Hann var mikilvægur sólarhringurinn sem leið frá því flautað var af í Sevilla og þar til við hófum upptökur á podcast þætti vikunnar. Reiðin var runnin af mönnum, Maggi Þórarins átti afmæli og almenn léttleiki í mönnum. Helstu sökudólgarnir í Sevilla leiknum voru teknir fyrir, Southampton um helgina var einnig afgreiddur og spáð var í spilin fyrir stórleikinn um næstu helgi. Að auki var auðvitað mínútu þögn til heiðurs Tony Pulis sem er ekki stjóri í Úrvalsdeildinni í augnablikinu, við krefjumst þess að þið passið ykkur að njóta þess á meðan því varir.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi Þórarins og Bjarki Már Elísson atvinnumaður í handbolta hjá Fuchse Berlin og toppmaður.
Twitter:
@einarmatt
@ssteinn
@bjarkiel4
@maggsbeardsley
MP3: Þáttur 171
Ekkert hljóð.
Þetta virkar hjá mér, fleiri að lenda í því að fá ekki hljóð?
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn og engin vandamál með hljóð hjá mér í samsung galaxi 8+
Það ernú þannig
YNWA
Komið í lag.
Er einhver hér sem mælir með stað í Berlín, til að horfa á Liverpool leiki ?, ekki verra að boðið sé uppá ágætan mat.
SSteinn minntist á það í podcastinu að ég hefði tekið saman hvaða klúbbar hefðu haft þessa “usual suspects” sem knattspyrnustjóra. Niðurstaðan er sú að það eru Palace og West Ham sem hafa vinninginn. Listann má sjá hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/14WCCNVaOe4Q604L2H6cTvvEU6WyARuwSabWkNObG-V4/edit?usp=sharing
#5 Í Berlín er Belushis einna skástur í dag finnst mér. Á mörgum öðrum er kannski sýnt en þá án hljóðs. Stórt tjald í kjallaranum. http://www.belushis.com/bars/berlin
Ef Flowler er Guð, þá er Salah Allah!
Er Salah þá Fowler?
Frábært að fá síðuna aftur upp….þetta er hlekkjað við tilveru manns að lesa það sem fer fram hérna og ég var eiginlega viðþolslaus þegar að ég gat ekki opnað síðun 😉
Frábært að fá Podcast á þessum tíma, virkilega gott.
Ég er verð að taka undir með SStein varðandi varnarlínuna og Gomez.
Hann hefur verið að gera vel í hægri bak það sem af er tímabili en hinsvegar er hann að upplagi miðvörður. Hann er mjög röskur, sterkur og þokkalega stór…klárlega framtíðarleikmaður í þá stöðu ef hann helst heill.
Á móti Chelsea held ég að Klopp geri litlar breytingar á vörninni, mögulega Trent inn fyrir Gomez, en allt annað verður eins og vanalega. Matip kemur inn fyrir Klavan og Lovren og Moreno halda sínu sæti.
Ég er sammála því að Moreno á að halda sínu sæti í liðinu. Hann hefur verið mjög góður það sem af er tímabili og það á að hafa einhverja þýðingu. Roberson er klárlega leikmaður sem ég er einnig spenntur fyrir en kannski ekki á móti Chelsea.
Við erum með flotta breidd á miðjunni en ég held samt sem áður að Henderson og Wijnaldum haldi sínum stöðum. Can er auðvitað líklegur inn fyrir Henderson en ég hef litla trú á því.
Fremstu 4 eru svo sjálfvaldir…áttu flestir flottan leik á móti Sevilla.
Þetta er “Make-or-Break” leikur um helgina og mun setja tóninn fyrir komandi jólatörn.
Eins og talað var um erum við á flottu skriði í deildinni og sigur á Chelsea opnar toppinn fyrir okkar menn. City eru búnir að vinna deildina (mitt mat) en við ætlum okkur í CL sæti!
Einfalt mál.
YNWA – In Klopp we trust!
“Hann var mikilvægur sólarhringurinn sem leið frá því flautað var af í Sevilla og þar til við hófum upptökur á podcast þætti vikunnar. Reiðin var runnin af mönnum, Maggi Þórarins átti afmæli og almenn léttleiki í mönnum.”
Ég hef heyrt einhverju þessu líkt fleygt nokkrum sinnum í þáttunum. Ég væri hins vegar til í að þið mynduðu prófa að taka upp podcast beint eftir leik svona einu sinni eða tvisvar. Þannig fengjum við ósvikna gleði eða óbeislaða reiði beint í eyra 🙂 Til þess erum við nú í þessu, útaf tilfinningunum.
Takk annars fyrir góða umræðu og til hamingju með að vera komnir í loftið aftur.
#10 haha sammála þetta voru ömurlegir dagar.
Þetta er einfalt hvort sem maður er ný vaknaður eða í vinnuni þú þarft að opna þessa síðu það er bara þannig.
Til að gera markaskorun Salah enn hærra undir höfði þá er hann markahæstur í deildinni án þess að fá að spila við vörn Liverpool tvisvar á leiktíð, öfugt við keppinauta hans, þannig þetta er mikið afrek
@6
Frábær listi „usual suspects“. Það mætti bæta Harry Redknapp og Neil Warnock á lista. Þeir fá seint leið á þeim köppum.
Sagði við sjálfan mig, það er gaman að hlusta “röfflið” hjá ykkur félagar:)
Takk fyrir gott podcast, ein spurning, er Kristján Atli hættur ?