Það var boðið upp á rokk og ról gegn Arsenal en það var auðvitað bara upphitun fyrir aðra og stærri tónleika gegn Man City.
Biðjumst velvirðingar á slæmu sambandi við Magga, hann var staddur í Stockport og þeir eru bara nýkomnir með internetið.
00:00 – Intro – Maggi í Liverpool og jólagjöf frá Wolves
06:35 – Liverpool vann desember
10:35 – Arsenal
29:45 – Janúarglugginn – Coutinho og Stjáni Pulicic
38:15 – Guardiola og Klopp í bullandi sálfræði
43:10 – Stærsti leikur í sögu Liverpool?
47:30 – Samanburður á liðunum
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
MP3: Þáttur 221
gaman að þessu og elska þessa þæti , Áfram Liverpool vinum 1.3
“Biðjumst velvirðingar á slæmu sambandi við Magga, hann var staddur í Stockport og þeir eru bara nýkomnir með internetið.”
Mér finnst reyndar samband mitt við Magga hafa verið að batna mikið, erum orðnir sammála um ansi margt 🙂
Góður þáttur að vanda.
Guardiola er upp við vegg, hann verður að láta sína menn sækja og það er eitthvað sem hann vill helst ekki gera á móti Liverpool ef eitthvað er að marka upplegg þeirra fölbláu í fyrri viðureign liðanna í haust.
Mjög skrítið að vera í þeirri stöðu að vera á leiðinni í heimsókn á Etihad og horfa á liðið sitt sem sigurstranglegri aðilann, við erum eina liðið (leyfi ég mér að fullyrða) sem getur farið þangað í þeim gír.
SSteinn, þetta er frábær auglýsing fyrir þá sem vilja fara í frí viljandi hafa svo lélegt samband að varls sé hafandi samband, Stockport here I come. það er rétt hjá þér, það er farið að bera of mikið á samþykkum hjá ykkur félugum. Þá er bara eitt í stöðuni, búa til ósamþykkið í anda þess að svart sé hvítt etc. Vona svo að við getum lagst ánægðir á koddann í kvöld.
YNWA
Við viljum sjá hellinn! 🙂
Hefði reyndar ekkert á móti því að sjá hvernig koparvírarnir eru lagðir fyrir símalínurnar og netið í Stockport að auki!
Þetta verður flottur leikur í kvöld þar sem við bíðum átekta og fáum þetta City-lið í þá óþægilegu stöðu að þurfa að sækja meira en þeim finnst þægilegt með … sem endar með því að við náum yfirhöndinni í einhverrri svakalegustu skyndisókn sem sést hefur síðan John Barnes kom, sá og sigraði æfingaleik haustið ’86 þegar hann sólaði sig gjörsamlega í gegnum miðjuna og vörnina sem endaði með því að hann datt á boltann og skallaði hann inn og þetta endar með 1-3 sigri okkar manna … YNWA!
Þetta er auðvita langt í frá mikilvægasti leikur í sögu Liverpool, þeir leikur eru ekki spilaði í janúar í 21 umferð. Margir úrslitaleikir í meistaradeild t.d sem eru stærri og svo má ekki gleyma að liðið hefur bæði unnið Enska titilinn og tapað á lokadegi.
Fyrir utan að það má segja að Liverpool – Chelsea hér um árið hafi verið stærri því að ekki tap í þeim leik eða sigur hefði klárað titilinn það tímabil(hefðu alltaf klárað Palace og Newcastle).
Það sem þetta er samt dauðafæri til að komast í frábærastöðu í deildinni. Hvernig sem fer þá verðum við efstir en að tapa ekki í kvöld þá gefur það okkur þann möguleika að misstíga okkur tvisvar án þess að missa þá framúr okkur.
Þetta er samt enþá en einn frábæri Kop.is þátturinn og finnst manni ekki bara að leikmenn liðsins eru að toppa heldur síðurhaldarar á þessari síðu, takk fyrir mig
YNWA
Ég er ekki að upplifa að Gardiola sé í einhverjum sálfræðihernaði gagnvart Liverpool. Mín tilfinning er sú að hann tali um liðið okkar af raunsæi og virðingu.Geri sér fyllilega grein fyrir gæðum þess og sér þá hæglega sem meistara í vetur. Ég á miklu auðveldlega með að bera virðingu fyrir honum heldur en þessum “nothing special one” sem var rekin hjá Man Und.
Þessi lið eru mjög sambærileg af gæðum og eina ástæða þess að ég held að Liverpool vinni þennan leik er vegna þess að Man City verður að taka séns og sækja til þess að blanda sér almennilega í titilbaráttuna. Mér er samt fyllilega ljóst að Liverpool gæti tapað þessum leik, ekki ósvipað og Man city tapaði gegn Liverpool í fyrra.
Nr. 7
Þeir keppst um að tala um hitt liðið sem það besta í heimi, það er sálfræðistríðið sem ég er að vísa í.
það góða við þetta er, að sálfræðistríðið er einungis á milli stjórana. Eftir að leikmenn eru komnir út á völlinn þá, og hvað sem lagt er upp með af þeim fokið út í veður og vind. Eina raunhæfa taktík sem Pepparinn hefur, sem myndi mögulega færa þeim stig, er að gera fyrirliðan að rútubílstjóra, hann veit það. Hann væri kjáni að taka séns á agressifum sóknarbolta
YNWA