Það gat ekki mikið meira farið úrskeiðis hjá okkar mönnum í Kiev og niðurstaðan rosalega svekkjandi. Úrslitaleikurinn var eðlilega stór partur af dagskrá en eins horfðum við til framtíðar og veltum fyrir okkur leikmannakaupum Liverpool. Félagið byrjaði leikmannagluggann heldur betur með látum.
Kafli 1: 00:00 – Úrslitaleikurinn í Kiev
Kafli 2: 42:10 – Liverpool risi sem er að vakna
Kafli 3: 51:30 – Fabinho
Kafli 4: 01:03:00 – Micheal Edwards frábær Sporting Director
Kafli 5: 01:06:20 – Tilboð í Nabil Fekir?
Kafli 6: 01:13:40 – Markmaður í stað Karius
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 197
Hvað með Butland? Hann er à fòrum frà Stoke og verðmiðinn er 30m.
@1 Butland er ofmat. Var ekki beint að heilla á nýliðnu tímabili
Það er vel mögulegt að við endum með Butland. Hann yrði þá látinn keppa um stöðuna við Karius. Moreno fékk nú tækifæri á að koma til baka eftir Evrópudeildarúrslitaleikinn.
Takk fyrir gott podcast! Auðvitað var laugardagurinn mjög svekkjandi en það er samt bjartara yfir mér en eftir marga aðra tapaða úrslitaleiki. Tilfinningin í kringum marga seinustu úrslitaleiki hefur verið sú að einungis með sigri yrði afstaðið tímabil jákvætt, en núna er mun meira jákvætt að gerast hjá klúbbnum og við erum klárlega á uppleið. Eins og andrúmsloftið er núna finnst mér meira tímaspursmál hvenær við vinnum næsta bikar heldur en að við séum að tönglast í úrslit á heppni. Leikmanna hópurinn virðist bara styrkjast með hverjum sumar glugga og það er kominn góður grunnur undir frábært lið.
Fekir er mjög spennandi leikmaður og Alisson og Oblak eru klárlega bestu kostirnir fyrir markmanns stöðuna. Ef Fekir kemur er líka komin góð breidd á miðjuna og þá eru einu stöðurnar sem þarf að styrkja varamenn fyrir sóknina. Ef við fengjum kantmann og framherja til þess, þá verðum við til alls líklegir á næsta tímabili. Hef reyndar ekki hugmynd um það hvort það sé í plönunum hjá Klopp, maður virðist ekki vita nema helminginn af því sem er í gangi á bakvið tjöldin. En allt virðist þetta vera á réttri leið undir hans stjórn!
Ég ætla hlusta í kvöld en það mun ekkert breytast samst sem áður, ég verð jafn nidurbrotin og síðustu daga… tetta er ólýsanleg sart en samt var tímabilið geggjað og maður er jákvæður en shit hvað tetta svidur samt. Mér lydur eiginlega verr og verr með hverjum deginum.. þarna var sensinn, ég vildi ekkert meira í lífinu en að klára tetta, tetta er sorglegt samt stoltur af lidinu i vetur , megi okkar næsta tímabil AN DJOKS verða okkar .. ég ætla að trua tvi 🙂
Sæl og blessuð.
Takk fyrir hughreystinguna. Alltaf gaman að hlýða á.
Með frjálsri för Can fór síðasta vonin um að eitthvað kæmi út úr Suárez peningnum. Þvílík vonbrigði sem kaupin hans Rogers hafa verið – að frátöldum Coutinho sem nýttist öðru fremur fyrir það fé sem fyrir hann fékkst.
Mignolet
Lovren
Sakho
Moreno
(hvað hét hann aftur hinn bakkinn?)
Toure (reyndar bakköpp)
Allen
Suso
Borini
Já – auðvitað blessaður Sturridge (svona í það heila litið)
Já, og svo gat hann ekki notað Aspas sem raðar inn mörkum á Spáni.
