Liverpool 3-1 Arsenal [Skýrsla]

1-0 Firmino 9.mín
2-0 Mane 39.mín
2-1 Welbeck 56.mín
3-1 Wijnaldum 91.mín

Nótt fylgir degi, vatn er blautt og Liverpool spilar mjög vel og nær úrslitum úr stóru leikjunum. Hver hefði getað giskað á það að við töpum illa gegn Leicester og rústum Arsenal svo nokkrum dögum seinna?! Næsti leikur er Burnley og svo Manchester City, hvað ætli gerist þá?!

Bestu Leikmenn Liverpool

Allir. Má ég segja það?

Mignolet átti fínan leik en náði ekki að halda hreinu. Kannski hefði hann átt að gera betur í markinu, kannski ekki. Mér er nokkurn veginn alveg sama. Varði frábærlega frá Giroud og stóð sig heilt yfir vel.

Vörnin var góð og náði að loka á mest alla ógn Arsenal í leiknum. Matip og Klavan voru góðir og Clyne og Milner gerðu mjög vel. Hef séð vörnina í stærra hlutverki og hafa meira að gera en þeir gerðu vel þegar á reyndi.

Miðjan var frábær. Ég á það til að fá stundum hálsríg vegna Emre Can og óstöðugleikanum í hans leik, ég er bara nokkuð fínn í hálsinum í dag enda var sá þýski mjög góður sem dýpsti af þremur miðjumönnum Liverpool í dag. Fyrir framan hann var Wijnaldum enn og aftur mjög góður og Lallana alveg hreint frábær. Þeir spiluðu hratt, hart og boltinn gekk mjög vel þeirra á milli. Þáttur Lallana í marki Wijnaldum var virkilega flottur.

Coutinho er farinn að minna aftur á sig eins og hann var fyrir meiðslin og átti marga frábæra spretti og komst í nokkur góð færi. Roberto Firmino átti sinn lang besta leik í langan tíma og skoraði og lagði upp – sem og Mane sem var á tíma að leika sér að því að niðurlægja varnarmenn Arsenal.

Liðs framtakið í vörn og sókn var frábært, þetta var klár sigur liðsheildar að mínu mati og kannski erfitt að pikka einhvern einn út en ég myndi líklega velja einn af Wijnaldum, Lallana, Firmino eða Mane. Veljið einhvern úr þessum hópi, það er ekki til vitlaust svar þarna.

Origi átti mjög góða innkomu, lét finna fyrir sér í baráttunni. Hann átti skalla í stöngina og frábæra fyrirgjöf í marki Wijnaldum. Takk fyrir og komdu með meira af þessu Origi. Hann hefur óneitanlega mikla hæfileika og líkamlega burði til að vera frábær og þarf bara að gera eitthvað svona oftar.

Vondur dagur

Við fengum á okkur óþarfa mark – sem var frábærlega gert hjá Alexis Sanchez í undirbúningnum og Welbeck sem kláraði vel, þeir mega eiga það – og það er líklega það neikvæðasta við þetta. Þeir fóru illa með vörn Liverpool í þetta skiptið en náðu ekki að nýta sér augnablikið og Liverpool fór að ná aftur tökum á leiknum.

Umræða eftir leik

  • Af hverju í ósköpunum getur þetta Liverpool lið rokkað á milli þess að vera áttunda undur veraldar og pakkað saman betri liðum deildarinnar en tapað stigum gegn botnliðunum?
  • Ég hef engar áhyggjur af liðinu í þessum leikjum og uppstillingin fannst mér sú rétta. Þetta lið er fullkomið í þessi verkefni en maður setur spurningar við það hvort það þurfi ekki að breyta aðeins til í næsta leik gegn liði í botnbaráttu.
  • Lucas á ekki að byrja leik í miðverði hér eftir ef tveir af Klavan, Lovren og Matip eru heilir.
  • Roberto Firmino minnir okkur á að hann er frábær sóknarmaður. Hann var stórkostlegur í kvöld og við viljum sjá meira af þessu ekki satt?
  • Sadio Mane er bestu kaup sem Liverpool hefur gert frá því að við keyptum Suarez fyrir nokkrum árum. Höfum síðan átt nokkur góð kaup síðan en Mane er game changer. Hann er sóknarmaður sem er að fara að detta í sín bestu ár. Hann er fáranlega fljótur, spilar snjallt og er frábær slúttari. 35 milljónir punda – þeim sem tókst að sannfæra Southampton um að selja okkur hann á þann pening á skilið að fá eitt, ef ekki tvö, high five.

