Þá hefur Klopp valið liðið sem hann telur geta fært okkur eina stærstu jólagjöfina í ár.
Mignolet
Gomez – Klavan – Lovren – Robertsson
Can – Henderson – Coutinho
Salah – Firmino – Mané
Bekkur: Karius, TAA, Lallana, Chamberlain, Wijnaldum, Milner, Solanke.
Mané og Can koma aftur inní byrjunarliðið í stað Chamberlain og Wijnaldum en annars óbreytt lið frá Bournemouth leiknum. Sturridge annaðhvort enn tæpur eða kemst hreinlega ekki í ógnarsterkan hóp.
Við treystum á RAUÐ Liverpool jól. Koma svo!!! YNWA!
Við minnum á #kopis myllumerkið og umræðurnar hér að neðan.
Já og þetta er 150. Deildarleikur Coutinho.
Eiríkur rauði með skýrslu í dag sem er vel enda viljum við rauð jól!
Ekki bregðast okkur Eiríkur!
Við erum á uppleið…Hef trú á öruggum sigri 1-3…Klavan með þrennu…?
Þetta er glæsilegt lið, við tökum þetta 3-1, það er skrifað í skýin !
Já, 1-3… eða 4-0. Þeir skora sem þora.
Hver ætli veð-stuðullinn sé á gult spjald á Can?
jæja Hendo meiddur
TÖFRAMAÐURINN!
Vá hvað Kúturinn nýtti sér þetta heppilega bounce vel! Fallegt, þrátt fyrir smá grís í bland. 🙂
Coutinho, frábærlega gert.
Vúhú litli Kútur með skallamark!!!!!!
Erum við að tala um geggjað lið í verzlunarferð í London?
Keep it up.
YNWA
Fyrsta deildarmarkið hjá Phil með skalla. Hann elskar þennan völl skorar mikið á Emirates.
er einhver með link á leikinn, takk!
Þó svo að meiðsli séu aldrei jákvæð þá finnst mér Milner hafa átt mjög jákvæða innkomu. Leikurinn snarbreyttist og Milnerinn er traustur að vanda
#14
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/comments/7lj6j7/1945_gmt_arsenal_vs_liverpool/
#16 Takk fyrir þetta
Deja vú frá Everton leiknum
Það þarf að taka Mane og rassskella fyrir svona vitleysu.
Hef ekki séð Salah spila verr síðan hann kom til okkar. Hlýtur að vera eitthvað að hjá stráknum, hann gerir mistök á mistök ofan.
Klaufaskapur að vera ekki búnir að klára þetta!!!
Jæja Mané og Salah… vorum við ekki búnir að læra af því að klúðra dauðafærum undir lok hálfleiks?
Sá síðustu 5 mínúturnar af fyrri hálfleik. Liverpool hefði átt að setja tvö. Full slakir fyrir framan markið stundum. Coutinho er ekki að lækka í verði, það er gott.
Búinn að vera skemmtilegur og opinn leikur en gæðin í leiknum hafa ekki verið upp á marga fiska hjá báðum liðum og mikið af mistökum. Liverpool ætti að vera minnsta kosti 0-2 yfir í hálfleik og ég vona að það eigi ekki eftir að bíta okkur í rassinn seinna meir.
YNWA
Ef það er til heimadómgæsla þá erum við að horfa á það í dag. Afhverju staðan er bara 0-1 er hrein óheppni. Svo hefur maður séð þetta of oft áður, það kemur eitt lið inná í seinni hálfleik og það verður ekki Liverpool. Sokkurinn verður vonandi minn eftir leik.
Guttarnir í dótabúðinni rétt fyrir jól.
Vilja skoða alla pakkana en bara einn er dottinn í körfuna.
Nú er að bæta í körfuna, pabbi borgar.
YNWA
Erum miklu betri í þessum leik málið er að nÿta færin 0-2 væri málið í hálfleik
Hvað ætli Barcelona bjóði í Gomez næsta sumar? 100 millur? Þessi drengur búinn að pakka saman sanchez í fyrri hálfleik
Frábær fyrri ættum að vera 3 mörkum yfir allavega og dómarinn verður að fara dæma á Arsenal líka fyrir brot.
