Liðið gegn Spurs (leikþráður)

Jæja, liðið er klárt og það er sterkt enda tilefni stórt! Það þarf ekkert að tala þennan leik neitt mikið upp, þetta er klisjukenndur sex stiga leikur og gríðarlega mikilvægur upp á CL sæti. Þetta Tottenham er ógnasterkt og ég sé fyrir mér hörkuleik í dag.

Klopp stillir þessu svona upp í dag, TAA kemur inn í stað Gomez (meiddur) og við fáum að sjá enn eitt miðvarðarparið en Virgil kemur inn í stað Matip. Svolítið sérstaskt að sjá Milner byrja þennan leik að mínu mati en hvað um það. Liðið er svona:

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Milner – Can – Henderson

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, Matip, Moreno, Wijnaldum, Chamberlain, Ings, Solanke

Lið Tottenham er: loris, Trippier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Dele, Son og Kane.

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

Koma svo, YNWA!

115 Comments

  1. Sammála, skrítið að sjá miðjuna svona, en þýðir ekkert að væla yfir því. Klopp ræður, og telur þetta sterkasta lið okkar í þetta verkefni í dag. Ég bið bara um hið ómögulega, að við náum að halda hreinu 🙂

  2. Mjög sáttur við þetta byrjunarlið. Var að vonast til að Lovren myndi halda sæti sínu. Matip bara búinn að vera slakur undanfarið.

    Gomez er ungur og efnilegur leikmaður en því miður slokknar allt og oft á hausnum á honum með afdrifaríkum afleiðingum. Risa-risa tækifæri fyrir Trend Arnold.

    Milner, Can og Henderson voru mjög góðir á móti Bournmouth og bara hið besta mál að þeir haldi sæti sínu í liðinu.

    Þetta verður rosalegur leikur! Spurs eru sko ekki mættir á Anfield til að parkera rútunni í eigin vítateig, það er alveg á hreinu.

  3. Solid lið hjá okkur í dag.

    Millner var flottur í síðasta leik en þá var göngu bolti í gangi. Maður hefur alltaf áhyggjur af hraða hans í svona leik og hefði maður haldið að orkuboltinn Winjaldum sem er oftar en ekki góður í stórleikjum myndi byrja.
    Miða við hvernig TAA spilaði um daginn þá hefði maður haldið að hann myndi fá lengri hvíld frá liðinu. Gomez er líklega meiddur en hefði ekki Millner bara mátt spila í bakverðinum?

    Maður treystir samt Klopparanum og maður á von á rosalegum leik í dag milli tveggja góðra liða.

  4. Bitlaus miðja (nákvæmlega ekki neitt að marka huddersfíld) en það á skiljanlega að vera aðeins passívari í dag. Vonum það besta

  5. Þar sem Gomez er ekki með og TAA inni þá er gott að sjá passívari leikmann inni á miðjunni, þ.e. Milner.

    Líst vel á þetta. Hasar.
    Við vinnum 3-1
    Dele Alli fær rautt í leiknum.
    YNWA

  6. sjáið hvað Milner er fljotur að tala menn til og róa þá. um leið og salah skorar hleypur hann i hopinn og róar menn. Góðir leiðtogahæfileikar og reynsla.

  7. Vá frábær byrjun þar fór spá mín um steindautt jafntefli en ég er bara mjög sáttur 🙂

  8. Mane verður að fara að nýta eitthvað af þessum færum sem hann fær !

  9. Mané átti drjúgan þátt í markinu. Hann er engu að síður með Sterling-syndrómið. vonandi að það venjist af honum.

  10. það er hins vegar efni í litla rannsóknarskýrslu hversu illa við förum með skyndisóknirnar.

  11. Ánægður með minn mann karius buinn að vera grípa vel inní og verja bara nokkuð vel áfram gakk!

  12. Milner pressar og pressar, eins og hann sé bara 20 ára gutti , þindarlaus 🙂

  13. Er þetta skipulagt hjá Karius og Klopp, eða er Karius einfaldlega svona svakalega lengi að koma boltanum fram?

  14. Er smeykur um að nú fái þeir hvítklæddu yfirhalningu í leikhléi og komi tvíefldir til leiks. Þeir hafa verið afar mistækir í fyrri hálfleik en við höfum farið hlíft þeim við refsingum. Rangar ákvarðanir á færibandi þegar kemur að síðustu og næstsíðustu snertingu.

