Á fimmtudagskvöldið munu núverandi og vonandi fráfarandi meistarar Manchester City bjóða áskorendurna í Liverpool í heimsókn í leik sem mun gefa mikla innsýn í toppbaráttunna þetta árið. Eins og stendur hefur Liverpool sjö stiga forskot á Man City og gæti því aukið það í tíu stig, eða misst það niður í fjögur. Eftir leikinn verða sautján umferðir eftir og því alveg ljóst að með tíu stiga forustu ertu ekki öruggur að sigra deildina en miðað við hversu fáa veikleika Liverpool liðið okkar hefur sýnt á þessu tímabili væri það orðið ansi líklegt að ég fengi að sjá liðið lyfta sínum fyrsta Englandsmeistaratitli frá því ég var tveggja mánaða gamall!
Ég missti því miður af leiknum gegn Arsenal eftir að hafa keypt mér miða á Áramótaskop Ara Eldjárn án þess að skoða leikjaplan liðsins og blótaði sjálfum mér í hljóði þann daginn. Þegar stutt var búið af sýningunni leit ég á símann og las 1-0 fyrir Arsenal, í aðeins verra skapi en þó frekar glaðlyndur enda showið fínt setti ég símann í vasan og fann nokkra titringa á næstu mínútum hélt að það væru bara kop-verjar að kvarta undan því að hafa lennt undir þar til ég sá manninn í sætaröðinni fyrir framan mig horfa á Sadio Mané skora sitt mark. Þá reif ég upp eigin síma og hélt að þetta væri jöfnunarmark bara til að sjá að staðan var orðinn 3-1 Liverpool í vil. Þrátt fyrir að Ari hafi verið góður fyrir þá ég ég sagt ykkur það að hann var enn betri eftir að ég komst að því að Liverpool var að vinna.
Með sigrinum gegn Arsenal varð Liverpool níunda liðið í sögu efstu deildar á Englandi að vera ósigrað eftir tuttugu leiki en sjö af þeim átta liðum sem hafa áður náð þeim áfánga enduðu á að sigra deildina. Aðeins Sheffield United mistókst það, tímabilið 1899-1900. Hinsvegar má ekki gleyma hversu stórkostlegt City-liðið það er sem við erum í samkeppni við og Tottenham skammt undan ef menn ætla eitthvað að fara mistíga sig harkalega.
Fyrir leikinn í vikunni er lítið af frétta af meiðslalistanum hjá okkar mönnum, þó er þetta skrifað fyrir blaðamannafund Klopp svo það gætu orðið breytingar á því í fyrramálið. Alex Oxlade-Chamberlain situr þar sem fastast, en fengum hinsvegar góðar fréttir af honum á dögunum þar sem hann er mættur aftur til æfinga og gætum átt von á honum fyrr en áætlað var. Auk hans eru miðverðirnir Gomez og Matip enn meiddir en er von á báðum um miðjan eða í lok þessa mánaðar. Að lokum er James Milner enn eitthvað tæpur en ég er frekar viss um að hann muni vera í hóp á fimmtudag. Alberto Moreno er einnig búinn að jafna sig á bakmeiðslum en ég yrði hissa að sjá hann í hóp.
Alexander-Arnold – Lovren – Virgil – Robertson
Henderson -Fabinho – Wijnaldum
Firmino
Salah – Mané
Svona myndi ég skjóta á okkar lið, aðeins ein breyting frá því í Arsenal leiknum þar sem Shaqiri myndi detta út úr liðinu fyrir Henderson. Gæti mögulega séð hann fórna Fabinho fyrir Henderson og halda Shaqiri til að sækja hart á City en gæti verið að hrifning mín á Shaqiri spili þar stóra rullu. Held að hann fari aftur í 4-3-3 leikkerfið þó með Firmino aðeins aftar, líkt og hann hefur spilað á þessu tímabili og mikill hreyfanleiki á fremstu þremur. Bæði Guardiola og Aguero hafa talað um það fyrir leikinn að þeir þurfi að spila sinn bolta og vonast til að hafa nóg til að vinna Liveprool þannig ég býst ekki við að við sjáum Guardiola reyna að loka jafn mikið á leik Liverpool og í útileiknum fyrr á tímabilinu þó þeir vilji væntanlega ekki heldur hafa leikina jafn opna og á síðasta tímabili því tel ég að leikurinn muni mikið til vinnast á baráttunni á miðsvæðinu og því held ég að hann fari í þrjár vélar á miðjuna til að reyna tryggja sigurinn þar.
