Liverpool – Chelsea 1-1 (leik lokið)

1-1 – 90 min. Leik lokið, 1-1 niðurstaðan. Skýrsla kemur síðar.

1-1 – 56 min. Wijnaldum jafnar með skalla eftir fyrirgjöf Milner (sem fór af varnarmanni). Game on.

0-1 – 25 min. David Luiz beint úr aukaspyrnu. Frábært.

Risaleikur á Anfield í kvöld þegar Chelsea mæta á Deadline Day sem er sá dauðasti í sögunni sennilega.

Nóg um það, liðið komið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Henderson – Wijnaldum

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Sturridge, Lucas, Moreno, Origi, Mane.

Mané kominn á bekkinn og liðið hefðbundið.

Minnum á tístkeðjuna okkar!


122 Comments

  1. Vá hvað ég mun ekki þrauka það að mæta til vinnu á morgun ef þetta verður enn einn tapleikurinn.
    En liðið okkar er næstum fullmannað með sterkan bekk í þeim Mane, Origi og Sturridge.
    Hefði þó viljað sjá Sturridge inná á móti gamla liðinu hans.
    Vonandi að menn byrji af krafti og fái alls ekki á sig mark fyrst, helst bara alls ekki

  2. Pakka rútunni og enda þessa taphrinu.
    Ps vonandi er henderson ekki að spila meiddur eins og last season… ekki sami leikmaðurinn

  3. Strákarnir eru búnir að vera að spara sig fyrir þennan leik, við tökum þetta 2-1
    Mane skorar sigurmarkið þegar hann kemur inná á 75 mín

  4. Afhverju gat þessi leikur ekki verið á morgun þá væri þessi martraðar janúar búin. Ég spái 0-1 í kvöld.

  5. Kraftur i þessu og hungur. Menn ætla ekkert að gefa millimetra eftir…

  6. Áhyggjurnar eru að þrátt fyrir yfirburði eru engin færi en allt annað að sjá og hef tilfinningu fyrir sigri

  7. Þvílík vörn og markmaður, hvað á þetta drasl að kosta okkur mörg stig á tímabili ????

  8. Þetta var virkilega sniðugt hjá Chelsea. Ekki hægt að taka það af þeim

  9. Hvaða helvítis bull var þetta ?
    Mignolet ennþá að stilla upp veggnum og engin að fylgjast með

  10. Það hefði enginn markmaður varið þetta hvort eð er. Skot rétt yfir vegginn, í boga upp og niður, stöngin inn. Óverjandi.

    David Luiz = Gæði út í gegn.

    Chelsea er einfaldlega lið sem býr yfir þessum gæðum.

    Nú fáum við að sjá úr hverju okkar menn eru gerðir!

  11. Held að Símon hefði ekki varið þetta þótt hann hefði verið tilbuinn

  12. Sama sagan. 70% með boltann… skapa engin færi og fá svo á sig mark úr fyrsta Skoti

  13. Erum með boltann 85%, ein sókn, eitt skot, drulluskita hjá Mignolet og félögum, 0-1.
    Óþolandi f……. drasl.

    Upp með sokkana þrumum í þessa Chelsea aula og vinnum leikinn.

  14. Aukaspyrnan á eftir að verða góður umræðupunktur. Mjög undarleg ákvörðun hjá dómaranum. Aukaspyrnurnar soft og Costa búin að heimta nokkrar en dómarinn ekki sammála, er það þá ekki gult? En liðið er að spila fínan bolta og vonandi skilar það stigum.
    YNWA

  15. Domarinn horfir á marvörðinn, sér að hann er ekki tilbúin og flutar lágt svo enginn heirir á meðan hann gengur afturábak, finnst enhverjum þetta eðlilegt!!!

  16. Hazard stígur langt til hliðar með fótinn til að fiska þetta. Það hleypur enginn svona… gæti alveg eins dæmt á hann fyrir að fella lallana

  17. 4 tapið á Anfiel í röð það er skömm af þessu held við gætum ekki skorað mark þó svo að Courtois væri bara einn inná.

