Það eru nokkrir hlutir sem hafa verið í hausnum á mér undanfarna daga og ég tjáð mig um á Twitter annað slagið. Ég ætla að henda þeim fram hér í annars svona nokkuð opnum pistli.
Mikilvægi Meistaradeildarsætis ofmetið?
Í svo langan tíma hefur mikilvægi Meistaradeildarsætis verið troðið í andlitið á okkur og okkur eiginlega sagt að liðið gæti ekki farið upp á næsta stig nema komast þangað. Takist okkur það þá fáum við betri leikmenn, meiri pening og allt það. Gulrótin fyrir framan nefið á okkur og gullkistan við enda regnbogans.
Nú erum við loks komin í þá stöðu að Liverpool er með þátttökurétt í keppninni sem er alveg frábært og þar af leiðandi eigum við séns í bestu leikmenn heims aftur, ekki satt?
Ég ætla að gerast svo neikvæður og fúll og segja að það sé hreinlega ekki þannig. Liðið er í annað skipti í Meistaradeildinni á síðustu sjö árum eða eitthvað álíka og það er nú ekkert sérlega sterkt þannig séð. Liverpool er sagt vera á eftir svipuðum leikmönnum og félög eins og Chelsea og Manchester City sem eru mun reglulegra í Meistaradeild og titilbaráttu en Liverpool og því töluvert “öruggara” að fara þangað en til liða eins og t.d. Liverpool eða Tottenham sem hafa verið inn og út úr keppninni á síðasta áratugnum.
Tökum bara sem dæmi Virgil Van Dijk sem er sagður á óskalista Liverpool, Chelsea og Man City – gæti maður áfellst honum að velja frekar að fara í “öruggara” umhverfið í Chelsea eða Man City en hjá Liverpool?
Fyrir mitt leiti þarf að sýna fram á að þetta sé ekki undantekningaárið og Liverpool verði mun tíðari gestur í titilbaráttu og Meistaradeild áður en félagið stendur þessum liðum jafnt að vígi hvað þetta varðar. Er það hægt ef maður missir af þessum leikmönnum? Það er erfitt að segja.
Value for money?
Peter Moore er nýtekinn við sem stjórnarformaður Liverpool og var nú ekki lengi að koma sér á milli tannana hjá stuðningsmönnum eftir eitt viðtal, sem ég persónulega fatta ekki alveg.
Hann talaði um þetta klassíska “value for money” sem hefur haldist í hendur við Liverpool á félagsskiptamarkaðnum og hér eru þeir punktar sem virðast stuða fólk hvað mest:
“Everyone wants to see massive money but my business background is buying talent at the right price. We have a kid called Philippe Coutinho who cost £8m, and he is as good as other guys who cost four or five times as much. What I am about, and what I believe this club is about, is making good business decisions.”
Þarna talar hann um ansi eðlilegan hlut að mínu mati um að það sé hægt að finna gott verðmæti á markaðnum og að félagið stefni á að reyna að kaupa leikmenn á “réttu” verði og reyna að komast hjá því að þurfa að yfirbjóða í alla leikmenn sem liðið hyggst kaupa.
Hitt sem hefur verið á milli tannana á fólki er að hann talaði um að þó að t.d. Manchester City séu að eyða hundruð milljónum punda í leikmannakaup þá þýði það ekki endilega að Liverpool þurfi að gera það sama einfaldlega bara af því að einhver annar geri það. Liverpool þurfi að einblína á að gera sitt og gera það vel en þurfi ekki að eyða jafn mikið og hinir alveg upp á pund. Þó maður vilji nú sjá Liverpool eyða stórum fjárhæðum í kaup þá hlýtur þetta nú að teljast fullkomlega eðlileg hugsun, ekki satt?
Aftur á móti þar sem verðmat á markaðnum er gjörsamlega upp úr öllu valdi þá gæti það reynst félaginu afar erfitt að standa fast á sínu þarna því leikmenn virðast alltaf enda á að kosta eitthvað meira en þeir ættu að gera.
