Podcast – Eins og boxbardagi á Etihad

Þáttur kvöldsins var með aðeins breyttu sniði þar sem viðmælandinn var aðeins einn. Hann er þó blessunarlega þannig að það þarf ekkert fleiri með til að spjalla um ævintýri Liverpool. Umræðuefnið var aðsjálfsögðu stórleikur helgarinnar og frammistaða okkar manna þar. Eins tókum við smá snúning á komandi landsleikjahléi og ferðalögum okkar manna þar og enduðum á því að skoða aðeins möguleika Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælælandi: Maggi.

MP3: Þáttur 145

11 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir gott spjall og gott að heyra í Magga mínum aftur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Takk fyrir podcastið!

    Hvíl í friði Ronnie Morgan, andlitið hans var stór partur af uppvaxtarárunum mínum enda varð ég snemma heltekinn Liverpool-ungi.

  3. Enska deildin sem útsláttarkeppni

    Ég hef velt fyrir mér hvaða keppnisfyrirkomulag myndi henta liði eins og Liverpool sem vinnur öll stóru liðin en á í vandræðum með þau minni. Niðurstaðan er útsláttarkeppni, þar detta litlu liðin yfirleitt út í fyrstu umferðunum þannig að eftir því sem líður á keppnina minnka alltaf líkurnar á að dragast á móti þeim. Ég setti því upp keppni þar sem úrvalsdeildin er ákvörðuð með útsláttarfyrirkomulagi. Ég skrifaði excel-forrit sem dregur í keppnina og ákvarðar svo sigurvegarann út frá raunverulegu úrslitunum í deildarkeppninni í vetur.

    Svona eru reglurnar:

    1. Spilað er heima og heiman og kemst það lið áfram sem skorar fleiri mörk í þessum tveimur leikjum.
    2. Ef jafnt er sigrar það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli.
    3. Ef reglur 1 og 2 duga ekki til að ákveða sigurvegara er dregið um hvort liðið kemst áfram.
    4. Í fyrstu umferð spila átta lið einvígi um að komast í aðra umferð en 12 sitja hjá.
    5. Í annarri umferð eru svo spiluð venjuleg 16 liða úrslit og í kjölfarið átta liða úrslit og svo koll af kolli þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.

    Þar sem að á eftir að spila seinni leikinn þá vinnur það lið sem vann fyrri leikinn en ef það varð jafntefli þá kemst útiliðið í þeim leik áfram.

    Síðan keyrði ég forritið 10.000 sinnum og lét það telja hversu oft hvert lið vinnur og má sjá niðurstöðuna í töflunni hér að neðan.

    Einungis Burnley hefur skorað fleiri mörk en Liverpool í tveimur leikjum og Swansea sigrar líka Liverpool á því að skora þrjú mörk á Anfield á meðan Liverpool skoraði bara tvo á Liberty Stadium. Tvo lið til viðbótar hafa svo forystu eftir fyrri leikinn, Bournemouth vann Liverpool í fyrri leiknum og West Ham náði jafntefli á Anfield. Öll þessi lið eru í neðri hluta deildarinnar og því hefur Liverpool yfirhöndina á móti 10 efstu liðunum í deildinni.

    Til samanburðar hefur Chelsea einungis tapað þremur einvígjum en það er allt gegn hátt skráðum liðum þ.e. Liverpool, Tottenham og Arsenal. Það er mjög líklegt að lenda á móti einhverju af þessum liðum á leiðinni að titlinum og því á Chelsea ekki góða möguleika.

    Taflan hér að neðan sýnir stöðuna eins og hún er í dag (ég vona að hún fari ekki í fokk þegar ég pósta þessu). Hún getur vissulega breyst töluvert eftir því sem líður á tímabilið ef mörgum liðum tekst að snúa einvígjum sér í hag þegar síðari leikurinn er spilaður. Mikið þarf þó að ganga á til að slá Liverpool af toppnum. Fyrst okkar menn eru ekki að fara vinna alvöru deildina þá getum við allavega huggað okkur við að þeir eru að vinna ímyndaða keppni þar sem reglurnar er hannaðar þannig að Liverpool eigi sem mesta möguleika.

    ?
    Sæti Lið Fjöldi titla (af 10.000) Vinningshlutfall
    1 Liverpool 5652 56.5%
    2 Tottenham 2320 23.2%
    3 Chelsea 830 8.3%
    4 Man United 415 4.2%
    5 Arsenal 341 3.4%
    6 Burnley 123 1.2%
    7 Manchester City 117 1.2%
    8 Everton 77 0.8%
    9 West Brom 35 0.4%
    10 Leicester City 31 0.3%
    11 Bournemouth 19 0.2%
    12 Swansea 14 0.1%
    13 West Ham 13 0.1%
    14 Southampton 9 0.1%
    15 Middlesbrough 2 0.0%
    16 Stoke City 1 0.0%
    17 Crystal Palace 1 0.0%
    18 Watford 0 0.0%
    19 Hull City 0 0.0%
    20 Sunderland 0 0.0%

  4. Taflan fór í fokk. Talan sem kemur á eftir hverju liði sýnir hversu oft það lið vann titilinn í 10.000 keyrslum og svo kemur vinningshlutfallið þar á eftir.

  5. Er að horfa á Þýskaland-England, og það væri nú allt í lagi fyrir Liverpool að eignast viljugan striker eins og Vardy.

Man City – Liverpool 1-1 (leikskýrsla)

Árshátíð Liverpoolklúbbsins og Jamie Carragher