Liverpool hefur líka haft ágætis tak á City undanfarinn ár. Höfum aðeins einu sinni tapað gegn þeim í venjulegum leiktíma síðan Klopp tók við en það var einmitt í útileiknum á síðasta ári þar sem Mané fékk rautt og við töpuðum 5-0. Mo Salah hefur heldur ekkert leiðst að spila gegn þeim en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í fimm leikjum gegn Man City og kemur funheitur inn í þennan leik með mark og stoðsendingu í síðustu þremur deildarleikjum. Það gæti því farið aðeins um himinnbláliða ef við byrjum vel og er Bernardo Silva þegar farinn að tala um leikinn sem algjöran must-win leik fyrir sína menn.
City menn eiga í ákveðnum vandræðum fyrir leik. Vörninn þeirra hefur lekið gríðarlega undanfarnar vikur en þeir hafa ekki haldið hreinu í deildinni síðan 24. nóvember gegn West Ham og ofan á það eru tveir fyrstu menn á blað í vinstri bakvarða stöðuna ekki að fara spila í þessum leik. Benjamin Mendy er meiddur og Fabian Delph í leikbanni. Guardiola hefur þrjá valmöguleika úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko spilaði þar í síðasta leik en hefur ekki fengið traustið í stærri leikjunum, Aymeric LaPorte hefur leyst af í bakverðinum í hallæri en hefur verið stoðinn í miðverðinum á þessu tímabili og yrði líklega sárt að læra hann yfir. Síðasti kosturinn væri að Danillo myndi fara yfir vinstra megin og Kyle Walker kæmi inn hægra meginn, sem mun líklegast gerast hvort sem Danillo spilar eða ekki.
Auk þess er ólíklegt að De Bruyne eða Gundogan verði í byrjunarliðinu með vegna meiðsla en báðir mögulega með í hópnum, þá sérstaklega Gundogan sem var lítillega meiddur en De Bruyne að koma aftur eftir erfið meiðsli og ég sé þá ekki taka áhættuna nema þeir séu 100% á því að hann sé fit.
Walker – Stones – Laporte – Danillo
Fernandinho
D. Silva – B.Silva
Sterling – Agureo – Sane
Vissulega mjög sterkt lið, en það er okkar líka. Á erfitt með að spá fyrir um þennan leik en ég held að hann verði mun skemmtilegri en fyrri leikur liðanna, sem ég einmitt hitaði líka upp fyrir og spáði Liveprool þar 3-2 sigri. Þegar ég byrjaði á þessari upphitun ætlaði ég að spá jafntefli en ég er að verða bjartsýnni með hverri mínútunni og ætla spá okkur 2-1 sigri í bráðskemmtilegum leik þar sem mikið mun mæða á miðjumönnum beggja liða en Mo Salah og Bobby Firmino klára leikinn fyrir okkar menn og setja formlega fyrsta fingurinn á titilinn.
Trúi ekki að þú hafir farið á sýninguna eftir að fatta mistökin. Ég hefði gefið miðann 😉 flott upphitun 🙂
Það.verður fróðlegt að sjá hvort að Klopp fari inn í leikinn með látum og hápressu gegn þeim eða leyfir þeim að halda boltanum færa sí framar og keyra svo á þá þegar tækifæri gefst.
10 stig á Man City væri stórkostlegt
7 stig á undan Man City væri frábært eftir þennan leik
4 stig á undan Man City væri góð staða með 17 leiki eftir( búnir með Arsena og Man City í seinni umferð) en við gæfum City blóðbragð.
Ég spái galopnum leik þar sem Pep verður gjörsamlega all inn því að hann veit að 3 stig eru nauðsynleg en Klopp bað um trú á liðið þegar hann kom og ég ætla að trúa á strákana og spá því að við töpum ekki þessu leik og þar sem Pep ætlar ekki að sæta sig við jafntefli þá förum við heim með 3 stig. 1-2 Mo og Mane með mörkin en ekki
YNWA
P.s Maður missir ekki af Liverpool leik
Úff, þetta verður eitthvað. Nú er greinilega mikið sálfræðistríð í gangi gagnvart Liverpool. Gert úr því skóna að leikmenn séu óheiðarlegir og að dýfa sér. Vissulega var vítið soft á móti Newcastle en við sem höfum horft á þetta lið í vetur vitum betur og þá sérstaklega hvað viðkemur Salah. Það gustar bara ávallt um þá sem eru á toppnum. Nú er bara að fara í ullarbrækur og dúnúlpu og standa þetta af sér. Muna einnig eftir lambhúshettunni. Spennandi leikur á morgun og sama hvernig fer, það eru spennandi tímar framundan.
