Við erum komnir á Wembley!
Reyndar ekki til að spila upp á bikar í þetta skiptið heldur upp á 3 stig gegn afar öflugum Lundúna-mótherja. Vonandi virkjar grasið græna undir boganum fræga Rauða herinn okkar til góðra verka.
Byrjunarliðin eru klár og þau eru svona:
Liverpool: Mignolet, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Henderson, Can, Milner, Coutinho, Salah, Firmino
Bekkurinn: Karius, Klavan, Alexander-Arnold, Grujic, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Sturridge
Tottenham: Lloris; Tripper, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Aurier; Son, Winks, Alli, Eriksen; Kane
Bekkurinn: Vorm, Rose, Davies, Dier, Sissoko, Nkoudou, Llorent
Liverpool gerir þrjár breytingar frá síðasta leik með því að Alexander-Arnold og Karius setjast á tréverkið og Wijnaldum á við hnémeiðsli að stríða. Henderson fyrirliði kemur því aftur inn á miðjuna, Gomez í hægri bakvörðinn og Mignolet í markið. Mane og Lallana að sjálfsögðu enn fjarri góðu gamni vegna langtímameiðsla.
Nú þarf bara að keyra upp stemmninguna um víðan völl og innan víðóma veggja með græjurnar í botni. Stórleikur á leiðinni!
Come on you REDS! YNWA!
Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Þetta verður erfitt og verð ég sáttur með stig í dag.
væri gott að fá 3 stig í dag En það verður erfitt
Ógeðsleg vörn
Jæja ekki tók þetta langan tíma
Til hvers i anskotanum var SM að hlaupa út úr markinu Matip var að koma i manninn.
Djöfulsins klaufa mörk alltaf hjá okkur.
Hvernig datt Lovren í hug að láta boltann fara yfir sig? Hefur hann aldrei heyrt talað um Harry nokkurn Kane?
Vá hvað vörnin var úti að skíta
Mikið er nú gaman fyrir Kane að fá að leika sér að svona veiku varnarliði.
Vill einhver kaupa hafsent? Fæst á spottprís.
Lovren horfir á Kane og snýr sér bara í hring í staðinn fyrir að elta hann. Til að toppa þetta þá hægir hann á sér þegar Kane er kominn framhjá til að athuga hvort það sé flaggað rangstaða. Rusl vörn á meðan þessi maður er þar alveg sama. Og ég er hættur að horfa 2-0
Það er orðið mjög langt sìðan að Lovren sýndi að hann er ömurlegur.
að horfa á Liverpool er EKKI góð skemmtun
GEFIÐ Lovren fleiri pillur please fuck this
Guð minn almáttugur!!!
Þeir sem gagnrína Lovren fyrir þetta mark vita ekki alveg út á hvað þetta gengur.
Lovren einfaldlega gerir hárétt að spila Kane rangstæðan. Hann stígur út og er Kane rangstæður en bæði Matip/Lovren héldu vel línu.
Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að bakvörðurinn sem er ekki að dekka nein hinumegin á vellinum má ALDREI vera fyrir aftan miðvarðalínuna en Gomez spilaði Kane réttstæðan og því komst hann í gegn
Í síðara markinu á Lovren þetta skuldlaust en þess má geta að Millner átti ekki séns að elta manninn sem skoraði einfaldlega af því að hann er svo svakalega hægur(en þeir eru samsíða þegar þeir byrja sprettinn)
2-0 undir og þetta lítur skelfilega úr
Auðvitað klúðra Lovren auðveldum skalla og missir mannin fyrir aftan sig. Hellvitis drasl þeasi maður.
Ég vill fá klopp burt. Þurfum varnasinnaðan þjálfara. Klopp virðist aldrei ætla að læra
Getur einhver sagt mér hvað í hel…… inu er að gerast eiginlega?? -_-
Stórkostleg lið Liverpool eða hitt þó?
Lovren er jafnvel lélegri en Klavan, en Klopp er væntanlega jafn ánægður með þá báða.