Notum aftur Virgil Van Dijk sem dæmi. Þar sem mikill áhugi frá Man City, Chelsea, Liverpool og fleirum er á honum þá flýgur upp verðmatið á honum og er nú talað um fimmtíu til sextíu milljónir punda sem þarf til að kaupa hann frá Southampton og ofan á það þá gæti hann endað á að fá hátt í 200 þúsund pund í vikulaun hjá nýju félagi. Þetta er miðvörður – mjög góður miðvörður – en come on, þessar upphæðir er eitthvað sem maður hefur séð framherja vera að fara á.
Því miður, ég hreinlega sé ekki fyrir mér að Liverpool taka svona allt í einu upp á að tvöfalda sín dýrustu félagsskipti og borga svipaðan launapakka og leikmenn eins og Coutinho, Suarez og Gerrard hafa verið á fyrir miðvörð. Framherji, kantmaður, miðjumaður er allt annað en miðvörður, nei ég sé það bara ekki gerast. Bilið á milli 60 milljóna punda miðverði og einhverjum sem kostar kannski 30 milljónir punda er hreinlega ekki eins langt og fyrir framherja á sama verði. Er Van Dijk jafn mikils virði og t.d. bæði Matip og Lovren myndu vera í kaupverði og launum á viku? Nei, ég held ekki. Það er einn miðvörður í heiminum sem ég myndi “réttlæta” svona fé á og það er Sergio Ramos og er það aðallega bara af því að hann skorar stór mörk sem vinna titla.
Er alltaf eldur þar sem þar er reykur?
Ef við horfum til baka á síðasta sumar þá erum við alveg nokkuð sátt með þann félagsskiptaglugga, ekki satt?
Sadio Mane, Gini Wijnaldum, Joel Matip komu allir beint í liðið og gerðu mjög vel. Ofan á það komu nokkrir efnilegir leikmenn og reyndur Klavan sem við náðum að fá nokkrar góðar frammistöður út úr. Fínn gluggi og heilt yfir líklega enn af betri gluggum félagsins í langan tíma.
Ef við skoðum hann frá öðru sjónarhorni þá getum við litið á þetta sumar sem nokkuð slæmt líka. Alveg frá janúar glugganum fyrr á síðasta ári þá fórum við að sjá “óskalista” Liverpool dragast upp. Ben Chilwell, Mahmoud Dahoud, Piotr Zielinski, Mario Gotze, Christian Pulisic, Jonas Hector og Ousmane Dembele voru meðal þeirra nafna sem mikil læti voru í kringum og “Liverpool pressan” var dugleg að slengja fram þessum nöfnum og þótti þetta nær alveg bókað að flestir þessara leikmanna myndu koma á Anfield.
Annað kom á daginn og einhverjir enduðu í öðrum liðum á meðan hinir urðu um kyrrt. Ef þessir leikmenn voru, eins og sagt var, helstu skotmörk Liverpool fyrir sumarið er þá ekki bara nokkuð slæmt að enginn þeirra hafi endað hjá félaginu?
Julian Brandt, Mohamed Salah, Virgil Van Dijk, Ryan Sessegnon og Naby Keita eru þau nöfn sem hafa verið á milli tannana hjá þessum sömu blaðamönnum síðan snemma á árinu og því spyr maður sig hreinlega hvort að þessi nöfn séu hreinlega sönn eða að minnsta kosti minni forgangsatriði en af er látið eða hefur Liverpool misst af þessum leikmönnum í fyrra og nú virðast nöfnin af þessum lista nokkuð líkleg til að detta út. Getur Liverpool ekki klárað samninga við sín helstu skotmörk á markaðnum eða er verið að villa fyrir okkur?
Síðasta sumar þá komu fréttirnar af t.d. Karius, Mane, Wijnaldum og Klavan mjög fljótlega áður en að kaupin kláruðust. Sama má segja um t.d. Firmino og Benteke í fyrra. Það liðu ekki nema einhverjar tvær til fjórar vikur frá fyrstu fréttum um áhuga Liverpool á leikmanninum eða fyrsta tilboði og frá því að kaupin voru staðfest, allt nokkurn veginn upp úr þurru. Kaupin á Dominick Solanke komu nokkurn veginn mjög óvænt fram svo það verður afar forvitnilegt að sjá hvernig sumarið þróast – ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en samkvæmt þessu þá gæti verið afar ólíklegt að einhver af Brandt, Van Dijk, Keita eða Salah endi hjá Liverpool – sá síðasti er nýlegasti orðrómurinn svo kannski þar af leiðandi líklegastur!
