Podcast – Clean sheet Klavan

Rússíbaninn sem það er að fylgjast með Liverpool er á uppleið eftir þessa viku og menn því léttir á því í þætti vikunnar. Staðreyndir eins og að Klavan sé með besta sigurhlutfall allra í hópnum fengu að fljúga og svei mér ef við náðum ekki að tala okkur inn á það að Moyes væri fín ráðning fyrir West Ham á meðan Big Sam var hannaður fyrir Everton.
– Hversu góður er Salah?
– Moreno í landsliðið!
– Milner sem vítaskytta?
– Captain Mignolet!!!
Þetta og margt fleira kom við sögu í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Magnús Gunnlaugur sem lesendur Kop.is þekkja sem Peter Beardsley, einn af meðlimum Kop.is fjölskyldunnar.

MP3: Þáttur 169

“Forever blowing bubbles…”

8 Comments

  1. Takk fyrir þetta. Talandi um Moyes þá gleður þessi mynd alltaf mitt litla hjarta, tekinn á gamla túninu hér um árið þegar Moyes stýrði mu liðinu. Þetta eru að sjálfsögðu Liverpool stuðningsmenn þarna að verki 🙂

    [img]https://www.google.no/imgres?imgurl=https%3A%2F%2Fi.ytimg.com%2Fvi%2FXpF-zS_SR5Q%2Fmaxresdefault.jpg&imgrefurl=https%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DXpF-zS_SR5Q&docid=BIepCZUD1QvshM&tbnid=yoBL6kFyd5O2iM%3A&vet=10ahUKEwi1leKx8q7XAhVCPVAKHa6fASgQMwg-KAAwAA..i&w=1920&h=1080&bih=1082&biw=2133&q=moyes%20is%20a%20football%20genius&ved=0ahUKEwi1leKx8q7XAhVCPVAKHa6fASgQMwg-KAAwAA&iact=mrc&uact=8[/img]

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn sem er alltaf einn af föstum liðum vikunnar og vonandi halda menn þriðjudagsreglunni svo maður fari ekki á taugum af áhyggjum vegna þess að maður hafi misst af þættinum eða hann fallið niður eða þá að koparar séu hættir að spjalla eða . . .

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Ég hef ekki skilið þessa fyrirlitningu á Ragnar Klavan. Mér hefur fundist hann oft standa sig með prýði eins og reyndar tölfræðin er farin að sýna. Flestir varnamenn líta illa út með jafn lítla hjálp og Liverpoolvörnin fær og finnst mér oft vörnin fá skammir fyrir það þegar liðið í heild sinni verst ekki nógu vel eða sóknarmenn missa boltan á hættusvæði.

  4. The sky is the limit.

    Þegar Salah fer að dala og Kop.is podcast þátttakendur svífa á skjannahvítu skýi og leika á hörpu þá verður manni hugsað um orð skáldsins:

    Hvar endar alheimurinn?
    Hver er sinnar gæfu smiður
    hver er næstur sjálfum sér
    Hvar endar alheimurinn?

  5. Flottur þáttur eins og ávallt.

    Verð samt að vera smá ósammála með fyrirliða eða réttara sagt starf hans.

    Var sammála flestu því sem þið sögðuð um að starf fyrirliðans utan vallar og allt það. En inni á vellinum vill ég gefa starfinu meira vægi en þið voruð að gera. Er sammála því að hann eigi ekkert að gera einhverja stórkostlega hluti þegar þess er þörf heldur að rífa sína menn áfram. Þegar menn eru ekki að sýna passion og eru að gera hlutina með hálfum hug. Þá er það starf fyrirliðans að gera sitt besta til að breyta því.

    Þið talið um að Gerrard hafi ekki verið þannig fyrirliði, ekki öskrað menn áfram. Ok en það voru aðrir menn þarna inná sem gerðu það. Carragher, Hyppia ofl.

    en þetta var flottur þáttur strákar. Takk fyrir mig

  6. Brynjar Jóhannsson #5

    Sammála, við vitum alveg að hann er gríðarlega reynslumikill varnarmaður.
    Mér finnst að hann eigi klárlega að fá traustið eins og liðið er að spila núna.

West Ham 1 – 4 Liverpool

Hvað vantar uppá?