Hvað er Lovren að gera í báðum morkunum þvílíkur auli í fyrra markinu hefði hann ekki joggad í rólegheitum þá hefði hann náð Kane og í seinna markinu talandi um að selja sig ódýrt
Var að kveikja slökkti strax aftur mute alerts do somethong else. Það er alltaf næsta season.
Uff ekki verður gaman í sturtunni hjá Lovren eftir leik
Lovren má bara fara að snúa sér að einhverju öðru en fótbolta
Er þetta ekki týpískt hjá þessu helvítis liverpool liði. Vinna stórt og skít tapa síðan næsta leik.
Hvað gerðist ekki eftir Arsenal leikinn.
Óþolandi að horfa uppa þessar fyrirsagnir um stór sigra og síðan er bara niðurgangur i næsta leik.
Vona að lfc nái að snúa þessum leik við en eg er ekki bjartsýn
Er þetta ekki orðið fullreynt með Lovren…….þvílíkt og annað eins. Stefnir í Man City rassskellingu hér í dag.
Same shit differe… same shit bara!!
Lánsamir að vera aðeins 2-0 undir….
Þetta fer 2-2 Tottham springur á þessu í síðari hálfleik
Unnum 7-0 í vikunni og töpum þá sjálfsagt 7-0 í dag. Þetta lið þarf alltaf að jafna út góða sigra.
Heavy metal football, gegenpressing eða hvað sem þetta á allt að heita! Þetta er bara vondur fótbolti
Vont að geta ekki öskrað á leikmenn núna….
Well, það er alltaf næsta síson. Klopp mun þá þurfa að sanna að hann kunni að láta lið spila vörn. Þurfum að kaupa a.m.k. tvo heimsklassa hafsenta. Er ekki viss um að hann fái mörg tímabil i viðbót ef hann ætlar að bjóða áfram upp á svona hörmulegan varnarleik.
Ekki oft sem ég er sammála Neville-systurinni, en þetta er alveg rétt honum:
“Klopp’s centre backs and his goalkeeper will always kill him – they’re not good enough. They’ll always let him down. No matter how good they are going forward, they let you down.”
Það stefnir í mörg komment þennann daginn. Ætla samt að taka pllyönnu á þetta og seigja að við komum aftur inní leikinn
Salah ferski vindurinn í LFC þessa stundina!
Afhverju kaupir klúbburinn ekki oftar leikmenn í sama gæðaflokki og Salah? Virkar miklu betur en að kaupa gæði en að spara einhverjar millur og taka risa sénsa sem klikka alltaf.
Elska Salah jafnmikið og ég skammast mín fyrir Lovren.
Erfitt að taka nokkuð jákvætt úr þessu, litum út eins og lið sem mun enda í 5 – 7 sæti. Lovren og Gomez báðir sekir í fyrsta markinu, Lovren á seinna markið allveg sjálfur.
Flott að fá mark, enn margt sem þarf að bæta þó.
Ég vill klopp burt.Þetta er alveg fáranlegt hvað manni er boðið upp á.
Lovren skipt utaf fyrir ox hvað er að gerast???
Hvað er að Lovren tók hann of margar parkodin forte?
Ekki lítið mikilvægt að fá mark í þessum hálfleik!
Salah er að sýna svo sannarlega að hann á heima i þessum klassa!
Koma svo!
hvernig ætla þeir að manna vörnina með einn hafsent? eða fer Gomez í hafsentinn og Chambo í bakvörðinn?
#38. Elideli farð þu bara burt!
Djörf skipting hjá Klopp, maður með pung herir svona. Vona að þetta jafni leikinn og við naum yfirhöndinni
Síðast þegar ég vissi var spilað í rúmar 90 mínútur og lið börðust fram á síðustu stundu. Það var bara í grunnskóla þar sem var spilað þar til annað liðið skoraði. Þess vegna ætla ég að láta alveg ógert að væla um hvað besta lið í heimi er hörmulegt og leikmennirnir allir lélegir og þjálfarinn skelfilegur og allt hitt KJAFTÆÐIÐ sem vellur upp úr of mörgum hérna. Ætla að leggja mat á leikin og leikmenn þegar lokaflautið glymur og hvernig sem fer styðja liðið mitt út í eitt.