Næstu verkefni

Næsti leikur er heimaleikur gegn Burnley og eins hallærislegt og það kann að hljóma þá er það bara blákaldur sannleikurinn að það er ákveðin prófraun fyrir liðið. Þetta eru leikirnir sem valda okkur vandræðum og sama hvað Liverpool reynir þá tekst þeim ekki að detta úr þessum Meistaradeildarsætispakka. Það væri fínt að geta haldið dampi og klárað Burnley um næstu helgi áður en við mætum Manchester City 19.mars og Everton í byrjun apríl eftir landsleikjahlé og Tenerife ferð leikmanna Liverpool.

36 Comments

  1. Frábær leikur, og frábær afmælisgjöf handa King Kenny sem er 66 ára í dag.
    Til lukku með daginn snillingurinn þinn.

  2. Liverpool eru samt í skítamálum , núna er bara City og Everton eftir af svokölluðum toppliðum. Restina gætum við tapað.

    Djöfull væri gaman að sja Liverpool í meistaradeildinni með þennan þjálfara. Deild þar sem að flest lið eru góð og spila alvöru fótbolta.

  3. Svo að ég segji það en og aftur.
    Liverpool eru frábærir gegn liðum sem vilja halda bolta, sækja á mörgum mönnum og gefa okkur tækifæri að nota pressuna og vinna boltan framarlega. Snillingarnir okkar fá pláss til að leika sér.
    Því eftir hvern einasta sigur gegn stórliðið þá kemur þetta AFHVERJU GETUM VIÐ EKKI UNNIÐ LITLU LIÐINN?
    Það er af því að við höfum ekki fundið lausnir gegn liðum sem pakka gegn okkur. Minna pláss, pressan virkar ekki gegn liðum sem eru ekki að halda bolta og fyrirgjafir inn í teig sem er fullar af stórum köllum er ekki ávísun á árangur. Vantar plan B
    Maður er meira stressaður fyrir Burnley heldur en Arsenal.

    En snúum okkur að leiknum í dag hann var frábær. Ekki okkar besti leikur en við gáfum Arsenal fá tækifæri og unnum við verðskuldaðan sigur þar sem kraftur og áræðni var okkar vopn.

    Mignolet 7 – leit ekki vel í sumum fyrirgjöfum en varði einu sinni meistaralega. Það er ekki hægt að kenna honum um markið en sumir hefðu náð að loka á þetta. Sáttur samt við kappan í dag.

    Millner 8 – velkominn aftur 🙂
    Clyne 8,5 – hvað vill maður meira? Hann var frábær í vörn og tók vel þátt í sóknarleiknum. Líklega okkar vanmetnastileikmaður sem er skrítið því að hægri bakvarðastaðan hefur ekki verið svona góð síðan að hinn þýski Markus var á ferðinni.

    Klavan/Matip 9 miðverðinir okkar voru frábærir í þessum leik. Voru að vinna vel saman og björguðu vel þegar þess þurfti( þetta Lucas í miðverði bull má fara að hætta núna).

    Can 8 – Ég hef verið duglegur að gagnrína hann og finnst hann ekki nógu góður til að byrja leiki hjá liverpool í hverji viku en hann átti góðan leik í dag og var ég mjög sáttur við gula spjaldið hans(klókur) en var heppinn að fá ekki síðara gula(þá hefði hann fengið 5 og verið heimskur, svona er stutt á milli í þessu).

    Winjaldum 8,5 eins og Can var duglegur og fær aðeins meira fyrir að skora 🙂

    Lallana 9,5 – frábær leikur hjá honum. ótrúleg vinnsla, mikil hætta með boltan, hreyfir sig vel án boltans sóknarlega og vann boltan trekk í trekk.

    Mane 9 ógnandi allan leikinn og skoraði flott mark.
    Coutinho 8 – allt annað að sjá hann í þessum leik og vonandi er hann að komast í gang.
    Firminho 9 vinnsla dugnaður, ógnandi og flott mark.

    Origi kom svo sterkur inn

    Næsta verkefni er Burnley og vonandi náum við að bæta við 3 stigum og setjum allt á fullt í deildinni.

    YNWA – stoltur af stjóranum og strákunum í dag.