Jú, þarna er Firmino eins og ljós í myrkrinu en ég gleymdi að nefna þá sem verða um aldur og ævi samnefnarar yfir svört leikmannakaup!
Balotelli, Benteke,
Þarna eru líka Ingsarinn, Lallana og Lambert, Assaidi, Sahin… ekkert sem hefur risið upp úr meðalmennskunni.
Ekkert bitastætt þarna. Ekkert á pari við VvD, Mané, Salah, Chambo, Robertson…
Sumsé – sú staðreynd að við höfum ekki enn bætt brassi upp á hillu blasir við. Framtíðin er óneitanlega bjartari en sú liðna 🙂
Courtois er á förum frá Chelsea.
Hvers vegna ekki hringja í hann?
Mjög mikið til í því sem Lúðvík Sverris er að segja, árin hans Rodgers eru meira og meira farin að líta út eins og sóun á þremum leikmannagluggum. Sérstaklega úr því að Edwards og félagar voru hjá klúbbnum fyrir en virtust meira vera að berjast við Rodgers frekar en vinna með honum.
Ekki það að nokkrir af þeim sem komu í tíð Rodgers hefðu mögulega alveg fundið sig undir stjórn Klopp. Hvernig værum við t.a.m. að meta Firmino hefði Rodgers haldið áfram? Hvernig hefur Lovren breyst undir stjórn Klopp?
Þetta er efni í færslu seinna í sumar.
Takk kærlega fyrir flott hladvarp, ad venju. Eg er ad segja og meina thad, ef vid nælum okkur i Courtois ad tha førum vid i alvarlega titilbarattu, a øllum vigstødum.
ef við kaiupum Courtois þá erum við ekki að kaupa mann til framtíðar og að segja að Karius á eftir að verða góður en hann er bara ekki tilbúinn enn, ég held að karius verði virkilega góður markvörður með tímanum en er efinns að þetta sé rétt leið, annaðhvort ætti hann að verða í markinu á næstu leiktíð, sem gæti kostað okkur enhver mörk, eða við ættum að kaupa markmann sem er góður og lengra á veg kominn án þess að vera á síðustu metrunum.
Það er gefið í skyn að Teliscia gæti verið á leið til okkar manna frá Besiskas. Hann er hávaxinn, 191 cm og getur spilað sem sóknartengiliður og sem framherji. Ólíkt Fabinho sýnist mér hann ekki hugsaður til þess að styrkja byrjunarliðið heldur til þess að auka breiddina. Hann er snöggur og teknískur og miðað við hvað hann er hávaxinn gæti hann líklega virkað líka sem plan B framherji ef það gengur illa að brjóta niður varnir sem liggja aftarlega og það þurfi að senda háar sendingar inn í teiginn.
Miðað við hvað það eru mörg stórlið að sýna þessum leikmanni áhuga, hlýtur hann að búa yfir miklum gæðum og ef hann er uppfæring á gæðum Ings og Solanke og ámóta góður miðjumaður og þeir miðjumenn sem eru fyrir, er þetta virkilega góður kostur.
11 Skil ekki alveg, hvað ertu að tala um með Courtois, ertu að segja að hann ekki til framtíðar, sé á síðustu metrunum? Maðurinn hann er bara 26 ára sem ekki mikið fyrir markmann og almennt rankaður með betri markmönnum í heiminum í dag hélt ég.
Eru ekki origi og sturridge enn með samning eða er sturridge runnin út?
@14 samningur Sturridge rennur út á næsta ári, samningur Origi líka skv. lfchistory.net
Getur einhver talið upp hverja klopp er búinn að kaupa og selja síðan hann kom?
Framtíðin má bara vera þar sem hún er. Jafnvel excel-skjölin hjá tölfræðigúrúunum Edwards og co. hljóta núna að segja þeim skýrt að Liverpool er í dauðafæri á að geta mögulega orðið besta liðið í ensku deildinni og Evrópu. Margra ára undirbúningsvinna FSG að ráðast núna. Það er svakalegur meðbyr með liðinu núna og kúl að spila með Liverpool í dag eins og koma Brassans Fabinho sýnir. Þá þýðir ekkert að kaupa einhvern í samkeppni við Karius og láta þá vaxa saman inní eilífðina.
