Always look on the bright side of… eða eitthvað þannig!

Jæja smá samantekt af nokkrum marktækum atburðum sem hafa verið að frétta frá Liverpool undanfarið.

Byrjum á sögunum endalausu af Naby Keita og Virgil Van Dijk. Það heyrist ekki mikið af Van Dijk þessa dagana og allur fókus Liverpool virðist vera á Naby Keita þessa stundina. Liverpool á að hafa lagt fram tvö tilboð í leikmanninn á síðustu dögum bæði eru mjög há og það mesta sem boðið hefur verið í leikmann í þýsku deildinni og lang stærsta boð sem Liverpool hefur teiknað upp. Fyrra boðið var upp á einhverjar 57 milljónir punda og það seinna einhverjar 65 milljónir punda. Nú er félagið víst að skoða næsta leik sinn og hvort það undirbúi nýtt tilboð sem fari yfir 70 milljón punda múrinn.

Klopp hefur virkað rólegur yfir þessu öllu saman en gaf þó í skyn á síðustu dögum að félögin, til að mynda Red Bull Leipzig, þurfa ekki að selja og það geri hlutina erfiða. Liverpool gæti því alveg þurft að skoða aðra valkosti. Sama staða virðist vera á Van Dijk þó ekki virðist sem tilboð hafi verið lögð fram til Southampton til að fá hann.

Ég hef alltaf sagt og trúi því fullkomlega að Liverpool geti styrkt sig gífurlega vel í sumar og þó þeir virki fullkomnir í liðið þá eru fleiri leikmenn í heiminum sem gætu styrkt liðið en bara Keita og Van Dijk svo það er fullkomlega óásættanlegt ef liðið bætir ekki fleiri góðum leikmönnum í lið sitt í sumar.

Fyrst ég held áfram í svona upplífgandi og skemmtilegum fréttum. Vissuði að Barcelona var að bjóða einhverjar 75 milljónir punda í Phil Coutinho? Liverpool neitaði því að sjálfsögðu enda bara sármóðgandi og alveg ömurlega glatað tilboð. Hins vegar, er þetta ógnvekjandi hátt opnunartilboð frá Barcelona og ef við erum alveg hreinskilin þá er þetta líklega upphafið af söluferli Coutinho frá Liverpool. Það gerist líklega ekki í sumar en það mun gerast, það er erfitt að trúa öðru.

Það sem Barcelona og Real Madrid vilja, það munu þau fá. Það er afar sjaldan sem félögum tekst að standa á sínu og segja þeim að taka þessi tilboð sín og troða þeim upp í… já, þið fattið hvert ég er að fara. Fjandinn hafi það samt, ef Southampton og Red Bull Leipzig geta lokað á að sínir menn fari á háar upphæðir til liða eins og AC Milan, Arsenal eða Liverpool þá tek ég nú ekki neitt annað í mál en að Liverpool eigi að geta staðið fast á sínu. Engin klásúla og (vonandi) engin þörf á fjármunum inn í félagið svo Coutinho eða hvaða lykilmaður liðsins það nú er, á ekki að fara á einhverju tombóluverði.

Endum þetta á skemmtilegu nótunum. Andy Robertson verður líklega tilkynntur sem leikmaður Liverpool í dag eða á næstu dögum, hann fór í læknisskoðun í Liverpool í gær og eru formsatriðin líklega að klárast. Hann kemur frá Hull City á einhverjar átta milljónir punda sem gætu hækkað í tíu milljónir en Kevin Stewart er á leið til Hull á móti og gæti hans kaupverð endað í einhverjum átta milljónum punda, svo næstum sléttur skiptidíll þarna. Hann er flottur ungur vinstri bakvörður sem verður forvitnilegt að fylgjast með þó hann sé klárlega ekki stærsta nafnið í bransanum. Hér er mjög góð lesning um leikmanninn.

Hann er afar óheppinn með tímasetningu ef hann verður opinberaður þegar svona jákvæðar og skemmtilegar fréttir berast af tveimur stærstu skotmörkum félagsins og stóru tilboði í besta leikmann liðsins!

15 Comments

  1. Ég var efasemdamaður. Ég snerist frá villu vegar og fór að trúa. Ég TRÚI á Jurgen Klopp, leiðtoga fótboltalífs míns:

    “Three hours ago I was a broken man, two hours ago I felt a little better, but still heartbroken, one hour ago I lifted my head and thought of the future. Now I am ready to fight again for you, to fight for Liverpool. We are going to fight for everything next season.”