  4. Pollyanna kom sterk inn í liðið à 91 mín og var henni vel fagnað…
    :0)

    Sterk 3 stig í hús à móti Arsanal og móri með jafntefli ! Góð helgi heilt yfir og vonandi Hamra Hamrarnir vel à Gardíóla og fèlögum à mànudag.

    YNWA

  5. Góð úrslit, en maður gleðst bara með hálfum huga; Burnley næst!!

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna og ekki miklu við hana að bæta. Þó hefði mátt taka Can með í talningunni á manni leiksins. loksins sá maður hvað það er sem Klopp sér í honum. Annars eins og ég nefni annarstaðar; liðið var frábært frá aftasta manni til þess fremsta. Mikið hefur maður saknað þessa liðs.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Svona rett til a? verja Lucas vin minn þá hef?i hann ekki lent i miklum vandræ?um i þessum leik. Ekki frekar en a? Klavan hef?i bjarga? okkur i si?asta leik. Máli mínu til stu?nings bendi eg a a? hann er buinn ad vera midvördur á móti Tottenham (Kane) og Chelsea(Costa) án þess a? lenda i neinum vandræ?um. Hann fékk nú ekki miki? hrós fyrir þá leiki nema þá helst fyrir a? hafa ekki verid ad flækjast fyrir. Klavan spilar vel a móti meiddum Giroud og er algjör hetja . Ekki þad ad eg vilji ad Lucas sé i byrjunarlidinu en skíturinn sem hann fær fyrir ad redda hinum aumingjunum sem eru alltaf meiddir eda veikir eda eitthvad annad er frekar sorglegt. Meira ad segja þegar hann spilar ekki þa sja menn sig tilneydda til ad rakka hann nidur.sorglegt.

  8. Klavan er bara massa góðu miðvörður. Hefur sýnt það aftur og aftur. Auðvitað gerir hann mistök eins og aðrir. Enda ekki auðvelt starf að verjast þegar bakverðirnir eru fram yfir miðju og miðverðir berskjaldaðir.

  9. bara henda þessu inní kosmósinn
    gini wijnaldum 4mörk 4assist
    paul pogba 4mörk 3assist
    😉 😉 😉 😉

  10. Takk fyrir skýrslu og fínar umræður. Er þó ekki frekar en fyrri daginn hrifinn af neikvæðninni hjá sumum sérstaklega í aðdraganda þessa leiks. Úrslitin komu mér bara alls ekki á óvart og jafnvel þó að sigurinn hefði verið stærri. Það eina sem kom mér á óvart var að þetta var hægt án Henderson. Bestu liðin, sem Liverpool er í hópi með, verður að geta unnið hverja sem er þó bestu menn séu meiddir. Það getur verið einhver lukka að vinna einhver efstu liðanna einu sinni en að gera það aftur og aftur og aftur er ekki tilviljun. Þessi leikur sýndi mér enn og aftur að við erum með virkilega gott lið í höndunum en einhver sálrænn þröskuldur er gegn lakari liðunum og hugsanlega eitthvað smávegis í leikskipulaginu. Að vísu finnst mér hálf kjánalegt að tala um einhver lakari lið í efstu deild á Englandi þar sem nánast öll lið geta unnið alla. Nú er bara að byggja ofan á þennan góða leik en áhyggjuefnið er helst að það eru svo fáir leikir eftir við efstu liðin

  11. Þessi leikur sýnir hvað liðið getur þegar allir eru að leika vel. Maður sér ekki í fljótu bragði hverjum ætti að skipta út, mögulega Klavan, en ekki samt þannig að hann hafi verið eitthvað áberandi veikari hlekkur í liðinu í dag.

    Á hinn bóginn má líka rökstyðja að Arsenal hafi einfaldlega ekki verið að spila vel í fyrri hálfleik. Hvað hefði gerst ef Sanchez hefði verið með allan tímann? Engin leið að segja.

    Eins spyr maður sig hvernig við hefðum horft á leikinn ef Arsenal hefðu náð að skora í síðustu sókninni áður en Winjaldum skoraði, og leikurinn endað 2-2. Hefðum við verið jafn ánægð með þetta allt? Ég veit ekki hvort leikmenn væru að fá jafnmikið hrós þá, þrátt fyrir að það eina sem hefði breyst væru síðustu 2 mínúturnar, spilamennskan í 90 mínútur hefði að öðru leyti verið sú sama.

    Nú er það bara stórleikur á móti Burnley, og svo létt æfing á móti City.

