Samanburður á efstu liðunum

Liverpool hefur heldur betur látið til sín taka á markaðnum í sumar og styrkt helstu veikleika rétt eins og gert var síðasta sumar og í janúar. Það er í raun ótrúlegt hvað tekist hefur að styrkja liðið á 12 mánuðum. Líklega verður ekki gert mjög margt meira hjá Liverpool en það er ljóst að mörg hinna liðanna eiga eftir að láta eitthvað til sín taka á næstu 2-3 vikum. Tökum aðeins stöðuna á hópum liðanna núna og berum saman. Hvernig er nokkurnvegin besta byrjunarliðið og hversu mikil/góð er breiddin.

Til að einfalda miða ég við að hvert byrjunarlið sé byggt upp með sama hætti og eins er þessu raðað upp eftir tilfinningu stutt af leikjafjölda á síðasta tímabili þegar við á. Það er ekki glæta að við séum öll sammála um þessa röðun á byrjunarliðum deildarinnar en svona hugsaði ég þetta.

Markmenn

Það sem gerist með kaupunum á Alisson er að Liverpool blandar sér kröftuglega í baráttuna um að eiga besta markmann deildarinnar. Liverpool hefur ekki verið í þeirri umræðu í um þrjá áratugi. De Gea er auðvitað hæst skrifaður áfram og með þéttasta varnarleikinn fyrir framan sig. Courtois líklega þar á eftir en Alisson veitir honum klárlega samkeppni og flokkast mjög líklega hærra en Lloris og er bókstaflega talin vera betri en Ederson. Jay Leno á alveg eftir að sanna sig en er fyrirfram ekki einu sinni með í samtalinu og líklega á Everton hærra skrifaðan markmann.

Öll liðin eru svo með a.m.k. einn varamarkmann sem hefur reynslu af því að vera aðalmarkmaður (Merki þá með gráu sem ég tel líklegt að yfirgefi sín lið áður en glugganum lokar).

Hægri bakverðir 

Clyne er alls ekkert öruggur um stöðuna hjá Liverpool en byrjar nú líklega ef hann hefur náð sér 100% Það er bara tímaspursmál hvenær Alexander-Arnold eignar sér stöðuna alveg. Öll liðin eiga mjög góðan hægri bakverði. Man City er með þann dýrasta á meðan Azpilicueta hjá Chelsea er jafnan talinn einn besti varnarmaður deildarinnar en það verður fróðlegt að sjá hvað Sarri gerir með varnarlínu Chelsea í vetur. Trippier hjá Tottenham hefur stigið frábærlega upp eftir að Walker fór og er klárlega kominn framúr Clyne hvað landsliðið varðar. Bellerin staðnaði hressilega eins og margir aðrir hjá Wenger en það er ekki langt síðan hann var talinn besti bakvöður deildarinnar. Valencia hefur svo alltaf staðið fyrir sínu hjá United en líklega verða þeir að kaupa hægri bakvörð ef Darmian verður seldur eins og slúðrið hefur haldið fram. Öll liðin hafa ágæta breidd í þessari stöðu.

Miðverðir

Vin Dijk er dýrasti varnarmaður í heimi og við myndum ekki skipta á honum og neinum öðrum miðverði. Man City er samt með dýrasta miðvarðahópinn og líklega bestu miðverðina samanlagt.

Stöðugleiki hefur verið aðalvandamál hjá vörn Liverpool allan þennan áratug og það er því miður ólíklegt að það breytist í vetur með Lovren og Matip sem 2. og 3. kost. Ef Van Dijk og Lovren haldast heilir mest allt tímabilið er Liverpool með eitt besta miðvarðapar deildarinnar og rúmlega það. Ef bara Van Dijk helst heill er Liverpool samt alltaf með eitt besta miðvarðaparið. Hjá Man City væri  Kompany alltaf fyrsti kostur en eftir undanfarin ár er ekki hægt að gera ráð fyrir honum sem fyrsta kosti í svona uppstillingu. Otamendi spilaði mest af miðvöðrum City í fyrra og Laporte er dýrasti varnarmaður Man City. John Stones missti flugið þegar leið á tímabilið en gæti alveg stigið upp aftur hjá Guardiola. Ef einhver meiðist hjá City er engin Klavan eða Wijnaldum að koma inn í staðin í þessari stöðu.

Baily sem ég held að sé besti miðvörður Man Utd spilaði aðeins 11 leiki á síðasta tímabili. Með honum eru fjórir svipaðir miðverðir sem eru allir góðir en líklega ekki nógu góðir í elítu klassa. Smalling spilaði mest af þeim í fyrra. Tottenham hefur einnig aðeins verið í vanræðum með sitt miðvarðapar. Það hefur verið eitthvað vesen með að endurnýja samning við Alderweireld og var Sanchez því settur inn í hans stað á síðasta tímabili og stóð sig vel. Held engu að síður að Pochettino sé með sinn besta miðvörð á bekknum og væntanlega ferAlderweireld í sumar.

Chelsea er mjög vel mannað í þessari stöðu en það er erfitt að stilla upp afgerandi besta miðvarðapari þeirra. Kemur t.d. David Luiz úr skammarkróknum hjá nýjum stjóra? Chelsea passar auðvitað illa inn í þennan samanburð enda spilað með þrjá miðverði undanfarið. Sokratis kemur inn í vörn Arsenal með Kocsielny en á pappír er vörn Arsenal klárlega sú lakasta fyrir mótið.

Vinstri bakverðir

Alveg eins og með Van Dijk myndi líklega engin stuðningsmaður Liverpool skipta á Andy Robertson og nokkrum af vinstri bakvörðum hinna liðanna. Mendy á auðvitað eftir að sýna hvað hann getur hjá City og öll liðin eru vel mönnuð í þessari stöðu. Sama má segja um back-up í þessari stöðu, öll liðin þola það sæmilega ef bregðast þarf við meiðslum. Tottenham gæti jafnvel einnig verið með betri mann á bekknum í þessari stöðu og spurning hvort Rose sé á förum?

Varnartengiliðir

Liverpool hefur ekki einu sinni átt fulltrúa í þessari stöðu undanfarin ár. Lucas var síðasti alvöru varnartengiliður Liverpool og hann var síðast mjög góður í þessari stöðu árið 2010/11. Hérna hafa flest hinna liðanna líka haft rosalegt forskot á Liverpool sem núna er vonandi lokið.

