Podcast – Alvöru alvöru Evrópukvöld á Anfield

Það er óhætt að fullyrða að goðsögnin um Evrópukvöld á Anfield hafi heldur betur staðið undir nafni í gærkvöldi þegar milljarðalið Man City fékk að kynnast einhverju sem eigendur félagsins hafa ekki ennþá náð að kaupa. Þetta var alvöru en það er bara hálfleikur í einvíginu. Helgin fór einnig frábærlega fyrir Liverpool og því létt yfir mönnum.

Til að fara yfir þetta með okkur fengum við Meistara Kidda Kjærnested galvaskan beint úr Europa League setti á 365. Ekki á hverjum áratug sem formenn tveggja íþróttafélaga í Reykjavík koma saman á öldum ljósvakans og tala um eitthvað skemmtilegt.

Kafli 1: 00:00 – Alvöru Evrópustemming á Anfield
Kafli 2: 11:00 – Hversu stór skilaboð voru þessi úrslit?
Kafli 3: 22:55 – “Veiki hlekkurinn” maður leiksins
Kafli 4: 31:25 – Búið að laga mestu vandræðastöðurnar
Kafli 5: 35:50 – Ox-Chamberlain og miðja Liverpool í leiknum
Kafli 6: 42:50 – Klopp vs Guardiola og seinni leikurinn á Etihad
Kafli 7: 48:05 – Síðasta helgi frábær
Kafli 8: 56:30 – Vangaveltur fyrir Everton og seinni leikinn gegn City

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristinn Kjærnested

MP3: Þáttur 188

8 Comments

  1. Takk fyrir drengir ! Nú berast þær fregnir að Can sé frá út tímabilið og að HM sé jafnvel í hættu hjá honum. Það þynnist fljótt hópurinn hjá okkur. Can hefur þá væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir LFC ! Vona samt ekki.

  2. Karíus
    Clyne-Masterson-vvd-moreno
    Woodburn-Henderson-wijnaldum-mane
    Ings-Solanke

    Þetta lið vinnur Everton sem er án Gylfa,Guaye,McCartney

  3. #1,

    Sami blaðamaður sagði að VvD væri á leið til City. Það er lítið að marka aðra en James Pierce (Echo), Melissa Reddy (Joe, illu heilli), Paul Joyce (Times) og í mesta lagi 1-2 aðra sem hafa sæmilegan aðgang og mætti kalla málpípur félagsins. Neil Moxley er sannarlega ekki í þeim hóp.

  4. Þúsund þakkir fyrir hlaðvarpið! Eina neikvæða við þetta hlaðvarp var að fallegu tölurnar ,,3-0″ duttu niður á síðunni.

    Varðandi Everton leikinn að þá vil ég að Klopp taki enga sénsa og mæti með b-liðið að mestu leiti hjá okkur. Shitty munu 100% gera það á móti manhú og við megum ekki við fleiri skakkaföllum. Auðvitað notum við Karius, vörnina og Hendo en hvíla alla hina!

  5. Við megum alls ekki við því að fara tefla fram einhverjum labbakútum gegn Everton. Þótt að það séu leikir í léttari kantinum eftir….Bmouth, Stoke, WBA, Brighton þá er líka leikur á Brúnni við Chelsea eftir.

    Varðandi seinni leikinn við Shitty….þá eigum við náttúrulega Wijnaldum til að koma inn fyrir Henderson (leikbann) á meðan E.Can er enn meiddur.

    Verra með Salah, Ings og Solanke ekki kannski að fara gera sömu hluti. Þeir hafa samt náð að komast á bekkinn undanfarið þannig að ástæðulaust að panicka held ég.

    Síðan mætti alveg skoða að færa TAA upp á vænginn og Clyne/Gomez í hans stað í bakverðinum.

  6. Mætti ekki kalla Marko Grujic til baka úr láni, hann hefur verið að spila vel í 1 deildinni og á meðan að miðjan er svona brothætt þá gæti hann svo sannarlega verið betri en engin.

  7. Nei það er bara hægt að kalla menn úr láni í sumarglugganum eða janúarglugganum upp á að þeir fái leikheimild með aðalliðinu.

  8. Sælir félagar

    Þetta er fínn þáttur og ég halladt að spá Kidda Kjærnested um Cityleikinn 2 – 2. Everton leikinn vinnum við svo með einari. það er ekki spurning.

    Það er nú þannig

    YNWA

Liverpool 3-0 Man City

Grannaslagur í Guttagarði