eða ver.

    En það er náttúrulega rugl að leikmaður eins og Mané sé burðarásin í þessu liði. Hann hefur oft horfið sjónum manns á vellinum og fær ekki alltaf merkilega dóma. Og nú þegar hann mætir er morgunljóst að tröllin í Chelsea eiga eftir að böðlast á kappanum, sem verður ferðamóður eftir Afríkukeppnina og langflugið norður. Það er engin trygging fyrir velgengni að hafa hann með, a.m.k. ekki fyrst um sinn.

    Sé því ekki fram á gæfuríka tíð framundan. Held þetta verði áframhaldandi sprikl á botninum. Leiðindi og brostnar vonir. Svoleiðis tímar eru óhjákvæmilegir þegar fólk hugsar stórt og vill ná árangri. Þá er lykilatriði að líta á mistökin sem vini og vinkonur, dilla sér í blúsnum á meðan heilabúið innbyrðir kynstrin öll af þekkingu sem nýtist svo þegar við spyrnum okkur af krafti upp af botninum.

  65. Þakka nú bara fyrir að tveir af þessum þremur hræðilegu tapleikjum í röð á Anfield hafi verið bikarleikir. Sama á við um eitt jafnteflið. Það sem svíður virkilega illa í þessum mánuði eru jafnteflin við Sunderland og United og auðvitað sérstaklega tapið gegn Swansea.

    Liverpool var með vel vængbrotið lið gegn fullskipuðu United liði og óheppið að vinna ekki. Aðdragandi Sunderland leiksins var auðvitað galin en tapið gegn Swansea er mjög erfitt að kyngja.

    Það segir allt um mikilvægi FA Cup í huga Klopp og fjölmargra annarra stjóra að hann gerði 9 breytingar fyrir leikinn og var að spila leikinn á varamönnum og unglingum. Auðvitað er slæmt að tapa heima gegn Wolves en það er ekkert til að fara á taugum yfir að hálfgert varalið Liverpool tapi gegn Championship liði, sú deild er mjög sterk og svipað lið hjá Liverpool var nú í nógu miklu basli með D deildar lið. Það er svo hlæilegt að sjá suma hérna tala um hversu illa Liverpool tollir í þessum bikarkeppnum, það er eitt helsta vandamál Liverpool undanfarin ár að geta ekki bara dottið úr leik í þessum fjandans keppnum. Liðið hefur farið í tveggja leikja undanúrslit í deildarbikar þrjú ár í röð með tilheyrandi álagi í janúar og einu sinni í úrslit. Liðið fór líka í úrslit í Europa League í fyrra og náði að spila fjóra leiki í FA Cup í fyrra þrátt fyrir að spila bara tvær umferðir.

    Englendingar grenja mikið yfir því að fá lið séu að taka bikarkeppnirnar þeirra alvarlega og bara hreinlega neita að viðurkenna þreytu og álag sem risastóran factor í rekstri nútíma knattspyrnuliða. Stjórnarnir geta auðvitað ekki leyft sér slíkt kjaftæði og gefa því skít í þær keppnir sem skipta minnstu máli. Southamton t.a.m. gaf skít í FA Cup enda fór liðið all-in í hinni keppninni.

    Það er spurning hvort FA ætti ekki að skoða það að fækka þessum keppnum niður í eina eða reyna að dreifa álaginu eitthvað smá þannig að þau lið sem álpist til að komast í undanúrslit í 3.-4. mikilvægustu keppninni séu ekki að spila 9-10 leiki í janúar en svo bara 3 og 3 í febrúar og mars. Já það er aukaleikur ef liðin gera jafntefli í FA Cup, eins og álagið hafi ekki verið alveg nógu galið fyrir. Svo eru margir (ekki allir) steinhissa á því að fjölmörg lið (ekki bara stóru liðin) stilli upp varaliðum sínum í þessum keppnum og leggi áherslu á deildina.