Klopp sagði að samningaviðræður “gengu vel” og mín reynsla af honum er sú að það er engin ástæða að efast um vægi þess sem hann segir.
Það hefur verið talað um ansi marga sem eru líklegir að koma til Liverpool en eru einhverjar alvöru heimildir fyrir því að samningaviðræður séu í gangi við þessa leikmenn ?
Getur verið að leikmannakaupinn komi inn á næstu vikum og þau séu allt önnur en búist var við, vegna þess að FSG, krafðist þess að algjör trúnaður ríkti um þau og FSG lítur sem svo á að þau græði á þessu umtali og þá sérstaklega ef blöðin eru með ranga menn í sigtinu, því þá fær félagið tíma til að ganga frá sínum málum.
Hingað til hefur Klopp virkað þannig á mig að hann er “no bullshit” náungi og því held ég að kaupin séu frágengin og þessar sögusagnir fjölmiðla séu í langflestum tilfellum ekki á rökum reistar.
Hvert er höfundur pistilsins að fara hérna? Ertu á kaupi hjá FSG?
Liverpool hefur vantað alvöru varnarmenn í mörg ár og ef það kostar 60mills að fylla upp í það stóra gat þá segi ég og sennilega flestir stuðnigsmenn LFC Bring it on.
Klúbburinn fær nú 1oo millur fyrir enska sjónvarpsréttinn og 20 til 50 mills fyrir championslige.
Svo ef ekki verða keyptir alvöru leikmenn í sumar verður það aldrei gert með þessum eigendum og þar sem þeir eru orðnir ansi óvinsælir í Liverpool verður þeim varla stætt á að eiga klúbbinn áfram ef þeir fara ekki í sitt veski í sumar og láta Klopp fá þá menn sem hann telur sig þurfa og biður þá um.
´Eg held að þeir haldi því miður áfram á sömu braut sem þeir hafa verið á frá upphafi , ég vona samt ekki.
Ég er orðinn svo gamall að ég man gullöldina og mun því halda áfram að fylgjast með LFC svo lengi sem þeir verða í efstu deild og hægt er að sjá þá í sjónvarpinu .
Hér í Sverige sem ég bý er maður löngu hættur að sjá ungt fólk í Liverpool treigju,það eru bara einn og einn miðaldra maður sem maður rekst á í rauðu treigjunni,já klúbburinn er löngu hættur að trekkja að börn og unglinga hér sem velja sér jú stjörnur til að halda með og við höfum bara einn leikmann sem hægt er að segja að sé stjarna núna sem sumir segja verði seldur í sumar.
Svo að ef LFC kaupir ekki gæðaleikmenn í sumar gæti verið að síðasti strætisvagninn verði farinn og við endum eins og Newcastle með flottann völl og stundum dúndrandi stemningu og oft skemmtilegann fótbolta spilaðann,en því miður öngvir bikarar sem bætast í safnið.
Svo ég segi aftur 60 millur er ekki of mikið fyrir að loka gatinu á vörninni sem hefur nú lekið allt of lengi.
Manni finnst nú Brandt óneitanlega meira spennandi en Salah. Kannski ekki hvað síst af því a Salah meikaði það ekki í Englandi og það virðist hver sem er geta verið góður á Ítalíu þessa dagana. Salah er hins vegar ódýrari og reynslumeiri.
Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en svo að það sé ekki forgangsatriði að fá nýjan miðvörð. Líklega er umboðsmaður vvd á yfirsnúning að reyna að tryggja sem mestan pening í ljósi eftirspurnarinnar. Við þær aðstæður höfum við yfirleitt hætt við.
Eru FSG að fara að drulla í brækurnar enn einu sinni?
Miðað við þessa grein þá virðist það vera að gerast: https://www.thisisanfield.com/2017/06/liverpools-virgil-van-dijk-deal-threatened-reds-change-wage-offer/
Mikið vona ég að þetta sé ekki rétt!
Ef Man City ætlar að fá Van Dijk þá gera þeir það. Liverpool á einfaldlega ekki break í svoleiðis samkeppni. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því. Það er fínt að fara í bidding war og láta City borga meira fyrir hann en við getum alveg gleymt því að fá hann.
Eða það vona ég.
