Örlög mín virðast sú að hita upp fyrir Elton John og gulröndóttu vini hans í Watford. Á öðru tímabili mínu hjá Kop.is þá er ég að taka mína þriðju upphitunaratrennu að liðinu frá Hertfordskíri. Jómfrúarskrifin um John Barnes ásamt Íslendingarbókarsafnfærslu um herra Helguson hljóta að gera mig að sérfræðingi um Watford að meðaltali og miðað við höfðatölu.
Ég þruma því í þriðja gang í þokkalega færslu um teinótta býfluguliðið frá höfuðborginni.
Mótherjinn
Watford geta mætt til leiks á Anfield með ansi mikið sjálfstraust og kokhraustir. Ekki það að þeim hafi gengið vel á þessum guðdómlega grasbletti í Liverpool enda er þeirra record þar alger hörmung (eingöngu unnið einn leik á Anfield í sinni sögu). Ástæðan fyrir því að þeir geta mætt vel stefndir er sú að frá 10. desember að þá hefur Watford náð mikilli upprisu með flottum úrslitum og á köflum spilað hörkugóðan fótbolta. Það hefur skilað þeim 8 sigrum í síðustu 15 í öllum keppnum og bara 2 tapleikjum sem á þeirra mælakvarða og jafnvel Ole Gunnars mælikvarða er fjandi gott. Sjöunda sætið er þeirra og það er efsta sætið sem er í boði á eftir topp 6 sérdeildinni í Premier League.
Við erum því annan leikinn í röð að mæta liði í deildinni á kolröngum tíma miðað við leikform andstæðingsins og allt það. En þannig er það bara. Stundum er betra að hafa vindinn með sér en það er líka oft hressandi að hafa hann beint í fangið. Við skulum þó gera ráð fyrir hefðbundnum aðferðum aðkomuliðs á Anfield þar sem að rútubílstjórinn verður í aðalhlutverkið við það að bakka bössinum beint fyrir markið. En sem klassískt enskt miðjumoðslið í ensku úrvalsdeildinni þá eru hinir gulröndóttu eitraðir í skyndisóknum og stunda upphlaup á vinnustöðum betur en íslenskir verkalýðsleiðtogar. Það verður því þungur róður í vinnunni hjá Rauða hernum og einbeitingar er krafist í nærveru 3 stiga hjá liði sem vill halda toppsætinu.
Vinstri bakvörðurinn José Holebas verður í banni hjá Watford og þar er skarð fyrir skyldi enda með þeirra bestu mönnum í vetur en að öðru leyti eru þeir í góðum gír með sitt sterkasta lið. Javi Gracia mun því að öllum líkindum segja gracias og stilla upp sterku liði líkt og hér má sjá:
Liverpool
Heimamenn mæta til leiks á miðvikudagskvöld með 1 stigs forskot á toppi deildarinnar og með tækifæri til að halda því ágæta sæti í það minnsta í eina ögurstundu lengur. Miðað við viðbrögð sumra stuðningsmanna þá mætti halda að Liverpool hefði skíttapað á Old Trafford síðasta hvíldardag og himnarnir væru að hrynja. Hins vegar skilaði hreint lak annan stórleikinn í röð okkur efsta sætinu og örlögin eru því enn í okkar höndum. Varnarjaxlinn og viskubrunnurinn Jamie Carragher lagði ágæta áherslu á þetta þegar hann sagði eftir leikinn að ef Liverpool tækist að vera enn á toppi deildarinnar á sunnudagskvöldið þá værum við í góðum málum eftir erfiðar tvær vikur.
En til þess þarf að spila til sigurs á heimavelli og eftir varnarvinnslu síðustu leikja þá þarf sóknarleikurinn að stórbatna og koma þarf blessaðri blöðrunni í bláhornið. Ég geri ráð fyrir að til þeirra verka muni Klopp fá Keita inn á miðjuna og ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Lallana fái sénsinn einnig. Innkoma Adam í paradís yrði bæði til að hvíla okkar vinnusömu miðjumenn en einnig til að reyna að lífga upp á sóknarspilið. Þá ætti Trent Alexander-Arnold að fá hægri bakvarðastöðuna að nýju og Xherdan Shaqiri fær líklegast tækifæri vegna meiðsla Firmino. Ég hef einnig lúmskan grun um að Origi fái sénsinn en ætla ekki að leggja spádómsheiður minn að veðið fyrir slíkt enda verður hann líklegast sparaður fyrir 96. mínútuna á Goodison Park.
Spakra manna spádómur
Ég hugsa að leikmenn andi ögn léttari eftir álag og undirbúning fyrir tvo stóra leiki í röð. Vissulega ekki draumaúrslit í þeim en vel ásættanleg og heldur okkur í ágætri stöðu í báðum keppnum. Vonandi mun spennufallið virkja Rauða herinn til góðra verka og við fáum beittari sóknarleik með fleiri mörkum. Ég ætla því að vera brattur og bjartsýnn á að við náum að taka handbremsuna af og setjum í sóknargírinn á heimavelli. Mín spá er 3-0 sigur Liverpool og um mörkin munu sjá Mo Salah, Sadio Mané og Joel Matip.
Þegar ég lít yfir myndina hér að ofan, finnst mér eins og Matip og Lallana séu veikir hlekkir, en vona jafnframt að þeir muni standa sig vel og á nú loks von á góðum leik og öruggum sigri.
Alls ekki sammála því að setja Lallana inn. Gini er búinn að vera okkar besti miðjumaður þessa leiktíð.
Annars lítur uppstillingin ansi sterk og kannski bara gott að rótera tríóinu og “hvíla” Bobby (þrátt fyrir að vera minn uppáhalds leikmaður.