  18. Mér finnst vanta ákafan sem einkennir okkar lið…þarf eitthvað grisamark til að koma okkur inn í leikinn

  19. Þetta upplegg hrópar á annan framherja.
    Annars er spurning hvort klopp stökkvi á nokkur panic kaup síðusta 2 tíma gluggans eftir leik

  20. Firmino er mesta drasl sem hefur klæðst Liverpool treyju og samt er hann alltaf í byrjunarliðinu

  21. Mér fannst þetta pjúra aukaspyrna. Klókt og ofleikið kannski, en Lallana bauð upp á þetta.
    Mér finnst við bara hafa spilað ágætlega. Svosem engin dauðafæri gegn gífurlega sterkri vörn, en það er bara einkaskitu Símons um að kenna að við erum undir.

  22. Hvernig getur Liverpool spilað sinn besta fótbolta í tugi ára og svo spilað sinn versta fótbolta í “tugi” ára á sama tímabili? Maður bara skilur ekki hvernig svona stórhrun getur átt sér stað?!

  23. Svo er Mane að fá aðhlynningu á bekknum, hann er klárlega ekki að koma inná í þessum leik ef hann er tæpur.
    Hvað er með þetta lið. Geta yfirspilað hvaða lið sem er en koma þessari tuðru aldrei í netið

  24. Nr. 44

    Hvað eru menn að reykja? Mesta drasl sem klæðst hefur Liverpool treyju .. ertu með algjört gullfiska minni?

  25. #46 vertu ekki fáviti. Það hefði engim markmaður í heiminum varið þetta

  26. Sami skítur og eins og venjulega og Klopp stendur bara á hliðarlínunni og gnístir tönnum úff .

  27. Klopp er ekki að spila leikinn Robbi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  28. Það er eins og Clattenburg sé að flauta í laumi… Hvað er það? Dómarar eru vanir að leyfa uppstillingu og gefa skýr fyrirmæli um að taka megi aukaspyrnuna. Þetta var eins og af æfingasvæðinu…

  29. Bara flottur fyrrihálfleikur þar sem dómaratríóið tekur ansi margar rangar ákvarðanir. Sé ekki annað en að menn séu að leggja sig fram og liðið bara að spila fínan bolta. Þetta verður gífurleg þolinsmæðisvinna og við verðum að passa okkur á að opna okkur ekki. Koma svo strákar, ég hef trú á ykkur.
    YNWA

    Ps. Ef allt er ömurlegt og flestir lélegir hver er þá hvötin til að horfa….finnið ykkur eitthvað annað áhugamál

  30. Sama draslið og venjulega. Boltanum klappað en engin ógnun. Það virðist vera einkar auðvelt að verjast Liverpool þessa daga sama hver mótherjinn er. Týpísk sókn boltanum klappað og sendar nokkrar sendingar og svo skipt út á kant þar sem sent er fyrir og einhver strumpur á að skalla hann.

  31. Algerlega óþolandi mark sem við fengum á okkur. Tökum samt ekkert af Luiz, þetta var rosalega vel gert hjá honum. Liðið okkar er alltaf svona “næstum því”. Vantar ekkert upp á grimmdina og ákefðina en guð minn góður hvað við erum orðnir bitlausir fram á við. Chelsea liðið ekkert sérstakt en vörnin er rosalega sterk hjá þeim. Verðum bara að vinna þennan fokking leik. Mark frá okkur á fyrstu 10 – 15 mínútum seinni hálfleiks setur leikinn í uppnám.

    Veit reyndar ekki hvernig við eigum að skora hjá þeim miðað við hversu geldir við erum á síðasta fjórðung vallarins.

  32. 45 mín og okkar menn flottir út á vellinum.
    Mignolet með algjöra skitu í markinu. Já þetta var gott skot en við fáum auðvita aldrei að vita hvort að hann hefði varið því að hann var ekki tilbúinn sem er lámark.

    Það er barátta og hungur til staðar, það er gott spil á köflum og það hafa verið 2-3 tækifæri þar sem vantaði bara loka sendinguna til að opna vörnina.

    Þessi leikur verður dæmdur útfrá sjálfum sér en ekki þeim sem eru búnir. Já menn tala um sömu skituna og eru fljótir að dæma en ef þessi kraftur hefði verið gegn Sunderland, Southampton, Swansea og Wolves þá værum við búnir að vinna þá leiki.

    Helvítist fast leikatriði skemmir fyrir okkur en eina ferðina en þetta er ekki búið en ég efast um að við getum haldið þessu tempó út leikinn.