Ég vona bara að Klopp sé að þyrla upp ryki og sé með einhvern annan, betri og ódýrari sem hann ætlar að kaupa og við höfum ekki heyrt hósta né stunu um. Ég vona líka að við fáum fleiri Solanke týpur, helst sem maður hefur ekkert heyrt um og munu koma skemmtilega á óvart.
Ég er alveg viss um að þessi nöfn sem hafa heyrst, Keita, Van Dijk og Brandt koma ekki til okkar í sumar. Við verðum óánægðir með gluggann í haust en svo mun koma í ljós að Klopp er fjandanum klókari á leikmannamarkaðnum og hann kaupir það sem vantar á ódýran og hagkvæman máta.
Sælir félagar
Eins og ég hefi sagt annarstaðar hér á Kop.is þá er ekki ástæða til að fara á límingunum . Það er 1. júní og allar sjoppur fullar af rándýrum gæðameðalmennum sem kosta haug. Hvað liggur á og af hverju að dæma kaupin áður en þau eru gerð?
Klopp og félagar hafa sýnt að þeir kunna sitt fag og líklega hefur enginn á undanförnum árum keypt eins mikið af gæða leikmönnum og Klopp. Hann hefir nánast búið þá til á færibandi og að verða brjálaður núna þegar maí er rétt á enda er bara . . .
Ég ætla að vera rólegur meðan Klopp er rólegur. Ef og þegar maður heyrir að hann fer að kvarta eða berja sér eitthvað þá mun fara um mann. En þangað til er ekki ástæða tila að rifna upp með rótum af æsingi.
Það er nú þannig
YNWA
Jasús, þvílík meðalmennsku hugsun. VIÐ ERUM LIVERPOOL, einn stærsti klúbbur í heimi
Eru ekki allir í sama potti sem komið er hef ekki séð (staðfest) hjá neinu liði á þessi nöfn.
Við hljótum að sjá eitthvað spennandi í innkaupa kerruni hjá liverpool í sumar annað yrði galið..
City koma bara 11 mönnum fyrir í sínu byrjunarliði…
Það eru fleiri góðir til i heiminum sú tala.
Klopp sagði að viðræður sem lfc séu í gangi vel hverjir sem hann er að tala við
Held að ekkert óvænt gerist sem hann veit ekki um hvað varðar stöðu liverpool á þessum markaði er. Hann er með þetta allt undir kontról
Slúðrið segir eitt í dag og annað á morgun .
Gæinn hefur áður verið í deild þar sem var lið sem gat keypt allt sem þeir vildu hafði enginn áhrif á hann 🙂
Ég held að við lifum það alveg af að fá ekki vvd. Ekki horfi ég á Southampton spila en hann er a.m.k. ekki valinn mikið í versta landslið Hollands í manna minnum (12 leikir 25 ára). Þess fyrir missti hann af nánast hálfu tímabilinu vegna meiðsla. Meiðsl hafa einmitt verið stærra vandamál hjá okkur í vörninni undanfarin ár en nokkuð annað.
Þess fyrir utan má nefna að á meðal dýrustu miðvarða í ensku deildinni eru Mangala (32m), Otamendi (31m) og Stones (47,5). Gæti svo sem ræst úr þessum síðasta. Hins vegar kostaði Alderweild 11,5m og Cahill 7m. Upphæðirnar svo sem greiddar á ólíkum tímum og ekki allar sambærilegar en samt.
Þegar þýsk skemmtiferðaskip koma til landsins þá hlaupa farþegarnir aldrei beint upp í bæ og kaupa sér úlpur frá 66 ° norður. Nei þeir einfaldlega skoða sig um og ef þeir finna eitthvað sem þá langar í á skynsamlegu verði þá kaupa þeir það.
Klopp er þýskur, hann er skynsamur og skipulagður. Þannig að ég ætla bara að treysta honum fyrir kaupum liðsins. Ég held að hann sé búinn að lista upp þá leikmenn sem hann vil kaupa og hvað hann er til í að borga fyrir þá, hugsanleg ganga flest af þessum kaupum upp en örugglega ekki öll.
Mér er nokk sama hvað leikmaður kostar, hvað hann heitir, hvaðan hann kemur og hvað hann er gamall bara að hann skili sínu til liðsins þá er ég sáttur.
