Liverpool tekur á móti Arsenal á Anfield n.k. sunnudag og hefjast leikar kl. 15:00.
Form
Það er alltaf stórleikur þegar Arsenal kemur í heimsókn. Í þetta sinn er talsverð pressa á gestunum þrátt fyrir að eingöngu sé búið að leika tvær umferðir. Það var auðvitað mikil neikvæði í kringum liðið í fyrra og hefur brösótt byrjun gert lítið til að lægja öldurnar.
Leikir þessara liða hafa verið nokkuð jafnir í gegnum tíðina. Í síðustu fimm leikjum hefur einn Arsenal sigur litið dagsins ljós, tvö jafntefli og tveir Liverpool sigrar. Árangurinn gegn Arsenal er nákvæmlega eins ef skoðaðir eru síðustu fimm leikir en síðasta tap kom 2012 þegar Nuri nokkur Sahin spilaði sinn fyrsta leik!
Arsenal
Arsenal hefur verið í svolitlu basli það sem af er leiktíðar, voru í raun heppnir að stela öllum stigum í opnunarleik tímabilsins gegn Leicester og töpuðu svo gegn Stoke í síðustu umferð. Þeir hafa saknað Koscienly og Sanchez en báðir eiga að vera orðnir klárir fyrir sunnudaginn, það myndi styrkja nánast hvaða lið sem er.
Aftur á móti er óvissa með þáttöku Oxlade-Chamberlain, hann hefur undanfarið og þá sérstaklega nú í morgun verið orðaður sterklega við Liverpool.
Þetta Arsenal lið er, að mínu mati, mjög vel mannað. Ég er virkilega hrifinn af Lacazette, held að hann eigi eftir að slá í gegn. Þeir eru enn í dag með Sanchez á launaskrá og virðast frekar ætla að láta hann klára samning sinn en að selja hann. Sanchez er klárlega einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Þeirra veikleiki aftur á móti er á miðju vallarins (vörnin reyndar verið mjög dúbíus það sem af er leiktíðar, en það er líklega frekar fjarveru Koscienly um að kenna sem hefur orðið til þess að Wenger hefur verið að spila með bakverði í miðju varnarinnar). Xakha hefur ekki verið að heilla marga og Özil nennir lítið að gera nema taka þátt í sókninni, spurning hvernig hann höndlar pressuna frá Liverpool, gæti jafnvel séð hann byrja með Ozil á bekknum í stað Sanchez sem væri þá fyrir aftan Welbeck og Lacazette.
Ég ætla að skjóta á þetta lið hjá þeim:
Cech
Mustafi – Koscienly – Kolasinac
Bellerin – Ramsey – Xahka – Monreal
Ozil – Sanchez
Lacazette
Liverpool
Það er svo sem ekkert nýtt að frétta af okkar mönnum. TAA meiddist lítilega í frábærum sigri á Hoffenheim og Can er víst eitthvað tæpur, en ætti að sleppa. Ég býst við sama liði og hóf leikinn á miðvikudaginn nema þá að Gomez komi inn í stað TAA (sé hann ekki klár) og mögulega þá Milner á miðjunni í stað Can ef hann verður ekki orðinn klár. Clyne er enn frá (enginn veit hve lengi), það sama má segja um Coutinho (hvort sem það sé vegna meiðsla eða eitthvað annað) og Lallana sjáum við ekkert fyrr en í nóvember.
Ég ætla að skjóta á þetta lið, að Gomez komi inn í stað TAA:
Mignolet
Gomez – Matip – Lovren – Moreno
Wijnaldum – Henderson – Can
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Karius, Robertson, Klavan, TAA, Milner, Sturridge, Solanke.
Spá fyrir leikinn
Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Sigur myndi gera mjög mikið fyrir framhaldið. Það myndi ekki minnka óánægjuna með Wenger ef þeir byrjuðu tímabilið með tveimur ósigrum í fyrstu þremur umferðunum og að sama skapi væri það slæmt fyrir okkar menn að vera komnir 5 stigum frá toppliðunum eftir þrjár umferðir. Mótið er samt bara nýbyrjað og mikið vatn eftir að renna til sjávar.
Ég sé fram á hörkuleik og spá okkar mönnum 3-1 sigri með tveimur mörkum frá Mane og einu frá Salah.
YNWA
Sælir félagar
Þetta eru alltaf spennuleikir og alltaf eru skoruð mörk. Ég man ekki eftir markalausu jafntefli hjá þessum liðum (vinsamlegast leiðréttið ef rangt) á undanförnum leiktíðum svo ég á von á háspennuleik eins og venjulega. Það er pottþétt að vörnin okkar mun leka mörkum og því er þetta spurning um að sóknin skori fleiri en vörnin gefur. Ég vona að svo fari og spái 3 – 2.
