Liverpool var varla búið að tilkynna kaupin á Salah þegar stuðningsmenn liðsins voru farnir að hugsa að næstu leikmannakaupum. Þolinmæðin er lítil sem engin og maður er strax farinn að skynja töluverðan pirring í okkar hópi yfir vandræðagangi félagsins á leikmannamarkaðnum. Tek sjálfan mig ekkert út fyrir sviga þar.
Það er því kannski ágætt að fara yfir þetta af aðeins meiri yfirvegun, Liverpool var að kaupa dýrasta leikmann í sögu félagsins og ég held svei mér þá að félagið hafi aldrei verið í betri höndum síðan ég fór að fylgjast með því af einhverri alvöru.
FSG eru alls ekkert fullkomnir eigendur en samanborið við það sem á undan er gengið eru þeir ansi afgerandi það besta sem við höfum haft sl. 20-25 ár. Það virðist vera lítil togstreita núna frá knattspyrnustjóranum til eigenda með alla millistjórnendur á milli og það eitt og sér er eitthvað sem við þekkjum varla hjá Liverpool. FSG hefur alla tíð viljað búa til teymi sem rekur félagið sem ein heild og með ráðningu Moore, Edwards og auðvitað Klopp held ég að þeir séu nær því en þeir hafa áður verið.
David Moores og Rick Parry
Það var mikið meiri rómantík yfir því að hafa David Moores sem eiganda Liverpool, stuðningsmaður frá barnæsku og heimamaður. Staðreyndin er hinsvegar sú að hann hélt aftur af liðinu á tíunda áratugnum og hafði ekki bolmagn í að reka Úrvalsdeildarklúbb af þessari stærðargráðu. Liverpool staðnaði undir hans stjórn og varð aðeins eftir.
Eftir 1995 hefur Liverpool aldrei verið nálægt því að eiga dýrasta leikmanna deildarinnar. Það var vitað fyrir 15-20 árum að stækka þyrfti Anfield eða flytja félagið en það hefur ekkert gerst í því fyrr en núna. Þetta hefur kostað miklu meira á þessum tíma en sparaðist á því að gera ekkert.
Rick Parry var ekki í miklu uppáhaldi hjá Houllier og Benitez en hann hafði aldrei nógu mikla peninga til að landa þeirra aðal skotmörkum, oftar en ekki leikmenn sem við sáum svo springa út nokkrum árum seinna og fjórfaldast í verði. Parry var (og er) alls ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool en ég held að hann hafi verið að vinna með aðra höndina bundna fyrir aftan bak. Þetta er vel hæfur maður og einn af þeim sem fór fremstur við að koma Úrvalsdeildinni á koppinn.
Moores vissi að hann hefði ekki bolmagn í að reka félagið og var nokkur ár að selja það. Það var alltaf eitthvað tannhjól bilað í stjórnun félagsins þó þetta hafi auðvitað alls ekki allt verið vonlaust. Þegar Moores seldi þá var Liverpool á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað sinn á þremur árum.
Hicks og Gillett
Fjárhagslega var Liverpool ekki í Meistaradeildinni með Chelsea og Man Utd árið 2007. Hicks og Gillett áttu að koma okkur þangað, byggja nýjan völl og byggja ofan á mjög gott lið sem var til fyrir þegar þeir keyptu.
Hicks og Gillett voru svo sannarlega ónýta tannhjólið þá og enduðu á því að reka Benitez til þess eins að ráða Roy Hodgson, versta ákvörðun í sögu knattspurnunnar.
Samband Parry og Benitez batnaði lítið eftir að Hicks og Gillett komu enda missti Liverpool ítrekað af þeim leikmönnum sem Benitez vildi og gat fengið. Á endanum var Rick Parry látin fara árið 2009 en þar sem Hicks og Gillett voru eigendur liðsins tók bara mun verra við, Christian Purslow. Eftir að hann tók við var einfaldlega borgarastyrjöld innan klúbbsins sem endaði með því að félagið fór næstum á hausinn. Þannig tók FSG við félaginu.
FSG
FSG hafa alltaf sagt að þeir láta það sem kemur úr rekstrinum í reksturinn aftur. Munurinn á þeim og fyrri eigendum er að þeir eru að stórbæta allar hliðar rekstursins.