  12. Sjáið muninn á hópunum sem stjórarnir hafa til umráða.
    Wenger hendir inn Sanchez , Walcott og Perez leikmenn sem hafa komið að c.a 45 mörkum í vetur.
    Klopp bregst við með að setja Origi, Lucas og Trent Arnold.
    Við erum með frábæra 12- 13 menn og restin er bara alls ekki nægilega góðir.
    Það er bara ótrúlegt að við séum þar sem við erum miðað við hóp.

    Það er svo skemmtilegt að sjá þetta lið tæta toppliðin í sig.

  13. Hætta bara hápressu og 80% possession á móti litlu liðunum og sækja frekar hratt á þau. Liðið virðist bara geta spilað fótbolta á móti liði sem reynir að sækja

  14. Spurning hvort Can hefði fengið allt þettta hrós hefði hann fengið seinna gula sem hann átti svo sannanlega að fá fyrir rugl tæklingu.

  15. Sammála. Pökkum í vörn á móti varnarliðunun, ef við hefðum gert 5 sinnum 0-0 jafntefli í stað ósigrana þá værum við í baráttu um titilinn. Auðvitað veit eg allt best eftir á 🙂

  16. Alltaf verið að tala um sigurhlutfallið á mòti topp 6 Staðreyndin er sù að ì deildinni höfum við ekki tapað á móti topp 11. Eins og staðan er ì dag.

  17. Sælir félagar

    Það er þetta ef og hefði rugl. Það er nóg að hafa áhyggjur af því sem er þó maður bæti ekki við ef og hefði.

    Hvað ef við hefðum tapað leiknum?
    Hvað ef við hefðum skorað marki minna og þeir marki meira?
    Hvað ef þeir hefðu jafnað?
    Hvað ef Firmino hefði sett hann yfir markið?
    Hvað ef tékkinn hefði varið frá Mané?
    Hvað bla bla bla bla . . .

    Af hverju að vera velta sér upp úr einhverju svona í stað þess að njóta þessarar frábæru frammistöðu á móti einu af betri liðum og stjóra deildarinnar. Hvað ef við gætum það nú ekki?

    Það er nú þannig

    YNWA

  18. Menn hafa nú líka verið að drulla yfir Klavan eftir slæmar frammistöður. Það gleymist að Lucas var frábær gegn Spurs þegar menn eru að drulla yfir hann. Gegn Leicester var allt liðið á hælunum og töpuðu Liverpool miðjubaráttunni. Lucas var því oftar en ekki einn gegn Vardy á mjög miklu plássi.

  19. Dr. Jeckyll og Mr. Hide. Þetta lið er ávísun upp á hjartaáfall. Ég hef oft líkt Liverpool við íslenska handboltalandsliðið. Frábærir eða langt því frá.

  20. Þetta er sáraeinfalt, það sást strax eftir eina mínotu að við myndum vinna þennan leik, ef lið reynir að spila sinn leik gégn Liverpool þá tapa þeir, ef þeir reina að spila með sex manna vörn eða hápressu þá vinna þeir, það er bara orðið leiðinlegt að horfa á leiki með Liverpool því maður sér strax á fyrstu mínotu hvernig hann fer.

  21. Þetta voru glæsileg úrslit. Slùður dagsins nefnir Sturridge á nafn, eg vissi ekki að hann væri á lífi.

  22. Klassa úrslit.
    Gefur manni von fyrir framhaldið.
    Talandi um framhaldið þá held ég að svona útfrá fenginni reynslu gegn liðunum í neðri helmingnum þá væri skynsamlegt að mæta í alla þá leiki með það markmið að verja stigið.

  23. En fyrst við vinnum svona oft stærri liðin, þá er þetta bara spurning um að notast við öðruvísi leikstíl gegn þeim minni. Ég hef hörkutrú á okkar mönnum og held að liðið geti komist aftur á skrið og unnið sér meistaradeildarsæti í lok leiktíðar.

  24. Skrýtið.
    23 athugasemdir eftir frábæran sigur á Arsenal.
    Grilljónir athugasemda eftir tapið móti Leicester.

  25. Ohhh, ég get þetta lið ekki lengur. Ætlaði ekkert að horfa á leikinn en var svo auðvitað búin að kveikja.

    Það dó eitthvað inni í mér eftir Leicester leikinn og ég bara get þetta ekki lengur. Sem er fáránlegt því liðið er á ágætis stað í deildinni og í fínum sjens fyrir topp 4.