Fabinho á alveg eftir að sanna sig auðvitað en það fer ekkert á milli mála að þetta er alvöru varnartengiliður og maður hefur ekki miklar áhyggjur af honum.  Núna er það frekar Man City sem er ekki með eiginlegan varnartengilið, Fernandinho og Gundogan flokkast báðir meira sem miðjumenn. Þeir líka þurfa ekki sérstaklega varnartengilið enda alltaf með boltann.

Þessi staða er alltaf mjög vel mönnuð hjá Mourinho og hefur hann núna treyst á Matic hjá tveimur liðum. Það er ekki langt síðan hann var talinn afgerandi besti varnartengiliður deildarinnar.  Hja Tottenham eignaði Dier sér stöðuna í fjarveru Wanyama en Pochettino passar það einnig vel að vera alltaf vel settur í þessari stöðu og stillir jafnan upp tveimur miðjumönnum sem geta varist.

Chelsea ætti að vera langbest mannað i þessari stöðu og m.v. lýsingar á Jorginho er hálf ósanngjarnt að stilla þeim saman á miðjunni honum og Kanté. Bakayoko fyrrum samherji Fabinho er svo með þeim á miðjunni ásamt Drinkwater en þessir menn geta allir spilað sem aftasti miðjumaður. Flestir eru svo sammála um að Arsenal sé að styrkja sig töluvert í Torreira frá Sampdoria, þetta er 22 ára strákur sem maður hefur séð sáralítið af. Hann slær a.m.k. Xhaka líklega úr liðinu.

Miðjumenn

Þetta er enn ein staðan sem var talin vera einn af veikleikum Liverpool síðasta vetur sem verið er að styrkja til muna. Ef að Klopp er tilbúinn að bíða í eitt ár eftir leikmanni er óhætt að vera fram úr hópi spenntur fyrir viðkomandi. Líklega er Keita að ætlað að fylla skarð Coutinho sem var hugsaður sem miðjumaður á sama tíma í fyrra og mögulega er hann ekki jafn góður og hann. Hinsvegar held ég að Keita sé betri miðjumaður í Jurgen Klopp fótbolta og passi betur inn í liðið. Miðað við það sem maður hefur lesið og séð af honum er þetta framliggjandi Kanté. Henderson gæti með komu Keita og Fabinho færst í sína bestu stöðu (box-to-box). Lengi hefur manni langað að sjá 2014 útgáfuna af Henderson spila þá stöðu í Klopp fótbolta. Breiddin er svo ágæt með Wijnaldum og Milner ásamt Lallana og Woodburn sem gætu komið meira við sögu á þessu tímabili.

Öll toppliðin eru samt mjög vel mönnuð í þessari stöðu og þó Keita sé mjög spennandi er hann ennþá óskrifað blað á Englandi. De Bruyne var langbesti miðjumaður deildarinnar í fyrra og frábær á HM. Silva hefur svo verið frábær með honum en breiddin er ekkert rosaleg hjá City í þessari stöðu og með því að skoða hópinn er auðvelt að skilja afhverju Jorginho var svona mikið áfall fyrir þá. Spurning hvort einhver eins og Savic verði back up plan hjá þeim?

Pogba sýndi á HM í hvaða klassa hann er og verður spennandi að sjá hvað koma Fred gerir fyrir hann hjá United. Hans vandamál hjá United er líklega fyrst og fremst stjórinn og fótboltinn sem United leggur upp með. Fellaini verður áfram stór partur af Mourinho stílnum og svo er spurning hvort McTominey haldi áfram að fá sénsa og bæta sig.

Tottenham er eins og hin liðin vel mannað á miðjunni með Alli fremstan í flokki en þurfa mögulega nýjan mann í stað Demble sem virðist ekki hafa skrokk í Úrvalsdeildina lengur. Sissoko fékk fleiri sénsa í fyrra en árið áður og svo er Harry Winks líklegur til að festa sér byrjunarliðssæti. Hérna vill Pochettina líklega styrkja liðið.

Arsenal er líklega veikast á miðjunni af toppliðunum þó auðvitað séu þeir með hörkuleikmenn. Breiddin samanstendur líklega af Mkhitaryan og Ramsey plús Xhaka og Özil

Vængframherjar

Aðalstjörnur flestra toppliðanna og þá sérstaklega Liverpool. Flestir af þeim leikmönnum sem keyptir hafa verið í sumar hafa stórbætt hryggsúlu liðsins en það er til marks um hverstu sterkt liðið er að hvorki Salah né Mané eru partur af henni. Salah var besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ljóst að öll lið koma til með að leggja aðaláherslu á að stoppa hann. Það er því ekkert víst að hann skori aftur 40+ mörk en mögulega þarf hann þess ekkert og ef hann tekur enn meiri athygli frá varnarmönnum losnar enn frekar um Mané, Firmino og nú Keita sem geta vel nýtt sér það. Klopp veit samt alveg hvernig það er að vera með svona markaskorara í sínum hópi og þá sérstaklega leikmenn sem eru ekki vanir því að skora mikið áður. Lewandowski hætti ekkert að skora eftir að hann sprakk út, ekki Aubameyang heldur, afhverju ætti Salah að gera það?

Mané stórbætti sig á síðasta tímabili en var allan tímann í skugganum af Salah. Hann fær núna stórvin sinn Keita með sér og í honum eigum við alveg leikmann sem getur tekið upp á því að skora líkt og Salah gerði. Það er líka áhugavert að hann tók tíuna (númerið) fyrir þetta tímabil í ljósi þess að hann spilaði sem tía undir lok síðasta tímabils og var frábær í því hlutverki.

Shaqiri eykur breiddina en það er ágætt að hafa í huga að margir töluðu með svipuðum hætti um Salah á sama tíma í fyrra. Hann hefur alla burði til að verða miklu betri í vetur en flestir gera sér vonir um.

Man City er með vængframherja sem standast okkar snúning í Sané og Sterling. Þeir eru svo að bæta Mahrez við í þann hóp og eiga fyrir Bernando Silva sem er frábær leikmaður. Mögulega færist einhver af þeim inn á miðsvæðið í vetur.

Ef að Man Utd á stór kaup eftir ætla ég að veðja á að það verði vængframherji. Sanchez þarf að koma töluvert sterkari undan sumri en hann kom inn í liðið í vetur og það er ekki nógu öflugt þegar maður veit ekki hvort Mata eða Lingard er næsti kostur. Martial og Rashford hafa einnig spilað þessa stöðu en vilja líklega báðir vera sóknarmenn.