    Hópurinn hjá Liverpool er svo önnur umræða og ljóst að hann er ekki fullmótaður hjá Klopp enda hann ennþá tiltölulega nýtekinn við. Ekkert lið hefur lent eins illa í meiðslum og fjarvistum undanfarna mánuði (af toppliðunum) og ekkert lið mátti líklega eins illa við því. Takið t.d. Coutinho, Matip, Mane og Henderson úr hinum liðunum í mesta leikjaálagi tímabilsins og sjáum hvað gerist?

    Janúar hefur verið alveg hræðilegur, verri en maður óttaðist og var ég nú vel skeptískur fyrir með alla þessa fjandans bikarleiki á dagskrá.

    Það er þungt yfir þessu núna og klárlega smá krísa hjá liðinu. Blessunarlega erum við með stjóra sem vonandi allir stuðningsmenn Liverpool treysta áfram til að finna lausn á þessu. Það eru engar skyndilausnir og bæði Klopp og FSG hafa ítrekað talað um að þeir trúi ekki á slíkt. Það þýðir að við lendum í svona sveiflum áfram, vonandi upplifum við ekki fleiri svona hroðalega mánuði undir stjórn Klopp en hópurinn er mjög langt frá því að vera fullmótaður það er nokkuð ljóst.

    Þetta er samt ennþá á góðri leið.

    Vonandi eru leikmenn Liverpool að hugsa þetta eins og meistari Neil Atkinson

  66. Það er ljóst hvað er að hjá liðinu
    Það hefur ekki orku í að spila svona marga leiki á stuttum tíma + Mane out og Coutinho á annari löppinni.
    Núna verða færri leikir og M og C komnir til baka og liðið nær sér aftur.
    En ég veit ekki með taktíkina hjá Klopp á næsta seasoni þegar Evrópuleikir bætast við.

  67. Og ekkert breytist frekar en endra nær, Hafsent – vinstri bakk – miðjumaður sem sendir blotann framá við og senter sem hreyfist og hægt er að senda á er það eina sem vantar hjá okkur,en nei nei kaupum ekkert þetta lítur ossa vel út.

    Er bara ekki að botna þennann klúbb lengur,virðist ekki vera til pund til að gera neitt eða þá Jóakim Aðalönd er með heftið.
    Og svo velti ég fyrir mér hvers vegna þeir eru með svona marga scouta í vinnu þegar ekkert er keypt, eða finna þeir kannski ekki neitt.

    Maður spyr sig.

  68. Ef við skoðum aðeins liðin í kringum okkur þá erum við semsagt í 4 sæti í deildinni í dag og 2 stigum frá öðru sætinu. Við erum ofar í deildinni en tvö dýrustu lið deildarinnar ( talandi um krísu ) sem borga auk þess hæstu launin. Við erum í 5 sæti miðað við greidd laun og þessi tala hefur oftar en ekki haldist í hendur með stöðu í deildinni. Manchester Utd er eina liðið sem er eftir í deildarbikar en hin öll ennþá í FA. Þau fara að hellast úr lestinni á næstu vikum.

    Við höfum einnig verið að missa lykilmenn úr okkar liði, bæði í meiðslu og svo í afrikukeppnina. Það þarf smá heppni í þetta líka. Kippið Pogba, Zlatan, Hazard, Costa, Sanches osfr út úr þessum liðum í smá tíma og hlutirnir eru fljótir að breytast.

    Svo byrjar evrópukeppnin aftur og þá munum við og Chelsea sitja hjá sem hefur sýnt sig muna ansi miklu.

    Þetta er búið að vera slæmt tímabil í janúar og við höfum ekki stillt upp okkar sterkasta liði síðan ég man ekki hvenær ? Coutinho var úti í fleiri vikur, Lallana var úti, Henderson var úti, Mane var úti, Matip var úti osfr. Þegar við erum ekki með stærri hóp en þetta þá koma svona meiðsli einstaklega illa út.

    Ég perósnulega hef trölla trú á Klopp, hann er ekki að kaupa menn bara til að kaupa menn, hann vill gæði og er tilbúin að bíða eftir þeim. Held við förum á gott run með hækkandi sól og tryggjum okkur í topp 3 í vor.

    Svo er alltaf næsta ár ; )

Liverpool v Wolves [dagbók]

Talandi um mikilvæga leiki