Liðið gegn Bournemouth.

Þá er byrjunarliðið í dag orðið ljóst og stillir Klopp svona upp í dag:

Karius

TAA – Lovren – Van Dijk – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Chamberlain

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Milner, Klavan, Moreno, Ings, Solanke, Woodburn.

Sama byrjunarlið og gegn City í vikunni nema að fyrirliðinn Henderson kemur aftur inn og Milner fær hvíld.  Þetta lið á að klára verkefnið í dag.

Fyrir leik verður Hillsborough harmleiksins minnst með mósaík í Kop stúkunni en á morgun eru 29 ár liðin frá harmleiknum.

Koma svo!!

 

Við minnum svo á #kopis á Twitter og athugasemdakerfið hér að neðan.


39 Comments

  1. Mín kæru.

    Á einhver gô?am link fyrir Samsungsíma a? horfa á í langtíburtistan?

  2. Verður fróðlegt að sjá hvernig baráttan og vinnslan verður í dag eftir svona meistaradeildarleik eins og var í vikuni.

  3. Það er eitthvað sem segir mér að þessi leikur fari ekki vel fyrir okkur, vona samt að ég éti sokk fyrir það 🙂

  4. Sterkt lið hjá Klopp í dag, gaman að sjá. Vonast til að sjá Salah skora í dag, hann skorar þó mörkin sín en vælir þau ekki útúr knattspyrnusambandinu eins og sumir…
    Spái hörkuleik því nú verður rúta, en koma svo!!
    3-1

  5. Vá hvað þetta var geggjaður bolti fyrir hjá TAA, synd að hann hafi ekki skilað marki!

  6. Liðið okkar að spila vel í dag en aðeins 1-0 yfir og sú staða er alltaf hættulegt.
    Gestirnir reyna að halda boltanum og sækja á mörgum mönnum.

    Þurfum þetta mark númer 2 til að gera þetta nokkuð save en þangað til er þetta langt í frá búið.

    Henderson maður leiksins í fyrirhálfleik.

  7. Mané er maður fyrrihálfleiks fyrir mér , miðjan samt búin að vera mjög góð og Hendo og Ox sérstaklega.

  8. Þurfum að drepa þennan leik, Salah vonandi að setja tvö kvikindi, gefa kane annað 😉

  9. Hættulegt forskot, ef hægt er að segja það. Nathan Ake er settur á Salah og fylgir honum eins og skugginn. Vonandi náum við að drepa þetta.

  10. Vona að Salah sé ekki orðin of gráðugur í þetta met. Skítur við hvert tækifæri, mætti alveg skoða það að gefa boltann svona inn á milli.

    Annars er maður aðeins rólegri yfir þessu en hér áður fyrr, mun meiri yfirvegun á vörninni þessa dagana.

  11. TAA er að verða minn uppáhalds leikmaður, þvílíkt efni. Hann hlýtur að verða valinn í HM-hóp Englands.

  12. Þvilikt markanef sem þessi snillingur er með…mikil gleði á vellinum….

  13. Man ekki eftir þvílíkri ró í vörninni síðan capt Alan Hansen var þar… og öryggið já takk

  14. Trent Alexander-Arnold er minn maður leiksins!

    Strákurinn stækkar um eitt skónúmer í hverjum leik 🙂

  15. Vona bara að Lovren og Djik eru ekki alvarlega meiddir.
    Lovren var eitthvað tæpur og var tekinn af velli og Djik farinn að haltra.

    Mér fannst okkar menn pínu kærulausir í stöðuni 2-0 og hleyptu gestunum í nokkur dauðafæri sem hefði getað gefið þeim von.

  16. Höddi B er þá væntanlega kominn í sokkaátið ef marka má komment nr 4 🙂 Annars góður skyldusigur okkar manna……

Roma var það – fyrri á Anfield!

Liverpool 3-0 Bournemouth.