Kynnum til leiks nýja dagskrárlið í samstarfi við Sport & Grill Smáralind, Gullkastið TV. Þetta er hugsað sem mánaðarlegur sjónvarpsþáttur af Gullkastinu þar sem við mætum á okkar heimavöll og gerum upp mánuðinn. Þetta er semi demo útgáfa en vonandi eitthvað sem við þróum áfram.
Með því að smella á “meira” hér að neðan opnast tölfræðimyndir sem við unnum fyrir þáttinn og ræðum í honum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 260
Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.
Byrjum á leikfræðitölum liðsins í heild í leikjum, hver mánuður ein mynd.
Svo koma hér tvær myndir með tölfræðiþáttum leikmanna í októbermánuði.
Frábært meira af svona tölfræði. Væri gaman að sjá hverjir eru að pressa mest í leikjum. Væri forvitnilegt að sjá hvaða leikmenn hafa pressað mest miðað við mínútur spilaðar síðan klopp tók við Liverpool. Einnig xgbuild o.f.l. takk fyrir frábæra síðu þið eruð að gera góða hluti áfram Liverpool
Það er frábært að sjá fótboltabítlana okkar á skjánum. Eins og með Bítlana, sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera, þá vita okkar bítlar nákvæmlega hvað þeir eru að tala um. Svo má spyrja af hverju ég kalla þá fótboltabítla, en það er auðséð, Liverpool FC, The Beatles komu frá Liverpool. En nú eru þeir komnir fram á sjónarsviðið í allri sinni dýrð, og gangi þeim sem allra best.
YNWA
Takk fyrir þetta eins og endranær. Frábær viðbót í tölfræðinni góðu. Velti fyrir mér nokkrum atriðum í kjölfar hennar…
… Leicester er bara ógeðslega góðir
… alltaf meira og meira með boltann
… meira strögl að vinna leiki
…. minnir svolítið á BR tímann þegar illa gekk að brjóta lið niður sem pökkuðu í vörn
Þegar upp er staðið þá skiptir árangurinn mestu máli en ekki hvort liðið spilar fallegasta bolta í heimi eða ekki. Fyrir mig og eflaust fleiri er mér alveg sama þó allir leikir séu hundleinlegir og fari 1-0 bara svo fremi sem við vinnum dolluna í vor. Þess vegna vona ég að Klopp hvíli jafnvel einhverja í Cenk leiknum eða minnki álag lykilmanna. Er drullusmeykur við þennan MC leik.
Það er skemmtilegt að þau þrjú lið sem eru með núverandi eða fyrrverandi þjálfara Liverpool við stjórnvölin eru fyrir ofan United í töflunni. Einu sinni gátu lið verið nokkuð viss um að verða meistarar ef þau enduðu fyrir ofan United, núna tryggir það ekki mikið meira en að halda sér í deildinni.