90 min – leik lokið, 3-0. Sól, sumar og meistaradeildarfótbolti á næstu leiktíð. Leikskýrsla kemur inn í kvöld.
55 min – 3-0!!! Lallana endanlega að tryggja CL þáttöku Liverpool. Hann átti slaka sendingu úr skyndisókn, vann samt frákastið sjálfur og skallaði til Gini sem sendi aftur á Lallana, hann tók boltann með sér inn í teig og skoraði örugglega í fjærhornið.
50 min – 2-0!! Coutinho úr aukaspyrnu í markmannshornið!
45+1 min – 1-0!!!! Wijnaldum í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir að sending frá Firmino sendi hann einn innfyrir gegn Guzan. Hrikalega mikilvægt mark á góðum tímapunkti. Staðan því því 1-0 í hálfleik á meðan Arsenal er að vinna Everton 2-0 (manni færri) og City að vinna Watford 0-4. Það er því ljóst að við verðum að vinna til þess að tryggja okkur 4 sætið. Þrátt fyrir þetta mark hefur spilamennskan ekki verið góð, mikið stress allt frá leikmönnum til áhorfenda. Skulum vona að við fylgjum þessu eftir í síðari hálfleik og verðum ekki með hjartað í buxunum þegar líða fer á leikinn.
14:00 – Leikurinn er hafinn!
13:00 – Liðið er komið og það er ein breyting frá því í síðustu viku. Firmino kemur inn í stað Origi.
Svona er annars liðið:
Mignolet
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Lallana – Can – Wijnaldum
Firmino – Sturridge – Coutinho
Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lucas, Origi
Það er að koma að þessu! Sigur og liðið er komið í CL (4 sætið gefur umspil, 3 sætið fer beint í riðlakeppnina). Liðið er búið að sýna mikinn karakter síðustu vikurnar og nú þýðir ekkert klúður, það eru engin tækifæri til þess að leiðrétta það.
Minnum á tístkeðjuna.
Alveg spurning hvort þetta sé 4-4-2 demantur með Sturridge og Firmino uppi á topp. Nú eða eitthvað annað afbrigði.
Glæsilegt vinnum 3.1 àfram Lfc ?.
*tígull, ekki demantur. Aðeins of bein þýðing…
Ég held að við séum öll samála um að þetta sé okkar sterkasta lið og djöfull er gaman að sjá Lallana, Coutinho, Firmino og Sturridge í byrjunarliðinu og það í sama leiknum en það hefur líklega ekki gerst oft á þessu tímabili
Hvort sem þetta er 4-4-2 demantur eða 4-3-3 þá er maður virkilega spenntur fyrir þessu liði enda ætti þetta lið að geta náð að skora.
Skásti linkurinn sem ég hef fundið: http://www.eplsite.org/stream4.html
Auglýsi eftir acestream link á skysports eða þar sem hann er sýndur í englandi
Mæli með þessari síðu fyrir stream
https://soccerstreams.net/
Það eru 2 fuglar staddir á leiknum sem þekkja ekkert annað en sigra….hef trú á markaveislu af bestu gerð í dag……KOMA SVO…
Mín spá fyrir þá leiki sem skipta máli í dag:
Liverpool – Middlesbrough = 6-0
Watford – Man City = 3-3
Arsenal – Everton = 3-1
Tökum þriðja sætið í dag
nr. 6 – Eyþór
já ég er með þá síðu og þessi linkur er þaðan…en eini acestream linkurinn þar er franskur…
Flott uppstilling á liðinu. Þetta er okkar sterkasta lið.
KOMA SVO!!!
Flottur nýji búningurinn vonandi sjáum við hann í meistaradeildinni í haust.
Koma svo rauðir!!
YNWA
ágætis stream hér http://cricfree.sc/sky-sports-1-live-stream-ss-1
ef einhver á betra … væri ég til 🙂
Coutinho virðist ætla að bossa þessan leik í áttu hlutverkinu.
úff, city og arsenal bæði búin að skora… arggg!
Jæja krakkar mínir.
Arsenal og City bæði búin að skora á fyrstu mínútum.
Morgundagurinn kemur aldrei.
úfff líður ekki vel hérna
Arsenal strax komnir yfir. Ætlar Everton að gefa leikinn bara til að skemma fyrir Liverpool?