Ég held að Pep sé í engu sálfræðistríði þegar hann segir að Liverpool er besta lið í heiminum í dag. Hann er bara að segja sannleikann 🙂 Spái 2-1 fyrir okkur Mané með mark og kominn tími á Henderson.
Sælir félagar
Takk fyrir frá bæra upphitun
EinarHannes og ég segi eins og fleiri; maður missir ekki af LIverpool leik nú um stundir. Ef þessi leikur vinnst eins og ég spái, sem og fleiri, þá fer maður að finna út hvenær Liverpool fær titilinn og bikarinn afhentan. Á þann leik verður maður að komast.Þetta verðu einn af leikjum ársins og Pep er einfaldlega að meina það sem hann segir um Liverpool. Spái 6 marka leik M.City 2 – 4 Liv. Þessi leikur verður taumlaus skemmtun í baráttu tveggja af skemmtilegustu liðum deildarinnar.
Það er nú þannig
YNWA
Hvað voru FSG að leyfa Chelsea að ná í Pulisic algjört rugl að þessi leikmaður hafi farið þangað þetta er leikmaður sem verður næsti Hazard ef hann heldur áfram á sömu braut ég segi það og skrifa algjört rugl að taka ekki þennan leikmann til Liverpool.
FSG hefðu átt að sjá heildarmyndina betur leikmaður sem er á hæðsta leveli frá USA líklegast sá besti sem hefur komið þaðan sem hefði þýtt enn meiri áhugi á Liverpool og leikmaður sem myndi henta leikstíl Klopp allavega þetta er það eina sem ég hef yfir að væla í dag : (
En afsakið þetta ég varð að koma þessu frá mér. Ég tel að okkar lið geti unnið City ég held þetta verði í járnum en endi 1-2 fyrir Liverpool góðar stundir félagar og takk fyrir gamla árið !
YNWA
Sæl og blessuð.
Fæ að deila með ykkur nokkrum þönkum varðandi leikinn og það sem ég held að skipti máli þegar upp verður staðið:
1. Sagan? Saudar eru gulllið, það þarf ekki að rökstyðja það meira. Þeir eru vanir að vinna titla og kunna fátt annað. Á móti kemur að síðasta síson gaf þeim ekki mikla reynslu af því að hafa fyrir hlutunum, þetta eru því mikil viðbrigði. Þá er saga leikja þessara tveggja liða síst til þess fallin að gefa þeim skriðþunga hefðarinnar, því er einmitt öfugt farið. Þeir hafa átt í basli með okkur eins og fram kemur í prýðilegri grein. Þessi þáttur er því ekki eins mikið á bandi Saudanna og e.t.v. mætti ætla í fyrstu. Við gætum þvert á móti nýtt okkur hann til framdráttar. Þeir hafa vissulega borist langt á öldum sögunnar í vetur. Andstæðingar hafa nánast lagt niður vopnin þó enginn eins ömurlega og Chelsea í fyrra, sem spilaði stífan varnarleik í stöðunni 2-0 fyrir þá fölu. Svo hafa málin breyst og þetta virðist aðalumræðuefnið á spjallþráðum stjóranna – móteitur við Guardiola. Þeir voru ekkert öruggir gegn Southampton, sem var einmitt held ég ákkúrat hinum megin í deildinni m.v. Sauda.
