Byrjunarliðið gegn Cardiff City

Góðan daginn góðir Púlarar nær og fjær. Senn fer að hefjast leikur Liverpool gegn Cardiff á Anfield Road. Að vanda eru þrjú stig í boði í bardaganum í ensku úrvalsdeildinni en liðin hafa sitt hvora þörfina fyrir þau, heimamenn til þess að komast einir á toppinn en Wales-verjarnir til að halda lífi í tilveru sinni í deildinni.

Fram að þessum leik í dag þá hefur Liverpool ekki tapað í 25 heimaleikjum í EPL í röð og ekki fengið á sig mark á heimavelli í 841 mínútu en liðsmetið er 934 mínútur. Mo Salah hefur einnig skorað 32 mörk í sínum síðustu 34 leikjum á Anfield og vonum við innilega að 50 marka maðurinn haldi áfram að bæta við þá tölfræði.

Klopp hefur gert upp hug sinn varðandi liðsuppstillingu dagsins og hún er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Matip, Gomez, Robertson, Milner, Shaqiri, Sturridge.

Þrjár breytingar eru gerðar frá síðasta leik en Lovren og Moreno koma inn í vörnina til að gefa Gomez og Robertson verðskuldaða hvíld. Inn á miðjuna kemur Lallana fyrir Shaqiri en það hefur líklega taktíska breytingu í för með sér úr 4-2-3-1 aftur í hið algengara 4-3-3. Henderson og Keita eru meiddir eins og fyrr hefur komið fram en bekkurinn er mjög sterkur og menn þar sem geta komið inná til að breyta leik.

Gestirnir frá Cardiff stilla sínu liði svona upp með íslenska landsliðsfyrirliðann á miðri miðjunni:

En nú er innan við klukkustund í leik og því tími til fyrir alla stuðningsmenn Rauða hersins til að fara að finna sér sitt sæti á Anfield eða fyrir framan vel valið sjónvarpstæki á sem bestum stað.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


59 Comments

  1. Ef einhver meistari á gott stream á eftir þá væri það algjör snild

  2. Sko kallinn, við erum búin að vera að kalla eftir því að hann noti hópinn, það er vonandi að það komi ekki í bakið á honum og okkur.
    Ég spái þessu 2-1 en vonast að sjálfsögðu eftir stærri sigri.

  3. Ef við höldum hreinu og það er bætt við 4 mín þá sláum við metið 🙂

  4. Sæl og blessuð.

    Moreno í bakverði… hefði nú bætt við þriðja hafsentinum þá. Tel ósennilegt að hann gangi út af velli með hreinan skjöld. Lallana blessaður … ja ef hann á að gera eitthvað verður hann víst að spila. Þetta er gullið tækifæri fyrir hann.

    Hef ekkert alltof góða tilfinningu fyrir þessu, svona ykkur að segja.

  5. Stórsigur 5-1 Firmino með 3 Moreno og Sala með sitthvort og Aron hleður í 1 fyrir gestina

  6. Ég ætla að taka það að mér að vera pirraður fyrir hönd Big Shaq, okkar besti maður í seinustu 3 leikjum.

  7. Moreno fínn framávið en kann ekki að verjast það er gott að VVD og Lovren eru þarna til að redda því bara segi ég ! koma svo !

  8. Fróðleg upptilling. Sennilega er verið að testa Lallana sem fær fyrri hálfleikinn og verður skipt útaf í hálfleik ef hann stendur sig ekki. Annars held ég þetta verði í lagi, annars getum við pakkað saman gegn sterkari liðum, að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir Cardiff. Held að Shagiri og Sturrigde komi inná í seinni og skori amk annar þeirra ef ekki báðir.

  9. Moreno að spila eins og playmaker í vistri bakverði. Gott eða vont?
    Gott á móti Cardiff allavegana. Búinn að vera mikið í bolta og nýta sínar stöður vel.

  10. Lallana er ekki að komast nóg í boltann. Firminho þarf að koma aftur fyrir landa sinn til að sækja boltann.

  11. Við eigum að rúlla yfir þá, það væri gott að bæta markatöluna aðeins gegn svona liðum.

  12. Fabinho er ekki að passa inn í þetta lið, hlítur að vera áhyggjuefni.

  13. Hann verður að fá meira en nokkra leiki hann stóð sig vel í síðasta leik

  14. Ekki spurning, er ekki að afskrifa hann. Varnarlega er hann solid, átti góða tæklingu á 31 mínútúr þegar Cardiff voru að sleppa í gegn.

  15. What, er Fabinho ekki að passa inní þetta ?
    Hann er rétt að byrja að spila fyrir liðið og mér finnst hann vera að spila vel.

  16. Ekki nógu góðir í fyrri hálfleik. Ég vill sjá Shaqiri inn á í seinni hálfleik, hraði hans og áræðni á eftir að koma þeim í vandræði. Við þurfum að vera miklu beittari í sókninni. Bara 2 skot á rammann hjá okkur í fyrri hálfleik, þó svo að við séum 85% með boltann.