Ef að það er málið að þá sýnir það bara hvers konar lúseraklúbbur þeir eru en það er nóg eftir og ég ætla svo sem ekki að vera að saka þá um neitt svoleiðis strax allavega.
Koscielny kominn með rautt spjald hjá Arsenal þeir spila manni færri frá 15 mín
Arsenal orðnir einum færri! Koscielny rautt!
Koma svo Liverpool Borg 😉
Verður áhugavert að sjá hvernig Everton bregst við þessu. Kæmi mér ekki á óvart ef einn Everton gaurinn missir hausinn og lætur reka sig útaf.
Beint Rautt hjá Arsenal, Laurent Koscielny 🙂
Gott stream http://teamschafer.1apps.com/
Alltof stressaðir hvað er í gangi
Plan B ekki að virka í dag. Ótrúlega stressaðir, Lallana sést ekki.
Klárt víti.
Merkilegt hvað menn hér hafa miklar áhyggjur af því hvað Everton gerir, Liverpool þarf bara að drullast til að vinna Boro og ekki hafa neinar áhyggjur af öðrum!!!
2-0 arsenal….. YNWA….
þetta fer 0-0
Ekki lítur þetta vel út
Vantar meira tempó í þetta. Agressivari pressu og hraðar sendingar. Miðjan verður að vera hreyfanlegri. Vantar eitthvað element of surprise í þetta. Spennustigið greinilega að trufla ákveðna leikmenn á vellinum.
#28
Ef að Liverpool vinnur ekki sinn leik, sem gæti alveg gerst, þá þurfum við að treysta á Everton þess vegna eru menn að pæla svona mikið í þeim leik.
Mér finnst það bara ósköp eðlilegt að menn séu að pæla í því.
everton sem sagt ekkert að nenna þesu
SETJA Í FIMMTA GÍRINN HÉRNA !
Hvað er þetta, Liverpool í stöðugri sókn, þetta kemur Liverpool vinnur þennan leik!
#33, málið er bara að Liverpool þarf ekkert að treysta á aðra, bara vinna sinn leik, reyna að mæta til leiks og vinna!!!
Ég held að við fáum YNWA frá þessari feitu í leikslok. Get on Liverpool…
Þessi fyrri hálfleikur er sýnikennsla í hvernig okkur hefur gengið með lélegri liðin í vetur. Þurfum eitthvað stórkostlegt frá Coutinho til að vinna.
Við ætlum kanski að kenna Everton um það ef við náum ekki meistaradeildarsæti?
Skítlélegt lið Boro
Mörkin koma.
Boro eru að gera þetta leiðinlegt og dýfan áðan döpur.
Eftir mark eitt opnast flóðgáttir
jesus kristur hvað Liverpool eru slappir úff.
Þetta lið hefur ekkert í meistaradiuldina að gera, verst ef við förum í el það væri alveg til að eiðinleggja þetta
#37
Við erum alveg á sömu blaðsíðu með það að þetta er í okkar höndum og ef allt er eðlilegt eigum við að vinna þennan leik frekar sannfærandi en það verður að segjast að þetta lítur ekki vel út eins og er en það er nóg eftir af þessum leik.
Þetta lið getur bara ekki unnið úrslitaleiki!!!
Middlesboro betri hingað til, skil ekki þessa taugaveiklun, ekki eins og við séum að spila til urslita í cl engir winnerar í þessu liði??
#44, þar erum við algjörlega sammála:):)
jesssssss
GINI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þessi gæji skorar bara rándýr mörk
Djók
LOKSINS !
Yeeeeeessss! Þvílík tímasetning! Áhugavert hvað Boro gerir í seinni. Áfram með 10 inní teig eða freisti þess að fara framyfir miðju.
Sunnudagur….held ég fái mér samt bjór núna, vá hvað þetta var mikill léttir…
Skál!!!!
Var að skrifa hálfleikspirringspistil þegar Gini skoraði.
Mikið vona ég nú að þetta ýti við mönnum að klára seinni hálfleikinn á þann hátt sem markið kom, fara hratt eftir jörðinni og miðjumennirnir hafi kjark í að fara fram á völlinn – því þá klárum við!
Sást vel á fagnaðarlátum Klopp að þetta skref inn í 4.sætið er töluvert stórt fyrir félagið okkar og nú er að klára það takk!!!
