Svona ef við erum alveg hreinskilin, þá er ákveðin gleði sem fæst bara með því að vinna fótboltaleik fullkomnlega óverðskuldað. Sú gleði svífur nú yfir öllum Liverpool mönnum, þetta var þvílík rosa meistaraheppni, í sama klassa og mark Origi gegn Everton.
Gangur leiksins.
Spurs byrjuðu af krafti en Liverpool brást vel við og pressuðu gestina hægt og rólega niður. Okkar menn voru miklu meira með boltann, létu hann ganga innan liðsins og hunnu hann fljótt til baka ef fyrir slysni boltinn endaði hjá Spurs. Á sextándu mínútu sendi Jordan Henderson boltann á Andy Robertson, sem hafði tuttugu fermetra rými á vinstri kantinum. Andy okkar leit upp, sá Firmino vera að hefja hlaup milli varnarmanna Tottenham. Andy Robertson vippaði boltanum í gullfallegan boga, beint á ennið á Bobby sem stýrði boltanum í netið og Anfield trylltist.
Þetta var eina skotið á mark í fyrri hálfleik. Í korter eftir að Firmino skoraði voru Liverpool meira með boltann og vantaði nokkrum sinnum mjög lítið upp á að annað dauðafæri skapaðist. Mest áberandi var það þegar Mané kaus að reyna að setja boltann í fjærhornið þegar hann var með Andy Róbertson lausan á nær, hefði að öllum líkindum átt að gefa boltann þar. Svo sem létt að vera vitur eftir á.
Þegar fór að líða á fyrri hálfleik fóru Spurs að færa sig upp á skaftið. Þeir náðu að loka betur á sóknarhlaup bakvarðanna okkar og tóku í raun öll völd á miðjunni. Maður var satt best að segja feginn þegar var flautað var til hálfleiks, vonaði að Klopp myndi finna krók á móti bragði í leikskipulagi liðanna.
Það gerðist ekki. Frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks tóku Spurs öll völd á vellinum. Þeir fundu taktinn sinn og myntu all hressilega á að þetta er drullugott lið þegar þeir hrökkva í gírinn. Miðjan okkar var hræðileg á þessum kafla og langa kafla voru átta eða fleiri leikmenn Liverpool í kringum teiginn hans Allison að reyna að halda uppi pressu og koma í veg fyrir að Spurs sköpuðu færi. Í smá tíma virtist það vera að virka. Spursarar skutu mikið fyrir utan teig og Alisson þurfti ekki að verja boltan fyrr en á 56. mínútu. Skotið varði hann út í teig, þar sem Eriksen kom á hlaupi til að þruma á markið, en Andy Robertson var vel vakandi og varði það skot í horn.
En þú getur ekki leyft liði eins og Tottenham að var 65% með boltann, nánast allt á þínum vallarhelming án þess að þeir refsi þér. Það eina sem ég hef gagnrýnt Klopp mjög regluega fyrir er hversu hægur hann er að gera breytingar á liðinu þegar planið hans er ekki að ganga upp. Henderson og Milner vilja væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst, því þeir voru étnir af Spurs miðjunni.
Það var um miðjan síðari hálfleik sem Spurs skoruðu markið sem þeir áttu skilið að skora. Henderson braut frekar aulalega á Harry Kane á miðju vellinum. Kane tók aukaspyrnuna eins fljótt og auðið var og sendi boltann á hægri kantinn. Eriksen fékk svo boltann inn í teig og ég er hundrað prósent sannfærður um að Eriksen hafi ekki verið að reyna senda boltann á Lucas Moura, en hjá þeim síðarnefnda endaði boltinn og hann gat ekki annað en setta hann í netið. Ekkert nema verðskuldað hjá Spurs.
Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma gerði Klopp loksins breytingar. Henderson og Milner véku og í staðinn komu inn á Fabinho og Origi. Tveir miðjumenn út fyrir miðjumann og sóknarmann, þetta kallast að taka sénsinn.
Lok leiksins voru ekki fyrir viðkvæma. Okkar menn reyndu og reyndu að skora, en á móti kom að svo margir þeirra voru komnir í sókn að Spurs gátu beitt skyndsóknum. Ég held að ansi margir hafi verið að kveðja titilbaráttuna þegar fimm mínutur voru eftir af venjulegum leiktíma. Eftir sókna Liverpool náðu Tottenham einni slíkri skyndisókn.