Tottenham hefur lagt aðaláherslu á að halda sínum bestu mönnum og voru að enda við að semja við Son til fimm ára sem eru frábærar fréttir fyrir þá. Eriksen er auðvitað fjölhæfari en svo að flokkast bara sem kantframherji. Hann spilaði líka 37 deildarleiki í fyrra sem er nokkuð öflugt. Moura og Lamela veita þeim svo gott aðhald.

Hazard og Willian hafa báðir verið orðaðir við önnur lið í sumar en fá væntanlega ekki að fara. Þeir standast kollegum sínum vel snúning en eins góður og Hazard er þá skoraði hann bara 12 mörk og var með fjórar stoðsendingar á síðasta tímabili. Willian var með 6 mörk og 7 stoðsendingar. Eru þá ekki Salah/Mané eða Sané/Sterling betri dúó? Pedro er svo frábær leikmaður til að eiga á bekknum en fyrir utan hann eru ekki margir kostir í stöðunni upp á breidd að gera.

Arsenal sker sig svo aðeins úr því líklega er rangt að setja bæði Aubameyang og Özil í þennan flokk en ég bara kom þeim ekki öðruvísi að og hafði ekki úr mörgu öðru að velja. Iwobi er eiginlega eini eiginlegi vængframherji Arsenal. Þá vantar að fylla skörð Sanchez, Walcott og Ox.

Sóknarmenn

Firmino er langbesti sóknarmaður Liverpool og ef hann er ekki með veikir það liðið gríðarlega. Aðallega vegna þess að þá þarf að breyta leikstíl liðsins. Þess vegna er Nabil Fekir svona mikilvægur, hann yrði það næsta sem kæmist Firmino í hópnum. Solanke og Sturridge eru líklegastir til að verða áfram í samkeppni við Firmino á meðan Ings og Origi róa líklega á önnur mið. Solanke er gríðarlegt efni og Sturridge hefur gæðin en samanlagt skoruðu þeir þrjú mörk í fyrra og hvorugum er hægt að treysta ef Firmino meiðist. Þeir eru aðalástæðan fyrir því að ég kaupi það ekki að Liverpool séu hættir á leikmannamarkaðnum í sumar.

Það sem við horfum samt stundum framhjá er að hin liðin væru flest einnig í vondum málum ef þeirra aðal sóknarmaður meiðist. Man City er auðvitað í góðum málum með Aguero sem aðlagaði leik sinn að Guardiola og Jesus sem er fyrir ofan Firmino í goggunarröðinni hjá landsliðinu (það er reyndar aðalástæðan fyrir því að Brasilía fór svona snemma heim af HM). Fyrir Lukaku er Man Utd með Rashford og Martial (og Fellaini?). Þeir eru báðir góðir en það er a.m.k. engin Zlatan lengur á bekknum hjá þeim.

Llorente er ágæt varaskeifa fyrir Kane en engin 30+ marka maður. Hann er 33 ára og spilaði 227 mínútur í deildinni á síðasta tímabili. Son getur reyndar líka leyst þessa stöðu.  Morata hefur verið orðaður í burtu frá Chelsea sem fengju þá Higuain í staðin. Hvað sem gerist þar verður Giroud líklega áfram en það er spurning hvað Batshuayi geri. Hann er allt of góður til að vera á bekknum heilt tímabil.

Hér ætti Arsenal svo að vera eitt sterkasta liðið með bæði Lacazette og Aubameyang í framínunni. Sá síðarnefndi skoraði 10 mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa bara komið um áramót í mjög illa samansett Arsenal lið á lokamánuðum Wenger. Klopp veit vel hvað hann getur yfir heilt tímabil.


Öll liðin eru með góð byrjunarlið en það sem af er sumri hefur Liverpool styrkt sitt lið langmest. Ekki bara með því að kaupa góða leikmenn heldur vegna þess að þeir sem koma í staðin eru svo mikið betri en það sem var til fyrir. Ef Liverpool hefði bara keypt Alisson væri byrjunarliðið samt töluvert sterkara. Það er erfiðara að finna alvarlegan veikleika á Liverpool liðinu núna svo mikið er víst.

Annað sem hægt er að taka frá þessum samanburði er að breiddin hjá Liverpool er ekkert alslæm lengur og hin liðin eru ekkert með fullkomna tvo leikmenn í hverri stöðu. Liðin eru misjafnlega sterk á vissum stöðum og mega fyrir vikið misjafnlega við skakkaföllum. Klopp hefur líka í gegnum tíðina reynt að kaupa leikmenn sem geta leyst nokkur mismunandi hlutverk sem eykur breiddina.

Okkur vantar sóknarmann t.a.m en erum samt með fjóra til taks eins og stað er núna og einn ungling sem er meiddur fram að áramótum. Man City er í vanda ef De Bruyne ásamt öðrum miðjumanni meiðist.  Kannski meiðast leikmenn meira í leikstílnum sem Klopp leggur upp með en m.v. síðasta tímabil var Liverpool ekkert í mikið meiri meiðslavandræðum en önnur lið.


Hvenær eru leikmenn að skila sér úr sumarfríi?

Hér er svo annað sem gæti haft eitthvað að segja í byrjun tímabilsins. Það er mjög misjafnt hvenær leikmenn eru að skila sér í æfingatímabilið og það getur vel kostað stig í byrjun tímabilsins. Þetta skiptir allt máli enda munar oft mjög litlu á toppliðunum í lokin.

Nýr stjóri Arsenal fær t.a.m. nánast fullt pre-season með sýna lykilmenn sem er líklega mikilvægast fyrir hann af öllum stjórum toppliðanna. Hann er ekki bara nýr stjóri heldur er hann að taka við af stjóra sem réði öllu í 22 ár. Chelsea er einnig með flesta sýna bestu menn utan Courtois, Hazard og Kanté sem ná ekki tveimur vikum. Reyndar náði nýr stjóri ekki einu sinni öllu æfingatímabilinu því Conte var ekki rekinn fyrr en í júlí.

Henderson, Lovren og Trent missa líklega af fyrsta leiknum vegna þáttöku sinnar á HM. Skytturnar þrjár hefðu mátt fá lengri tíma á æfingasvæðinu en verða alveg klárar í fyrsta leik.

Jose Mourinho hefur ekki lítið grenjað yfir æfingatímabili United, stór hluti hópsins kemur seint úr sumarfríi og ekki hjálpar að Alexis fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (mögulega er búið að græja það)

Guardiola fær ennþá færri úr sínum hópi til baka á sómasamlegum tíma og kann því líklega mjög illa enda leggur hann eins og Klopp mjög mikla áherslu á æfingatímabilið. Sama á við um Spurs sem er án nánast allra sinna lykilmanna megnið af æfingatímabilinu. Klopp kom meira að segja inn á þetta um daginn og sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig Pochettino færi að í sumar.

