Heysel

Á þessum degi ár hvert minnist knattspyrnuheimurinn 39 stuðningsmanna Juventus sem létust á úrslitaleik Liverpool og Juventus í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1985.

Öryggi stuðningsmanna var enganvegin eins mikið í hávegum haft á níunda áratugnum og við þekkjum í dag og ítrekað upplifðu stuðningsmenn sig ekki örugga á knattspyrnuleikjum. Því miður þurfti harmleiki eins og Heysel, Hillsborugh auk fjölmargra fleiri atvika til að eitthvað yrði gert til að takast á við vandamálið og má deila um hvort rétt hafi verið staðið að málum í því ferli. Harmleikir líkt og þessir heyra a.m.k. sem betur fer sögunni til en eftir situr svartur blettur á knattspyrnusögunni.

Við höfum auðvitað minnst þessara harmleikja árlega hér á Kop.is endað stór partur af sögu Liverpool, ein stærsta færsla sem ég hef skrifað á síðuna var einmitt um bæði Heysel og Hillsborough.

Ein athugasemd

  1. Sæll, ef þig langar skal eg fara yfir leikinn með þer.Var staddur a leiknum, svo og i Rom arið a undan.Hofum þetta ptivat, ef af vetður.
    Kv.Halldór

Leikmannakaupin 2017?

Opinn þráður – leikmannakaup