Það er Kop.is hittingur í kvöld þannig að við settum Magga og Steina í eldhúsið á meðan rest tók upp Gullkast þátt vikunnar. 2019 hefur alls ekki byrjað vel en það stendur til bóta.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Hannes, Ingimar, Daníel, Maggi Beardsley og Eyþór
Maggi og SSteinn á kantinum og þeir voru ósammála öllu sem kom fram, en samt sammála um það.
Óli Haukur er svo fyrir norðan að fylgjast með leikmannamarkaðnum.
Kokkarnir á meðan tekið var upp
MP3: Þáttur 222
Takk fyrir Podcastið höfðingjar.
Sæl og blessuð.
Ekki amalegt að hafa þetta mallandi í bakgrunninum. Spekingar spjalla og við sófajarðeplim hlýðum á, nemum og lærum.
Núnú, leikurinn á eftir? Þrælerfið rimma er framundan – gerum okkur engar grillur. Þeir liggja í vörn og streitufaktorinn okkar hækkar eftir því sem á leikinn líður. Þá er hætt við mistökum og svo bregðast krossbönd sem önnur bönd.
Er ég hræddur fyrir þennan leik? Ójá.
Gaman að heyra í ykkur flestum – en ég þarf eiginlega að hlusta á þetta aftur og telja bjórana sem opnaðir eru..