Við sjáum á þessu hvað það er gott að t.d. Keita og Fabinho nái fullu æfingatímabili og eins t.d. Lallana, Gomez, Clyne og Sturridge sem undir eðlilegum kringumstæðum væru allir í HM hópi Englendinga. Matip er einnig með frá byrjun í sumar sem gæti reynst mikilvægt í upphafi móts.

50 Comments

  1. “.. styrkt helstu veikleika…”? Hmmm ? Annars tóm hamingja, gleði og bjartsýni.

  2. Það vantar mikilvægustu stöðuna í samanburðinn og þar erum við langbest mönnuð með Klopp

  3. Er eitthvert lið með fallegri, skemmtilegri eða betri manager en við?

  4. Frábær lesning Einar Matthias. Hryggsúlan í liðinu er orðin ótrúlega traust með Allison sem aftasta mann og Firmino þann fremsta en þar á milli Virgil og Keita. Jafnvel Fabinho verður hluti af hryggjarstykkinu á komandi árum. Liverpool kemur til með bygga upp lið sitt í kringum hana næstu 4-5 árin. Allir þessir leikmenn eru á besta aldri og í heimsklassa eða eru rétt við það að teljast heimsklassa leikmenn. Virgil, Keita, Fabinho og Allison hafa allir komið til Liverpool á þessu ári. Enginn þessara leikmanna hefði gert samning við Liverpool ef Klopp hefði ekki verið við stjórnvölinn. Því skulum við ekki gleyma. Þessir leikmenn koma til með að spila nær alla leiki sem teljast mikilvægir á komandi árum. Og að geta síðan hengt á súluna fram á vellinum leikmenn eins og Mane, Salah og Shaqiri og Chamberlain er náttúrulega frábært. Síðan höfum við trausta leikmenn leikmenn í miðsúlunni í leikmönnum eins og Henderson, Lallana, Milner og Winjaldum. Varnarleikmenn Liverpool eiga eftir að blómstra með Allison sem aftasta mann og með Virgil sem stjórnanda sem bindur vörnina saman. Held að Trend, Lorvren og Robertson muni byrja flesta leiki á komandi árum en Comes er óskrifað blað, gæti hirt hægri bakvarðarstöðunni af Lovren. Hann er enn ungur og á mikið inni. Moreno og Clyne eru. gott backup fyrir Róbertsson og Trend. Leikmenn eins og Brewster og Woodburn gætu komið þægilega á óvart á komandi misserum og rutt sér leið inn í byrjunarliðið. Af þessari upptalningu má vera ljóst að það eru bjartir tímar framundan hjá Liverpool og ég er sannfærður um að þetta lið með þessa hryggsúlu er byrjunin nýju gullaldartímabili í sögu Liverpool . Hins vegar má allaf laga og betrumbæta en hryggsulan sem Liverpool hefur svo sárlega vantað er komin. Það væri ekki slæmt að fá inn einn leikmann í Cuthinio klassa og ég verð að viðurkenna Fekir er minn óska leikmaður. Hef fylgst með honum í u.þ.b eitt ár eftir að Liverpool fór að veita honum athygli og ég er sannfærður að hann myndi smellpassa í liðið og hann kæmi inn með nokkuð sem Liverpool sárvantar þe hann getur einn og sér dírkað upp varnir liða sem pakka í vörn sem hefur verið akkilesarhæll undanfarin ár. Ég get ekki beðið eftir því að nýtt leiktímabil hefjist.

  5. “Það sem gerist með kaupunum á Alisson er að Liverpool blandar sér kröftuglega í baráttuna um að eiga besta markmann deildarinnar. Liverpool hefur ekki verið í þeirri umræðu í um þrjá áratugi.”

    Ööööh Pepe Reina vann gullhanskann 3 tímabil í röð! Það eru ekki þrír áratugir síðan það var…

  6. Ahhh, hélt hann væri byrjaður. Skildi ekki afhverju ég fékk alltaf upp einhvern kvenna körfuboltaleik (hraun)

  7. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig ég fæ linkinn hjá nr. 9 til að virka?

  8. Matip farin af velli í leiknum á móti Dortmund eftir 20 mín meiddur. VVD með mark með skalla eftir 25 mín. Afskaplega léleg dekkning hjá þjóðverjunum, þeir eru komnir í eitthvað zonal marking rugl og VVF fær frían skalla. 🙂

  9. Matip hvað er að frétta af greyið kallinum byrjar ekki vel hjá honum úff.

  10. Keita lítur rosalega vel út…Ojo að klúðra dauðafæri….og Dortmund að fá vafasama vitaspyrnu og jafna..

  11. við gjörsamlega sundurspilaðir síðustu mínúturnar gegn Dortmund ljótt að sjá.

  12. Djöfull sá maður vel núna það sem maður hefur vitað lengi Moreno lang lélagastur verri en Karíus og er þá mikið sagt Gomes bara Gomes og Klavan bara Klavan þarf eitthvað að segja meira ?

  13. Sælir félagar

    Liverpool tapaði 1 – 3 gegn B. Dortmund. Þarna sá maður nokkra menn spila sem maður hefur ekki áhuga á að sjá spila fyrir Liverpool. Origi er einfaldlega ekki nógu góður í fótbolta og það vissu allir, Solanke er ótrúlega mistækur á boltann. Ojo sömuleiðis. Klopp stillti ekki upp sterkasta liðinu sem hann átti völ á. Ég veit ekki hvers vegna Mané og Salah eru með í för ef þeir eiga ekki að spila eina mínútu í svona leikjum.

    Klavan er ekki góður varnarmaður en það vissi maður svo sem fyrir. Mér er alveg sama þó þetta sé æfingaleikur, það eru þarna menn sem eiga ekki að vera í þessum hópi og hafa ekkert þar að gera. Það getur varla verið að það sé gott að láta þá spila en þeir sem þurfa að spila sig saman eru í einhverju limbói með hinum og þessum sem ekki koma til með að spila næstu leiktíð. Ég þoli ekki þegar Liverpool tapa þó það séu bara æfingaleikir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. 19 sammála öllu néma að gomez á að spila sém miðvörður ekki bakkvörður hann er veit ekki hvernig á að verjast sém bakvörður og er betri sém miðvörður þar sém hann hefur alltaf viljað spila.