FSG fær líka til sín fagmenn til að sjá um rekstur sinna íþróttaliða og stokka nokkuð hratt upp ef illa gengur. Comolli var látin fara mjög fljótlega sem var mögulega ekki réttur leikur hjá FSG. Hann held ég að hafi farið í flest þau skotmörk sem Dalglish óskaði eftir. Báðir fengu líklega að taka ábyrgð á Carroll, Downing, Adam og Henderson sem þá var talinn dýrt flopp (af illskiljanlegum ástæðum). Suarez einn og sér réttlætti öll þessi flopp rétt eins og Bale og Modric gerðu þegar Commolli var rekinn frá Tottenham.
Hvað svo sem málið var þá vildu þeir fara aðra leið. Ian Ayre fékk stöðuhækkun og tók hálfpartinn við sama starfi og Parry og Purslow höfðu áður gengt. FSG vildu ráða yfirmann knattspyrnumála en gáfu eftir með það vegna andstöðu Brendan Rodgers. Þess í stað fékk “transfer committee” hjá Liverpool miklu meiri athygli og vægi en sambærilegir hópar hjá öðrum liðum. Það var aldrei nógu skýrt hver sá um leikmannakaup Liverpool og alveg ljóst að þar var ekki verið að vinna í takt. Núna er kominn yfirmaður knattspyrnumála og Liverpool (eins og öll önnur lið) er ennþá með transfer committee, munurinn núna er að það vita allir og trúa að stjórinn er með úrslitavaldið yfir þeim leikmönnum sem koma. Hann sér ekki um að finna þá og njósna um þá, það sér önnur deild um það. Klopp setur mikið traust á þá sem finna fyrir hann leikmenn, en hann ræður pottþétt alltaf á endanum hverjir eru keyptir.
Annað vandamál við Rodgers var að hann hefur enga vigt á leikmannamarkaðnum, hann gat ekki einu sinni sannfært Gylfa Sig um að fylgja sér frá Swansea. Liverpool var ekki að kaupa leikmenn til að bæta mikið úr því. Rodgers var í endalausu stríði við teymið sem sá um leikmannakaup félagsins og það koma ekki á óvart að fljótlega eftir að hann var rekinn var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála (DoF) og stjóri sem finnst betra að vinna í slíku fyrirkomulagi.
Michael Edwards
Fyrir síðasta sumar var svo starfi Ian Ayre breytt þannig að hann tók ekki lengur eins mikinn þátt í að kaupa leikmenn og semja við þá um kaup og kjör heldur var loksins búin til staða yfirmanns knattspyrnumála sem Michael Edwards tók við. Edwards hefur verið partur af transfer committee undanfarin ár enda verið yfir greiningarvinnu félagsins á mótherjum sem og þeim leikmönnum sem verið er að njósna um. Klopp virðist líka mjög vel við þetta nýja fyrirkomulag og við nutum góðs af því síðasta sumar.
Peter Moore virkar síðan töluvert líflegri en Ian Ayre og um leið maður sem veit alveg hvað hann er að gera. Að flytja aftur heim til Liverpool og taka við starfi CEO hjá Liverpool er líklega eitthvað sem Moore er að gera með hjartanu enda líklega ekki að hækka mikið í launum m.v. fyrri störf. Hann kemur auðvitað ekki að leikmannakaupum eins og Ayre, Purslow og Parry gerðu.
Þannig að með því að ryfja aðeins upp hvernig félagið hefur verið rekið frá því Úrvalsdeildin var sett á laggirnar held ég að útlitið hafi aldrei verið eins bjart og núna undir stjórn FSG. Þvert á það sem maður skynjar í almennu spjalli stuðningsmanna. Þetta er auðvitað ekki eins mikið hrós til FSG og það hljómar enda samkeppnin ekki mikil. Engu að síður er völlurinn núna 10.000 sætum stærri á hverjum heimaleik ásamt því að búið er að gjörbreyta og nútímavæða alla aðstöðu á vellinum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Eins er verið að taka svæðið í kringum völlinn í gegn sem er eitthvað sem heimamenn meta kannski meira en við sem horfum aðallega á þetta í sjónvarpinu. Nú þegar er búið að tilkynna nútímavæðingu á æfingasvæðinu sem kostar um helming af stækkun vallarins. Allt eitthvað sem setið hefur á hakanum í áratugi.