Það er nú þannig
YNWA
Það hjálpar Arsenal að við vorum að spila í miðri viku, en ekki þeir.
Þetta verður rosalegur leikur og vonandi nær Can leiknum. Ef hann er meiddur þá kemur Milner inn en þá er ekki einn miðjumaður á bekknum. Þessi hópur er allt of þunnur.
Eins og allir leikir, þá er þessi mjög mikilvægur. Síðan Klopp tók við hefur Liverpool skorað 10 mörk gegn Arsenal í 3 leikjum, svo ég býst við í það minnsta 2 mörkum frá okkar mönnum á morgun.
Sigkarl – Liðin gerðu markalaust jafntefli í byrjun leiktíðar 2015 á Emirates leikvanginum. En markalausa jafnteflið á undan því kom fyrir aldamót, svo þetta var nokkuð rétt munað hjá þér. (samkv. lfchistory.net)
Ég óska enn eftir einum miðjumanni til að vera í hóp í vetur, ef Oxlade getur leyst af á miðjunni og á könntunum mun ég glaður taka á móti honum fyrir 35 milljónir, frekar lítill peningur fyrir ungan enskan leikmann með þessa reynslu. Getum við ekki boðið Southampton skipti á Sakho og Dijk??
Ég er bjartsýnn og spái að vörnin haldi hreinu og við vinnum 2-0.
City eru með Stones, Aguero, Sane , Toure á bekknum, Kyle Walker kemst ekki á bekkinn hjá þeim.
Ég veit vel að þeir eiga sand af seðlum en sjáið samt þessa breidd í liðinu.
Klopp spilar þannig fótbolta sem þarnast margra leikmanna og það er samt ekkert að frétta af styrkingu á hópnum.
Takk fyrir upphitunina 🙂
Þetta verður án efa hörkuleikur sem bæði lið vilja vinna. Spái markaleik og að liðið sem skorar fleiri mörk vinni 🙂 Að sjálfsögðu verður það Liverpool. Thriller 4-2 🙂
Síðan er Walker reyndar í banni @ 5, ekki að það minnki eitthvað breiddina hjá City.
Spái 4-4
Sæl og blessuð.
Ef einhvers staðar er hægt að tala um sketu í okkar góða hópi þá er það í leikmannavalnefndinni. Að horfa á litla Everton sópa til sín afburða leikmönnum í sama glugga, þ.á.m. afburða hafsent sem okkur sárvarvantar. Bournmouth komnir með Ake fyrir 20 mills og svona mætti áfram telja. Að við skulum vera komin í leikmannaþröng, strax í þriðja leika er hreinn og klár skandall!
Er ekki mjög bjartsýnn. Nallarnir eru með bakið upp við vegg og Wenger er þaulvanur að spila við þær aðstæður!
Morgundagurinn…
Flott upphitun, takk fyrir.
Spái að Robertson komi inn. Var mjög gòður ì sìðasta deildarleik. Gomez kemur lìka inn. Annars er ekki mikið svigrùm að ròtera liðinu. Þetta er bara svo týpískt lfc að vera að skìta á sig ì leikmannamálum en best að bìða með stóradóm áður en glugginn lokar.
Samt varðandi miðvörð þá virðist Leicester hafa gert frábær kaup ì Maguire. Hann kostaði heldur ekki mikið miðað við markaðinn. Þessi gæji er no nonsense sterkur og stór enskur miðvörður. Væri alltaf á undan Lovren ì liðið. Svo ef Höwedes endar hjá Juve og enginn miðvörður keyptur þá er eitthvað mikið að. Enginn afsökun myndi ùtskýra það klúður.
Við erum að fara vinna þennan leik allan daginn 3-1
Mig langaði að athuga hvort einhverjir hérna sem hafa verið að nýta sér þjónustu streamcenter.tv séu í einhverjum vandræðum? Er búinn að vera með þetta í nokkurn tíma og alltaf virkað vel en svo er þetta búið að vera í einhverju tjóni síðustu vikurnar.
Streamcenter hjá mér í fínu lagi.
Man City að stela sigri í blálokinn en það sem skiptir okkur máli er að Sterling fékk rautt spjald og missir af leiknum gegn okkur.
Þeir eru samt það vel mannaðir að þeir taka varla eftir að honum vantar en það er samt oftar en ekki að fyrrum leikmenn Liverpool skora gegn okkur svo að það er ágæt að sá valmöguleiki er ekki til staðar.
