Opinn þráður – Solanke skrifar undir

Solanke besti leikmaður HM u20 ára er formlega orðinn leikmaður Liverpool og mættur til æfinga.


Þetta eru auðvitað ekki nýjar fréttir en fínt að þetta er frágengið.

Batur má samt ef duga skal hjá okkar mönnum því núna er leikmannahringekjan sannarlega farin af stað og keppinautar Liverpool styrkja sig af miklum móð. Þessi vika hefur verið sérstaklega leiðinleg á markaðnum enda ekki þverfótað fyrir fréttum af United og Everton.

United þurfti auðvitað að fylla skarð Zlatan og gera það nokkuð vel að mínu mati með því að kaupa Lukaku. Eins held ég að það komi United vel að losna við Rooney núna. Lindelof á svo að styrkja vörnina töluvert þó ekki viti maður mikið um þann leikmann. Mournho ætti hinsvegar að þekkja hann vel enda búinn að vera í Portúgal undanfarin ár.

Everton hefur verið hvað virkast á markaðnum en það er óljóst hvort þeir endi sumarið með betra lið. Ef Pickford heldur áfram þaðan sem frá var horfið hjá Sunderland ætti hann að styrkja Everton mikið í markvörslunni. Keane er líklegrri en allir sem þeir eiga fyrir til að mynda öflugt miðvarðapar með Williams. Ramirez og Rooney fylla ekki skarð Lukaku en Giroud eða Benteke gætu gert það í þessu liði. Klaassen og Gylfi myndu svo styrkja miðjuna mikið jafnvel þó Barkley fari á móti. Held samt að Everton hafi ekki keypt neinn í sumar sem ég hefði viljað sjá Liverpool fara á eftir.

Arsenal er búið að styrkja liðið gríðarlega með Lacazette, glansinn fer auðvitað eitthvað af þeim kaupum ef þeir selja Sanchez á móti. Eins ætti Kolasinac að fara beint í byrjunarliðið og styrkja varnarlínuna. Arsenal hefur enn sem komið er gert meira en Liverpool og keypt menn sem maður hefði vel viljað sjá á Anfield.

Man City er annað árið í röð búið að kaupa markmann en þar var augljóst að þeir þyrftu að styrkja sig. Bravo spilaði reyndar langt undir getu á síðasta tímabili og er ekki jafn lélegur og hann leit út oft á tíðum síðasta tímabil. Bernardo Silva er einnig gríðarlega öflug kaup. City endurheimtir svo Gundogan líklega og hefur Jesus núna frá byrjun tímabilsins.

Chelsea er nú þegar búið að selja leikmenn fyrir £50-60m sem skipta byrjunarliðið þeirra litlu sem engu máli. Rudiger er kominn frá Roma og Bakayoko frá Monaco verður væntanlega kynntur fljótlega. Costa á væntanlega ekki framtíð fyrir sér hjá Chelsea og úr því Lukaku fór til United er líklegt að þeir fái Morata í staðin. Þar er ég ekki viss um að Chelsea sé að styrkja sig mikið enda Costa karakter sem gott er að hafa í sínu liði en fullkomlega óþolandi á móti. Eins er Edin Hazard meiddur og missir a.m.k. af undirbúningstímabilinu og því líklega að Chelsea komi töluvert breytt til leiks í ágúst.

Tottenham er eina toppliðið sem hefur ekki keypt neitt en sumarið hjá þeim snýst væntanlega meira um að halda sínum mönnum frekar en að kaupa mikið.

Undanfarin sumur hefur Liverpool ekki verið að klára sín mál fyrr en þegar vel er liðið á júlí og jafnvel í ágúst. Eins gott og það nú er að liðið er komið í Meistaradeildina gerir það markaðinn einnig aðeins erfiðari að því leiti að standardinn hækkar og verið er að reyna kaupa betri leikmenn. Salah er einn af bestu leikmönnum Meistaradeildarliðs Roma, það er frábært að vera búin að landa honum. Það að aðrar viðræður dragist eitthvað fram á sumar er líklega ekkert sem kemur þeim sem þekkja til innanbúðar á óvart.

Liverpool mun styrkja sig það er öruggt, snýst bara um það hvort takist að landa Keita, van Dijk eða The Ox eins og slúðrarð hefur verið um eða það poppi upp svona Wijnaldum kaup líkt og í fyrra sem höfðu lítið sem ekkert verið í umræðunni.

31 Comments

  1. Ég held að það sé nákvæmlega málið sem þú segir hérna um að Liverpool er að reyna að kaupa leikmenn sem raunverulega styrkt byrjunarliðið og það er hægara sagt en gert því þeir eru lykilmenn hjá öðrum klúbbum.

    það er mjög erfitt þegar eigendur okkar helstu skotmarka hafa annað hvort þvertekið fyrir að selja leikmenn eða hótað að gera stórmál út af viðræðum sem Liverpool gerði á nákvæmlega sama hátt og önnur stórlið gera.