Sumarglugginn 2017
Liverpool var að kaupa dýrasta leikmann í sögu félagsins í síðustu viku og leikmannamarkaðurinn er ekki einu sinni opinn. Þetta var einn af bestu leikmönnum Roma sem var verið að kaupa. Meistaradeildarlið frá Ítalíu sem var í 2.sæti í deildinni um daginn, síðast þegar Liverpool keypti leikmann frá Roma var Fabio Borini! Erum að spila í allt annarri deild núna hvað það varðar.
Með þessu er ég ekki að segja að allt sé æðislegt hjá núverandi teymi. Van Dijk málið eins og það kemur fyrir sjónir núna virkar eitt vandræðalegasta klúður á leikmannamarkaðnum í sögu félagsins. Einhver talaði illa af sér þar en það þarf ekki að vera að leki í fjölmiðla hafi komið úr herbúðum Liverpool. Hvernig svosem þetta mál endar breytir það því ekki að ég hef líklega aldrei haft eins litlar áhyggjur af þeim hópi sem sér um leikmannakaup félagsins. Enn á ný ítreka ég að þetta er ekki eins mikið hrós og það hljómar en byrjun þessa sumars sem og síðasti sumargluggi vinna með þeim í ár. Sama teymi sá um síðasta sumarglugga og sér um þennan.
Moneyball aðferðafræðin er ekkert útdauð heldur sem er í fínu lagi með. Við sjáum það í Solanke sem við vissum ekkert um þegar hann var kynntur en nokkrum dögum seinna var hann valinn besti leikmaðurinn á HM U20 ára.
Leikmannamarkaðurinn í dag
Munurinn á glugganum núna og oft áður er auðvitað að lið eins og Southampton og Leipzig þurfa ekkert að selja og eru alveg tilbúinn í smá slag við sína bestu menn, sérstaklega leikmenn sem eru á langtímasamningum. Virgil van Dijk á fimm ár eftir af samningi og er Southampton því fullkomlega í bílstjórasætinu með hans mál og fara að sjálfsögðu fram á stjarnfræðilegar fjárhæðir. Naby Keita er einnig með slatta eftir af samningi og hjá liði sem langar ekkert að selja. Leipzig er eins og Roma Meistaradeildarklúbbur og næstbesta liðið í einu af stjóru deildinum. Keita er þeirra besti maður.
Slíkum liðum þarf að greiða upphæðir sem “ekki er hægt að hafna” til að fá þá. Við færum ekki fram á neitt annað ef Barcelona væri að reyna kaupa Coutinho. Suarez og Sterling eru þeir sem félagið hefur selt gegn vilja undanfarin ár, báðir fóru á gríðarlega háar fjárhæðir og báðir eftir 6-12 mánaða baráttu við leikmennina.
Liverpool er samt langt í frá eina liðið sem er flækt í svona pirrandi leikmannasögur það sem af er þessu sumri. Við erum að sjá svakalegar upphæðir í gangi og fæst liðin hafa keypt meira en 1-2 leikmenn það sem af er sumri. Gylfi Sig 28 ára er verðlagður á einu pundi minna en Arsenal bauð í Suarez fyrir aðeins fjórum árum.
Liverpool er núna að hegða sér eins og Meistaradeildarklúbbur á leikmannamarkaðnum og er að reyna kaupa leikmenn í Meistaradeildarklassa. Það er miklu erfiðara þó vissulega séð þarna smá mótsögn enda mesta vesenið á okkur núna að landa leikmanni frá Southampton! Salah er besta dæmið um levelið sem Liverpool er að spila á núna og það er mjög góðs viti þó líklega takist ekki að landa öllum helstu skotmörkum sumarsins.
Gleymum heldur ekki að Liverpool er ekkert alltaf á eftir þeim sem mest eru orðaðir við liðið svo vikum skipti á slúðursíðum. Winjaldum kom eins og þruma úr heiðskýru lofti á engum tíma í fyrra. Frekar var verið að orða Sissoko við Liverpool af leikmönnum Newcastle.
Gleymum ekki að ballið byrjar líklega ekki af alvöru fyrr en í næstu viku. Þá fara menn að skila sér aftur úr sumarfríi og leikmannaglugginn opnar ekki fyrr en þá.
Já og að þessu öllu sögðu…
BREAKING: Liverpool are ready to make a club-record bid for Naby Keïta. (Paul Joyce)
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) June 29, 2017
Húkkaraballið er rétt svo að klárast á leikmannamarkaðnum þetta sumarið, öll Þjóðhátíðin er eftir.