  15. Sást í þessum leik hversu gríðarlega mikilvægur Van Dijk er þessu Liverpoolliði. Svo yfirvegaður á boltann , mikið sjálftraust og kemur mikilli ró á varnarleikinn sem sást ekki í seinni hálfleik þegar Hann var ekki inná. Einnig voru Fabinho, Clyne og Robertson góðir og Keita bar af í seinni.
    Mínusar Solanke, Moreno, Karíus

  16. Ég er ekki viss um að Klopp sé að gera skjólstæðingi sínum, Karius, neinn greiða með því að láta hann spila meira með Liverpool. Þetta lítur bara stöðugt verr út. Held næstum því að það væri betri kostur að hafa Vöfflukónginn nr. 2 og koma Kariusi í skjól; lána hann yfir á meginlandið eða eitthvað.

  17. # 20 Mane og Salah eru með í för af því að þetta er ferð til USA til að kynnast nýjum félögum, æfa af fullu krafti og koma sér í gang fyrir næsta tímabil. Þeir eru nýbyrjaðir að sprikla og Klopp er ekkert að nota þá strax en þeir eiga eftir að fá mín í næstu leikjum. Líklega byrja þeir á 45 mín og svo eykst þetta jafnt og þétt.
    Hefði verið heimskulegt að skilja þá eftir heima með Ings 😉

    Það er svo

  18. Eru menn í alvörunni að missa sig yfir æfingaleik?Mannskapnum dreift á tvo hálfleiki og við samt miklu betri. Áttum að vera búnir að loka þessu áður en þeir fengu vítið sem var by the way algert grín. Ef þetta hefði verið e-h annar en Bandaríkjamaðurinn Pulisic þá hefði ekkert verið dæmt.

    Það vantaði ekki nema Salah, Mane, Firmino, Henderson, Lovren, Wijnaldum, Shaqiri og Allisson Becker. Sem eru 6 af 8 sem byrja 100% inná þegar við stillum upp okkar stekasta liði.

    Það sem maður tekur samt út úr þessu er þetta:

    Fabhinio og Keita líta fáránlega vel út. Van Dijk er rosalegur leikmaður. Sturridge finnst mér líta mjög vel út, hann er svo góður í fóbolta og ég væri til í að setja hann framar en Solanke. Við getum ekkert endalaust beðið eftir því að menn springi út.

    Menn sem eiga engan séns eru Origi, Markovic og flestir af þessum kjúklingum þar með talinn Ben Woodburn.

    Annars er maður orðinn spenntur fyrir tímabilinu. Og eitt að lokum:

    Kaupum þennan gutta Pulisic áður en glugginn lokar.

  19. Sturridge stóð sig vel mikið myndi ég óska að hann tæki saman í andlitinu og kæmi ferlinum á réttan stað…
    Markovic var svo sem finn og barðist fyrir sínu mun skárri en á síðasta æfingarmóti þar sem ég sá til hans gæin var þar álíka og aldrigdes í síðasta góðgerðaleik …!!!

    Karius kallinn. Guði sé lof að klopp keypti markvörð . Nú vil ég sjá karius fara og byrja sinn feril upp á nýtt . Burt frá sviðsljósinu á englandi á ekki séns úr því sem komið er.

    Keita guð minn góður hvað það kvekendi er gott og þegar betri meðspilarar verða með honum shit……

    Annars nenni ég ekki að telja alla upp.
    En þarna eru drengir að fá tækifæri til að grípa en langt frá því allir eru að gera það
    Þá á ég við þessa minni spámenn…

    Annars frábær tími í vændum ótrúlega spennandi lfc lið

  20. Pulisic verður að koma til okkar áður en RM eða barca taka hann. Hann hækkar bara í verði eftir hvern leik sem hann spilar. Origi nennir þessu ekki, hann er ekki að gera sjálfum sér neinn greiða með því. Spurning hvaða lið vilja kaupa hann með svona spilamennsku.

  21. #21 ég er allveg sammála þér með Gomes vill sjá hann sem 3 til 4 kost í bakverði og ekkert annað en ég er á því að losa okkur við Moreno hann hefur hraða og einhverja takata sem hefur blekt margann stuðningsmanninn og menn talið að hann sé að fara sýna eitthvað gott en við þurfum betri 2 bakvörð í vinstri stöðuna að mínu mati.

  22. Þessi lið sem Klopp stillti upp eru einfaldlega með alltof mikið af leikmönnum sem við munum lítið sem ekkert nota í vetur, þannig það er erfitt að dæma þetta. Leiðinlegt að sjá Matip meiðast, og hefði viljað sjá Gomez lengur í miðverðinum. Annars virkar Sturridge í sínu besta formi síðan 13/14, og þá á ég við líkamlega. Ég er eiginlega farinn að leyfa mér að vona að hann haldist kölluð heill, en bíð með það aðeins lengur. Kjuklingarnir virðast allir eiga smá í land ennþá, en gætu kannski gert betur með fleiri byrjunarliðs mönnum í kringum sig. Finnst Solanke ekki vera að þróast eins og ég vonaði, og Origi er allveg búinn á því. Keita litur mjög vel út og hlakka til að sjá Fabinho spila í byrjunarliðinu. Karius er einnig allveg niðurbrotinn, því miður, get ekki beðið eftir Alisson.

  23. Kaldi 28 Já ég er sammála því moreno er ekki góður varnarmaður og méð vörn sém spilar svona framarlega þarf að hafa betri mann sém getur varist.

  24. Nú er 1 stóra spurning hver verður númer 2 í markmanns stöðuni? Er eitthver góður á free tranfers eða eitthver sém er góður en ekki dýr

  25. Ungu strákarnir lofa góðu. Verða örugglega með í bikarleikjum og þess vegna eru þeir með. Ef þeir fá ekki að kynnast aðalliðinu þá verða þeir aldrei nema efnilegir. Annars treysti ég Kloop sem hefur fram að þessu vitað 100% hvað hann er að gera. Úrslitin eru bara allt í lagi. Þeir þurfa að kynnast því að tapa núna en ekki í vetur.

  26. Sælir félagar

    Það er rétt sem nefnt er hér að ofan að ekki er ástæða til að missa sig yfir æfingaleik. Ég bara þoli ekki þegar Liverpool tapar. Svo einfalt er það. Mér finnst Sturridge og Marcovic bestir þeirra sem ekki hafa verið í aðalliðinu á síðasta leikári og Sturridge lítur fáránlega vel út. Keita er gullmoli og Fabinho lítur vel út.

