Fimmtudagur 7.febrúar og skyndilega opnar maður stöðutöflu PL og í fyrsta skipti í 7 vikur situr þar olíubarónaliðið frá Manchester. Það ætti ekki að koma neinum á óvart svosem en auðvitað er það áminning um það að ákveðið hæp sem fór af stað fyrir um 9 dögum þegar Rafa Benitez framkvæmdi kraftaverkasigur á City væri nú ekki hinn eini sanni raunveruleiki.
Við hrukkum öll við á miðvikudaginn og mánudagurinn var líka erfiður. Þeir sem sáu mig á Twitter greindu það klárlega að ég var ósáttur, ég var með hástafina á Facebookþráðum og svo reyndum við að rýna til gagns í podcasti. Geðsveiflur.is á 6 dögum staðreynd!
En…svo auðvitað sest maður niður og veltir sér upp úr skynseminni. Fyrst reynir maður að greina hvers vegna maður stendur öskrandi á sjónvarpsskjá við að horfa á íþróttamenn berjast um bolta í snjómuggu eða skítakulda. Á maður ekki að vera vaxin upp úr svoleiðis, rétt rúm 2 ár í 50 ára aldurinn, maður orðinn afi og svona…á hverju stendur. Ég held ég sé kominn með svarið við því.
Mig LANGAR SVO að sjá liðið mitt vinna ensku deildina. Svei mér, ég skal taka það að við dettum út fyrir Bayern í CL (þó ég ætli að fara til Munchen og öskra okkur áfram) og þess vegna enda í 5.sæti næstu tvö tímabil. Ég hef alveg fram í desember verið handviss um það að City sé það miklu betra en við að þeir verði meistarar en fann eitthvað gerast þegar við stútuðum B’mouth og Newcastle, hvað þá að vera á staðnum þegar við bökkuðum yfir Arsenal. Þá örugglega hvarf öll skynsemi og lógík.
Eftir sveiflurnar síðustu daga þá er mikilvægt held ég að maður aðeins rýni í spegilinn og finni samhengið. Því það eru mörg atriði sem vert er að rýna í.
* Liverpool hefur aldrei í sögu klúbbsins átt eins góðan fyrri helming tímabils.
* Liverpool er búið að setja nýtt félagsmet í leikjum á heimavelli án taps.
* Einn tapleikur eftir 25 leiki er næstbesti árangur félagsins, sá besti var 29 leikir árið 1988. Í febrúar það ár var ég ekki kominn með bílprófið, Candy þvottavélar voru aðalsponsorarnir okkar og höfðu tekið við af málningarverktökunum í Crown Paints. Efst á vinsældalistanum var hin margrómaða Tiffany með lagið I think we’re alone now.
Bara þessir þrír hlutir eiga einir og sér að hrista mann niður á jörðina. Það er nákvæmlega EKKERT sem á að gefa manni tilkall að ergja sig og vera grautfúll eftir 2 jafntefli í röð.
Því í rauninni erum við í dag á undan áætlun. Hversu erfitt það er að þurfa aftur að horfa upp á við og hlusta á ný á vini manns með glottið tala liðið niður og kalla stjórann nöfnum. Að koma í vinnu á þriðjudegi og hlusta á aðdáendur liðs í 5.sæti tala um hvað við séum “búnir á því” á ekki að hreyfa við okkur, hvað þá þegar góðir “bitrir” vinir mínir sem eru að styðja lið í 10.sæti sem ákveður að sleppa því að spila lykilmönnum á heimavelli gegn ríkjandi meisturum blása á mann.
Því staðan er auðvitað sú að öll lið utan Man. City (og mögulega Tottenham) vildu vera á okkar stað. Örlögin eru í okkar höndum þegar 13 umferðir eru eftir, staðreynd sem var síðast uppi árið 1990.
Svo…nú er að trúa og njóta ferðarinnar. Ég held að þessir 6 dagar séu alveg að verða okkur öllum og félaginu áminning. Við eigum að setja kassann út líkt og meistari Milner gerði í viðtali eftir West Ham leikinn þegar hann var spurður hvort að hann væri áhyggjufullur. “Með það að vera efstur í deildinni þegar 13 umferðir eru eftir, nei ég er góður”…og labbaði svo í burt. Frábært móment sem vert er að googla.
Anfield var þögull síðast og það sló líka. Góður vinur okkar félaga sendi mér í gær skilaboð sem nú fara um sem eldur í sinu á meðal stuðningsmanna. Menn ætla ekki að sætta sig við það að völlurinn “skili auðu” þá 7 leiki sem á eftir að spila þar. Anfield er einstakur völlur og á að hræða fólk. Skilaboðin voru þessi:
Everyone going on Saturday, no matter what stand you’re in, get in as early as possible. There’s lads getting in an hour before kick off to get Anfield back to its best. It needs to be as loud as possible for when the players come out to warm up. Get the momentum going again and get behind them. Pass this about your groups and help us between now and the last home game against Wolves. In as early as possible with flags, scarves, rattles, voices, whatever. WE’VE GOT A TITLE TO WIN!