  33. Svartsínis pappahausar HALDIÐI KJAFTI HÉR!!! það eru 45 mínútur eftir. Koma svo Liverpool

  34. #45 er augljóslega að djóka, ekki vera svona mikið donk. Hann er samt ekki nógu góður. Væri fínt að sjá hann reyna vinna eitt návígi og skallabolta á tímabilinu

  35. Inná með Mane og fara að skora mörk. Þetta Chelsea lið er ekki ósigrandi. Það er nóg eftir, augnablikið er núna.

  36. “When Coutinho signed his new contract, did they replace him with a lookalike?”

    Ian Doyle hjá Liverpool Echo.

  37. Það hefði enginn markaður varið þetta. Sá hinn sami hefði verið með markmannshornið opið.

    Aukaspyrnan fer samt í taugarnar á mér. Það er að segja að hún hafi verið dæmd yfir höfuð. Við erum farin að eiga ansi mikið inni hjá happadísunum.

  38. Koma svo, við faum á okkur eitt skitamarkið en, en núna er það bara að rífa sig upp og styðja Klopp. WE ARE LIVERPOOL.

    ps tók enginn eftir því að einsog mjög sjáldan spilum við ekki á mot við kop í seinn halfleik, hver ætli hafi unnið uppkastið.

  39. Er clattenburg laumufan þeirra? Bara hissa að hann skyldi dæma markið okkar gilt!

  40. Er það bara ég eða eru allar sendingar hjá bæði henderson og can búnar að vera gjörsamlega útúr kortinu allan leikinn???
    Veit samt að henderson kom að markinu og allt það en mér finnst þeir búnir að vera drullulélegir

  41. Matip algjörlega ÉTINN af Costa!

    HÖRMULEGUR VARNARLEIKUR!!

    Meistari Migno reddar málunum!!!

  42. Firmino er svo off í dag að meiraðsegja sturridge má koma inná.
    Koma svoooo

  43. sanngjarnt jafntefli. Önnur úrslit í kvöld frábær fyrir okkur. Erum enn með í baráttunni um meistaradeildarsætið.

    Ein spurning. Afhverju getur Liverpool ekki spilað af sama krafti á móti liðum eins og Swansea og Southampton?

  44. Jæja ekki voru Liverpoolmecnn þreyttir i þessum leik.
    Börðust vel og urslitin sanngjörn.

  45. Flottur leikur hjá okkar mönnum.
    Það var alveg kristaltært að það átti að létta chelskí lífið í þessum leik.

  46. Fáum á okkur once in a lifetime aukaspyrnumark, skorum loksins fínt mark úr opnu spili, mignolet ver víti, stig á móti heitasta liði deildarinnar og aðrir keppinautar tapa stigum…gæti verið verra

  47. Þetta var sko ekkert sangjrnt jafntefli, við áttum að vinna þetta.

  48. Semja til 7 ára við Can. Þessi strákur er frábær. Kante ofmetinn.
    Frábært stig. 3 top og eitt jafntefli í síðustu fjórum. Sættum okkur við það.

    Náum vonandi þessu 4 sæti. Dagar þar sem Liverpool stuðningsmenn vildu keppa um titilinn eru liðnir. Vonandi náum við fjórða sætinu og höldum party

  49. Flottur leikur og gefur vonandi góð fyrirheit. Vorum mun betra liðið þó svo að færin væru ekki mörg enda held ég að engin hafi reiknað með því að við myndum vaða í færum. Verð samt að viðurkenna að ég var orðin ansi þreyttur á Clattenburg (eða hvað hann nú heitir). Hvað þarf t.d. að tala oft við Costa áður en það má lifta spjaldi á hann, smá bakhrinding inn í teig, ekkert dæmt en á sömu mínútu svipuð bakhrinding fyrir utan teig og þá dæmt (er ekki að biðja um vítaspyrnu heldur samræmi í brotum sem gerast á sömu mínútu). En hvað um það flestir eða bara allir voru að skila sínu og ég held að við getum gengið þokkalega sátt inn í nóttina. Þetta er mannskapurinn sem við höfum og ef við erum sannir stuðningmenn þá stöndum að baki hverjum og einum. Sá sem er skúrkur í dag getur nefnilega verið hetja á morgun………eða sá sem er skúrkur í fyrrihálfleik getur vel orðið hetja í þeim seinni.
    YNWA

  50. “A step in the right direction for Liverpool and something to build on.

    They looked tired towards the end but then so too did Chelsea.

