Þá er búið að tilkynna liðið sem mun mæta Hoffenheim. Fátt sem kemur á óvart, sama lið og um helgina, og jafnframt sami bekkur.
Mignolet
TAA – Matip – Lovren – Moreno
Can – Henderson – Wijnaldum
Salah – Firmino – Mane
Bekkur: Karius, Klavan, Gomez, Milner, Solanke, Origi, Grujic
Það er að sjálfsögðu löngu orðin klisja að tala um mikilvægasta leik liðsins í langan tíma, því auðvitað er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Og það á einmitt akkúrat við núna. Hafi einhverntímann verið mikilvægt að liðið standi sig þá er það í þessum leik, bara eins og eitt stykki meistaradeild sem er í húfi. Vissulega væri gaman ef liðið myndi gefa Siobhan Chamberlain, markverði Liverpool Ladies, eins og eitt stykki sigur í afmælisgjöf, en hún á einmitt afmæli í dag.
Það er rétt að minna á umræðuna á twitter undir #kopis hashtagginu, nú og svo hér á blogginu:
Það kemur svo leikskýrsla skömmu eftir leik, og vonandi verður það jákvæð skýrsla!
Úff ég vona það líka!
Segjum 1-2 og við verðum syngjandi glöð í kvöld!
Er Milner eitthvað laskaður?
Ekki sáttur við Morena í liðinu.
Spái 2-2
Grunar að þetta verði á þessa leið í vetur. Breiddin lítil og sama lið leik eftir leik.
Veit einhver hvað er í gangi með Robertson?
Þetta er einfalt… við fáum á okkur haug af mörkum í allan vetur, eins og í fyrra. Þá er fínt að hafa Moreno frekar í bakverðinum því hann kemur með meiri ógn framávið. Við þurfum jú að skora fleiri mörk en andstæðingurinn!
Að því sögðu þá klikkar þetta umspil hjá okkur, ég spái gríðarlega miklum geðsveiflum heilt yfir á þessu tímabili.
Persónulega held ég að þó svo að Robertson sé ekki í hóp, að þá sé það ekkert merki um eitt eða neitt. Hann var augljóslega ekki keyptur til að hoppa beint í byrjunarliðið, en það segir okkur ekkert með hvert planið er til lengri tíma. T.d. var Moreno á bekknum nánast allt síðasta tímabil, og fullt af fólki sem var búið að afskrifa hann, en núna er hann að byrja tvo leiki í röð.
Veðja á over 2.5 mörk í leiknum…þori ekki að spá Liverpool sigri. Vona að við komum heim með varnarmann frá Þýskalandi.
Skrítið að kaupa ekki leikmann sem getur eignað sér vinstri bakvörðinn. Vitað mál að Alberto Moreno er ekki nægilega góður, ekki besta staðan hjá 31 árs Milner og verið vandræðastaða í landan tíma. Afhverju var þessi Robertson þá keyptur ef hann er ekki klár til leiks?
Velkominn til leik Daníel, líklega er þetta eins gott byrjunarlið hjá þér í fyrsta leik fyrir Kop.is og var í boði 🙂
Ég spái 2-2 amk annað markið hjá Hoffenheim eftir fast leikatriði.
En svo á jákvæðari nótum þá spái ég Liverpool sigri á Anfield þannig að við höltrum inn í meistaradeildina og náum að taka okkur aðeins saman í andlitinu fyrir riðlakeppnina og verðum okkur ekki til skammar.
Bjóðum nýjan penna velkominn í hópinn. Spurning hvort hann verður seldur áður en glugganum er lokað. Fer eftir úrslitum kvöldsins
http://www.genti.stream/hd/hd1.php hérna er gott stream…ekki hugmynd hvernig á að losna við kassann samt…
Takk fyrir kveðjurnar, ég bið ekki um mikið í tilefni þess að vera kominn í kop.is hópinn. Bara eitt stykki sigur.
Ég held að hann sé í opinni daskrá
Shit allir svo neikvæðir hér eitthvað ætla gerast svo djarfur að segja að reynsla Klopp á móti þýskum liðum muni hafa eitthvað að segja jæja koma svo!