Frábær skilaboð sem við skulum hlusta eftir. Hér með er áskorun á alla þá sem að búa við þá gæfu að komast á Anfield til vors að fara raddlaus af vellinum, njóta þess að taka þátt í ævintýrinu sem við viljum öll að endi vel. Þar skipta allir máli.
Raggi Reykásinn í okkur öllum vill auðvitað vera með, en við skulum hafa hann í vasanum blessaðan.
Í samhengi…við eigum möguleika á enska titlinum. Hvernig sem það allt endar skulum við ekki láta neitt skemma fyrir þeirri gleði krakkar!
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!
Vel mælt Maggi
Sæl og blessuð.
Það er nefnilega ekki alslæmt að fá þennan kafla núna, fyrst hann þurfti að koma. Það kennir okkur svo margt sem nýtist einmitt á þessum krítísku tímum. Hefði hann komið í blálok tímabilsins – við að fara að tapa stigum og City að laumast upp fyrir okkur, þá hefðum við getað fyllst örvæntingu og allt hefði glutrast niður. Núna á hinn bóginn:
1. Fáum við næði til að undirbúa okkur fyrir Bournemouth
2. Fáum svo ærlegan tíma til að jafna okkur á jan/feb áður en næsti leikur kemur
m.ö.o. lærdóminn af jan/feb. blúsnum nýtum við á ÞESSU TÍMABILI. Áminning Milners og þessi skilaboð á netinu hafa áhrif NÚNA og þau eru hluti af þessu námi. Þá kemur líka gamli góði önderdog stemmarinn upp í okkur og við sjáum leikmenn æða áfram eins og naut í flagi.
Koma svoooooooooo!!!
ég fékk netta gæsahúð að lesa þetta, KOMA SVO 🙂
Frábær pistill, takk fyrir!
Heyr effing Heyr Heyr!!!
Flottur pistill Maggi, sem segjir okkur að meta það sem við höfum, sem nb er ekkert lítið, eiginlega meira en hellingur. Og hlustum ekki á neina Ragnara Reykása, höldum bara okkar striki.
YNWA
Svo stendur Klopp á miðjunni í lok leiks eftir að við verðum búin að rústa Bournemouth og öskar: “Are you not entertained?” og allt verður vitlaust af gleði – YNWA!
Pirringurinn hjá manni snýst ekkert um Liverpool enda þeir að gera frábæra hluti í deildinni, það sem pirrar mann mest er að við skulum vera að standa okkur svona frábærlega þegar Man City er með þetta ofurlið en eðilega værum við alltaf með 7-10 stiga forskot í venjulegir deild með 62 stig eftir 25 leiki.
Þetta er sögulegt tímabil í sambandi við stigasöfnun svo að það sé á hreinu og maður hefði alveg vilja hafa það öðruvísi en það er bara ekkert við því að gera.
Maður er svektur að vera ekki langefstir en maður er ekki svektur yfir framistöðuni á tímabilinu og hefði maður aldrei trúað því að liði gæti verið með svona mörg stig eftir 25 umferðir áður en tímabilið byrjaði. Því að væntingarnar voru einfaldlega að bæta sig og komast langt í meistaradeildinni aftur og það virðist vera að takast.
YNWA – stoltur af liðinu og skil ekki þessa neikvæðni og uppgjöf hjá mönnum.
Takk fyrir góðan pistil Maggi…góðar fréttir á Echo Jordan Trent og Gini klárir í næsta leik…við erum á toppmálum…
Þetta er ein að mörgun ástæðum þessa að ég elska þetta félag og hef kennt börnum mínum að þetta er meira en fótboltaklúbbur. Hvað er hægt að gera annað en þetta þegar á móti blæs? Ég er búinn að lesa þetta þrisvar og er bara rétt að byrja….
Everyone going on Saturday, no matter what stand you’re in, get in as early as possible. There’s lads getting in an hour before kick off to get Anfield back to its best. It needs to be as loud as possible for when the players come out to warm up. Get the momentum going again and get behind them. Pass this about your groups and help us between now and the last home game against Wolves. In as early as possible with flags, scarves, rattles, voices, whatever. WE’VE GOT A TITLE TO WIN!