Óttast að það komi í bakið á okkur að vera ekki búnir að skora fleiri mörk. Er ég einn um það að finnast Mane vera hálf áhugalaus, kannski treður hann sokk uppí mig í seinni hálfleik.
Verður að hrósa Milner líka fyrir frábæra innkomu vonandi heldur hann þessu áfram hann er klárlega miklu betri en enginn.
Hvað er málið með Hendo samt verður hann frá næstu mánuði núna ? þarf Liverpool að fara finna sér annan fyrirliða sem spilar tja kanski 1/4 af leikjum Liverpool ?
Flottur leikur hjá okkar mönnum. Ógnandi og varnarlínan að standa sig. Arsenal eru auðvita hættulegir fram á við en Lovren/Klavan hafa verið að standa sig vel en Robertson hefur verið að tapa boltanum á hættulegum svæðum en hefur annars verið solid.
Við hefðum getað skorað fleiri mörk í þessum leik. Mér fannst allt í lagi að Mane reyndi þetta með því að klippa boltan í markið því að maður hefur séð hann skora svona áður og maður veit ekki hversu mikil tími er í boði ef hann tekur hann niður.
Síðara færið fannst mér verra þar sem hann hefði átt að skjóta sjálfur en spurning um hvort að gagnríni hans um að hafa ekki sent á Salah um daginn í Everton leiknum hafi hjálpað honum að taka ákvörðun.
Við erum á erfiðum útvellum og blásum til sóknar og erum sangjarnt yfir. Nú er bara að halda svona áfram en það er eitthvað sem segjir mér að við náum aldrei að halda hreinu í þessum leik en svo er bara spurning um hvort að við eigum getum skorað fleiri.
YNWA
Hætt við að Hendo sé í fríi fram yfir þrettándann.
En bekkurinn er í lagi. Þessi meiðsl eru coveruð eins og er.
YNWA
Voðalegt óstuð er þetta alltaf á Mané.
Svo var það frekar fúlt að sjá Mané reyna þetta ninjaspark þegar hann fylgdi eftir klúðrinu hjá Salah. Hefði auðveldlega getað lagt boltann á Firmino sem hefði bara þurft að leggja hann í markið.
Alltsvo, það sem ég á við með Mané er að hann virðist eitthvað ólukkulegur innan í sér. Hæfileikarnir eru þarna, en það er samt eitthvað off…
Mane þarf að fara að nýta færin ! 🙂
Joe Gomez er að nálgast sitt besta. Þvílíkur hörku leikmaður. Tók Neymar um daginn og pakkaði saman og núna er það Alexis Sanchez. Flottur fyrri hálfleikur og góð frammistaða. Hugsa að meiðsli Henderson séu ekki stór hausverkur fyrir Klopp. Frekar að þau minnki hausverkinn sem fylgir því að stilla upp liðinu.
Nú er bara að halda áfram á sömu braut og klára þessi færi. Þurfum að halda áfram að loka á Arsenal og nýta þau tækifæri sem gefast þegar hægt er að sækja hratt upp völlinn því þar erum við öflugastir.
Síðustu 10 mín í fyrri hálfleiknum stórundarlegar. Dómarinn að leyfa alls konar og svo að dæma á furðulegustu moments og auðvitað tvö góð færi að fara forgörðum.
Koma svo, klára þetta!
Og sammála með Gomez, hann var rosalegur í fyrri, auðveldlega 9/10.
LOL, hvað voru þeir margir í kringum Salah þarna? Fimm eða sex?
SALAH ER GEIMVERA
Þarna er Salah eins og við þekkjum hann, frábært mark!
Jæja, þrír alveg í kring. En aftur heppilegt bounce, Lampard-bragur yfir þessu. Þigg samt með þökkum! 🙂
Er Salah Frelsarinn ?
Við jinxuðum Gomez greinilega :O
Vorum aldrei að fara halda clean sheet á móti þeim aldrei
Salah bjó til þetta mark nánast upp á sitt einsdæmi!
Mo Salah is having a laugh!
Hvað var Gomez að gera þarna hann vissi af Alexis en samt beið hann bara eftir að boltinn kæmi til hans. Gefins mark.
Þessi markvörður
Mane er alveg út á þekju. Lélegar snertingar og sendingar.