Voðalega rómantískt að halda að Klopp sé einhver galdramaður sem geti endurreist Liverpool sem stórveldi með einhverjum galdrakaupum. Gætum vissulega dottið á góð tímabil inn á milli en ef lið ætla á toppinn og halda sér þar. Þá þarf peninga. Punktur.
Klopp er þýskur eins og bent er á hjá #10 og er skynsamur og skipulagður. Hann er líka mjög klókur eins og títt er um suma landa hans. Árið 1940 var frændi Klopps, hann Eric von Manstein, með færri menn, færri skriðdreka, og í rauninni minna af öllu hernaðarkyns, en Frakkar og Bretar. Rétt eins og Klopp okkar borið saman við ríkustu liðin.
Manstein hafði hins vegar menn eins og nafna minn Guderian ásamt ráðsnilld og skipulagi. Hann narraði bandamenn til að færa lið sín til norðurs að landamærum Þýskalands. Sjálfur kom hann síðan með lið sitt frá vængnum niður Ardennafjöllin og með rústaði andstæðingum í leifturstríði. Þeir enduðu í sjónum við Dunkirk og máttu þakka fyrir að 500.000 hermönnum var ekki slátrað þarna í flæðarmálinu.
Sko, kannski ekki besta samlíking allra tíma þetta með Manstein en peningar eru samt ekki allt í fótbolta. Það þarf líka að kunna að fjárfesta þeim rétt. Juventus er aðeins virði þriðjungs af ManU en miklu betra lið svo dæmi sé tekið.
Menn halda að allt snúist um peninga en það er alls ekki rétt, þetta snýst um að setja upp lið sem spilar sem heild en ekki að hrúga inn dýrustu leikmönnum heims á einu fati og halda að allt verði eins og í skáldsögu og aðal þrennan (ekki mikka mús þrennan) sé komin í hús áður en tímabilið byrjar.
Klopp hefur ekki gert bara ein og ein góð kaup í gegnum tíðina heldur HELLING og það er ekki bara honum að þakka heldur er hann með að mínu mati besta scout í heiminum, þetta er t.d þau kaup sem hann gerði hjá Dortmund.
Robert Lewondowski 3,33 MP
Matts Hummels 2,94 MP
Ilkay Gundogan 3,85 MP
Neven Subotic 3,15 MP
Marco Raus 11,97 MP
Pierre Emerick Aubameyang 9,1 MP
Ciro Immobile 12.95 MP
Shinji Kagawa Free
Má heldur ekki gleyma að hann kom Liverpool í topp 4 aftur með litlum hóp og missti lykilmenn í meiðsli trekk í trekk og endaði fyrir ofan Arsenal og dýrasta lið í heiminim Man utd. Menn töluðu um að 50 MP væri klikkun þegar Chelsea keypti David Luis til sín hvað er þá 60 MP fyirr VVD það er bilunun Punktur
Þannig að setjist aftur njótið sumarsins og hættið að eyða orku í að drulla yfir Klopp og FSG njótið ferðarinnar því hver veit hver er að fara að koma til Liverpool í sumar !
Ég leyfi mér að vera ósammála #2 með börnin og Liverpool búningana, strákurinn minn æfir fótbolta hér í Svíþjóð og það er nú töluverður fjöldi barna í Liverpool búningum á æfingum 🙂 Amk ekki færri en þau sem eru í United eða Arsenal svo dæmi sé tekið. En það er nú svosem ekki aðalmálið í þessum þræði !
Hvað gerist í leikmannamálunum í sumar er eitthvað sem verður að koma í ljós, menn eru víst enn vongóðir um að Van Dijk komi til félagsins þrátt fyrir gylliboð City um betri launapakka. Hann er víst mjög áhugasamur um að spila undir stjórn Klopp. En hvað svo sem verður með hann þá hlýtur nú bara að vera að menn séu með aðra miðverði í sigtinu. Ég deili skoðunum Einars Matthíasar í þessu máli, það er varasamt að vera á enska leikmannamarkaðinum því verðin eru uppblásin og Van Dijk hefur auk þess verið meiddur frá því í janúar og spilar í liði sem vanalega stillir upp mun varnarsinnaðri miðju en okkar menn. Það þarf ekki að leita langt aftur til að sjá hvernig fór með Lovren og þegar hann kom, vörnin hjá Liverpool var klárlega ekki með eins þétta miðju varnarlega séð og Southampton og hann strögglaði töluvert á sínu fyrsta tímabili. Ef Van Dijk kemur og strögglar í upphafi þá er nú ekki skemmtileg tilhugsun að hugsa til þess að okkar langdýrasti leikmaður í sögu klúbbsins sé ekki það sem við vonuðumst eftir og Southampton hlæjandi alla leið í bankann.
