Podcast: VVD – viðbrögð við fréttum dagsins

Hvað er betra fyrir síðasta podcast þátt ársins en að fá stærstu fréttir ársins hvað leikmannakaup varðar? Fyrstu viðbrögð við fréttum dagsins voru auðvitað ofarlega á baugi í þætti vikunnar. Eins gerðum við fyrri hluta tímabilsins lauslega upp og fórum aðeins yfir leiki vikunnar. Langur þáttur í dag enda nóg að ræða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 176

26 Comments

  1. Er að hlusta. Held að VVD sé ekki gjaldgengur gegn Burnley. Það er ekki hægt að skrá leikmann fyrr en glugginn opnar og minnir að það sé 24 klst grace period á nýjum leikmönnum.

  2. Kids. Ég held að þið séuð að ofmeta þetta. Já, hann kostar fáránlega mikið en hann er ekki að fara að gera okkur að meistaraefnum. Rólex.

  3. #4 og þú ert að mögulega að vanmeta þetta statement sem klúbburinn er að senda akkurat það að þeir gera nánast hvað sem er td borga fáranlegar upphæðir til að fá réttu mennina.

    Ég held að Van Dijk muni jú hjálpa okkur að verða meistaraefni og ásamt því að sýna framtíðar leikmönnum að LFC sé alvara að komast á hærri stall.

    Klopp hefur ofurtrú á þessum leikmanni og ég treysti Klopp.
    Góðar stundir félagar.

  4. #4 og #5,

    Það þarf auðvitað meira, t.d. toppklassamarkvörð og sexu (djúpan miðjumann) en þar með væri hópurinn orðinn geggjaður og fær í flestan sjó.

    Klopp veit alveg hvað hann er að gera, byrjunarliðskandídatarnir sem hann hefur sóst eftir hafa svo til allir staðið fyrir sínu og margir gott betur en það. Líka lykilatriði hve margir leikmenn hafa stórbætt sig og tekið að dafna undir hans stjórn.

    Nú er breiddin að verða prýðileg alls staðar á vellinum og lítil ástæða til að kaupa fleiri varaskeifur. Spennandi tímar framundan.

  5. Það þarf engan djúpan miðjumann….við spilum sóknarbolta!

    Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist í markmannsmálum. Kannski næsta sumar.

    En mikið svakalega voru þetta rosaleg kaup í dag.

    Þannig að bara vel gert Liverpool, FSG, Klopp og ekki síður Virgil sem er eiginlega orðinn legend áður en hann er mættur fyrir að neita öllum hinum.

  6. #7

    Ég er sammála því að Liverpool lið Klopp þarf ekki endilega alvöru varnarsinnaðn miðjumann. Hins vegar myndi nú ekki spilla að hafa betri kost í þá stöðu en við höfum séð síðustu misseri. Líka upp á 4231 og fleiri möguleika.

    En ég held að þetta sé að verða alveg hrikalega solid. Spurning hvað gerist með Coutinho og Can en það er a.m.k. öruggt að það kæmi feitur peningur fyrir Kútinn og ég treysti Klopp alveg til að ráðstafa honum – sem ég hefði ekki treyst síðasta stjóra nærri því jafnvel til að gera.

  7. Setjum þetta í smá samhengi. Hér er varnarlínan gegn Swansea (í pundum):
    TAA (akademían, frítt)
    Matip (frítt)
    Klavan (4m)
    Robertson (8m)

    Bekkur: Gomez (3.5m), Lovren (20m)

    Já veistu, ég held að það sé í lagi að Liverpool splæsi aðeins á vörnina…

  8. Ég vill bara fá fleiri braziliu menn í liðið þeir virka allveg ágætlega hjá okkur í dag og í ensku deildini allmend haha

  9. Sammála flestu held ég nú bara. Mér líkar samt aðeins betur við Migno en þið. Til að mynda orðin töluvert betri en þegar hann kom fyrst. Eitt og eitt shit happens moment hjá honum eins og öllum öðrum leikmönnum allra annarra liða.

    Virgil – Geggjuð viðbót. Hlakka mjög mikið að sjá hann í rauðu treyjunni og ég hef mikla trú á að aftari hluti hryggjasúlunar hafi verið að taka eitt ef ekki tvö skref upp á við.

    Ég spái því að Vardy og félagar sjái ekki til sólar. Held að þjálfari þeirra horfi meira á leikinn 1sta Jan gegn Huddersfield heimafyrir, miklu mikilvægari 3 stig í boði þar. Þeir eru bara ekki í stöðu til að rótera eins og við og hann vill eflaust ekki að menn komi útkeyrðir með ekkert í pokahorninu frá Anfield.