Jesús minn almáttugur. Tvö skot á mark og tvö mörk.
ok migs skeit á sig þarna
oooog þarna er líka Mignolet eins og við þekkjum hann.
Andskotinn hafi þetta!
Þvílík skíta markvarsla eins og venjulega sorglegt alltaf hreint 2 færi á markið og það eru 2 mörk bara venjulegur dagur hjá liverpool
Hahaha mignolet
Mignolet verja þennan helvítis bolta. Eg neita að tapa þessum leik
Koma svo, inna með uxann
Bara á móti Liverpool
OMG……Gomez og Mignolet!!!!
Fokking Mignolet 2 skot á sig 2 mörk hann er nú meira draslið þessi markvörður
Báðar hendur upp í loft takk!
algjört hrun hjá Liverpool flottir þarna
3 skot 3 mörk alveg yndislegt alveg
Arrrrrrttgggggggggggg
3 skot 3 mörk þvílíkt drasl þessi markvörður
oooooog þarna er Liverpool eins og við þekkjum það.
Allir með mígandi drullu í þessu helvítis liði.
Aumingjar sem þola ekki minnsta mótlæti. Án gríns, það er NÚLL karakter í þessu liði.
Hbernig væri að skipta um markvörð ??????
Þrjú mörk sem hann á að verja punktur
Hvað er Gomez að gera þarna i þessum tveim mörkun
Jesús minn , hrun aldarinnar 🙁 djöfulsins aumingja varnarleikur 🙁
Nennisiggi ættur að horfa þvílíkt sorp
Eins gott að við höfum ekki fengið fleiri skot á markið. Það lekur allt inn hjá þessum markmanni.
Fab four og svo drasl og rusl í vörn og marki!!
Er þetta djók?
Upp með sokkana og brækurnar!
YNWA
Lesið comment númer 25 við höfum séð þetta svo oft áður. Ábyrgðin er hjá Klopp sem greinilega kann ekki að peppa menn með forustu. Algjör djöfulsins hellvítis skita enn einu sinni.
Sorry! en Gomez er bara svo langt frá því að teljast frambærilegur premierleikmaður….Mignolet er eitthvað sem hefði átt að vera selt fyrir tveimur árum síðan
Jæja herra Karíus upp með brækurnar þú ert að fara að spila næsta leik.
Ef guð og Klopp lofa.
Drullastu til að styrkja vörnina í Janúar Herr Jurgen Klopp !
Mané….þú skuldar mér ca 2 mörk…í kvöld!!!
Liðónýtt drasl þarna aftast. Samt tekst örugglega einhverjum bjánanum að kenna Klopp um þetta.
Liverpool eru hættir bara. Arsenal fengu ekki eitt færi í fyrri hálfleik en skora svo 3 mörk á 4 mínútum eftir að Liverpool kemst 0-2 yfir.
Alltaf mikið af mörkum í leikjum þessara liða og skemmtilegir eru þeir en þetta er bara djók.
Gjörsamlega kreisí leikur, ætlaði að opna bjór en liggur við að það þurfi eitthvað sterkara!
Sú feita hefur ekki sungið, nóg eftir.
Þetta er bara staðfest. Liverpool er erfiðasta lið í heiminum til að halda með. Enn eitt skiptið að tapa niður unnum leik sem átti ekki að vera í nokkurri hættu á að tapast. Eitthvað að í hausnum þarna
Gjörsamlega karakterslausir gaurar í þessu liði.
Ég bara gefst upp, veit ekki hvað er hægt að segja við svona frammistöðu
Ótrúlegir rússibanaleikir alltaf á móti Arsenal…endalausir viðsnúningar og hrúgur af mörkum…skulum vona að við fáum Chamberlain bara inn á sem skorar og leggur svo upp sigurmarkið fyrir Mané…það væri nú eitthvað!
Vá mane er búin að vera slæmur
Af hverju getum við ekki bara fengið eitt mark á okkur og skellt svo aftur í lás? Virðumst alltaf þurfa að bjóða liðum í heimsókn í markteiginn og fá áfall úr stressi eftir fyrsta markið þeirra.
Þetta er búið. Við erum ljósárum frá því að hafa karakter til að koma til baka eftir svona. Verður stærra tap ef eitthvað er.
En Klopp gæti kannski gert sniðuga skiptingu á 83 mínútu til að breyta öllu.