    Telling the impact Pedro and Fabregas made for the visitors – it’s the kind of strength in depth Liverpool don’t have.”

    Mjög sammála þessari greiningu. Hvort sem við náum að hanga í topp4 eða ekki í lok tímabils þá er ljóst að eigendur liðsins þurfa að rífa upp veskið í sumar. Sárvantar fleiri sterka leikmenn. Breiddin engan vegin nægileg.

  51. Migno stóð sig vel. Can, Henderson og Wijnaldum stóðu fyrir sínu. Coutinho týndur, Firmino og Lallana duglegir en náðu ekki að vinna sig í gegnum þriggja manna varnarlínuna. Utan Clyne var vörnin að strögla.

  52. Arsanal hahhaha!

    Svo fer CL í gang og allar hinar óþarfa keppnirnar halda áfram, á meðan getur Klopp notað æfingasvæðið og stillt upp.

    Migno sagði eftir leikinn að hann heyrði aldrei í flautunni í aukaspyrnumarkinu, algjör skandall! Á ekki að nota flautuna almennilega?

    Ekkert skrítið að chelskí séu með svona mörg stig miðað við þennan leik. Þeir eru góðir en þurfa ekki aðstoð þeirra svartklæddu.

    Erum að rústa BIG SIX deildinni. Núna þarf bara að halda áfram á þessari braut.

  53. Sammála #101 auðvitað vantar okkur breiðari hóp. Greinilegt hverjum Klopp treystir og hverjum ekki. Ferskir fætur í lok svona leiks geta gert gæfumunin og gerðu það næstum þ.e.a.s. fyrir andstæðinginn. Krossum fingur og vonum að menn haldist heilir heilsu og þá er aldrei að vita nema meistaradeildarsæti verði náð. Sumarið verður síðan bara áframhaldandi uppbygging hjá Klopp og co. Ég held að þeir sem voru að gera sér vonir um glæsta sigra á öllum vígstöðvum á þessu tímabili hafi farið aðeins frammúr sér, en það er líka gott og nauðsynlegt að gera kröfur og vona og trúa.
    YNWA

  54. Ekkert alslæm úrslit í kvöld. Það eru skiturnar á móti litlu liðunum sem vega þungt.

    Við áttum möguleika á að vinna. En það vantar mikið upp á sóknina hjá okkur. Coutinho er búinn að vera algjörlega ömurlegur síðan hann kom til baka (hversu lengi er maður að komast í gang?!) og svo fór Firmino skelfilega með tvö dauðafæri (arghh!).

    Svo hefði enginn markmaður átt séns í þessa aukaspyrnu hjá Luiz.

    Migno bjargaði því svo að við settum nýtt met í fjölda tapaðra leikja í röð á Anfield. Takk Migno!

    Hef aðeins tvennt að segja um Chelsea-liðið:
    1. Luiz, ótrúlega öflugur. Sterkur í loftinu, les leikinn frábærlega, góður á boltanum. Og aukaspyrnan í heimsklassa!
    2. Kanté, guð minn góður, þvílíkur leikmaður! Kaup ársins.

    Hvað okkar menn varðar, þá finnst það ennþá algjör drulla að hafa ekki styrkt liðið strax í byrjun janúar. Og ömurlegt að vera dottnir út úr báðum bikarkeppnum. En allt þetta er búið og gert. Og svo er deildin búin. Chelsea verða meistarar.

    En… blæðingin hefur verið stöðvuð og nú krefst maður þess að liðið tryggi sér meistaradeildarsæti með vorinu. Að minnsta kosti er ekki til sú afsökun í heiminum fyrir því að ná því ekki.

    Áfram Liverpool!

  55. Hin liðin fyrir ofan okkur (Spurs, Arsenal) töpuðu stigum og með sigri hefðum við smellt okkur í 2. sætið :/

    1 sigur (á móti Plymouth) í öllum janúar. Ég held við höfum ekki mikið efni á að hlægja að óförum Arsenal í kvöld.

    Þetta var möst win og það hafðist ekki.

    Costa er óþolandi en Matip náði ekki boltanum og fóturinn var fyrir.. við hefðum verið brjáluð ef þetta hefði verið á hinum endanum og ekkert dæmt. #104 þeir fengu enga aðstoð hjá Clattenburg í kvöld, ég ætla ekki að reyna afsaka Mignolet í þessu marki.