    Jurgen Klopp

  2. When Barcelona come after your star player ? pic.twitter.com/LNjfZPduOg— fivetimesclub (@fivetimesclub) July 21, 2017

    Liverpool verður að fara ná sér upp úr þeim vítahring að missa alltaf sína bestu leikmenn til Spænsku risana þegar þeir sýna þeim áhuga. Það getur svo ekki annað verið en að eitthvað lið fari að kvarta formlega fyrir þeim líkt og Southampton gerði yfir Liverpool, efast um að Barca hafi keypt leikmann án þess að allt liðið, stjórnin og helmingurinn af eiginkonum leikmanna plús slatti af fyrrum leikmönnum liðsins hafi unnið að því með einum eða öðrum hætti í langan tíma.

    £72m boð í Coutinho er svo lítið annað en hlæileg mógun nema hann sé með klásúlu í samningnum.

  3. Ég er ekki sammála því að eitthvað söluferli sé hafið þó það sé búið að bjóða í Coutinho. Mér finnst þetta hljóma eins og það sé verið að uppfæra bitra reynslu fortíðar á það sem er í gangi í dag. Í fyrra fór ekki einn einasti leikmaður sem Liverpool vildi missa og í ár lítur út fyrir að það sama sé að gerast og ástæðan er augljóslega tilkoma Jurgen Klopp. Framkvæmdarstjórinn okkar virðist hafa lokavaldið um hvaða menn hann vill halda í og hverja ekki og njóta það mikillrar virðingu að leikmenn með mikil gæði vilja spila fyrir hann.

    Við verðum að miða reynslu fortíðar frá og með tilkomu Klopp því hann hefur augljóslega miklu meira vægi og virðingu meðal atvinnumanna en þeir framkvæmdarstjórar sem voru á undan. Þar á meðal Rafa Benites. Raunar alveg síðan gullaldarliðið okkar var og hét á níunda áratugnum.

    Gott dæmi er t.d Raheem Sterling en ég alveg handviss að hann hefði gengist við nýjum samningi Liverpool ef Jurgen Klopp hefði verið við stjórnina. Allavega gat ég lesið það úr ummælum, umboðsmannsins hans Andy Ward, að hann hefði verið til í að vera lengur ef Jurgen Klopp hefði verið kominn til klúbbsins áður en hann ákvað að fara til City.

    Ef Liverpool verður í baráttu um titilinn á næsta ári og skilar meistaradeildarsæti þá er ég nokkuð viss um að verður sama upp á teningnum.

  4. Menn hafa lært það af biturri reynslu að það er erfitt að segja nei við Barca og Real þegar þau banka upp á dyrnar. Ég held hins vegar að Coutinho sé ekkert að fara. Áhugi Barca er ekkert nýr og Coutinho vissi það alveg þegar hann skrifaði undir nýjar 5 ára samning síðastliðinn vetur, samning sem inniheldur enga klásúlu um söluvirði. Hann hefur aldrei talað öðruvísi en að hans hugur liggi hjá Liverpool.

    Fyrir utan það að boð upp á 72 m. punda er hlægilegt. Ég myndi ekki selja Coutinho fyrir minna en 150 m. pund og verð rólegur þangað til að boð upp á það kemur á borðið. Jafnvel þá myndi Hr. Klopp hlægja í andlitið á þeim og segja nei.

  5. Sælir.
    Þetta liggur allt hjá leikmönnum sjálfum , ef kútur vill fara til barca er þetta búið , alveg sama með þá leikmenn sem okkur langar í .
    Ef það kemur ekki opinbert request frá þeim koma þeir ekki .
    Leiðinlegast að horfa uppá liðin hækka prísa nánast bara útaf því að þetta er lpool.

  6. Er ekki Renato Sanchez hjá Bayern fáanlegur á einhverjar 40 kúlur? Klárlega ætti það að vera plan b ef Keita dæmið gengur ekki upp.

  7. Kaup og sölur leikmanna fara ekki fram á twitter eða í enskum slúðurblöðum.
    Hvort sem það eru Van Dijk, Coutinho eða Naby Keita.
    Andy Robertson er aftur á móti líklegast að skrifa undir og mér finnst bara engin ástæða til annars en að fagna því, allavega ekki drulla yfir kaupin áður en hann fær færi á að sanna sig.
    Ég hef horft á alla æfngarleikina sem eru búnir og get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir tímabilinu. Menn eru að ná saman og sýna skemmtilega takta , svona snemma sumars.
    Slökkvið á twitter og kíkiði á hvað klúbburinn er að gera og þá er ég sannfærður um að þið sjáið ljósið 😉

  8. Það var nú engin sérstaök eftirspurn toppliðanna í leikmenn Liverpool í fyrra sem er aðalástæðan fyrir því að enginn þeirra fór.

    Ekki að ég vilji heldur draga úr mikilvægi og aðdráttarafli Klopp þá hélt hann nánast engum leikmanni hjá Dortmund sem toppliðin buðu í og skipti engu þó um væri að ræða aðal keppinaut þeirra, þeir versluðu hvað mest við þá.