Takk fyrir mjög góðan pistil Maggi. Ég er að fara á leikinn með alla fjölskylduna og maður er helmingi spenntari eftir lesturinn. Tek undir hvert orð og hvet alla til að vera jákvæðir og njóta þess að vera í toppbaráttu. Munið þetta er bara fótbolti;)
Flottur Maggi, gott að vita að maður er ekki sá eini sem er að detta í 50 árinn og stendur blótandi fyrir framan sjónvarpið og konan hristir hausinn út af hegðun minni.
Þetta er þá bara allt gott og blessað því þetta kallast ástríða.
góðar stundir.
Hvernig er það, eigum við ekki leik til góða? Að vinna bournemouth erum við efstir með 3 stiga forystu. Ég er mjög sáttur við þá stöðu, og svo er farið að hlýna 🙂
You’ll Never Walk Alone
When you walk through a storm
Hold your head up high
And don’t be afraid of the dark
At the end of a storm
There’s a golden sky
And the sweet silver song of a lark
Walk on through the wind
Walk on through the rain
Though your dreams be tossed and blown
Walk on, walk on
With hope in your heart
And you’ll never walk alone
You’ll never walk alone
Walk on, walk on
With hope in your heart
And you’ll never walk alone
You’ll never walk alone
Heyr heyr!
Tek undir orð Alli#11, þetta er bara fótbolti, eeeeeen á sama tíma algjör ástríða og ekki síður löngun að landa góðum afla. Það vill engin fara á sjó og landa lélegum afla, sem í raun þíðir litlum afla.
YNWA
Takk fyrir þessa fínu ræðu. Það er einmitt gott að minna á að liðið okkar góða er á frábærum stað með frábæran árangur það sem af er tímabili. Klopp er að gera góða hluti með þennan hóp en..
..auðvitað er maður pínu svekktur yfir að vera ekki með aðeins fleiri stig
..liðið hefur líka fengið stig með smáheppni
..óþolandi mikið af meiðslum
..meiðslahrinan skemmir klárlega fyrir
..nokkrir að koma til baka úr meiðslum
..á venjulegu tímabili væri liðið með +5 stiga forskot
..breiddin er etv ekki nægjanleg í hópnum
..nú verður að koma sigur í næsta leik og ekkert væl.
Ekkert að þessu 🙂 YNWA
https://www.mbl.is/sport/enski/2019/02/08/heimsmet_i_hagnadi/
Vonandi nær liðið að rífa sig í gang það sem eftir er, það er alveg bókað mál að vandræði með að manna vörnina er að hrjá okkur. EN það sem ég vil sjá breytast fyrir næstu leiktíð er flæðið milli varnar-miðju-sóknar. Það tel ég vera helsta ástæða fyrir því að við erum að skapa lítið þessa stundina. Hraðinn okkar nýtist nánast ekkert af því að seinagangurinn og þetta miðjuspil kemur öllum úr jafnvægi, mótherjarnir ná að bakka og verjast. Salah rétt nær að taka menn á rétt fyrir utan teig á litlum sem engum hraða og eftirleikurinn er ekki mikill. Ég vil sjá hraða og flæði í okkar leik.
Sá einhver Everton – City? City nær nánast alltaf að finna Sané einan á kantinum, þeir dreyfa spilinu gríðarlega hratt og örugglega og koma andstæðingnum í þá stöðu að þeir eru lengi að bregðast við og ná valdi á dekkun leikmanna City. Þeir hafa líka skapandi og útsjónarsama miðju. Við finnum þetta ekki í Hendo, Milner til dæmis. Lykillinn þarf að vera hraði þar sem samkeppnin í deildinni er að aukast og við getum ekki legið á liðunum og beðið eftir tækifærum eins og á móti Westham og Leicester. Hraða og flæði frá fyrstu mínútu takk fyrir!
JESS,
Til hvers að koma sér upp 7 stiga forskoti í erfiðustu deild í heimi ? Það er til þess að að hafa buffer þegar illa gengur, eins og gerist hjá öllum liðum líka MC.
Þetta var frábært að lesa og auðavitað eigum við stuðningsmenn að njóta þess tíma sem í hönd fer. Þetta gengur nú einu sinni út á þetta.
Jeesssss.
FML ég kemst loksins til Englands á leik eftir nokkurra ára hlé og ég enda á Gamla klósettinu.
Reyndar okkar drengir í heimsókn en verð líklega að haga mér.
Læt mig hafa það því í grunninn er þessi fótboltafíkn eitthvað sem víkkar tilveruna.
Fyrir utan hvað það verður fullnægjandi að yfirgefa svæðið eftir leik.
Ég er þannig innréttaður að ég nýt hverrar mínútu sem okkar menn bjóða uppá. Veit að stundum ganga hlutir ekki upp og þá klappa ég bara fastar og hvet menn harðar.
(konan skilur mig ekki)
Ég trúi á titilinn og það eru annarra að afsanna það.
YNWA