    Annar 5-0 sigur í röð. Fáranlega ferskar lappir frá mönnum eins og Mané, Milner, Lallana, Gomez og Salah/Bobby sem spiluðu stutt annan dag jóla á að vera nóg til að rúlla þægilega yfir þá. Svo koma Coutinho, Can/Gini/Ox og fleirri óþreyttir inn gegn Burnley sem spilar væntanlega á svipuðu liði og 45 tímum áður og við rúllum einnig þægilega yfir þá með aðeins minni sprengju, 0-2.

    Ég er mun bjartari á þessa leiki en oft áður. Finnst Klopp vera búin að rótera nógu vel og er greinilega var við þessa þreytuþætti og hugsar aðeins lengra fram í tímann en hann var að gera fyrst.

    Annars er ég bara spenntur fyrir komandi ári. Everton fær skell fimmta janúar og við verðum fyrstir til að vinna City þann fjórtánda. Meistaradeildin hefst fljótlega og ég held barasta að við séum að fara sjá góða tíma… það er einhver tilfinning þarna undir sem gerir mig bjartsýnan

    Góðar stundir og Gleðilegt ár
    YNWA

  10. Sagan segir að Klopp hafi hótað FSG að fara út með hundinn sinn og koma ekki aftur ef kaupin gengu ekki eftir.

    Ég hótaði einu sinn konunni svipað en fór út með hundinn í göngu. Þegar ég kom aftur var konan farin og nú er hundurinn dauður.

    In Klopp we trust.
    YNWA.

  11. Flott kaup og ánægður með þetta statement frá FSG. Var efins um ágæti FSG en eftir þessi kaup þá er ég farinn að vera sannfærður um ágæti þeirra (svo lengi sem Coutinho fari ekki í janúar, það væri glapræði enda meiri þörf fyrir hann að hjálpa okkur að ná meistaradeildarsæti og ganga vel í meistaradeild frekar en að hann spili í deild sem Barca er búið að vinna.

    Staðan á LFC, dýrasti varnarmaður í heimi kominn, búið að stækka völlinn og önnur stækkun á teikniborðinu, einn mest spennandi stjóri á markaðinum í dag að stjórna skútunni og ein skemmtilegasta sóknarlínan. Svo er Keita á leiðinni sem ég held að sé stórkostlegur leikmaður (í liði ársins í Þýskalandi fyrri hluta árs). Það sem vantar núna er heimsklassamarkmaður og eftirmaður Couthinho þegar hann fer í sumar.

    Ef við náum meistaradeildarsæti í vor þá eru þessi kaup búinn að borga sig.

  12. Frábært að fá alvöru miðvörð í liðið. En eitt það besta við þessar fréttir er að nú hefur Southampton efni á nokkrum nýjum leikmönnum handa okkur! Hlakka til að sjá þá í rauðu treyjunni eftir 1-2 ár.

  13. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Liverpool áhangendur. Einhverjar þær bestu síðustu ára.

    Enska knattspyrnan verður bara stærri og stærri. Við sjáum núna að eigendur Man City eru að veðja nákvæmlega á það. Áhuginn vex og vex alls staðar í heiminum og það á kostnað ítalska og spænska fótboltans. Við sjáum hvað er að gerast í Meistaradeildinni, ensku liðin eru ógnarsterk, og það er ekki að fara að breytast næstu árin.

    Liverpool getur orðið enn stærra félag en það er í dag. Þ.e. orðið eitt ríkasta og besta félagslið í heimi ef rétt er haldið á hlutunum. Grunnurinn er til staðar. Liðið er virkilega spennandi, augljóst hvað þar þarf að bæta (minna en áður samt) 🙂 og knattspyrnustjórinn geggjaður. Við höfum verið ca. 10 ríkasta knattspyrnulið í heiminum en getulega töluvert langt frá því sæti. Það hefur breyst að mínu mati á síðustu tveim árum. Nú er ástsæla liðið okkar að mínu mati í topp 10 á báðum stöðum – bæði fjárhagslega og getulega.

    Þó Van Dijk hafi kostað skyldinginn þá skiptir núna öllu máli að halda Coutinho. Í mínum huga getur þarna skipt sköpum hvar við viljum vera á næstu árum. Allir sterkustu leikmenn í heimi munu leika á Englandi (ekki á Spáni) innan fárra ára. Aðrdráttaraflið er einfaldlega of mikið og peningarnir meiri og meiri. Þó við fengum 130 milljónir punda fyrir Coutinho myndum við einfaldlega tapa þeim fjármunum fljótlega ef við náum t.d. ekki í Meistaradeildina.

    Þannig – kaupin á Van Dijk eru frábær en þau súrna til muna ef við seljum á móti okkar besta leikmann til eins af keppinautum okkar. Við erum í dauðafæri, betra en ég man eftir síðustu 26 árin, og nú er það eigenda liðsins að nýta það tækifæri.

