Upphitun: Úrslitaleikur gegn West Ham

Um mikilvægi næsta leiks þarf ekkert að fjölyrða þetta er klárlega stærsti leikur tímabilsins hjá Liverpool, úrslitaleikur um sæti í Meistaradeildinni. Því miður er það einmitt það sem gerir mann hvað helst stressaðan fyrir leik því þetta lið okkar hefur fallið á gjörsamlega öllum stórum prófum undanfarin áratug. Það vantar ekki að Liverpool komi sér í úrslitaleiki eða í séns í deildinni, en að klára dæmið er eitthvað sem við treystum þeim því miður ekki ennþá til að gera. Það er pressa fyrir þennan leik og auðvitað þann næsta líka, standist liðið hana væri það risastór þröskuldur sem liðið myndi labba yfir.

Tímabilið er búið hjá West Ham og þeir koma áhyggjulausir inn í þennan leik. Þeir hafa verið að sigla lygnan sjó undanfarið sem hefur hentað þeim vel því liðið hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum og haldið hreinu í fjórum þessara leikja. Síðast unnu þeir Totthenham nokkuð sannfærandi og ljóst að það er hörku stemming komin í kringum þetta lið eftir mjög brösótta byrjun á nýjum heimavelli. Treystið Liverpool til að eiga þá ekki úti fyrr en það er komið í lag.

West Ham er með flesta leikmenn á meiðslalista eða níu talsins skv. physioroom.com. Mark Noble er tæpur, Kouyate er frá út tímabilið, sama má segja um Shako, Antonio og Ogbonna en allt eru þetta mikilvægir leikmenn hjá West Ham. Andy Carroll er einnig sagður tæpur rétt eins og vanalega og væri mikið gott að losna við hann að þessu sinni.

West Ham nær engu að síður að stilla upp ágætu byrjunarliðið. Bilic er farinn að spila 3-4-3 sem er satt að segja mikið nær 5-3-1-1 hjá honum og það hefur hentað liðinu vel undanfarið.

Líklegt byrjunarlið miðað við Tottenham leikinn og meiðsli leikmanna væri einhvernvegin svona:

Adrian

Fonte – Reid – Collins

Byram – Fernandes – Nordveit – Cresswell

Ayew – Calleri – Lanzini

Noble og Kouyate voru á miðjunni í síðasta leik en fari svo að hvorugur er með óttast ég að inn komi tveir djúpir miðjumenn í Fernandes og Nordveit sem hreinsi upp fyrir ansi reynda miðverði West Ham. Á köntunum eru svo bara bakverðir sem hafa spilað vörn alla ævi. Það er ekki tilviljun að þetta West Ham lið fær á sig fá mörk núna undanfarið. Þrátt fyrir öll meiðsli og þetta byrjunarlið ættu þeir ennþá Snodgrass og Fenghouli á bekknum. M.ö.o. þá er West Ham enn eitt liðið með miklu meiri breidd en Liverpool.

Liverpool endurheimtir einn leikmann fyrir þennan leik í Lallana sem þýðir að tveir aðrir eru tæpir (Firmino og Lucas). Þetta hefur verið svo gott sem lögmál í vetur en vonandi verða þeir allir leikfærir. Klopp er búinn að stilla upp sama leikkerfi allt þetta tímabil og sama liði í að verða mánuð. Þetta eru öll lið fyrir löngu búin að lesa og læra á. Því finnst mér alveg kominn tími til að hann breyti aðeins til gegn West Ham og leggi upp með að vinna þá á sóknarleik frekar en varnarleik. Þegar Liverpool verst vel er ekkert að frétta frammi og þegar Liverpool spilar sóknarbolta er allt í rugli varnarlega. Klopp hefur ekki náð að sýna svo mikið sem vott af jafnvægi þarna á milli, ekki frekar en forverar hans í starfi.