Já djörf skipting núna töpum við bara stærra.Klappa fyrir klopp og hans vanhæfu transfer stefnu.
Efast um að eitthvað Arsenal Leftover drasl sé að fara gera mikið.
ahahahahahah sorglegt
Hahahahahaha !! of course !! Vel gert Herra Flopp Drasl !!
Ekki batnar það. Þó svo að liðið líti betur út, þá er það bara ekki nóg.
Hver skallar boltann útí miðjan teig þegar boltinn er að fara útaf eða á markmann? Bananavörn
Can þykir mér ekki standa undir nafni í dag
“A-B-C í varnarleik” Jólabókin í ár fyrir okkar lið.
Matip að gefa frábæra stoðsendingu í staðinn fyrir að skalla bara útaf. Þetta lið er aldrei að fara vinna neitt með þessa rusl vörn.
En kæri gettra sem skrifar hér að ofan, hvernig metur þú varnarleikinn svona almennt í fyrri hálfleik ?
Mignolet þarf að verja oftar.
Var Kane ekki rangstæður í siðasta markinu, Matip skallaði botan til að koma í veg fyrir að hann fengi boltann þannig að hann hafði klárlega áhrif.
Þetta stórkostlega sóknarlið Liverpool er bara einfaldlega ekki að gera sig.
Hvernig ætlið þið að kenna Lovren um þriðja markið?
Þetta lið er svo sorglega vanhæft að verjast að það er erfitt að horfa á þetta.
Hversu auðvelt er að skora á þá.
Alveg sorglegt hvað þetta er hrikalega létt fyrir lið að skora á móti Liverpool og það sem kemur nú er ekki að kenna mignolet um mörkin en nú eru Tottenham með 4 skot á markið og það eru 3 mörk ég sakna tímans þegar Reina vann leiki það gerist ekki með mignolet
hver djöfullinn er þetta ?? eru okkar varnarmenn byrjendur í boltanum eða eru þeir svona vitlausir…..hvað á þetta að þýða hjá Matip ?? skalla frekar í horn eða eitthvað annað,,,,,en nei best að leggja upp mark,,,,,heilalausir hálfvitar er besta lýsinginn okkar mönnum. fyrirliðinn úti á túni og Can í berjamó og markmannsfíflið á sínum stað. þetta er cirkus og versta við þetta er að Klopp er ekki með þetta. leik eftir leik en ekkert breytist….
Reka klopp !! Þetta er komið gott.Allir vissu í sumar að það þarf að kaupa Varnarmann en NEI kaupum eitthvað Arsenal Leftover sem getur ekki neitt.Hvaða rugl er þetta ??? Hann þarf að víkja það er bara þannig.
Hvað eigum við Púllarar að horfa lengi upp á þessa hörmung????
Smá punktar.
LFC vinnur aldrei leik á sunnudegi, aldrei þegar toppliðin misstíga sig (united) og aldrei eftir UEFA sigurleik. Easy tölfræði sem lýgur ekki þegar upp er staðið
Jæja, það tekur sannanlega á að horfa á þetta. Fyrir utan markaskorarann okkar sem skapar alltaf hættu þá eru Comes og Moreno að koma vel en Milner er ekki með hraðann í þetta sýnist manni og Can, hvar er hann allavega ekki að hrífa mig en Tottarar virðast lesa okkur nokkuð auðveldlega því miður en og það er alltaf en seinni er eftir en þetta tekur í.
Gomez – Matip – Lovren – Moreno
Í alvöru!!!! Hvernig í ósköpunum geta menn sest niður fyrir leik og haldið að það sé hægt að ná árangri með þessa varnarlínu??? Þetta tímabil kláraðist þegar sumarglugganum lokaði. Það var vitað fyrir tímabilið að vörnin væri vandamál. Hver einasti heilvita stjóri hlýtur að átta sig á því að þú getur ekki treyst á að skora 3-4 mörk í leik til að vinna leiki.