2. Úrslitaleikur? Nú vandast málið. Eins og allir vita hefur lið okkar verið í tómu basli í leikjum þar sem mikið liggur undir. Hver fær ekki ennþá martröð um rassaköst Gerrards 2014? ADHD Morenos gegn Sevilla eða undarlegt háttarlag Kariusar í Kiev? Þetta held ég að sé inntakið í sálfræðistríðinu – að senda okkur þau skilaboð að þessi leikur – 3. janúar 2019 – sé lokaleikur deildarinnar og þá sé von á hinum shakespearska vísdómi: ,,Heilabrotin gjöra oss alla að gungum, á einbeitninnar holla litarhaft slær sjúkum fölva úr hugans kalda húmi” og þessi fölvi er einmitt bláleitur. Við skulum bara rétt vona að enginn, ég endurtek, enginn púlari mæti á grænu flötina með það í huga að ÞETTA sé leikurinn sem allt snýst um. Rifjið upp hlustkipti Hnjúkasels sem var með 14 stiga forystu og tapaði fyrir MU eða Keflvíkinga 2009! It ain’t over till it’s over, and it’s definately not over in January.
3. Leiðtogar? Þeim mun meira sem ég leyfi mér að sökkva inn í heim fótboltans þeim mun betur þykist ég skilja hvað persónuleikar stuttbuxnadrengjanna skipta miklu máli. Hvaða leiðtogar eru í liði Sauda og þá meina ég byrjunarliði? Ekki ætla þeir að spila hinum svifaseina Kompany gegn fagurrauðum flugeldum? Sá kann að hvetja sína menn en það er ekki margt annað í boði. Í liði Guardiola er enginn Xavi, Iniesta, Carragher, Gerrard, Cantona, Adams. Þetta eru fagurspilandi tikkitakka guttar en maður sér ekki í fljótu bragði annan þarna sem drífur mannskapinn áfram. Þá hefðu þeir nú ekki farið að tapa tveimur leikjum í röð með 75% posession. Við erum þrátt fyrir allt með Hendo, Virgil og Alison. Ættum að vera með forskot þarna.
4. Leikplan? Þarna fara málin að verða spennandi. Síðast þegar þeir innbyrtu stig gegn okkur, þá léku þeir eins og Móri karlinn væri komin í brúna hjá þeim. Háloftaspyrna Marhezar bjargaði sannarlega stiginu en þarna var liðið okkar ryðgað og fór illa með kjörin færi. Núna þurfa þeir að sækja við við vitum hvað það þýðir þegar við mætum slíku liði sérstaklega ef það er á köflum varnarlaust. Ég hallast að því að lykilmaður hjá Saudum sé hinn þungbrýndi Fernandinho sem hefur skipt sköpum þegar kemur að því að varna andstæðingum leiðina að brothættum varnarmúr. Nú vona ég bara að hann sé ekki í 100% formi eftir meiðslahlé (sem kostaði þá 6 stig) og fullorðinsátök við Southampton, fyrir aðeins þremur dögum. Þetta er ótvírætt sá leikmaður sem mestu máli skiptir fyrir þá. Hann er eins og Lucas okkar 2012/3 en með fráhvarfi hans, og í raun engri endurkomu, kom það átakanlega fram hvað við vorum með slappa vörn.
5. Niðurstaða? Sé ekki ástæðu til að örvænta. Auðvitað getur allt farið á versta veg – hörmulegur heimadómari, Saudar borga öllum karlakórum í borginni til að mæta og syngja á pöllum, klaufaskapur og eitthvað slíkt. En … við erum ekki lengur með Rogers-liða í burðarhlutverkum. Hér er enginn Migno, Sakho, Moreno, Allen, Borini, Lambert, Balo, Benteke…. (listinn kallar fram þunglyndiseinkenni). Við erum með lið sem kann að halda hreinu og kann að skora, getur stýrt miðju og sótt hratt fram. Bara umfram allt ekki fara í úrslitaleiksblúsinn. Þetta er bara einn leikur af mörgum sem mun ráða því hvort og þá hvenær við rústum þessari deild.
Sjálfur mun ég sitja í fagurskreyttri stofu með rauðmálaða veggi og flísteppið góða með mynd af Rafa Benitez.
Góðan dag og gleðilegt ár !
Tek undir með þeim sem hér hafa ritað og segi en fremur ekki bölva heldur Njóddda og liffffa.
Liverpool tekur þetta 1-3.
YNWA.
Takk fyrir liðið ár, Kop-drengir og þakka ykkur fyrir að ilja gömlum karlræfli um tærnar með umfjöllum ykkar í máli og prenti.
Ég held að þessi lið skipti stigunum á milli sín að þessu sinni og ég held að það sé góð úrslit fyrir okkar elskaða lið.
Ég er sáttur við það.
