Van Dijk er kominn með hausinn til Liverpool, Coutinho er ekkert að fara og hin liðin eru ekkert sérstök þegar maður skoðar þau nánar. Strákarnir voru í miklu stuði í síðasta þætti fyrir nýtt tímabil. Mögulega ekki alveg svona bjartsýnir samt. Van Dijk og Coutinho fengu smá tíma í byrjun þáttar en mestur tími fór í hin liðin sem voru með Liverpool í efstu sjö sætunum á síðasta tímabili. Eins var aðeins spáð og spekúlerað í fyrsta leik tímabilsins, Steini þarf að standa og falla með sinni spá fyrir þann leik strax á laugardaginn.
Annars er þetta þáttur númer tvö hjá okkur í dag því Einar og SSteinn fóru í Innkastið á .net fyrir hönd Liverpool. Hér er hægt að hlusta á það innslag.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, Kristján Atli og SSteinn.
MP3: Þáttur 158
Yes!!
það er ljóst að manchester stjóranir hafa náð sínum skotmörkum í sumar
móri talaði um það að allir þeir leikmenn eða 3 af 4 séu komnir og sá sem vantar uppá er væntanlega perisic.
þessi gluggi er örugglega einn sá erfiðasti í langan tíma verð eru út úr kortunum
levy hjá spurs hefur td talað um það að þeir munu halda að sér höndum meðan þetta sé svona.
held að við poolarar verðum að horfa á þetta raunsæ
ég datt út 🙂
raunsætt
salah kom á spottprís
solanke var rán
robertson kom lika ódýrt
3 nöfn og eitt stórt
núna er að halda couto semja við can
og dijk væri stórkostlegt að fá inn
og þessi gluggi yrði ansi góður fyrir okkur
Ég var að lesa hjá LiverpoolEcho að forráðamenn Southamton myndu frekar láta Dijk sitja upp í stúku í allan vetur en að semja við Liverpool.
“We do not want to sell Virgil to Liverpool and will happily let him sit in the stands all season if we have to.
Most of the fans would back the club in this after everything that has gone on.”
Það verður greinilega mjög erfitt að fá hann.
Ég held að City og Utd verði alltaf þau lið sem berjast um titilinn. Það verður ekki fallegur bolti hjá Móra enn restin mun keppa um Wenger bikarinn. Enn það eru ennþá 20 dagar eftir í verslun svo það getur margt breyst. Þurfum miðvörð og varnartengilið enn það virðist vera búið að klúðra því.
Fyrir tímabilið og eftir fyrstu leikina á síðasta tímabili spáðu flestir spekingar því að það yrðu Man.City og Man.Utd sem myndu berjast um titilinn og restin keppa um Wenger bikarinn. Hvernig fór það svo?
Nokkuð viss um að Southampton sé ekki tilbúið að láta VVD sitja upp í stúku frekar en að selja hann á toppverði. Sama hvað þeir segja opinberlega.
Jæja! Verður það Groundhog day í dag eða munu línur skýrast eitthvað?
Mikið væri gott að fá official statement frá LFC með fyrirsögninni: NOT FOR SALE!
Siggi, ef Klopp segir not for sale..þá er viðkomandi ekki til sölu. Eins og Klopp hefur líka sagt þá er ekkert sem klúbburinn getur gert ef félögin vilja ekki selja. Félagið er búið að bjóða 2falt metverð í 2 leikmenn sem hefur verið neitað. Hvað vilja menn meira? Að sjálfsögðu eru félögin að halda í sína menn, sérstaklega ef þeir eru eftirsóttir til að geta kreist út enn meiri pening. 5-10 milljónir eru skiptimynt á spjallborði en þetta er risa peningur fyrir félag eins og Southampton. Ef öll risafélögin eru á eftir Virgil afhverju ættu þeir að vera flýta sér?
EKKI séns að þeir myndu láta leikmann eins og Van Djik hanga á bekknum eða stúku til að refsa honum.
Það myndi engin leikmaður vilja koma til þeirra eftir það simple as that.
Það er verið að tala verðið upp þeir vita að hann vill fara og þeir ætla fá sem allra mest útur honum þetta er leikur hjá þessum mönnum leikur að tölum.
“Þeir eru til í að selja hann á “toppverði”. Bara ekki til LiverpooL. Við skulum sjá til hvað satt reynist. Mín tilfinning er sú að þeir muni gera allt til þess að selja hann ekki til Liverpool.
Staðan er ekki flókinn en þetta mun vera alveg út félagskiptagluggan.
Barcelona langar í Coutinho
Coutinho langar að fara til Barcelona
Klopp vill ekki selja
Liverpool þarf ekki að selja
Coutinho líður samt vel hjá Liverpool og langar ekkert að skemma það samband.
Þetta verður svona í næstu 3 vikurnar.
Ekki næstu 3 vikurnar nei, ef að Klopp spilar Coutinho á móti Hoffenheim þá fer Coutinho ekki til spánar.
Áfram er ég sammála þeim sem eru ekki stressaðir yfir stöðu Coutinho.
Hann hefur sjálfur sagt að honum líði vel í borginni og hjá klúbbnum.
Þetta er auðvitað “rómantík” að fara til Barcelona á þessum tímapunkti en ef að Klopp hefur gefið það út að hann er ekki til sölu þá er það einfaldlega þannig.