    Ef það kemur skíta gegn Burnley þá fer ég að fylgjast með körfubolta :/

  26. Buin að leita út um alla eyju af Arsenal gaurnum sem gaf mér samúðarbjór eftit Leicester leikinn hér á Tenerife. Hann er alveg horfinn!

  27. Sælar elskurnar.

    Það er engu við þetta að bæta. Svona viljum við hafa Liverpool liðið okkar og þurfum ekki að ræða það neitt frekar.

    Það er reyndar magnað að Sansésinn skyldi ekki spila með. Er hræddur um að leikurinn hefði getað farið á annan veg ef hann hefði spilað frá upphafi. Það sem mig langar að sjá þann dreng í fagurrauða búningnum, spinnegal baráttujaxl sem gefur allt í hvern einasta leik. Hann og Mané myndu ýta okkur langleiðina að titlinum. Það verða að teljast stærstu mistök Brendans og félaga að hafa ekki fullreynt að fá hann í liðið okkar þegar nafni fór.

    Ekki væri nú heldur amalegt að fá Llorente og Gylfa á einu bretti. Má alveg snara út dágóðri summu fyrir það kombó 🙂

    Jæja, þá er það Börnlei. Haldið að það verði nú stuð?

  28. gott responce eftir leicester leikinn.. verðum að viðurkenna að leiceister spilaði sinn besta leik á leiktíðinni á móti okkur.

    allir leikir frammundann eru erfiðir en við höfum ekki sama leikjaálag og hin liðin og megum við alveg búst við að hin liðin hiksti eins og við gerum.. það er ekkert sem heitir auðveldir leikir og þeir eru ekkert auðveldari þessir leikir sem eftir eru fyrir hin liðin frekar en okkur.

    liverpool þarf að halda haus, vera beinskeittir og það er algjörlega nauðsinlegt að fá coutinho í gáng, hann var virkilega sprækur á móti arsenal og með þá 2 þarna mane og coutinho í essinu þá getum við tætt þessi lið í okkur.

    áður en man utd fara að syngja yfir hvað allt er yndislegt gott að minna þá á að þessi jafntefli þeirra eru að drepa niður vonir þeirra um að enda hærra og leikjaálagið frammundann ætti að vera okkur vel í haginn.. city þarf að droppa stigum og væri gott að við hefðum betur í leiknum á móti þeim þá er þetta alveg gerlegt að enda í top4.

    liverpool þarf á meistaradeild að halda á næstu leiktíð á því leikur enginn vafi.

  29. Takk fyrir góða skýrslu. Bara tvennt sem mig langar að nefna. Frábær leikur og Lallana maður leiksins. 🙂

  30. Svolítið einkennileg umræða hvað margir virðast á barmi taugaáfalls að Liverpool skuli vinna góðu liðin og tapa fyrir þeim slappari. Ég myndi vera langtum áhyggjufyllri ef það væri á hinn veginn.

  31. #30 já kanski en ef við töpum fyrir flestum minni liðunum þá fáum við ekki mörg stig ,
    ekki nóg að vinna liðin í top6 ef við ætlum að tapa stigum á móti hinum.
    En auðvitað er ánægjulegt að sjá hversu sterkir þeir eru á móti stóru liðunum en Klopp verður að fara nota eitthverja aðra taktík á móti þeim minni því þaug spila öðruvísi gegn okkur.

  32. Arsenal að tapa samanlagt 10-2 fyrir Bayern
    Eitthvað á nú eftir að heyrast í stuðningsmönnum.

  33. Þetta eru svakalegar tölur og þessi eilífa umræða um að EPL sé heimsins sterkasta deild fær pínu á baukinn, finnst mér. Ég er ekkert viss um að FH hefði tapað stærra. Það er alveg hrikalega mikilvægt að komast í CL og fá inn fleiri peninga og sterka leikmenn. Ég hef fulla trú á að það geti gerst.

  34. Sá lokin á Ars. vs. B. Munchen og þar glotti Sansésinn við tönn. Það verður exódus úr liðinu í sumar og hver veit nema að einhverjir reki á fjörur okkar?

  35. Ein spurning. Viljum við fá mann sem glottir við tönn þegar liðið hans tapar?

Liverpool v Arsenal [dagbók]

Podcast – Hinsti dans Arsene Wenger á Anfield?