Það virðist eins og einhver innan LFC sé að leka öllum upplýsingum um okkar target í ensku blöðin, endalaust.
Skil ekki alveg þetta Keita dæmi. Vantar virkilega miðjumann? Hefði haldið að vinstri bak, hafsent og jafnvel klinikal striker væru forgangsmál
Emre Can + 20 millur fyrir Naby Keita og málið dautt. Næsti.
Mamadou Sakho + 40 millur fyrir Virgil van Dijk og málið dautt. Næsti.
Við skulum anda með nefinu, kæru vinir á þessari síðu. Hvað kemur út úr Brexit er óvíst. Breska stjórnin hefur boðið ESB að allir þeir sem hafa verið í Bretlandi í 5 ár fái sömu réttindi og breskir þegnar. Er skynsamlegt að kaupa erlendar stjörnur fyrir metupphæðir nú um stundir eður ei? Þurfa félögin að senda erlenda leikmenn til síns heima eftir um það bil 2 ár eða fá þeir sem komnir eru að vera? Þetta vita félögin ekki. Sú staða gæti komið upp að félögin þurfa að selja erlenda leikmenn á útsölu. Það er allavega ljóst að það verða settar nýjar reglur hvað erlenda leikmenn varðar í Brexit viðræðunum. Af hverju vill Liverpool aðalega kaupa Afríku leikmenn nú um stundir sem eru utan ESB, jafnvel þó þeir missi þá í Afríkukeppnina á versta tíma. Jú, þeir vita eitthvað meira en ég og þið.
Ég vil kaupa vinstri-bak frá Hull sem átti frábært tímabil og er enskur. Margir enskir leikmenn í unglingaliðinu banka á dyrnar í aðalliðið og er það mjög jákvætt í þessari óvissu. Liverpool er með tvo enska markverði sem hafa verið á láni og þeir vilja ekki selja þá sennilega út af Brexit. Ef allt fer á versta veg hvað verður um þau félög sem hafa nánast keypt sér titla með erlendum leikmönnum? Jú, þau munu sennilega hrinja og fallið verður hátt. ´
Gleðilegan júlí kæru vinir.
Guðmundur Óskarsson.
Góð pæling hjá þér sem hefur fullann rétt á sér. Það gæti líka haft slæm áhrif á enska boltann í heild ef evrópskir fótboltamenn fá ekki atvinnuleyfi í Englandi í framtíðinni og þá til hins verra.
En það hefur samt lítið með núið að gera og Klopp getur alveg verslað þýska leikmenn í sumar ef hann vill .
Þessi grein er góð áminning um að klúbburinn er á réttri leið. Enn það sem maður vill er að við séum að berjast um Englandsmeistara titilinn á hverju ári enn við vitum að í 9 skipti af 10 eru það liðin með dýrustu hópana sem vinna. Við höfum ekki náð að nýta okkur það þegar þau hafa lent í strögli. Ég sé okkur ekki fara keppa við þessi lið fjárhagslega. Enn við erum í betri aðstöðu til þess að nýta tækifærið þegar og ef tækifæri gefst í dag og vonandi fær maður að upplifa titilinn áður enn maður fer.
Fyrir einhverjum árum sagði félagi minn að við höfum aldrei unnið deildina nema með skoskan leikmann í hópnum. Er lausnin ekki bara að kaupa Robertson frá Hull?
Vonandi að við náum í lið þegar næsta afríkukeppni verður
Væri Keita ekki örugglega fyndnasta nafn á Leikmanni síðan Reina? M.a.s. sami i/y munurinn. Annars finnst manni allt benda til þess að þetta verði nokkuð langur dans með þessa menn.
Góð upprifjun og fín áminning.
Ég er iðulega að spjalla við menn um enska boltann og Liverool og aldrei snúast samræðurnar um það hvort það sé verið að klúðra leikmannamarkaðinum (ok viðurkenni reyndar að VvD málið hefur borið nokkru sinnum á góma).