Tímabilið 2013/14 var Liverpool í titilbarátti allt til enda spilandi 4-4-2 með tígulmiðju. Leikkerfi sem auðveldlega var hægt að brjóta upp í margar aðrar útfærslur eftir aðstæðum í leikjunum. Afhverju þetta kerfi hefur síðan nánast ekki sést skil ég ekki en miðað við þá leikmenn sem eru í boði núna og þörf fyrir mörk myndi ég vilja sjá Klopp fara í þessa átt. Svona myndi ég vilja sjá liðið gegn West Ham:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Moreno

Can
Wijnaldum – Lallana
Coutinho

Firmino – Sturridge

Ef Lallana er ekki klár í byrjunarliðið myndi ég færi Coutinho niður á miðju og Firmino í holuna fyrir aftan Sturridge og Origi. Coutinho spilaði á miðjunni með Henderson og Gerrard fyrir aftan 2013/14 og var frábær. Sterling var í holunni og Suarez og Sturridge frammi. Hann ætti að mínu mati að vera þar líka núna, leikur Liverpool ætti að snúast um að koma boltanum á Coutinho (á miðsvæðinu) mikið frekar en Wijnaldum og Can og hvað þá Lucas eins og verið hefur undanfarið. Hafa þann sem er líklegastur til að skapa eitthvað í leikstjórnanda hlutverkinu. Þegar hvorki Lallana eða Henderson eru til taks ætti þessi maður að mínu mati klárlega að vera Coutinho.

Já og ég myndi klárlega taka Milner út og setja Moreno í bakvörðinn. Moreno rétt eins og í fyrra er eini tiltæki leikmaður liðsins með einhvern alvöru hraða og það er einmitt það sem þarf gegn varnarmúr eins og þeim sem West Ham er líklegt til að leggja upp með. Rétt eins og nánast öll lið hafa gert undanfarið og gegnið vel. Varnarleikur Liverpool myndi nákvæmlega ekkert versna við það að missa dauðþreyttan Milner með eina hraðastillingu út núna.

En ég hef enga trú á að Klopp fari að mínum óskum hvað þetta varðar og svona spái ég byrjunarliðinu á morgun:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Can – Lallana

Firmino – Sturridge – Coutinho

Lallana kemur vonandi inn á miðjuna aftur og Lucas á bekkinn. Hann er sagður vera meiddur en ég vill fá hann á bekkinn hvort heldur sem er. Eins held ég að Sturridge hljóti að vera líklegur til að taka sæti Origi ef hann er heill heilsu þ.e.a.s.

Það er ekki úr miklu að velja hjá Klopp en engu að síður nokkrir möguleikar í stöðunni.

Spá:
Ég treysti þessu Liverpool liði bara enganvegin og ekkert í leik liðsins eftir áramót finnst mér gefa til kynna að þeir ætli að standast pressuna. Þetta lið hefur alltaf fallið á prófinu og ég óttast mikið að þeir geri það einnig núna. Klopp fór inn í þetta tímabil með fáránlega lítinn hóp, bæði miðað við sögu Liverpool undanfarin ár og ekki síst reynslu Klopp sjálfs hjá Dortmund þar sem hálft liðið var sífelt í meiðslum. Það er bara stórhætta á að þetta komi hressilega í bakið á okkur. Ég tippa á 0-0 jafntefli í þessum leik.

Yrði auðvitað meira en himinlifandi með hvaða tegund af þremur stigum úr þessum leik sem er. Sigur sama hvað það kostar er númer eitt tvö og þrjú en þar fyrir utan er ég farinn að sakna þess óskaplega að sjá Liverpool eiga góðan leik þar sem mótherjinn er yfirspilaður fyrir alvöru.

39 Comments

  1. Það er skrýtið að trúa því ekki að við náum að klára WH í jafn mikilvægum leik eftir frábæra byrjun enn það er bara staðreyndin. Getum ekki falið okkur á bak við meiðsli. Klopp ber fulla ábyrgð á stöðunni og fær 1 ár til þess að sannfæra okkur að hann sé rétti maðurinn.

  2. Klopp er rétti maðurinn.. löngu búinn að sanna það!

    Það að við séum í þessari stöðu, með þennan hóp, eftir frábæran fyrri hluta og frekar leiðinlegan seinni hluta.. segi það aftur.. með þennan hóp, er mjög gott!

    Það hvort Klopp fái að halda áfram veltur allt á næsta tímabili, það að ná meistaradeildarsæti mun hafa mikið um það að segja hvort við fáum menn líkt og Isco eða Douglas Costa í sumar.

    Ef við aftur á móti vinnum ekki WH á morgun.. þá lítur út fyrir að við getum fengið Downing aftur frá Middlesborough því þeir eru að falla og hann er ódýr..
    Djók.