Góðu fréttirnar eru að Mignolet er ekki að fara spila mikið meira. Slæmu fréttirnar eru að það tók 3 ár að fatta það.
Mane tekur ekki eina rétta ákvörðun þessa dagana
3-3, þvílíkur leikur.
Jæja Peter með smá hjálparhönd fyrir okkur 🙂
KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!
Bobby Firmino!!!!!!!!!!!!!!!!
4-5
Elska þetta kommentakerfi á þessari síðu um leið og það er eitthvað mótlæti fyllist allt af ummælum um hvað þessi og hinn sé mikið sorp og aumingi og að menn sé hættir að halda með þessu rusl liði og ég veit ekki hvað og hvað.
Það er eins og að menn fái enga ánægju við að horfa á fótbolta og séu að bíða eftir því að þeir geta verið reiðir og fengið að urða yfir einhvern.
Koma svo!
YNWA
Ég vil fá Danny Ward í markið.
Þetta er ekki hægt með Mignolet. Þrjú skot og öll inn…
Afhverju er Ox ekki settur inn?
Góð skipting að mínu mati. Sáttur.
Fokking Can að stinga ekki boltanum á Firmino… ótrúlegt að horfa upp á þetta!!
Ox inn á 84.
Mun örugglega hafa gríðarleg áhrif á leikinn.
Það er eitthvað að hjá Mane.
Enn og aftur er Firmino með geggjað vinnuframlag. Hvaða gasi er þessi maður að anda að sér?
Tvö töpuð stig….fer að verða eins og rispuð plata
Afhverju gerir Can allt of seint
Jurgen Klopp er tröllið sem stal Jólunum
Nýja vörn og markmann, takk fyrir.
Gubb
Hvernig erum við enþá með þennan markmann….. Liðinn neðarlega í deildinni með betri markmenn
Anda með nefinu félagar 4-0 fyrir okkur á Anfield 3-3 á Emirates enginn heimsendir.
Gleiðileg jól öllsömul !
hörmung!
Takk fyrir jólagjöfina Mingolet vonandi vermir þú bekkinn í næsta leik í varaliðinu.
Djöfull er örugglega ógeðslega pirrandi að vera þessir framherjar í þessu liði og leggja allt sitt undir og standa sig ofurvel að þurfa horfa á þessa skitu hjá vörninni, nýjann markmann takk sem hefur einhvern fokking PUNG
Nú skulu eigendurnir og njósnarateymið fresta jólagleðinni, taka upp helvítis veskið, hætta að spara og kaupa þar sem veikleikarnir eru.
mér fannst joe gomes drullulélegur í þessum leik,5 min. og allt fór til andskotans!! hvaða rugl er þetta??
6 stig töpuð í síðustu 4 leikjum það er bara of mikið.
Tvö meiriháttar gölluð lið skipta stigunum á milli sín. Það góða fyrir Liverpool er stig á erfiðum útivelli og þeir halda Arsenal fyrir aftan sig.
Frábær leikur, alltaf gaman þegar þessi lið mætast. Svipuð gæði og ef eitthvað er, er Liverpool betra liðið.
Mingolet má ekki byrja næsta tímabil. Hef sagt það síðan hann kom til Liverpool, þessi maður er ekki sigurvegari. Ef varamarkmenn okkar eru ekki betri en hann þá verður bara að splæsa í markmann.
#112 segi það alveg öfugt, svakalega hlýtur að vera pirrandi fyrir varnarmenn að sóknin geti ekki nýtt færi sín. Hefði átt að vera 0-4 í hálfleik. En annars þvílík jólagleði í stórskemmtilegum leik sem hefði átt að vinnast en stigið bjargaðist þó og ég er áfram bjartsýnn á liðið undir stjórn herra Klopp. Þetta bestnar bara og Gleðileg Jól Kop menn og konur og allir hinir!
Er hættur að skilja -0-2 með yfirburði í leiknum 3-2 undir eftir 5-6 mín og endar 3-3. ?
Það skrýtna með Mignolet er að það eru 2 betri markmenn í þessum hóp og samt fær hann leiki..
Joe Gomez réði heldur ekki við verkefnið í kvöld.
Fantaskemmtilegur leikur þó úrslitin svíði aðeins, YNWA!