Simon!!
Migno!!!!!
Klobbaður inn í teig, víti og búinn að gefa eitt annað dauðafæri.
“Þurfum ekki haffsent”
Átti Salah ekki að vera svo hraður? Hörmung að skora ekki úr þessu færi.
@21 Hraði hjálpar lítið ef þú tekur svona lélegar snertingar.
Vá lélegasta hlaup í gegn sem ég hef séð….
Ég bara skil ekki þessa þrjósku í JK að spila Moreno. Hann var í vítateig Hoffenheim að pressa þegar við fengum á okkur vítið!!!
gat nú ekki betur séð en gaurinn væri rangstæður þegar hann fékk boltann nokkrum sek áður en hann datt Mjög soft víti í þokkabót líst illa à þennan dómara
átti Salah ekki að hafa hraða ?? Hendo og Wijnaldum útaf núna,, eru ekki að gera neitt !!!
Þessi spilamennska er bara út í hött, Þeir líta bara miklu líklegri
Hoffenheim er la la lið. Erum ekki í mikilli hættu. Sækja jafntefli og slátrum þessu liði á Anfield
TAA!!!! Vel gert!
Kjúklingur sjálfur. Vá- 18 ára.
TAA !!!!!!!!!!!!!
Trentarinn!!!
Váááá
Coutinho who?
Þá er þetta klárt!!!
Vááá!!!! Þvílíka markið!! ?
TAAkk! TAA gerði það í fyrstu tilraun það sem Henderson er búinn að reyna í tvö ár eða síðan Gerrard hætti
Græt það nánast að TAA sé ekki vinstri bakvörður og þau vandmál séu úr sögunni, er ekki viss að Clyne fari inn í liðið þegar hann kemur aftur
Rétt áður en Trent skorar var ég að hugsa um að það væri margt líkt með honum og Dele Alli. Grunar að hann eigi eftir að vaxa upp í sama leikmann. Var frábær í preaseason, hreyfanlegur, úti um allt, þrotlaus og sterkur. Svo gerir hann þetta. Við fögnum.
66 klink bang
Ætlar Klop virkilega treysta Moreno fyrir bakvarðarstöðunni í vetur. Hjálpi okkur þá.
Hvað er Henderson búinn að selja sig oft?
Henderson er buinn að vera hörmulegur í fyrri. Rífðu þig í gang captain!!
þurfum að fá djúpan miðjumann sem kann að stoppa sóknir og verja vörina. það er enginn í þessum hóp sem getur það. hendo er ekki með hausinn í það.. wijnaldum ,,guð minn góður hvað hann er lélegur….búnir að eignast nýjan Lucas…
Væri gott að hafa einn mann í liðinu allavega sem getur tæklað. Van og Wijnaldum þurfa að sýna sig meira í miðjunni líka. Stressaður fyrri hálfleikur, fækkun hefði att að fá rautt á Mané. En mikið svakalega er ég ánægður með Trent!!!! Smá stress í salah kannski? Klopp talar vonandi vörnina og miðjuna aðeins til í hálfleik.
Frábær spyrna hjá drengnum og þessi frammistaða gerir Clyne bara ennþá erfiðara að komast í liðið aftur. TAA er framtíðin í þessari stöðu hjá okkur, það er klárt mál.
Hvað er samt málið með þessa trúða í miðverðinum, það mátti ekki miklu muna þarna á 42 mín þegar Moreno var sá eini í vörninni á sínum stað og bjargaði þessu.
Núna verða menn að halda haus og klára þetta dæmi og passa að fá ekki á sig mark.
Við þurfum klárlega að þétta okkur til baka í seinni hálfleik, þeir eru að senda háar fyrirgjafir sem bakverðirnir okkar ráða ekki neitt við. Henderson í einskismannslandi í fyrri hálfleik.
18 ára maðurinn tók á sig að stíga upp, nú þurfum við bara að láta kné fylgja kviði!
Gæjinn ekki fækkun þetta að vera, veit ekki hvaðan þetta kom 🙂
Sæl öll.