    Vinnum bara WH á morgun, náum meistaradeildarsæti, kaupum góðu strákana í sumar og dæmum svo Klopp eftir næsta tímabil, sounds like a plan 🙂

  3. Smá jákvæðni til að lækna menn í stressinu. Ef við lítum á formið hjá liðunum í síðustu 10 leikjum.
    Man City 4-5-1
    Liverpool 6-3-1
    Man United 4-5-1
    Arsenal 5-4-1
    Þetta ætti að jarða álit þeirra sem telja að mótherjarnir eru allir að fara vinna alla sína leiki og Liverpool er pottþétt að fara tapa sínum leikjum. Tölfræði vegur yfirleitt þyngra heldur en álit sem er byggt á síðasta leik 🙂
    Koma svo Stoke!!!

  4. Sælir félagar

    Tek undir allt sem Einar Matthías segir og er honum algerlega sammála. Ég vil benda Helganum á að Arsenal hefur í sínum síðustu leikjum unnið lið sem okkur hefur verið nánast fyrirmunað að vinna undanfarin misseri. MU og S’hamton. Þannig að tölfræði segir ekkert meira en eitthvað annað sem fólk notar til að styðja sjónarmið sín.

    Það er samt svo að ef hysja upp um sig bækurnar og vinna WH og svo Boro í lokaumferðinni þá skiptir litlu máli hvernig fer í öðrum leikjum. Það er málið og það er það sem mun ráða úrslitum að lokum hvað sem tölfræði eða öðru líður.

    Ef Sturridge byrjar þennan leik og skorar mark (mörk) verður hann að líkindum helsta skotmark WH í glugganum í sumar. Bilic hefur lýst áhuga á Sturridge og ef hann verður örlagavaldur þessa leiks þá verður sá áhugi að ástríðu sem gerir þennan leikmann að góðri söluvöru.

    Klopp hefur lýst því yfir að það skipti miklu máli að komast í meistaradeildina. Þetta vissu fleiri en það er gott að Klopparinn skuli nefna þetta, það léttir manni í huga. Hann segir þetta markmið skipta máli vegna leikmannakaupa og þeirra peninga sem það gefur í aðra hönd. Því hlýtur hann að hafa legið undir feldi alla vikuna og leitað leiða (ekki leiðar) til að vinna þennan leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. City ad fá adstoð fra dómaranum ,Sterling rangstæður og markið átti ekki að standa. Og svo skorar Leicter úr víti sem var dæmt af út einhverri reglu sem ég hef aldrei heyrt um.
    Ég er að verða smeikur um að okkur takist ekki að vinna báða okkar leiki ,við fáum jú aldrei neitt gefins frá dómuronum.

  6. Það sem gæti bjargað þessu er að arsenal á leiðindar útileik gegn stoke og júnæted á útileik gegn tottenham

  7. Ég ætla að gerast svo spádómslegur að segja að úrslit þessa leiks ráðast af því hvernig Stoke – Arsenal fer.

    Ef Arsenal vinnur, þá verður pressan svo mikil á Liverpool að sagan endalausa mun endurtaka sig – Liverpool kiknar alltaf undir pressu. Allavega síðustu ár.

    Vinni Stoke hins vegar, þá nægir okkar mönnum að taka einn sigur úr síðustu tveimur leikjunum til þess að enda fyrir ofan Arsenal. Það léttir pressunni og okkar menn sigla 3 stigum í höfn gegn West Ham.

    Menn mega samt ekki gleyma að manutd gæti alveg slysast til þess að sigra sína leiki – þótt ólíklegt sé. Hef enga trú á þeim gegn Tottenham, tap þar og þeir eru þá líka úr leik. Mourinho er hins vegar ólíkindatól og hefur sérstakt lag á því að stela þremur stigum í erfiðum leikjum.

    Koma svo Stoke og Tottenham!

    Eða bara, áfram Liverpool! Bara sex stig úr síðustu tveimur leikjunum og þá mun enginn geta sagt annað en að þið hafið unnið fyrir þessu sjálfir. Koooma svo!

    Homer

  8. Arsenal að spila eins og Barcelona og ef Homer er eins mikill spámaður og hann er góður penni,þá er þetta búið fyrir okkur.

  9. Ekki var hægt að treysta á Stoke þannig að núna er ekkert annað í boði nema að vinna báða leikina. Rosalega er ég orðinn smeykur fyrir þessum leik á morgun.
    Ég vil sjá Sturrigde byrja þennan leik og setja allt power í sóknarleikinn.