Fyrir mér er það helst hér sem menn eru að farast úr óþolinmæði og vilja að hlutirnir gerist í gær og þá jafnvel bara alltaf sömu nöfnin sem hafa hæst 🙂
Þetta eru svona nokkrar endur að kvaka í polli á meðan að allt er rólegt þar fyrir utan 🙂
Ég held ég hafi aldrei verið hamingjusamari með eigendur og stjórnun félagsins eins og þessi árin.
skv. skybet þá eru þetta líklegustu kaupin
Alex Oxlade-Chamberlain 1/1
Naby Keita
Virgil Van Dijk 6/5
Gael Clichy 2/1
Ruben Neves 3/1
Andrew Robertson 7/2
Ég verð að segja að ef við kaupum Salah, Van Dijk og Clichy + Chamberlain upp á breiddina og uppeldisreglum þá er þetta geggjaður gluggi!!!
Allavegana man ég ekki eftir glugga sem öll vandamálin voru kláruð!!!
Nú er einhver blaðamaður Gabriele Marcotti sem heldur því fram að Keita sé búin að smaþykkja samning in principal við LFC. “That’s my understanding… agreement in principle on wages/contract length” Veit svo sem engin deili á honum eða hversu áreiðanlegur hann er.
Sæl og blessuð.
Það er eins gott að eitthvað sé í pilt spunnið:
http://www.bbc.com/sport/40451977?ns_mchannel=social&ns_campaign=bbc_match_of_the_day&ns_source=facebook&ns_linkname=sport
70 mills… úff… svakalegar fjárhæðir. Líklega er betra að hafa einn gullmola heldur en hóp af einhverjum meðalskussum sem gera ekkert annað en að pirra mann.
Það vantar svo pistilinn hverjir eru líklegir að yfirgefa félagið.
Það er nokkuð ljóst að ekki verður losað við jafn marga leikmenn og á síðasta ári. Held að það sé ágætt að spá í það hverjir eru líklegastir til að yfirgefa klúbbinn.
Sakho fer alveg örugglega
Lucas fer
Studge?
Origi?
Can?
Það er nefnilega þessi spurning með Can. Einhvernveginn finnst mér eins og að ef við kaupum Keita að það sé vegna þess að Can er á leiðinn heim í þýsku deildina í skiptum fyrir Keita. Ég veit ekki hversu mikið maður yrði sáttur við það. Verður Henderson þá klár 90% og mér finnst eins og Can vilji ekki skrifa undir vegna þess að Can og Henderson eru mikið svipaðir leikmenn en þó öðruvísi á sinn hátt.
Henderson er fyrirliði og er það kannski gallinn? Fyrirliði sem er með þrálát meiðsl en þegar hann er heill er hann fanta góður og mjög mikilvægur. En ég er ekki í nokkrum vafa um að þarna sé akkúrat hundurinn grafinn. Can mun ekki vera hjá LPool nema að hann fái stærra hlutverk en það yrði þá á kostnað Henderson og þess vegna er það svo flókin staða að hann skrifar ekki undir.
Þess vegna er ég mjög hræddur um Klopp vill Keita vegna þess að hann er að missa Can.
Can er ekki lykilmaður í þessu liverpool liðið. Hann hefur átt Jójó Liverpool ferill.
Hann endaði tímabilið vel og það var mjög gott en heilt yfir hefur hann ekki verið meira en ágætur leikmaður fyrir Liverpool.
Ég vona að Can verður áfram hjá liverpool því að hann er vel nothæfur, eykur breydd og ég tel að hans bestu ár eru öll eftir. Ef hann fer þá var samt Liverpool ekki að missa einhvern sem er lykilinn að árangri liðsins.
Ég veit að Henderson er alltaf meiddur en mér fannst miðjan okkar líta best út þegar Henderson/Winjaldum/Lallana voru á miðsvæðinu.
Annars er maður bara bjartsýn á framhaldið ég treysti Klopp í að halda áfram að gera liverpool að betra liði og það sem hann hefur gert undanfarið 1 og hálft keppnistímabil lofar mjög góðu og virðist Liverpool FC vera komið með stefnu og núna er hún uppávið sem var ekki alltaf í gangi.
Mjög svo þörf og góð grein hjá EM til þess að núllstilla aðeins umræðuna og þá raunstöðu sem Liverpool FC er í á þessum tímapunkti í sögunni og sumrinu 2017. Gott netklapp á bak greinarhöfundar fyrir það.
Ef við lítum á sumarmánuðina og ca. 90 innkaupadaga þeirra sem 90 mínútur í fótboltaleik þá erum við rétt rúmlega hálfnaðir í fyrri hálfleik. Að mínu mati þá er staðan 2-0 fyrir LFC með klóku marki frá Solanke og örfættum þrumufleyg í skeytin frá Salah. Við höfum engan lykilmann misst og litlar líkur virðast á því að slíkt sé að fara að gerast. Við höldum því markinu hreinu jafnvel þó að margir myndu vilja meina að VVD-málið sé einhvers konar sjálfsmark.