Vá hvað gæinn var kolrangstæður í aðdraganda vítaspyrnudómsins!
Moreno hefur ekki verið svona hræðilegur, annars atti aldrei að dæma.viti, var rangsgaða og þess að auki ekkert brot, Lovren fekk boltann i gegmum klofið svo hljop bara hoffen maðurinn beint a hann, faranlegt að dæma viti
Ekki merkilegt fyrihálfleikur hjá okkar mönnum.
Menn verða að átta sig á því að vörn eru ekki öftustu fjórir heldur spilar allt liðið vörn og er hún ekki að gera sig í þessum leik.
Miðjan okkur sem er mjög varnasinnuð er að tapa einvíginu og er að setja varnarlínuna okkar í mikil vandræði með því að leyfa þeim að fá of mikið pláss fyrir aftan. Henderson/Can/Winjaldum hafa verið lélegir í að halda bolta og vernda varnarlínuna.
Nokkrir punktar
– þetta er alltof opinn leikur
– þetta var ekki víti. Lítil sem engin snerting.
– Salah þurfti að hægja aðeins á sér því að hann náði ekki nógu góðu valdi á boltanum og því náði hann ekki að losa sig við varnarmanninn.
– Trent er mjög sterkur sóknarlega en er stundum að staðsetja sig illa varnarlega eins og Moreno en framtíðinn er björg hjá Trent.
– Mignolet búinn að bjarga okkur.
– Heimamenn þurfa ekkert að hafa fyrir því að spila boltanum gegn okkur. Pressan okkar er ömurleg í dag og þeir ná auðveldlega að koma boltanum út á kannt bakvið Salah/Mane.
– Ég vona að við þéttum liðið betur því að pressan er núna á þeim að fara ekki með tap á bakinu og er þá möguleiki á að Salah/Mane ná að komast bakvið þá.
Við spilum yfirleitt betur í seinni hálfleik
0-1 mikilvæga útivallarmarkið komið..
helviti laglegt hjá unga stráknum.
en mikið virkar þessi vörn ótraust .. við erum með 1 miðjumann fastan á öðrum kanntinum að aðstoða moreno.
svo er framherjin í því að reyna búa eitthvað til fyrir mane eða salah.
couto verður að taka sig saman og hætta þessu rugli og byrja að spila svo firmino geti verið framherji.
annars bara kátur með stoðuna
Greyið Gylfi að enda í Everton.
Þetta er eins og að eiga sér stóra drauma um að spila með toppliði í Manchester en enda svo í United.
Liverpool í hnotskurn, 3 á móti einum og geta samt ekki tekið tuðruna af manninum.
Þeir ráða gjörsamlega ekki neitt við Mané, vonandi skilar það okkur fleiri mörkum.
Sæl öll.
Djöfull er ég hrifinn af þessum sóknarleik sem Hoffenheim er að bjóða upp á.
Hoffenheim drullu skemmtilegt lið að horfa á
hei ! er bannað að gera skiptingar ?? ´,,sama frostið þar eins og alltaf
Er Henderson meiddur eina ferðina enn.
Hvernig er hægt að leyfa að spila á svona grasi. Þetta er eins og gamallt teppi sem lagt hefur verið á stein án líms. En leikurinn, já, já……bara fjör 🙂
Þú ert svona rífandi hress Jonas 🙂
Það verður kraftaverk ef við höldum hreinu í kvöld :-\
Nóg af færum, eins gott að okkur verði ekki refsað.
Jæja, eru Hoffeneim sprungnir? Krefst gríðarlegrar orku að halda svona háu tempói í sóknarleiknum.
nennir fólk plís hætta að vera alltaf að drulla yfir liðið við erum að vinna
HAHAHA, KING JAMES MILNER! Geggjað!!
Það sem þetta Liverpool lið mitt á eftir að sakna litla kúts.
Milner er með etta
MILNER lol fínasta sending milner
Döfull var gott að ná öðru marki ??