Risinn Liverpool er mögulega að vakna og FSG myndu ekki vilja naga sig í handabökin eftir 20-30 ár að hafa á þessum tímapunkti ekki tímt að eyða smá meira í alvöru topp markmann.
Liverpool þarf hreinlega að vinna titla á næstu 1-2 árum til halda þessu mómentum.
Það þarf að kaupa markmann sem er tilbúinn núna að spila gegn bestu leikmönnum heims og verja eins og moðerfokker bæði í ensku deildinni og CL. Markmann sem myndi láta jafnvel stórskotaliðið hjá Real Madrid vanda sig extra vel hvert þeir skjóta. Pirrandi markmann sem á teiginn og sóknarmenn þora varla að koma nálægt. Courtois, Donnarumma, Oblak eða Alisson eða einhvern evrópskan lurk. Náið í svona mann og það strax.
Áhugaverðar fréttir líka um Jerome Boateng við hliðina á Van Dijk og Talisca. Talisca tekur frábærar aukaspyrnur og getur spilað nokkrar stöður frammi vel. Eitthvað sem hentar Klopp mjög vel og yrði mikið update á Ings og Solanke.
Ég skil hinsvegar ekki þetta rugl hjá sumum hér að vilja losna sig við Henderson. Hann er klárlega hluti af liðinu og mikilvægur enskur leikmaður. Afburða góður squad player sem leggur sig alltaf 100% og vinnusemin gerir hann að frábærri fyrirmynd. Rétt hjá Carragher að við þurfum færri “workaholics” á miðjuna til að stjórna stórleikjum….. en að bæta bara við erlendum teknískum gaurum og henda í burtu öllu ensku stáli. Hvernig ætliði t.d. þá að hafa liðið löglegt í CL?
Annars er það bara mantran. “In Klopp we trust.” Hann veit nákvæmlega hvaða leikmenn honum vantar. Skiptir mestu að þessi frábæra liðsheild haldist og við höldum áfram að vera martröð að spila gegn. Það sem við erum að gera er klárlega að virka. Bæði á vellinum og leikmannamarkaðinum. Höldum áfram að styðja liðið. Áfram Liverpool.
#16
Hér sérðu hverja hann hefur keypt: http://www.lfchistory.net/Transfers/ByManager/28/1
Hér sérðu hverja hann hefur selt: http://www.lfchistory.net/Transfers/ByManager/28/0
#13 eg helt i alvöru að hann væri um þritugt. Bara 26, það gerir mat mitt dalitið tilgangslaut.
Núna logar twitter að Fekir sé að koma til okkar í læknisskoðun s morgun. Yrði það geggjað, eða hvað?
Vonandi eitthvad til i tessu med Fekir en treysti tvi alls ekki… Mhkytarian og Gaston Ramirez konu sem dæmi badir i 475 læknisskodanir i gegnum Twitter a sinum tima en endiru aldrei i treyjunni okkar fogru. Vill sja yeyya fra einhverjum alvoru midlum .
Klara Fekir og Markmann asamt ad halda ollum sem einhverju mali skipta og vid erum i toppmalum. Draumurinn væri samt einn td Zaha fra Palace ad auki til ad toppar sumarid en getum vel slepptu midverdi hvad ta ef heimsklassa keeper er mættur. Fengum sem dæmi fæst mork a okkur indeildinni fra leiknum I oktober sek.vid topupudum illa fyrir Tottenham. Van Dijk buin ad geranaa okkar vanarmann og gerdi Karius lika betri eftir ad hann kom. Mer hefdi i dag verdi slet or sama þott van dijk hefdi kostad 210 mills punda svo mikid hefur hann gert drengurinn, ELSKA gaurinn.