Niðurstaðan um enga eftirmála í því máli þýðir að það var jafnvel minna í sniðum en sumir vildu vera að láta í fyrstu. Ian Doyle og aðrir greinahöfundar fóru offari um meinta smán LFC í 125 ára sögu félagsins en þegar öllu er á botninn hvolft þá liggur ekki ljóst fyrir hver gerði hvað af sér og hvort það sé nokkuð meira en gert er margsinnis á dag í EPL og víðar. Það segir mér eitthvað að lítið er að frétta af æsingsviðbrögðum hjá John W. Henry, Klopp eða VVD og umba hans. Eftir stendur að Southampton vilja ekkert sérstaklega selja sinn besta leikmann og eru í ansi sterkri stöðu til að hafna okkur (enn sem komið er).
Og viti menn, það eru fleiri lið í sterkri stöðu sem vilja ekki selja okkur sína bestu menn. Keita er aðalmálið þessa dagana og 70 millur punda eru nefndar (80 mill evra). Sumir ganga svo langt að netöskra að við eigum bara að borga uppsett verð fyrst að Klopp vill hann! Einmitt! Nýbúnir að bæta félagsmetið í kaupverði þá eigum við bara að tvöfalda þá upphæð fyrir leikmann með eitt gott tímabil í Bundesligunni??? Kaupa leikmann á næstum sexfalt verð sem borgað var fyrir hann í fyrra??? Ég fæ kaldan tölvuleikjahroll niður bakið við að hlusta á svona óstýrláta veruleikafyrringu.
Mér líst stórvel á Keita í rauðri LFC-treyju en það væri galið að detta í hug að kaupa hann á slíku verði. Hvert væri endursöluvirðið á honum ef hann myndi ekki brillara í EPL? Tapið á Carroll væri hátíð miðað við slíkt flopp. Goretzka sem skoraði tvö fyrir Þýskaland í gær er 22 ára, átti flott tímabil í fyrra og er hægt að landa á 20-25 millum útaf samningsstöðu. Mér fyndist nær að tékka á honum áður en við eyddum yfirgengilegum upphæðum í Keita. Milinkovic-Savic er líka áhugaverður kostur í sömu stöðu á vellinum og öllu lægra verðmat á honum þótt hátt sé. VVD er í það minnsta búinn að vera besti hafsent EPL síðust tvö árin að mínu mati en mér finnst 70 millur fyrir hann samt allt of mikið.
Þetta er mestmegnis sellers summer þetta árið þar sem að allar kistur EPL-liða eru fullar af gulli og erfitt að prútta um verð við seljendur þegar þeir vita af auðæfum þínum. Það þýðir að Klopp og óþreyjufullum áhangendum verður líklega ekki að ósk sinni að öllum innkaupum verði lokið fyrir verslunarmannahelgi. Að sama skapi gætum við séð fram á bið eftir að fá gott verð fyrir leikmenn á okkar sölulista. Þá er þolinmæði dyggð og ég treysti FSG ágætlega til þess að þreyja þorrann. Mér líkar vel við þá taktík það sem af er sumarsins að stefna að því að sigta út leikmenn sem styrkja byrjunarliðið en ég vona samt að við gleymum ekki að auka breiddina fyrir átök næsta tímabils. Að því leyti komu Solanke-kaupin skemmtilega á óvart og ég hlakka til að sjá fleiri slík.
En heilt yfir; höldum kúlinu, hugsum með hausnum og elskum með hjartanu.
YNWA
Skil ekki alveg afhverju við erum að eyða 70milljonum i varnarmann sem hefur ekkert spilað uppá síðkastið eða eitthvern miðjumann sem hefur átt 1 gott tímabil í stórri deild þegar við gætum verið að kaupa Aubameyang einn besta og fljótasta framherja í heimi seinustu ár á svipaðann pening.
Erum alveg nógu skapandi okkur vantar bara betri og hraðari mann en Firmino til að klára dæmið og svo eitthvern varnarmann sem er á eðlilegu verði og er ekki að stíga upp úr erfiðum meiðslum.