    Meira að segja leikmenn sem voru ekkert þekktir þegar þeir kom til Dortmund. Sahin var leikmaður ársins í Þýskalandi og fór, Kagawa sömuleiðis árið eftir. Mkhitaryan og Lewndowski seinna, Götze og Hummels (sem reyndar fór eftir að Klopp var farinn).

    Á móti styrkti Dormund sig framan af þrátt fyrir að selja sína bestu menn, þar til þeir fóru að selja þá alla til aðalkeppinautarins auðvitað.

  9. Þú getur verið hamingjusamlega giftur og átt geggjaða eiginkonu og gott líf en svo mætir Jennifer lopez sem býður þér upp í salsa dans (þú elskar salsa) og auðvitað fokkar það í hausnum á þér og allt í einu ertu til í að skoða lífið með Jennifer Lopez. Það dreymir flesta stráka (miðaldra menn í dag) um Jennifer Lopez.

    Liverpool er ekki Jennifer Lopez… Liverpool er… Mariah Carey að bíða eftir næsta commebacki.

    En málið er að við erum að gera þetta sama við önnur lið og þetta er bara gangur lífsins. Þýðir ekkert að reiðast við eigendur klúbbsins yfir því að “missa” okkar bestu menn í fangið á JLO. Hún bara fær þá sem hún vill og við þurfum bara að fá sem mest og heilla svo aðra með gömlum slögurum.

    Er ég sá eini sem hef ekki klikkaðar áhyggjur þó Coutinho færi? Ef Keita er svona góður og með þessa gríðarlega hröðu og skapandi leikmenn í kringum sig þá efast ég um að það verði einhver afturför. Coutinho hefur nú fengið sinn skammt af gagnrýni hér hjá okkur sökum óstöðugleika.

  10. Er þá ekki um að gera að sýna Phil Coutinho að LFC að Liverpool er klúbbur sem er alvara og negla um leið kaupin á Dijk og Keita?

  11. 75 miljónir +Suarez til baka og við búnir að landa Keita og VVD áður ! þá skal ég halda kjafti.

  12. Það er allt að falla með okkur, Van Dijk er að óska eftir sölu, afríkukeppnin verður færð yfir á sumartíma og slúður segir að Red Bullshitty geti ekki hafnað nýju £80m tilboði frá LFC í Keita.

    Annars er nú gaman að spá í því að fá Suarez aftur heim, þá þyrftum við ekkert að pæla í þessum VVD gæja né vörn, við mundum alltaf skora meira en hinir með þessa framlínu.

    Svo væri ég alveg til í Gylfa í staðinn fyrir Kútinn litla, horn og aukaspyrnur alltaf stórhættulegar og ekki mikið frá vegna meiðsla. Hef oft furðað mig á því hvað þessir atvinnumenn geta tekið léleg horn.

  13. Klopp sagði nú sjálfur í viðtali vegna Keita að hann “þurfti” að selja leikmenn á hverju ári þegar hann var með Dortmund og geri ég ráð fyrir því að það tengist því að fjárhagslegar aðstæður buðu ekki upp á neitt annað en að selja leikmenn.

    Mér sýnist það augljóst að fjárhagsstaða FSG er allt öðruvísi núna en var fyrir nokkrum árum og einhver hlítur nú að vera ástæðan að okkar bestu leikmenn hverfa ekki lengur á braut og eina skýringin sem ég get séð á því er tilkoma Klopps. Ég kaupi ekki þá skýringu að það hafi ekki verið sóst í leikmenn í fyrra, því eitt er ljóst að það höfðu borist fyrirspurnir t.d í Coutinho rétt fyrir janúargluggan og hann hefur síendurtekið verið orðaður við Barcelona.

    Jú jú – það má vel vera að Coutinho verði seldur en þá verður verðið svo hátt að það ætti að vera hægt að kaupa gæði í staðinn sem myndu allavega ekki veikja hópinn.

    Á meðan ég heyri ekki frá Coutinho sjálfum að hann vilji fara sé ég ekki neim sem haldbær rök fyrir því að hann vilji fara til Barcelona eða að Liverpool muni selja hann. Hann er allavega nýbúinn að gera 5 ára samning með engri klásúlu um einhver verð boð og einhver hlítur að vera ástæða fyrir því, vegna þess að það er fyrir löngu vitað að Barcelona hafði áhuga á að kaupa hann.

  14. Liverpool selja Coutinho en fyrir 100m +
    Lukaku fór á 75 og Brazzinn er 10x betri en sá leikmaður.

Liverpool 2 Crystal Palace 0 [æfingaleikur]

Andy Robertson mættur