  10. Já, þetta er svo sannarlega úrslitaleikur þar sem Arsenal er að pakka saman Stoke. Staðan 2 – 0 og hálftími eftir.

    Það er gríðarlega pressa á liðinu og ég óttast því miður að þeir muni ekki standast hana. Spái 0 – 0 jafntefli og 5. sætið er okkar í lok mótsins, því miður.

    Wenger hirðir Wenger-bikarinn…….again.

    Nei, djók. Við vinnum 3 – 0 á morgun. Ekkert djöfulsins kjaftæði! Can, Sturridge og Coutinho skora.

  11. Hómer! Arsenal að rúlla yfir stoke, er þetta þa búið fyrir lfc? Pressan verður þeim að falli?

  12. Heyrst hefur að “Þetta er komið” verður yfirskrift árshátíða stuðningsmannaklúbba Arsenal og Man Utd. 🙂

  13. “Þetta er komið”….djö ….snilldar setning. Það er eiginlega ekki hægt annað en að hlæja að þessu. En kannski vinnum við þessa tvo leiki og þá er allt fallið í ljúfa löð.

    Auðvitað á Liverpool að vinna skaddað lið West. Ham sem hafa að engu að keppa og fallið lið Boro sem tapaði heima í dag. Set 2-0 á báða leiki fyrir Liverpool.

  14. Þetta var eiginlega búið þegar Bjarni Guðjóns sagði í Messuni að þetta væri komið hjá Liverpool – þá fyrst fór maður að hafa áhyggjur.

    Við megum samt ekki gleyma því að alveg sama hvað Arsenal gerir eða gerir ekki þá er þetta í okkar höndum(já eða fótum).

    Ef við komust í meistaradeildina þá er það okkur að þakka og ef við gerum það ekki þá er það okkur að kenna.

    Það er mjög auðvelt að horfa á Southampton 1 stig heima, Palace 0 stig heima, Bournmoth 1 stig heima og tala um að þetta hafi verið okkur að falli en málið er að það má líka líta á þetta sem Man City 1 stig úti, Everton 3 stig heima, Stoke 3 stig úti og Watford 3 stig úti hafa komið okkur ekki síður í þessa stöðu sem við erum komnir í. Því að einu stigi færi úr þessum leikjum og þá hefði Arsenal alltaf haft yfirhöndina.

    West Ham úti er gríðarlega erfitt en alls ekki útilokað og maður heldur í vonina allt til enda.

  15. Svakalega móðursýki á þessari síðu!

    Þetta er ekkert flókið, núna verða menn að stíga upp og gefa allt í þetta á morgun. Af hverju ætti liðið okkar ekki að vinna stórlaskað West Ham??

    Hef fulla trú á að við vinnum þennan leik örugglega á morgun enda með miklu betra lið. Það er enginn stemmning á þesssum nýja velli þeirra og stúkan lengst í rassagti frá leikvanginum. Þetta verður góður dagur á morgun, engin spurning!

    Ef svo ótrúlega fer að við klúðrum þessu á morgun. Þá hef ég bara eitt að segja. Til hamingju Arsenal, við réttum ykkur 4. sætið. Hafið samt ekki áhyggjur. Klopp og leikmenn okkar verða tilbúnir í þennan úrslitaleik á morgun og við munum vinna……..örugglega!

  16. Ég legg til að pistlar sem Kristjan Atli skrifar héðan í frá verði ritskoðaðir áður en hann sendir þá út á internetið ef þetta fer á versta veg ,og þá meina ég bara hans sjálfs vegna.

  17. Úff. Það er fátt annað sem maður getur núna en að drekka og/eða bryðja taugaslakandi.

  18. Liverpool 2017 70 stig (2 leikir eftir).
    Liverpool 2016 60 stig
    Liverpool 2015 62 stig
    Liverpool 2014 82 stig
    Liverpool 2013 61 stig
    Liverpool 2012 52 stig

    Hérna sjáum við síðustu 5 tímabil og er eiginlega 2014 okkar Leicester nema að við náðum ekki að klára.