Þetta verður í fyrsta og eina skiptið sem ég ýja að trúarbrögðum vegna liðsins okkar og mótherjum. Við höfum Mohamed þeir hafa Jesús, fáránlega hallærislegt grín. Okkar styrkur er það sem er veikleiki manc, þeir verða að gera allt til þess að vinna og þar af leiðandi að sækja stíft. Það er okkar styrkleiki að lið reyni að sækja á okkur, því meira, því betra.
YNWA
Því miður spá ég tapi í þessum leik en þeir verða ekki margir til viðbótar sem við töpum og við verðum meistarar í vor eftir mikla dramatík í lok leiktíðar.
Frábær síða, góð upphitun, þvílíkur leikur framundan en það sem slær allt út í dag er óborganleg upphitun framherjans knáa Lúðíks Sverriz. Ég hlæ upphátt þegar ég les svona snilldar skrif, er líka sammála innihaldinu.
Annars takk fyrir mig allir aðstandendur þessarar síðu og gleðilegt meistara ár
YNWA
Góð upphitun, takk kærlega fyrir mig.
Hver þarf annars upphitun fyrir þennan leik, ég finn blóðið hitna í æðum mínum, eingöngu við tilhugsunina um þennan leik.
Mun taka jafnteflinu fyrir fram ef það er í boði en ég hef hins vegar trú á að við klárum þá.
YNWA!!
Manc verður að spila sóknarbolta, segir sig sjálft, enda alment spila þeir þannig fótbolta. En hafi verið þörf, þá er nú nauðsýn hjá þeim. Þannig bolti hentar okkur best, að lið sækji á okkur. Þetta verður markaleikur, spái 3-4.
YNWA
Liðið sem sigrar á morgun verður enskur meistari.
Þetta verða fírverk, bombur og blys.
Fyrirfram getur þetta farið á alla lund.
City munu byrja af fídonskrafti.
Ef við lifum af fyrstu 25 þá vænkast okkar hagur.
Ef við missum tvö mörk inn í upphafi þá reynir á sálina og hausana í liðinu.
Hvað sem verður þá verður þetta leikur ársins og ég ætla ekki að missa af honum.
Spái 1-3
YNWA
Hvert fara púllarar að horfa á leiki í dag?
Er ansi hraeddur um ad City taki okkur i kvold.
Svo framarlega sem vid vinnum ‘minni’ lidin tha er thetta allt i godu. Minni lidin finna nuna loksins ad thau geta unnid, allavega skorad gegn City. Thau finna ekki fyrir thvi med Liverpool. City gefa 1-2 mork i leik nuordid a medan Liverpool eru ekki ad gefa eitt ne neitt. Thad er munurinn akkurat nuna.
Mer er alveg sama tho City vinni i kvold, their verda ekki meistarar fyrr en their finna lausnir a vorninni sinni, og their munu halda afram ad leka morgum gegn nanast hvada lidi sem er. A medan mun Liverpool klara sina skyldusigra og thannig vinna menn titla.
Hef ekki verið svona spenntur í langan tíma..
Var í aðgerð í gær á Akureyri og þar sem það var ekki hægt að horfa á leikinn á sjúkrahúsinu þá fékk ég það í gegn að fara heim í dag.. ekki séns að ég missi af mínum mönnum.. reddaði bílstjóra á Krókinn og nú liggur maður í sófanum bryðjandi verkjatöflur og bíður spenntur ?
Mikið er nú gaman að vera Poolari ?
Spennandi leikur framundan og viðurkenni að ég þori ekki að spá hvernig fer. Það tala fáir um Tottenham í titibaráttunni og það þykir mér skrítið. Þeir eru til alls líklegir.
Mig langar að dreyma um titilinn þtátt fyrir allt!
Koma svo!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.
Subs: Mignolet, Fabinho, Keita, Moreno, Sturridge, Lallana, Shaqiri.
Man City: Ederson, Stones, Kompany, Laporte, Danilo, Bernardo Silva, Fernandinho, Silva, Sterling, Aguero, Sane. Subs: Walker, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Otamendi, Gabriel Jesus, Muric.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Milner, Salah, Firmino, Mane. Subs: Fabinho, Keita, Sturridge, Moreno, Lallana, Mignolet, Shaqiri.
Referee: Anthony Taylor (Cheshire)
omg lovren,, djöf er hann lélegur varnarmaður