Á meðan flest önnur lið í topp 6 tóku skref framá við sátum við eftir. Munurinn á Liverpool og hinum liðinum er orðinn óþægilega mikill.
Lélegur fyrirhálfleikur búinn og þrjú klaufaleg mörk.
Gomez of aftarlega og spila Kane réttstæðan í fyrsta markinu
Lovren drullar á sig í því síðara
Matip með lélegan skalla og Can/Gomez ekki tilbúnir að loka á skot.
Svo vill ég nefna eitt að þessi mörk eru EKKKI Mignolet að kenna en það eru nokkrir markmenn í úrvaldsdeildinni sem hefðu náð að taka eitt eða tvö af þessum skotum(en það kallast heimsklassamarkvörslur en við fáum ekki margar svoleiðis)
Í stöðuni 2-1 yfir Tottenham þá fannst mér eins og við ættum góðan möguleika að jafna en ég tel að þetta mark núna hafi slökkt á liðinu gjörsamlega.
Varnarlínan er léleg en það má ekki gleyma að þeir eru að komast aftur og aftur í stöður til að keyra á hana.
Millner/Can eru búnir að vera ömurlegir á miðsvæðinu en Henderson er aðeins skári þar sem hann er mun duglegri og vinnur boltan oftar en það er kannski ekki að segja mikið.
Við söknum vinnusemi Winjaldum í þessum leik.
Tottenham er einfaldlega hörkulið en við megum ekki gefa þeim mörk en það hefur oft fylgt okkur að fá ódýr mörk á okkur.
Það var vitað að þetta yrði erfiður leikur og sú er rauninn en gaman að sjá að það er alltaf meira líf og fjör á spjallinu þegar liverpool eru að tapa heldur en þeir eru að vinna og held ég að það lýsir stuðningsmönnum liðsins ágætlega þessa dagana.
Blessunarlega er ég að missa af þessu
Af hverju var vörnin ekki bætt í sumar? Hver ber ábyrgð ? FSG? Alfarið eða Klopp einnig? Vill hann byggja upp lið eða er honum sagt að gera það… það er eitthvað á bakvið þetta allt saman. Það er engin leið að reka Klopp. Það þarf að selja félagið og fá inn fjármagn. Deildin er bara orðin þannig í dag. Ég fagna um leið og $$$ rignir inn í leikmannakaup
#67
Já það koma líka alltaf slatta af pollýönum og segja þeim sem eru að nöldra að þeir séu ekki stuðningsmenn LFC bara þeir afþví þeir sætta sig við meðalmennsku
Er ekki ancelotti laus ?
Milner út og Grujic inná í seinni.
Það eru 45 mínútur búnar af leiknum.
Gomez – Matip – Lovren – Moreno já þetta eru varnarmennirnir sem þessi stórkostlegi þjálfari Klopp vill hafa í sínu liði. Og út af þessum frábæra manskap taldi Klopp ekki þörf á að kaupa neinn varnarmann í sumar og ef ég man rétt þá finst honum þetta vera góðir fótboltamenn.
Klopp out!
Hvar er Steven Caulker? Vorum við ekki með hann á láni?
Erum heppnir ef van dijk hefur ennþá áhuga á að koma í þetta lið…. hef ekki trú á því….
Ekki láta svona, unnu stórliði Maribor 7-0 í síðasta leik
En hvar eru öll þessi mörk sem þetta lið á að geta skorað? Telur ekki að vinna arfaslakt lið Maribor
jæja, nú slökkti ég á sjónvarpinu. Best að segja upp þessari andskotans áskrift af þessum sportpakka.
Þetta svíður alveg djöfullega
Þessi Harry Kane lúkkar eins og heimsklassa framherji gegn þessari vörn.
jæja…
hættur að horfa á þetta ógeð.
alltaf næsta helgi
Því miður er Mignó ekki nógu góður til að byrja leik í úrvalsdeildinni. Reyndar sýnist mér enginn sem er í liðinu í dag eiga skilið að byrja. Vondur dagur í vinnunni hjá flestum.
En þetta getur vonandi ekki versnað en maður spyr sig?
Þetta er hræðilega lélegt. Því miður er liðið okkar bara ekki betra en þetta!