En við sjáum hvað setur, það er óþarfi að fara á taugum í byrjun júní. City eru sem stendur eina liðið sem er byrjað fyrir alvöru að kaupa menn og þeir eru ekkert að setja litlu peningana í þau kaup eins og við var að búast.
Talað um að G.Bale gæti hugsanlega verið til sölu í sumar. Isco er búinn að taka sætið hans í liðinu og Zidane er búinn að skipta um leikkerfi. Sé hann alveg fara fyrir metfé í sumar og sennilega ekki til okkar…..en það er allt í lagi að láta sig dreyma. Markovic fyrir G.Bale og 80m á milli hljómar eins og góð byrjun á næsta tímabili hehe
Við ættum ekki að kaupa VVD í sumar, heldur ættum við að kaupa scoutinn hjá Southamton sem finnur allar þessar perlur eftir að þeirra bestu menn eru seldir. Þannig gætum við fengið “næsta VVD” á klink ? Annars treysti ég Klopp alveg fyrir þessu og er spenntur fyrir sumrinu.
Mjög skemmtilegar pælingar sem ég hef velt fyrir mér í raun sl. égveitekkihvaðmörg ár. Það er allt gott og blessað ef klúbburinn hefur fundið sér taktík til að nota hvað viðskipti varðar en þá er líka eins gott að farið er eftir þeirri taktík. Nýji CEO-inn (sem mér líkar vel við hvað kemur út úr honum….þeas hann meikar sens), talar um að þeir ætli ekki að henda pening í eitthvað sem aðrir eru að gera og frekar finna lausnina á sinn hátt (moneyball taktíkin í essinu sínu). Ok, flott. Ef þetta er taktíkin HVAÐ Í ANDSKOTANUM ERUM VIÐ ÞÁ AÐ REYNA AÐ KAUPA MBAPPE, MENDY, VAN DIJK EÐA HVAÐA HOT FLAVOUR OF THE MONTH SEM TALAÐ ER UM Í BLÖÐUNUM Í DAG???!!?! (Afsakið öskrið).
Þessi taktík sem við förum eftir er akkúrat öfugt við þá stefnu sem er að gerast í dag. Við erum ekki að kaupa á 4-5x hærra verði, heldur erum við að kaupa þessa leikmenn sem eru að fara á þessu verði 2-3 árum áður á 4-5x lægra verði. BUSINESS 101. Við erum hér með orðin Leeds United í Football Manager þar sem við reynum að klóra í bakkann með skynsamlegum kaupum sem enda alltaf eftir 2-3 ár hjá liðum með meiri metnað fyrir árangri. Sorglegt en samt staðreynd.
Undanfarin ár sem FSG hefur rekið klúbbinn höfum við séð leikmenn sem voru nánast komnir til okkar skrifa undir hjá öðrum liðum (Dele Alli, Salah, Keita osfrv) vegna þess að launin voru að standa í okkur. Þetta stangast verulega á við þessa moneyball stefnu þeirra þar sem Salah, Alli og Keita höfðu allir komið til okkar á mjög viðráðanlegu verði á þeim tíma en þar sem FSG voru ekki tilbúnir að borga fáeina þúsund kalla meira í laun þá fóru þessir leikmenn á kostum annarsstaðar og kosta núna 10x meira. Sama er að fara að gerast með Ryan Sessegnon, framtíðar vinstri bakvörð sem okkur sárlega vantar. Ég tel að London togi hann samt meira en annað. Gef FSG vafann þó svo að aðeins meiri laun myndi toga hann frá London.
Þessi þróun er verulega farin að fara í taugarnar á mér þar sem þetta virkar meira á mig sem stefnuleysi en annað. Ef við nælum í ungan leikmann sem Klopp getur unnið úr (og hann hefur sannað hæfni sína á því sviði) þá er næsta líklegt að verðmiðinn hafi verið sættanlegur og því hægt að leyfa smá svigrúm hvað launin varðar. Það er ekki hægt að ætlast til að fá allt gefins. Þegar að PREM klúbbur hefur augastað á leikmönnum í dag margfaldast verðið. Fact!