  15. Frábær fyrri hálfleikur, Hendo er kominn í gamla vinnsluformið sitt og það þurftum við svo sannarlega á að halda. Gaman að sjá Milnerinn þarna, hörkuduglegur líka. Salah er bara heimsklassaleikmaður og hann skorar og skorar og skorar og hefur líka gott auga fyrir spili, er eiturharður í átökum og með frábært jafnvægi.

    Eina neikvæða við fyrri hálfleikinn er afspyrnuslakur dómari leiksins. Af hverju sleppa spursarar með spjöldin??

  16. Flottar fyrstu 45 mín.

    Okkar menn eru að gefa sig allan í leikinn og djöflast og berjast en það má samt ekki gleyma að þetta er ekki hauslaus her heldur gríðarlega vel skipulagður pressuleikur sem lætur sterkt lið Tottenham líða mjög illa með boltan og hafa þeir tapað boltanum aftur og aftur.

    Tottenham liðið eru samt mjög hættulegir og í þau fáu skipti sem þeir komast í gegnum pressuna þá fær maður auka hjartslátt að sjá þá jafnmarga og varnarlínan okkar.

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp mun setja upp síðarihálfleikinn en ég veit ekki hvort að við getum spilað svona hápressu gegn svona vel spilandi liði í 90 mín.

    Annars á allt liðið okkar hrós skilið í dag. Karius soldi, Varnarlínan traust, miðjan vinnusöm og sóknarmennirnir hættulegir.

    Þetta er enþá galopið og getum við séð þetta fara í allar áttir en fyrstu 45 voru vel spilaðar af strákunum okkar.

    YNWA

  17. frábær fyrri hálfleikur. Can, Hendo og Milner búnir að vera frábærir.

    Vörnin solid en vont að Trent er kominn með gult spjald. Spurs er með hörkulið og þetta er langt í frá í höfn. Baráttan er samt til fyrirmyndar.

    Mane næstum kominn í gegn í lok fyrri hálfleiks en léleg sendingin frá Salah.

    Seinni hálfleikur verður jafn rosalegur og sá fyrri!

  18. Flottur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum og sérstaklega finnst mér Karius búinn að vera góður.

  19. Ég vona að við komum ekki eins í seinnihálfleik eins og leiknum á móti arsenal :-). Verðum að bæta við marki. Allavega búnir að halda hreinu í fyrri hálfleik 🙂 , en bara 39% með boltann.

  20. Afhverju eru menn á því að við klúðrum seinni hálfleik ??? Hvernig var staðan í hálfleik á móti City ? og hvernig fór sá leikur ???

  21. Sælir félagar

    Mér finnst liðið vera að spila vel þó bakverðirnir séu svolítið strekktir og æsingurinn komi niður á sendingum sérstaklega hjá Robertson. Mané er líka búinn að vera að reyna og ég tek ekki undir gagnrýni á hann. Miðjan fín og varslan hjá Karíusi góð og eflir sjálfstraustið hjá honum. Ég er í heild sáttur enda hafa Spurs ekki ógnað nema í föstum leikatriðum hingað til. látum það vita á gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

  22. Sammála með þessa eilífu gagnrýni á Mané. Hann er stórhættulegur með boltann og pressar vel til baka. Skorar slatta og býr til helling líka.

  23. Eins og mig grunaði, við byrjum ekki eins vel í seinni, tottenham pressar og pressar. Við þurfum eins og eina góða skyndisókn og mark frá Salah 🙂

  24. Loksins þegar maður þóttist hafa alvöru vörn þá gerist þetta.

    Þrír hafsentar inni á …

  25. Þetta var svo sem ekki vörnin sem klikkaði heldur sóknarmenn sem fengu færin á silfurfati.

  26. Halló hasshausar !!! hver átti að verja þetta ???

    Djöfuls anskotans neikvæðni alltaf

  27. Hvað er Klopp að spá ? Vörnin var í frábærum málum. Miðjan var vesen þar sem við vorum yfir spilaðir og hann tekur út miðjumann? Þetta er ein versta skipting sem ég hef sep

  28. Hlaut að koma að þessu. Ólíkt okkar liði að vera svona í skotgröfunum.

  29. kvekindið var rangstætt þegar sendingin kom. ergo: ekki víti.