Wijnaldum þarf bara að hafa trúnna, hann getur þetta. Frábær afgreiðsla
Grjóthart mark og léttir á mönnum núna á að bæta við helst mörgum takk fyrir mig!
Boro liðið er með fyrrum Arsenal og Man utd kalla svo að þeir eru ekkert að fara að gefa eftir í þessum leik og fúlan fyrrum Liverpool kall Downing sem langar að sýna okkur hvað hann getur.
Boro ólíkt Everton og Watford ætluðu sér eitthvað úr þessum leik. Everton liðið hefur verið gjörsamlega heilalaust og nenna þessu ekki í dag þótt að þeir séu manni fleiri.
Eina sem skiptir máli er Liverpool – Boro hjá okkur. Þetta er langt í frá búið en vonandi fara þeir að færa sig aðeins framar núna og við getum skapað fleiri færi.
Bara þarna er hann búinn að borga sjálfan sig upp og rúmlega það.
Everton eru líklegir til að reyna gefa eftir bara til að pirra Liverpool ef eitthvað er , bjuggust menn við að Everton myndi vilja reyna hjálpa LFC ? ekki ég. Horfa á þessa aumingja í seinna markinu , menn eru að labba bara á chillinu ættu að skammast sín.
Ef fólk hér er að spá í samantekin ráð frá Everton liðinu um að reyna að ná ekki úrslitum gegn Arsenal þá, eins og staðan er núna, er það plan út um gluggann ef Liverpool vinnur Boro. Svo skv. því þá ættu Everton menn núna að snúa sér að plani B sem er að ná úrslitum gegn Arsenal.
En ég hef bara enga trú á því að þetta sé einhver meðvituð ákvörðun og sérstaklega ekki eitthvað sem við ættum að vera að velta okkur upp úr heldur ….maaaaark
KÚTUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þarna!!!
#60 satt er það aldrei að efast um okkar menn þetta var alltaf í okkar höndum no matter what!
Litli Kútur töframaðurinn!!!!
Spurning að fá þennan markvörð frá Boro.. JIEU
Vá, þvílíkt skot. Barca 150 millz og við segjum nei.
Þá er bara að vona að Watford skori 5 í seinni hálfleik og við tökum 3. sætið! Annars tek é 4. svo sem alveg sáttur
Stream fyrir síma einhver ?
VEISLA ! ÞARNA !
LALLALALLANANA
Lukaku skorar úr Víti fyrir Everton
Ég skora á alla hér sem ekki eru þegar skráðir í Liverpoolklúbbinn á Íslandi að ganga frá því strax eftir leik !
Vúhú þetta er komið!!! En leiðinlegt samt að missa af þriðja sætinu sem var okkar svo lengi.
Jíha!
YNWA
Voru menn virkilega að hafa einhverjar áhyggjur af þessu? 🙂
Klopp er að byggja upp sigurvegara attitúd á Anfield. Alvöru sigurvegarar klára bara sitt prógramm og hafa ekki áhyggjur af öðrum.
Klopp er með leikkerfi og aðferðir sem virka. Það sást klárlega á fyrri hluta tímabilsins og stórsigrum gegn toppliðunum síðustu ár. Klopp vinnur þessi botnlið á Englandi þegar hann hefur fríska menn í öllum stöðum. Nú er komið að FSG að gefa honum skilyrðislausan stuðning og setja stefnuna á Englandsmeistaratitil og að komast langt í CL.
Núna held ég að þetta er komið hehe
Af hverju er ekki öskrandi stemmning á vellinum núna?
Klopp alltaf seinn með skiptingar. Inná með Origi og Karius
#77 lol
Á að fara að hanga á þessu með því að skipta Lucasi inná. Vonandi hans síðasti leikur hjà Liverpool.
Lucas fer hvergi!
Bravó að láta Lucas fá fyrirliðabandið. Heyri ekki betur en að er púað þegar hann fær boltann og það er ALGJÖR skömm.
Við höfum það blæti við Liverpool-menn að vilja fæla frá okkur liðsmenn sem eru algjörlega 100% Liverpool-rauðir. Nægir þar að nefna Kuyt sem var alveg fær um 1-2 ár í viðbót hjá okkur en menn vildu burt og jafnvel Agger og Hyppia.