    Mér finnst umræðan um FSG oft óvæginn og barnaleg. Kaupin á Salah voru virkilega góð en mér finnst undarlegt þegar aðhangendur liðsins okkar verða alveg bandbrjálaðir ef FSG vill ekki kaupa menn á uppsprengdu verði.

    Eina sem ég segi er að ef Keita og Dijk séu t.d 50-70 m punda virði þá þurfa þeir nú að vera ansi góðir.

    N’golo kante kom til Chelsea í fyrra á 32 miljónir punda ef ég man rétt. Sterling var seldur frá Liverpool á um 50 milljónir pund og David Luis var keyptur aftur til chelse á um 30 m punda. Allir þessir menn búa yfir miklum gæðum og eru samt ódýrari en sögusagnir eru á kreiki um hvað þessir menn færu á.

    Vandinn er væntanlega sá að Liverpool þarf viss púsl til að vera sterkari og Klopp sér væntanlega þessi púsl í Dijk, Keita og salah. Mér finnst viriðingarvert ef þeir eru virkilega að reyna að kaupa þannig leikmenn í staðin fyrir sjö aðra sem eru kvalebri við Ragnar Klavan sem myndu ekki styrkja liðið neitt en kannski auka örlítið upp á breiddina.

    Og svo er ég líka hrifin af því að kaupa einhvern hálf óþekktan eins og Gini Wijnaldum sem kom úr fallklúbbi til okkar. Enda er ég meira fyrir gæði heldur en nöfn.

  2. Ég spái því að Klopp muni gera heimsklassa leikmann úr þessum Solanke.

  3. Við þurfum haffsent og vinstri bakvörð – það er forgangsatriði.

    Djúpur miðjumaður og markmaður yrði einnig til bóta.

    Áfram Liverpool!

  4. Brynjar kemur því í orð sem mig hefur lengi langað að segja. Fyrir mér sýna FSG að þeim sé alvara með Salah kaupunum og þeir geta líklega minnst gert af því að klúbbarnir fari í baklás og séu með leiðindi.

    Ég sé fyrir mér alvöru leikmann koma inn áður en Júlí klárast.
    Hvort sem það verður Keita, VVD, Ox eða bara einhver allt annar kemur í ljós.

    Það sem fer mest í taugarnar á mér er að scum og neverton eru að styrkja sig á fullu á meðan að það er allt við forstmark hjá okkar mönnum.

    Fáum inn einn CB, einn LB og einn CM/CDM.
    Veit að það er kannski ekkert svakalega spennandi í dag en ef að Chaimerblain kemur sé ég alveg fyrir mér að hægt sé að nota hann í svipaðri stöðu og Wijnaldum var í á seinasta tímabili. Mikill hraði og styrkur til staðar ásamt því að vera flottur í löppunum. Ég persónulega myndi ekkert hata þann valkost þó svo að Keita sé eftur á listanum.

    Það fer að styttast í fyrsta æfingarleik okkar manna og verður spennandi að sjá hvernig þeir stilla upp.

    Sá skemmtilega klippu af því þegar að þeir voru látnir hlaupa hringi á tíma á æfingu en Milner og Solenka voru þeir einu sem kláruðu. Firmino datt nánast fyrstur út sem kom mér frekar mikið á óvart reyndar.

    YNWA – In Klopp we trust!

  5. Ein spurning. Hvar er best að kaupa Liverpool treyjur? Bæði hérlendis og erlendis. Keypti einhvern tíman hjá React á íslandi en finn ekki neina heimasíðu hjá þeim lengur.

  6. Sælir félagar

    Af Fótbolti.net: “Borussia Dortmund hefur boðið Chelsea að kaupa framherjann Pierre-Emerick Aubameyang á 70 milljónir punda”.

    Hvernig var það. Hafði Klpp ekki einhvern áhuga á þessum leikmanni? Lagði Liverpool ekki fram 85, eitthvað í Mbappe? Af hverju er ekki verið að bjóða 70 + í Aubameyang? Nei ébg bara spyr.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Eins og það er þreytandi að lesa slúðrið um að hinn og þessi leikmaður sé að koma til félagsins. Þannig var það í byrjun sumars það voru hreinlega allir leikmenn að koma til okkar. En núna þá heyrist ekki neitt, mér finnst það jafn erfitt.

  8. Af hverju Klopp sækir ekki Pierre-Emerick Aubameyang er góð spurning. Hann er til sölu fyrir rétt verð og gæti t.d. farið til Chelsea þó að áhugi Conte virðist ekki vera yfirþyrmandi þessa stundina.