#79 Harry Kane er heimsklassa framherji, og svona vörn er djók fyrir mann af hans kaliberi
#79 ertu að segja að Harry Kane sé ekki heimsklassa framherji?
Skák og mát. Farin að sofa, ef ég næ mér niður.
Það væri ákaflega gaman að hafa markmann með smá heilabörk. Mignolet bauð upp á bæði þessi mörk.
Ég ætla nú að klára að horfa á þessa hörmung fyrst ég er að borga rándýra áskrift, en Jurgen Klopp er sko ekki að heilla mig og hefur aldrei gert … Ég bara bíð og vona að hann komist sem fyrst af reit A.
Held það sé nú bara svo að á meðan Liverpool reynir alltaf að bæta við leikmönnum framávið að þá vinnurdu leiki en enga titla því að á meðan þú sleppir að meðaltali 2-3 mörkum í leik þá áttu engann séns
Af hverju ì andskotanum kýlir hann ekki boltann bara ì burtu?! Þetta er sorglegt lið. Hættur að horfa og farinn að brjòta saman þvottinn.
Komi gott hjá Klopp,búin að sína að hann veldur ekki þessu starfi.Hann er búin að gera mörg ótrúleg mistök hvað varnarleik okkar varðar.
Verðum samt að fara horfa í blákaldann veruleikann að við munum vera í 9 sæti, 12 stigum frá toppsæti deildarinnar, með mínus 2 í markahlutfalli eftir þennan leik! Þetta er bara hræðilegur árangur! 13 stig af 27 mögulegum!! Ef hann héti ekki þessu Jurgen Klopp nafni væri allt gjörsamlega vitlaust.
Jamm það er svo sem hægt að súmmera upp munin á liðunum á þessum þungbúna sunnudegi:
1. Vörnin
Þeir eru með skipulagða vörn og já, bara nokkuð góða varnarmenn. Já, og góðan markmann sem verðskuldr það traust sem vörnin sýnir honum.
2. Miðjan
Þeir eru með öskufljóta miðjumenn sem snúa vörn í sókn á augabragði.
3. Sóknin.
Þeir eru með hárbeitta og klíníska sóknarmenn sem geta skorað hvar sem er, hvernig sem er og gegn hverjum sem er.
… og við ekki.
Reka klopp strax eftir leik.Ekkert rugl !!
ég mun aldrei skilja af hverju enginn miðvörður var keyptur í sumar,það hlýtur að vera til annar miðvörður en van dijk í heiminum eða hvað?
Er þetta ekki bara komið á enda hjá Klopp? Bætti við einum leikmanni í sumar sem er að gera eitthvað af viti og það í stöðu sem að síst þurfti að bæta. Liðið er hrikalega langt frá heimsklassa gæðum í alltof mörgum lykilstöðum, ekki góður mórall, og sóknin er ekki einu sinni beitt lengur. Sé bara enga ástæðu fyrir því að Klopp eigi að halda starfinu lengur.
Erum ekki nema 5.stigum frá falli. Jæja áfram gakk
án spaugs,,,við erum að skíta á okkur leik eftir leik eftir byrjenda mistök manna. eru menn á taugum eða svona lélegir. komust ekki í gegnum leik nema einhver skíti á sig…hélt að menn væru orðnir þreytir á skeiningunni endalaust……algjör skita….Klopp out er ekki með þetta , búinn að fá alltof marga leiki til að laga eitthvað en ekkert skeður.
Afhverju var Ox keyptur á tæpar 40 milljónir punda? Til að gera hvað? Leikmaður, fæddur á Englandi, með reynslu úr deildinni sem er keyptur fyrir slíka upphæð á ekki að þurfa langan tíma til að aðlagast. Maður setur kröfur á að leikmenn í þessum verðflokki styrki liðið strax frá fyrsta degi.
Greinilega léleg stemning alltaf a Wembley
Það má segja að við erum að fá okkur fjögur mörk sem snúast ekki að skipulagi liðsins heldur einfaldlega einstaklingsmisstökum. Gomez, Lovren, Matip og Mignolet eiga allir stóran þátt í þessum mörkum.