Sissoko og Son, gegn aðeins einum varnarmanni Liverpool. Sá varnarmaður var Virgil van Dijk sem sýndi ótrúlega takta. Hann kom í veg fyrir að Sissoko gæti sent á Son og neyddi Sissoko til að þess að taka skot með vinstri, sem er hans verri löpp. Skotið endaði einhverstaðar í kringum Goodison Park og við stuðningsmenn Liverpool náðu andanum á ný.
Þá var komið að úrslitastundu. Liverpool fékk horn á 89. mínútu. Trent gaf hann inn í teig, einhver varnarmaður skallaði frá. Andy náði boltanum, gaf aftur á Trent sem sendi háa sendingu þevert yfir þvöguna í teignum. Mo Salah, einn og óvaldaður.
Mo Salah skallar.
Hugo Lloris ver… en í stað þess að grípa boltan blakar markmaðurinn boltanum niður í markteignum.
Í lappirnar á Alderweireld.
Og boltinn skoppar af Alderweireld rétt yfir marklínuna.
Sjálfsmark á 91. mínútu. Liverpool fer heim með þrjú stig!
Bestu/verstu
Báðir bakverðirnir voru frábærir í leiknum, en Andy Robertson var ögn betri. Hann er komin með níu stoðsendingar á tímabilinu, sem er einfaldlega sturlað.
Verstu? Held að það verði að vera Milner. Hann sást varla í leiknum, var ekki í takt við liðið og hélt ekki í við hraðan í leiknum. Frábær leikmaður, ekki hans dagur.
Ýmsir punktar.
- Þessi sigur var meistaraheppni. Okkar menn gáfust aldrei upp börðust fram á síðustu mínútu og uppskáru þess vegna sigur. Þeir hætta ekki að berjast, sama hvað.
- Komið gott af þessari Milner, Wijnaldum og Hendo miðju. Ég vil fara að fá Fabinho aftur í byrjunarliðið.
- Lokamarkið var sjálfsmark en Salah fagnaði eins og hann hefði sjálfur skorað. Ég vona að hann lýti svo á að hann hafi skorað, gæti hjálpað honum að finna aftur skotskónna.
- Virgil van Dijk er eins og stendur besti varnarmaður í deildinni, kannski heiminum.
Þvílík endemis snilld. Næsti leikur er á föstudaginn, ég er strax orðin spenntur fyrir honum.
Ja hérna hér
MO SALAH MO SALAH
Það er ekki búið fyrr en það er búið.
Þvílíkur karakter sigur….komnir með 3 fingur á bikarinn eftir þennan sigur….aðrir 3 puttar í boða eftir 2 vikur gegn chelsea….
Við erum búnir að skora 19 mörk á síðustu 15 mínutum i vetur mest allra liða það gera bestu liðinn….
Þegar Ryan Babel skoraði á 75 mínutu var ég búinn að kasta inn hvíta handklæðinu
þegar fkn lucas moura jafnaði metin gerði ég það aftur.
ÉG ÆTLA ALDREI AFTUR AÐ VERA SVO HEIMKUR. VIÐ FINNUM ALLTAF LEIÐIR TIL AÐ VINNA LEIKI
VINNUM ÞESSA FKN DEILD
UP THE FKN REDS!!!!!!!!
okkar leikjaplan í apríl er bara dásamlegt í samanburði við city 🙂
En og aftur þakka ég fyrir að margir stuðningsemnn liðsins á þesari síðu eru ekki inn á vellinum því að þá værum við búnir að tapa fullt af stigum af því að við gáfumst upp.
Skít með framistöðuna við tökum þessu 3 stig fagnandi
Við vorum mun betri í fyrirhálfleik og fannst mér við hafa góða stjórn á leiknum og var ákveðin og krafturinn til fyrirmyndar.
Í þeim síðari var enþá kraftur og ákveðni en Tottenham liðið breytti aðeins um leikstíl og náðu að eigna sér miðjuna og héldu boltanum vel og ef það er til eitthvað sem heitir sangjart í fótbolta þá áttu þeir að fá eitthvað úr þessum leik en eins og Watford og Cardiff geta votað um þá er svoleiðis ekki til.
Nú vonar maður að Dijk sé ekki mikið meiddur en það fáranlega við þetta er að það komu tveir Tottenham gaurar á móti honum og ég var bara ekkert stressaður því að hann er kóngurinn.
YNWA – 3 stig og allir sáttir, maður hefur í gegnum árin pirrað sig margoft yfir því að okkar menn hafi ekki unnið leiki eftir að hafa yfirspilað andstæðingin svo að ég fæ ekkert samviskubit að hafa fagnað dramatískum sigri á lokasprettinum 🙂
Frábær skemmtun, þetta er aldrei búið fyrr en sú feita syngur.
