Byrjunarliðið á Ítalíu, Jota og Jones byrja

Klukkutími í leik og öllum helstu fjölmiðlum, eins og til dæmis Kop.is, hefur borist tilkynning um hvaða 11 leikmenn hefja leik gegn Atalanta. Bobby okkar Firmino tekur sér sæti á bekknum en það gengur ekki að hafa bara Alisson portúgölskumælandi í liðinu, svo Jota tekur sætið.

 

Koma svo, sigur í þessum leik myndi gera svo ofboðslega mikið! Orðið er frjálst, hvernig lýst fólki á þetta?

31 Comments

  1. Vonandi styttist í Thiago, ánægjulegt að Matip er mættur á bekkinn.
    Jota á skilið séns og vonandi stendur hann sig, Firmino hleður batteríin og afgreiðis vo City fyrir okkur.

    Erfitt verkefni en vonandi endr það á Liverpool sigri.
    Koma svo.

    6
  2. Það er svo magnað að við eru með stórkostlegt fótboltalið með stórkostlegum stjóra en við erum samt að láta unga og efnilega leikmenn fá stórhlutverk. R.Williams, Gomez, Jones og Trent eru 23 ára eða yngri og aðeins Henderson/Winjaldum eru 30 ára (Winjaldum verður 30 ára 11.nóv) sem má flokka sem lykilmenn (Adrian 33 ára og Milner 34 ára kannski ekki alveg í þeim flokki).

    Við erum ekki að tjalda fyrir eina nótt heldur erum við að búnir að byggja sterkan grunn af leikmönum sem eiga mörg topp á eftir(hendum þessu tjaldi)

    YNWA – Verð sáttur ef engin meiðis í leiknum í kvöld, er með annað æi fuck ekki ekki ljúga bæði augun við Man City leikinn.

    5
    • Geggjað að sjá þessa ungu gæa stíga upp….margir hafa kallað eftir kaupum á hafsent erum með 3 unga sem eru kanski ástæðan fyrir því að Klopp fór ekki i hafsentakaup…en keypti þenna gullmola Jota sem enginn var að spá í…

      3
  3. 5 mörk í 4 leikjum hjá nýja uppáhaldsleikmanninum mínum Diogo Jota, geggjaður leikmaður sem við fengum og Firmino mun lenda í vandræðum með að komast aftur í liðið

    5
  4. Jota búinn að hirða sætið af Firmino og efast um að hann láti það af hendi í bráð.

    5
    • Hver hefði veðjað á það í sumar að einhver leikmaður frá Úlfunum yrði bara örfáa leiki að stjaka Firmino út úr byrjunarliðinu? Ekki ég…

      5
      • tja, frá því eftir vetrarfríið í febrúar hefur Firmino verið skugginn af sjálfum sér. Þrátt fyrir það er Firmino alltaf skárri kostur en Origi eða Minamino. Firmino er væntanlega að hugsa það núna að kannski væri ráð að fara að nýta eitthvað af þessum fjölmörgu færum sem hann hefur verið að klúðra síðustu mánuði.

        2
    • já Jota er fínn en vorum við ekki að borga aðeins of mikið fyrir hann?

      4
    • Ronaldo:)joke. þessi sem þú talar um, er hann ekki hjá mansteftir júnædid, hafði aldrei spilað á Englandi,annað en með okkar portúgala, búinn að aðlagast aðstæðum og kemur kaldur og klár, eins og hann sé búinn að vera í LFC í sautján árþ

      YNWA

  5. Gaman að því að Jota er að sýna okkur að þetta þarf ekkert að vera svona flókið. Bolti kemur, hleypur hér, skotið lemur, markið er…

    2
  6. Ég dýrka þetta lið okkar. Sjá hvernig þeir vinna saman og loka svæðum. Besta lið veraldar!

    0-5!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

    5
  7. Jeminn ég held að Jota sé besti slúttari sem við höfum eignast síðan Torres, þvílík kaup.

    4
  8. stórbrotið dæmi allt saman og engir aukvisar þessir ítalir…

    úff tímabært að skipta inn á núna. Spara mávastellið til laugardagsins.

    3
  9. Ekki oft sem maður sér 2ja mínútna uppbótartíma eftir 10 skiptingar. Ég er samt ekki að kvarta.

    1

Gullkastið – Liverpool á toppnum

Liverpool 5 – Atalanta 0 (Skýrsla uppfærð)