Í dag var möguleiki á þremur stigum en útkoman er 0 stig.
Hefði verið hægt að setja rútu fyrir markið og reyna að halda þessu í 0-0 ? Já klárlega en það er ekki víst að það hefði dugað til og mér langar auðvita sem stuðningsmaður ekki að tapa leiknum en ég vill samt að liðið manns reynir að sækja líka.
Við erum að sjá það annan leikinn í deildinni í röð þar sem Salah er okkar langbesti maður í fyrirháfleik en sést varla í síðari og er spurning hvað er hægt að gera til að gefa honum meiri pláss þegar andstæðingarnir loka betur á hann.
Liðið er ekki í alltof góðum málum í deildinni en þetta er þéttu pakki fyrir ofan okkur þótt að Man City eru klárlega lang besta liðið og Tottenham/Man Utd eru með 7 stiga forskot á okkur(þau spila á móti hvort öðru í næstu umferð) þá erum við það lið sem er búið með hvað erfiðast prógramið Arsena, Man City, Man Utd, Man City og Tottenham eru lið sem við erum núna búnir að spila á móti í fyrstu 9.leikjunum okkar og fyrst að við erum aðeins að fá 4 stig af 12 þar þá þurfum við að fara að klára þessi svokölluð litlu lið og er eitt slíkt í næsta leik.
Klopp!!
Kauptu helvítis fokkings vörn og annan markmann … sama hvað helvítið kostar!!!!
Annað var það ekki.
Kv. Andri
er einhver sem tekur veðmáli um að hvort einhver verði keyptur í janúar?
Enn og aftur vond ákvörðun hjá Klopp. Spilar okkar bestu mönnum í 90 mín á móti Maribor þeir virka þreyttir í dag. Pochettino algerlega að skáka og máta hann í dag. Aldrei neitt óvænt allir búnir að lesa hann. Þetta lið með varnarheila sem stjóra yrði banvænt. Afhverju ekki að parkera á móti svona liðum á útivelli og nota skyndisóknir sérstaklega eftir útileik í meistara. Þvílíkur þverplanki sem hann er og það er hans eigin leikaðferð sem opnar þessa vörn upp á gátt. Hún er ekki að hjálpa þeim leikmönnum sem hann hefur því miður. Hættum öllu bulli og skítköstum en staðreyndin er sú að markmaður vörn og jafnvel miðja ráða enganveginn við þessa leikaðferð. Þangað til er breytinga þörf.
Willum hefur alltaf floppað á þriðja tímabili. Þýska útgáfan virðist vera að gera það
Jæja þetta er nú meiri skitan gætum verið með 1-2 mörk í viðbót en þeir eru með góðan markmann annað en við. Ein pæling samt erum að tapa 3-1 í hálfleik og svo 4-1 en engin skipting fyrr en á 76 min ekki að við séum að fara vinna leikinn en kann maðurinn ekki að skipta inná fyrr en eftir 70 mín pirrar mig alveg svakalega mikið og þessi vörn alltílagi að henda henni allri á bekkin og fá einhverja úr varaliðinu þarna inn getur ekki versnað allavega.
Þessi tölfræði frá OptaJoe er hræðileg og súmerar upp ömurlega byrjun á tímabilinu:
16 – This is the highest amount of goals Liverpool have conceded after nine top-flight games since the 1964-65 campaign (20). Sloppy.
Maður gat nú reiknað með að Tottenham yrðu erfiðir á “heimavelli”. Nú svíða töpuðu stigin á heimavelli gegn Burnley og Newcastle. Því miður, þá er liðið okkar ekki betra. Það hefur orðið lélegra með hverju árinu síðan Benítez var stjóri. Segi og skrifa.
Sirkus Liverpool.
Takk Klopp og eigendur fyrir að eyðileggja seasonið með því að gera ekkert í varnarmönnum eða markmönnum.
Eins og hvað helgin byrjaði fallega með drepfyndna tapinu hjá manjuds. Svo kemur þetta helvíti i dag!!!