Lucas er sennilega vanmetnasti leikmaður okkar þetta tímabil. Oft að spila út úr stöðu en er samt að skila góðu verki. Ég væri alveg til í að sjá hann eitt tímabil enn, ef ekki fyrir annað en að koma því áfram til nýrra leikmanna að þú ferð ekkert mikið ofar í þessum bransa en að spila fyrir Liverpool.
#81 mér heyrðist þeir vera chanta SHOOOOOOT ekki púa ?
ekki séns það væri verið að púa á Lucas og fyrir hvað?
#81 þeir eru að segja honum að skjóta!
Til lukku Liverpoolfélagar.
Frábær sigur.
Það eina sem hægt er að setja útá eru hinir ömulegu appelsínugulu skór Klopps. Svoleiðis gengur ekki.
Frábær sigur.
Glæsileg vinna.
Framför jafnt og þétt.
Glætan að það sé verið að púa á rauðasta manninn á vellinum (sem bæðevei fær verðlaun núna fyrir 10 ára þjónustu)
Gríðarlega spennandi að sjá hverjir koma í sumar
Hlakka til næsta vetrar!
til hamingju 😀
Alveg ótrúlegt hvað menn hérna geta verið að grenja yfir.
Liðið að spila vel og klára þetta með stæl en menn að væla yfir því að Lucas komi inni(líklega síðasti leikurinn).
Þetta var bara classa move hjá Klopp. Þarna er leikmaður sem er búinn að vera þarfur þjón í mörg ár og fær að koma inna og fá fyrirliðabandið og stúkan fagnar honum í hvert skipti sem hann fékk boltan.
Annars er það að frétta að löng barátta um meistaradeildarsætið er lokið og okkar menn eru komnir í bullandi séns á að komast í riðlakeppnina. Arsenal vann síðustu 5 leikina sína en okkar menn gerðu það sem til þurfti.
Maður sér það á leikmönum og þjálfaraliðinu hvað þetta skiptir miklu máli og maður fer brosandi inn í sumarið 🙂
Glæsilegt og núna hef ég eitthvað til að hlakka til þegar sumarglugginn opnar. Kæmi mér ekkert á óvart ef það koma ekki nokkur stór nr til okkar þá í bland við minni.
Liverpool er ekki komið í meistaradeildina, heldur umspil.
Vil taka fram að Everton náði slíkum árangri en tapaði umspili fyrir ekki svo löngu síðan…
https://en.wikipedia.org/wiki/Liverpool_F.C._2005–06_UEFA_Champions_League_qualification
Er að hlusta á Lucal með 10 ára afmælisræðu á Anfield eftir leik. hann er hrærður kallinn og er að berjast við tárin. Og Anfield fagnar sínum dyggasta þjóni! Flottur strákur
Búinn að afpanta sálfræðinginn fyrir áfallahjálp. Gleði gleði ?
Ekki það að þurfa fara í umspil þýðir ekki riðlakeppni enn þetta eru góðar fréttir:
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-seeded-champions-league-play-13069109
YNWA
Menn leiksins allir Liverpoolmenn nær of fjær!! Aukaprik fær dómarinn fyrir að dæma ekki víti eins og einhver hefði gert. Yes!!!!!!!
Sá ekki leikin hér í Rúmeníu, en hafði Deep Purple á og sá lýsingu. Geri það að opinberi tillögu minni, að DP verði opinber sveit okkar, nái ég að fá þá til þess að syngja YNWA:) Fer eftir lækum. Til hamingju öll saman.
YNWA
Elsku LIVERPOOL komið í deild hinna bestu. Því líkur SIGUR. ÁFRAM LIVERPOOL.
Sæl og blessuð.
1. Mikil hamingja, gleði, léttir, friður og fegurð. Liðið kláraði verkefni dagsins og því ber að fagna.
2. Vorum hársbreidd frá því að missa mann út af og fá á okkur víti, áður en við skoruðum. Hefði orðið sjéikspírskur harmleikur.
3. Þetta var andlegur sigur. Pressan var nánast óbærileg þegar Arsenal og City voru búin að skora.