Ég treysti á að FSG og co taki hausinn út úr óæðri endanum og hætti að eyða tíma í £40m+ leikmenn og fari að versla í Kolaportinu eins og moneyball taktík þeirra gefur til kynna. Þeir kannski næla í einn Coutinho þar þeas ef þeir nískast ekki með launin.
Lokaorð mín
Ég hef verið sammála FSG um að gera þetta skynsamlega og gera klúbbinn sjálfbæran með góðum viðskiptahætti. Þeir td eru búnir að sjá að markaðssetning klúbbsins var ömurleg miðað við stærð hans og hafa bætt sig þar þótt mikið sé eftir. Stækkun vallarins var jákvætt og næsta stækkun verður þýðingarmikil einnig. Meiri innkoma = meiri möguleikar. Þeir eru hættir að gefa leikmenn eða selja á hálfvirði sem er strax bæting. Það sem skekur mig talsvert er þó þessi “Jekyll & Hyde” transfer stefna hjá þeim og hefur hún kostað okkur að mínu mati einn titil og 2-3 ár í meistaradeildinni. Því fyrr sem FSG (og Klopp) átta sig á því að þeirra taktík er ekki að versla í Harrods heldur í Primark/Matalan því betra verður það fyrir klúbbinn. Taktík FSG er eins og að Apple myndi ákveða að hætta að nýta sér það að vera leiðandi á markaðnum og selja sínar vörur á hálfvirði…….af því bara. Get real.
Þetta verður verulega langt sumar og lengri vetur með þessu áframhaldi.
Svo eitt enn. Við þurfum sterkan varnarsinnaðan miðjumann frekar en van dijk. Við getum sett tvo best DC í heimi í vörnina en það mun samt leku í gegnum miðjuna eins og gerist núna. Hættum að troða helvítis sokkum í holurnar. Lögum þær almennilega svona einu sinni svo hægt sé að byggja út frá þeim grunni.
Talað um að Roma hafi neitað tilboði í Salah, viðræður halda þó áfram.
Virkilega góður leikmaður þar á ferð en hann ásamt Mane fara samt í afríkukeppnina á 2 ára fresti.
Væru menn sáttir með Salah ?
Sælir félagar
Liverpool fær 140 milljónir punda fyrir frammistöðuna í deildinni og gefum okkur að Meistaradeildin gefi 30 m. punda í kassann. þá eru þarna 170 millur til að vinna með. Þetta plús leikmannasölur ætti að vera nálægt 200 millum svo staða klúbbsins til leikmannakaupa ætti að vera helv . . . góð. Það er ekki þar með sagt að við eigum að kaupa meiddan miðvörð með verðmiða uppá 70 millur. Það er einfaldlega bull verð.
Enn sem komið er (eins og margir hafa bent á ásamt mér) er ekki nokkur ástæða til að fara á límingunum vegna leikmannakaupa fyrr en þá í lok júlí, ef ekkert hefur gerst. Mér sýnist samt að kaupin á Salah séu langt komin þó ég se ekkert yfir mig spenntur fyrir leikmanni sem hugsanlega verður frá (ásamt Mane) í fleiri vikur í vetur vegna Afríkukeppninnar. Leikmannamarkaðurinn er fullkomlega galinn og eiga sjónvarpstekjur liða á Englandi sinn þátt í því.
Hvað sem því líður þá er eins og áður segir ekki ástæða til að hrauna yfir eigendur og stjórann fyrir eitthvað sem ekki hefur gerst og gerist ef til vill alls ekki. Gefum okkur (og þeim) tíma áður en við klikkumst og svona. Við verðum að treysta Klopp og hans mönnum hvað sem okkur finnst núna. Það er 2. júní og sumir okkar eru orðnir brjálaðir nú þegar. Það er alltof snemmt og trúið mér til, að lokum stöndum við uppi sem sigurvegarar og allt.
Það er nú þannig
YNWA
Þá er búið að opinbera nýjan varabúning
http://www.liverpoolfc.com/news/announcements/265254-order-now-2017-18-lfc-away-kit-launches-online
Hvað finnst mönnum?