Magnaður leikur tveggja frábæra liða og við unnum.
Við erum í fyrsta sæti í deildinni og komnir áfram í meistaradeildinni en samt láta menn eins og liðið geti ekki rassgat og Klopp hafi ekkert vit á fótbolta, ég vona að sokkurinn góði dugi ykkur til að grjót halda kjafti í það minnsta fram að næsta leik.
YNWA.
Ég braut óvart helvíti dýran vasa úr fagnaðarlátum.
MÉR ER SKÍT FKN SAMA
100% ÞESS VIRÐI
UP THE FKN REDS!!!
VVD 1 á móti 2 náði samt að trufla hann það mikið að hann fór á hinn fótinn og skaut upp í stúku VVD er lang bestur!
Á maður að þora að segja það? Meistaraheppni í gangi?? 🙂 YNWA!
3 stig, allt sem skiptir máli, en við verðum að fara að nýta yfirburði okkar í leikjum. Næsti leikur er úti á móti southampton á föstudagskvöld, en city mætir Cardiff heima á miðvikudagskvöld. Það væri aldeilis frábært ef þeim tækist að koma á óvart þá 🙂 Við erum allavega á toppnum fram á miðvikudagskvöld 🙂
Virgill með frábæran varnarleik einn á móti tveimur, þvílíkur leikmaður 🙂
núna er tottenham komið í erfiða stöðu, þeir þurfa að helst að vinna allt sem þeir eiga eftir til að eiga séns á að vera í top4, þar með talið city, tottenham er komið í sömu stöðu og united með að þurfa að gefa allt 100% á móti city ef þeir vilja vera í meistaradeild á næsta ári.
svo þegar maður horfir neðst á töfluna þá sér maður burnley og hugsar að þeir verða örugglega að ná sér í stig á móti city til að detta ekki í fallsæti.
city á eftir að tapa stigum, það er engin spurning, ef við förum í gegnum southhampton og chelsea þá hugsa ég að þetta verði 100% í okkar höndum.
Djöfull er ég sammála Neil Warnock hélt að ég myndi aldrei vera honum neitt sérstaklega sammála en hann er segir allt sem segja þarf um dómara deildarinnar en leikurinn hjá okkur átti að fara 2-0 og þurfti aldrei að fara í svona drama en sigur er sigur og djöfull er ég glaður.
YNWA.
@Halldór
Southhampton og Chelsea þurfa nú líka á stigum að halda.
Annars góður fyrri hálfleikur og alltaf pínu hættulegt að skora snemma og ætla að halda út – þetta slapp fyrir horn í dag gegn góðu liði. En ég er alveg hættur að trúa því að Salah skori þegar hann kemur sér í hálf færin sín þessa dagana. Jú jú hann átti vissulega þátt í sigurmarkinu en það var meira heppni en annað. Hann lék sér að þessu fyrir ári síðan.
Áfram Liverpool og áfram Klopp!
Skýrsla komin, ég fer brosandi inn í vikuna.
Þetta Liverpool lið á að vera nógu ferskt núna til að enda tímabilið með töluvert meiri style en liðið hefur verið að spila undanfarið og vonandi gefur þessi sigur og hvernig hann kom til liðinu momentum næstu vikurnar. Þetta var erfiðasti deildarleikurinn á pappír sem Liverpool átti eftir í vetur. Southampton úti verður ekkert auðvelt, þeir hafa aunnið tvo í röð og annar þeirra var gegn Tottenham.
Hef svoleiðis fullkomlega ekki taugar í þessa leiki, sótöskurbölvaði Klopp mest allan seinni hálfleik enda þoli ég ekki þessa samsetningu á miðjunni. Sérstaklega þegar Fabinho er heill heilsu og eiginlega líka Lallana, já eða Keita! (eða bara einhver sem getur skapað eitthvað framá við). Liðið hefur verið steingelt sóknarlega í flestum leikjum sem þessir þrír byrja saman og ekki eru þeir neitt sérstaklega þéttir varnarlega. Rosalega vondur dagur hjá þeim öllum og versnaði eftir því sem leið á leikinn. Fannst Klopp alveg freðinn á hliðarlínunni og mark Spurs var fullkomlega fyrirsjáanlegt og í takti við gang leiksins. Hjartanlega ósammála honum í viðtali eftir leik þar sem hann sagði að Liverpool hefði þurft að fá þetta mark á sig til að vakna, hann þurfti bara að bregðast miklu fyrr við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mér finnst Klopp vera undir taktískt í leik gegn Pochettino. Fabinho sýndi það svo þegar hann kom inná að hann er okkar langbesti miðjumaður og á að byrja alla leiki.