Koma svo og hefja 11 leikja winning strike og klára þetta!!
YNWA
Ef Lallana byrjar inn á morgun þá erum við búin að gefast upp á titlinum , hann hefur ekkert upp að bjóða. Finnst Matip fínn sérstaklega með Trent og Van Dijk við hlið sér gerir miklu færri mistök en Lovren. Koma svo við erum Liverpool
Takk fyrir þessa upphitun Magnús. Mæl þú manna heilastur um úrslitin sem ég vona svo sannarlega verði að veruleika. Vona líka að Salah setji mark og rífi sig í gang. Því miður virðist hann vera að lenda í ,,tímabilið eftir 40 mörkin´´ sem hefur reynst mönnum í ensku deildinni erfiðara amk sl ár og áratugi. Kíkjum aðeins á kappana sem gert hafa 40 mörk á einu tímabili og hvernig hefur gengið tímabilið eftir. Látum I Rush vera fyrstan en hann gerði í tvígang 40 mörk á einu tímabili.
I Rush 1983-84. 47 mörk. 1984-85. 26 mörk
I Rush 1986-87. 40 mörk. 1987-88. 14 mörk (með Juventus)
Clive Allan 1986-87. 49 mörk. 1987-88. 13 mörk
Andy Cole 1993-94. 41 mark. 1994-95. 27 mörk
R vanNistelroy 2002-03. 44 mörk. 2003-04. 30 mörk
C Ronaldo 2007-08. 42 mörk. 2008-09. 26 mörk
M Salah 2017-18. 44 mörk. 2018-19. ???
H Kane 2017-18. 41 mark. 2018-19. ???
Salah og Kane geta kannski náð 25-30 mörkum nú í vetur og því nokkuð frá árangri á síðustu leiktíð.
Þannig að því sé haldið til haga þá er það ekki mín von eða ósk að Lallana komi í byrjunarliðið en ég hygg að Klopp muni gefa einum af Lallana, Moreno eða Origi róteringar-séns annað kvöld. Mitt gisk er að hann vilji gefa Wijnaldum hvíld fyrir derby-slaginn og því sé Lallana að fá stakan leik enda mærir Klopp hann manna mest af öllum tengdum Liverpool.
Beardsley
YNWA
Hvað eru allir að trash talka Lallana því miður þarf að deila álaginu á svona tímum.Hann getur ekki verið það slæmur er það ?
Ég ætla ekkert að tala um Lalla hvorki gott né vont en Magnús ertu ekki bara reyna ná upp blóðþrýstingnum með að nefna Moreno nafni ? Ég ætla rétt að vona það allavega.
Held að þetta fari 5-0 og Keita verði með 2 stk hann á það svo skilið og djöfull myndi það vera ljúft.
YNWA
Jæja félagar,
Nú er svo komið að ég get ekki horft á leiki því þá hækkar blóðþrýstingurinn lífshættulega, ég get varla lesið blöðin því einhvern vegin virðast það samantekin ráð og birta bara fréttir um það hvernig liðið okkar mun tapa ekki bara næsta leik heldur öllum 11 sem eftir eru og við megum því bara þakka fyrir að falla ekki.
Man.Utd bossinn þarna sólskinið tilkynnti leikmönnum sínum að vonbrigði okkar manna myndu halda áfram.. því þeir myndu ekki vinna deildina, næst segir hann væntanlega að Man.Utd muni vinna… er hann kannski skyggn…
Allir og amma þeirra segja mér að þetta sé búið sumir meira segja hafa sagt það frá upphafi leiktíðar. Jú jú mikil ósköp mínum mönnum hefur ekki gengið sem best frá áramótum en ég meina þeir hafa tapað 1 leik í deildinni og ef það er dæmi um slæmt gengi hvernig er þá gott gengi.
Nú bætist óskasonur Íslands í hópinn um að tala um að niðurlægja Liverpool og ætlar Gylfi sér stóra hluti á móti okkar mönnum um helgina ég held samt að hann gleymi því hver standi í markinu og líka að hann hafi gleymt því að Cardiff City og Man, City eru ekki sama lið og þeir unnu bara Cardiff…
Æi fyrirgefið mér þetta röfl en taugarnar eru við það að gefa sig og ég vildi helst fara að sofa og vakna bara í maí þegar öll kurl eru komin til grafar og feita konan hefur sungið sitt síðasta.
Að sjálfsögðu munu mínir menn sigra í kvöld og á sunnudag og alla næstu daga því eins og Klopp sagði “Þetta er ekki eina tækifæri Liverpool til að vinna deildina…þetta er bara fyrsta tækifærið af mörgum”
En að svo komu ætla ég bara að segja
ÉG TRÚI….
Þangað til næst
Sælir félagar
Það er bara sigur þarna fyrir mér. Ekkert annað í boði og ég trúi ekki öðru en okkar menn reki af sér slíðruorðið eftir síðasta leik. 4 – 1 og málið dautt.
Það er nú þannig
YNWA
Er einhver mið link á leikinn i kvöld i góðu streami helst ace stream
Þetta verður sama baslið og að undanförnu – það er reynt aftur og aftur að brjóta sér leið í gegnum þétta varnarmúra og sjaldan skotið fyrir utan sem þeir mættu alveg reyna oftar.
Salah er eitthvað off þessa daganna og ofhugsar hlutina oft á tíðum – vonandi kemur þetta hjá honum núna með hækkandi sól.
1 – 0 er mín spá og Keita kemst loksins á blað fyrir klúbbinn.
Origi að byrja, erum við virkilega ekki meið breiðari hóp en þetta.
Vona svo sannarlega að strákurinn nýttti tækifærið sitt í kvöld
origi byrjar.. verður áhugavert að sjá.