    Svarið gæti verið að Klopp þekkir hann eins og handarbakið á sér enda keypti hann kappann til Dortmund á sínum tíma. Þá er hann orðinn 28 ára gamall og hugsanlega fer hans helsti styrkur, þ.e. hraðinn, eitthvað að gefa eftir hvað úr hverju. Þá er Aubameyang Afríkumaður og Klopp er bæði með Salah og Mané (og hugsanlega Matip) í þeim flokki. Þá er Aubameyang hugsanlega ekki leikmaður sem passar inn í leikstíl Klopps. Hann er t.d. ekki leikmaður sem heldur bolta vel með bakið í markið og kemur honum í auð svæði svipað og Costa gerir fyrir Chelsea.

    Loks er spurning hvort einhver aðkallandi þörf sé á markaskorara fyrir Liverpool í dag? Liðið skorar að meðaltali 2 mörk í leik sem bendir ekki beinlínis til vandamála við að skora eða hvað?

    Þegar taka skal ákvörðun um að fjárfesta 70m í leikmanni þarf að vega marka þætti inn og ég er ekki viss um að hið vegna meðaltal Aubameyang sé nógu hátt.

  9. Kannski vegna þess að Pierre-Emerick Aubameyang er fremherji og liverpool hafi þurft leikmann sem byggi yfir mjög miklum hraða og hafi því frekar valið sér Salah sem er einn sá fljótasti í veröldinni.

  10. Utd búnir að klára Lindelöf, Lukaku og nú er Perisic á leiðinni. Þessi klúbbur hefur í gegnum tíðina keypt þá leikmenn sem honum vantar og borgað fyrir þá. Meðan Liverpool hefur alltof oft þurft að fara í valkosti númer tvö eða þrjú. Óþolandi ef við rennum á rassgatið með Keita líka.

  11. Er mögulegt að bjóða upp á tvo möguleika fyrir neðan hvert “Comment”, það er “LIKE” og “UNLIKE”. Ég hef oft ótrúlega sterka þörf til að ýta “UNLIKE” þegar mér finnst einstaklingar vera að hrauna ósanngjarnt yfir þá sem koma að stýringu klúbbsins. Persónulega finnst mér klúbburinn einmitt vera undir stjórn mikilla fagmanna og þá á ég við bæði eigendur og starfsmenn LFC

    (Með von um “LIKE”)

    YNWA

  12. Gleðst yfir Solanke , Salah og vonandi skila aðris sér inn í tæka tíð en smá rán er einhver hér með upplýsingar um hvort/hvar sé hægt að sjá leikinn á eftir það er að safnast upp smá þið vitið.
    Takk fyrir
    Björn

  13. Tranmere – Liverpool er sýndur á stöð 2 spott klukkan 18.35.

    En já maður væri til í að eitthvað færi að gerast. Mér finnst okkur virkilega vænta 20 plús marka sóknarmann alveg sama hvað við skoruðum mikið í fyrra. Ég vill miklu frekar 20 plús marka sóknarmann heldur en miðjumann sem dæmi þó það væri best að fá bara bæði. Hefði meira en allt viljað sjá okkur fara a eftir Aubameyang. Fá bara Van Dijk, Keita og Aubameyang og þá skal maður vera glæðast maður i heimi 🙂

  14. @15
    Leikurinn er auðvitað sýndur á liverpoolfc.co.uk streaminu en það kostar. Veit ekki um ókeypis stream.

  15. Sælir félagar

    Mér finnast hugleiðingar Guderian um Aubameyang skynsamlegar enda þó ég viti nákvæmlega ekkert um málið. Hitt er svo annað að eftir kaupin á Salah finnst mér ekkert hafa gerst hjá Liverpool sem mark er á takandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Fyrir mér er það einhvern vegin ekkert aðalatriði að styrkja sóknina. Við vorum með eina bestu sóknina í deildinni í fyrra þrátt fyrir gríðarlega mikið af meiðslum. Búnir að bæta við einum topp manni sem kemur með aðeins meiri hraða og einum fyrir framtíðina.

    Held að það hljóti að vera aðalatriðið núna að bæta miðju og/eða vörn.

  17. Milner með víti en í hvaða deild er Tranmere? Voru þeir komnir í 3? Gott mark hjá Grujic utan af velli.

  18. Vonandi verður þessi strákur heppinn með meiðsli í vetur, það eru hellings hæfileikar í þessum strák.

  19. Fyrir streamara. Downloada aceplayer. Svo bara soccerstreams.net. Easy peasy.

  20. Orðrómur að ganga á twitter að samningar séu að nást varðandi Keita og eitthvað pískrað um Van Dijk líka. Veit ekki hvað maður á að trúa miklu af þessu en það gætu verið spennandi tímar í leikmannakaupum framundan.

  21. Er búið að ná samkomulagi með keita?????og er það rétt að LFC og south séu byrjaðir að ræða saman um van dijk????

Podcast – Flott byrjun á glugganum

Tranmere 0- Liverpool 4