    Liðið í vetur er greinilega á réttri leið ef við lítum á stigin í deild og er það þrátt fyrir allt helvíti á jörð umtal á þessari síðu(aðalega komment). Liðið okkar vantaði klárlega breydd en að missa Lallana(7), Henderson(12), Mane(11), Matip(11), Sturridge(já en og aftur en 18 er talan) og Coutinho(7) hefur reynst okkar liði gríðarlega erfitt(og Henderson/Mane missa af síðustu tveimur líka) og getur maður rétt ýmindað okkur ef einn eða tveir af þeim hefðu getað spilað aðeins meira.
    Staðreyndin er einfaldlega sú að þeir misstu af leikjum og við vorum ekki tilbúnir og því er staðan eins og hún er í dag s.s tveir leikir eftir og meistaradeildarsæti í okkar höndum

  19. West Ham vantar lykilmenn sína, en síðan hvenær hefður það hagnast okkur að lið vanti sína bestu menn? Liverpool hefur aðeins fengið 1 stig úr seinustu þremur leikjum, með öðrum orðum leikjum þar sem við hefðum geta tryggt okkur CL sæti. Ég spái því að West Ham geri eins og önnur lið gegn okkur og setji alla fyrir aftan miðju, en okkur hefur einmitt ekki gengið vel gegn þannig leikskipulagi. Líkt og pistlahöfundur að þá vill ég sjá Moreno spila leikinn. Arsenal, Man Utd og Spurs hafa öll hraða bakverði sem geta sótt og skapað hættu. Ég tel að okkur veiti ekkert af því að sækja á öllum vígstöðvum og skapa meira pláss en við höfum náð.

    Ég held hins vegar að Klopp haldi sínu leikskipulagi og leikurinn endar 0-0. Það er fullkomlega raunhæf spá.

  20. Það var pressa á liðinu á síðasta tímabili í kringum úrslitaleikina í Football League Cup Final og UEFA Europa League Final og það vita allir hvernig þeir leikir fóru.

    Leikirnir sem eftir eru eru bara úrslitaleikir og miðað við hvernig liðið höndlaði pressuna í fyrra þá er ég alls ekki bjartsýn. Miðað við árangurinn hjá Jurgen Klopp síðustu ár í úrslitaleikjum sem eru nokkrir þá eigum við ekki von á góðu.

    WON: 2012 DfB Pokal – Borussia Dortmund vs. Bayern Munich

    LOST: 2013 Champions League – Borussia Dortmund vs. Bayern Munich

    LOST: 2014 DfB Pokal – Borussia Dortmund vs. Bayern Munich

    LOST: 2015 DFB Pokal – Borussia Dortmund vs. Wolfsburg

    LOST: 2016 Capital One Cup – Liverpool vs. Manchester City

    Lost: 2016 UEFA Europa League Final – Liverpool vs. Sevilla

  21. Elmar,

    Ertu að segja það að Klopp sé ekki nægilega góður stjóri til þess að klára úrslitaleiki ?

    Sjálfur vill ég meina að liðið sem Klopp stýrir sé einfaldlega ekki sterkara liðið þegar flautað er til leiks. Nema þá kanski Sevilla leikurinn.. sem var klúður.

  22. Árangurinn hlýtur að segja eitthvað er það ekki? 6 leikir og 1 sigur,,, ekki er það góður árangur eða finnst þér það IngiNord

  23. Einar: Þú ert alltaf að kvarta eins og konan mín Marta. Ojojojo, ojojo, ojojo alltof margir leikir í Evrópudeildinni. Liverpool á bara hugsa um eitt, heldurðu virkilega það? Þessi skoðun er ekki bara vændræðaleg, hún stenst enga skoðun. Ojojojo, ojojo, ojojo, Guð veri með þér í hæstu hæðum.

    Annars er bara allt gott að frétta hér í sumarbúðstaðinum. Sól og blíða 51,8 á Fahrenheit. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðin…………en ég spái mörkum.

  24. Þetta er jákvætt að vana hér inni best því að bæta aðeins í neikvæðnina ef Moreno kemur aftur inn í þetta lið þá eigum við ekki séns að vinna þennan leik. Moreno var lakasti maðurinn í okkar mikilavægasta leik síðasta tímabils og hvað halda menn að hann hafi farið í heilaaðgerð og komi núna með eitthvað gott innlegg í restina á þessu tímabili? Ekki ég.
    Enn held að við vinnum á morgun var búinn að spá því að við gerðum jafnt á móti Southampton um síðustu helgi og hef mikla trú á því að þessi leikur verði okkar besti í vetur.
    0-2 fyrir Liverpool Coutinho með mark ársins og svo kemur Sturridge með síðasta mark sitt fyrir LFC.