    Næst er það leikur við hina miklu tígra – Hull City.. það er eins gott að það vinnist!

  56. Margt gott sem hægt er að taka með sér úr þessum leik. Dómgæslan hallaði á Liverpool allan leikinn þar sem öll vafaatriði féllu Chel$ky í skaut.
    Mignolet ekki á tánum og hefði átt að gera betur, en vafalítið hefur Clattenburg sleppt flautinu eða flautað á lágu nótunum sem Migno heyrði ekki og alls ekki víst að nokkur hefði varið þetta.
    Kannski voru þessi úrslit sanngjörn, en dómarinn fær falleinkunn hjá mér.

  57. Er ekki búinn að renna yfir öll 100+ kommentin hér en það er rétt að gefa Mignolet hrós fyrir að bjarga stigi í þessum leik. Hann gat klárlega ekkert gert í þessu marki sem Luiz skorar, auðvitað hefði hann átt að vera tilbúinn en það virðist enginn samherji hans vera það heldur og Mignolet sagðist ekki hafa heyrt flautið. Hann ver svo víti á ögurstundu sem er gríðarlega mikilvægt, fjórir tapleikir á heimavelli hefði litið hræðilega út og nú tókst liðinu sem betur fer að stoppa þetta rugl sem var í gangi.

    En að því sögðu þreytist ég ekki á að benda á að útileikur við Hull hræðir mig meira en þessi Chelsea leikur. Við þekkjum allir okkar ástkæra lið og hvað getur gerst (oftar en við kærum okkur um að muna) þegar það mætir liði í fallbaráttu á útivelli.

  58. Afsakið en nú virðist sem ég horfi alltaf á fótboltaleiki með rassgatinu.
    Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig Mignolet lét Luiz skora þetta stórkostlega mark með óverjandi skoti beint yfir varnarvegginn. Átti hann að standa fyrir aftan vegginn?

  59. góður punktur 105# Og þar sem háðressufótbolti krefst gríðarlegs vinnuframlags er nauðsynlegt að hafa gæði á bekknum á með ferska fætur

  60. Titilvonir í öllum keppnum farnar. 5-6 sætið líklegasta niðurstaðan.

    Úrslitasendingar í molum. Langar sendingar úti. Vörnin hroðalega mistæk. Milner er ekki vinstri bakk. Coutinho ekki kominn í form. Lallana er ekki hægri kantur. Leikstjórnun Hendo veik en hann bjargar sér með þvi að redda vörninni stöðugt. Taugaveiklun á sóknarþriðjunginum. Lítil sem engin ógnun af fyrirgjöfum og sköllum nema hjá W.
    Cahn ekki svipur hjá sjón. Endalaus klaufamistök á úrslitastundum hjá öllum bæði í vörn og sökn.

    Dómarar gefa okkur ekkert, hvorki víti né gul á andstæðinga fyrir gróf brot en dæma á allt á meðan Manu fær sex rangstöðumörk, djók brottvísanir og eitt ólöglegt á einum og hálfum mánuði sem hlýtur að vera heimsmet.

    Allir farnir að lesa Klopp og bakka alveg niður með 8-9 menn.
    Hann skiptir lítið og seint. Origi er ekki nógu góður fyrir L. og Sturridge of latur fyrir K.
    Að öðru leyti er framtíðin björt.
    (Lucas Leiva en hjá klúbbnum með 80 þús pund á viku. )

    Nema hvað Klopp fær svona 1/5 eða minna af því sem peningaklúbbarnir fá.
    Góðu fréttirnar að maður getur sleppt því að fylgjast með þangað til í bjartsýniskastinu næsta haust.

    Óðar stundir

  61. Og vel á minnst:

    Það er alltaf hægt að verja svona aukaspyrnur því nær ómögulegt er fyrir mann sem hleypur svona að boltanum að senda hann í hitt hornið.

  62. 4 stig gegn Chelsea á tímabilinu það er bara ágæt og að vera betri í báðum leikjunum.

    Liðið seldi sig dýrt í þessum leik og vorum við gjörsamlega sprungnir undir lok leiksins. Það vantaði ekki dugnaðinn eða hugrekið hjá Liverpool því að liðið lét marga taka þátt í sóknarleiknum á móti líklega besta skyndisóknarliðið deildarinar.

