Liverpool fer inn í landsleikjapásu á toppi deildarinnar eftir góðan sigur á Leicester. Við erum aftur farni að senda þættina út á íslensku og prógrammið eftir hlé er vægast sagt rosalegt. Allt eins og það á að vera.
Kafli 0: 00:00 – Intro – Egils Gull og The Anfield Wrap heimsókn
Kafli 1: 13:00 – Hópferð í Nóvember
Kafli 2: 16:00 – Breyttar áherslur hjá Klopp í vetur?
Kafli 3: 24:50 – Hvaða áhrif hafa mistök Alisson?
Kafli 4: 35:30 – Maður leiksins gegn Leicester
Kafli 5: 43:00 – PSG, Napoli, Rauða Stjarnan
Kafli 6: 52:00 – Rosalegt prógramm framundan
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 205
Það er eitthvað sérstakt að gerast í klúbbnum okkar. Ég fylgist vel með umræðunni um liðið í Svíþjóð þar sem ég bý , á Íslandi og í bresku pressunni. Það er eins og Liverpool aðdáendur um allan heim þori ekki að fagna of mikið og gleðjast þessa daganna. Þeir er eins og þeir bíði eftir baksaginu. Vel skiljanlegt eftir mörg mögur ár. Klopp hefur hjálpað mér að fá trú á liðið okkar aftur. Ég er sannfærður um að Liverpool stenst áskorunina á næstu vikum. Þvílíkir leikir framundan. Tottenham, 2 leikir við Chelsea, PSG og Napoli og að lokum leikur við sjálfa Englandsmeistarana sunnudaginn 7 október. Ég sló til í morgun og keypti ferð til Liverpool fyrir alla fjölskylduna og við verðum á Anfield þegar Liverpool spilar við Man. City þann 7 október. Hlakka mikið til. YNWA!
Vel sagt Guðmundur Einarsson
Ég held að þú sért að tala fyrir hönd fjölmargra Liverpool aðdáenda (allavega þeirra sem eru eldri en tvævetur 🙂 )
Óska þér og fjölskyldu góðrar ferðar og skemmtunar í Liverpool-borg.
Við erum fimm félagar og eru búnir að bóka í þessa ferð.Tveir í þessum hóp eru hreinir sveinar í þessar Kop.is ferðir, en við hinir höfum farið nokkrum sinnum áður og getum mælt með þeim enda förum við aftur og aftur.
Kv GH
Skagaströnd klikkar ekki, tökum a.m.k. eitt hádegi bara með samlokum úr sjálfsölum 🙂
Firmino og Fabinho að brillera með Brasilíu. Alisson með allt á hreinu.
Sæl öll
Hef frekar lengi horft og verið mmjööög spenntur fyrir þessum leikmanni!!?! Ef Klopp tekst að fá Rabiot til okkar erum við komin með gæða skapandi miðjumann!!?!
Spennandi, en um fram allt, skemmtilegir tímar framundan með Liverpool
#1 Já nákvæmlega finnst það vera mín reynsla líka með félaga og vini í vinnuni sem eru að fylgjast með.
En maður er með þetta 10 leikja dæmi að geta séð svona hvernig landið liggur hjá okkur eftir það en næstu leikir eru akkurat það góð lið á öllum vígstöðum ef við förum vel í gegn um það verður erfitt að verða ekki mjög bjartsýnn.
En já svo er skiljanlegt að menn fagni örlítið fyrirfram þar sem okkar lið er eitt af bestu liðum evrópu um þessar mundir það er engin að fara taka það af okkur þessa stundina.
Eins mikið og menn hafa verið að gagnrýna Ghomez sem er aðeins 21 árs gamall varnarmaður ég endurtek 21 árs búinn að vera geggjaður og sá drengur á eftir að verða mikilvægur fyrir okkur. Við þurfum stundum að hætta að hugsa um daginn í dag og hugsa um framtíðina. Hvað er langt síðan að við höfum verið með lélega framtíðarsýn, berjast í bökkum með skyndilausnir sem hafa aldrey virkað? Nú með komu Klopp að þá hefur bæði innkaupastefnan og uppbygging ungu akademíunnar tekið svo miklum stakkaskiptum að við eigum eftir að njóta háklassa liðs sem á eftir að berjast um alla titla næstu 10-15 árin. 2020 verðum við meistarar sanniði til!
YNWA
Takk fyrir þessar umræður Einar. Hressandi umræður um klúbbinn okkar þessa dagana en ekki hvað. Vel gengur og ekkert bakslag enn sem komið er. Ég er þó einn þeirra sem tel ekki neina stöðu vera komin á liðið og verði ekki í fyrsta lagi fyrir enn eftir þessa mánaðartörn sem framundan er. Ef lykilmenn haldast heilir þá kvíði ég engu. Ef Fabinho, Lallana, Sturridge og Shagiri geta komið inn á og leyst einn og einn hálfleik á miklu tempói kvíði ég engu. Tæplega verður um vanmat á þessum liðum sem framundan eru svo vonandi þarf ekki að ræða það frekar. Mistök Allisson hafa ekki neitt að segja nema þá í þá áttina ð drengurinn sá verður bara örlítið betur vakandi. Hann er töffari og töffarar gera mistök. Í mínum huga á Comez miðvarðarstöðuna og Lovren getur ekki gert tilkall til hennar í augnablikinu. Enn verulega gott að hafa hann í bakhöndinni. Nú situr Klopp og teiknar upp næstu leiki og hvernig hann getur dreift álaginu. Þó Milner sé frábær getur hann ekki spilað 90 mínútur í hverjum leik þegar svona stutt er á milli leikja, ekki frekar en Hendreson eða Winjaldum. Svo einhverjar hrókeringar verða á miðjumönnunum og jafnvel senterum líka. Þetta kemur jú allt í ljós en rosalega eru spennnadi tímar framundan.
Við viljum sjá hellinn!