Veit einhver afhverju það er ekki verið að sýna leik í enska kl 14 í dag á Stöð 2 Sport?
Fóru úr því að sýna alla leiki í alla nema bara einn miðdagsleik á laugardegi og núna er enginn leikur.
#14 sennilega til að spara, kominn tími til að fá internet áskrift á mannsæmandi verði???
Streamcenter var með allskonar stæla ekki alls fyrir löngu en virkar vel hjá mér þessa dagana. Er á meðan er…
Það er vonandi að okkar menn eigi flottan leik á morgun, maður er mættur á Bierkeller spenntur að sjá liðið á morgun ekki mætt á Anfield síðan 2012. Eins og er hefur Liverpool unnið alla deildarleiki sem ég hef mætt á vonandi breytist það ekki á morgun.
Voru ekki einhverjir að kalla eftir að Joe Hart yrði keyptur til Liverpool fyrir tímabilið? Hann er núna búinn að fá á sig tíu mörk í þremur leikjum.
Klárum svo vonandi Van Dijk, Renato Sanches og Chamberlain í næstu viku og byrjum þetta tímabil af alvöru
Sælir félagar
Takk fyrir leiðréttinguna Doremí, altaf gott að vera leiðréttur þegar maður bullar. Hvað mörkin á Hart varðar þá var ég að horfa á leik WH og Newcastle og vörn WH er svo léleg að Liverpool vornin er eins og ókleifur múr miðað við hana. Hart er því í stöðugum vandræðum og var nokkrum sinnum einn á móti einum. Mörkin sem hann fékk á sig í dag hefðu getað orðið fleiri hjá lélegum markmanni. Ekki það að ég ætli mér að verja sérstaklega leikmenn annara liða en svona lítur þetta út fyrir mér.
Eftir að hafa horft á leik WH og Newc. í korter þá varð mér að orði að það lið sem tapaði þessum leik ætti erfiða fallbaráttu í vændum. Mér sýnist að leikur WH vera skelfilegur og ég sárkenndi í brjósti um Bilic greyið á hliðarlínunni. Hann var að reyna að skipta inná og breyta einhverju en varamennirnir varu enn slakari en hinir svo ekkert breyttist, allt gekk á brauðfótum í átt til glötunar. Svona fer ef breidd liða er ekki næg og ekki er hægt að skipta inn jafngóðum eða jafnvel betri leikmönnum.
Það er nú þannig
YNWA
Flott upphitun. Sammála spánni, ég er frekar bjartsýnn fyrir þennan leik.
Ég var annars í spjalli í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í dag. Smellið hér til að hlusta á þáttinn.
Arsenal eru særðir og munu mæta brjálaðir til leiks. Þeir munu setja 3 mörk á okkur en við munum setja 4 mörk á þá og fara með sigur af hólmi.
Áfram Liverpool!
Verð að minnast man utd eftir leikinn í dag,þetta lið er að verða ein vel smurð vél og bara rosalegt finnst mér að sjá massan og styrkleikan hjá þeim,og Pogba hvar var hann í fyrra þvílíkt breyting.En að leiknum held að þetta verði léttara en maður heldur og eftir 3-0 slaka menn á og verja þessi 3 stig.
3-1 eazy game
Erfiður leikur þar sem við erum ekki með vörn sem er vit í. Vonandi vinnum við þennan leik 3-2, en er hræddur um að við fáum á okkur 3 mörk plús. Miðað við hvað það eru margir varnarmenn í heiminum betri en lovren og klavan þá er það ótrúlegt að við séum ekki búnir að styrkja okkur þar, tala nú ekki um því erum í CL. Svona vörn er ekki vænleg til árangurs þar, né í EPL
Nallarnir verða engin fyrirstaða.
5-1 burst (staðfest)
YNWA
Svo er spurning hvort að uxinn verði í byrjunarliðinu í dag.
Vona að hann verði seldur til Liverpool, góður leikmaður sem myndi styrkja hópinn hjá okkur.
Klopp ætlar að taka Mignolet úr liðinu í dag og Karíus kemur í liðið og Ward skellir sér á bekkinn.
Frekar skrýtin ákvörðun verð ég að segja.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/simon-mignolet-dropped-jurgen-klopp-13536035
Sammála. Skrítin ákvörðun.
Það er ekki verið að seljann og hann er fullfrískur.
Vonandi kemur ekki meira óöryggi í vörnina fyrir vikið, ekki má hún við því.
En leikurinn verður opinn og sjötugur, það er næsta víst.