    Ég hefði haft gaman af að sjá Sturridge með Mane og Salah með sér í framlínunni og Jones og Woodburn eiga eftir að koma til. Moreno er afar slakur varnarmaður og Klavan líka. Karius er búinn og svo var dómgæslan dálítið með Kananum í þessum leik. Ojo og Moreno klúðruðu dauðafærum og eins er nefnt er hér fyrir ofan þá átti LFC að vera búið að loka þessum leik fyrir vítið. Origi getur gjörsamlega ekkert í fótbolta og Solanke virkað hauslaus í þessum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Hrikalega gaman að sjá Fabinho og Van Dijk í fyrri hálfleik, Van Dijk hefði mátt kosta 175 milljónir mín vegna svo góður, rólegur og yfirvegaður er hann, gersamlega elska manninn . Fabinho leit ótrúlega vel út líka hrikalega öruggur a boltanum og gerir engin mistök. Keita langbestur í seinni hálfleik og Sturridge sjaldan litið betur ut. Ef Sturridge næði bara helmingi leikja í vetur er hann langbesti annar kostur í senterinn á eftir Firmino.

    Origi alveg skelfilegur og Solanke er alls ekki tilbúin ennþá frekar en í fyrra af þessum leik að dæma.

  28. “Sturridge stóð sig vel mikið myndi ég óska að hann tæki saman í andlitinu og kæmi ferlinum á réttan stað”

    Þetta er gullið koment.

    Það er ekki við Sturridge að sakast að hann sé viðkvæmur fyrir meiðslum og sama hvað hann “tekur sig á í andlitinu” þá getur það alltaf gerst. Hann er gæðaleikmaður en mögulega með réttri meðhöndlun gæti hann nýst vel í vetur. Spili hæfilega en aldrei of mikið og síðast en ekki síðst, ofkeyri sig ekki.
    Mér finnst þetta koment hljóma eins og það sé ræfildómur að togna á læri og geta ekki bara spilað sig í gegnum sársaukann. Þeir sem hafa lent í slíku vita að það er ógjörningur og beinlínis stórhættulegt. En ég tek undir það að þess væri óskandi að Sturridge færi gegnum tímabil hjá Liverpool án meiðsla og veitti Firmino almennilega samkeppni um stöðu í liðinu. Það væri jafnvel þá möguleiki að færa Firmino neðar á völlinn ef Sturridge væri laus við meiðsli.

  29. #39

    Þetta er gullið koment.

    Það er ekki við Sturridge að sakast að hann sé viðkvæmur fyrir meiðslum og sama hvað hann „tekur sig á í andlitinu“ þá getur það alltaf gerst. Hann er gæðaleikmaður

    Þetta hefur bara ekkert með að gera að hann sé gæðaleikmaður. Efast enginn um það.

    2016 gaf studge það út að hann myndi byrja fyrir jól. Hann gerði það ekki, enginn skýring kom heldur var hann sendur til bandaríkjanna

    Hamann skrifaði þá pistill sem byrjaði svona
    Stuðningsmenn eiga rétt á að vita hvað amar að Sturridge

    Gerrard segir í bók, að hann hafi einfaldlega skipað studge að spila leik sem hann sagðist ekki geta spilað.

    Hann á yfir 30 daga í skráð veikindi enginn önnur skýring á 3 árum.

    Ég efast ekki um að hann sé með krómískt meiðsli í aftanverðu lærinu.
    Og glimi við mikið af meiðslum.

    En það er oft komið inn á andlegu hliðina hans.
    Og það er þar sem ég vona að hann nái að hreinsa til hjá sér.
    Það er þekkt að menn fari að hlífa sér og verði hræddari við að meiðast þegar eitthvað gerist.
    Sársaukaþröskullinn lækkar.

  30. Ætla ekki að spá í tilgangslausum úrslitum þó að okkar ástkæra lið hafi vissulega tapað á móti Dortmund í þessum æfingaleik.

    Það voru sitthvor liðin í fyrri og seinni VVD er nátturlega bara höfðingi það drýpur af þessum manni yfirvegun og gæði skoraði flott mark og lokaði öllu sem Dortmund reyndi í fyrri.
    Fabinho lookar líka vel og verður gaman að sjá hann með aðaliðinu.
    Lallana er flottur leikmaður og vonandi helst hann heill með okkur enda er hann með yfirvegun og reynslu í sinni stöðu.

    Seinni var vissulega slakur en það var gaman að sjá sprækan Sturridge og maður sér hvaða gæði Keita býr yfir get ekki beðið eftir að sjá hvernig hann ásamt skyttunum þrem splúndra vörnum aðstæðingana á þessu tímabili verður ekkert minna en frábær skemmtun.

    Tek það jákvæða úr þessum leik en já Pulisic þessi drengur á ekkert nema hrós skilið flottur leikmaður og Dortmund heppnir að hafa hann.

  31. Virkilega vönduð og góð skrif Einar Matthías. Það er augljóst að Klopp/FSG eru búin að styrkja liðið með kaupum og sölum síðustu misseri.

    Veikleikarnir eru framherjastöðurnar. Ekki það að ég vilji skipta á Mane/Firmino/Salah en Shaqiri/Sturridge/Solanke/Origi veita þeim ekki raunverulega keppni um stöðu í liðinu. Veit ekkert um þennan Fekir en hann hljómar eins og leikmaður sem gæti styrkt liðið verulega.

    Það að Klopp sé að hugsa um að kaupa miðvörð þýðir að hann treystir ekki Matip/Gomes í verkefnið.

    Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með kaupum og sölum undanfarið.
    – Leikmenn eru ekki keyptir í einhverju paniki heldur þeir leikmenn sem styrkja liðið eru keyptir; Allisson, Van Dijk, Keita, Fabino, Mane, Salah, Chamberlain.
    – Tekin áhætta með leikmönnum sem kosta ekki handlegg og fótlegg; Solanke, Klavan, Shaqiri.
    – Ef ekki er hægt að halda í leikmann sem er góður er hann seldur á háu verði sbr. Coutinho. – Leikmenn sem eru efnilegir en ná ekki að festa sig sem byrjunarliðsmenn eru seldir með klásúlur um endurkaup eða endursöluprósentur; Ibe, Ward ofl.