Van Dijk var okkar langbesti leikmaður í dag og fullkomnaði leik sinn þegar Sissoko og Son komust tveir á einn gegn honum. Vonandi fær hann 100% heilan Joe Gomez við hlið sér fljótlega. Liverpool hættir þá aftur að fá á sig mörk.
Alisson var reyndar gífurlega ótraustvekjandi í þessum leik en slapp sem betur fer með það. Salah var litlu skárri hinumegin á vellinum en skapar moment leiksins og allt er fyrirgefið. Guð minn góður hvað hann þarf samt að fara skora mörk aftur.
Gjörsamlega RISASTÓR þrjú stig og frábært að vinna með þessum hætti í lokin. Liðið þarf samt að spila miklu betur en þetta næstu vikurnar til að halda áfram hraða við City. Núna þurfa þessi tvö löngu sólarlandahlé að fara skila sér á meðan andstæðingar Liverpool vonandi fara að finna fyrir löngu tímabili.
Jafntefli hefði líklega drepið titilvonir Liverpool, City eru það óþolandi sterkir. Þetta sigurmark heldur þessu öllu opnu ennþá og ljóst að City á öllu erfiðari mánuð framundan á pappír en Liverpool.
Ég var á þessum leik. Annar leikurinn sem ég sé „live“ á Anfield. Sá fyrri fór 1-1 og síðustu mínúturnar var ég að bölva því að vera sjá aftur 1-1 jafntefli og að meistaradraumurinn væri að detta upp fyrir. En boy oh boy. Þvílík sturlun þegar boltinn lak í netið. Mig svimaði eftir öll fagnaðarlætin svo hressilega var öskrað.
Veit ekki hvaða leik skýrsluhöfundur var að horfa á en Henderson var lang lélegastur. Milner var fínn, sérstaklega í fyrri hálflei. Tölfræðin styður þetta.
Frábær sigur
Geggjuð úrslit. Jafntefli hefði þýtt að við hefðum nánast verið úr leik. Mér finnst Klopp hins vegar alltof seinn að gera breytingar. Miðjan búin að vera slök í síðustu leikjum. Þurfum á Keita að halda. Nú er bara að vona að City misstigi sig.
Hversu sjúklega sætt var þetta?!?
Hendersson í ruglinu og þar af leiðandi skúrkurinn 🙁
Vonandi verður bandið tekið af honum í sumar og það þarf ekki að ræða hver á að taka við 🙂
En frábær og mikilvægur sigur gegn frábæru liði
YNWA
Ps. þekki engann sem á treyju merktan Hendersson
Frábær sigur, svona verða lið meistarar. Það er pressa á City og leikjaálag svo allt getur gerst. Það er hreint út sagt frábært að vera poolari í dag. Stanzlaus veisla og háspenna lífshætta.
Næsta leik takk.
Enginn minnist hér á að þetta mark hjá tottenham var alls ekki löglegt, boltinn var á hreifingu þegar kane tok aukaspyrnuna. annars var þetta frekar ljótur sigur og vekur vonir um að tottenham geti hugsanlega stolið stigum af city
79 stig eftir 32 leiki er auðvita bara geðveikur árangur sem er framar björtustu vonum.
Jú jú það eru draumar um titil en þegar þú ert með 79 stig eftir 32 leiki þá viltu líka vera með 6-10 stiga forskot í deildinni ef allt er eðilegt en málið er að þetta Man City lið er bara ekki eðilegt.
Það sem ég er að segja er að maður er að drepast úr stolti yfir okkar liði í vetur. Tímabilið er ekki búið og liðið okkar mun enda í 1. eða 2.sæti í deildinni líklega með met stigafjölda hjá Liverpool liði. Liðið okkar er líka að standa sig í meistaradeildinni og gæti gert atlögu þar.
Liðið okkar spilar flottan bolta þar sem sótt er til sigurs en erum jafnframt með eina sterkustu vörn Evrópu. Við erum með leikmenn sem selja sig dýrt og gefast aldrei upp eins og stigin á loka mínum leikja gefa tilkynna. Svo er það auðvita þjálfarinn sem er að drukkna í ástríðu og hefur komið okkur aftur í fremstu röð á metíma.