  17. Fabinho er að gera það sem hann á að gera. Sópa. Sem 6-a þá er hann að spila mjög vel, og að skila fram á við líka. Minn maður fyrri hálfleiks með Van Dijk,

  18. Fabinho þarf bara tíma en þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvað hann hefur að bjóða , dregur í sig mann , færir sig fram til að opna sendingarleið , býður sig sem möguleika. Henderson er oft fyrir sendingarleiðum og bak við andstæðing þegar hann ætti að bjóða sig. Lovren stendur undir nafni búinn að vera lélegur. Lalana búin að sækja í sig veðrið en er ekki nógu fljótur að koma honum frá sér. Góð hreyfing á liðinu en vantar betri færi

  19. Sæl og blessuð.

    Með svona yfirburði … er staðan 1-0 í raun vonbrigði. Auðvitað skiptir bara máli að vinna og allt það en manni finnst nú samt að framlínan hefði getað gert betur.

    Sumir þarna eru í svo áttavilltir að hið hálfa væri nóg, nefni Mané og lengst af Lallana sem fara með himinskautum en maður sér ekki alltaf hvað þeir eru að reyna. Það þarf að ydda þetta aðeins, svo ekki sé nú talað um skyndisóknirnar. Hvað varð um gamla góða, bimm-bamm-búmm ein snerting á mann og svo þenja þeir út netmöskvana? Núna staðna sóknirnar, einhver sending ekki nógu nákvæm eða þeir hlaupa í vitlausar áttir. Mikið væri nú gaman að fá smá klíník í þetta.

    Annars ætla ég ekki að vera of neikvæður. Held við ættum ekki að geta tapað þessu þótt leikurinn væri 900 mínútur. Senn fara þeir velsku að lýjast á hlaupunum og þá vonandi opnast einhverjar gáttir.

  20. #23 tölurnar sýna reyndar að hann hefur einmitt verið lítið í boltanum, hefur verið tvöfalt minna í boltanum heldur en Wijnaldum og líka miklu minna með boltann heldur en VVD og TAA.

  21. Vissulega ættum við að vera búnir að skora fleiri en yfirburðir Liverpool eru algjörir í þeim fyrri 85.5% með boltan ? já veit ekki hvað skal segja þetta er í raun sturlun hversu auðvelt þetta lítur út hjá þeim spurning hvort við nýtum færin betur í seinni koma svo!

  22. Mané með Glæsimark og það er að koma í ljós að velskir eru að þreytast. Aron Einar Gunnarsson er þeirra laaaangbesti maður. Myndi sóma sér vel í hvaða úrvalsdeildarliði sem er. Spái því að Shaquiri skori þriðja og fegursta mark leiksins.

  23. Ég er ekkert viss um að það séu margir í heiminum með betri fyrstu snertingu en Shaqiri. Boltinn deyr í hvert einasta skipti.

  24. Aron Einar fylgir Firmino af velli. Dekkar hann sennilega í sturtunni líka.

  25. úff. Þetta var svo fullkominn óþarfi. Sjaldgæf mistök hjá VvD en ekki svo sjaldgæf hjá Moreno sem hleypti þeim auðveldlega framhjá sér.

  26. AFhverju fær þessi gaur að brjóta eins og hann vill á Salah og komast upp með það ?

  27. Dómaratríóið ekki alveg að eiga sinn besta dag. Ömurlegt að horfa upp á svona slitu. En við klár um þetta.

  28. Sama panikk komið uppp í liðinu, og warnock sendir einn turn inná, næstu mínútur verða long ball

  29. Shaq is the man. Gefur stórbrotna sendingu á Salah sem sendur laflausan bolta beint á markmanninn. Salah endurgeldur svo greiðann og við fáum þetta líka snotra mark!

  30. Þetta mark sem við fengum á okkur skiptir engu máli ef við svörum svona !

  31. Jæja þið trúlausu……étið sokk ? Glæsileg frammistaða hjá okkar mönnum. Allir sem einn að gera gott mót.
    YNWA

  32. Besta sem gerðist var að fá þetta mark á okkur…menn voru of mikið að hugsa um að fá ekki mark a sig i stað þess að bæta við mörkum…

  33. Frábært að sjá liðið okkar sem við erum búin að sakna í smá tíma semsagt liðið sem refsar hinum liðunum þegar þaug voga sér að skora á móti okkur !

  34. Það munaði um Shaqman. Var mikið í boltanum í framlínunni, skoraði og var hættulegur. Salah er þó auðvitað maðurinn með mark og stoðsendingu – oft eins og skopparakringlan en maður kvartar ekki undan svona leikmönnum. Gini var líka frábær og ég skil ekkert í gagnrýni á Fabinho. Moreno-faktorinn var á sínum stað í vörninni, ekki orð um það meir.

  35. Stórkostlegt hjá okkur! Vinnum flottan 4-1 sigur en förum ekki mikið hærra en upp í þriðja gír. Við erum að tala um 81% possession, ég man ekki eftir að hafa séð slíkar tölur áður!

    Þessi leikur við Arsenal, sem er framundan, verður eitthvað!

    Við erum með frábært lið í höndunum og við getum unnið hvað sem er!

    YNWA!

Upphitun: Cardiff City á Anfield

Liverpool 4-1 Cardiff City