    Chelsea mættu okkur aðeins framar en Swansea, Sunderland og Southampton og það gefur okkur smá meira pláss. Við höfum ekki enþá fundið leið gegnum þann 11 manna pakka en í dag þá náðum við að skapa aðeins meira. Firminho með tvö dauðafæri, Winjaldum með gott skot fyrir utan þegar við náðum að teygja aðeins á þeim og svo vantaði stundum aðeins betri síðustu sendingu og þá hefðum við skapað meira.

    Chelsea skoraði gegn gangi leiksins enda þeir varla farið yfir miðju þegar þeir skoruðu. Þetta var frábært skot og ólíklegt að Mignolet hefði varið ef hann hefði verið tilbúinn en við fáum aldrei að vita það því að hann var ekki tilbúinn og skrifast þetta á hann fyrir að vera ekki tilbúinn.

    Mignolet 7 – frábærlega varið víti og bjargaði hann stigi þar en fyrsta markið var of aulalegt til að gefa hærri einkun(hefði gefið honum 9 annars).
    Clyne 7 – mjög solid leikur hjá kappanum.
    Lovren 7 – var í baráttuni og lét finna fyrir sér.
    Matip 4 – var skelfilegur í þessum leik. Gaf víti, átti í miklum vandræðum með sendingar allan leikinn þar sem hann var að tapa boltanum á slæmum stöðum. Hann er ekki komin í gang það er nokkuð ljóst.
    Millner 6- tapaði boltanum þrisvar sinnum á aulanlega hátt sem hefði getað kostað markað en átti þátt í markinu okkar.
    Can 8 – ég hef verið að gagnrína hann mikið og tel ég enþá að við þurfum að finna einhvern betri en í kvöld var hann mjög góður. Hljóp mikið, vann boltan og var barátta í honum. Hann létt boltan ganga hraðar (greinilega búið að ræða við hann um það).
    Henderson 7 – fín leikur hjá fyrirliðanum sem dreyf liðið áfram.
    Winjaldum 8 – skoraði flott mark og vann mjög vel. Var aðeins framar og var mjög flottur í pressuni og baráttuni.
    Coutinho 6 – er langt í frá kominn í gang en við vitum allt um hans gæði.
    Firminho 6 – því miður náði hann sér ekki alveg á strik. Klúðraði tveimur færum og náði að skapa lítið og virkar þreyttir(það sem Klopp hafði áhyggjur af)
    Lallana 7- fannst mér sprækastur af þeim þremur fremstu. Hann náði að láta boltan ganga vel og var sífelt í baráttuni og vann boltan oft.

    Það verður ekkert leikjaálag á okkur þar sem eftir lifir tímabils svo að nú keyrum við bara á þetta. Ég vill sömu baráttu og ákveðni. Ég veit að við getum ekki verið í svona pressu gegn minni liðum því að þau sparka bara strax fram og eru ekki mikið að halda bolta og við fáum 11 manna varnarmúr en þessi barátta verður að vera til staðar þegar boltinn er í loftinu og ákveðni þegar við keyrum á þessi lið.

    Hull úti næst og vona ég að við sjáum svona framistöðu gegn þeim

    YNWA

  63. Fannst Chelsea betri aðilinn en við töpuðum allavega ekki eins og við erum vanir. Jafntefli er sigur í raun í þessum leik.

  64. Það er mikið verið að tala um að fyrrihálfleikur hafi verið svo hræðilegur og seinni góður. Þetta sá eg ekki, merfannst viðjafnvel betri i fyrri hálfleik, hápressa og mikið posessin, mikið af boltum inn i teig osf. Munurinn var að einn bolti lak i markið, og það í seinni háfleik.

    Við þurfum að leysa vandann að spila a móti míu manna vörn, það er málið og var ekki leyst ígær, það var ekki betri sóknaleikur okkar sem tryggði okkur jafntefli, það voru varnarmistök andstæðinga.

  65. Í þessum leik vorum við betri, en það eru mörkin sem ráða og við erum bara sáttir með þetta stig. Áfram Liverpool.

  66. bara sorry #121 staða og látbragð dómara var mjög á skjön við það sem maður á að venjast við svona aðstæður, burtséð frá einhverju flauti. En þú ert trúlega hallur undir eitthvað annað félag en Liverpool úr því að þetta liggur enn svona þung á þér 🙂
    YNWA

Talandi um mikilvæga leiki

Liverpool – Chelsea 1-1 (Skýrsla)