YNWA – næsti leikur verður erfiður en þetta Southampton lið vann Tottenham um daginn, yfirspilaði Man utd lengi vel og það á útivelli og hefur gjörbreyst eftir þjálfaraskiptinn og eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Sluppum með skrekkinn. 3 stig.
Ég held að Steave Wonder sé farinn að dæma einn og einn leik í deildinni, ég vorkenni Cardiff.
Jepp, markið var á grensunni hjá dýfunni henni Kane. Annars var þessi sigur sætari en Sukrin sætuefni og ekki minnkar stressið núna fram að næsta leik!
Ást og friður.
Svakalega mikilvægur sigur. Auðvitað spenna en eins og bent hefur verið á þá var aukaspyrnan hann Kane kolólögleg. Annars..
…2 stiga forskot
…79 stig í 32 leikjum
…2,47 stig að jafnaði í leik
…okkar menn skora oft undir lokin
…seigla
…meistarakeppni?
…Robertson er frábær
Umshugsunarefnin eru nokkur þrátt fyrir það…
…liðið fær nú um stundir mark á sig nánast í hverjum leik
…er Klopp fulltæpur á taugum
…Henderson??
…markaleysi Salah eftir áramót
…hvar er Keita?
…var Fabhino eitthvað tæpur fyrir leikinn?
Sælir félagar
Því miður missti ég af þessum leik. Ef til vill sem betur fer því mér sýnist að þetta hafi verið hjartaáfallsleikur, amk. seinni hálfleikurin. Ég tek allan daginn 3 strig á móti þessu T’ham liði ekki síst ef markið sem þeir fengu hefur verið ólöglegt. Það er nú svo að Liverpool og M. City eru þau lið sem síst fá sanngjarna dómgæslu. Það er eins og enskir dómarar haldi að það sé í lagi að dæma ámóti þeim. En þessi ljótu 3 stig eru vel þegin.
Það er nú þannig
YNWA
Ég gat ekki horft á leikinn í beinni en fylgdist m.a. með hér á kop. Miðað við það sem ég las var Liverpool í ruglinu og Milner og Hendó ekkert að gera nema vitleysur, sérstaklega í seinni hálfleik. Svo horfði ég á leikinn í nótt á LFCTV og sá bara menn leggja allt í sölurnar gegn hörkugóðu Tottenhamliði. Liverpool spilaði vel mestallan leikinn og Milner og Henderson með magnaðar sendingar allt þar til þeim var skipt útaf.
Gunnar (kl 17:43), endilega haltu áfram að kasta handklæðinu inn á völlinn, það virðist svínvirka fyrir okkur.
Klárlega einn af skemmtilegri leikjum tímabilsins þó ekki hafi hann verið okkar besti, ping pong vítateiganna á milli. Eina sem ég er að spá í hvort ekki sé lag að taka menn í smá kennslu til að láta vaða á rammann fyrir utan teiginn, kannski TTA geti kennt þeim eitt eða annað í þeim efnum eða fá franska drenginn í bakverðinum hann Pavard eða hvað hann heitir til að kenna mönnum að taka utanfótarsnuddur í samúelinn, flest skot Salah og Mané enduðu á Goodison park. Tek þremur stigum með brosi á vor, viðurkenni þó að líklega verður erfitt að ná titlinum af Man City, þeir líta ógnvænlega vel út og gætu allt eins unnið fernuna í vor ?
Næsta leik takk. Y.N.W.A.
Ætti Salah ekki að reyna að fá markið skráð á sig af því að boltinn var á leið í markið þegar stór hluti Tottenham liðsins ákvað þvælast hver fyrir öðrum? Púlla einn Harry Kane á þetta.
Bara af hverju er Henderson í leikmannahóp Liverpool og af hverju er hann fyrirliði ? Er þetta afreks lið eða UNICEF ?
Virkilega gott að arsenal sé að vinna newcastle, þótt það sé súrsætt vegna RB. Pressan sem hvílir á manhú og spurs er mikil vegna CL-sætunum og vonandi mun þessi pressa hjálpa okkur að landa titlinum, svo framarlega sem við klárum okkar prógram. Er gjörsamlega að bugast yfir þessu öllu saman, held að ég muni hafna í fósturstellingu og liggja á gólfinu grenjandi af gleði í nokkrar klukkustundir ef þetta fellur okkur í vil!
Hendó + Milner = 2nd place.
Báðir ágætir en saman virka þeir eins og krummafótur.
Mér fannst Hendo ágætur en Milner var frekar slappur. Vantaði smá gæði hjá okkur í þessum leik en WHO cares 3 stig