    Hugsa samt sem áður stundum um hvort við værum ekki með einhverja titla ef Van Dijk og Keita hefðu komið síðasta sumar. Við borguðum það sama fyrir Van Dijk hvort heldur sem er en hefðum þurft að bæta 10 milljónum punda (held ég) til að fá Keita. Ég tala nú ekki um ef Coutinho hefði þraukað fram á sumarið. En það er tilgangslaust að hugsa um það. 🙂

    Framtíðin er björt en það mun væntanlega taka tíma fyrir nýju leikmennina að aðlagast. Vonandi mun Allisson aðlagast hratt það er gríðarlega pressa að vera markmaður Liverpool og maður finnur virkilega til með Karius . Hann er ekki að fara í gegnum auðvelda tíma þessa dagana.

  32. Enn eftir að sjá hvað Klopp gerir fyrir Shaqiri samt hann hefur umbreytt minni spámönnum en honum sérstakleg í ljósi þess að hann hefur alltaf verið frekar öflugur leikmaður en ekki fengið næginlega stórt svið eða nógu gott lið til að njóta sín vonandi munu gæðin hjá okkur frammi virkja hann enn frekar.

  33. Ég sá nú bara æfingarleik gegn Bayern í fyrra fyrir akkurat ári síðan. Um leið og Sturridge skoraði þá tognaði hann. Það var augljóst. Þetta hafði ekkert með lágan sársaukaþremil að gera eða neitt þvíumlíkt og þannig hefur oft gerst með Sturridge. það er nákvæmlega ekkert hægt að gera við slíku. Það vita það allir sem hafa lent í því.

    Hitt er aftur á móti rétt að menn verða oft nojaðir ef þeir eru gjarnir á að meiðast eins og gefur að skilja og þora ekki að reyna á sársaukamörkin en það veltur líka á hvaða meiðsli er verið að tala um ef þú átt að harka þau af þér. Þú harkar ekki tognun af þér. Það myndi bara gera alltaf illt verra. Það vita það allir sem hafa lent í því.

  34. Eru menn virkilega 4 árið í röð að taka nákvæmlega sömu umræðuna með nákvæmlega sömu rökunum með og á móti um Sturridge? Oooooooh gefum honum smá séns, hann leit svo vel út á móti 6.deildarliði í æfingarleik á undirbúningstímabili…..hann hefur aldrei lúkkað jafnvel á þessum tíma…… hann er svo hæfileikaríkur…..ekki honum að kenna að hann meiðist núna í 70 sinn á 3 árum…… hann þarf bara meira knús og lítinn spilatíma bla bla bla. Hvernig nenna menn þessu?

    Á HM ári reyna allir leikmenn að sanna sig og spila í gegnum alla sársaukaþröskulda til að komast í landsliðshópinn. Sturridge nennti því ekki einu sinni hjá WBA. Það er langbest að hætta alfarið að tala um hann og búast við gjörsamlega engu frá honum. Sleppa þessari endalausu merðvirkni með leikmanni sem átti 1-2 gott tímabil fyrir löngu síðan. Leikmanni sem er mikill einspilari og mjög einfættur þó hann sé frábær skotmaður og kann fótbolta. Í raun og veru er margt líkt með Sturridge og Balotelli.

    Rafa Benitez óttaðist að vera mögulega þekktur sem “gaurinn sem seldi Balotelli frá Inter”. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Klopp gaf Balotelli stuttan séns en var svo fljótur að losa sig við hann frá Liverpool. Það er engin “atvinnumennska” að láta sig bara hverfa eins og Sturridge hefur gert. Það er engu minna eyðileggjandi fyrir unga stráka sem eru að koma upp hjá Liverpool að sjá fyrrverandi byrjunarliðs leikmann koðna algjörlega niður í ekki neitt vorkennandi sjálfum sér eins og að sjá glimmerstjörnu á egótrippi eyðileggja liðsmóral.
    Klopp hefur ekkert að óttast að selja Sturridge strax núna eins og Balotelli. Sumir hafa ekki líkamlegan styrk í ensku deildina, aðrir ekki andlegan. Alveg jafn gagnslausir fyrir því.

    Klopp ætlar greinilega að gefa Sturridge 1 allra allra síðasta séns fram að áramótum því við höfum sennilega ekki pening til að kaupa nógu sterkan Striker sem gæti bætt liðið. Ef menn verða hinsvegar enn að eiga þessa andskotans rúnk umræðu um Sturridge sumarið 2019 þá næ ég í haglarann og plaffa einhvern niður. Það er jafn gaman að ræða í 4938.skiptið um krúttið Daniel Sturridge og það er að tala um Donald Trump.

  35. Held að Sturridge lítur svona vel út á undirbúningstímabilum vegna þess að hraðinn og harkan er minni. Um leið og eitthvað fjör færist í leikinn tognar hann og bognar. Ef það kemur ágætis tilboð í kallinn þá held ég að því verði tekið. En hvaða lið er að fara gera það. Fínt að hafa hann í bikarkeppnunum með unglingunum okkar.

  36. #43 Um hvað ertu að röfla maðurinn er endalaust tognaður í löppinni hvað í ósköpunum á hann að gera? Það má vel vera að hann nái ekki að standa sig útaf meiðslum eða eitthverju öðru en þetta er nú bara eitt það heimskasta sem ég hef lesið því miður. Lætur eins og hann vilji vera meiddur og vilji ekkert spila og sé endalaust vælandi og að skemma móralinn í liðinu sem er algjört rugl, hann hefur alltaf gefið sitt besta í leiki þegar hann er heill og aldrei kvartað yfir að Firmino hafi tekið stöðuna hans eins og flestir hefðu gert.

    Höfum nákvæmlega engu að tapa á því að halda honum, hann er augljóslega helmingi betri en Origi, Ings og Solanke og ef hann helst heill er hann alltaf fyrsti kostur inn af bekknum og gæti hjálpað okkur töluvert eins og þar seinasta tímabil þegar hann fékk hellings af spilatíma undir lokin og var okkar lang eitraðasti leikmaður og átti stórann part í að koma okkur í fjórða sætið og meistaradeildina í ár.

  37. Takk fyrir flott yfirlit Einar

    Finnst eina helst að breidd hópsins sé minni en margir halda vegna þess hversu margir meiðslapésar eru partur af hópnum. Vona að Klopp hendi í tiltekt með það í huga að styrkja hópinn/stöður með meiðsli í huga.