Ef við fáum Keita, góðann miðvörð og vinstri bakvörð þá erum við komnir með mjög sterkan hóp og þurfum ekki lengur að fara í svakaleg kaup hvert sumar heldur aðeins kaupa 1 – 2 gæða leikmenn í hverjum glugga plús nýja menn ef við missum sterka leikmenn. Það yrði frábært, og í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem við værum í svo þægilegri stöðu. Þannig að mér finnst þetta allt frekar jákvætt, og ég er bara nokkuð bjartsýnn á að við eigum eftir að styrkja miðjuna og vörnina í sumar.
Núna er þá bara að bíða eftir preseason leikjunum til að róa spennuna þangað til í ágúst.
Takk fyrir frábæran pistil. Við erum á réttri leið og þurfum að trúa…
Annars voru Southampton að kaupa nýjan varnarmann frá Póllandi sem heitir Jan Bednarek. Ég veit ekkert um kauða en grunar að við ættum að festa nafnið á minnið þ.s. töluverðar líkur eru á að Liverpool bjóði tugi milljóna punda í hann á næsta eða þarnæsta ári…
Það er nú sjaldan að nafn sem er lengi í loftinu komi á endanum. Oft er fárra daga fyrirvari á þessu og þá eitthvað óvænt.
Maður er nokk clueless en bíður bara og vonar… svo skyndilega poppar upp vardy í læknisskoðun
það mætti halda að þeir sém tala um það að hann sé of dír að þeir séu sjálfir að borga þetta við eigum ekki þessa pening sém liverpool eiðir í leik menn og ef liverpool eiðir ekki svona miklum peningum þá náum við ekki neinum árangri því miður því hinn liðin eiða 60m og sum lið eiða 90m og ef við kaupum ekki góða leikmenn þótt að þeir séu dírir þá mun alldrei koma bikar í hús en klopp gétur líka reindar fundið góða leik menn ódírt en ef hann kostar 70m og klopp vil fá hann þá á liverpool að borga það sém þarf til að fá hann.
Aðeins varðandi nýjan miðvörð Southampton, voru þeir nokkuð búnir að fá inn mann fyrir Fonte sem fór í janúar?
Neil Atkinson á TAW vill meina að klúbburinn meti það svo að það sé í lagi að kaupa Keita og Mbappe á háar fjárhæðir þar sem þeir séu á réttum aldri. Það verði áfram verðbólga á leikmannamarkaðnum næstu ár. Hins vegar væri VvD að taka stóra moove-ið sitt ef hann kæmi og ekki líklegt að hægt væri að selja hann aftur.
Nei það kom ekki nein í stað fonte
En vitið þið hvort að æfinga leikirnir verða á LIVTV
Ég vissi við mundum landa Salah, og ég er pottþéttur við löndum Keita og VVD eða sambærilegum varnarmanni. Solanka kom mér að óvörum en þvílík fjárfesting! Er enginn að hugsa samt það sama og ég, með nýjustu fréttir það er erfitt að replaca Sturridge, mundi chelsea ekki selja okkur Costa? Veit hann er fífl en væri alveg til í að skipta á Sturridge og Costa.
Ég bíð rólegur eftir Hödda Magg syngja ” Keita skaut í skeytin “
Fyrir áhugamenn um fjármál Liverpool er hér stutt og góð myndræn framsetning:
https://youtu.be/Ht_wcv5aXAU
Það er rökrétt að kaupa fáa virkilega góða leikmenn. Þeir kosta oftast mikla peninga. Við þurfum að lágmarki 22 leikmenn sem geta spilað í meistara- og ensku deildinni næsta vetur.
Klúbburinn er á réttri leið. Kaupin á Salah eru rökrétt og brilljant að fá Chelsea strákinn.
Keita virðist er virkilega góður leikmaður, VVD líka en þeir kosta mikið. Hversu mikið veit maður ekki. Það er ómögulegt að vita hverju maður á að trúa en ég sé ekki FSG borga 140 m fyrir þá tvo.
Chamberlain gætu orðið mjög klók kaup en vinstri bakvörður verður tæplega dýr og ef þessi Robertsson fæst á þokkalegu verði gæti hann verið ágætis lausn.
Það má heldur ekki gleyma ungu strákunum ég trúi því að einhver af þeim muni slá í gegn í vetur. Trent Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Gomes, Ward ofl.
Ekki gefast upp á Can hann mun fara alla leið.
YNWA