    Áfram Liverpool!

  14. Sæl og blessuð.

    Ég var aldrei spenntur fyrir þessum VvD – ekki frekar en Chambó. Sá síðarnefndi hefur í síðustu leikjum sýnt slíkar framfarir að maður bíður þess bara að hann ýti Mané úr byrjunarliðinu. Ég er augljóslega síðri spekúlant en Klopp og nú vona ég að þessi nýi rándýri varnarmaður verði fundni hlekkurinn i varnarlínunni. Þá er bara að vona að Coutinho fari ekki fet í janúar. Ef hann yfirgefur okkur þá reiknast mér til að hann spili ekki í meistaradeildinni fyrir Barca. Varla er það ósk hans.

    Ef liðið fær langþráð frí frá ólukkunni og býður upp á stöðugri varnarleik er aldrei að vita hvað gerist í meistaradeildinni í vor. Ég ætla að leyfa mér að var bjartsýnn og sjá fyrir mér að okkar menn komist í úrslitin. Real er á maganum, Barca er ekki óvinnandi vígi, PSG er ógnvekjandi en það erum við líka. B. München fjarri því óviðráðanlegir og við eigum harma að hefna gegn City.

  15. Er ég eitthvað að misskilja, er ekki Keita þessi djúpi miðjumaður sem okkur vantar? Annars topp staða að fá VVD til að stoppa uppí auðsjáanleg vandamál.

  16. Keita er sagður mun sókndjarfari og spilar jafnan framar en við þekkjum frá varnartengiliðum. Hvar svosem hann kemur inn á miðjuna skiptir líklega ekki öllu, hann er með vinnusemi sem ætti að stórbæta liðið varnarlega á miðsvæðinu.

  17. Eftir svona kaup.
    Hvað myndu menn vilja sjá næst ?
    Ég myndi segja að það ætti að gefa Mignolet séns út þetta tímabil með Matip og Van Dijk fyrir framan sig.
    Sóknin og kantmenn eru í toppmálum
    Bakvarða stöðurnar eru allt í lagi með Robbo og Moreno í bili.
    Ef Coutinho verður út tímabilið þá er miðjan alls ekkert slæmt með Coutinho, Winjaldum og Lallana, fer reyndar eftir því hvort að Emre Can fari í jan, það er ekkert slæm miðja.

    Er þetta ekki bara farið að líta þokkalega vel út ?

  18. Þetta er gríðarlega spennandi.

    Í sambandi við Mignolet / Karius umræðuna að þá grunar mig að sá síðarnefndi muni virka betur með Dijk og Matip heldur en Migs. Dijk er hraður, góður með boltann og hefur gaman að því að keyra upp á varnir sem liggja aftur til að hjálpa til við niðurbrot þeirra. Matip getur einnig gert þetta og þegar allt liðið pressar ofarlega í þokkabót þá er mikilvægt að vera með markvörð sem getur gripið inn í hraðar sóknir andstæðinganna, fyrirgjafir og stungur. Það sem ég hef séð af Karius hingað til gefur mér vonir um að hann sé þessi markvörður sem til þarf með þessari vörn.

    Þetta verður allavega spennandi janúar.

  19. Mér sýnist Klopp ætli að fara þá leið að gefa Virgil þann tíma til að komast í almennilegt form og aðlagast leikstílnum. Það má því frekar búast við honum á bekknum í hans fyrstu leikjum og mögulega fær hann ekki sína fyrstu byrjunarliðsleiki fyrr en í miðbik Janúar.

    Ég tel það miklu skynsamlegra heldur en að henda honum strax ofan í djúpu laugina. Hann er að ná sér af meiðslum og eins og Klopp sagði þá tekur lengri tíma fyrir hávaxna leikmenn að ná toppformi en fyrir þá sem eru smávaxnir.

    Ég hef mestar áhyggjur af pressunni sem er á honum en samt ekki meiri áhyggjur en svo að ef hann sýnir bara þau gæði sem hann sýndi með Southamton í leikjum gegn Liverpool í fyrra, þá munu þessi kaup margborga sig.

    Hann er með þetta allt. Stór Skrokkur, hávaxinn, teknískur, hraður, toppskallamaður, með afburðarsendingargetu og les leikin mjög vel.

  20. Þið podast menn. Alltaf skemmilegt á að hlusta, megið þið, og við, og Liverpool hafa sem alldra besta komandi ár. Eithvað sem segjir mér að svo verði.
    Gleðilegt nýtt ár allir saman.
    YNWA

  21. Er kannski búið að ganga frá sölu á Coutinho og þannig er þessi kaup fjármögnuð. Nei segi sí sona.

Virgil van Dijk kominn (staðfest)

Upphitun: Leicester á Anfield og Jóhannes Karl í Kop-podcasti