    Sókn
    Sturridge á eitt ár eftir af samningi og er á háum launum. Síðasti séns að fá eitthvað fyrir hann og fá hann af launaskrá.
    Hann er kannski meðvitaður um að þetta sé síðasti möguleiki hans hjá stóru liði og segist vilja vera í bítlaborginni. Ef svo undalega vill til að hann verði lítið meiddur og spilar vel fer hann til einhvers ágætisliðs og fær fínasta undirskriftaruppbót þar. Ef hann meiðist fer hann til enn lakara liðs og fær minni uppbót nema að hann fari í enn lakari deild (Kína…..eitthvað).
    Sturridge, Origi og Ings ætti að selja og Solanke að lána og vonast til að hann fái reynslu og nái að þróskast þar.
    Laun sem sparast við það og ef að allir seljast að þá ætti að vera 40m + í kassanum, hægt að bæta Markovic í þann hóp. Erum farin að slaga upp í Fekir eða einhvern annann. Helst einhvern sóknarmann sem er ekki ALLTAF meiddur og gæti boðið upp á hraða, samanber Mane/Salah.

    Miðja
    Lallana vona ég þó að fái eitt ár enn til að sanna sig og vonandi nær hann að halda sér heillum.

    Vörn
    Matip er búinn að vera inn og útúr meiðslum og fyrir vikið hefur Klavan spilað alltof mikið miðað við getu. Lovren á einnig til að meiðast. Gomez á einnig langa og alvarlega meiðsla sögu og persónulega finnst mér einnig Gomez vera stórlega ofmetinn. Ef Gomez og Matip yrðu seldir myndi ég ekki sakna þeirra. Reikna með að söluverðmæti þeirra tveggja yrði nóg til að fá einhvern inn sem gæti verið bein samkeppni við Lovren og gæti leyst VVD af þegar þyrfti. Klavan yrði þá fjórði kostur sem myndi við þetta vonandi spila færri leiki en í fyrra.

    Þessar meiðslapésa uppfærslurættu hugsanlega að geta fjármagnað sig sjálfar.

  38. Nei Róbert #45 það ert þú sem ert bullandi algjöra þvælu. Eins og Rúnar rekur þá er Sturridge á himinháum launum og haldandi aftur af liðinu. Á 1 ár eftir á samning og það er í raun bara tímaspursmál hvenær hann fer frá Liverpool.
    Hann, Origi, Ings og Markovic eru allir að fara frá liðinu nema einhver þeirra nái að raða inn mörkum stöðugt fyrir aðalliðið til áramóta. Enginn raunsær sem sér það fara að gerast. Klopp er meira að setja þá í sölugluggann með að láta þá sprikla á undirbúningstímabilinu. Á meðan við erum með misfiring sóknarmenn á risalaunum fáandi endalausa sénsa gerum við unga stráka eins og Brewster, Woodburn o.fl. bara frústreraða. Við þurfum gæða Striker sem þeir geta litið upp til og lært af hvernig á að nýta færi og leggja sig fram.

    Það er einmitt spurning hversvegna enginn uppalinn unglingur síðustu 15-20 ár hefur náð að verða fastur aðalliðs sóknarmaður fyrir utan kannski Sterling í stuttan tíma. Mögulega útaf því við erum einmitt að halda dauðahaldi of lengi í menn eins og Sturridge. Metnaðurinn og löngunin í að bæta sig stöðugt sem ungur leikmaður hverfur með tímanum ef þú færð ekki rétta hvatningu og fyrirmyndir. Ég væri mikið til í að selja þessa 4 leikmenn og kaupa 1 virkilega góðan sóknarmann í staðinn. Rótera svo honum og ungu strákunum. Það verður þó ekki líklega fyrr en um áramótin.

  39. Sælir félagar

    Það er ekki ástæða til að efast um hæfileika D. Sturridge sem fótboltamanns. Að sjá hann og svo Origi og Solanke (nota bene í sömu leikjum á móti sömu liðum) er eins og að horfa á arabískan gæðing hlaupa af sér íslenkst merhross. Ótrúlegur munur á þessum tveimur leikmönnum og svo Sturridge. Hinu get ég verið sammála hjá AEG og fleirum að á hann er alls ekkert að treysta – því miður. En hæfileikarnir eru þarna.

    Ég er lika á því að selja Gomes/Matip gelgjurnar og fá einn alvöru varnarmann/miðvörð inn fyrir þá. Það yrðu góð bítti. Það þarf greinilega að taka til í hausnum á Moreno og þá verður ef til vill hægt að nota hann sem bakkupp fyrir Robertson. Ef til vill – ef ekki er hægt að endurskipuleggja hausinn á drengnum verður hann að fara og þá vantar raunverulegan vinstri bakk. Það er vont.

    Miðjan lítur mjög vel út með nýjum mönnum og svo eru frábærir unglingar eins og Jones og Woodburn í stöðugri sókn og eiga örugglega eftir að verða mikilvægir liðsmenn. Ég veit ekki með Ojo og Solanke verður að fara þangað sem hann fær að spila mikið til að ná í þá reynslu sem hann sárlega vantar. Að sjá hann akta á vellinum eins og Origi (sem að mínu mati er ömurlegur í fótbolta) er sárgrætilegt. Svona efnisdrengur sem hann var – og vonandi er enn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  40. AEG #47
    Held að stærsta vandamálið er að það er enginn að fara að kaupa Sturridge miðað við meiðslasöguna, hvað þá að borga honum þessi laun.

    Ef ég væri Sturridge þá væri ég ekki að fara að skipta um lið á síðasta ári samningsins bara til þess að lækka hrikalega í launum því hann veit manna best að hann fær ekki svona samning aftur og það er eitthvað sem enginn myndi detta í hug að gera.

    Þannig ég er nokkuð viss um að hann verður leikmaður LFC í lok gluggans og þá vonast ég bara til þess að hann nái að sýna eitthvað af þessum hæfileikum sínum ef ekki þá getum við kvatt hann á næsta ári

  41. Það eru 2 ár síðan ég skrifaði hér á kop.is að við yrðum að selja Sturridge strax á meðan við gætum fengið eitthvað fyrir hann. Núverandi staða var fyrir löngu fyrirséð. Að sjálfsögðu vill hann halda sér á þessum risalaunum og fá svo góðan free transfer samning á næsta ári. Mögulega síðasti samningur hans á ferlinum.
    Við getum samt örugglega losað hann til Besiktas eða Fenerbache ef við sættum okkur við lágt kaupverð.

    Held það megi bæta Matip og Wijnaldum við sölulistann og fá gæðaleikmenn í staðinn. Það getur skapað vondan móral að hafa of marga sem eru ekki að fá reglulegan spilatíma. En auðvitað viljum við ekki lenda í meiðslum og hafa nóga leikmenn fyrir langan vetur í öllum keppnum.

Danny Ward til Leicester (Staðfest)

Hreinsun að hefjast?