Opinn þráður

Landsleikjahléð rétt rúmlega hálfnað. Sitthvað að frétta:

  • Brasilía og USA léku um helgina, Firmino skoraði og Fabinho vann víti. Alisson auðvitað í markinu.
  • Salah var allt í öllu þegar Egyptaland unnu Níger 6-0 á laugardaginn, og skoraði m.a. 2 af þessum mörkum.
  • Winjaldum og Virgil van Dijk léku með Hollandi gegn Frökkum í gær. Van Dijk var fyrirliði, og Winjaldum náði 100% sendingahlutfalli. Hann er sá fyrsti sem gerir það fyrir hollenska landsliðið í 5 ár.
  • Shaqiri lék ágætlega í stórsigri Sviss í þjóðadeildinni (þarf eitthvað að koma fram við hverja þeir voru að spila?)
  • Robertson lék sinn fyrsta leik sem fyrirliði Skotlands þegar liðið tapaði fyrir Belgum 0-4. Eins gott að við þekkjum engan sem er að fara að spila við Belga á næstunni.
  • Henderson og Gomez léku með Englandi í tapleik á móti Spáni, TAA var á bekknum.
  • Kvennalið Liverpool hóf leik í deildinni í gær þegar þær heimsóttu Arsenal. Það er ljóst að það er allnokkur brekka framundan hjá Neil Redfearn að púsla saman liðinu eftir hræringar sumarsins, því Arsenal konur unnu örugglega 5-0. Ekki bætti úr skák að um morguninn var tilkynnt að Becky Flaherty varamarkvörður myndi yfirgefa klúbbinn og ganga til liðs við Everton, þó þetta ætti svosem ekki að koma mikið á óvart í ljósi þess að tveir markverðir voru keyptir í sumar.

Talandi um Henderson, þá hefur því oft verið haldið fram að hann spili boltanum bara til baka eða til hliðar. Tölfræðin segir okkur samt annað. Þessar tölur eru frá síðasta tímabili:

Það væri nú gaman ef Henderson fengi þá umfjöllun sem hann á skilið hjá okkur aðdáendum.

Annars er orðið laust.

9 Comments

  1. Hversu mikið guts þarf samt að hafa fyrir mann eins og Hendo að taka við fyrirliðabandinu af einum besta fyrirliða Liverpool fyrr og síðar erfitt að fylla upp í þaug spor.

    Ég hef ekkert nema gott að segja af Hendo eina sem hefur verið að hrjá hann eru slatti af meiðslum sem auðvitað hafa haldið honum frá leikjum og maður saknaði þess að hafa hann inná.

    Klopp veit alveg hversu góður Hendo er og hefur marg oft sagt hversu mikilvægur hann er fyrir liðið en maður sér líka alveg hversu vinnusamur hann er og kemur með jafnvægi á miðjuna en það er líka gott að gæði til að rotera þegar þarf.

  2. Er ekki kominn tími til að þið mögnuðu pistlahöfundar setji inn smá upplýsingar um ykkur? Persónulega er ég alveg til í að lesa um Daníel Sigurgeirsson og hvort hann geri eitthvað annað en að greina lesa og greina upplýsingar um Liverpool. Þá væri líka möguleiki fyrir “gömlu kempurnar” í ritsjórninni að uppfæra sínar upplýsingar. Held annars að konan hans Magga sé búin að vera ólétt ansi lengi (nema þetta sé árlegur viðburður í marsbyrjun?)

    Þetta er það sem gerist þegar Liverpool liðið er svona spennandi og maður situr fastur í tómarúmi landsleikjahlés. Frá því í byrjun árs hefur áhugi minn á þesu liði aukist meira en talið getur heilbrigt, og þótti sumum nóg fyrir. Sumarið var frábært og nú er tímabilið byrjað, en samt ekki. Fjórir leikir, tólf stig, fullt hús. Ekkert sérstök spilamennska og margt hægt að bæta. Hlé. Liverpool spilar ekki leik í tvær vikur. Ok, allt í góðu það er nóg að gera í vinnunni og einhverjir landsleikir í gangi. Tíu dagar frá síðasta leik og fráhvarfseinkennin að koma í ljós. Ég hef þörf til að horfa á Liverpool spila, en Liverpool er ekki spila. Ég vil hlusta á og lesa eitthvað um síðasta leik, en ég er búinn að heyra allt sem hægt er að segja um hann. Ég þrái að tala um spilamennsku Liverpool, en það er komið svo langt frá síðasta leik að ég man varla hvernig leikmennirnir líta út á vellinum lengur. Ætli Alisson sé búinn að láta skeggið vaxa eða er hann kannski búinn að raka það af? Ætli einhver mæti með nýjar Firmino-hvítar tennur á laugardaginn? Ég er orðinn svo örvæntingarfullur að ég er farinn að biðja mér ókunnuga stuðningsmenn Liverpool að skrifa um sjálfa sig til að létta mér þennan óbærileika. Gefið mér bara eitthvað Liverpool tengt að lesa!

    Þvílík forréttindi að vera stuðningsmaður Liverpool í dag!

  3. Hver myndi ekki vera með a.m.k. 57% sendingahlutfall fram á við, þegar hann spilar fyrir aftan Mane, Firmino og Salah?

    Get ekki beðið eftir laugardeginum!

  4. Henderson er flottur, hefur oft sýnt það. Í lok tímabilsins 2013-2014 er stundum talað um að fjarvera hans hafi skipt sköpum.
    Annars er ég hrikalega ánægður með þessi 12 stig, nú kemur hrikalega erfitt prógram þar sem við munum tapa einhverjum stigum að öllum líkindum. Það gerir þessa byrjun enn mikilvægari, það væri slæmt að lenda of mikið á eftir og þurfa að elta.

  5. Þokkalega fín Liverpool gleraugu að finna tölfræði yfir miðjumenn og hafa Silva og De Bruyne neðsta.

  6. Spánn vinnur Króatíu 6-0. Króatía auðvitað án Lovren. Króatar hafa eflaust prísað sig sæla að vinur okkar Iago Aspas hafi ekki komið af bekknum. Hefði eflaust lagt inn þrennu gegn Lovren-lausum Króötum.

  7. #5

    Ertu semsagt að segja að þessi tafla sé röng? Spyr sá sem ekki veit …..

  8. Silva og de bryne eru svo mikið í sókn að ef þeir ætla að gefa boltann þá er allar líkur að þeir þurfi að gefa tilbaka, nema þeir ætli annars að skora.
    Sama með Matic, þar sem rútan er svo aftarlega að sending tilbaka væri sjálfsmark…

Podcast – Gullkastið!

Gullkastið – Tottenham umræða