Varðandi hin liðin í deildinni þá er City klárlega sigurstranglegast og eins leiðinlegt og mér finnst að segja það þá eru Scum farnir að líta ágætlega út miðað við þann bolta sem Móri spilar.
Scum Utd.
Út fara: Januzaj og Rooney (kannski Zlatan).
Inn koma: Lukaku, Matic og Lindelöf.
Ef að Zlatan fer ekki þá er Lukaku klárlega bæting á Rooney en Januzaj fer út sem aukaleikari sem hefur bara verið á láni hér og þar.
Chelsea eru á núlli.
Út fara: Matic, Aké, Cuadrado, Begovic, Terry og Zuma.
Inn koma: Rüdiger, Bakayoko, Morata og Caballero.
Batshuayi mun svo spila stærri rullu hjá þeim á þessu tímabili þar sem Costa verður ekki og tekur hann byrjunarliðssætið. Rüdiger kemur inn fyrir bæði Terry og Zuma (skil ekki það lán reyndar). Bakayoko kemur inn fyrir Matic og ég bara veit ekki hvort það sé styrking, þekki þann fyrrnefnda ekki nægilega mikið.
Arsenal eru með litla bætingu frá því í fyrra. Kolasinac og Lacasett eru að koma inn hjá þeim en enginn farinn ennþá. Joe Campel er einnig að koma til baka eftir lán en reikna með að hann verði seldur eða lánaður aftur. Ef að Giroud fer þá eru þeir bara að fara að standa í stað.
Tottenham þarf ekkert að ræða en þá er komið að City.
Út fara: Iheanacho, Nolito, Ferandni, Kolarov, Jesús Navas, Caballero, Clichy, Zabaleta og Sagna.
Inn: Mendy, Walker, Danilo, Ederson og Bernardo Silva.
Þarna er Pep að gera það sem Klopp hefur verið að gera, taka út nokkra aukaleikara setja inn sterkari leikmenn og færri. Gæti alveg séð fyrir mér að þeir kaupi eins og einn sóknarmann til sem er kannski lítið þekktur.
Hjá okkar mönnum er þetta svona.
Út fara Lucas, Stewart, Wisdom, Randall og Manninger.
Inn koma Salah, Solanke og Roberson.
Það væri gaman að sjá eins og einn miðvörð og miðjumann koma inn en miðað við þá aukaleikara sem eru að fara þarna út þá þarf einungis að fylla uppí skarð Lucas en það hefur ekki verið gert. Þeir þrír sem komið hafa inn eru klárlega að auka breiddina en ef að VvD er á lausu þá er ég viss um að Klopp nái honum til okkar.
Það eru ennþá 20 dagar eftir að glugganum svo að við bíðum bara og vonum.
YNWA – In Klopp we trust!
Ef við höldum Coutinho þá yrði maður sæmilega sáttur við það sem hefur komið en ef við náum að landa Van Djik og halda Coutinho þá myndi maður segja að þessi gluggi hafi verið góður , alveg búin að sja hvað Salah , Solanke og Robertson hafa uppá að bjóða auðvitað vill maður alltaf fá meiri breidd en til þess þá þarf mjög góða leikmenn sérstaklega ef við ætlum að fara slá eitthverja úr byrjunarliðinu.
Góðar stundir félagar.
Er smá kvíðinn fyrir tímabilinu, eg bý í Noregi og var að horfa á 6 norska spekinga spá City og Utd i tveimur efstu sætunum og LFC i 5. Sæti….úff hvað það væri dapurt, en erfitt að trúa því að þessi hópur nái ofar en 4.sæti—-kannski margir bjartsýnni en ég?
Samkvæmt því sem Klopp gerði með Dortmund þá liggur leiðin upp ekki niður. Hann er með sína menn núna sitt lið og hefur haft meiri tíma.
Auðvitað er nauðsynlegt að halda kútnum og reyna styrkja vörn en ég ætla ekki að hafa áhyggjur hvað nokkrir norðmenn eru að spá. Frekar það að við verðum í titilbaráttu ef við verðum heppnir með meiðsli.
Sælir félagar
MU var spáð sama sæti í fyrra en hvar enduðu þeir. Meira bullið alltaf í kringum þetta MU lið
Það er nú þannig
YNWA
#11
Hvað með Sakho hjá okkar mönnum, hann fær ekki einu sinni að sitja upp í stúku.
Barcelona kom með 90m punda tilboð í Coutinho í dag og Liverpool ekki lengi að hafna því og sögðu en og aftur að hann væri ekki til sölu(mér líður eins og Southampton aðdáanda í dag).
getur það verið mögulegt í ljósi þess starfsumhverfi sem klopp vann við hjá dourtmund að hann hafi ekki verið tilbúinn að taka við öðru starfi sem hann þarf að berjast við að smella saman nýju liði á hverju tímabili
og gert liverpool það ljóst að ef klúbburinn tekur tilboðum sem hann gefur ekki grænt ljós á sé hann tilbúinn að yfirgefa það. og það sé í raun enginn hætta á að couto fari nema hann sé tilbúinn til þess og með þá hugmyndir til að fá inn í staðin sem ég tel ólíklegt núna í sumar þar sem tilboð barca kom seint og óvænt inn eftir að þeir misstu neymar.