YNWA
Fjörugur, ekki sjötugur.
En að glugganum. Kannski menn hafi ekki viljað rugga bátnum of mikið í þessari þéttu törn sem hefur verið. Eftir leikinn í dag hefst landsleikjatörn og tilvalið að klára hlutina með trukki í leikmannakaupum.
Annað hvort verður allt á fullu fram á fimmtudag eða ládeyðan ein og við förum með þynnri hóp inn í veturinn en við viljum.
Viljum góðan sigur í dag en ef leikurinn klúðrast þá hljóta menn að berja í borðið og öskra innkaupadeildina í gang.
Spennandi leikur og dagar framundan.
YNWA
Vinnum etta 3-1 ..
Mané með tvö og matip með eitt stk skallaneglu úr horni
Nú er það komið á netið að Klopp sé búin að taka Mignolet út úr liðinu, og setja Karius inn !
Simon Mignolet er búinn að vera öflugur í rammanum síðustu 8 mánuði, auðvitað hefur hann gert mistök rétt eins og hver annar leikmaður.. En mér finnst þetta gjörsamlega galin ákvörðun hjá Klopp. Það er loksins búið að byggja stöðugleika í markinu og nú ætlar hann að fara sprengja það upp og gefa einhverja sénsa? Á móti Arsenal í þokkabót. Því miður að þá held ég að þetta eigi eftir að bíta okkur í rassinn alveg svakalega og Arsenal vinnur þetta 3-2
Ánægður með þá ákvörðun þangað til annað kemur í ljós. Vonandi verður soknartrioið okkar í stuði því við holdum sennilega ekki hreinu
það er klárlega eitthvað varðandi þetta markvarðarmál í gangi sem við ekki vitum
Klopp er ekki að skipta um mann afþví bara það er alveg klárt.
er hann jafn sáttur og við með hans framlag?
það mun eitthvað koma rétt fyrir eða eftir leik
Þetta setur líka gríðarlega pressu á Karíus sem má ekki við neinum mistökum í dag á móti stórhættulegu liði Arsenal.
Klopp hlýtur að koma með góða útskýringu á þessari furðulegu breytingu.
Furðuleg ákvörðun ef Simon er 100% heill. Hann hefur ekki gert neitt sem mér finnst að réttlæti þetta, en ég sé þá auðvitað ekki á æfingum á hverjum degi.
Að leiknum þá er ég bara spenntur, oftast opið og fjörugt þegar þessi lið mætast. Hef ekki Guðmund um hvernig þetta fer, 6-8 mörk sem skiptast vonandi að mestu á milli okkar leikmanna.
Migno hefur verið tekin úr hóp í dag, ekki settur á bekkinn, hvað er nú í gangi ?
Ég neita að trúa öðru en að það sé einhver logisk skýring á þessu. Mignolet er búinn að vera mjög góður so far á þessu tímabili. Að mínu mati er hann 5 – 6 sterkasti markmaðurinn í úrvalsdeildinni.
Annars vinnum við Njallanna af gömlum vana. 3 – 1, Mane, Firminio og Can með mörkin.
Tap moreno er í liðinu
Mignolet er búinn að fá á sig sex mörk í fjórum leikjum. Það er svolítið mikið. T.d. er ég á því að hann átti að verja skotið sem leiddi til fyrsta marks Hoffenheim s.l. miðvikudag. Auðvitað hefur hann átt sín augnablik. Líka spurning hvort hann er nógu góður í því að halda vörninni saman þegar liðið fellur til baka.
Þetta getur líka verið taktískt hjá Klopp. Að hann treysti betur Karius að vera þess svokallaði sweeper keeper þegar spilað er hátt á vellinum eins og verður örugglega í dag.
https://www.thisisanfield.com/2017/08/mignolet-dropped-karius-starts-confirmed-liverpool-lineup-vs-arsenal/?utm_source=webpush&utm_medium=Campaign&utm_campaign=webpush
Skrýtin liðsuppstilling. Karius and enn of aftur Moreno sama hvað hann gerir mörg mistök!
Migno ekki á bekknum, hlýtur að vera veikur eða meiddur.
Vá hvað ég hélt að væl um eimstaka leikmenn fyrir leik væri out eftir að Lukas fór…..
Fer bjartsýnn inn í leikinn 🙂
Samkvæmt viðtali Klopp við Echo þá er allt í góðu og Mignolet bara að fá hvíld eftir mikið leikjaálag.
Ég er ekki alveg að kaupa það. Karius er maðurinn hans Klopp, enda keypti hann Karius. Hann vill koma honum i gang.
Tengil… einhver? 🙂