Ásmundur #19
Já ég væri það, Salah er hörkuleikmaður sem myndi bæta liðið okkar talsvert.
Hræðilegur varabúningur.
Fínt að fá Salah þó ekki væri nema vegna þess að það vantar í hans stöðu. Ef við borgum 30m þá er það þolanlegur díll og líklega mun betri en kaupin á Downing. Annars þurfum við bakverði sem vinna með þessum vængmönnum.
Sæl og blessuð.
Kæri mig ekki um enn einn Southampton leikmanninn sem kemur á uppsprengdu verði og leggst svo í rúmið eða hjalar í brokkgengri meðalmennsku. Finnst verðbólga hlaupin í Van Dijk og mig grunar að hann eigi eftir að sligast undan háðsglósum af áhorfendabekkjum eins og svo margir aðrir hafa gert.
Nei, vonandi fyrirfinnast fleiri miðverðir á jarðkringlunni sem gætu bætt hópinn og kosta ekki svona óskaplega mikið. Trúi ekki öðru.
Svo er þetta Salah dæmi … það pirrar mig að hann skuli hverfa á braut á sama tíma og Mané. Annars, ekki er þessi Afríkukeppni annað hvert ár? Er það ekki fjórða hvert ár eins og Evrópukeppnin???
Hefði viljað finna einhverja spræka í Atletico liðunum á Spáni – í Höfuðborginni og í Baskalandi þ.e.a.s. Þaðan hafa bara komið góðir fótboltamenn!
#24 Kæri mig ekki um enn einn Southampton leikmanninn sem kemur á uppsprengdu verði og leggst svo í rúmið eða hjalar í brokkgengri meðalmennsku.
Lallana. Mané. Clyne . Lovren hafa nú reynst okkur ágætlega .
Lambert kom á 4mp og menn gátu lesið í það.
En hvaðan sem menn koma skiptir mig ekki máli en sammála þér og held að lfc sé það líka að menn eru ekki að fara sprengja alla skala hjá félaginu fyrir dijk. Enda held ég að blöðin séu að blása þetta verulega upp með hann.
Er ekki verið að hugsa þetta svona. Sakho út fyrir x upphæð. Miðvörður inn og x upphæð. Líklega getum við eytt 30-40 m punda plús Sakho í miðvörð í þessum glugga enda kom Matip á frjálsri í fyrra.
Svo er bara spurning um launapakkann. Tel rökrétt að kaupa varnarmenn með reynslu úr enskum fótbolta. Sýnt sig síðustu ár að það klikkar síður.
Skiljanlegt að það séu skiptar skoðanir á kaupstefnu.
Menn vilja árangur og árangur strax hvað sem það kostar.
Ég er ekki þannig. Ég styð skynsamleg kaup peningalega og mér finnst rómantískt að hugsa til þess að kannski náum við fleiri Coutinho’s inn í liðið.
Þegar það tekst þá hríslast eitthvað niður hrygginn.
Pobga kaup eru eitur í mínum beinum. Verum með fæturna á jörðinni og látum galdrana koma ground up. Ekki svona top down í krafti ógeðslega mikilla peninga.
Gamaldags? Kannski, en þannig líður mér betur með hver þrjú stig unnin.
YNWA
Sæl og blessuð.
Lallana, Clyne og Lovren kostuðu hendur og fætur og enginn þeirra hefur risið undir þeim miklu væntingum sem til þeirra voru gerðar. Lallana hefur í seinni tíð sýnt fína spretti en hann var óratíma í gang og svo hefur hann verið frá lengi vegna meiðsla. Lovren heldur áfram að misstíga sig og Clyne er einmitt, pikkfastur í hinni óbreytanlegu meðalmennsku!
Hvað með Southamptonana sem MU keypti? Scheidernlin og Shaw? Sama dæmi?
Skíthræddur um að van Dijk sé sama marki brenndur. Við skoruðum ekki baun í tveimur leikjum gegn þeim þar sem hann var … uh já … meiddur. Er hann ekki bara flott tannhjól í gangverkinu eins og Lovren var í vörninni?
Vil líta til Ítalíu eftir varnarmönnum, Þýskalands eftir miðjumönnum, Suður-Ameríku eftir stækerum. Atletíkó M og B eftir uppöldum vaxandi stórstirnum.
Ok?