  25. Ein spurning.

    Hver er kafteinn ef Lucas, Henderson og Milner eru allir fjarverandi?

    Sbr. liðsuppstillingu Einars Matthíasar.

  26. Spennandi verður það maður.
    Er það ekki það sem við viljum?
    Úrslitaleikir.

    Vöðum í þennan leik með kassann úti og trú á okkar menn.
    Ég spái ekkert í andstæðinginn, ég sé bara flott okkar lið að gera sig klárt.

    Njótum spennunnar og fögnum í leikslok.
    Tökum svo næstu skref þaðan.

    YNWA

  27. Okkar menn munu koma okkur þægilega á óvart í dag. 0-4
    Lásuð það hérna fyrst.

  28. Stoke-Arsenal er skrítnasti leikur sem ég hef horft á. Seinni hálfleikurinn var algjört kaos og menn spiluðu ekki með neinu skipulagi hvorki í vörn né sókn. Það virkaði á mig eins og úrslitin væru fyrirfram ákveðin. 1-4 var einmitt markatalan sem Arsenal þurfti til að jafna Liverpool að stigum og markatölu. Vonandi er þetta bara vitleysa í mér.

  29. Haha alltaf fyndið þegar menn tala um urslit hjá Klopp í úrslitaleikjum og tengja það við þessa leiki sem eru eftir…. í fyrsta lagi…. megnið af leikjunum er með Dortmund á móti Bayern….. Bayern með mikið sterkara lið…. eða Liverpool móti city og sevilla…. city með mun sterkara lið og sevilla svipað ef ekki betra lið en Liverpool….
    Í öðru lagi…. þá er ansi stór munur á því að spila úrslitaleik þar sem bæði lið eru í úrslitum…. west ham og middlesb. Eru ekki að spila neina úrslitaleiki…. þannig þetta er enganvegin sambærilegt og hefur ekkert með það að gera hvernig Klopp hefur vegnað í þannig leikjum í gegnum tíðina….

  30. Smá leiðrétting á Guðmund Óskars #32 að Arsenal jafnaði okkur ekki að stigum, við erum ennþá stigi ofar.
    Burt séð frá öllum hártogunum og neikvæðni þá sé ég tækifæri til góðra úrslita í dag og hef alltaf trú á mínu liði. Mín spá 1-3 sigur. YNWA

  31. Hann heitir ekki Wengerbikarinn að ástæðulausu… því miður.

    En þetta er víst komið, þannig að ég er bara að skoða hvaða stórstjörnur koma til okkar í sumar.

  32. Firmino ekki með. Það er alltaf eitthvað. Er ekki hægt að fara í einn leik án nýrra meiðsla?

  33. Ég vil sjá Klopp breyta til eins og var bent á hér að ofan og byrja með 2 frammi og Coutinho í holunni.

    ———-Origi——-Sturridge
    ————–Coutinho
    ———Gini———–Lallana
    ————–Emre Can
    Moreno–Lovren–Matip–Clyne
    —————-Mignolet

    Spái þessu 1-3

  34. Þetta segir ansi margt…það eru ekki bara við kop-arar sem erum svartsýnir fyrir þennan leik 🙁

    Merson’s prediction

    It all depends on which West Ham turns up, whether it’s the team from the last few months or the one who beat Tottenham last week. It’s a big game for them because another win could wipe away the cobwebs at the London Stadium and help them feel much more positive about the place next year.

    You just don’t know with Liverpool against so-called lesser teams. I would probably fancy them more if they were going to Man City. There’s something missing in these games and they need to sort that out if they want to push on.

    PAUL PREDICTS: 1-1 (6/1 with Sky Bet)

  35. http://www.101greatgoals.com/101ggvideos/newcastles-rafa-benitez-showed-immense-class-liverpools-run-96-video/
    Stórkostlegur maður hann Rafa,mættur á hlaup til styrktar Hillsbourugh aðstandendum í morgun og og tók í hendina eða klappaði þáttakendum á öxlina.
    Ég efast ekki um með hverjum hann heldur á eftir.
    Ég er annars betri í dag en í gær þ.e.a.s bjartsýnni á góð úrslit í leiknum á eftir,ég held að þetta verði allt í lagi og hvernig sem fer þá höldum við áfram að styðja okkar lið.
    Common you REDS!!

Podcast: Leiðinlegir leikir

West Ham 0- Liverpool 4