4. Þórðargleðin beinist að Arsenal sem lendir í hinni döpru Evrópukeppni og sleppur ekki inn í Wenger-inn. Allt í uppstokkun og endurskoðun á þeim bænum og við gleðjumst. Þórðargleðin beinist líka að Tottenham sem voru sjóóóóðheitir í vetur og náðu þó engum titili. Hið sama á við um tímabilið í fyrra. Bilað góðir og allt það en ekkert ærlegt í hús. Það er ömurleg staðreynd fyrir þá því nú veit enginn hvernig næsti vetur spilast. City verða öflugri og við verðum enn betri. Halda þeir í mannskapinn sem vill vera hjá alvöru sigurvegurum? Hvernig ætla þeir að bæta sig?
5. Nú er það spennandi hvað tekur við. Hverjum mætum við og hvað er í boði? Þá verður Mané orðinn góður, Henderson vonandi líka og nýir sópar farnir að þyrla upp rykinu. Liðið á eftir að spila á mögnuðu tempói. Hef því miklar væntingar til að við klárum þetta dæmi.
6. Morgundagurinn er kominn. Átti ekki von á þessu en svona fara atburðir á annan veg en maður stundum óttast.
Eigum við samt að ræða það eitthvað Gini Wijnaldum er orðinn gríðarlega mikilvægur í þessu liði? Topp knattspyrnumaður.
Eg er Liverpool aðdáandi af guðs náð og er gamall maður sem hef fylgst með Liverpool síðan þeir spiluðu sinn fyrsta leik i Evrópukeppni við KR 1968. Við getum öll verið stolt af liðinu okkar !! Liverpool hefur DNA til að vinna meistaradeildina !! Það sáum við i haust þegar þeir rúlluðu upp Barcelona a Wembley . Þeir standa sig alltaf best gengn þeim stóru !!!!
Eg er svo hjartanlega sammála að Gini er einn vanmetnasti leikmaður Liverpool. Eg hef svo oft verið hissa a hve litla eftirtekt hand framlag hefur fengið . Ein af bestu kaupum Klopps sl haust !!!
Byrjunarlið Liverpool var sterkt í dag og bekkurinn mjög solid fyrir utan hóp voru kappar eins og Mane, Henderson, Gomez og Ings sem verða líklega komnir í gang fyrir næsta tímabilil.
Nú þarf að halda meirihlutanum hjá okkur. Ég sé líklega Moreno, Klavan, Lucas og jafnvel Sturridge fara frá okkur.
Maður er alltaf í haltu slepptu sambandi við Sturridge. Maður finnst hann stundum latur en betri klárar eigum við ekki og hann getur klárað leiki með sinni snilld en því miður er hann nánast ALLTAF meiddur.
Ég reikna með að Klopp skoðar vinstri bakvörð, miðvörð, miðjuman (helst varnasinnaðan) og jafnvel einn alvöru sóknarmann en mér finnst Mignolet búinn að standa sig það vel undanfarna mánuði að við erum bara í góðum málum með markman.
úff Klopp segir að transfer talk séu langt komin og nánast Done, spennandi dæmi. Vonandi verður pungur í þessu liði á næstuni
Nú vona ég bara að Ajax klári þetta í vikunni svo ég geti átt alla ganga í skipinu sem ég er á.
YNWA
Þetta er svo fallegt og verðskuldað! Ég er að springa úr spennu fyrir sumrinu og næsta sísón!
Munið krakkar mínir… Hafa trú!!!!!
Varðandi kaup… nú hefst besti tími ársins:
Ekki spenntur fyrir Uxanum sem er að mínu mati miðlungsleikmaður sem hefur glímt við þrálát meiðsli. Getum gert betur og eigum að gera betur. Þá finnst mér Van Dijk, of dýr, m.v. það sem maður hefur heyrt og hefur verið of lengi frá vegna meiðsla.
Græt það enn að hafa ekki fengið Sansésinn í liðið. Svakalega hefði nú mannkynssagan farið á annan veg ef Rodgers og félagar hefðu mölvað sparigrísinn á höfði Wengers og kippt þessum stríðsmanni inn í raðirnar. Enginn Balotelli eða Benteke, eða Lambert, allir á hálfu farti. Þá hefði verið almennilegt flæði og við fengið leikmann sem getur einn síns liðs klárað leiki. Hann er ekki miklu minni talent en nafni og friðsamlegri.
Væri helst að öllu til í að fá hann í liðið og hann vill örugglega fara að skipta um búning.
Veit einhver um aðra síðu en Filmon þar sem er hægt að streema MOTD live? Filmon er byrjað að vera leiðinlegt nema maður kaupi áskrift