Það er að sýna sig að það að eiga reynslubolta eins og Milner á bekknum er gulls ígildi. Allt spil á miðjunni varð markvissars og meiri ró í ákvörðunartöku.
Clyne á ekki eftir að komast aftur í liðið nema í vinstri bakvörðinn. Trent er framtíðarstjarna
Þessi vörn…
#72 frekar illa tímasett hjá þér 😉
Ekki hægt að kenna Moreno um þetta….
Þessi Lovren… sem spilar manninn réttstæðan!
Svakaleg mistök hjá TAA
Flott úrslit móti hörku liði
Hvernig væri að bíða bara eftir flautinu í staðinn fyrir að hætta að verjast!!!!!!
Góður leikur og góð úrslit klárum þetta á Anfield.
Flott úrslit. Arnold virkilega að heilla mann
Frábær úrslit á hrikalega erfiðum velli.
fínt að rétta bara upp hendurnar í stað þess að verjast.
klopp á aldrei eftir að laga varnarleikinn fyrst hann hefur ekki getað lagað hann á þessum tíma sem hann hefur verið þarna. þvíllíkur grautur….
Þetta var fyrsta tap Hoffenheim á heimavelli síðan í Maí í fyrra.
Við unnum á útivelli og það er geggjað. Hefði verið betra að hafa það 2-0 en ok maður tekur þessum úrslitum alveg sáttur.
Varnarvinnan hjá liðinu þarf hins vegar klárlega einhverja naflaskoðun. Það er ekkert bara einn leikmaður eða tveir eða þrír. Öll varnarvinnan virðist vera í tómu rugli og það alveg frá fremstu mönnum til þess aftasta.
Agalegt reynsluleysi þarna hjá TAA sem var algjör óþarfi, aldrei hætta að verjast.
En sigurinn góður og mjög gott að fara með forystu og 2 útivallamark á Anfield.
Liverpool fyrsta liðið til að vinna þá á þessum velli í 15 mánuði.
Vel gert
1-2 þetta er bara flott sterkur úti sigur ættum að gleðjast yfir því og horfa á það sem var gott í dag.
vörnin stóð af ser föst leikatriði sem er gott miðað við sögunar af mórherjanum.
vel settupp leikur og úti sigur.
Frábær úrslit og ég hefði alltaf tekið þetta fyrirfram, alltaf!
Svo fer PC10 að detta inn og VONANDI 1-2 í viðbót.
Mæli með að Daníel sjái framvegis um þetta, er ekkert hjátrúafullur nei nei.
Flott að taka útisigur til Anfield. Vörnin og miðjan verða samt að bæta sig. TAA flottur fyrir utan mistökin í markinu þeirra, hann mun allavega aldrei gera þetta aftur. Mané klárlega bestur. Milber sýndi það að Can og Hendo eiga ekki að spila saman. Gengur líka lítið að hafa Can og Wijnaldum fyrir framan aftasta miðjumann, þeir gefa ekki nógu mikinn kost á sér. Svo vantar menn í liðið sem geta tæklað. Gaman að horfa á Evrópu bolta aftur! Það er mikil vinna framundan, og ég vona að Klopp sjái það að okkur vantar ennþá allavega tvo leikmenn.
Flottur sigur þó svo að þetta mark hafi verið óþarfi að fá á okkur. TAA mun samt bara læra af þessu, hann er enn ungur og á framtíðina fyrir sér, það hefur engin komist hjá því að gera mistök á sínum ferli. Ég er samt mjög áhyggjufullur yfir vörn LFC, og í þessum leik líka miðjunni, við náðum aldrei upp okkar spili, og Hoffenheim lág á okkur í seinni hálfleik þegar við beyttum skyndisóknum. Næst er samt bara að vinna Palace !
Ef ég stjórna?i hjá Barcelona þá myndi ég frekar bjó?a alla þessa pening sem á a? fara í PC10 í sadio mane! 😉
Ég skil ekkert í Klopp að pakka ekki Kevin Vogt með í farangurinn og taka hann með heim, 194 cm. 25 ára og náði að hlaupa Salah uppi eftir eigin bommertu og trufla hann svo að færið ónýttist.