  30. Réttlætinu fullnægt. Það sem þetta var augljós rangstaða í aðdraganda vítisins :O

  31. Einn lélegasti leikur okkar á tímabilinu. Verðum heppnir með jafntefli.

  32. rosalegur skandall. VvD sparkaði aldrei í leikmanninn. Hann henti sér á löppina sem var kyrrstæð.

  33. VVD dró fótinn alveg að sér til að forðast contactið, þetta var í mesta lagi brush. Algjör aulaskapur að fara niður og einnig að kalla þetta víti.

  34. Nú hljóta síðustu geirfuglarnir sem eru á móti VAR að fara að deyja út.

  35. það er ár og dagur síðan ég hef séð jafn ofboðslega fáránlega aumingjaskitu hjá þessum helvítis fíflum sem dómararnir eru. plúral. fari þeir í xxxxgat!

  36. Dómaraskandall af verstu sort Tottenham heppnir að skríða í burtu með 1 stig.

  37. Dómgæslan í þessum leik! Djísus!

    Hvar er VAR þegar við þurfum á því að halda?

    Jon Moss niður í þriðju deild, takk.

  38. Línuvörðurinn gaf þeim víti úr engu í uppbótartíma, og svo fengu þeir víti fyrr í leiknum þegar rétt hefði verið að dæma rangstöðu.

  39. Tvö víti frá þessum línuverði. Ætti að halda sig við að reyna að dæma innköst. Klárlega rangstaða í fyrra vítinu og svo þessi vitleysa!

  40. Ein mesta aumingja dómgæsla sem sést hefur lengi enda kölluðu áhorfendur “cheat”

  41. HVERNIG GETUR HELVÍTIS AÐSTOÐARDÓMARINN TEKIÐ SVONA ÁKVÖRÐUN á ATVIKI SEM ER SVO LANGT FRÁ HONUM !!!!
    Snertingin var lítil sem engin, hann kemur við hann en aldrei nægilegt til að réttlæta vítaspyrnu.

  42. Jæja er þetta ekki orðið gott með dómara á Englandi þetta er bara orðið djók og en einu sinni eru þeir að skemma fótboltaleik með sínum furðulegu ákvörðunum.

  43. Lærdómur dagsins: Emre Can á ekki að vera fyrirliði. 🙂

    Allt niður á við eftir að hann tók við keflinu.

  44. Tvær dýfur hjá leikmönnum Tottenham og tvö víti. Frábært!

    Takk dómari!

  45. Að jákvæðu nótunum eftir þennan dómaraskandal.

    Karius og Salah menn leiksins!

  46. Gott stig á móti betra liði. Ekki góður dagur fyrir fyrir Klopp… tekinn í bólinu. Fáránlegt að leggjast svona snemma.

  47. Flottur leikur frá liverpool finnst mér en alveg skelfilegar ákvarðanir hjá dómaranum og linuverdi dæma 2 vitir og báðar tæpar finnst mér það verður að fá meiri gæði í dómara í ensku

  48. Það er alveg nóg að spila á móti Tottenham en þurfa einnig að spila á móti dómara og línuvörðum er einum of mikið. Hvort vítana voru réttur dómur og það er einu orði sagt óþolandi að tapa teimur stigum út af slíkum mistökum.

  49. Tvær vítaspyrnur, hvorug átti rétt á sé rangstaða í fyrri og leikaraskapur í seinni.

  50. Sælir félagar

    Þetta er einfaldlega mjög vond niðurstaða. Alltaf þegar Klopp skiptir út til að veja stöðuna þá fáum við undantekningarlaust mark eða mörk á okkur. Seinni hálfleikur var afar slakur af okkar hálfu og ef við hefðum ekki Mo Salah þá værum við í djúpum skit og hefðum skít-tapað þessum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  51. F….ng línuvarða/dómaraskandall.
    Eftir þetta Messi esque mark hjá Mo, þvílíkt svekkjandi.
    Anskotinn!!!

  52. Einhvern veginn grunar mann að línuvörðurinn sé involveraður i veðmálasvind!

  53. ÓTRÚLEGA VOND DÓMGÆSLA! Mesti skandall sem ég hef upplifað í seinni tíð. Ég bara hreinlega skil þetta ekki. Sami línuvörðurinn sleppir augljósri rangstæðu í fyrra vítinu og svo krefst hann víti síðar. Hver er þessi maður og af hverju í helvítinu er þetta hægt???????????????????

    Ég er brjálaður!!

  54. Aðstoðardómarinn átti hörmulegan dag ásamt þessu rusli sem Moss er.

    Engu að síður var seinni hálfleikurinn algjör hörmung og Can var herfilegur…..

    Salah var flottur en allt of margir voru undir pari í dag.

  55. Liverpool átti ekkert að fá út úr þessum leik. En við vorum næstum búnir að vinna hahahahaha.
    En helv….. dómararnir sáu um það gagnstæða. Áfram Liverpool.

  56. Ég er líka brjálaður Svavar Station #92. Þetta var ekki góður leikur af hálfu liðsins en ef einhver leikur mun standa eftir í minninu vegna hörmurlegrar dómgæslu er það 4/11/18. Skandall.

  57. Hvað er að mönnum hérna….áttum við ekkert skilið úr þessum leik. Vorum yfirburðalið í fyrri en heldur slappari í þeim seinni. Áttum svo sannanlega skilið að vinna því færin voru okkar og ef ekki hefði komið til þetta geðveika dómarapar þá væru þrjú stig í húsi. Hættið svo þessum andskotans bölmóð alla daga.
    YNWA

  58. Þetta var reyndar aldrei rangstæða í fyrra vítinu þar sem boltinn hafði viðkomu í liverpool leikmanni. Sanngjörn úrslit enda Tottenham mun betri í seinni hálfleik. Takið nú einu sinni niður Liverpool gleraugun! Auk þess fenguð þið mark í forgjöf eftir heimskulega sendingu Dier á Salah.

  59. Ég virðist meira að segja vera kominn fram í nóvember í hugsun, eða í rómverska tölustafi. IV. II. MMXVIII. Et tu, Brutus?

  60. Að heyra í þessum sjálfskipuðum sérfræðingum í messuni,ég gæti ælt.

  61. Liverpool atti að vinna þennan leik. Skita hjá línuverðinum sem dæmir bæði vítin og ótrúlegt að við séum að tala um svoleiðis rugl eftir svona skemmtun. Sumir eru athyglisjúkir

  62. Burtséð frá vítunum – skrifa ég þessa leikslokaskitu alfarið á Klopp.

    Skiptingarnar ömurlegar. Hendó búinn að vera frábær – tekinn útaf! Matip virkaði ekki, Ox virkaði ekki. Milner tekinn útaf og flokkurinn eins og hauslausar hænur þegar báðir fyrirliðarnir voru komnir útaf. Can á ALDREI að vera fyrirliði, þá fer allt í rugl.

    Djöfulsins bara! (afsakið mig)

  63. #102 Þó að boltinn snerti leikmann andstæðings á samt að dæma rangstæðu á sendinguna. Það er ekki rangstaða ef leikmaður Lfc leikur boltanum inn fyrir á leikmann Tottenham. En ef boltinn strýkst við hann er það rangstæða.

  64. Vá ég nenni ekki að ræða einstaka frammistöðu leikmanna og þjálfara teymis liverpool.

    Liðinu var að takast að sigra ljótan sigur sem liðið virtist ætla verjast og halda út.

    Eftir geggjað spurs mark og ótrúlegt einstaklings framtak salah virtust þessi 3 stig liverpool

    En þá tók við ótrúleg atburðar rás annars aðstoðardómarans ég hreinlega kalla eftir hvort fíflið hafi veðjað á x-2 fyrir leik.. svo mikið fíaskó átti sér stað þarna…..

  65. #107
    Og þú hefðir auðvitað vitað betur en Klopp og látið Henderson hlaupa í 90 mínútur gegn einu erfiðasta liði deildarinnar, manninn sem er nýkominn úr meiðslum. ….og Millner líka, á sínu 33. aldursári.

  66. Ég hlustaði á lýsingu á í beinni siðu LFC. Annar lýsandinn var fyrrverandi leikmaður með Liverpool (náði því ekki alveg hver), og þeir hraunuðu yfir dómgæslunni allan leikinn með solid rökum. Ég hef oft hlustað á meðan Liverpool spilar, því þeir vita vel um hvað þeir eru að tala. Ég hef aldrei áður heyrt dómgæsluna fá svona slæma og mikla umfjöllun hjá þeim. Dómara-tríóið fékk algjöra falleinkunn og voru alveg óhauslausir og stór furðulegir.

Spurs mæta á Anfield

Liverpool – Tottenham 2-2